Lögberg - 06.01.1927, Blaðsíða 2

Lögberg - 06.01.1927, Blaðsíða 2
Bls. 2 LöGBERG, FIMTUDAGINN 6. JANÚAR 1927. Theodore Roosevelt. 1858 —1919. Eftir Aðalstein Kristjánsson. Framh. Einn af merkustu blaðamönnum Bandaríkj- anna, Melville E. Stone, segir frá því í bók, sem hann ritar um “Fimtíu ára blaðamensku,* ’ að Vilhjálmur Þýzkalandskeisari mundi gjaman hafa viljað taka að sér umsjón með Philippine- eyjunum. Eftir að Bandaríkin höfðu unnið stríðið við Spán, þá var stefna stjórnarinnar nokkuð óákveðin viðvíkjandi Philippine eyjun- um. Um það leyti sendi Vilhjálmur Diedrich flotaforingja til Philippine eyjanna, “kynnis- för.” Til þess tíma höfðu Bandaríkin lítið fengist við nýlendustjóm utanlands. Sennilega hefir þessi tilraun Vilhjálms orðið til þess,,að ]ieir tóku ákveðnari stefnu. Það er alkunnugt, að Roosevelt átti meiri þátt í friðarsamningum milli Rússa og Japana 1905, en nokkur annar. Um afskifti hans af deilumálum Frakka og Þjóðverja í Morocco og Algeciras 1906, hefir færra verið sagt. Vil- hjálmur keisari kvartaði undan “yfirgangi P’rakka í Morocco.” Hann var hræddur um, að þeir, í félag'i við Spánverja, væru að reyna að varna því, að þýzk verzlunarfélög næðu þar fótfe.stu. Roosevelt hafði alls enga löngun til þess, að skifta sér af þessum deilumálum, en hann vildi gjarnan vernda Frakkland frá því, að lenda í stríði við Þjóðværja, sem þá virtist vofa vfir. Hann kom því til leiðar, í félagi við sendiherra þeirra þjóða, sem hlut áttu að máli að agremmgsmál þessi voru friðsamlega út- kíjað 1 gorðardomi, og með þeim samningum var Morocco og Algeciras veitt meira verzlun- arírelsi. At °1IU raðabruggi Vilhjálms keisara, si siðar kom 1 Ijos, er það vel skiljanlegt, hv< ^egna honum var svo ant um að vinna In Roosevelts Hann óttaðist, að Bandarík þjoðm mundi verða hættuleg fyrir heimsveld hugmyndir hans. úh ^ð,stjoníinála8tefna Roosevelts hafði me abrit ut a við en fynrrennara hans, um fc geta ekki venð skiftar skoðanir. Með bví senda herskipaflota Bandaríkjanna í kring, hnottmn, og mörgu fleira, .sýrnli hann þros og þrott þjoðarinnar. Hann átti mikinn þát þvi að Fnðarþmgið var kallað saman í Hag Það er sagt, að Roosevelt hafi spáð því þe^ Nikulas Russakeisari var að hvetja embætt bræður sma til þess að taka þátt í friðarþii þessu, að rossneska þjóðin ætti eftir að gang gegn uih hörmungar styrjaldir, 0g uppreis, svo mannskæðar, að borið saman við það h transka byltmgin verið sem barnaleikur einn Roosevelt var einhver sá mesti afkastami ur, sem sogur fara af. Hann ritaði yfir þriá )'ndl; Allir’ sem ‘kyntust honum; undruði } tir þvi hvernig hann gæti haft tíma til þ( að lesa bækur um öll þau fræði- og vísindal eím, sem hann ritaði og hélt fyrirlestra um. Tvær mentaðar embættismanna konur s( voru mikið td vina við Roosevelt fjölskyldur ræddu um það sín á milli, hvort þær hefðu nofc urn tima talað um nokkra bók við Rooseve sem hann hefði ekki lesið. “Eg hefi oft borð, 1 Hvitahusmu; hefir það gefið mér tækifæri þess að tala við forsetann um bækur; en e<r hí aldrei getið um neina fræðibók við hann S’ hann hafi ekki vitað meira um höfundinn, óg 1 vismdagrem, sem bókin var rituð um, heldur < fg' — “Þessu get eg vel trúað,” svaraði hi konan. “Eg hefi einmitt gert tilrann í þes^ eím. Eg fann eitt sinn mjög fágæta bók, se jar ntuð af Islendingi. Skömmu eftir að hai Jesið hana, var mer boðið að borða í Hvítahú niu. Eg var svo heppin, að mér var vísað t sætis næst forsetanum. Nú veit eg fyrir vís að eg get talað við hann um bók, sem hann hefi ekki lesið, hugsaði eg; en það mun samt vei betra fynr mig, að fara varlega, því hér er ekl T ið lambið að leika sér. Eins fljótt og eo- s mer fært, spurði eg í mesta sakleysi: Hafi þer herra forseti, nokkurt álit á íslenzkum ból mentum? (Forsetinn er ávalt ávarpaður: M President) Roosevalt var ætíð snar í snúninf um. Við þessa spurningu, þá sneri hann se svo snogglega við í sætinu, að mér varð hverl 'lð;„ Hefi eg ekki álit á íslenzkum bókmem um. spurði hann með ákafa. Hann hafði ekl einun^ýs lesið þessa litlu, einmanalegu bók, ser eg hafði verið svo hróðug af, heldur einni margar aðrar bækur eftir íslenzka höfunda - oækur, sem eg hafði aldrei hevrt nefndar. Han: sagði mer rnoira um íslenzkar bókmentir, a fornu og nýju, á fáeinum mínútum, en eg hafí nokkurn tíma gert mér von um að vita, á alli minni æfi. Það er alkunnugt, að Roosevelt hélt mikið upp á fornsögurnar íslenzku. Hann er líklega sá eini forseti Bandaríkjanna, sem lesið hefir um landafund Leifs hepna í Sögunum okkar. “Það var ekki einungis, að hann læsi allar fræðibækur, sem hann náði til á fjórum eða fimm tungumálum, heldur varð efni þeirra ó- skiljanlegur hluti af sálarlífi hans,” segir einn merkur rithöfundur, er skrifaðist á við hann í mörg ár. Mörg skáld heimsóttu hann og undr- uðust vfir því, hversu nákvæmlega hann hafði fvlgt öllum þeirra verkum. Einn af riturum Roosevelts gerði þá áætlun, að hann hefði skrifað 150,000 sendibréf: “Hann lék þá list, að lesa (dictate) bréf fyrir tvo hrað- ritara, svo báðir höfðu nægilegt að starfa, og skrifa sjálfur þriðja bréfið.” Þúsundir af þessum bréfum hafa verið prentuð í hinum mörgu æfisögum, sem ritaðar hafa verið um Roosevelt. Bréfin til barna hans hafa líklega náð meiri útbreiðslu en nokkur önnur, enda eru þau víst einstök í sinni röð: hann skrifaði þeim jafnvel meðan þau voru ung, um vandamál, sem þá voru efst í huga hans, alveg eins og þau væru jafningjar hans. Bréf þessi eru svo þrungin af einlægni, áhuga og gletni, en stílsmáti er frí við alla tilgerð. Lesarinn verður þess naumast var, að það er forseti Bandaríkjanna, sem er að ræða um alvarlegustu mannfélagsmál við börn á húsvitjunaraldri. Mjög mörg þessi bréf hafa kímnismyndir, til þess að gera bömunum inni- haldið skiljanlegra. Roosevelt skrifaði bréf, 0g dró upp myndir, fyrir fleiri böm heldur en sín. Eitt af þessum barnabréfum, sem nú er frægt orðið, var skrifað til dóttur dr. Nicholas Murray Butler, sem um langt skeið hefir verið forseti Columbia há- skóla. t Hvítahúsinu, 3. Nóvember, 1901. Kæra litla yngismær Sarah,— Mér líkaði afmælisdagsmiðinn þinn einstak- lega vel; börnin mín sögðu mér, að eg yrði að senda l>ér tvær myndir í staðinn. Við höfum stóran, bláan páfagauk (af hon- um var önnur myndin, sem T. R. sendi). Quen- tin kallar hann “polly páfagauk”. — Haftn á heima í blómahúsinu; er hann einstaklega vin- gjamlegur, og hefir einkennilega hávaðasama rödd. Hann borðar brauð, karftöflur og malað eða mulið kaffi. Krakkarnir eiga ofurlítinn og heldur en ekki hrekkjóttan hest, sem þeim þykir ósköp vænt um, alveg eins og hann væjá svolítill hundur. Hann leikur listir sínar í hvert skifti sem þau fara honum á bak. Hann steypti Ethel fram af sér hér um daginn. (Önnur myndin, sem T. R. sendi, sýnir þegar dóttir hans datt af baki.). Faðir þinn segir þér (hálærði fornfræðing- urin) að þessar mjnidir séu frá hinu ófágaða steinaldar tímabili.— Með ástarkveðju til móður þinnar, Vinnr föður þíns, < Theodore Roosevelt. IV. Roosevelt hefir oft verið fundið það til for- áttu, að hann hafi oftast miðlað málum víð hin stóru samsteypufélög. Og að Jiau hafi náð mestum völdum á þeim árum, sem hann var forseti. Það er sjálfsagt eitthvað hæft í þeim ákærum. Roosevelt var ekki eins kröfuharður við sitt heimafólk, eins og í utanríkismálum, - þegar konungar og keisarar áttu í hlut. En þegar hann varð að miðla málum, þá reyndi hann ætíð að draga frá gluggatjöld, svo að þjóðin öll gæti séð taflborðið, 0g hvernig peðum var teflt inni fyrir. Þeir, sem unnu einhvern “hagnað” við málamiðlanir Roosevelts, óttuð- ust hann, því hann skýrði “almenningi” hátt og í hevranda hljóði frá öllu braskinu. Af því leiddi, að hann átti oft í höggi við stjórnmála- menn, í hans eigin flokki, af hinum “eldri skóla”, menn þá, sem hugsuðu ætíð mest um hag flokksins. Einn af þeim mönnum var Wil- liam Barnes, sem um langt skeið var einn vold- ugasti maður í flokki samveldismanna í New York ríki. Baraes höfðaði meiðyrðamál á móti Roose- velt árið 1915. Stóðu réttarhöld og vitna-yfir- heyrslur í mánuð. Roosevelt hafði farið hörð- um orðum um starfsemi Barnes í þjónustu flokksmanna hans. Lögmenn fóru yfir fleiri þúsund bréf og ræður Roosevelts, til þess að reyna að finna eitthvað, sem kastað gæti skugga á mannorð hans. flelmingur þeirra manna, sem í kviðdóm voru skipaðir, voru þýzkir eða af þýskum ættum—sumir þeirra vinveittir Vil- hjálmi keisara, og hötuðu þeir Roosevelt fyrir afskifti hans aÆ stríðinu. Sama dag og vitna- leiðslu var Iokið, var eimskipinu Lusitania sökt, skamt frá ströndum Englands; létu þar lífið hátt á annað þúsund manns, margt af því konur og börn. Blaðamenn brugðu ekki út af vana sínum, með að leita Roosevelt uppi, og fá hann til þess að gefa álit sitt um þennan sorg- lega viðburð. Roosevelt lét þá skoðun í ljós, með orðum, sem ekki voru tvíræð eða gátu ver- ið misskilin, að þarna hefði verið glæpur fram- inn af þýsku stjórninni, sem Bandaríkja stjórn og þjóð ekki gæti, sóma síns vegna, látið hlut- laust og óátalið. “Þýzka” dómnefndin átti að gefa úrskurð næsta dag. Semma næsta morg- un, hitti Roosevelt lögmenn sína — sem höfðu varað hann við að segja nokkuð um Lusitaniu- málið, þar til dómnefndin væri búin að gefa úr- skurð. “Herrar mínir, eg geri mér ekki miklar vonir um, að við vinnum þetta mál. Hér tvar um svo þýðingarmikið og alvarlegt mannrétt- indamál að ræða, að í samanburði við það skift- ir minstu um mína framtíð. Það gleður mig, að þeir hafa ekki getað grafið neitt upp í þessum gömlu bréfum, ritgjörðum og ræðum, sem eg hefi ástæðu til þess að blygðast mín fyrir, eða sem valdið gæti bömum mínum og bamaböm- um kinnroða.” — Flestir stjórnmálamenn hefðu “miðlað málum” við samvizku sína. Ekki sagt orð þar til dómur var upp kveðinn. Ekki vog- að gæfu og mannorði á móti góðgimi, réttlætis- og sóma tilfinningu ^Pílatusar “dómara”. — Roosevelt var sýknaður. Þýzkir höfðu getið sér mjög slæman orðstír í Ameríku frá stríðsbyrjun (1914). Þýzkir njósnarar höfðu farið eins og logi yfir akur, sprengt npp vopna verksmiðjur, þar sem fjöldi manna hafði látið lífið. FólLsflutningaskipum hafði verið sökt, þar sem mörg hundruð Ame- ríkuborgarar höfðu farist. Þegar Roosevelt flutti ræðu þá, sem eg hlustaði á, sýndi hann mvnd af konu með sex börn, frá Philadelphia, sem öl'l höfðu farist, þegar Lusitaniu var sökt. Hann sýndi ekki þá mynd til þess að auka hatur á móti Þjóðverjum, heldur til þess að sýna, að Bandaríkjastjórnin hefði ekki gert skyldu sína, til þess að vernda líf og réttindi sona sinna og dætra. Þýskir voru svo hataðir og fyrirlitnir í Norður-Ameríku—Bandaríkjunum og Canada— síðustu árin tvö, áður en Bandaríkin sögðu Þjóð- verjum stríð á hendur, að margir þeirra þorðu \arla að segja til nafns síns, jafnvel þótt þeir væru Bandaríkjaborgarar. Roosevelt varði nokkrum hluta ræðunnar til þess að sýna, hversu þýðingarmikinn þátt þýzkir landnemar og afkomendur þeirra hefðu tekið í þjóðlífi og framförum Bandaríkja-þjóðarinnar, sérstak- lega á tímum þrædastríðsins. Hann sagðist sjálfur eiga þýzka í ætt sinni, — Roosevelt mintist oft á sína hollenzku forfeður. Eftir því sem eg veit bezt, þá var þetta í eina skiftið, sem hann taldi sig í ætt við Þjóðverja. “Eg er viss um, að lang-flestir afkomendur hinna þýzku landnema, eru eins heiðarlegir borgarar, eins og nokkrir aðrir í landinu.” V. Roosevelt var oft á fyrirlestraferðum, um þvert og endilangt landið. Þegar hann í sinni síðustu fyrirlestraferð kom til St. Louis, þá var hann mikið lasinn. Læknirinn skipaði honum að hvíla sig, eins lengi og honum væri mögu- legt, áður en hann héldi fyrirlesturinn þar. Nefnd hafði verið kosin til þess að mæta Roose- velt á járnbrautarstöðinni í St. Louis. Þegar hann vissi, að borgarstjórinn var ekki í þessari nefnd, þá heimtaði hann að fá að vita ástæðu fyrir því. Móttökunefndin fór undan í flæm- ingþ en gaf svo þá skýringu, að borgarstjóri væri þýzksinnaður — hann var af þýzkum ætt- um. Roosevelt var ekki anægður með skýringu nefndarinnar, og óskaði eftir að Kiel borgar- stjóri stjórnaði fundi þeim, sem h'alda átti í St. Louis, þar sem hann ætlaði að halda fyrirlest- urinn. Nefijdin varð að láta undan um síðir. Þegar Roosevelt kom inn í fundarsalinn, þá var borgarstjóri Kiel þar til þess að mæta honum. Ovmum hans til mikillar skapraunar, þá hélt hann þar snjalla ræðu, sem sannfærði Roose- velt um það, að hann hafði verið hafður fyrir íangri sök, og að hann var ekki meiri með- ha'ldsmaður Þýzkalandskeisara, en hann sjálf- ur. Eftir að Roosevelt var búinn að flytja ræð- una, ]>á sagði hann við einn fréttaritarann, sem með honum var: “Sumir kunningjar mínir sem meinrti vel, hafa orðið mér til mestra vand- ræða Ef eg hefði farið eftir skipun læknisins, og nefndar þeirrar, sem stóð fyrir fyrirlestrin- um, þá hefði eg óafvitandi fylt flokk þeirra manna, sem hættulegastir eru í þessu landi, á meðal þemra, sem ekki eru taldir glæpamenn, —ílokk þeirra, sem eru blindir af hlutdrægni — þeir eru oftast taldir góðir flokksmenn, utan kirkju og innan.” Eitt af því, sem jók hatur á móti hinni þýzku kyflkvísl í Bandaríkjunum, var það, að margir aí þeim höfðu vínsöluhús í hinum stærri borg- um. Einmitt þessi ár — 1914—1917, — þar til Bandaríkin fóru í stríðið, þá var vínbannsorust- an þar í algleymingi; þó höfðu allmörg ríki haft vmsölubann í mörg ár. Eftirað Vilhjálmur keisari hafði sent her- sveiflr sínar inn í Belgíu, þá sendi hann einn af aðstoðarnturum sendiherrans í Washington til Roosevelts með vinarkveðju, og þá orðsend- íngu, að hann myndi vel eftir, hversu mikil á- nægja sér hefði verið að heimsókn hans í Berlín og Potsdam, og hann vonaði, að “Roosevelt herforingi sæi það, að til þess að venida föður- landið, þá hefði hánn verið neyddur til þess að íara með herdeildir sínar í gegn um Belgíu.” Svar Roosevelts var: “Færðu hans hátign kveðju mína, segðu honum að eg minnist með anægju á heimsókn okkar til Berlín og Potsdam, og hinna mörgu kurteislegu velvildar atlota, sem hans hátign svo góðíúslega veitti okkur, meðan við dvöldum þar sem gestir hans. Segðu hans hatign, að eg minnist þess einnig með hlýjum liug, hvefsu vingjarnlegum og kurteislegum við- tökum við áttum að mæta hjá hans hátign, Belg- íukonungi. ’ ’ Sendimaður kvaddi á hermanna vísu og fór leiðar sinnar. Roosevelt og keisar- inn höfðu skrifast á, bréf beggja hafa verið prentuð. Þetta voru þeirra síðustu viðskifti. I orseti Bandaríkjanna bjargar ketlingi, á leið til kirkju. — Roosevelt var mikill dýravin- ur. Eru til margar sögur, sem sanna það. Hann var líka frægur veiðimaður, hann háði margar orustur við hina voldugu einherja merk- urinnar, Ijón og skógarbirni, og ótal marga aðra höfðingja, sem ríkjum ráða í æfintýralöndum. Smáfuglar og hinir minniháttar borgarar, áttu þar trúan vin, sem verndaði framtíð þeirra með friðunarlögum. Einu sinni, þegar Roosevelt var á leið til kirkju frá Hvítahúsinu, forsetahöllinni í Wash- ington, sá hann tvo grimma hunda elta svolít- inn ketling á strætinu. Roösevelt sagði frá þessu .sjálfur í bréfi til dóttur sinnar: “Eg hljóp á eftir hundunum, með regnhlíf í hend- inni, og eftir að eg hafði gefið þeim níaklega ráðningu, löbbuðu þeir burtu. Ketlingúrinn var einstaklega vingjarnlegur, en ósköp lítill; eg reyndi að finna eigandann, og allmargir höfðu safnast saman, af forvitni, meðfram strætinu; sumir af þeim hristu höfuðin kátþros- lega, af því að sjá mig þarna með ketlinginn í fanginu; eiganda gat eg hvergi fundið. Eftir að við höfðum gengið dálítinn spöl, þá sá eg myndarlega svertingjakonu, og svo litla stúlku. Konan stóð úti fyrir dyrum á litlu en myndar- legu húsi skamt frá strætinu; litla stúlkan dótt ir hennar teygði höfuðið út um glugga skamt frá húsdyrum. Litla stúlkan leit til ketlingsins barnslega hýrum ástaraugum. Eg hljóp heim að húsinu og upp tröppurnar, og spurði hvort þær vildu eiga ketlinginn. Móðir litlu stúlk- unnar sagðist gjarnan vilja taka við honum. — Professional Cards DR. B. J. BRANDSON r, 16-2Í0 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy SU. Phone: 21 834. Office tímar: 2_3 Heimili: 776 Victor St Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. COLCLEUGH & CO. Vér leggjum sérstaka .áherzlu á. atS selja meSul eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aB fá. eru notutS eingöngu. fegar þér kómiB metS forskriftina til vor, megiB þér vera viss um, aB fá rétt þaf sem læknirinn tekur til. Kotre Dame and Sherbrooke Phones: 87 669 — 87 650 Vér seljum Giftingaleyfisbréf DR O. BJORNSON 216-220 Medicnl Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sta. Phones: 21 834 Office tlmar: 2—3. Heimlli: 764 Victor St. Phone: 27 58'6 Winnipeg, Manítoba. THOMAS H. JOHNSON Og H. A. BERGMAN I- ísl. lögfræðingar. Skrifstofa: Room 811 McArthur Buildtng, Portage Ave. P. O. Box 1666 Phones: 26 849 og 26 840 W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. fslenzkir lögfræðlngar. 356 Main St. Tals.: 24 96» 356 Main St. Tals.: A-4963 Peir hafa einnig skrifstofur atS Lundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar a8 hitta á eftirfylgj- and tlmum: Lundar: annan hvern miðvlkudai Riverton: Pyrsta fimtudag. Gimli: Fyrsta miðvikuaag. Piney: þrlBJa föstudag I hverjum mánuBi. i- 0 A. G. EGGERTSSON ísl. lögfræðingur Heflr rétt tll aB flytja mál baeBi I Manitoba og Saskatchewan. Skrilstofn: Wynyard, Sask. Athygli! Komið með næstu lyfjaávísun- ina yðar til vor. Þaulæfðir sér- fræðingar annast um alla lyfja- samsetningu. INGRAM’S DRUG STORE 249 Notre Dame Ave. Gagnvart Grace kirkjunni. A. C. JOHNSON 907 Confederation ÍAte BMg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svaraC samstundis. Skrtfstofusíml: 24 263 Heimajsimi 33 328 J. .1. SWANSON & CO. I LIMITED Rentals Insurance RealEstate Mortgages 600 Paris Building, "Winnipeg Pohnes: 26 349—26 340 STEFAN SOLYASON TEACCHER of PIANO 1256 Domlnion St. Phone 29 832 Emil Johnson SERVIOE ELEOTRIC Rafmaons Contraeting — Attt- kyns rafmagsndliöld seld og viO þau gert — Eg sel Moffat og McClary Eldavélar og hefi þœr til siniis á verkstœOi rninu. 524 8ARGENT AVE. (gamla Johnson’s bygglngrin viB Young Street, Winnlpeg) Verlcst.: 31 507 Heima.: 27 286 Verkwt. Tals.: Heima Tals.t 28 383 29 384 G. L. STEPHENSON PHJMBER Allskonar ra.fmagnsáhöld, svo sem stranjárn, víra, allar togundlr Kf glösum og aflvalca (batterles) VERKSTOPA: 676 HOME ST. íslenzka bakaríið Selur beztu vörur fyrir læ^sta verð. Pantantr afgredddar buðBi fljótt og veL Fjölbreytt úrval. Hrein og llpiir vlðskifti. Bjarnason Baking Co. 676 SARGENT Ave. Wtnnlpe*. Phone: 34 298 Eg hafði útvegað ketlingnum heimili, svo nú héklum við áfram til kirkjunnar. ” — Þannig var víkingurinn með barnshjartað, ^m yfir- gangs- og ójafnaðarmenn óttuðust, og konung- ar og keisárar urðu að beygja kné sín fyrir. Roosevelt nefndi suma með nafni, sem með hon- um voru í þessari kirkjuferð einn eða tveir ráð- gjafar voru tilnefndir. Leynilögregluþjónar, einn eða fleiri, eru ætíð með forsetanum, hvert sem hann fer. Þrír eða fjórir forsetar hafa verið myrtir af æsingamönnum; fleirum hefir verið sýnt banatilræði. Roosevelt var einn af þeim. Eftir að hann hafði slept forsetaem- bætti, var skotið á hann, í bifreið, nokkrum mín- útum síðar, hélt hann fyririestur með byssu- kúlu í lungunum. Framh.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.