Lögberg - 06.01.1927, Side 7
I
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. JANÚAR 1927.
Bls. 7
✓
Notaði altaf sama með-
alið við nýrnaveiki.
PAB SECVI MR. PHINNBÝ SEGIR.
UM DODD’S KIDNEY PII-iUS.
Mafiur í New Brunswlck mællr
sterklcga mcð þeim
Broolkiliyn Road, N.B. 1. Jan. (Binkar
fregn).
pað sem hér or sagt er ttekiS úr
einu iaf 'hkium mörgu hréfum, sem oss
bera«t daglega og sem dáSsrt að þessu
meðaHi. DaS er frá Mr_ WiIIWam E.
Phinnoy1. iHann seigir: "Eg hefi I mörg
ár note.S Ðod'd’s Kiiidney Piilils viS bak-
Verkjog Ihafla þæir reynslt mér ágæt-
leg'a. þegar eg finn til 1 bakinu þá fæ
eg noikkrar ciskjur af Bodds Kidney
ipiliils, ihafa þær gert mé r rn'jög mikiö
gortt og e,g msll sterklega imeS Þeim.”
'Dod'd’s Kdmey Pillls eru nýrnameö-
al. J> æ,r styrkja nýrun, svo þau geta
■unnið «iitrt verk, a8 hreinsa. ðhoil efni
<ir blððinu. Heillbrigt blðð flytur öll-
um piirtum íikkmans þau næningar-
efni, sem þeir þurfa á að halida.
Ðoldld’s Kiidney IPiMs fást adsta ðar
há Qyfsölum, eCa frá The Diodd’s Medii-
cine Oo., I>td. Toromto 2, Ont.
•Quebec.
MacLean’s Magazine hefir að
undanförnu flutt langa ritgerð
um Quebec, eftir George Pearson.
Er ritgerðin í fjórum köflum og
er hún ekki öll komin enn. Það er
alkunnugt, að það eru aðallega
Frakkar, sem búa í Quebec fylki,
sem halda mjög fast við tungu sína
og trúarbrögð. Að öðru leyti mun
almenningi heldur lítið kunnugt
um Quebecfylki og þá, sem þar
búa, og er því ritgerð þessi þörf,
þar sem hún er fróðleg og gefur
margar og mik'ilsver.ðar upplýs-
irigar um þenna hluta landsins og
fólkið, sem þar býr. Það, sem
hér fer á eftir, er tekið úr þriðja
kafla^ritgerðarinnar, en öll er
hún alt of löng til að birtast í
Lögbergi.
Landið og jarðræktin er þessu
fólki fyrir öllu. Það elskar jarð-
;r sínar eða ábýli, eins og fransk-
ur sveitamaður getur einn gert.
Frakkarnir í Quebec eru ekki eins
og aðrir Canadamenn. Þeir eru
eins og þeir værn gróðursettir á
éinum stað; sprotnir upp úr jörð-
inni og hreyfast þaðan ekki. “Við
erum Canadamenníirnir,” segja
þeir. “Þið eruð aðkomufólk, inn-
flytjendur.” Líf þeirra er fast-
aia knýtt sveitalífinu og akur-
yrkjunni, heldur en nokkurs ann-
ars fólks í þessari heimsálfu. og
munu fáir geta skilið það eins og
það er. Þeir hafa sjálfir ræktað
landið og þeir yfirgefa ekki sín
eígin verk. Þar sem nú eru akrar
og garðar, var áður skóglendi og
víða mjög grýttur jarðvegur. Enn
eru steinarnir að smá koma upp
úr ökrunum, þegar þeir eru plægð-
ir. Þeir höfðu eigi annað en
sína eigin orku, andlega’ og lík-
amlega, til að breyta þessum
auðnum í akra og engi, sem gæfi
af sér nægilega Iífsbiörg handa
hinum afar stóru fjölskyldum,
sem þar eru algengar. Þeir hljóta
að hafa lagt ákaflega mikið á sig
til að koma þessu í verk, en jafn-
fiamt hafa þeir tekið órjúfanlega
trygð við löndin sín, og sú trygð
helst enn við og gengur frá kyni
til kyns. Þeir eru miklir vinnu-
menn, og nægjusamir og ókvart-
sárir. Montreal Melónan er gott
dæmi um stöðuglyndi þeirra og
bolinmæði. Það hefir hVergi
hepnast að rækta þennan ávöxt
unnars staðar en i Quebec, sem
I’klega er vegna þess, að hann
Þarf ákaflega mikla nákvæmni og
umhyggjusemi, en þær dygðir
eiga engir menn í eins ríkum mæli
eins og Frakkar í Quebec.
Stjórnarskýrslur gýna, að í
Quebec fylki er það algengt, að
siitirnar búa á sömu ábýlisjörð-
iuni mann fram af manni, öldum
saman. Árið 1916 voru 1,400 ábýl-
isjarðir, þar sem ættin hafði stöð-
ugt búið síðan fyrir árið 1700,
Þannig, að sonur hafði jafnan
tekið við af föður. Veitti stjórn-
iu þeim þá verðlaunapeninga fyr-
11 trygð sína við ættaróðalið.
í Quebec eru stærri fjölskyld-
Þá, sem Slitnir Eru Osr
Veikir, Hvort Heldur Er Karl
l^oa Kona.
Dagelga koma í ljós nv
amr fyrir því, að Nuga
aíriett heilsulyf fyrir fól]
orðið slitið og veiklað ei
við meltingarleysi og þai
andi sjukdóma að stríða,
hofuðverk, gas í mag
hreina tungu, lifarveiki,
og slæma matarlyst, þi
og ahugaleysi og fleira 1
ar. Nuga-Tone gerir bló
og heilbrigt, taugarnar si
voðvana styrka. Það læl
un, og gerir allan
hraustan og sterkan; eyk
ann og geriri manneskju
heilbngða, duglega og
sama. Nuga-Tone er
fullkominni tryggingu f
að það reynist eins og þv
eða verðinu skilað aftur
það, sem prentað er i
pa'kka. Fæst í öllum lyf
Takið enga eftirlíkingu,'
þess að fá hið rétta Nug
ur, heldur en annars staðar í Can-
ada. Stjórnin 'hlynniir sérstak-
lega að stórum fjölskyldum og
hefir stundum látið þær hafa
land fýrir pkkert,1 ei barnahóp-
urinn verður sérstaklega stór, eða
kemst upp yfir vissa tölu. Sam-
kvæmt manntali 1921, voru 8,788,-
483 íbúar í Canada. Af þeim voru
2,361,199 í Quebec, en 2,933,662 í
Ontario. Tuttugu árum áður
voru íbúarnir í Qebec að eins
1,648,898, en í Ontario 2,18^,947.
Mismunurinn á fólksfjölgun er
því ákaflega mikill í þessum
tveimur fylkjum, og kemur hann
ekki til af því, að margt fólk hafi
fltt til Quebec, heldur er hann
næstum eingöngu af því, að fólk-
ið hefir fjölgað svona mikið á
eðlilegan hátt, og er svo að segja
alt komið út af sömu ættunum,
sem þar hafa verið öldum saman.
Þar fæðast fleiri börn, að tiltölu
við mannfjölda, heldur en í nokkru
öðru landi í heimi, að Rúmeníu
undanskilinni. í Quebec eru
barnafæðingar 38 af þúsundi, en
í Ontario ekki nema 24. 1 sumum
héruðum í Quebec fæðast miklu
fleiri börn en Jíetta árlega, eins
og t. {I. í Chicoutimi, þar sem þau
árið 1924 voru 69 af hverjum
þúsund íbúum. «
En þetta er ekkert nýtt þar aust-
ur frá, því lengi hefir verið til
þess tekið, hvað þar væru stórar
fjölskyldur, og þykir mikið til
þess koma, að eiga sem flesta af-
komendur. f fyrri daga áttu ó-
| kvæntir menn þar ekki upp á
pallborðið hjá yfirvöldunum eða
alþýðu, og kvað svo ramt að því,
að þeim, var gert næstum ómögu-
legt að afla sér daglegs brauðs.
Það var ekki að eins, að menn
væru hvattir til að gifta sig og
fjölga fólkinu, heldur var þeim,
að minsta kosti óbeinlínis hegnt
fyrir að láta það ógert. Að hjón
eignist tutugu börn og þar yfir, er
ekki óvanalegt; en þegar einn
maður verður þrjátíu og sex
barna faðir, þá fer jafnvel Que-
bec búum að þykja nóg um. Fyrir
nokkrum árum voru hundrað ekr-
ur af landi gefnar hverjum fjöl-
skylduföður, sem átti 12 börn, eða
fleiri, og reyndust þeir full þrjú
þúsund. Það voru um þrjátíu
þúsund Frakkar, sem settust- að í
Quebec, en nú eru afkomendur
þeirra orðnar fullar þrjár miljón-
ir. Verða líklega eins\)g börn
Abrahams, “eins og sandur á
sjávarströnd.”
Þegar fólk þetta verður að flytja
sig úr stað, þá fer það ekki lengra
en það nauðsynlega þarf. Flytur
sig á einhvern annan stað í fylk-
inu, eða þá eins nærri því og hægt
er. Áður settist fólkið að til og
frá, eri kirkjan hefir unnið mikið
að því að halda því saman, og eru
aíleiðingarnar af þeirri stefnu
kirkjunnar pær, að sum héruð eru
rú orðin ákaflega þéttbygð, eins
og t. d. við Gatineau ána og í
kring um Lake St. John.
Fólkið, sem býr í ýmsum af-
skektum héruðutn í Quebec, hefir
unnið stórkostlegt þrekvirki, þótt
heimurinn viti ekkei-t um það. Það
hefir ræktað landið svo vel, að
það er hvergi betur gert. Akrarn-
ir eru ágætir og gefa mikla upp-
skeru af hveiti og heyi og ýmsu
öðru. íbúðarhúsin eru rúmgóð og
vel hirt, og fólkið sjálft er frjáls-
legt og ber það með sér, að það er
ánægt og því líður vel.
• Maður heyrir, að stór verzlun-
ar- og iðnfyrirtæki styðji kaþ-
ólsku kirkjuna í Quebec. Þau
gera það vegna þess, að þau eru
íhaldssöm og allar bráðar breyt-
íngar eru fjarri skapi þeirra, og
þau trúa því, að meðan kaþólska
kirkjan ræður, verði enginn ófrið-
ur hafinn af hálfu verkamanna
eða annara, sem kalla sig umbóta-
menn, jafnaðarmenn, komrffúnista
0. fl. o. fl. Hin langa dvöl þessa
fólks í sveitunum veldur því, að
allar hraðfara breytingar, þó kall-
aðar séu umbætur, eru fjarri skap-
ferli þess og allri hugsun. Jafn-
vel í verksmiðjunum í Quebec ber
mjög lítið á verka'manna óeirðum,
og einmitt það, að svo muni ávalt
verða er langsterkasta ástæðan,
sem stjórnin og aðrir hafa fyrir
því, að Quebec sé sérstaklega
heppilegur staður til að reka þar
stóriðnað. Líkurnar til þess, að
þessi spádómur rætist, eru tals-
vert sterkar, því alt er gert til
þess að innræta fólkinu nægju-
semi og fá það til að vera ánægt
með þau lífskjör, sem skaparinn
hefir úthlutað því.
Ekki ósvipað Gyðingunum, trúa
Frakkarnir í Quehec því, að
þeirra eigin þjóðflokkur eigi mikla
framtíð, og muni verða öðrum
þjóðflokkum meiri. Byggja þeir
þessa'trú sína á hinum mikla vexti
þjóðflokksins og því, hve hreinn
og óblandaður hann sé, og því hve
tungan haldist óblönduð. Á bess-
ari trú byggist að miklu leyti
þjóðlíf þeirra, og að þessari trú
ei hlynt af leiðtogum lýðsins og
sérstaklega kirkjuhöfðingjunum.
Þegaréalls þessa er gætt, fer það
Peps töflurnar gefa frá sér þægilega og holla gufu, sem
hreinsar verkarnar og andfærin og varnar þrota og kemur
í veg fyrir slæmt kvef.
Peps ná beint til kverkanna og andfæranna og taka
fram allri meöalablöndu. Þær eru þægilegar 6g hætfulaus-
ar og því ágætar, einnig fyrir börn og gamalmenni.
Þegar Peps töflumar leysast upp í munninum, þá
hreinsa þær kverkarnar og koma í veg fyrir hósta.
Medalid sem madur andar ad sjer
Kverka og brjóst meðal
25c. askjíMi (35 töflur I siiifu.r-pap'pfr). Hjá Iyfsölum o* f búöum.
ekki að verða neitt undarlegt, þó
þetta fólk elski landið sitt og þjóð-
flokk sinn, meira en almerit
gerist.
En þótt sveitafólkið í Quebec sé
aðallega af frönsku þjóðerni, þá
er þar margt fólk, sem upphaflega
kom frá írlandi. Þrátt fyrir það,
að enn í dag má sjá glögt ættar-
mót íranna á þeim og þótt nöfnin
séu enn hin sömu, þá eru þeirra
siðir og hugsunarháttur nú alveg
, eins og Frakkanna. Þeir tala ekk-
ert nema frönsku og virðast ekk-
ert finna til þess, að þeir séu af
öðrum uppruna og segja hiklaust,
að þeir séu farnskir. Einstaka
sinnum minnast þeir á það, að
þeir hafi heyrt, að einhver forfað-
ir þeirra hafi verið “enskur”, en
enskir eru allir hjá Frökkunum í
Quebec, sem ensku tala, alveg eins
þó það séu Bandaríkjamenn.
í austurhluta fylkisins eru svo
að segja eingöngu franskir Can-
adamenn. Þeir, sem þar voru áð-
ur af öðrum þjóðflokkum, hafa
flestir farið burtu„ eða þá orðið
franskir. Jafnvel ýmsir bæir, sem
áður voru bygðir af ensku fólki,
og enn bera ensk nöfm eru nú svo
algerlega franskir, að maður
heyrir þar ekki talað enskt orð.
Sunnan við St. Lawrence fljót-
ið, hittir maður menn, sem heita
MacDonald og Fraser og öðrum
slíkum nöfnum, en þeir eru Skot-
ar að eins að nafninu til og kunna
ekki orð í ensku. Þeir, sem þessi
nöfn bera, eru afkomendur brezkra
hermanna, sem þarna settust að
fyrir löngu síðan, giftust frönsk-
um stúlkum og hafa nú, að heita
má, gleymt sínum eigin uppruna.
Á þessum stöðvum er enskur mað-
ur, sem þar kom barn að aldri 0g
var alinn upp hjá frönsku fólki.
Hann er giftur franskri konu og
hfefir alveg gleymt sínu eigin máli.
A hverjum nýársdegi fer hann til
tengdaföður síns, með konu sína
og börn, til að þiggja blessun
hans og hamingjuóskir á nýja ár-
inu. Þessi maður hefir aldrei
komið til Montreal og býr þó ekki
langt þaðan, og það hefir kona
hans heldur ekki gert.
Til þeSs að skilja fólkið í Que-
bec og gera sér i hugarlund hver
framtíð þess muni verða, verður
maður að sjáljsögu að þekkja
sögu þess. Fari maður einhvern
sunnudag upp á einhverja hæð-
ina, þar sem víðsýnt er, og horfi
yfir landið, sér maður þessar ið-
grænu, löngu og mjóu landræm-
ur, sem hver um sig er ábýlisjörð,
og sem jafnan enda við árnar, eða
beina keyrsluvegi. Þessi afar-
langa gata er ekki ósvipuð bæjar-
stræti, því húsin standa vanalega
skamt frá veginum og æði þétt,
því landræman, sem hver bóndi
hefir, er svo mjó. Hefir þetta orð-
ið mörgum hugsunarlitlum ferða-
manni mikið hlátursefni; þetta
sýnist alt vera svo gamaldags.
Fyrst var bygt með fram ánum og
voru þær einu vegirnir og bygðin
var með fram þeim. Síðar voru
akbrautir bygðar og bændurnir
settust að meðfram þeim, en sama
siðnum var haldið, að hafa ábýlis-
jarðirnar langar og mjóar. Fólk-
ið vildi nú hafa þetta svona, þó
það sýnist ekki hentugt; en orsök-
in hefir ef til vill verið sú, að
hver bóndi varð að sjá um viðhald
vegarins og sjá um að hann væri
fær, bæði sumar og vetur. Þetta
hafði nokkra fyrirhöfn og kostn-
að í för með sér. Þessi aðferð var
líka þess valdandi, að fólkið bjó
nær hvað öðru og átti þess því
kost, að hafa meira félagslíf fín
á milli og njóta meiri glaðværðar
heldu ren hægt er að koma við í
strjálbygðum svetthm. Jarðirnar
voru ekki litlar í fyrstunni, en
þeim hefir verið margskift, svo í
mörgum sveitum eru bújarðir
flestra bænda mjög smáar nú
orðið.
“Norrön Helg”
Morgunblaðið hefir getið um og
flutt mynd af íslendingahúsinu,
sem fyrirhugað er að reisa í ósló
á næstu árum. Hefir verið hafin
fjársöfnun til byggingárinnar,
bæði hér á landi og í Noregi.
Einn liðurinn í þeirri fjársöfn-
un er einskonar jólahefti, sem
húsbyggingarnefndin hefir gef-
ið út til ágóða fyrir húsið, og
heitir “Norrön helg”. Hefir Mbl.
verið sent það til álits og um-
sagnar, — Rennur allur ágóði af
sölu ritsins til húsbyggingar-
sjóðsins. \
Mynd er á fremstu síðu kápunn-
ar. Er hún af Hlíðarenda, eins
cg húsaskipun var þar háttað fyr-
ir all-löngu. Er kápan litprentuð.
í þetta hefti skrifa jöfnum hönd-
um íslendingar og Norðmenn. Er
ritið prýtt fjölda mynda frá ís-
landi. En gallinn á þeim er sá,
að þær eru flestar úr eldgömlum
ferðamannabókum, sem skrifaðar
hafa verið um fsland fvrir og um
miðja 19. öld, og gefa því enga
hugmynd byggingarhætti, eins og
þeir eru nú.
Fr. Paasche prófessor hefir séð
um ritstjórn heftisins. — Skrifar
hann sjálfur um áhrif landslags-
ins á skáldskap íslendinga í forn-
c!d, og bendir á, að lítið hafi bor-
ið á átthaga- eða heimilisást í
fyrstu* sögum og ljóðum land-
námsmanna.
Frú Theodóra Thoroddsen skrif-
ar um ýmsa hátíðasiði hér á landi,
einkum jólasiði. Frú Hulda Gar-
borg segir frá ferð sinni til ís-
lands 1903, og hvetur íslendinga
til þe^ss að nota hverahita til rækt-
unar á ýmsum blómjurtum. Sig-
urður prófessor Nordal skrifar
um Stephan G. Stephansson. Seg-
ir Nordal, að hann muni lifa í
minningu þjóðarinnar, — bónd-
inn við plóginn, sem var hetja, þó
hann bæri ekki vopn, konungur,
þó hann réði ekki fyrir öðru landi
en því, sem hann hafði rutt með
eigin höndum.
Anders Hovden, skáldprestur,
segir frá ferð sinni hingað til
lands 1906. — Matthías Þórðar-
son fornminjavörður skrifar um
Olaf helga. í kaþólskri trú á ís-
landi. Thorstein Christensen
birtir grein um norrænan æskulýð
a grundvelli þeirrar viðkynriing-
ar, sem hann fékk, er Ungmenna-
samband Kjalarnessþings bauð
norskum ungmennafélögum hing-
að til lands fyrir 5 árum. ög-
mundur Sigurðsson skólastjóri
skrifar um fyrstu förina til Kerl-
ihgarfjalla, er Þorvaldur Thor-
oddsen fór þangað fyrstu rann-
sóknarförina. — Jóhan Bojer á
þarna ofurlítið æfintýri, Vofurn-
ar í selinu. Loks er lítið leikrit
eftir Sigrid Undset, frá árinu
1908 og nokkrar smágreinar.
Heftið er hið læsilegasta, og
frágangur allur prýilegur.—Mbl.
Isl. sýningin í Höfn.
Blaðaummæli.
Eitt Kaupm.hafnar blaðið skrif-
ar svo um sýninguna, segir Lesb.
Mbl. 30. nóv.:
Þegar þér farið í dag að skoða
sýninguna í Teknologisk Institut
— • og það ættu allar húsmæður
að gera—þá gleymið ekki íslenzku
deildinni. Þar eru á veggjum lit-
sterk málverk frá íslandi, af fjöll-
um, kindum og fjörðum. For-
stjóri deildarinnar, Jónas Lárus-
son, segir oss að til þessarar sýn-:
ingar sé stofnað til þess að færa
Dönum heim sann um það. hve á-
gætar sé hinar íslenzku fram-
leiðsluvörur og hvað hægt sé að
gera margbreytta rétti úr þeim.
Hann heldur því fram, að Danir
þekki lítið íslenzku saltsíldina og
kryddsíldina, sykursaltaða dilka-
kjötið og satlfiskinn. Hann er nú
seldur í hálfs kg. pökkum, verkað-
ur eftir öllum listarinnar reglum
og tilbúinn a?j látast í pottinn.
“Jónas” héita pakkarnir — ágætt
nafn og minnir undir eins á fisk
og fiskveiðar!
Jónas Lárusson kann frá mörgu
skemtilegu að segja um síldina og
þorskinn. En vér hyggjum, að
dönskum húsmæðrum sé mest um-
hugað að fá upplýsingar um
hvernig á að matreiða íslenzku
matvörurnar. — Skulum vér því
birta hér nokkrar uppskriftir, sem
hr. E. Köhler hefir látið oss í té.
Spanskur saltfiskréttur,
á la Creole.
Einn laukur er saxaður og soð-
inn hægt í smjöri þangað til hann
fær gullslit. Svo er hann látinn í
skál. Þar yfir eru lagðir þrír tó-
matar. Eitt pund af soðnum salt-
fiski er skorið í smábita (bein og
íoð vel verkað úr) og eru bitarn-
ir lagðir ofan á tomatana. — Síð-
an þrjú stykki af spönskum veik-
um pipar, skorin sundur og glóð-
steikt. Yfir þetta er svo helt of-
urlitlu af eitronsaft og 30 gr. af
Hænurnar Verpa Áreiðanlega Innan
priRsja (iasa, Ef Vita-GIand Töflur
Eru Notaðar.
Hæroan heflr kirtla eins os rasinn-
oskjan, er eig’i síBur feurfa á jámefni
aS halda. Af þeirri einföldu ástæðu
a.8 þær styrkja Þau iíffæri, setn fram-
lei8a egigin, eru Vita-GHarod rtöflur or-
'sök þess, séu þær látnar 1 drykkjar-
vaitn 'hænanna, a8 þó þær hafi a'ldrei
verpt á vetrum, fára Þær a8 verpa
imnan þrig-gja, daga. Visinldin hafa
fundi8 efni, seim ef réfct e,r nortaS, iæt-
ur thænur vorpa meria en Þær annars
gierðu. 1 tilraunaibúi stjórnarinnar, er
efni8 notað, verpir hænan 300 eg-gj-
um á imólfci hverjuim 60 áSur.
Reynið þetta kostaboð.
Egg og meiri egig og fallegan hóp
af hænsnum, seim þurfa JltiS eftirlJt,
engin lyf eða dÝrt fóSur, geffca alliir
haft, sé Vi'ta-CWand tafia Játin I vatn
hænsnarona. Einfalt rá8 en tvofaJdar
ágó8ann. Jöfn veriping sumar og vet-
ur. peir sem 'búa tfcil Vita-G.laind töflnr
þoltkja verkanir Þess vel og vita að
y8ur srtórfurSar er þér reynlð, og Þeir
senda öskju tB reynslu, þaronig: Senid-
ið enga peningta, aSe(ns nafn y8ar,
ver8a þá seordar tvær stórar öskjur,
er hvior kostar $1.215. pér boirgi8 póst-
Jnum Þá l$1.25 og örfá eent I póst-
gjafld. Nágraroroi ySar sér afleiSing- '
arnar og kaupir hina öskjuna, svo þér
fáið y8ar ókeypis. Vér ábyrgjumst aS
þér ver8iS ánægSur, eSa verðúnu er
skila8 aftur. Skrifið þvl strax og fái8
flertri egg en á8ur á þenna einfaida
íhátt. — Skrífi8:
VITA-GLAND DABORATORIE
Vita-Glaro! Dabnra tories
1009 Bohan Toronto, Ont.
brúnuðu smjöri. Svo er ílátið
með þessu sett í bakarofn og lát-
ið standa þar í svo sem tvær mín-
útur. Það er skreytt á eftir með
péturslilju (Persille),
Franskur saltfiskréttur,
á la Lyonnáise.
Eitt pund af soðnurri saltfiski
og brytjað mjög smátt. Stór lauk-
ur er skorinn í stykki og steiktur í
smjöri og ofurlitlu af olíu, þang-
að til hann fær gullslit. — Fimm
stórar soðnar kartöflur eru skorn-
ar i flísar og steikjast með fiskin-
um og liauknum. Krydd er haft í
eftir vild. Áður en borið er á
borð, er bætt í dálitlu af ediki,
enskri sósu og saxaðri péturs-
lilju.
Portugalskur saltfiskur,
á la Portugaise.
Takið jafnt af soðnum saltfiski
og hráum flysjuðum kartöflum, er
skornar eru í sneiðar. Tveii<lauk-
ar eru einnig sneiddir niður. —
I.eggið svo kartöflur, fisk, lauk og
tómatflísar til skiftis í lög í feiti-
smurða kastarholu, lag eftir lag,
og lítirm smjörbi^á á milli, tvö
lárviðarlauf og nokkur korn af
pipar. Svo er þetta soðið við hæg-
an eld í einum bolla af vatni og
dálitlu af smjöri. Er etið sjóð-
andi heitt með saxaðri péturs-
lilju.
Síld.
Síldin er flegin og tein úr henni
beinin. Svo er hún látin í glerksál
og helt yfir hana “Gourmand To-
matosósu”. Borin á borð með
þverskornum lauk og saxaðri pét-
rrslilju.
Góður réttur úr saltkjöti.
(Eitt kg. magurt kjöt er skorið
í teninga og eru þeir síðan steikt-
ir í 100 gr. af svínafeiti ásamt
söxuðum lauk, nokkru af Karry og
og nokkrum kornum af salti. —
Þegar kjötbitarnir fara að herp-
ast saman og laukurinn byrjar að
brúnast, er stráð 40 gr. af hveiti
yfir. Litlu síðar er bætt á 5 deci-
litrum af vatni eða kjötsoði og
stöðugt hrært í á meðan. Þetta
er soðið við hægan eld í klukku-
tíma. Svo er froðan fleytt af og
rétturinn borinn á borð með þur-
soðnum hrísgrjónum.
Einn af þeim skilvítu.
Churchbridge, 21. des. 1926
Til Lögbergs.
Gleðileg jól og farsælt nýár!
Eg legg hér með $3.00. sem er
áskriftargjald mitt fyrir Lögberg
til i. janúar 1928, og þakka eg
jafnframt ritstjóra Lögbergs, J.
J. Bildfell, fyrir alt, sem hann
hefir svo vel gert fyrir blaðið og
sem við, lesendur þess, njótum
svo góðs af. Eg segi því fyrir
mig (eins og fleiri), að mér fanst
ritstjórnargrein hans í Lögbergi
hinn 9. desember , vera algjörlega
sánngjörn og eðlileg, eins og á
stendur. Það getur hver og einn
litið í sinn eigin barm og séð, að
ekki er hægt að gefa út stórt blað
og ódýrt, miðað við íslenkt blaða
og bókaverð, án þess að borgað
sé skilvíslega á hverju ári. Ef
við, kaupendurnir, ekki gerum það, i
þá erum það við sjálfir sem eyði-
Ieggjum blaðið, og verðum við að
skoða það sem helga skyldu vora,
að vera þess ekki valdandi, enda
vona eg að slíkt komi ekki’fyrir.
Það væri mjög slæmt, ef blaðið
yrði að hætta vegna vanskila
kaupendanna,* sérstaklega vegna
þeirra/ sem ekki hafa, málsins
vegna, full not af enskum blöð-
um. Það er sannarlega vel mælt
af ritstjóra Lögbergs, að vilja
fara bónarveg að þeim, sem ekki
standa í skilum, því þeir skaða
bæði útgefendur og kaupendur
blaðsins og eru þesg, valdandi, að
við fáfræðingarnir getum átt á
hættu að tapa þessum fróðleiks-
líndum, sem við þó enn eigum kost
á. Um það get eg ekki látið mér
standa á sama, hvort blaðið lifir
eða deyr, því minn þjóðernisarfur
er enn lifandi og verður það sem
eftir er , og vil eg því ekki missa
af blaðinu.
Eg vona, að allir kaupendur
I.ögbergs bregðuist vel við, setji
sér það fasta mark og mið að
borga blaðið reglulega á hverju
ári og víki aldrei frá því marki.
Eg vona, að allir reynist svo dygð-
ugir og áreiðanlegir menn, a&
ritstjóri Lögbergs þurfi aldrei
aftur að segja það, að kaupend-
urnir standi ekki við samninga
sína við blaðið. Eg treysti því,
að blaðið haldi enn lengi áfram
að koma út og þurfi ekki að hækka
í verði. Mig dreymir vel um
framtíð þess og óska eg svo öllum
lesendum Lögbergs gleðilegra jóla
og farsæls nýárs.
B. Jónsson.
Sendið korn yðar
tii
UNTTED grain Growers I?
Bank of Hamilton Chambers
WINNIPEG
Lougheed Building
CALGARY
Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er.
Hin Eina Hydro
Steam Heated
SIFREIDA HREINSUNARSTÖD
í WINNIPEG
Þar sem þér getið fengið bílinn yðar þveginn, þáð er að segja hreinsaðannogolíubor-
inn á örstuttum tíma, meðan þér standið við, ef svo býður við að horfa, eða vér send-
um áreiðanlegan bílstjóra eftir bíl ýðar og sendum yður hann til baka, á þeim tíma
er þér æskið, Alt verk leyst af herdi af þaulvönum sérfræðingum, Þessi bifreiða
þvottastöð vor er á hentugum stað í miðbænum, á móti King og Rupert Street.
Praipie City Oil Co. Ltd.
Lauiulry Phone N 8666
Head Office Phone A 6341
iiiiiiiiiiifiiiM................