Lögberg - 27.01.1927, Blaðsíða 4

Lögberg - 27.01.1927, Blaðsíða 4
Bla. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. JANtrAR 1927. WH...... Sogberg Gefið út hvern Fimtudag af Tbe Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talslmari N«6327 og N-6328 JON J. BILDFELL, Editor Utanáskrift tíl blaðsina: TtJÍ ÍOLUHBI^ PHESS, Itrt., Box 317*. »Mimlp*g. »,»n- Utanáskrift ritstjórans: ÉOlTOR LOCBESG, Box 317* Winnlpeg, Man. Tha "Löabara” la prlntert an<l publlehed by The Columblk PrtM. LLmlted. ln th* Colurobla Bulldln*, í»6 Sarpant Ave., Winnipe*. Manltob*. Hnignun sóknarprestsins. Þýtt úr ensku af Helgu Jónsidóttur frá Gerði. genginn mætur dagur; hún og Zebba vinnukona hennar höfðu afkastað hinu sæmilegasta dagsverki. Hin rólegasta setti hún eggjakörfuna, sem hún bar á handlegg sér, á pallinn fyr'ir aftan húsið, tylti sér svo niður og naut veðurblíðunnar. Hún sat þarna í nokkur augnablik, svalur kvöld- blærinn lék um vanga hennar. Að vitum hennar barst endurminninga-auðug angan ungra blóma; hún heyrði hið dvínandi garg hænsnanna, er voru að búa um sig á slám sínum, — alt þetta ófst þægi- lega inn i hugsanir hennar. Þá heyrði hún alt í einu óm af kirkjuklukkum í fjarska — er minti hana taf- arlaust á það, að nú var fimtudagskvöld og kirkju- klukkurnar að boða til hins venjulega bænafundar. Þannig hrökk Jenny gamla upp úr hugsunum sínum — hún hafði steingleymt því, að nú væri kom- inn fimtudagur. Hún stóð á fætur, stórvaxin og all- þreytuleg að afloknu erfiði dagsins. Hún var eftir- tektavert sýnishorn af stétt sinni—stórvaxin, beina- ber, með harðar og hruflaðar hendur af margra ára erfiði. Útiverkaföt hennar, úr grófgerðum striga, voru viðeigandi einkennisbúningur. Hið gráa hár hennar var strokið aftur undir stóran stráhatt — og allur var svipur hennar ákveðinn og einbeittur, yfir- bragð hennar mikið, þreklegt og tignarlegt. Það eru tvær hliðar 'á öllum málum. Svo var það líka, að því er séra Jón Marrow snerti. önnur hliðin var sjálfur hann, og um hana tölum við meira seinna. Hin sneri að fólkinu, sem á hverjum sunnu- degi' sótt'i hina litlu og fornfálegu Hornakirkju, til að heyra hann prédika. Söfnuðurinn hans var nú orðið ekki eins stór og hann áður var. Einu sinni voru vagnaskýlin á bak við kirkjuna full á hverjum sunnudegi. Gat þá þar að líta kerrur af öllu tagi, er voru talandi vottar um efnahag og ætt og göfgi eigendanna. Á hverjum sunnudegi fyrir hádegi voru kerrur þessar þarna til staðar í regni, sólskini eða fannkomu. En kerrum þessum hafði farið fækkandi í mörg ár. Maynes-fjölskyldan hafði flutt sig vestur á bóginn. Laraway stúlkurnar stunduðu nú nám við háskólann og óku í rauðum nýtízkubifreiðum, án þess að koma til hugar að nema staðar við Hornakirkju. Nonni Frazier var tekinn að reka gasolineverzlun á búgarð'i sínum, og þar við alfaraveginn höfðu systur hans litla búð og seldu ísrjóma og svaladrykki. Hvorttveggja verzlunin gafst bezt á sunnudögum. Walter Jones kom ennþá til kirkju, en kona hans var nú dáin og börn hans komu aldrei með honum. Ef til vill var það lítið undrunarefni, þó kirkju- rækni fólksins væri í rénun. Séra Jón var að gerast ellihrumur; málrómur hans rámur með köflum — og enn þá talaði hann um trú, réttlæt'ingu af trúnni og betrun hugarfarsins. Alt var þetta gamaldags, og hinni ungu kynslóð fanst það þýðingarlítið. Alvöru- gefinn horfði þessi aldurhnigni prestur enn þá yfir gleraugun við endalok hverrar rökleiðslu. Og enn þá hvatti hann alla, jafnvel þá ungu, til að koma á hina vikulegu bænafundi. örfáar hræður af þeim eldri komu ennþá, börn þeirra sjaldan og barnabörn þeirra aldrei. Jenny gamla Culliton var í tölu þeirra er enn þá komu. Um þetta hafði hún aldrei brotið neitt huga sinn, bara komið. Að sækja kirkju var henni sjálf- sagður hluti sunnudagsilis; svo hafði það verið síð- an í æsku. Hún var elzt tíu systkyna, og enn mundi hún eftir öllu bjástrinu, er k'irkjuferðin hafði í för með sér. Það hafði, ekki verið fyrirhafnarlaust að þvo og greiða og klæða níu systkini fyrir utan hana sjálfa. Hugsa kann einhver, að hún hefði mátt hata alt það umstang, er harðast kom niður á henni, en því var ekk'i svo farið. Hinir hvítu og nýstífuðu kjólar stúlknanna og sunnudagaföt drengjanna höfðu haft heíllandi áhrif á sál hennar. En þá var þetta alt í fersku minni hennar; hreinu og fallegu fötin og bjarmandi andlit þeirra allra. Eftir giftingu sína hafði hún haldið áfram að sækja kirkju sem áður. Sex daga vikunnar hafði hún erfiðað og svo hvílt á hinum sjöunda. Hjú- skaparárin fyrstu hafði henni stundum veitt örðugt að hafa til hvítan kjól handa Margrétu litlu og hæfi- lega sunnudagatreyju handa Philip, en einhvern veginn hafði hún samt klöngrast fram úr því. Og í viðbót hafði hún tekið til uppfósturs að bón tengda- bróður síns fjögur börn látinnar systur sinnar. Þá hafði Karólína, er þeirra var elzt, aðstoðað hana á sunnudögum við að búa hin börnin tíl kirkjunnar: Joe, Ollie og Pétur litla, sem var blindur, ásamt hennar eigin börnum. Þegar hún gifti sig, hafði séra Jón verið þjón- andi prestur Hornakirkju. Hann var þá yngri og eins og annar maður í orði og athöfnum. Þá ekki lotinn og enginn skjálfti í róm hans. Nú var ellin að færa yfir hann greipar og hertaka lífsþrek hans. í augum Jenny gömlu var hann samt enn þá óaðskilj- anlegur hluti sunnudagsins. Ekki voru það eingöngu prdéikanir hans, er svo hrifu hana, því það varð hún að játa, að oft fylgdist hún ekki eins vel með þeim eins og skyldi. Orð hans færðu henni engu síður \ þann innri frið, er hún bjó að virka daga vikunnar. Nú var verið að ráðgera, að setja séra Jón Mar- row frá prestskap og senda köllun öðrum yngri presti. Unga fólkið var að hætta að koma í kirkju, svo heita mátti að lítið væri um sunnudagsskóla nú orðið, og því tímabært í alla staði, að eitthvað væri hafist til handa. En Jenny gömlu setti jafnan hljóða, er um þetta var rætt. Séra Jón var eitthvað örugt og varanlegt á lífshimni hennar. Sannleiks- gildi þess, er sagt var, efaði hún ekki, en henni fanst Jíka að taka bæri til íhugunar hina löngu þjónustu þessa aldna prests í þágu kirkjunnar — væri þetta ekki að svíkja hann í trygðum? Hann hafði aldrei á Hði sínu legið, þó nú væru kraftar hans að þverra. Um þetta var hún að hugsa einn sunnudag, þegar að eins örfáir safnaðarlimir höfðu sótt messu, og henni flug í hug, að ef til vildi hefði hún sjálf ekki verið eins skyldurækin og hún hefði getað verið. Fastá- kvað hún þá með sjálfri sér. að hún skyldi ekki láta bregðast að sækja bænafund í kirkjunni, er haldinn yrði næsta fimtudagskvöld að vanda. I’að kvöld kom Jenny gamla heim frá útiverkum í kring um klukkan hálf-sex. Þetta var í maímánuði og umhverfið var þrungið af ilmandi blómaangan. Skólinn var hættur, og yngri börnin, sem heima voru, höfðu farið í heimsókn til föður síns í nærliggjandi kauptúni. Húsið var einmanalegt án þeirra, en þó kvrlátt og friðsamt í aðra röndina. Jenny fanst hún njóta hínnar unaðsríkustu hvíldar. Nú var um garð Hún gekk inn í húsið, gerði að uppþvotti um stund við vatnsskálina í eldhúsinu og fór svo til svefnherbergis síns, þar sem hún greiddi sér og hafði fataskifti. Að hún var þreytt, fanst henni eng- in afsökun með að svíkja loforð sitt„ jafnvel þó þetta væri á engra annara vitorði. “Hvílík gleymska. að muna ekki eftir bænafund- inum í kvöld”, tautaði hún við sjálfa sig. “Verð nú að hafa hraðan við, svo eg komist þangað í tæka t'íð.” Og í þetta sinn fór hún fótgangandi, því stutt var að fara — og hana varðaði mestu, að komst í tæka tíð. ISkálmaði hún því stórum og flýtti för sinni alt hvað hún mátti. Göngulag hennar var frekar karlmannlegt, höfðu sveitungar hennar stundum brosað að því, er hún þrammaði fram hjá húsum þeirra. Vinaleg voru þau bros samt, því allir virtu hana mikils, og viðurkendu hina þrekmannlegu framkomu að vera fullkomlega við hennar hæfi, er svo lengi hafði staðið fyrir búi sínu án nokkurrar utanaðkomandi hjálpar. Alla leiðina var hún að hugsa um séra Jón Mar- row. Hann bjó í þriggja mílna fjarlægð frá kirkju sinni, á lítilli og sendinni bújörð — en í öllum veðr- um hafði hann jafnan verið til staðar til að hringja sjálfur til messu og bænafunda. Hann hafði þó ver- ið heilsuveill í fyrstu og að eins verið ráðinn til eins eða tveggja ára, unz hann fengi bót á he'ilsu sinni. Laun hans voru eðlilega lítil, og hlaut hann að stunda búskap engu síður en prestsskap til þess að fleyta á- fram sér og sínum. Þannig hafði hann stritað og starfað á meðal þeirra til hárrar elli! Jenny gömlu fanst eins og kökkur færast í háls sér, er hún hugs- aði um hann og kjör hans. Fann hún til samvizku- bits yfir því, að hafa ekki sótt nógu oft hina viku- Iegu bænafundi. Jenny nálgaðist kirkjuna; hrörleg og eyðileg blasti þessi bygging nú við augum. Grasflöturinn fyrir framan hana var þó vel hirtur; séra Marrow sá um það, en vagnaskýlin fyrir aftan voru niður- brotin víða og málið tekið að losna af þeim, sem eftir stóðu. Trjágarðurinn fyrir handan veginn, fanst Jenny að hefði verið margfalt heppilegri bæna- staður. Þegar hún gekk inn í fordyrið, heyrði hún ein- hvern mæla fyrir innan eins og í bænarrómi. Þetta var séra Jón Marrow sjálfur óg varð hún þess vör, að hanna talaði nú í sínum vanalega málrómi, en ekki í sínum viðtekna prédikunartón. “Drottinn, þú veizt,” sagði hann, <‘hve þung er barátta einvirkjans. Hvers vegna fæ eg ekki fólk til að koma í kirkju lengur? Hefi eg brugðist þér og hinu góða málefni? Eg hefi verið hér í nærri þrjátíu ár, og'stend nú fyrir auðu húsi á bænafund- ar stundu. Eg er ekki einu sinni verðugur þess litla, sem mér er goldið — og nú á að setja mig frá prests- skapnum. Eg hefi barist eftir mínum beztu kröft- um, þó ekki sé eg lengur þess megnugur, að leiða þá ungu, er óðum hverfa frá mér úrt í heiminn, __ þeir hlæja að mér og boðskapnum. Þyngst af öllu er að vera skoðaður merkisberi afturfarar og hrörnunar. Eg hefi brugðist þér, Drottinn, eg játa það af mínum veiku kröftum. Lít í náð til mín — Drottinn sé mér næstur.” % Úr dyrunum sá Jenny hið hvíta niðurbeygða höf- uð fyrir framan altarið. Kirkjan var tóm og yfir henni grúfði alvöruþrungin þögnin. Jenny fór eins hljóðlega og hún hafði komið, og innan stundar var hún tekin að þræða veginn heimleiðis. Eplatrén fyr- ir handan kirkjuna voru eins og vafin móðu fyrir augum hennar, og við og við hnaut hún í götunni, eins og hún sæi ekki lengur til að veita fótum sínum forráð. Þetta kvöld sinti hún ekki kvöldverði. Húr> gekk snemma til hvílu, en ekki til þess að reyna að sofna. Var í sífellu að reyna að ráða máli þessu til lykta í huga sínufti. Án þess að vita, af hverju það stafaði, fann hún til mikillar ábyrgðar í þessu efni. Þó hún hefði fegin, sem ekki var, viljað við hana losna, þá hefði það verið árangurslaust. Málið var svo við- kvæmt og vakti breytilegar tiifinningar hjá henni. Sjálf var hún tilfinningarík og einhliða, þó henni væn jafnan óljúft að láta skoðanir sínar uppi, enda sæti það sizt á henni, óbreyttri og ómentaðri alþýðu- konu. i «iuuxmuKni soKnarprestur var nú sam inn öllum hugsunum hennar. Það var í aðsigi in farra daga, að köllun yrði send hinum nýja kle Hver yrði vaiinn til að segja séra Mrrow frá þes Var nokkur í hópi þeirra'svo harðbrjósta, að v takast þettavá hendur? Væri þetta ekki óguí óarðyðgi, — þegar um jafn dyggan og göfugan g þjonværi að ræða? Og nú svo veikburða og ak mginn, að ovíst væri hve lengi hann yrði í life manna tölu hvort sem var. Hví þessi harðýðgi meðlíðunarskortur — hví ekki að láta hann í frií grafarbakkanum? Hann, sem hafði jafnan verið meðlíðunarsamur og góður. M'orguninn eftir dró hún ekki að komast í talsíma- samband við vinkonu sína, Allie Parson. ‘Heyrðu, Allie,” sagði hún, “eg tel víst að þið séuð önnum kafin við sáninguna .... En nú er eg einhvern veginn búin að fá þá flugu í höfuðið, að potta af ísrjóma ( u 123456 7890$..... 7j90$.... 890$.... hafa svolítið heimboð í kvöld. Eg hefi búið til nokkra potta af ísrjóma, sem mig langar til að biðja ykkur að hjálpa mér til að borða .... þurfið ekki að koma svo stundvíslega, bara þið komið .... Satt að segja hálf leiðist mér, þegar börnin eru að heiman. . L Verð ykkur stórlega þakklát fyrir að koma.” Þannig bauð hún til sín Fraziers fólkinu, Lara- ways, Bartons, og Jones fjölskyldurnar fengu sama heimboðið — alt næstu riágrannar. Og það tók hún rækilega fram, að unga fólkið væri ekki eftir skilið, þó hennar eigið ungviði væri nú ekki í heimahúsum. “Eg á afmæli innan fárra daga — hví skyldi eg ekki mega halda afmælisveizlu,” sagði hún við sjálfa sig á leiðinni til eldastofunnar. Áður langt leið var hún svo orðin önnum kafin við að hræra egg'in í kökurnar og undirbúa bökun hinna margvíslegu kræsinga fyrir veizluna væptanlegu. Hjarta hennar sló ögn örara, er hún hugleiddi markmiðið, sem hún hafði fram undan; en mest kve'ið hún samt fyrir því, að eiga ekki völ á hæfilegum og viðeigandi orðum í sliku filfelli. Að útiverkum afloknum tóku gestirnir að smá- koma. Fyr á tímum höfðu slík samkvæmi veríð tíðir viðburðir þar í sveitinni, og allir virtust glaðir að eiga kost á að endurnýja þessa góðu en gleymdu venju. Allie og heimafólk hennar kom fyrst, þá Laraways og eftir það fleir'i og fleiri. Jafnvel heftna- sætur rauðu bifreiðárinnar létu sig ekki vanta. Þær komu með fangfylli af nótnabókum, eins og Jenny hafði til mælst. Brátt ríkti þarna glaumur og gleði, hvort rifjaðar voru upp fyrri endurminningar eðá samtalinu vikið að síðari viðburðum. Frú Frazier, feitlagin og mikil í sessi, kom öllum til að hlæja með stuttu milllbili. Allie ba ðJenny að sýna þeim gömlu Ijósmyndabókina, jafnvel hinum ungu virtist vel skemt við að skoða hinar fornu myndir hennar. Dot Laraway spilaði, á orgelið og allir sungu undir, þó hún spilaði eingöngu hin nýju lög á dagskrá hinna nýrri tíma. Drengirnir hertýgjuðust svuntum og aðstoðuðu við að bera fram ísrjómann og kræsingarnar. Það var meðan á þessu stóð, að Jenny gamla herti upp hugann og reis upp og krafði sér hljóðs. “Ræðu, Jenny!” hrópaði einhver. Allir hlógu. Jenny reyndi að brosa, en sú tilraun m'ishepnaðist algerlega. “Vinir,” tók hún til máls, og hláturinn hætti alt í einu, eins og raddir náttúrunnar oft kyrrast á und- an yfirvofandi stormi. Vinir . . . eg býst við að ykkur hafi verið undrunarefni þetta tiltæki mitt, að fara að hafa heimboð í kvöld, að börnunum mínum fjar- verandi. Ykkur hefir líklega fundist, að hér byg^i eitthvað á bak við annað en nágranna gaman, . . . og það er heldur ekki ástæðulaust, það veit heilög ham- ingjan! En þetta er ekki mín vegna, ekki ykkar vegna, heldur er það vegna séra Jóns Marrow!” Allir hlustuðu með góðri eftirtekt. Við svo góðri áheyrn hafði Jenny hreint ekki búist — það var alt annað en gaman að standa andspænis öllum þessum glápandi augum og opnu eyrum! Og Jenny, jafnvel þó hún tæki á því bezta, enginn-ræðuskörungur. “Við höfum verið í kvöld að rifja upp suma h'ina fyrri daga, þegar við vorum yngri. En þó er margt, sem við höfum alveg gleymt. Dot Larawayl manstu eftir jólunum forðum, er þú varst örHtill telpuangi, og faðir þinn bar þ‘ig í fanginu á jólatréssamkomuna í kirkjunni? Manstu hversu þú tárfeldir, er þar var enginn kjóll handa þér og enginn Sankti Kláus sjá- anlegur? Fannkoman hafði verið svo mikil um dag- dag'inn og ófærðin orðin svo ógurleg, að maðurinn, sem leika átti Sankti Kláus kom ekki. En einmitt þá, er svo illa var komið, laumaðist séra Marrow út úr kirkjunni, setti hest sinn fyrir kerruna og ók til næsta kauptúns til að ná þar í kjól handa þér. Sök- um ófærðarinnar, varð hann oft að ryðja hesti sín- um leiðina gegn um skaflana — komst þó til baka í tæka tíð til að leika þann -skrítnasta og kátasta Sankti Kláus, er nokkurt okkar hafði áður séð!” ‘‘Og þúi Nonni Frazier, — manstu ekki eftir, að þú dattst ofan af hlöðunni ykkar og rifbrotnaðir ? Líklega hefir þú ekki gleymt þeirri legu þinni. Og manstu ekki eftir því, að það var enginn annar en séra Jón Marrow, sem vitjaði ykkar á hverjum degi og aðstoðaði ykkur við heimastörfin, unz þér batn- aði.” Jenny beið ekki eftir svari manns þessa, er stað- !inn var upp eins og til að tala. “En þú, Bill Jones, hefir kannske gleymt þéirri stundu, þegar faðir þinn andaðist? Enda varstu þá ungur. En reka mun þig minni til eftirfarandi ára — erfiðisára. Eg minnist þess að hafa þá séð séra Jón plægja akur ykkar ár eftir ár — og borgaði hann ykkur ekki fyrir mörg vik heima hjá sér, vik, sem hann jafnan hafði gert sjálfur ?” “Rekur þig ekki minni til, Allie, þegar hún Cora litla dóttir þín lá í barnaveikinni? Hver var þá hjá þér daglega til að hjálpa þér og vera þér til hug- hreystingar ?” “Hver keypti sunnudagsskólablöðin fyrir börnin okkar — af eigin fátækt — er við þóttumst ekk'i hafa efni á því? Mary — eg ætti kannske ekki að vera að rifja þetta upp, — en manstu ekki eftir ágrein- ingi ykkar hjóna forðum, er Við nágrannarnir lítið reyndum til að jafna — blésum heldur olíu í eldinn. Manstu eftir deginum, er eg var stödd hjá ykkur, að séra Jón kom yfir um; kom okkur öllum til að tár- fella og talaði svo vel um fyrir ykkur, að þið hjónin sættust héilum sáttum?” Andlit Mary Burton var eldrautt, en augu henn- ar flutu í tárum. “Og eg veit ekki, hvað orðið hefði úr mér sjálfri, ef eg hefði ekki átt kost á að fara til Hornakirkju á hverjum sunnudegi. Það var mér jafnan til hug- hreystingar og uppörfunar, þegar eg var að bogna undir erfiði og áhyggjum lífs míns. En eg naut þar þeirrar leiðsagnar sem dugði. Síðan eg átti Steve heitnum á bak að sjá, hafa margvíslegir örðugleikar að steðjað — öll munuð þið hafa átt við örðugleika að stríða, og öll munuð þið hafa orðið þess áskynja, að ætíð þegar ykkur lá mest á, var séra Jón Marrow við hlið ykkar til að leiðbeina ykkur og hjálpa.” Allir sátu alvörugefnir og hugsandi undir lestri gömlu konunnar. ÞEIR SEM ÞURFA LIIMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited , Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Kaldar Fœtur PILTARNIR og stúlkurnar skeyta ekki um veðrið. Þéim líkar að vera úti, ef þeim líður notalega. NORTHERN rubber og yfirskór halda fót- um barnanna heitum og notalegum. Endast vel, þó ekki sé farið vel með þá. Komið með börnin og látið oss selja þeim< skó, sem eru mátulegir. Höfum allar tegundir af NORTHERN skófatnaði Til sölu hjá eftirfylgjandi kaupmónnum: Arborg Farmers’ Co-op Ass’n T. J. Gíslason, Brown. Jonas Anderson, Cypress River Lakeside Trading Co., Gimli, T. J. Clemens, Ashern. S M. Sigurdson, Arborg S. Einarson, Lundar F. E. Snidal, Steep Rock S. D. B. Stephenson .Eriksdale. IIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII “Séra Marrow er * orðinn elli- beygður. Hann er seinfara, gam- aldags — og stundum ef til vill þreytandi. Að minsta kosti eru sum okkar að verða leið á honum sem presti. Ykkur, yngra fólkinu, finst hann vera á eftir tímanum í flestu. Kannske það sé satt. Hann leggur alla áherzlu á trú; — trúin er honum helgust allra hluta. Þið segið að fólk hugsi ekki þannig lengur. Það getur verið. — En eftir því tók eg, að þegar Dallas drengurinn var settur 1 varðhald fjrrir ekki löngu síðan, þá sneruð þið leiksystkini hans, drengir og stúlkur, ekki við honum þaki, held- ur átt'i sér stað hið gagnstæða. Tímarnir hafa ekki breyzt til muna, þó nú sé lögð meiri áherzla á að trúin sé sýnd í verki. Og þá hafið þið lært fyrstu trúar-lexíu ykkar í Hornakirkju! Hví skyld- um við þá ekki fús til að leggja hönd á plóg'inn? Hér í sveit er nóg af ungu fólki til að viðhalda kirkjulegu samkvæmislífi. Prest- urinn er ekki öll kirkjan; einn hluti hennar eru sóknarbörnin.” “Þið eruð ef til vill ekki öll sam- þykk sérskoðunum prestsins okk- ar. En þegar athugað er, hvað mikið þann hefir gert fyrir okkur, þá finst mér skyldugt áð standa við hlið hans þau fáu ár, sem hann á eftir'ólifuð. Það væri synd, að láta hann fara frá sér. Kona séra Marrows er ósjálfbjarga sjúkling- ur. Hvað á að verða um hana, er hann fer varhluta af þeim litlu starfslaunum, er hann nú hefir? Hví ekki heldur að reyna að bæta við laun hans? Efnalega stönd- um við flest vel að vígi. Eg fyrir mitt leyti er viljug að bæta við hundrað dölum — öll ættum vjð eitthvað að geta látið af hendi rakna, ef við reynum til þess. — Eg ætti kannske ekki'að vera að segja ykkur frá því, en fæ ekki orða bundist. — En síðasta fimtu- dagskvöld hafði eg ásett mér að vera á bænafundi. Eg hafði ekki komið þar í meirá en ár. Jenny gamla þagnaði snöggvast, eins og henni svelgdist á orðum sínum. því þrátt fyrir mótspyrnu henpar, voru tilfinningarnar tekn- ar að bera hana ofurliði! En svo herti hún sig upp og hélt áfram: “Aldurhniginn og veikburða eftir tuttugu og sjö ára þjónustu, var séra Jón Marrow eini maðurinn í hinni gömlu k'irkju — aleinn. Einn, biðjandi til guðs um styrk í mótlætinu, játandi vanmátt sinn og niðurlægingu. . . . En ekkert at þessu ætti sér stað, ef v'ið stæð- um með honum eins og skyldan býður okkur að gera. Á þann 'hátt gerum við tilraun' til að endur- gjalda honum það marga og mikla, er við höfum af honum þeg- ið. Hvað hefði um okkur orðið án hans? .... Vinir, látum okkur nú í saméiningu eitthvað reyna — næsta sunnudag.” Nú ríkti þögn í nokkur augna- fciik. Lágt og þýðlega tók Dot Laraway að spila sálminn: ‘‘Vor guð er borg á bjargi traust”, og sungu allir undir. Að því búnu stóð Allie, sú er áður hefir*verið minst, á fætur. “Þú segir satt, Jenny,” sagði - hún hikandi, “við höfum öll verið skeytingarlaus. Eg — má ekki I minnast þeirrar stundar, er við 1 vorum nærri búin að missa hana 1 Coru dóttur okkar. — Fyrir mitt , leyti vil eg því styðja eítir megni i þá uppástungu, að við hækkum i laun prestsins okkar. Við skulum i reyna að láta þá hækkun nema i þrjú hundruð dölum—og tilkynna : honum það á sunnudaginn kem- i ur.” | Allir söfnuðust nú í kring um I Jenny gömlu — hin sameiginlegi málstaður var nú það einingar band, sem dugði. Næsta sunnudagsmorgun var I Jenny að varida stödd í kirkjunrii fimm mínútum áður en seinasta ■ klukkuhringin fór fram. Walter Jones var þar sömuleiðis, og Allie og'hennar fólk; aðrir voru ó- komnir. Jenny gömlu fanst ein- hvern veginn, að hún vera að verða fyrir sárum vonbrigðum. Alt stóð við það óbreytanlega, sama enn þá. Þá tók hún eftir því, að stóru krukkurnar hjá prédikunarstólnum voru fullar af ferskum blómum. Og líka sá hún, að litla borðið fyr- ir framan gráturnar, var orðið hreint og gljáandi. Hjarta henn- ar fór að slá örara. Fólkið hafði meint það, sem það sagð'i! Þá heyrði hún að kerru var ekið upp að kirkjunni, og að aðrar komu á eftir henni. Fólkið tók svo að streyma inn i kirkjuna. Laraway fjölskyldan — ö 1 1 í þetta sinn. Nonni Frazier, 'Maria kona hans og barnabörn þeirra. Lem gamli og hans kona, Payne drengirn- ir, Bill Follansbee, og margir aðrir. Hin fersku blóm, og hvítu kjól- ar barnanna’—mintu' Jenny gömlu á fyrri hátíðisdaga. Bikar henn- ar var að verða barmafullur. Þá gekki Nonni Frazier til séra Jóns Marrow og lagði umslag fyrir framan hann. Á meðan á þessu stóð, voru allir éins og á nálum, eins og enginn þyrði að lita til annars, ekki ólíkt og allir ættu crðugt með að halda tilfinningum sínum leyndum. Um stundar bil sat séra Marrow með umslagið í hendinni. Jenny var mikið innanbrjósts, er hún at- hugaði hærur hans og hinar lotnu herðar. Hún sá, að hendur hans skulfu og var henni þá ekki ann- að unt en að líta undan. Augu hennar hvörfluðu tíl barnanna hinu megin í kirkjunni og allra snöggvast liðu myndir hennar eigin barna fyrir hugskotsaugu hennar — svifmyndir fyrri daga. Mintist hún þess, er séra Marrow eitt sinn kom til að vera hjá þeim í.ð kvöldverði, og færði þá börn- rm hennar lítinn héra að gjöf. Hann hafði jafnan verið vinur barnanna. Hin mikla þögn í kirkj- unni var að verða óbærileg. Það var engu líkara en kvöldsvalinn, sem bærðist yfir kirkjuna þvera inn um opna glugga, væri það eina, er hreyfst gæti. Svo stóð hinn aldurhnigni prest- ur á fætur í sínum fornfálegu og snjáðu messufötum. Hann leit til fólksins yfir gleraugun — en nú hneykslaði sá ávani hans engan. “Mínir elskanlegu,” tók hann /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.