Lögberg - 27.01.1927, Blaðsíða 6

Lögberg - 27.01.1927, Blaðsíða 6
I Bls. 6 Leyndarmál kon- unnar. Eftir óþektan höf'imd. Hann þagði, bæði reiður og sneypulegur. Guð á himnum fyrirgefi mér, hafi eg verið of hörð, mín eina afsökun felst í því, að eg hafði þjást svo mikið. An þess að segja meira, gekk hann út úr herberginu, og eg sá hann taka spjaldið frá Richard með sér. v Morguninn næsta kom bréf frá Richard með Barston póststimpli, því síðan ofurstinn ferð- aðist eftir jólin, liafði eg ekki verið sérlega var- kár. Nú sá eg hann líta til mín, þegar hann var búinn að athuga póststimpilinn nákvæmlega, áður en hann rétti mér bréfið; það var sent áður en drengurinn fór, og var að engu leyti merki- legt. “Það er að líkindum frá drengnum, Diek kallar þú hann væntanlega. Hvernig líður hon- um?” “Innihaldið í bréfum Dicks snertir aðeins mig, hr. ofursti.” Nokkru fyrir liádegi fékk eg símrit frá syst- ur minni, sem sagði að þau væru löglð af stað. Eg brendi símritið, sem enginn hafði séð mig veita móttöku, og beið komu þeirra. Þegar þau komu, grei]) eg Richard í faðm minn, sem eg hafði ekki séð í heilt ár. Riehard var fallegur níu ára gamall drengur, og blíða brosið hans, hlaut' að koma öllum til að þykja vænt um hann, það hélt að minsta kosti eg. Þe.ssi samfundur okkar^endurgalt mér alt, sem eg hafði liðið. “Mamma, en hvað þú ert orðin falleg!” Hann var þá búinn að læra að skjalla, litla flónið. Eg fvlgdi systur minni og drengnum að lokuðum vagni, sagði ökumanni hvert hann ætti að flytja þau, og gekk svo aftur til vagns- ins, sem beið mín spottakorn frá stöðinni. Dag- inn eftir kom eg því svo fyrir, að eg gæti feng- ið einnar stundar frí, til þess að geta heimsótt son minn og svstur. Þau voru mjög ánægð vfir plássinu, sem eg hafði valið handa þeim. Eg sá um, að þau hefðu alt sem þau þurftu, og æfði Richard litla í að kalla mig frænku, sem honum þótti mjög gamap að. Hinir daglegu samfundir okkar voru stuttir, en yndislegir, og eg tók eftir því að beiskjan, sem einkum hina síðustu daga hafði eitrað huga minn, fór þverrandi. Hér um bil 14 dögum eftir að mínir kæru voru komnir, kom fni Flemming á móti mér, þegar eg kom inn, og gaf mér merki um að hún vildi tala við mig. “Kæra frú,” sagði hún, hún kallaði mig nú alt af frú, þegar við vorum tvær einar, “því hafið þér levft ofui-stanum að sjá um barnið yðar? Eg treysti honum ekki vel; raunar er hann faðir. drengsins, en "liann hefir einu sinni yfirgefið hann, og hann gæti gert það aftur. Eg held dregnum bezt borgið hjá yður. ” Eg varð mjög hrædd, þangað til eg skildi meininguna í orðum hennar rétt. Hún hafði lyn'rt ofurstann tala við skipstjóra á litlu gufu- skipi, sem fór á milli Yentnor og Southampton; þeir höfðu talað saman í bókastofunni, án þefis að gruna, að hún var í næsta herbergi. Þegar hún heyrði um hvað samtalið snerist, hlustaði hún betur. Ofurstinn hafði fengið skipstjóran- um peninga, fyrir að flytja lítinn dreng til Vent- nor, þar sem einn eða annar tæki á móti honum, hún hafði ekki heyrt hver eða hvernig, en dreng- inn átti að flytja til Southampton, svo skip- stjórinn fyndi hanu þar. Eg skildi undir eins áformið, og var glöð yfir því að hafa komið í veg fvrir það. Eg skrifaði hr. Stewart, að eg þekti þann samning, sem var gerður, og að eg væri því samþykk, að hlutaðeigandi gæti fengið Dick afhentan sér, þar eð hann yrði ágætlega uppalinn og vel um hann séð á allan hátt. Breytti eg rétt? Tók eg ekki með þessu ábyrgð á mig, fyrir lífi ungs manns? Ef ofurstinn hefði sjálfur getað yfirgefið frú Lvnwood og farið til Barston, gat skeð að erfiðara hetði verið að villa honum sjón. en eins og nú stóð á, doru þessi skifti mjög auð- vehl. Eg sagði systur minni, hvað eg^hefði gert, og bað hana að gæta vel að litla Richard, serstaklega yrði hún að gæta þess, að hann mætti ekki föður sínum. “Ef það kæmi fyrir, að ofurstinn kæm sannleikanum, þá vissi eg ekki hvað eg i gera. Eg hehl eg vildi heldur deyða drei tui afhenda föðurnum hann.” “Nelly, ” sagði systir mín alvarlega vildi eg gæti fengið þig til að vfirgefa þma her og koma heim með mér. Hatrið l>u ber til þessa manns, eyðileggur heill )l.rmi; fmn a sjálfri mér, þegar eg geng hja holhnni, að blóðið sýður í æðum mínu þa hugsun að þú, sem ættir að vera hús: þar, erf að eins vinnukona. Það gerir mig um þvu vonda, og Nelly, vertu nú ekki reii eyðileggur líka karakter þinn. Yfirgefðu plass, láttu guð framkvæma hefndina, hún ur eflaust nó.gu tilfinnanleg fyrir sam manns þíns. ” “Nei. Alice, það get eg ekki. Það eru að eins dlar hugsanir, sem binda mig við plass. Egget ekki yfirgefið vesalings mma nuna, og eg hefi lofað að annast bi Dg að þvi er hann .snertir — Alice, það er ur sem segir mér, að eg geti bráðum hæ hefndaraiform mín, eg held að forlögin hr bann, aðUr en eg fæ tækifæri til að hegna un)‘ b>egðu ekki, að eg sé vond, systir ^cfðu og minstu þess, að eg hefi elskað aður en eg Iærði að hata heiftarlega. ” “Eg er ekki reið við þig, en eg er hræd þig, þegar þú talar svo mikið um hat LöGBERG, FIMTUDAGINN 27. JANÚAR 1927. hefnd. Þú varst svo blíð í fy?ri daga.” “ Já, í fyri daga, í fyrri daga-----en það voru gæfuríkir tímar------þeir koma aldrei aft- ur. Þú sérð, að eg er breytt. Ó, já, eg er mikið breytt. ” Sonur minn kom og ætlaði að kyssa mig — eg dró mig ósjálfrátt í hlé, mér fanst sem eg hefði enga heimild til að þiggja hans saklausu alúðarmerki, á meðan hinn vondi andi hefndar- innar ríkti í huga mínum. Eg fann nú svo glögt, að sverð hefndarinn- ar er tvíeggjað, það særir bæði þann, sem fyrir því verður, og þann, sem beitir því. 1 vikulokin kom kafteinn Barry til okkar. Hann hafði hraðað ferð sinni eftir megni, til þess að geta verið hjá vini ^ínum þessar þungu stundir, sem í hönd fóru. Það var eins og nærvera hans gæfi okkur öllum nýjan kjark, jafnvel frú Lynwood sýnd- ist eins og vakna dálítið af drunganum, sem alt af hvíldi yfir henni. Eg sá strax, að nú var miklu erfiðara að geyma leyndarmál mitt; Barry var ekki sá mað- ur, sem lét villa sér sjónir með hægu móti, ef hann vildi komast eftir einhverju. Nokkura daga þorði eg ekki að fara til sonar míns, en skrifaði systur minni og sagði henni ástæðuna til þess, að eg kom ekki. Fjórða daginn heyrði^ eg Barrv segja. að hann þyrfti að skrifa noíckur bréf, og að þess vegna ætlaði hann að fara inn í lestrarstofuna. Þetta tækifæri notaði eg til að heimsækja Rich- ard og Alice. Ofurstinn dvaldi síðari hluta dagsins hjá frú Lvnwood, eins og venja hans var, svo eg varð að mestu leyti frjáls.. Systir mín var mjög forvitin eftir að fá að heyra hvað fyrir hafði komið, hún hafði undir eins þekt Barrry, þegar hann gekk fram hjá húsi hennar fvrri hluta dags. “Eg þekti hann undir eins,” sagði hún, “það var hann, sem laug að mér svo ókvalráður, þeg- ar eg talaði við hann. Það var hann, sem full- yrti, að maður þinn væri dauður. Þú mátt vera alveg óhrædd, eg skal gæta þess, að hvorki hann eða ofurstinn fái að sjá Richard litla.” Eg var næstum tvær stundir hjá mínum kæru, færði þeim mikið af bókum og myndum þeim til skemtunay, ef líða kynni fleiri dagar þangað til eg gæti fundið þau aftur. A leiðinni ofan holtbrekkuna rasaði eg um stein, og hefði eflaust dottið, ef ekki hefðu um mig gripið tvær sterkar hendur. Þegar eg varð þess vör, að það var Barry, sem varnaði þess að eg dytti, hrökk eg svo snögt við, að eg var nærri búinn að missa jafnvægið. “En hvað þér eruð viðkvæmar, góða frú Stanton, ” sagði hann, “það kemur af því, að þér eruð svo lengi hjá þeim veiku. Þér hafið verið mjög lengi í litla húsinu þarna. Það er einkennilegt, að yður skuli ekki leiðast að dvelja svo lengi á hverjum stað. Þarna inni hafið þér lengur en heila stund, því eg er búinn að sitja hér lengi með pípuna' mína, og þar eð eg sá yður ekki fara þangað inn, þá hafið þér værið farnar þar inn áður en eg kom. Hvers vegna látið þér vður ekki nægja að senda súpu, vín og hvað annað, sem þér færið ]>eim, með einhverjum sendiboða? Þér eruð ekki svo kunn- ugar grjótstígunum hérna, að það sé alveg hættulaust að ganga um þá svo oft? Hefði eg ekki setið hér. hugsað 0g reykt, gat verið, að þér hefðuð meitt yður illa.” Eg svaraði vandræðalega, að hann segði satt, og aðriramvegis ætlaði eg að fækka heim- sóknum mínuin i litla húsið. Svo gekk eg eins hratt og eg gat ofan brekkuna, svo að litla húsið hyrfi honum sem fyrst. “Þurfið þér að flýta yður mjög mikið”, spurði Barry, “viljif5 þér ekki 'heldur taka handlegg minn og ganga hægra, eg vil feginn fá að tala við vður um það, sem eg var að hugsa um, þegar þér rösuðuð.” Og nú sagði hann mér kvíðandi, að hann hefði komist að þvi, að ofurstinn vissi um veru- stað drengsins, að litla spjaldið væri í vörslum hans, og að hann hefði náð sambandi við kenn- arann, þar sem drengurinn ætti heima. “Eg get ekki sagt yður, frú Stanton, hve mjog þetta hryggir mig. Og þessum gamla kennara treysti eg. Að hann hefir prettað vður, hlýtur að hafa verið fyrir peninga, ofurstinn hefir komið honum til að svíkja yður; þér vitið, að eg hefi ásakað breytni í',rits meira en aðrir' eg hafði engan grun um að þér væruð kona hans, nafnbreytingu sína hefir hann einnig skýrt fvrir mér á annan hátt, annars hefði vin- átta okkar fyrir löngu slitnað; nú get eg ekki fengið mig til að yfirgefa liann, þegar svo margar sorgir vofa yfir honum. En framkomu hans lasta eg, ekki síður en þér. ” Barry sagði mér enn fremur, að það væri * tilgangur ofurstans, að senda drenginn til Vent- nor, og þaðan ætti að senda hann í góðan skóla á meginlandinu. “Ofurstinn er mjög hreykinn yfir því. að þér hafið engan gnin um það, sem frám færi En það er enn ekki 0f seint, ef þér viljið það, þá skal eg í dag fara til Southampton, og koma í veg fyrir hinn áformaða samfund við skipstjór- aun' freystið mér. og látið mig hjálpa yður til að tí‘la drenginn, þar sem ofurstinn getur ekki fundið hann.” rj" liaKKaoi nonum með tar í augum og sa honum, að eg visi af þessu áformi, og að ] laii eg, sem hefði fengið gamla skólakenn ann til að fallast á uppástun.gu ofurstans. Hann starði á mig efandi. “Góði vinur, ” sagði eg, “það, að þér sj mig nokkurn veginn rólega, verður að vera v< sonnun fynr því, að eg álíti barnið mitt óhi eí■ f'orsjonm vill hjalpa mér. Aform ofursti hefir ekki liepnast honum, þó að hann haldi þ Krefjist þess ekki af mér núna, að eg g nokkra skýringu, en verið sannfærður um þ að eg skal ekki hika við að biðja um hjálp vð ef eg þarf hennar.” — Aður en hann gat sv: að, mættum við ofurstanum. “Hvar hafið þið verið?” spurði hann. “Þér gangið oft þessa leið, ungfrú Sedwick. “Hún er styttri, maður er fljótari að komast í garðinn eftir henni, en eg hefi nú einmitt ó- kveðið að fara hana ekki oftar, þar eð kapteinn Barry segir, að hún sé hættuleg. ’ ’ Hann hnyklaði brýrnar. “Læknirinn hefir spurt eftir yður,” sagði hann, “frú Lynwood er lasnari.” Eg fremur flaug en gekk heim a^ höllinni. Já, frúin mín átti sjáanlega ekki langt eftir ólifað; eg settist við rúmið hennar, og þar sat eg, þangað til lífi hennar var lokið. Dauðinn kom án þess að hans yrði vart; þegar eg um morguninn opnaði gluggahlerana, sá eg að sál hennar hafði farið til þess svæðis, sem enginn á afturkvæmt frá. “Mín eigin, kæra frú,” sagði eg lágt, “eg hefi efnt loforð mitt, héðan af getur engin ilska manns þíns vakið sorg hjá þér. Þú fékst aldrei að vita. hve ógæfusöm þú varst.” Eg knéféll við rúmið og bað í lágum róm. Meðan eg flutti bæn mína, fanst mér sem strok- ið væri um enni mitt með mjúkri hendi, það var eins og eitthvað hart og óeðlilegt í mér hvrfi burt við þe&sa snertingu, eins og allar hugsanir um hatur og hefnd breyttust í milda angur- værð. Elskaða, góða kona, var það hinn blíði andi þinn, sem kom mér til þess á þessari stundu, að biðja guð að fyrirgefa mér hinar vondu hugsanir mínar, og fá honum í hendur hefndina, sem að eins honum ber að framkvæma? Eg stóð upp og gekk inn til móðurlausa barns- ins, og meðan eg þrýsti því að brjósti mínu, bað eg guð að gefa mér þrek til að framkvæmar það starf, sem eg hafði tekið að mér. Þessi dagur, sem byrjaði svo hátíðlega og alvarlega, endaði með ofsalegum stormi og ó- veðri. Ofurstinn hafði lokað sig inni í bóka- stofunnni, og beðið Barry að taka á móti yfir- foringja Rivers og konu hans, sem var símrit- að eftir undir eins. Eg veit ekki hvernig dag- urinn leið, því núna, þegar kvölin, sem eg hafði sjalf I*£t á mig, var skilin við naig, var eg við það að falla í dá. Það var lán, að eg sá ekki manninn allan daginn. Frú Flemming um'- gekst mig með móðurlegri umhvggju, og reyndi ávalt að halda umhyggju minni fyrir barninu vakandi, svo eg fann, að eg mátti ekki láta þenna doða, sem á mig sótti, ná yfirráðum yfir mér. Loksins kom kvöldið, og alt af versnaði veðrið, svo það var alveg ómögulegt að sofa. Magnþrota og sorgþrungin, eins og eg var, fór eg um miðnættið ofan í stóru dagstofuna, þar sein eg liafði stærra pláss til að ganga uin gólf, °g eg vonaði líka með því, að hugsanir mínar, sem kvöldu mig allmikið. yrði rólegri... Alt í einu þrumaði fallbyssuskot, og eg vissi undir eins, að skip var í háska á sjónum. Með- an eg stóð stirðnuð af hræðslu, opnuðust dyrn- ar og ofurstinn og Barry komu þjótandi inn. “En þú veizt það, að eg verð að'fara,” hrópaði maðurinn minn. “Það er í nótt, sem skipið ætlaði að koma og nema staðar hér í nándmni. Eg ætla að róa út að því í bát, og sækja drenginn. Heyrir þú, nú er aftur skotið. Ef það skip, sem drengurinn er á, er í hættu, þá er eg orsök í dauða hans, og get aldei litið í augu móður hans framar.” Hann hljóp að glugganum og opnaði hann. Hverju Barry svaraði, veit eg ekki, eg var að því komin að falla í öngvit, en súgurinn í gegn um gluggann hindraði það. Eg hljóp fram í forstofuna, tók dökka kápu, sem lá þar, vafði henni um mig og þaut út í mvrkrið. Eg hljóp áfram, þangað til eg kom ofan í fjöruna, þar sem margar manneskjur voru sam- an. Ó, ]>ær komu allar til að sjá þann sorgleg- asta af öllum sorgarleikjum, til að sjá hvernig sterkir og kjarkmiklir menn börðust árangurs- laust gegn' náttúruöflunum, til að frelsa lífið. Nóttin var dimm og tunglið hulið af svörtum skýjum, að eins við og við kastaði það geislum sínum á hinn kvíðandi mannflokk, sem beið þama. A þessu augnabliki heyrði eg hina hvellu rödd manns míns: ‘‘ Tuttugu gullpeninga til hvers írtanns, sem er tilbúínn að rétta hjálparhönd. ” “Það kemst enginn bátur áfram í þes.su stór- viðri, hr. ofursti —- en guði sé lof, þama koma björgunarmennimir. Lágur fagnaðarkliður heilsaði komu hinna kjarkmiklu manna. Þeir byrjuðu með orku mikilli, og óður en margar mínútur voru liðnar. höf'ðu þeir áhöld sín í beztu reglu, og fyrsta eld- flugan leið sólbjört yfir hið órólega haf. Avalt starandi út á sjóinn, sáum við hvemig björgun- arstarfið ]>okaðist afram. Fimm, sex. sjö menn voru með hægð fluttir á Jand; í hvert skifti sem maður kom, var honum fagnað með liáværu gleðiópi. Enn þá eifiu sinni kom björgunarkarfan til ' baka með lifandi mann. “Þetta er sá seinasti,” sögðu skipverjar. Maðurinn minn þaut til mannsins, og spurði með ólý.sanlegri skelfingu í róm og augnatilliti: “Drengurinn — í guðs bænum — hvar er drengurinn?” “Drengurinn! Er honum ekki bjargað? — Guð veri þá náðugur hinni litlu sál' hann var nærri hálfdauður af hræðslu.” Nú mundu líka hinir eftir drengnum, og allir störðu á skipið, þaðan sem maður heyrði ör- vilnunarhróp ungs drengs. Eg }>aut sem brjáluð ofan í fjöruna, en Barry hélt mér kyrri. “Sleppið mér,” orgaði eg, “sjáið þér ekki að veslings drengurinn er of magnlaus til að ná í körfuna., Leyfið mér að reyna að hjálpa honum.” , Þá sá eg að maðuriun minn var koininn úr frakkanum, hafði tekið af sér skóna og bundið * kaðal um sig miðjan; hann ætlaði sjáanlega að reyna að frelsa bamið. “I guðs bænum, Frits,” hrópaði Barry, “þú mátt ekki reyna þetta, það er að flevgja sér í fhðm dauðans. Þú getur ekki komist út í skipið.” Ofurstinn svaraði engu, hann hélt rólegur áfram með undirbúning sinn, leit á mig sorg- bitnum augum og sagði fremur lágt: “Þín vegna, Nelly,” og fleygði sér svo í sjóinn. 1 æstri geðshræringu horfðum við, sem stóð- um í f jörunni, á hinn djarfa sundmann, og augu okkar fyltust af tárum. Þegar hann komst upp á skipið og gat lagt hið meðvitundarlausa barn í körfuna, ómaði mikill fagnaðarhljómur. Og björgunarmennirnir fóru að draga körfuna til sín með varkárni — en, hve grimm örlögin geta verið — á miðri leið slitnaði kaðallinn og barn • ið hvarf sjón minni. Er þetta hegning fyrir hefndargimi mína? Vill enginn losa mig við þessa skuld? Yill enginn reyna að frelsa drenginn ? — Þá sé eg stóra bylgju fleygja hon- um á land, margar hendur gripu eftir honum, hann var dreginn á land og borinn inn í næsta fiskimanns kofa, svo eg gat aftur beint athvgli minni að hinum djarfa manni, sem eg ef til vill hafði sent í faðm dauðans. Þarna kemur hann svndandi, án þess að gruna, að það er ekki hans eigið barn, sem hann frelsaði frá druknun. Með erfiðri baúáttu barðist hann við hinar voldugu bylgjur; allir gátu séð, að hann var magnþrota af hinni miklu áreynslu. Nær og nær kom hann — enn þá nokkur sundtök með hinum þreyttu handleggjum, og þá mundi vera mögulegt að ná til hans og hjálpa honum. Menn vom farnir að rétta fram hendumar, til þess að taka á móti honum, £n þá dregur ein bylgjan hann með sér til baka og hann hverfur sjónum okkar. Barry hlevpur út í hinar freyð- andi bylgjur, og augnabliki síðar hefir hann náð í vin sinn og dregið hann á land. Menn báru hann hægt og með varkárni upp í fjöruna, og lögðu hann á s^ndinn þannig, að höfuð hans, sem meiðst hafði mikið á trjá- drumb, er flaut í sjónum, livíldi í keltu minni. “Hann er ekki dauður,” segi eg, “er ekki mögulegt að útvega brennivín, sem mætti gefa honum fáeina dropa af? Sækið þið nú læknir- inn. ’ ’ “Hann deyr,” segir Barry hljómlaust. Hann opnar augun og sér mig ------- “Hefir þú fyrir gefið mér, Nelly?” hvíslaði hann. ... ^ Aður en eg gat svarað, var yfirforinginn og læknirinn komnir til okkar. En ekkert er mögulegt að gera til að bjarga lífi hans, læknir- inn hristi höfuðið, en andardráttur hins særða manns varð veikari og veikari. Loks gat lækn- irinn látið fáeina dropa renna inn á milli tanna hans. “Veit hann að barnið er frelsað?” hvíslaði Barry að mér. Þá mundi eg að hann vissi okki hvar Rich- ard var. Eg hvísla^i að Barry, að hann skyldi hlaupa til litla hússins, þar sem hann fann mig í gær, spyja eftir Ricliard Dale og koma stráx með hann. Augnatillit hans sagði mér, að liann skildi alt, og svo þaut hann af stað. “Nelly,” hvíslaði liinn deyjandi, “litla kona, hefir þú fyrirgefið mér? ])rottinn tekur mig frá þér, syndugur eins og eg er, áður en eg fæ tíma til að bæta fyrir rangindi mín. Það er hart að verða að deyja, þegar eg hefi fundið þig aftur. Lofaðu mér að þú trúir því, að iðrun mín sé sönn, og geymdu ögn af liinni gömlu ást til endurminningar um mig.” Hann leit bænaraugum á mig, og án þess að hugsa um, livað yfirforinginn og Blake læknir kynnu að hugsa um mig, sagði eg í fullri al- vöru og einlægni: “Ó, Frits, eg vildi að eg gæti dáið í stað þín. Eg er orsök að dauða þínum. Það er ekki okk- ar sonur, sem þú lézt flytja hingað frá Barston. Eg hefi tælt þig. Richard okkar hefir um tíma verið hér í nándinni, sko, þarna kemur hann; eg lét sækja hann, svo að hann gæti gefið föður sínum hinn síðasta koss.” Barry kom með Richard; drengurinn kné- iféll hjá föður sinum. Löngu, þráandi augnatil- láti horfði faðirinn á soninn, svo brosti liann innilega, að sönnu með dálitlum feimnisblæ. . “Eg skal passa mömmu,” hvíslaði litli mað- urinn. En hvað orð barnanna geta verið innihalds- rík. Ándardráttur hins deyjandi manns varð æ veikari. Endirinn nálgaðist. “Barry, annastu þau bæði, giftingarvottorð mitt er í brjóstvasanum; vesalings Nellv.” Syo leit liann á mig a'ftu* dauðsijófgum augum: “Litla kona, viltu kyssa mig?” Eg snerti varir hans með mínum, tillit hans sagði mér, að nú væri alt gott. “Bið þú fyrir mér, Nelly; við máske mæt- umst hinum megin.” Eg kysti liann enn þá einu sinni, svo lokaði hann hinum ])reyttu augum — ein lág stuna, og nú var eg ekkja. Guð er miskunnsamur ;eg er sannfærð um, að hans eina óeigingjarna, hetjulega starf. hef- ir verið látið ná jafnvægi gegn öllu því illa, sem léttúð Frits hafði leitt hann út í. 1 huga mínum mintist eg lengi hinna fyrstu, beisku, iðrandi augnablika eftir dauða manns míns. Eg gat ekki grátið; sterkir menn, sem stóðu lijá mér, grétu, mér var neitað um þessa kvalasvfilun. Eg kysti enn einu sinni föla and litið, }iurkaði blóðið af kalda enninu og féll í yfirlið. Eg varð mjög veik, alt þetta kom mér svo ó- vart, hver sorgaratburðurinn á fætur öðrum; #manneskja með sterkari heilbrigði en mín var þá, hefði hlotið að láta undan öllu þessu and- streymi. í fyrsta skifti, sem eg kom í kirkju, eftir að mér fór að batna, sá eg mjög fallegan minnis- varða, sem reistur hafði verið yfir Frits og Lydia Lynwood. Þau dóu sama daginn og voru látin hvíla í sömu gröfinni. Eg geng oft þang- að til að biðja og þakka guði, að minn vondi heifndarþorsti varð ekki orsök að dauða Dieks litla.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.