Lögberg - 10.02.1927, Side 4
Bls. 4
LÖGBERG, FIMTUDAiGINN io. FEBRÚAR 1927.
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
Tftlshoiari N-6327 og N-0328
Einar P. Jónsson, Editor
UtanAakrift til blaSains:
TltE ÍOLU^BIS PRE8S, Ltd., Box 317Í, Winnlpog, M«n-
Utanáskrift ritstjórans:
EOiTOR LQCBERC, Box 3171 Whinlpsg, t<an.
Tha "Ijögbar*’' ls prlntsd and publlshed by
Tho Columbla Proaa, Limitod, in tho Columbia
■utidlnK, e»S sarsant Ava., Winnlpog, Manitoba.
Bókafregn.
Islenzk lestrarbók, setti saman af Sigurði
Nordal. 376 blaðsíSur, í átta blaða broti. Bóka-
verzlun Sigfúsar Eymundssonar. Rvík 1924.
Það hefir dregist lengur, en ætlast var til,
að minnast þessarar miklu .bókar hér í blaðinu,
og skal það nú að nokkru bætt upp, þótt með
tiltölulega fáum orðum verði. Bók þessi
er ætluð til kenslu í hinum ýmsu skólum þjóðar
vorrar, og er einskonar sýnishom, eða svip-
leiftur úr fimm alda ritmenning Islendinga, eða
frá 1400 til loka nítjándu aldarinnar.
AS hðfundi hafi verið það Ijóst, hve um-
fangsmikið og vandasamt viðfangsefni hans
var, má ljóst ráða af ummælum hans í formála
bókarinnar, þeim, er hér skal vitnað til. Farast
honum þar orð á þessa leið:
“ Auðvitað velur enginn svo í rúmlega 20
arka bók, úr bókmentum fimm alda, að nokkur
maður verði honum alveg sammála um valið.
Einn saknar þessa, annar hins, eftir því sem
þekking hans og smekkur segja til. En sannast
að segja held eg, að enginn geti saknað fleiri
hluta en eg sjálfur, svo bágt hefi eg átt með að
vísa sumu á bug, og miklu hefði mér þótt meira
gaman að setja bókina saman, ef hún hefði mátt
vera tvöfalt stærri. En þá hefði hún orðið alt
af dýr, bæði fyrir skólanemendur og almenning.
Eins og bókin er nú, finst mér svigrúm mitt að
velja, vera furðu lítið, því að margt var alveg
sjálfsagt að taka. En þó að altr það allrabezta
sé hér ekki — hvað þá heldur alt það bezta! —
þá veit eg, að hér er ekkert, nema það sem gott
er og ágætt. Eg vona, að hér sé ekki einn smá-
kafli, sem þurfi að vera dauður fyrir góðan les-
anda eða í höndum góSs kennara. ” í
Næst á eftir formálanunj, eða innganginum,
kemur all-löng ritgerð, er höf. nefnir “Sam-
hengið í íslenzkum bókmentum.” Er hún stór-
merk, sýnir glögglega, þrátt fyrir hnignun bók-
mentanna á hinum ýmsu tímabilum, hve óend-
anlega haldgóður hinn vígði þáttur var. Þeir,
er lesa með góðri athygli kafla þenna, munu
skjótt til þess finna, hve afar-víðtækan fróð-
leikskjama hann hefir að geyma.
Prófessor Nordal, lætur stutta greinargerð
fylgja sýnishomum þeim, er hann tekur upp í
bók þessa, eftir hina ýmsu höfunda. Ekki er út
á það setjandi, þótt getið væri fæðingarára og
dánardægra hlutaðeigandi höfunda. En hitt
finst oss tæpast viðeigandi, þegar um er aS
ræða almenna lestrar.bók, er engan veginn get-
ur skoðast sem samfeld bókmentasaga, að sér-
skoðana þess, er bókina sefcti saman, gæti til
muna, eða að kveðinn sé upp stóridómur yfir
eimim höfundi, jafnframt því sem annar er
hafinn til skýjanna. Slíkar athuganir, ef
nokkrar era, mega til með að vera óhlutdrægar.
En í þessu tilfelli er harla vafasamt, að svo hafi
tekist til. Um Kristján skáld Jónsson, er kom-
ist svo að orði:
“Kristján var vafalaust mikið skáld að eðl-
isfari, en náði litlum þroska; var það hvort-
tveggja, að hann dó ungur og tími hans og kraft-
ar fóra í mola í Reykjavík, enda hafði skáld
skapur Benedikts Gröndals ill áhrif á smekk
hans og stíl. ” — Hverju verður nú sá nær, er
slíkan áfellisdóm les? Engin minsta tilraun til
þess ger af höfundarins hálfu, að skýra fyrir
lesendum bðkarinnar, með hverjum 'hætti að
áhrif Gröndals spiltu stíl og smelik Kristjáns.—
Valdimars vígslubiskups Briem, er hvergi
getið í þessari nýju lestrarbók prófessor Nor-
dals. Slíkt gæti að eins afsakast með þeim eina
hætti, að íslenzk sálmaskáld yfirleitt hefðu ver-
ið útilokuð. En slíku er ekki til að dreifa. því
teknir eru upp í bókina sálmar eftir Hallgrím
Pétursson og Matthías Jochumsson; og næstur
þeim að minsta kosti, hlýtur Valdimar Briem að
teljast. Áhrif hans eru næsta víðtæk og margir
af sálmum hans, svo sem “Guð, allur heimur,
eins í lágu og háu”, “Eg horfi yfir hafið”, þótt
þar sé að nokkru um þýðing að ræða, hafa
þrýst sér inn að hjartarótum hinnar íslenzku
þjóðar og veitt þúsundum manna og kvenna
dýpstu huggun í hinni þyngstu raun. Sann-
gjarat getur það því engan veginn skoðast, að
hlaupa með öþu vfir Valdimar Briem, þegar
minst skal bókmenta nítjándu aldarinnar.
Jóns skálds ólafssonar frá KolfreyjustaS,
er að engu getið. Liggur þó mest bókmenta-
starf hans nítjándu aldar megin, og margt af
því allmerkt. Hann mun vera fyrsti maðurinn,
er íslenzkaði nokkuð eftir Bandaríkja ritsnill-
inginn Edgar Allan Poe. Sbr. “Dægrastytting”,
fylgirit “Skuldar”, gefið út á EskifirSi árið
1879. Einnig á hann drjúg ítök í hugum ís-
lendinga, fyrir snildarþýðingar á Kátum pilti
og Sigrúnu á Sunnuhvoli, eftir Björastjerne
Björason. Úr því prófessor Nordal minn-
ist á annaðborð þýðinga úr erlendum málum í
bók sinni, eins og til dæmis þýðingar séra Jóns
Þorlákssonar á Paradísarmissi Miltons, hefði
ekki verið úr vegi að gera öðrum þýðendum er-
lends skáldskapar, jafnt undir höfði.
Samkvæmt þessari nýju lestrarbók, er Gí-sli
Brynjólfsson “óþekt stærð” í bókmentum Is
lendinga. KvaS hann þó margt vel, er bar vott
um drengskap og karlmensku, svo sem þessar
ljóðlínur:
“AS standa eins og foldgnátt fjall
í frerum alla stund,
hve mörg sem á því skruggan skall,
sú skyldi karlmannslund. ”
Hvergi er þeirra minst, Indriða leikrita-
skálds Einarssonar, né heldur Bjarna Jónsson-
ar frá Vogi, og hefir þjóðin þó fyrir löngu tekið
ástfóstri við báða. Þorsteíns Gíslasonar er að
engu getiS, og liggja þó eftir hann mörg gull-
falleg ljóð og margar prýðisgóðar þýðingar. —
Iþróttamannsins í íslenzkri ljóðlist, Guðmund-
ar Guðmundssonar, er heldur ekki minst. VerS-
ur væntanlega í næsta bindi, ef það þá á annað
borð kemur út. Höf. vill ef til vill telja hann
eingöngu til tuttugustu aldarinnar. En því þá
ekki að gera það sama við GuSmund Magnús-
son (Jón Trausta), því alt það, er eftir hann
liggur og nokkurs verulegs var um vert, er rit-
að eftir aldamótin.
Þessari hinni nýju lestrarbók, eru augsýni-
lega ætluð víStæk áhrif. Hún á að vera notuð
við kenslu í hinum almenna mentaskóla ís-
lenzku þjóðarinnar, sem og í gagnfræðaskólum,
unglingaskólum, kvennaskólum og sérskólum,
að því er höfundi hennar segist frá Er ábyrgð-
in þess vegna, að því er samsetning slíkrar bók-
ar áhrærir, hreint ekkert smáræði. Um inni-
hald bókarinnar er aðeins hið bezta að segja,
alt, sem þar stendur, er meira en boðlegt,—vafa-
samt, hvort nokkrum einum manni hefði tekist
betur, — höfundurinn enda, eins og kunnugt er,
einn af glæsilegustu rithöfundum þjóðar vorr-
ar og skáld með afbrigðum. En til þess að bók
sem þessi hefði getað náð að fullu tilgangi sín-
um og ekki orðið einhliða, hefði hún átt að vera.
samin af nefnd manna, því með þeim einum
hætti, myndi fengist hafa víSsýnna heildaryfir-
lit yfir strauma og stefnur íslenzks bókmenta-
lífs, en frá penna eins manns.
Bók þessi fæst hjá skjalaverði Þjóðræknis-
félagsins, P. S. Pálssyni, 715 Banning Street,
Winnipeg, og kostar í bandi fjóra dali og fimm-
tíu cents.
Brot á velsœmi.
Maður sá, er haft hefir á því einokun um
langt skeið, löghelgaða þó, að hengja glæpa-
menn í Canada, hefir lýst yfir því, að hann ætli
sér innan skamms að gefa lít í bókarformi, end-
urminningar sínar í sambandi við þetta ömur-
lega starf , og að samningar hafi þegar tekist
við forlagsmann. iÆtlar hann þar að skýra al-
menningi frá æfintýrum sínum í sambandi við
aftöku rúmlega f jögur hundruð ógæfumanna, er
fundnir höfðu verið sekir um morð og -dæmdir
til lífláts. Er hugsanlegt nokkurt ógeðslegra
bókar innihald en þetta? Er hugsanlegt, að út-
gáfa slíkrar bókar gæti nokkuð gott af sér leitt ?
Nei! Líkuraar eru miklu meiri á þá hliðina, að
slík bók myndi endumýja gamlar sorgir í hjört-
um margra saklausra manna og kvenna. og væri
þá málum skipað í drjúgum verra horf.
Þótt prentfrelsi sé að vísu viðurkent í landi
þessu, sem annarsstaðar, þá eru þó til lög, er
bannað geta útgáfu óæskilegra bóka, og í þessu
tilfelli, finst oss þjóðarsómi liggja við, að þeim
sé hlífðarlaust beitt.
!
Til Vestur-Islendinga.
Ársþing Þjóðræknisfélagsins kemur saman í Win-
nipeg þ. 22. febrúar, eins og lesendur íslenzku blað-
anna hafa þegar séð. Fyrir höpd félagsins mælist
eg til, að deildir þess sendi mér tafarlust skýrslur
um hagi sína og störf sín.
íslenzk félög og einstaklingar vestan hafs, er
starfa og stefna í svipaða átt sem Þjóðræknisfélagið,
ætti með engu móti að láta það dragast lengur, að
gerast meðlimir aðal félagsins.
Þjóðræknismenn eru og hvattir til að fjölmenna á
þingi. Deildir eru beðnar að senda sem flesta full-
trúa.
Ferðamenn eru sömuleiðis mintir á, að haga
þannig ferðum sínum, ef unt er, að þeir geti setið
þingið og mót þess.
Þá, er gefa vijdu félaginu gamlar íslenzkar bækur,
og þannig varðveita þær frá glötun, eða á annan
hátt greiða götu félagsins, bið eg hér með að gera
mér aðvart.
jÆiski meðlimir félagsins, er ekki eiga þess kost
að sækja þing, að benda á það er íslenzkri þjóðrækni
horfir til heilla, veita ritari og forseti slíkum bend-
ingum fúfelega móttöku.
Beini eg ekki sízt orðum mínum til íslenzkra leið-
toga og þeirra allra, er kannst við skuld sína við
þjóðerni sitt, tungu, bókmentir og foreldri, að þeir
láti það ekki lengur dragast úr hömlu, að sinna
varðveizlu þjóðararfsins af bróðurhug og með
framsýni.
Jónas A. Sigurðsson.
Deilan milli ríkis og kirkju
í Mexico.
Eftir J. G. Jóhannsson.
Það hefir verið róstusamt í Mexico á þessu liðna
ári, eins og oft endranær. Hér hefir ekki verið um
þjóðfrelsi eða stjórnarfyirirkomulag að ræða, heldur
hvort Calles stjórninni, sem nú er við völdin, muni
takast að gera algerðan skilnað ríkis og kirkju í
México. Tillagan er ekki ný. Með því fyrsta, sem
Mexicomenn gerðu, eftir að hafa náð fullkomnu
frelsi (1821), var að semja lög til að takmarka eign-
ir og vald kaþólsku kirkjunnar í ríkinu. Meiri hluti
þingmanna voru jafnan þessu ákvæði hlyntir. En
mótstöðuafl kirkjunnar og klerkavaldsins hefir verið
nóg til þess að gera fólkinu ómögulegt að koma þessu
í framkvæmd þar til nú.
/Tvívegis virtist frjálslyndi flokkurinn ætla að
sigra, en í hvorttveggja skiftið kom fyrir óhapp, sem
eyðilagði þessa von. Með öðrum orðum, fólkið var
ekki orðið nógu samtaka. í fyrra skiftið sendi Napó-
leon III., Frakkakeisari, her á hendur Mexicobúum,
sigraði þá og stofnaði þar keisaradæmi. Með ráði
klerkaflokksins var Maximilian fursti frá Austur-
ríki settur keisri. Það reyndist horium mesta óhapp,
að hann þáði þessa virðing. Stjórnardagar hans
urðu fáir. Napoleon varð að kalla her sinn burt úr
landinu, þá tóku Mexicomenn þennan nýja keisara
sinn og skutu hann (1867).
1 síðara skiftið varð kirkjuvaldinu það að láni,
að Porfirio Diaz var kjörinn forseti ríkisins. Diaz
átti að heita forseti, en hann varð eins einvaldur
eins og Rússakeisari. Kosningar voru að vísu á-
kveðnar við enda hvers kjörtímabils, en ef nokkur
vogaði sér að bjóðast til að sækja móti Diaz, var þeim
hinum sama varpað í fangelsi. Diaz gamli var þá
kjörinn ‘gagnsóknarlaust’. Hann reyndist kirkju-
flokknum hollur vinur, og á hans dögum fór vegur
kirkjunnar vaxandi með degi hverjum.
Þegar Diaz varð loks að segja af sér (1911), hóf-
ust innbyrðis óeirðir á ný. Og það hefir gengið svo
fram á þennan dag. Stjórnarskráin, sem Calles-
stjórnin hefir nú löggilt, var samin 1917. Nýja
stjórnarskráin ákveður algerðan aðskilnað ríkis og
kirkju. Sérskólar kirkjunnar leggist niður, en stjórn-
in tekur að sér umsjá yfir öllum mentamálunum. öll
lönd kirkjunnar vjerða ríkiseign. Kaþólska kirkjan
verður, samkvæmt lögum, ekkert rétthærri í landinu
en aðrar kirkjudeildir.
Valdsmenn kirkjunnar hafa gert alt, sem þeir
hafa getað, til að fá þessi nýju lög ónýtt. Þeim
hefir ekki tekist það. Síðast komu þeir fyrir þingið
með nokkrar breytingartillögur, sem þeir sögðu að
væru undirskrifaðar af 165,000 manns. En þingið
nedtaði að samþykkja þær. Að eins einn þingmaður
greiddi atkvæði með tillögunum, hinir allir, — um
170 — voru á móti. Það lítur því út fyrir, að mikill
meiri hluti fólksins fylgi Calles og sé orðið þreytt á
afskiftum kirkjunnar af stjórnmálum.
Fjögur hundruð ár eru nú liðin, síðan Spánverj-
ar, undir forustu Hernando Cortez, lögðu Mexico
undir sig. í þessi fjögur hundruð ár hefir kirkjan
verið leiðarvísir þjóðarinnar í andlegum málum, og
oftast lagt hönd á bagga með landstjórn ,1 veraldleg-
um málum. Því ber ekki að neita, að kirkjan hefir
unnið margt þarft og gott á þessu tímabili. Trúboð-
ar hennar kristnuðu landslýð. Hún hefir bygt
sjúkrahús og önnur líknarhæli víðsvegar um landið.
Hún hefir annast alla mentun í landinu, og stofnað
þar alþýðuskóla og hærri mentstofnanir. Nú segja
klerkarir, að alt þetta þarfa verk kirkjunnar eigi að
eyðileggja með þessum nýju lögum, sem svifta hana
bæði valdi og eignum.
En andstæðingar kirkjunnar segja aftur á móti,
að vel hafi verið borgað fyrir þessa góðgerðasemi,
slík sem hún er. Þeir benda á, að stjórnarskýrslur
frá árinu 1882 sýni, að þá hafi kirkjan og klerkar
Hennar átt, að minsta kosti, einn fjórða part af öllu
landi í ríkinu. Þeir, sem kunnugir ættu að vera,
segja, að klerkarnir eigi meira land en skýrslurnar
sýni, því mörg óðul, sem séu eignuð leikmönnum, séu
í raun réttri eign klerka. Samkvæmt þessu er þá
klerkunum sjálfum farið að þykja nóg um ríkidæmi
kirkjunnar og þora ekki að gera uppskátt hve mikið
land þeir eiga. Kirkjan borgar engan skatt af lönd-
um sínum og verða því aðrir landeigendur að borga
þeim mun meira.
Hvernig hefir kirkjan fengið þetta land? Það er
líklegt, að sama aðferðin hafi verið notuð hér, eins
og annars staðar. Sumt hefir stjórnin (þá sérstak-
lega Spánarstjórn) gefið kirkjunni fyr á tímum.
Mikið af því hafa einstaklingar gefið, til að borga
fyrir sálumessur og svo framvegis. Svo hafa jarðir
verið gefnar til viðhalds klaustrum, sjúkrahúsum,
skólum og öðrum stofnunum.
íbúatalan í Mexico er um 15,000,000. Liðugur
þriðjungur mun vera hvítt fólk — svo að segja alt af
spönskum ættum. f þessum hópi er aðall landsins,
stórlandeigendur og ríkismenn. Um helmingur íbú-
anna eru spanskir kjmblendingar (Mestizos). Sumir
þeirra hafa komist nokkuð áfram, eru nokkuð upp-
lýstir og hafa atkvæðisrétt. MikiII meiri hluti þeirra
eru algerlega ómentaðir. Þeira vinna alla erfiðis-
vinnu. Kaupið er sama sem ekkert og viðurværi
þeirra er í alla staði hörihulegt. Þeir fá engan þátt
að taka í stjórnmálum. Þeir eru í raun réttri þræl-
ar. Þessi stétt landsmanna fékk enga lausn úr á-
nauð, þegar landið varð frjálst ríki. Þeir eru nú
kúgaðir eins og forfeður þeirra voru fyrir tugum
og tugum ára síðan. Tala Indíána og Negra er eitt-
hvað á þriðju miljón. Það er óþarfi að geta þess, að
þeir eru ekki á kjörskrá.
Hvað almennings uppfræðslu og mentamálum
viðvíkur, er ekki hægt að segja, að kirkjunni hafi
orðið mikið ágengt. Stjórnarskýrslur sýna, að að-
eins 15 prct. af fólkinu er læst og skrifandi. 85 af
hundraði hafa alls enga uppfræðslu fengið — nema
/máske í helgisiðum og ‘kreddum’ kirkjunnar. Þetta
er nú árangurinn eftir 400 ára starf, og nóg hefir
verið borgað fyrir það. Að öllum líkindum hefir lít-
il sem enginn tilraun verið gerð til að menta annað '
fólk, en aðalinn og ‘heldra’ fólk í landinu. Það er
náttúrlega hægt að benda á undantekningar, en
þetta mun hafa verið stefnan yfirleitt. Svo lengi
sem vinnulýðurinn er óupplýstur, svo lengi sér að-
allinn sér fært að þrælka hann. Það er því alveg ó-
víst, að kirkjan hefði fengið að hjálpa þessu fólki,
þó hún hefði viljað.
ÞEIR SEM ÞURFA_
LUMBER
KAUPI HANN AF
Tne Empire Sash& Door Co.
Limlted
Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
VERÐ Og GŒDI ALVEG FYRIRTAK
NÝ BÓK
BJARNI ÞOR^TEINSSON:
SÁLMASÖNGSBÓK (áður útg. 1903)
SÁLMALAGAVIÐBÆTIR (áður útg. 1912)
HÁTÍÐASÖNGVAR (áður útg. 1899)
Þessar þrjár bækur eru nýútkomnar í 2. útgáfu, allar
í einu lagi, 257 sálmalög auk Hátíðasöngvanna.
Þeir, sem vilja eignast þessa langstærstu og fullkomn-
ustu íslJ sálmaöngsbók, sendi pantanir sínar undirrituð-
um aðalútsölmanni, ásamt andvirðinu í ábyrgðarbréfi,
og verður bókin send þeim um hæl burðargjaldsfrítt. —
Verðið er: innb. 6 dollarar, í kápu 5 dollarar. — Hátíða-
söngvarnir fást einnig sérprentaðir og kosta $1.50.
PJETUR LÁRUSSON,
Hofi, Reykjavík, Box 941, Iceland, Europe.
Sagan sýnir (sbr. Prescott’s
Mexico), að fyr á tímum gerðu
kaþólsku klerkarnir alt sem þeir
gátu til að varna því, að Spánverj-
ar þrælkuðu 'innfæddu þjóðflokk-
ana í Mexico. Spánarstjórn harð-
bannaði svoleiðis þrælahald í ný-
lendunum. En æfintýramennirn-
ir spönsku, oftar bláfátækir, höfðu
ölí brögð í frammi til þess að fara
í kring um lögin. Stundum buðu
þeir heimastjórninni byrginn. Fé-
gjarnir klerkar voru þá oft í vit-
orði með þeim. En það er ekki
rétt, að ásaka kirkjuna eða klerka-
stéttina í héild sinni fyrir þetta.
Stefna kirkjunnar var Virkilega
mannúðleg. Engu síður er það
merkilegt, að kirkjan skuli ekki
hafa getað neitt gert til að varna
því, að nærri helmingur af fólki í
Irndinu sé þrælkað og látið lifa
skepnulífi. Er kirkjan að kaupa
fylgi aðalsins með því að láta þetta
afskiftalaust? Eða, er auðveldara
að halda þessu fólki innan vé-
banda kirkjunnar og láta það
hlýða boðum hennar, ef það er ó-
upplýst? Því er ekki auðvelt að
svara. Mexico er engin undan-
tekning að þessu leyti. Það er
stór-merkilegt, hvað kaþólska
kirkjan hefir dafnað vel, þar sem
kúgun og þekkingarleysi hafa
gengið svo að segja fram úr
hófi.
Klerkarnir segja, að núverandi
stjórn Mexico (Calles stjórnin)
sé saman sett af illmennum og
‘bolshevistum’. Gott og blessað.
Setjum nú svo, að í þinginu séu
ekki einu sinni tíu réttlátir menn
—eftir þeim skilningi, sem kirkj-
an leggur í orðið. 1 þinginu munu
vera um 170 manns. Þá getur
maður naumast vatist því, að
hugsa, að kaþólska kirkjan ætti
eitthvað að segja sér tii réttlæt-
ingar í þessu sambandi. Þessir
menn og forfeður þeirra langt
fram í ættir, hafa alist upp í skjóli
kirkjunnar . Þeir hafa fengið
mentun sína hjá klerkum eða öðr-
um kennimönnum hennar. Undir
áhrífum kirkjunnar hafa þeir ver-
ið frá blautu barsbeini. Hvernig
stendur þá á því, að þeir skuli all-
ir vera eins lélegir eins og tals-
menn kirkjunnar segja þá? Mexi-
co er ekki einsdæmi. Á vakning-
artímabilinu (Renaissance) var
Spánn voldugasta ríkið í Evrópu.
Engin þjóð í heimi hefir legið
jafn hund-flöt fyrir páfaveldinu
eins og Spánverjar síðan á 15. öld.
Hverriig hefir þeim vegnað? Þar
hefir kirkjan verið al-voldug. Þar
hafa kennimenn hennar haft áhrif
bæði í stjórnmálum og öllum öðr-
um málum. Hver er árangurinn?
Þeir eru orðnir að fátækri smá-
þjóð. Þeir hafa tapað öllum ný-
lendum sínum. Oft hafa þar ver-
ið áhrifamestir í stjórnmálum
menn, sem ómögulega geta kall-
ast annað en illmenni. Þekkigar-
skortur fólks, upp til hópa, alveg
dæmalaus meðal vestrænna þjóða.
Og það mætti koma með fleiri
dæmi (t. d. ástandið á Frakklandi
f.vrir byltinguna miklu 1793). Hafi
nú kirkjan reynt að hafa góð á-
hrif á fólkið í þessum löndum, þá
hefir henni sannarlega mistekist.
Annars er það undarleg tilvilj-
u. að einmitt þar sem kaþólska
kirkjan má sín mest, skuli fram-
farirnar vera minstar.
Þegar á alt er litið, þá mun ó-
ánægjan í Mexico stafa aðallega
af tvennu. Fyrst, að fólkið vill
ná landi kirkjunnar undir sig aft-
ur. Því finst að kirkjan hafi ekk-
ert með alt þetta landflæmi að
gera. Tekjur stjórnarinnar yrðu
meiri. Margir bændur, sem nú
eru leiguliðar kirkjunnar, gætu
eignast land.
í öðru lagi: kirkjan hefir skift
sér alt of mikið af stjórnmálum.
Fólkínu er farið að leiðast það.
Reyndar bera klerkarnir á móti
þessu og talsmenn kirkjunnar
segja, að það sé á móti kenningum
og venju kirkjunnar, að skifta sér
nokkuð af stjórnmálum. Leo xiii.
tók þetta mál til umræðu í nokkr-
um páfabréfum. í bréfinu Arcan-
um Divina (feb. 1880) segir páf-
inn eitthvað á þá leið, að kaþólskt
fólk eigu að vera hlýðið lands-
lógum; að kirkjan eigi ekki að
skifta sér af stjórnmálum, en ef
landslög séu ekki í fullkomnu sam-
rænfi við kenningar Krists (eins
og þær séu útskýrðar af páfan-
um), þá eigi kaþólskir heldur að
hallast að því, sem sé samkvæmt
heilagri ritning. Það er farið
mjög fínt út í það.
í bréfinu Sapientiae Christianae
(jan. 1890) er páfinn mikið á-
kveðnari. Þar segir hann blátt
áfram, að ef landslög séu ekki í
samræmi við keririingar heilagrar
ritningar (útskýrðar af páfanum)
þá sé það skylda fólksins að
standa á móti þeim, en glæpsam-
legt að hlýðnast þeim.
Þetta hefir lítið breyzt, síðan á
miðöldunum. 1 þá daga kom það
cftar en einu s'inni fyrir, að kon-
ungar og aðrir þjóðÚöfðingjar
kvörtuðu yfir því við páfana, að
skipanir kirkjunnar kæmu í bága
við landslög. - Pláfarnir svöruðu
jafnan á sömu leið. Þeir sögðu,
að sér þætti slæmt að landslög og
kirkjutilskipun skyldi ekki vera í
algerðu samræmi. En af þvi að
tilskipanir kirkjunnar væru æfin-
lega í samræmi við guðs orð, þá
þyrfti ekki annað en breyta lands-
lögunum, og myndi þá alt lagast.
“Gnllna reglan,,, ’i
Konfúsíus, Zórósster og’Búddha.
Eftir séra Jóhann Bjarnason.
í þýddri grein, er út kom í Hkr.
ekki fyrir löngu er minst á þessi
efni ás^mt ýmsu öðru. Er þar sagt
að greinin sé “lauslega” þýdd. Skil
eg það srvo, að efniÖ fái þó að halda
sér, en orðalagi eingöngu sé vikiÖ
viö, eftir ástæÖum, eftir því sem
þýöanda fanst þægilegt og bezt
henta.
En það er fleira “lauslegt” viö
greinarkorniö' en þýðingin. Greiniri
er fremur lausleg að efni til; ekki
einasta að því leyti, að þar er
skyndilega hofið frá einu efni til
annarS, heldur virðist þekking höf-
undarins vera eitthvað þokukend og
lausleg í sér. Rekur þar hver stað-
hæfingin aðra, er ekki virðast hvíla
á neinu öðru en áhuga mannsins, að
útbreiða kenningar sínar.
Það sem höfundinn sýnist langa
mest til, er að koma þeirri kenningu
á framfæri að Kristur hafi tínt
saman það sem nýtilegt var í kenn-
ingum heiðinna spekinga fornaldar-
innar og soðið saman úr því þá lífs-
speki er hann boSaði. Nöfn þriggja
fomaldar spekinga eru sérstaklega
tilfærð, þeirra Konfúsíusar, Zóró-
astef, og Búddha. Á maður víst að
skilja það svo, að Kristur hafi gjörst
meira en litið djarftækur á kenn-
ingar þessara manna og prýtt meS
þeim boðskap sinn, án þess að láta
þessara höfunda getið að nokkru.
Þessi tegund af hernaði á móti
Kristi er gömul. En hún er ekki bú-
in aö slíta sér eins út á meðal vor
íslendinga, eins og meðal sumra
annara þjóða, og þesvegna er það,
ef til vill, þess vert, að minnast of-
urlítið á þessi málefni.
Konfúsíus og gullna reglan.
Sem kunnugt er, eru orðin i f jall-
ræðu Jesú, ('Matt. 7:12) : “Alt það,