Lögberg - 24.03.1927, Blaðsíða 6

Lögberg - 24.03.1927, Blaðsíða 6
Bis. « LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. MARZ 1927. Silfurlax-torfurnar. Eftir REX BEACH. Aður en þeir gátu áttað sig á hinum ægilegu veðramerkjum, þá skall blindhríðin á þá, sem gusaðist í gegn um skarðiS, þar sem þeir voru, nreð sívaxandi aflk Hið voðalega afl norðanveðursins hafði alt inu slitið 61] bönd af sér, og í loftinu söng og brakaði, — það var þriðja íbúð Dantés í helvíti, ;i þeir voru nú staddir í, hljómbrigði Cerber- usar þreföld og angistaróp glataðra sálna vein- uðu í veðrinu. Veðrið var á eí'tir þehn, og blés hárinu á hundunum fram, svo að það fyltist með smáum snjókornum og Iamdi þau svo fast inn að skinni þeirra, að þeir kveinkuðu linuðu á ferðinni, unz þeir að síðustu stað- næmdust og skriðu í skjól við sleðann. Andlii ferðamannanna, sem höfðu verið rök, þonihðu, og föt þeirrá, sem einnig voru rök, stokkfrusu, og blóðrás þeirra, sem hafði verið ör, varð sljórri. Fraser hrópaði eitthvað, en skr.jáfið í fötum Emersons drekti hljóðinu, og án þess að athuga hvað það var, sem hann vildi segja, hljóp hann meðfram sleðanum til að losa hundana frá honum, en Balt og leiðsögu- maðurinn fóru að íosa um á sleðanum, og börð- ust kápulöf þeirra í veðrinu eins og óstrengt -¦í á skipi. Þegar þeir leystu síðasta hnútinn, reif vindurinn af þeim hornið á strigadúknum, sem þeir höfðu yfir sleðanum, og með honum á- breiðu, sem undir honum var og Jndíáninn átti. Eigandi ábreiðunnar reyndi til að ná í hana, en veðrið gaf henni vængi, svo að hún barst með því í ótal bugðum og hlykkjum, slóst niður á snjóinn aftur, flattist út, hófst að nýju á loft og hvarf ot'an fyrir hæoSna. Aðrir munir, sem lausir voru ofan á sleðanum, svo sem pottar, pönnur og fleira, fór sömu leiðina, eða ultu eins og sköpparakringlur eftir snjónum, upp eina hæðina og ofan hina, unz þeir líurfu með öllu. óhugsandi vár að horfa í veðrið, því það var griirímara en eldsog, sem leikur um brunasár. Allan morguninn hafði jafnvægi lofsins ver- lð hið ákjósanlegasta, en einhver loftþrýsting- ur úti á höfum hafði þrýst því úr jafnvæginu, svo vindurinn þeyttist þarna gegn um skarðið tneð heljar aí'li, líkt og vatnsflóð, er sprengir af sér vatnskvar og ryðst svo fram. rtsýnið breyttist alt; landið umhverfis þá breyttist sökum hinnar snöggu veðurbreyting- ar, ér gerði sjóndeildarhringinn æ minni og tor- kennilegri. í>ó snjókoman væri enn lítil, þá vissu ferðamennirnir að hún mundi aukast bráðlega og að þeir yrðu að brjótast í gegnum moldveðursmyrkur og' öll landmörk verða þeim hulin. y Balt kom fa.st upp að Emerson, og hróp- aði í eyra honum: "Hvað eigum við að gjöra, ¦ láta fyrirberast hér í fönn, eða halda áfram?" "Hvað er langt héðan og þangað, sem skóg- urinn byr.jar hinum mégin við hálsinn?" "Tólf eða fimtán mílur," svaraði Balt. "Við skulum halda áfram lausir," svaraði Emerson. "Vistir ökkar' eru nálega þrotnar, hvort sem er, og þetta veður getur staðið í tlfiri daga/" Það var þýðingarlaust að reyna að ná í föt þau, er þeir höfðu með sér og á sleðanum voru, svo þeir skildu við dót sitt, þar sem það var komið og létu veðrið bera sig áfram; þeír reiddu úg á ratvissu sfna með að halda í rétta átt og héldu allir hópinn; yfir .hundana var þegar fent, og ekki að tala um að hreyfa þá. Eftir að þeir voru komnir steilísnar frá sleðanum, var ekki viðlit að snúa til baka, og þótt þeir ættu undan veðrinu að sækja, sóttist ferðin seint, því torfærur voru á veginum, sem þeir urðu að komast fram hjá. Þeir fóru yf ir brattar fannir, sem lausamjöllin var rifin af, og þeir höfðu enga fótfestu á og þurftu þeir þá að skríða á höndum og fótum 'og kalla hver til annars, svo þeir aðskildust ekki. Kuldinn gerði þá tilfinn-y Ijóva, bylurinn byrgði útsýnið og harðviðrið gjörði þeim erfitt um andardrátt. Stundum mistu þeir fótanna og runnu'þá eftir harðfenn inu og urðu að skríða til baka, því þeir þorðu ekki að breyta stefnu sinni. Á einum stað fóru þeir eftír f.jallrana, sem lá upp í þverhnípt hamrabelti fyrir ofan þá. Upp þann vegg klifrðu þeir eða skriðu, og voni fingurgómarn- ir komnír í gegn um vetlingana, er þeir komust upp. Engin föt þoldu til lengdar meðferð þá, sem þessir menn buðu sínum, enda rifnuðu hnéií á buxunum þeirra og vetlingarnir^af höndunum, en þeir fundu þt\ss lítinn mun, því svo voru þeir orðnir dofnir, enda vanst þeim engin tími til að hug.sa um slíkt, og bráðlega fór blóðstorka að sjást í förum þeirra. Allir þessir mrnn voru volkinu vanir, og vitandi um hættuna, sem við þeim blasti, þá hertu þeir sig sem mest þeir máttu, en kvalir alvarlegar urðu þeir að Iíða, ekki sízt af þorsta, og í svoleiðis kringustæðum þreytast menn fíjótt. Mikið hefir verið rætt og ritað um þraut- seig.ju Indíánanna, en samt er það rc,ynsla, að Tndíánar eru ekki eins úthaldsgóðir og hvítir menn, sem stafar ef til vill meira frá skorti viljakrafts, en skorti á hæfilegum klæðum, eða rti á hœfilegri fa>ðu, svo það kom þeim fó- lögum ekki á óvart, þegar áliðið var dags, að Tndíáninn fór að sýna á*sér þreytumerki. Hann stanzaði oftar eh hann hafði gjört, og þeir þurftu að beita hörku til að koma houm á stað aftur. Svo fór hann að detta, og komst orðið naumast á fætur aftur, en hinir reiddu sig á leiðsögn hans. Þegar dimma fór, brutust þeir enn áfram og hjálpuðu honum eftir megni. Að síðustu gaf hann upp leiðsögnina með öllu og tók þá Balt, sern einu sinni áður hafði farið þessa leið, við henni, en hinir drógu Indíánann áfram. Einu sinni bað hann þá að skilja sig eftir, og vildu þeir Fraser og Balt gera það, en Em- erson aftók það. "Hann deyr hvort sem er," sagði Balt. "Hann er sama sem dauður, og það geta verið tíu mílur þangað til við náum til skógar- ins hinu megin," bætti Fraser við. "Eg fékk hann til að fara, og eg ætla að sjá um, að hann komist alla leið," mælti Emerson ákveðinn. Svo þeir héldu áfram með byrði sína sem bezt þeir gátu. Þegar bezt gekk, vanst þeim seint á, en nú hreyfðust þeir að eins, því auk farartálmans var komið fram á nótt, og vissu þeir ekki, nær sinn síðasti mundi koma. 1 myrkrinu stigu þeir fram af brún og ultu ofan í gjá eða gil, sem þeir urðu að skríða upp úr aftur. Þe^ar þeir fóllu þa.r ot'an í, urðu þeir að sleppa [ndíánanum ¦ðg valt hann ein.s og snjóköggull ofan í gilbotn. En þessar og slíkar ófarir hjálpuðu til að lialda líftórunni í honum, því í hvert sinn, sem stans- að var, voru fólagar hans að nudda hann og reyna að örfa blóðrásina, þó þeir vissu, að til- raunir þeirra myndu reynast árangurslausar, og hefðu komið að betra haldi á þeim sjálfum. Fraser, sem aldrei var mikill fyrir sér, gafst og upp og virtist sem það mundi ofraun fyrir þá Balt og Emerson, að sjá þeim báðum far- borða. En Balt var fílhraustur og ákafinn bar Emerson hálfa leið. Það dró stöðugt af Indíánanum, og Fraser, sem báða var farið að kala, en Emerson reyndi alt, sem hann gat, að telja í þá kjarkinn, þó- sjálfur fyndi hann, að kraftar sínir væru reynd- ir til þrautar og nú í fysta BÍnn fann hann ti? þess, að Fraser hofði ávalt verið byrði á hönd- um sér. Ekkert vissu þeir hvað tímanum leið, né heldur hvert þeir stefndu; þeir bara brutust á- fram í þeirri von, að þeir kæmust yfir fjallgarð- inn og fyndu skjól hinu megin. Bylurinh og veðrið æddi með sama óhemju- afli, þegar alt í einu þeir koma að öðru hamra- belti, og hinu megin við það snarhallaði ofan í móti. An þoss að hugsa nókkuð um hvað við tæki, hentu þeir sér fram af brúninni. Þeir ultu fremur en gengu ofan brekkuna, yfir víðir- runna, sem stungu þá, unz þeir staðnæmdust. Afram 'héldu þeir nú vonbetri en áður yfir enn eina hæð, bfan í aðra dæld, og þar komust þeir inn í greniviðarskóg, er skýldi þeim fyrir veðr- inu, er þeir heyrðu að éins til í limi trjánna. Það tók þá Emerson og Balt þvínær klukku- tíma að kvoikja upp eld, því orfitt var að finna uppkveikju í náttmyrkrinu, og í viðbót við þann erfiðleika bættist, að þeir Emerson og Balt voru nálega að þrotum komnir af þreytu, en Indíáninn og Fraser lágu á meðan í snjónuim eins og líflausar þústur. Cherry hafði fengið Emerson flösku af víni áður en hann fór á stað. Hann tók hana nú og helti góðum sopa ofan í Fraser og Indíán- ann, en áður hafði hann ekki þorað það, á með- an að þeir voru á bersvæði. SVo fór hann að bræða snjó í tinbolla, sem Balt hafði tekið með sér# óg lét þá drokka góðan skamt af heitu vatni. Fraser fór aðiiressast smátt og smátt, en Indí- áninn var of langt leiddur, svo hann dó rétt fyr- ir dagrenning næsta morguns. Alla nóttina voru þeir á gangi og leiddu Fraser á milli sín, hristu hann og núðu, þó svefninn og þreytan sæktu hart að þeim, en þeim var það ljóst, að ef þeir hefðu sofnað við vl þann, soin þeir gátu notið frá oldimmi, þá hefði það orðið þeirra síðasti svefn. Þegar bjart var'orðið, reyndu þeir að reyra lík Indíánans í toppinn á einu trénu, en gátu það ekki, svo þeir urðu að skilja það eftir í sn.iónum, úlfum og öðrum rándýrum skógarins að bráð. Svo héldu þeir áfram þrír niður eftir dalnum í áttina til þorpsins. Það var orðið framorðið dags, þegar þeir að síðustu komust til Katmai, og stauluðust heim að verzlunar- búð, som bygð hafði verið úr bjálkum, en var nú orðin úr sér gengin og fúin. Yfir þakið lágu tvær keðjur og vóru^-íestar niður eitt hvorú megin með staurum, er reknir voru niður í jörðina. Búlduleitur maður, sem þessa verzlun átti og var blendingur af Indíána og Rússa, tók á móti ferðamönnunum og sá um nauðsynleg- ustu þarfir þeirra. Sendi hann síðan menn eft- ir Indíánanum, sem ferðamennirnir höfðu orð- ið að skilja eftir. Emerson var þakklátur fyrir það, að fyrsta áfanganum af ferð hans var lokið. Undir eins og hann gat, spurði hann eftir ferðum póst- skipsins. "Það kom hér fyrir þremur dögum á vestur- leið," svaraði kaupmaðurinn. "Er það svo? Kemur það til baka eftir svo sem viku?" spurði Emerson. "Nei," svaraði kaupmaður, "það kemur hér ekki í bakaleiðinni." "Hvað segirðu?" spurði Emerson, og hon- um fanst sér sortna fyrir augum! "Nei, það kemur ekki hér fyr en í næsta mánuði; og ef þá verður vont í sjóinn, fer það alla leið vestur fyrst og kemur svo í bakaleið- inni." "Hvað verður langt þangað tilT" "Máske sjö eða átta vikur." Emerson studdi sig við búðatborðið. Svo biðin við .skarðið haí'ði eyðllagt hann! örlögin í gerfi vetraVins höfðu orðið til^xess að gjöra á- form hans a engu í þetta sinn! 1 stað þess að sleppa við óhöppin, sem vofað höfðu yfir hon- um síðustu þrjú árin, þá höfðu þau að eins magnast. Honum hafði að eins verið sýnd veiði, en ekki gefin. og þessi síðustu vonbrigði höfðu að eins fært hann lengra út í vonleysið. Hann hafði að vísu treyst á tæpasta vaðið, en tíminn var þó nægur, ef lukkan hefði verið með honum, en mánaðarbiðin var sýnileg eyðilegg- ing á' áformi hans. Hann sneri sér að félögum sínum með vonleysissvip á andlitinu. Fraser lá í máttleysismóki, en Balt hafði sofnað í stóln- um, er hann hafði sezt á við ofninn. "Emerson steinþagði um tíma, en búðarhald- arinn gaut til hans augum við og við. Svo fór hann með hendina ofan í brjóstvasa á treyju sinni, og tók þaðan bögglað blað úr tímariti. Hann hélt á því í hendinni um stund án þess að líta á það. Böglaði því svo saman í hendi sér og henti því síðan í eldinn. Hann varp öndinni mæðulega, sneri sér að búðarhaldaranum með vonleysissvip á veður- barna andlitinu og mælti: '' Útvegaðu okkur rúm. Mig langar til að sofa.'^. VTÍ. KAPITULI. Af umhyggjusemi yið félaga sína. þá sagði Emerson þeim ekki frá fréttunum fyr en dag- inn «ftir; auk þdss var hann sokkinn ofan í hinar ömurlegu hugsanir sínar og hafði hvorki sinnu á því né öðru. Emerson hafði fylgt Rússanum til svefn- rúms síns, og þar fleygði hann sér niður í öllum fötunum, og sama gjörðu ihinir félagar hans. En hann var of þreyttur til að ¦ geta sofnað. Taugar hans titruðu og skap hans var æst, svo það tók hann Iangan*tíma að komast til róleg- heita, svo að hann gæti glyemt sér í örmum svefnsins, og jafnvel þá svifu biksvört oláns- skýin yfir honum. Aftur og aftur bar ímynd- unaraflið hann út í ofsa-veðrið, sem hann átti við að stríða þrjátíut og sex klukkustundirnar síð- ustu, og ófarirnar stóðu uppmálaðar fyrir hug- skotsjónum hans., Það var reyndar engin ný útsjón fyrir honum, en þær höfðu aldrei verið honum eins ægilogar og þær voru nú. Hann var of þreyttur til að brjótast um. Kraftar hans voru þrotnir og hugsanir hans komu- og fóru stjórnlausar eins og stýrislaust skip úti á regin hafi. Þannig lá hann og starði vonlausum aug- um út í myrkrið, máttlaus og hjálparlaus. Hlutskifti Frasers var að engu betra. Hann gat hvorki notið svefns né hvíldar, en stundi undir þunga sársaukans. Búðarfialdarinn varð að vaka yfir honum og hagræða, sem honum fórst vel og lipurlega. Hann varð ýmist að færa honum drykkjarvatn, eða bera á og baða hina frosnu limi hans. Balt var sá eini, sem gat notið svefns og hvíldar, og svaf hann því þungt og vært. Um- hugsunin um hjá liðna hættu, eða komandi tíð. hafði engin áhrif á hann. Líkaminn var það eina, sem hann hugsaði um, en hann var sterk- ur og heilbrigður, og haf ði hann því enga hug- mynd um sálarangist þá, sem félagar hans urðu að líða. t . Að síðustu, eftir að Emerson var búinn að jat'na sig nokkuð soí'naði liann og vaknaði ckki fyr en komið var fram á dag daginn eftir, og var hann þá bæði stirður og sár. Þegar hann áttaði sig, varð hann þess vís, að félagar hans voru komnir á fætur og höfðu matast. A Balt sá ekkert eftir alt hnjaskið, en Fraser var í reifum og sárum, en þó málhress vel. Fyrsta 'spurning Emersons var unf lík Indíánans. "Þeir komu með hann í morgun," svaraði Balt. "Þeir létu hann í kirkjuna, og hann verður jarðaður þegar presturinn kemur í næsta mánuði." "Hann var bezti drengur," tók Fraser fram í. "Mér þykir samt vænt um, að eg er ekki í sporum hans. Ef að þið hefðuð ekki reynst mér eins og þið gerðuð, já, — þá hefði — eg komist í bræðrafélag við hann í kirkjuhátíð- inni.'' "Hvernig er kaliðf" spurði Emerson um leið og hann settist með erfiðleikum á stól. "Og eg er ágætur, nema fingurnir á annari hendinni," og hann rétti hana upp reifaða. "Samt held eg, að eg missi ekki fingurna." "Hafið þið frétt um póstskipið!" spurði Emerson. "Nei," svöruðu hinir. "Við höfum mist það." "Hvað áttu við?" spurði Balt ákafur.. "Eg á við, að veðrið tafði nógu lengi fyrir okkur til að eyðileggja alt." "Hvernig — þá? — við skulum bíða þangað til það kemur aftur," sagði Balt. Emerson hristi höfðið. "Það kemur ef til vill ekki ,aftur f yr en eftir einar átta vikur. Nei, það er a'lt búið?" Balt var eins og ístöðulaus-drengur og grét, en reyndi þó að finna oinhver ráð fram úr þess- um vandræðum. "Við skulum hætta við þetta ]>angað til að ári. Við skulum hafa tímann fyrir okkur, og byrja eftir ár." "Nei," svaraði Emerson og hristi höfuðið raunalega. "Ef eg get ekki framkvæmt þetta nú strax, þá get eg það aldrei. Tækifærið er úti og eg er fallinn flatur. Allar fyrirætlanir okk- ar eru að engu orðnar. Það er bezt fyrir þig, að fara aftur til Kjalvíkur, Balt." Við þessá' athugun Emesons, varð Balt afar- æstur, því honum fanst að hefndartækifæri vera að sleppa úr greipum sér. Hann blótaði hræði- lega, barði saman hnefunum og gerðist svo ó- frýnn, að Fraser varð óttasleginn og hrópaði: "Heyrðu, þú þarna! Hættu þessum látum, þú ætlar þó aldrei að ganga af vitinu?" En Balt lét sér ekki segjast, heldur lét blót- rokurnar dynja, og þegar búðarhaldarinn, sem út hafði gengið, kom inn, varð hann alveg hissa og fór að signa sig. Þegar Balt sá búðarmann- inn, sneri hann sér að honum, og lét heift sína ganga yfir hann. "Hvar í helv. er póstskipið?" "Einhvers staðar hér fyrir vestan." "Það er póstskipið. Er það ekkí? Ef syo er, stanéar það þá ekki hérna í bakaleiðinniT Svaraðu mér!" Búðarmaðurinn ypti öxlum. "Það verkur að koma við í Fyak Bay á austurloið." Emerson leit snögglega upp. "Hvar er UyakBay?" "Uti á Kodiak eyju," svaraði Balt og sneri sér aftur að búðarmanninum. "Hvaða réttlæti er í því af skipafélaginu, að láta skip ekki koma hér við, en í þess stað senda það til þessarar oy.jar, þar aem ekkert er nema PANTIÐ ÚTSÆÐI NO ÞEGAR í DAG 'ÚISŒÐIS HAFKAR1 OQ_ Pokar som taka 3 bus. 20c að aukl. OJL BVSHEIÆD 0<i pAIl VI IU. ÍHÁ 6LLUM McKEVZIE BCÐUM. K2Manner K30 Victory K50 Leader K40Gartcn22 K60 Alsas SendiS p.an.t»nir yðar I iltiy. Vér sendum vöruna he&ar pér ðskiíS. ir hafrar eru valdir ntaæClsBafrar meö eftirliti ¦stjórnartnnar. No. 1 eSa góiS teg-und af No. 2. VerCltS miíaö viS þaS að tekin séu 30 i möira. SKBIFIÍ) KITIR SÉRSTöKU VERBI A JAIÍX- BRAUTAK VAG\ÍII.«SSUM. VERÐ Á ÖBRU OTSŒÐI Bra.n» utoon Edmonton WHEAT:- Oarnft, certlfi '¦ \o. 1 ............ Be«. 2nd Qen. No. 1 OATS:— B»nncr No. 1 ............ Victory No. 1 .............. Clom No. 1 ... . 2.10 " 1.15 '• . 1.15 " 2.10 " 1.15 " or Cailg-ary $3.10 bus. 33.15 bus. 3.50 2.00 2.70 1.20 1.20 3.40 " 2.30 " 2.60 " 2.85 " 1.15 " 1.15 " 14.75 cwt. Pok;l a.uki fyrir 20c hver. Yor&iS miSaS við 10 bus. eíSa mi'Tii. 5c. moira fyrir bus. ef minna er ánni S8 BIjS. vekbskra qefins. Ha.fliS eint. af henni iheiima -hjá ySur. Kostar ekk- ert en er þess ylrtSi i h/uia. BiSjiS um eint Vér siendum þaS frltt. CUCITMnER 555—EARLiY RUSSIAJV Lítill aviixtur vex fljótt. Ætti aS vera I hverjum srarSi. 550—UOXC GREEN Sta teg-und af sitærri Cu- •combers 8—12 þml. dökkiblátit. liver teg-.: pk. 10c oz. 25c T5«, VzPá. Póstfrjald borg-að. A. E. McKElVZIE CO., Limited BRANBOJí, MOOSK .IAW. SASKATOOW liD.MOXTOX, C\I.GARY Sciullð panoinJr yoar til þoss biv.jai- sem n;cstur er. mannlaus niðursuðuhús? Það er engin lifandi mannssál í Kyak. Félagið er víst að þjóna lund smni. Það á uvori s»œ er alt héraðið, og fer sínu fram." "Ekki á eg skipið,''' svaraði búðarmaður- mn. "Þú hefðir átt að geta komist hingað þremur dögum fyr." "Guð mijin góðnr, að við skyldum bíða í þrjá daga við skarðið," sagði Emerson. " Veðr- ið hefði ekki getað verið verra fyrsta daginn, en það var þann gíðasta." •I ^ Balt fann, að í þessum orðum Emersons lá ávítun. Hann sneri sér að Emerson, en þegar hann sá framan í hann, lagði hann haft á tungu ) sína, greip húfu sína og þaut út. , "Hve nær á skipið að koma til Uyak?" spurði Emerson. ^ "Einhvern tíma í þessari viku," svaraði búðarmaðurinn. . "Hvað er langt þangað héðan?" spurði Em- erson. "Það er nú ekki svo langt — eitthvað fim- tíu mílur." Svo áttaði búðarmaðurinn sig, þeg- ar hann sá svipbrigðin á andliti Emersons. og flýt,ti sér að bæta við: "Þú kemst þangað ekki." Það er að fara þvert yfir fjörðinn — Shelikoff- fjörðinn.'' "Því þá ekki það? Við getum leigt okkur bát og—" "Eg á engan seglbát. Eg tapaði mínum í fyrra yið kópaveiðar," sagði búðarmaðurinn. "Við getum leigt okkur einhvern smábát. Heldurðu það ekki, og fengið svo Indíána okk- ur til hjálpar?" "Hér er ekkert til nema skinn-bátar 'kyaks' og 'betarkas', og þú getur ekki, hvort sem er, komist yfir fjörðinn á þessum tíma árs. Það er of vindasamt, það eru þeir mestu ósjóar á firðinum, sem nokkurs staðar er að finna með f ram vesturströnd landsins. Nei, þú verður að bíða." Emerson lét fallast niður á stól og hoTfði vandræðalega í eldinn. "Það er betra fyrir ykkur, að fá ykkur ár- bita," naælti búðarmaðurinn. Emerson hristi höfuðið, og eftir að búðar- maðurinn var búinn að gjóta hornauga til Jieirra félaga, fór hann út frá þeim til verka sinna. "Eg hefi heyrt talað um Shelikoff-fjörð- inn," sagði Fraser, þegar búðarmaðurinn var farinn. "Eg varð einu sinni samferða manni, • sem var við bjarndýraveiðar, á Kodiak, og hann sagði, að sjógangnrinn þgr væri oft aegi- - legur á vetrum." Þegar Emerson gegndi honum engu, þá leit Fraser til hans með raunalegu augnaráði og bætti við: "Það er engum efa bundið, að þú liefir tapað, félagi, en það er ekki óhugsandi, að úr því rakni ena þá!" En þegar Emerson gaf sig ekki heldur að þeim ummælum, hélt hann áfram: "Svo þú ert orðinn utan við þig aftur? Og, jæja—" svo fór hann að lesa upp hátt, eins og hann var oft vanur að gjöra, þegar eitthvað bjátaði á, því að honum fanst, að mest mundi bera á sér á þann hátt. " Já, eg er utan við mig," mælti Emerson, sem alt af hafði nautn af að heyra hljóm hinn- ar ensku tungu. "Eg er sannarlega niðurbrot- inn, sem stendur. Viltu ekki tala við mig? Mér finst altaf hugfró í að tala við vini mína." "Með ánægju," svaraði Fraser. "Eg er ekki maigorður maður, og hugsanir mínar eru gull. Eg s'kal strá þeim út og svo getur þú valið úr. Núnú, þessar laxveiðar eru ekki eins glæsileg- ar og menn halda. Það er óviðfeldin atvinna, hvernig sem á hana er litið, og þessir veiði- menn eru leiðinda seggir, og það munu allir, sem þekkja bá, segja. Eg vildi heldur sjá, að þú tækir að*þér atvinnu, sem ekki væri eins mikill óþefur að, t. d. að selja sápu, sem er vel lyktandi. Eg þektí niann, sem Dyea nét, er græddi fé á bví. Hvernig lízt þér á það?" "Myrkrið er ægilegt úti í kvöld," sagði Em- erson. "Eg er hrædur um, að einhver hætta sé á ferðum." "En hvað er um ifegurðar-liljuna fyrir hand- an—" Emerson skifti sér ekkert af þessu tali. Hann stóð á fætur og eitthvert hulið afl knúði hann til að fara með Balt út í náttmyrkrið og kuldann. Hann gekk ofan að sjónum, þangað sem bátarn- ir, er íbúar Katmai áttu, voru og skoðaði þá nákvæmlega. Fimtán mínútum síðar var hann aftur kominn á fund Balts og mælti fullur á- kafa: "Eg er búinn að ráða fram úr vancT- ræðunum. Við skulum ná póstskipinu eftir alt."

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.