Lögberg - 31.03.1927, Blaðsíða 4

Lögberg - 31.03.1927, Blaðsíða 4
Bls. 4 LöGBERG, FIMTUDAGINN 31. MARZ 1927. Jögberg Gefið út hvern Fimtudag af Tfce Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Tnlaiman N-6S27 04 N-6328 — 1 Einar P. Jónsson, Editor |j*k?knft tii bla8«in«: the coiUM^pi BAS, Ltd., Box 3171, Wlnnlpeg, H»n- pkrtáskríft ritstjórana: EDtTOR m ÍbERC, Box 317* Winnipog, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram — —~ — *■ *!■■■ Tti• •“LMgbtrg" 1« printod «.nd publlttbed br Th* Colutnblw Pre*«, Limited. in the Colun>bl« Bulldlnc, Í96 8ar*ent Ave., Wlnnlpe*. Manltoba. Hveitirækt. Hvorgi í víðri veröld, er meira í húfi með hveitirækt og val tegunda þeirra, er nota skal til útsæðis, en einmitt hér hjá oss í Vestur- Canada. Hagnaðarvonirnar hvergi meiri, ef vel tekst til, en tapið að saina skapi tilfinnan- legt, bregðist uppskeran eða rýrni að markaðs- gildi. Fyrir nokkrum vikum hefir birt verið skvrsla frá akuryrkju ráðuneyti sambandsstjórnarinn- ar, er um notagildi hinna ymsu hveititegunda fjallar, þeirra, er ræktaðar eru í Slóttufylkjun- um. Pir skýrslan að mörgu leyti fróðleg, þótt valda kunni nokkrum vonbrigðum, einkum að að því er viðkemur Garnet-hveitinu margum- rædda, er bændur höfðu gert sér svo háar hug- myndir um. Pir það ótvírætt gefið í skyn, að hveititegund sú sé að ýmsu leyti varhugaverð, og vafasamt hvort rétt væri, að taka hana fram vfir tegundir þær, sem reyndar séu orðnar fyr- ir löngu, að þolgæði og góðu næringargildi. Félag þeirra manna í landi hér, er útsæðis- fræ rækta, hefir farið þess á leit við sambands- stjórn og þing, að breytt verði þannig útsæðis- lögunum (Seed Act), að bannað verði alment að veita leyfi til ræktunar nýrra komtegunda, ]>ar til sérfræðingum hafi veizt kostur á, að revna til þrautar gildi þeirra og nothæfni. Enn fremur hefir verið fram á það farið, að stofn- uð skuli sérstök deild við háskóla Saskatche- wan fylkis, er, ásamt fleira, hafi hlutverk það með höndum, að rannsaka ástand hveititeg- unda þeirra, sem nú eru alment notaðar í Vest- urlandinu, og samjöfnuð þeirra við aðrar slík- ar tegundir á heimsmarkaðinum. Hefir orð á því leikið í seinni tíð, að hveiti héðan úr landi, hafi fremur farið aftur, sem markaðsvöru, án þess þó að skilgreint hafi verið, í hverju að or- sökin hafi verið fólgin. Þó er víst, að Canada framleiðir að minsta kosti vissa tegund vor- hveitis, sem flestum ef ekki öllum tegundum, stendur framar að gæðum. 1 sambandi við hveitiræktarmálið, komst blaðið Calgary Albertan, nýverið svo að orði: “Af umræðum í sambandsþinginu, má það l.jýislega ráða, að rýrnum á markaðsgildi can- adísks hveitis á heimsmarkaðinum, er að verða reglulegt alvörumál, sem grípur djúpt inn í efnalega afkomu' bænda Vesturlandsins, og ráða verður bætur á. Það er samruglun eða blöndun hinna mismunandi hveititegunda að kenna, hve mjög að varan hefir tapað í áliti. Hveitið er sú tegund framleiðslunnar, sem mest veltur á, og þjóðin ætti að geta verið einna mest upp með sér af. óblandað, canadískt hveiti, hefir ávalt skarað fram úr, þegar á heimsmarkaðinn kom. Blöndun hveitis, sem ávalt hlýtur að hafa verðfall í för með sér, rænir bóndann réttmætum árangri iðju sinnar, og færir framleiðslu hans ofan í annan eða þriðja flokk. Major Strange, einn þeirra manna, er þingnefndin í máli þessu kvaddi til fundar við sig, lýsti yfir því, að árið sem leið hefði canadíska hveitið tapað svo í áliti á markaðinum í Liverpool, að það hefði sett ver- ið skör lægra, en hveiti úr Oregonríkinu. ’ ’ Sama blað lætur þess getið, að sérhverjar þær stjórnarráðstafanir, er í þá átt gengju, að ráða bót á þessum vandkvæðum, mvndu vekja almennan fögnuð meðal hveitiræktarbænda, enda sé málinu nú þann veg skipað, að fram- kvæmdir í því þoli enga bið. Blaðið Edmonton Journal, telur sér eigi koma á óvart þá yfirlýsingu landbúnaðarráðu- neytisins, í sambandi við Garaet hveitið, að óviturlegt væri að mæla með því í stað Mar- quishveitisins. Farast blaðinu, til frekari á- réttingar, þannig orð: “A það hefir verið bent, að Gamet-hveitið væri frá fimm til tíu dögum bráðþroskaðra, en Marquis hveititegundin góðkunna, og einum degi á undan Ruby-hveitinu- Vafalaust hljóta það að skoðast nokkur hlunnindi, að eiga yfir að ráða bráðþroáka hveiti í héruðum þeim, þar sem haustfrost gera snemma vart við sig. En þegar um bráðþroska hveititegundir er að ræða, ættu bændur ekki að ganga fram hjá ‘ Uni- versity 222’ hveitinu, sem ræktað var og þraut- reynt við háskólann í Alberta, fyrir átta árum eða svo. Nákvæmar rannsóknir leiddu í ljós, að sú hveititegund gaf af sér hér um bil sjö mælum meira af ekru hverri en Marquis-hveit- ið, þroskaðist sex dögum fyr og stóð fyllilega jafnfætis því að notagildi.” ' Prófessor L. R. Waldron, forstjóri plöntu- ræktardeildarinnar við háskólann í Norður Da- kota, sem verið hefir undanfarandi að rann- saka Gamet og Axminster hveititegundirnar og þroskaskilyrði þeirra í hinum ýmsu héruð- um þess ríkis, hefir komist að eftirfylgjandi niðurstöðu: “Það er afar áríðandi fyrir efnalega af- komu hveitiræktarbóndans, að hinar nýju hveititegundir, sem mest er talað um, séu gaum- gæfilega rannsakaðar af sérfræðingum, fyr en leyft sé alment að nota þær. Tilraunastöðv- arnar hafa þegar unnið mikið og nytsamt verk, að því er prófun hinna margvíslegu útsæðis- tegunda við kemur, og þær eiga mikið verk óunnið enn. Tvær tegundir eru það sérátak- lega, sem ýms landbúnaðar málgögn láta mikið af og halda að bændum, sem sé Garaet og Ax- minster tegundirnar, er reyndar hafa verið nokkuð í Canada. Að báðum þessum tegund- um ólöstuðum, mun samt nokkurn veginn mega fullyrða, að Marquis hveitið standi þeim skör hærra. “Af tíu ára tilraunum í Norður Dakota, hefir það komið í ljós, að uppskerumagn Gar- net hveitisins umfram Marquis, nemur að jafn- aði mæli og einum fjórða af ekru hverri. Þó eru tilraunirnar á þessu sviði, enn hvergi nærri fullnægjandi. “Uppskerumagnið út af fvrir sig, er engan veginn aðal atriðið, ]>egar um framleiðslu hveitis er að ræða. Það eru gæði vörutegund- arinnar, er vfirleitt mestu máli skifta. Af bökunar-samkepni, sem farið hefir fimm sinn- um fram í Norður Dakota-ríkinu, má nokkuð ráða um gildi áðumefndra hveititegunda. Hef- ir árangurinn orðið sem hér segir: “Til brauðgerðar stendur Garaet-hveitið þó nokkuð Marquis-hveitinu að baki. Brauð- in hafa talsvert minna næringargildi, minni þ'enslu og drjúgum ósjálegri litblæ. Er það því sýnt, að Garnet-hveitið er hvergi nærri eins ákjósanlegt og látið var af í fyrstu. Sé þetta rétt, sem nú hefir nefnt verið, og vafalaust verður ekki hrakið, verður að líta svo á, sem slík hveititegund sé alt annað en æskileg til ræktunar í Norður Dakota. Um það verður að vísu ekki deilt, að Garaet-hveiti sé nokkru bráðþroskaðra en Marquis tegundin- En þroskastigs-munurinn, einn út af fyrir sig, bæt- ir þó hvergi nærri upp halla þann, sem lélegri teg-und er samfara. Því hefir verið haldið fram, að Garnet-hveitið væri hraustgerðara, en aðrar hveititegundir, og ætti þar af leiðandi yfir að ráða ákveðnara mótstöðuafli gegn ryði. Svo mun þó ekki vera. Sé ryðhættan minni, hlýtur orsökin einungis að vera falin í því, hve fljótþroskaðra það er öðrum hveititegundum. “ Allmikið hefir í seinni tíð, verið talað um Axminsterhveitið, sem hveitikóngurinn víð- kunni, Samuel Larcombe, hefir ræktað og er að rækta, umhverfis býli sitt í Manitobafvlki. Hef- ir það fullyrt verið, að sú hveititegund gæf5 af sér meira uppskeramagn en Marquis-hveitið og væri þar að auki margfalt trvggari gegn ryði. Hveititegund þessi er ræktuð á þremur stöðum í Norður Dakota, það er að segja, í grend við Fargo, Mandan og Dickinson. “\firleitt (hefir reynslan á þessum þremur stöðum í Norður-Dakota orðið sú, að uppskeru- magn Axminster-hveitisins hefir orðið svipað því, er viðgengst um Marquis-hveiti, í hverju nieðal ári. Þó varð uppskerumagn hinnar fyr- nefndu tegundar í kring um Fargo, nokkru minni, sökum rvðs. Við bökunar-samkepni hef- ir þsð komið í ljos, að brauð þau, sem búin voru til úr Axminster-hveiti, urðu vitund fvr- irferðarmeiri en hin, er gerð voru úr Mawjuis- tegundinni. Þau voru gulari að lit og jöfn- uðust ekki á við Marquis-brauðin að næringar- gildi. Vera má, að Axminster-hveitið þoli vit- und betur ryð, en Marquis-tegundin, en þó mun slíkt eigi sannað til fullnustu. “Þeir, sem haft hafa það hlutverk með höndum, að innleiða nýjar hveititegundir, virðast eigi ávalt hafa verið jafii-nærgætnir og æskilegt var, áður en þeir kváðu upp fullnaðar- dóm um gildi hinna mismunandi tegunda. Liggur það þó í augum uppi, hve afarhættulegt það getur verið, að mæla fast fram með nýjum og lítt reyndum tegundum, á kostnað þéirra, sem eldri eru og revndari, og notið hafa góðs álits á heimsmarkaðinum. ” Þegar um er að ræða tilraunir með nýjar hveititegundir, ^ mega bændur Sléttufylkjanna aldrei missa sjónar á því grundvallaratriði, að 8.) af hundraði þess hveitimagns, er þeir fram- leiða, hlýtur að flvtjast út og seljast á heims- markaðinum, og að verðið byggist undantekn- ingarlaust á eftirspuminni. Þess vegna er hin efnalega afkoma þeirra að miklu leyti undir því komin, að framleidd sé að eins fyrsta flokks markaðsvara. Bókmentaverðlaun. Stjómarnefnd rithöfunda félagsins cana- díska, hefir ákveðið að fara þess á leit við sam- bandsstjórnina, að hún gangist fyrir bókmenta- legri sjóðstofnun, í tilefni af sextíu ára afmæli fylkjasambandsins, er hátíðlegt skal haldið þann 1. júlí næstkomandi. Gerir nefndin ráð fyrir því í tillögum sínum, að varið skuli árlega úr þessum fyrirhugaða sjóði frá eitt þúsund til fimtán hundruð dölum fyrir bezt samda bók eft- ir canadískan rithöfund. Nýjung þessi er lík- leg til góðs, sé vel með hana farið, sem ekki i ætti að þurfa að draga í efa. Enda stendur hún skör ofar hinni venjulegu samkepni, sem oft miðar til þess eins, að framleiddar verða léleg- ar bækur, samdar í flaustri, með lítið eða ekk- ert annað fyrir augum, en dollaravonina og heiðurinn! t Bandaríkjunum eru að minsta kosti þrjár sjóðstofnanir með líku sniði og hin fyrirhug- aða sjóðstofnun, sem hér er gerð að umtalsefni, er allar hafa gefist vel. Er Pulitzer stofnunin þeirra kunnust og hefir komið að hvað mestum notum. Úr sjóði þeim eru árlega veitt verðlaun fvrir hinar ýmsu tegundir bókmenta, svo sem skáldsögur, ljóð, æfisögur, Ieikrit og blaða- mensku. Útbýting verðlauanna hefir undan- tekningarlítið þótt réttmæt og augu þjóðarinn- ar opnast æ betur og betur fyrir menningargildi góðra bóka. Með öðrum orðum, að megintil- ganginum hefir alla jafna verið náð- Slík bókmentaverðlaun ættu að geta komið að ómetahlegu gagni hér í landi, — orðið lyfti- stöng til þjóðlegra bókmenta, sem enn er svo tilfinnanlegur skortur á. Er þess því að vænta, að sambandsstjórnin taki málinu vel og veiti því skjótan framgang. Hughreysting. Morguninn var hráslagalegur, loftið hæru- kemdt og flughált á strætinu eftir langa og öm- urlega ísingarnótt. Maður einn, dapurlegur á svip, staulaðist niður tröppurnar að húsi sínu, á leið til iðju. Manninum var auðsjáanlega þungt í skapi, og kvíðinn hafði merkt andlit hans skörpum rúnum. “Góðan daginn,” sagði nágranni hans, er virtist vera í bezta skapi. “Það er ekki margt að veðrinu í dag. En sú dýrðarblíða! ” Hugdapri maðurinn skifti lit- um, alt umhverfið skifti litum, að því er hon- um fanst. Það var hughreystingin í ávarpi ná- grannans, er umskiftunum olli- Maðurinn hristi af sér mókið, gekk djarflega niður strætið, staðráðinn í að vinna sigur í hverri þraut. Þegar á. skrifstofuna kom, heilsaði vélritun- arstúlkan manni þessum með brosi, og hafði sérstaklega orð á því, hvað veðrið væri dásam- lega gott. “Allir í góðu skapi nema eg,” taut- aði maðurinn við sjálfan sig um leið og hann settist að verki við skrifborðið. Hann hafði verið óheppinn í viðskiftalífinu undanfarandi og var að því kominn að kikna undir áhyggj- unum. Það voru hughreystingaryrðin, er leyst höfðu sál hans úr læðing og glætt að nýju hálf- kulnað traust á lífinu og sigurvonum þess. Þegar maðurinn kom heim um kvöldið, skýrði hami konu sinni frá, að dagur þessi hefði ver- ið einn sá innihaldsríkasti, er liann nokkru sinni hefðf lifað. Kvöldið áður, og um morguninn hefði sér sýnst öll sund lokuð, en nú hefði greiðst svo fram úr vandamálunum, að sér væri allir vegir færlr. Fögnuðinum í sál kon- unnar verður eigi með orðum lýst. Maðurinn kvaðst eiga að miklu leyti hughreystingarorð- um nágrannans og skrifstofustúlkunnar það að þakka, hve ræzt hefði skjótlega fram úr fyrir sér, ný útsýni opnast og lífstraustinu vaxið fiskur um hragg. Fæstir menn munu það brynjaðir vera gegn sorgum og áhyggjum, að eigi sé þeim hug- hreystingar þörf, er í krappan kemur og skugg- ar vonleysisins vefj^st um sálir þeirra. Jafn- vel örfá hlýleiksorð í sambandi við veðrið, geta orðið til ómetanlegrar blessunar, rofið húm- þykni dapurleikans og greitt lífrænum sól- straumuip götu inn að syrgjandi hjarta. Lífsábyrgð, Maður sá, er fyrir sambandsstjómarinnar hönd, hefir yfirumsjón með starfrækslu lífsá- bvrgðarfélaganna bér í landi, Mr. Findlayson, flutti fyrir skömmu ræðu í Ottawa, um gild: lífsábyrgðar fyrir almenningsheill. Komst hann meðal annars svo að orði: “Lífsábyrgð er starfrækt á samvinnugrund- velli, þar sem tap eða gjaldþrot ná ekki til. Hún er jafnaðarmenska án valdboðs, commúnismus án bolshevisma, áhættuspil, þar sem enginn get- ur tapað og hagkvæm aðferð innkaupa, þar sem bruðlunarástríðan kemst hvergi að.” Te?hr Mr. Findlayson það vera eitt af skýr- ustu eyktamörkum aukinnar hagsældar vor á meðal, hve lífsábyrgðarfélögin hafi tekið mikl- um þroska hin síðari árin og skilningur almenn- ings glæðst á sanngildi lífsábyrgðarinnar fvrir hag fjöldans. Vel að verið. Miðstjóm frjálslynda flokksins í British Columbia hefir samþykt í einu hljóði ályktan, er fer afarhörðum orðum um aðferðir þær, er notaðar hafa verið við að safqa fé í kosninga- sjóði. Telur miðstjórnin það beina óhæfu að gleypa við fjárframlögum úr hvaða átt sem boðið sé, án þess að nákvæmlega séu rannsakað- ar allar ástæður, er til fjárlaganna hafi leitt. Er þar réttilega veizt að þeim stofnunum, er fé leggja í kosningasjóði með það fyrir augum, að verða síðarmeir ívilnunarlöggjafar aðnjótandi. Mun slíkt því miður hafa verið alltítt, hlutað- eigendum sjálfum til smánar og stjórnmála- sæmd þjóðarinnar yfirleitt til hinnar mestu vanvirðu. Telur fyrgreind miðstjórn það bráð- nauSsynlcgt að engu sé leyndu haldið um fjár- hagslégar ástæður hinna ýmsu stjórnmála- flokka, og telur æskilegt, að nöfn allra þeirra einstaklinga eða félaga, er í kosningasjóði le£g.ia> séu birt með hæfilegum fyrirvara, áður en til kosninga er gengið, ásamt fjárframlagi hvers um sig. Lög um ellistyrk. Eitt hinna mörgu mála, er efri málstofu sambandsþingsins auðnaðist að koma fyrir kattarnef í fyrra, var frumvarp það um elli- styrk, er Mr. Woodsworth, verkaflokks þing- maður frá Winnipeg flutti og Mackenzie King stjórain léði fylgi. Frumvarpið hlaut sam- þvkki neðri málstofunnar, fvrir drengilega framgöngu verkamanna fulltrúanna, bændanmi og stuðningsmanna stjórnarinnar. Þegar til efri málstofunnar kom, slátraði hún frumvarpinu, ásamt mörgum fleirum málum er til almennings heilla miðuðu, svo sem fjárveitingunni til liinna ýmsu járnbrautarálma, er stjórn þjóðeigna- kerfisins taldi nauðsynlegt að lagðar yrðu. Að þessu sinni tók stjórain ellistyrksmálið á stefnuskrá sína, sem beint stjóraarfrumvarp og hefir það nú náð samþykki beggja þingdeikD Þorði íhalds samábyrgðí'n í efri málstofunni sýnilega ekki lengur að ganga í berhögg við al- mennings álitið, og stofna þar með tilveru sinni í voða. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited y Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK “Ástastofan/’ F.ftir Ó. T■ Johnson. Ári8 1950 var Winnipeg orðin ein af höfuð borgum Canada. íbúa- tala Manitobafylkis hafði marg- faldast á seinustu áratugum og höf- uðstaðurinn eðlilega notið þeirrar mannfjölgunar í fullum mæli. En eitt af síðari tíma þrekvirkjum 'borgarinnar, var hin mikla höll þjóðræknisfélagsins íslenzka. Stór- bygging sú gnæfði tuttugu og fimm hæðir i loft upp, og bar á sér öll merki fullkomnustu byggingarlistar. Öll neðsta hæðin var tileinkuð þjóð- ræknisstarfi Vestur-íslendinga. Þar gat að líta aöalskrifstofu þjóðrækn- isfélagsins og tilkomumikinn sam- komusal, ásamt al-íslenzku Iista- safni. Hinar hæöirnar voru allar leigðar margvíslegum verzlunarfé- lögum, og byggingin því í heild sinni hið glæsilegasta gróðafyrir- tæki. Gullsmenningin hafði gert þjóðræknina framkvæmanlega. Innflutningur fólks í vana skiln- ingi þeirra orða, var að heita mátti hættur. Á árunum 1930 til 1940 hafSi hrúgast inn í landið nægileg- ur þjóSarviðauki frá öllum löndum heimsins. Úr því kaus Canada að búa að alIareiSu fengnum efnis- viði. Gesti bar þó oft að garði. tigna og ótigna, og frá íslandi engu sið- ur en öðrum löndum. Og ekki voru hinir austur-íslenzku gestir fyr af lest stignir í Winnipeg, en þeir tóku stjórann beint til þjóðræknishallar- innar ofannefndu, þar leiftrandi rafstafir au^ýstu nafnið “ísland” i stórborgar' umhverfinu. Hinum langt að komnu gestum þótti mikið til byggingar þeirrar koma og dáðu í fyrstu þjóSrækni og framkvæmd- ir sinna hérlendu bræðra. En úr því út fyrir hallardyrnar var komiS, urðu gestir þessir flestir fyrir meiri og minni vonbrigSum. Islenzka heyrðist ekki lengur töluð, hvorki i húsum inni né úti á götum og gatnamótum. Var nú likt komiS fyrir íslendingum í Winni- peg og Norðmönnum i borginni Minneapolis i kring um árið 1925. Alt sokkið inn í enskuna, jafnvel þjóðræknisviðleitnin sjálf starfrækt á ensku, Fyrir löngu siðan höfðu vestur-islenzku blöðin heldur kosið enskuna en dauSann, og voru nú gefin út á þvi málinu. Við þá um- breytingu höfSu þau kastað elli- belgjum og yngst í anda og athöfn- um. Voru nú betur lesin — og bet- ur borguð. Nú voru þau komin i samband viS hina yngri kynslóð, og kjarni þeirra íslenzkur að nafninu til ennþá, þó hýðið væri enskt. Enskan orðin að hinsta vopni til verndar islenzkum arfi. — Lögmál breytiþróunarinnar skilja engir til hlýtar. Þegar Vestur-ís- lendingar eru óðum að breytast i eitthvað annað en þeir upphaflega voru, þá kemur til sögunnar maSur ólikur öllum öðrum mönnum um þær mundir. Það var John Amdal fyrrum þingmaSur i Winnipeg. Var hann fæddur í Winnipeg og hafði dvalið þar æfilangt; nú rúmlega sextugur aS aldri og sestur í helgan stein þar hann hugðist að njóta ellidaganna eins og blóm í eggi. Böm hans voru öll uppkomin, og höfSu öll gifst út í hinar ýmsu þjóS- kvíslir landsins að undanteknum ‘hinum islenzka þjóSstofni. Allir þeir ráðahagir höfðu verið ógeS- feldir herra Arndal, því hann var maður ram-islenzkur í lund. Átti hann engan sinn lika i þvi efni. Aðrar sannanir þarf ekki að til- greina, til að sýna hve mjög ólíkur hann var öðrum mönnum, en aS enn þá las hann fombókmentir íslend- inga á frummálinu. Og þó hann væri ekki fljúgandi fær i mæltu máli, þá var honum ekki tregt tungu að hræra á islenzku. All-vel ritfær var hann líka á sínu upprunalega feðramáli: báru þess ljósan vott rit- gerðir frá hans penna ýmislegs efn- is í hinum merkari ritum Austur- íslendinga. Óneitanlega var John Amdal rösklega óánægður. I hans augum var gróði Canada, er arfurinn ís- lenzki birtist í enskum búningi, hin eina réttlæting sliks. DauSamerkin engu siSur áþreifanleg — það hafði hann séð hjá sinum eigin börnum, er flogið höfSu út í buskann í bjónabandinu. Ættartala framtiðar- innar háð þeim örlögum; hið ör- smáa' islenzka þjóöarbrot þannig sokkið eins og dropi i hin þjóðbákn- in. Bretinn lifði, Frakkinn lifði, Gyðingurinn væri ódrepandi — en íslendingurinn, höfSi hærri en hin- ir hlyti óhjákvæmilega að deyja! Til eilífðar héldi hann.ekki í sér líf- inu meS enskunni, þó hún hefði í raun og veru reynst hiS mesta snjallræði. — Upp úr langa löng- um hugleiðingum um þetta efni, tók Arndal sér loks ferS á hendur til íslands. Dvaldi hann 'þarlendis í marga mánuði og undirbjó rækilega það hann hafði í hyggju að gera. Annaðhvort var nú að duga eða drepast. Hann hafSi áður til ís- lands farið og var þar kunnugur. Nokkru eftir að hann var snúinn til Vesturheims aftur, birtist i vest- ur-islenzkum blöSum auglýsing á heilli síSu, er vakti almenna eftir- tekt. Auglýsingin bar þess vott, að John Arndal var búinn að setja á stofn “ViSkynningarstofu” — að- alega með því markmiði að tengja hjúskaparböndum Vestur- og Aust- ur-íslendinga!! Var auglýsingin rituð á ensku, á gullfallegu og skáld- legu máli. Rauði þráðurinn i gegn um hana alla var hinn brennandi áhugi fyrir jyvi, að helztu ættir þess- ara tveggja þjóSstofna mættu renna saman á ný. Annars alt starf i þjóðræknisátt unnið til einskis. Hinn íslenzki arfur væri á beinni leiS til Heljar, ef hann hætti aS vera háður þroskaskilyrðum lifandi þjóðar. Hví skyldi GySingurinn lifa eilíflega, er íslendngurinn sykki í haf grafar og gleymsku? íslending- urinn, sem lét bera sig út i sólar- ljósið til að fela sig skapara sólar- innar, var um leið borinn til eilífa Kfsins! Hví að láta bera sig út í dauða og náttmyrkur? Hví að hafna þeirri “viðkynningu”, er leitt gæti til guödómlegrar ástar — sem stórhöfin megnuðu ekki einu sinni að sundurskilja? MeS þeim hætti myndi Islendingum auSnast að rita þann kafla veraldarsögunnar, er ó- gleymanlegur yrði um allar aldir. Samtímis stofnsetningu stofu 'þess- arar í Winnipeg, væri til þess sama stofnað í Reykjavík á íslandi. Stof- ur þessar stöðugt í nánu sambandi og veittu í framtíðinni allar upplýs- ingar ókeypis. Reykjavíkur stofan var engu sáð- ur auglýst í blöðum höfuðstaðarins. Annar blær var þar þó yfir öllu, t. d. stofan þar nefnd “Ástastofa.” Á það bent kröftuglega í byrjun, að viS auknar samgöngur væra Austur-tslendingar teknir áS tengj- ast Norömönnum, Dönum, Svíum og öðrurn þjóðum Evrópu — hvi aS ganga fram hjá Véstur-Islend- ingum, hinum allra glæsilegasta þjóðarstofni Ameríku? íslenzkt landnám í Ameríku væri í raun og veru partur af íslandi — hví aS láta það glevmast og týnast? Fyrsta sporið til ásta væri viðkynning. Til þeirrar viðkynningar væri nú stofn- að. Allir hvattir til að skrásetjast, ^r sinna þessu vildu. Frá þeim víðtæku áhrifum er þetta hafSi, beggja megin hafsins, er ekki unt að skýra í fljótu hasti. Mælt er að aldurhngnir pipar- sveinar hafi orSið fyrstir til að skrásetjast viS stofur þessar. Um piparmeyjar fara ekki sögur, enda þær oft lægnar að halda athöfnum sínum leyndum. Auglýsingunum jókst magn meS viku hverri, og svo fóru leikar að lokum, að hugir þeirra ungu tóku fyrir alvöru að heillast. Æskan hefir frá aldaöðli verið rómantisk og nýjungagjörn — hin skáldlegu orð hinna hrífandi auglýsinga féllu því ekki til lengdar í sendna jörð. George Skagford var i tölu þeirra mörgu ungu Vestur-íslend- inga, er fann til stolts yfir því að vera áf íslenzkum uppruna. For- eldrar hans höfðu þó ekki kunnað islenzku, og varð því ekki úr, að hann lærSi “ástkæra, ylhýra mál- ið,” hvorki munnlega né bóklega. Að hann gat gert sig skiljanlegan á íslenzku, ef í nauSirnar rak, átti hann að þakka föðurafa sínum heitnum, er dvaldi hjá syni sínum síðustu elliárin. Þegar allir aðrir voru eins og dáleiddir af sjálfum sér, og blindir fyrir öllu sönnu og ■verulegu — þá hafði George litli hænst að afa sínum og þeir rætt saman á máli, sem engir aðrir skildu. Viö fráfall hins íslenzka heljarmennis, syrgði hann enginn innilegar en litli George. George var nú rúmlega hálf-þrí- tugur og bjó með móður sinni í stóru húsi utarlega í Winnipegborg. Þegár faðir hans varS fyrir bílslysi og beiö bana af, þá hafði þessi efni- legi einkasonur stigi á stokk og strengt þess heit að reynast móður

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.