Lögberg - 31.03.1927, Blaðsíða 7

Lögberg - 31.03.1927, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. MARZ 1927. Bls. 7 Hið ágœta canadiska meðal veitti hjálp. Maður í Saskatchewan Notaði Dodd’s Kidney Pills. Mr. A. M. Pacholko, sem leið mik- ið af bakverk, segir hvernig hann fékk heilsuna. lnO iru e |T890$.... 7890$....23 Jedburgh, Sask., 28. marz (einka- skeyti)'— Alstaðar í Canada má finna einhvern, sem heilsubót hefir fengið fyrir Dodd’s Kidney Pills. Þetta meðal hefir læknað nýrna- veiki fólks í öllum héruðum þessa mikla lands í 35 ár. Meðalið á við nýrnm og þau veikindi, sem frá þeim stafa, og er þvi afar vinsælt. Lesið það sem Mr. A. M. Pacholko segir: “Eg hefi lengi tekið mikið út af bakverk og leit- að mai'gra ráða við honum, án þess að fá neina bót. Loksins reyndi eg Dodd’s Kidney Pills, sem dugðu mér ágætlega. Hafa líka reynst mér vel við þreytu- verkjum.” Dodd’s Kidney Pills hafa orð- ið, húsmeðal 'vegna þess, að fólk hefir reynt þær og gefist vel. Þær eru góðar við gigt, Lumbago, bak- verk, hjartveiki og blöðrusjúk- dómum, vegna þess alt þetta kem- ur-af því, að nýrun vinna ekki sitt verk eins og þau ættu að gera. “Ástastofan”. Niðurl. frá bls. 5. kvæmishimni borgarinnar. Og eng- in tálmun í vegi, að hún var af öðru en íslenzkum uppruna. Eitt kvöld er George kom heim, ‘beið hans bréf frá íslandi. Til allr- ar hamingju var móSir hans þá aS heiman og haföi ekki séS þaS. Um- slagiS var stórt og áritanin með fal- legri kvenmannshönd, en mest var George Starsýnt á hiS islenzka frí- merki. Hann var í þann veg- inn aS stökkva i loft upp og hrópa húrra — þegar hann leit viS, og sá að vinnukonan var aS horfa á hann meS frekar grunsamlegu augnaráSi. Greip hann þvi upp ís- lenzku blöSin, sem komiS höfSu um daginn, og stefndi síSan upp stig- ann i áttina til sins vanalega lestrar- sals. ViS þaS atferli hans væri ekki neitt óvanalegt að athuga. Undir eins og inn í herbergiö var komiS, dró George ekki aS opna bréfiS. ÞaS sá hann strax, aS bréf- ið var stutt, lítiS lengra en hans, og aS þaS var skrifað á ensku. Undir- skriftin þó íslenzk — Sigrún Jóns- dóttir. Bréfinu fylgdu tvær mynd- ir. Önnur jnyndin var af stúlku þessari i .sparibúningi — falleg stúlka, og ekki ólík fyrri hugmynd han?! Hin myndin var af sömu stúlku i heimafötum, mynd sú sýni- lega tekin heimaviS — stúlkan þar eins og komin af hlaupum, gletnis- leg og hlæjandi. Engum blöSum er um þaS aS fletta, að ef Vestur-ís- lendingar höföu tilefni til aS vera stoltir af heimfaranum áSur, þá máttu Austur-íslendingar engu siS- ur vera stoltir af ungfrúnni, er í vesturvegu fór — póstleiSina. Þegar George hafSi lesiS bréfið, gekk hann ekki lengur i skugga um gáfu stúlkunar. Enskan var að vísu meS töluvert klassiskum blæ, en aS heita mátti laukrétt yfirleitt, og víSa snillilega aS orði komist. Henni hafSi veriS gleSiefni aS fá bréf hans — fyrsta bréf sitt frá Ame- riku. Bjó á næstu jörS viS fyrver- andi jörS a^a hans — skyldi meS ánægju senda honum myndir þaþan seinna. LiSan fólks yfir höfuS góS; ótal ný hús í smiSum; góSæri til lands og sjávar. Gaman væri aS fá frá honum línu aftur. Gat hann lesiS islenzku? því margfalt stæSi hún betur aS vigi aS skrifa honum á móSurmáli sínu. AuSvitaS vekti ekki neitt annaS fyrir þeim, en viS- kynning og 'bréfasamband — sem kannské leiddi til þess aS hann heimsækti ísland í framtíSinni! — “MeS kveSju frá fossum og fjöll- um, Sigrún Jónsdóttir.” Hinn ungi maSur gekk aS glugg- anumog horfSi út. ViS austurloftið Hefir Nú Náð Sér Eftir Sex Ára Veikindi. 1 sex ár var Mr. Emery B. Eþtank, Harrisburg, Pa., lasinn, úthalds- laus, altaf kvefður og óstyrkur, gat ekki borðað á morgnana og var áhugalaus um alla hluti. — Hann segir: “Eftir að hafa not- að Nuga-Tone,_ er eg nú aftur eins og eg átti að mér, eftir sex ára iheilsuley!sr , Nú borða eg þrjár góðar máltíðir á dag, og hefi þyngst um mörg pund.’' Nuga-Tone hefir gert krafta- verk, á þúsundum mannaz og kvenna, sem hafa átt við að striða lystarleysi. meltingarleysi, gas í maganum, höfuðverk, taugaó- styrk, svima, svefnleysi og annað því lkt. Vér ábyrgjumst ao Nuga- Tone reynist eins og vér segjum, eða skilum aftur peningum, ef út af ber. Fáðu flösku strax í dag hjá næsta lyfsala. Vertu viss um að fá Nuga-Tone. Eftirlíkingar eru einskis virði. báru stór ský, hvít í ljósi hinnar hallandi sólar, er teygðust og hlykkjuðust í margvíslegar undra- myndir. George var borgarbúi og hafði aldrei fjöll séð — en nú virt- ist honurn sem skýin allra snöggv- ast^ með dimmblátt austurloftið í baksýn, mynda eins og afarstóran fjallaklasa er náSi eins langt og auga eygði. Um leið var eins og hugur hins unga manns væri snort- inn af áður óþektri tign—tign fjall- anna. "Með kveðju frá fossum og fjöllum” — Hve guðdómleg voru ekki þessi orð! Hann las bréfið aftur og aftur. Gat hann lesið íslenzku? Nei, því láni var ekki að fagna! Mentunar- snauður busi, er aðeins krnini eitt mál og ,bara á alþýðuvísu. Þess- vegna hlaut þessi velgefna stúlka að skrifa honum á erlendu máli, er henni var ekki fulltamt. Karlmanns- lund hans fann til sárs sviða — hví skyldi þessi aðdáanlega stúlka verða að leggja þetta á sig hans vegna— vegna mentunarskorts og aulaskap- ar hans? Nei, það mátti ekki við- gangast lengur, xslenzku hlaut hatm afi lcera! Með nýjum eldmóði vatt George sér að bókaskáp afa síns heitins og greip út eina bókina af handahófi: “Njáls saga” — jú, í þetta réöi hann ögn. Hann reyndi að stafa sig í gegn um fyrstu lín- urnar: “Mörður hét maðr, er var kallaður gígja. Hann var sonr Sig- hvats hins rauða------” Sér til ó- umræðilegrar gleði varð George þess var að hann gat lesið þetta með þolanlegum skilningi. Hve þakklát- ur mátti hann vera minningu afa sins, er oft hafði lesið upphátt fyrir hann í æsku. Nú var ekki um annað aS gera, en skrifa, skrifa, lesa, lesa —unz hann yrSi þess megnugur. að rita þessari yndislegu islenzku stúlku 'bréf á “móðurmáli” hennar. Hamingjan er stundum vopnsæl, engu síður en óvinir hennar. Tveggja vikna sumarfrí rann nú upp, svo George gat gefið sig allan við íslenzkunni. Tima þann hugSist, hann að dvelja í íslenzkasta stað landsins — Gimli. Var þar nú ris- inn upp hin fegursti sumarbústaður, og þangað stefndu vanalega Islend- ingar úr öllum áttum um sumarmán uðina. Úr ,bókaskáp afa síns valdi George margar islenzkar bækur, er hann ásetti sér að lesa spjalda milli. Eins aflaði hann sér ensk-íslenzkrar orSabókar og kenzlubókar i ís- lenzkri málfræði. ÞaS var runninn á hann andlegur berserksgangur. hann brann af tilhlökkun að glíma við námið. ÁSur ekki neitt sérlega bókhneigður, hafði samt notið góðr- ar alþýðumentunar og grúskað í helztu enska rithöfunda, en látið svo þar við sitja. En nú var honum svo brugSiS, er hann næstu daga dvaldi i litlu tjaldi úti við vatnið, aS hann var stöðugt með bók í hönd —íslenzka bók. Þá hann stökk út í Vatnið til að synda, 'beið hans ís- lenzk bók í fjörunni. Er hann réri út á vatnið, voru íslenzkar bækur hjá honum í bátnum. örðugur var þessi lestur fyrsta sprettinn, ekki var því að neita. Brátt liðkaðist þó um hnútana, og George tók aS drekka í sig innihald bókanna meS minni fyrirhöfn. Eyrir sálarsjón hans opnaðist nýr heimur, nýtt og eins og töfrum þrungið svið. Það var eins og björt árdagssól væri tek- in að hella i sál hans geislum sinum! Aðeins eitt gat komið honum til að lita upp úr bókunum, en það-var þegar gletnislegt og hlæjandi stúlku andlit gægðist fram í huga hans, andlit er var að verða samgróið öllu hans lífi og instu hugsunum. Var hann ástfanginn ? Bréf hans til íslands hefði mátt nefna andvökur. Um þaS bil aS næsta bréf hans var ritað, var liöin löng og ströng andvökunótt. Örlög þess bréfs urðu þó þau, að hann reif það til agna daginn eftir. Næstu nótt skrifaði hann svo ann- að bréf, fjörugra og skemtilegra. Lýsti sumarbústað sínum, er hann nú dveldi i við lestur islenzkra bóka. Margir mánuðir skyldu jj^ki liða, áður en hann yrði þess megnugur að skrifa henni á íslenzku. Ögn kynni hann i málinu allareiSu, er hann ætti að þakka afa sinum heitn- um. Sögu hans sagði hann i fáum dráttum, eins frá láti föður síns og móður sinni. Væri I»in hin elskuleg- asta móðir á jarðriki. — Já, til ís- lands kæmi hann áreiðanlega; lík- lega um miðvetur næstkomandi, því þá gæti hann auSveldlega fengið sig lausan um tveggja mánaða bil. Kveðjan' frá fossum og fjöllum væri sú hugðnæmasta kveðja sem hann hefði á æfi sinni fengiS — þó fyrir honum hefSi ekki vakaö ann- að en bréfasamband í fyrstu, þá væri hann óðum að vakna-------— til löngunar að sjá hana og tala viö hana — á íslenzku. Með kveðju frá stórskógum og vötnum, George Skagford.” Af Islendingasögum lokkaði Landnáma” George einna mest. I-andnám íslands blasti við sálu hans sem markvert þrekvirki fyrri tíðar. Forfeðurnir urðu i augum hans brauðtryðjendur frelsisins — þar ættjarðarástin meira aö segja hlaut að rýma úr sessi. Menn þessir hlutu að hafa elskað Noreg, en möttu þó frelsi sitt meir. Sízt viljug- ir að beygja kné nokkurri þarð- stjórn, jafnvel þó harðstjórn sú væri skref til bóta. Sannir víkingar í orðum og athöfnum. “Nálu” og aðrar sögur reyndi hann einnig að lesa, málsins vegna. Hin miklu vigaferli voru ekki við hans skap —• alt af einhver einhvern að drepa. En við öðru ekki aö 'búast; menn þessir voru víkingar og víkinga- synir. ÞaS 'þóttist hann skilja, að sem fornþjóðar bókmentir, væru sögur þessar afar verðmætar. Of- beldisandi og stjórnleysi hefði þekst víðar á jarðríki — jafnvel í Canada. Yfir islenzkum huldufólkssögum var draumþrunginn æfintýrablær. En hindurvitna og draugasögur gat George hreint ekki lesið, hvernig sem hann reyndi til þess. “Núma- rímur” haföi hann tekið með sér; hann botnaði þar ekki upp né niður í neinu, en þaö þóttist hann sjá að rimur þessar væru tslevzkar í húð og hár, hlutu því aö vera merkar á sínu sviöi. —. En það var þegar kom til Jónasar Hallgrimssonar, og annara seinni skálda og rithöfunda, að hinn ungi maður tók fyrir al- vöru að heillast. Þar rak hver snild- in aðra — hve íslenzkan var fallegt mál, er maður tók að ná betri tök- um á henni. Allar þessar bækur skyldi hann lesa rækilegar síðar, án þess að hlaupa neitt yfir. Nú vakti aðeins fyrir honum, að geta sem allra fyrst orSið sendibréfsfær i “móðurmáli” þeirrar stúlku, sem sökum , bjálfaskapar hans hefði orSið að skrifa honum á ensku. Námið kappkostaði hann engu síð- úr, við heimkomu sína úr sumarfri- inu. Vann á daginn en las á nótt- unni. Við og viS heimsótti hann John Arndal, og ræddi þá við hann um heima og geima á íslenzku. Hinn aldraði vinur hans gladdist innilega, er þetta bar við, þvi í hans augum var það vottur um góð- an og göfugan sigur. Fyrir tilstilli “viðkynningarstofu” hans voru tvenn hjónaefni, einn sunnudag, gefin saman opinberlega í einni kirkju borgarinnar. Ungur lækiWr i Winnipeg stóð þar við hlið skraut- legrar dömu úr höfuðstað íslands, bæði sýnilega í sjöunda himni. Hin hjónaefnin voru auðug ekkja í Winnipeg og gildur bóndi frá fs- landi, er kominn var til að sækja hana. Athöfnina framdi presturinn á íslenz/ku og fipaðist litið. Við þetta tækifæri var kirkjan troðfull af fólki. George var þar ásamt móð- ur sinni, og óþarfi “áð taka það fram, að hann fylgdist þar vel með öllu. Ósamþykki móður sinnar, hvað hann sjálfan snerti, kveið hann ekki lengur. Hún hafði aldrei á móti honum verið i neinu, sem honum var innilega umhugað. Sumarið leið. Haustið var geng- ið í garð, og enn ókomið svar frá Sigrúnu. George var aS verða órór og kviðafullur — hafoí ei-nhver annar orðið honum hlutskarpari ? Átti hann að skreppa til íslands tafarlaust, eða láta bréf með flug- pósti duga? Um þetta hafði hann verið að brjóta heilann síðustu daga og hallaðist frekat að því fyr- nefnda. íslenzkuna var hann nú far- inn að tala og lesa reiprennandi þó að svo komnu væru mörg oröatil- tæki hans all-viðvaningsleg með köflum. Ögn hafði hann fengist við að reyna að skrifa íslenzku, en það gengið afar treglega. Vonlaus var hann þó ekki um framfarir á því sviöi. Hnugginn og þreyttur að afloknu dagsstarfinu ,ók hann eitt kvöld heim í bifreið sinni. Móðir hans mætti honum i anddyri hússins. Al- vörugefin afhenti hún honum bréf, sem komið hafði um daginn, og án þess að segja orS hélt hún svo frá honum til eldastofunnar. En um leið og hún hvarf. Ieit hiin til hans — og þá var eins og hulið móðurbros 'bjarmaði allrasnöggvast i augum hennar. Qeorge leit á bréfið — það var frá Sigrúnu! Hann dró ekki að komast upp í herbergi afa sins og opna þaö. Rréfið var á íslenzku, innilegt, heillandi og fjörugt, og fylgdu þvi margar myndir, augsýni- lega teknar af bréýritaranum sjálf- um. Reisulegur islenzkur bóndabær, og undir myndina ritað með smárri kvenmannshönd: “Jörð afa þins.” Af hinum myndunum vöktu mest eftirtekt hans: “Smalabrekka,” “is- lenzkur foss með fjöllum i baksýn,” “skógurinn okkar,” “bláberjarunn- ur” og “foreldrar minir — Jón og Katrín.” Sýndi siðasta myndin ís- lenzk heiöurshjón, er enn voru á bezta aldri. Hugfanginn skoðaði George myndirnar, og lgs bréfið aftur og aftur. Stundin var upp runnin! Nú, eða aldrei, hlaut hann aS setjast niður og skrifa Sigrúnu bréf — á móðurmáli hennar. Það mátti ekki dragast lengur. Um kvöldið þegar hann var orð- inn einn, móðir hans við samsöng i kirkjunni og vinnukonan öll á brott, settist George við skrifborS sitt og dróg sjálfblekung sinn úr slíSruni. Það var ekki laust við að á honum væri glímuskjálfti, er hann nú í fyrsta sinn á æfinni hugð- ist að rita bréf á islenzku. Rithönd hans var þó karlmannleg, með hreinum og sterkum dráttum, og hinir sérkennilegu islenzku stafir allir laukréttir. Bréfið var ekki langt og hljóðaði þannig: Winnipeg, 3. október, 1950. Kæra Sigrún: Eg þakka þér fyrir bréfiö og all- ar myndirnar. Ef afi minn væri á lifi og kæmi til íslands, þá myndi hann ekki þekkja húsin, sem mynd- in er af. Þegar hann var á íslandi voru húsin úr mold ('torfi), að mig minnir hann segði mér þegar eg var lítill. ViS töluðum þá saman á islenzku, eða blending úr báðum málunum. Afi minn heitinn var aldrei vel góður í ensku. Þetta bréf mitt verður ekki langt. Eg legg af stað til íslands i byrjun næstu viku. Eg get fengið mig laus- an um tveggja mánaða tíma. Þeir þorðu ekki annað en vera mér góð- ir, þegar eg sagði þeim aö eg ætl- aði að fara til íslands. Annara þjóða menn, sem Island þekkja, bera oft meiri virðingu fyrir því en íslend- ingar sjálfir. Siðan* Vestur-Islend- ingar tóku að tala og rita enskuna eingöngu, hefir þeim stundum geng-* 1 iS betur að menta aðra en sig sjálfa. Eg hlakka til að sjá ísland og kynnast landi og þjóð, hefi lesið svo mikið um ísland í seinni tíð, að mér er farið að finnast að eg eigi þar heima! Eg má til aS koma i Drang- ey þar sem Grettir var, á Þingvöll. þar fyrsta alþingi var sett, og á aðra sögustaði. En mest af öllu langar mig þó að koma til Skaga- fjarðar, og leita þar uppi stúlku, sem eg þekki. Hún heitir Sigrún Jónsdóttir! Veiztu hvar hún á heima? — “Smalabrekka” hlýtur aö vera fögur i björtu mánaljósi; eg sé þar svolitiS sæti, mátulegt fyrir tvo —• þangað verð eg að komast. Skógurinn ykkar er líka fagur. Eg vildi eg gæti bætt einni hríslu viS hann, svo eg gæti átt hann með ykk- ur. Eg hefi sagt móður minni frá á- setningi mínum. Byrja að undirbúa íslandsferð mina strax i kvöld. Eg bið að heilsa foreldrum þinum, 05 sendi þér sjálfri kveðju með huldu- fólkspósti! — Eg hlakka til að sjá þig — kem rakleiðis til þin. Vertu blessuð og sæl! þinn, George. Varnað a& vera sveitar- ráðsmaður. Free Press hefir fengiS bréf frá Mr. Carl Lampel, sem heima á í Bifröst sveit í Manitoba, þar sem hann kvartar yfir því lagaákvæði, aö til þess að geta átt sæti í sveitar- ráði þurfi menn ekki aðeins að geta lesið enska tungu, heldur einnig skrifað hana, þegar annar les fyrir. Þessi maður, sem er Ukrainiu maS- ur og 'bóndi þar í sveitinni segir: “Vér nutum ekki þeirra hlunn- inda að ganga á enska skóla. Börn vor eru ekki komin til lögaldurs og geta því ekki verið sveitarráðsmenn og þótt sumir af vorum mönnum tali vél ensku og lesi hana sömu- leiSis, þá er þeim erfitt aS skrifa hana þegar þeim er lesið fyrir. MaSur getur verið vel fær um að skrifa bréf þegar hann sjálfur get- ur valið þau orð, sem hann notar, hve margir eldrLbændur, þó enskir séu, sem aðeins nafa fengiS barna- skólamentun, eru færir um að skrifa, 'þegar þeim er lesið fyrir, svo að hvert orð sé rétt stafað? Bændur í þessari sveit eru aSal- lega Ukrainíumenn og Islendingar. Hinir síðarnefndu komu hér fyrir 40 til 50 árum, hinir fyrnefndu skömmu'' fyrir stríðið mikla. Hin yngri kynslóð íslendinganna, sem hér er fædd og uppalin hefir haft tækifæri til aÖ læra enska tungu. Það hafa Ukrainíumenn ekki haft. • \Fyrir eitthvað fimm árum fengu L’krainiumertn einn af sínum eigin mönnum til að sækja um stöSu sem sveitaráðsmaður í 8. kjödeild. Þessi maSur, sem var vel vaxinn þeirri stöðu, náði kosningu með allmiklum «»kvæSamun fram yfir gagnsækj- anda sinn, sem var Islendingur. Hann sótti einn sveitarráðsfund, en þá var kært yfir kosningu hans og hann varS að mæta frammi fyrir dómara. Hánn stóðst ekki prófiS, hvað stafsetningu snerti og var vís- að úr sveitarráðinu, en gagnsækj- anda hans gefið sætiS. Ukrainíu- menn sögðu ekkert. Tvö ár liðu; ástandiS fór ekki batnandi; sveitarfélagið sökk enn dj’pra í skuldir, skattar hækkuðu, en ekkert var gert fyrir þessa af- skektu deild. FólkiS varS að nota há togleðurs' stigvél að sumrinu og bera börnin sin á bakinu til að koma þeim á skólann, því vegir voru ó- færir fyrir skepnur. Þegar dró að næstu kosningum, fengu þeir annan mann til að sækja um sveitarráðsstöSu. Var hann kos- inn meS miklum meirihluta atkvæða en hann varð lika að láta þessa stöðu lausa af sömu ástæöum eins Karítas Jónsdóttir. Kona Jónasar Brynjólfs- sonar bónda í Winnipegosis, Manitoba, andaðist á Almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg, 4. febr. síðastliSinn úr innvortis krabbameini. Hún var jarð- sungin af séra Jónasi A. Sig- urSssyni 8. sama mánaðar að viðstöddum f jölda fólks, flest öllum íslendingum, sem búa í þessu bygðarlagi og mörgu annara^þjóða fólki. Karitas heitin var fædd í Nýiabæ í GarSahverfi á Álfta- nesi í Gullbringusýslu t8. aoril 1864: foreldrar hennar voru bau hiónin Tón Brandsson og Marerét Gunnarsdóttir. hjá þeim ólst hún upp til 18 ára aldurs, þá fluttist hún til vinnukona hjá útvegsbóndan- um Jóni Ólafssyni í HliSarhúsum. ÁriS 1887 giftist hún J Þórarni Guðmupdssyni ættuðum úr SteingrímsfirSi í Stranda- sýslu. Fimm börn þeirra komust til fuMorðins ára, sem hér verða talin: Margrét kona Lúðviks Firíkssonar málara, þau búa í | Winnipeg. Sara, gift Guðm. Hafstein Gíslason í Winnipreg, hann vinnur hjá C.N.R. járnbrautarfélaginu. Alexander, giftur Rig- mor Doris, Halldórsdóttur Gíslasonar bónda i Leslie Sask., hún er dönsk í móðurætt, þau eru búsett hér í bygö. Jónina hjúkrunar- kona gift Robert Simon van Norman, bónda nálægt Hamiota, Manitoba og Hjálmtýr, piltur um tvitugt, ógiftur. i I aprílmánuði 1907 misti hún mann sinn. Hann druknaði af þilskipinu George, eign Þ. Þorsteinssonar á BakkabúS viS Reykja- vík. Árið 1910 flutti hún til þessa lands og giftist það ár Guð- mundi Jóhannessvni ekkjumanni, hann hafSi áður lengi búið í Reykjavík og stundað þar sjómensku. Var ættaður af Skaga- strönd á Islandi, þau Hfðu saman i 2 ár; hann dó 1912. Árið 1914 giftist hún ekkjumanninum Jónasi Brytrjólfssyni ættuðum af Hólsfjöllum í NorSur-Þingeyjarsýslu á íslandi Hér í Winnipegosis bjuggu þau allan sinn samverutíma, áttu ekru af landi og myndarlegt heimili. Atvinna þeirra var mjólkursala. Það má vist með sanni segja að hér hafi til moldar hnigiS mjög merk, íslenzk kona, sem ávann sér velvild allra, sem hún kyntist. Hún var dagfarsprúð í allri umgengni, höfðingleg í sjón og sannur höfðingi í öllum viðskiftum. RáSdeildarsöm, vinnu- gefin og hagsýn í öllum verkum og mikilvirk við alla tóvinnu og önnur innanhúss störf. Hún var gestrisin og innilega viðmótsþíð við alla, skrafhreifin, en orSvör og gætin í tali um aðra. Hún var ófundvís á yfirsjónir annara og ga!lt þögn viS öllum sleggjudóm- um samtíSar sinnar þar að lútandi. Hún var kristin kona í insta eðli sínu og stefndi hugsun sinni til þess heilaga og háleita í veldi náttúrunnar, á það var hún minnug og fundvís, það var hennar daglegt umtalsefni. Að því vildi hún leiða athygli þeirra, sem hún talaði við. Um það vildi hún fræða aðra, og um þaS vildi hún fræðast af öSrum. Hún kunni mikið af ljóSum um það sem ;; skáldin dáðust mest að og hafði þau oft fyrir inngangsorS að því sem hún hóf mál sitt um. ‘Dagsins runnu djásnin góð,’ voru inn- gangsorðin að 'því þegar hún ræddi um fegurð sólaruppkomunnar á heiðríkum morgni. ‘Guð nær himni horfi eg á’, þessi orS áttu að laSa hugsun þess, sem hún talaði þá viS, aS þeiðskírri nótt og alstirndum himni. “Dags lít eg deyjandi roða,” minnir á sólarlagið og dagsetrið. I samanburði við sólsetrið og dagsetriS skoðaði 'þessi góða gáfaSa kona sitt síSasta æfidagssólarlag og dagsetur. Karítas sál. var ástrík móðir bama sinna og innrætti þeim kristna trú og ól þau uppj i öllum kristilegum dygðum. Og víst hefir hún beðið frelsarann ]>ess heitt og innilega að nöfn þeirra fengju að standa i lifsbók hans ásamt hennar, ]>egar æfidagar þeirra ganga til viðar. Og nú lítur aldurhniginn ekkjumaður “í fram á veginn og vekur upp í huga sér endurminningar um þenna dána ástvin sinn og dygga liðsmann og minnist orða skálds- ins: stendur ræðið annaö autt út á véðurborða. Jarðarför þessarar látnu konu fór fram frá íslenzku kirkj- unni i Winnipegosis og var hin prýðilegasta að öllu leyti: kistan ötl þakin blómsveigum, þakkarmerki frá vinum og vandamönnum, sem sýndu innilega þátttöku sina við þessa athöfn. Lengi munu endurminningarnar um þessa dánu konu lifa i þakklæti í hugum íslendinga i þessu bygðarlagi. I Guðs ást geng eg af stað”, voru siðustu orðin, sem hún talaði. [i Reykjavikur fréttablöðin eru virpsamlegast beðin aö birta þessa dánarminning. Nágranni. og hinn. Hinn íslenzki mótstöðu- maður hans hlaut sætið i önnur tvö ár. Nú fór að bera á töluverðri óá- nægju. Bændur sóttu sveitarráðs- fundi og létu í ljósi óánægju sirpa og fengu þeir þá nokkur hundruð' dollara til vegabóta. En verkið var unniS án þess að farið væri eftir nauSsynlegum reglum og þótt vatn- inu væri veitt af landi eins manns þá rann það 'bara yfir land nágrann- ans. Svona var ástandið áriS sem leið. Þarna höfSu bændur búið í 15 ár, eða lengur og enn engar umbætur sjáanlegar. Nú kom það fyrir að eg keypti land í þessari deild árið 1924. Þar sem eg hafði ekki bithaga á mínu eigin landi, þá lét eg gripina vera á þessu nýkeypta landi i 8. kjör- deild og þar til yfir sumarmánuð- ina 1925 og 1926 eða hér um bil 6—7 mánuði á ári. Nafn mitt var sett á kjörskrána í 8. kjördeild sem landeiganda og manns, sem þar hafSi heimilisfang. Þar sem eg sjálfur áleit aS'eg hefði fullnægj- andi þekkingu á enskri tungu, sá eg ekkert því til fyrirstöðu, aS eg yrði við þeirri ósk kjósendanna aS sækja um sveitarráðsstöðu í þess- ari kjördeild og var eg kosinn með þrern fimtu hlutum atkvæða. Hinn íslenzki gagnsækjandi minn eða hverjir sem það nú voru, sem hér áttu hlut að máli, reyndu aftur á ný aS mótmæla því, að eg hefði rétt til að sitja í sveitarráSinu. Tvent var það sem þeir höfðu á móti mér. 1. Að eg kynni ekki að lesa og skrifa og 2. að eg ætti ekki heima i 8. kjör- deild. Fyrra atriðinu var slept, en hið síðara rannsakað og féll úr- skurSurinn á móti mér. Þrátt fyrir það að eg hélt til og vann i þessari kjördeild alt sumariS, borgaSi minn skatt þar reglulega og var á kjör- skránni sem landeigandi og heima- maður, þá varS eg^samt sem áður að vikja úr sæti. , Margur mundi nú spyrja hvern- ig maður, sem aldrei er kosinn með meirihluta atkvæða, en altaf gefið sæti með dómsúrskurði, geti haft einurS á að koma fram fyrir kjós- í endur, sem ekki vilja hafa hann í þessari stöðu. Þetta gæti máské komið í Ijós, ef sú rannsókn, út af síSustu kosningu, sem krafist hefir verið, yrði hafin. Kjósendur minir og meiri hluti kjósenda i sveitinni eru ekki meir en svo ánægðir með ástandið, eins ,og það er, eifis og síSustu kosningar ljóslega sýndu og munu krefjast rannsóknar eins fljótt og hægt er, hvað sem meðlimir gömlu sveitar- stjómarinnar segja og sem hafa greitt atkvæði gegn slikri rannsókn. Helga Jackson. Þessi velmetna kona lézt að heim- ili sínu i Svoldar-bygð i Norður Dakota þann 30. des. síðastl. Hafði verið heilsuveil til margra ára, en rúmföst það sem liðið var af vetr- inum þessum. Foreldrar Helgu voru Helgi Sæ- mundsson og kona hans Arnfríður Jónsdóttir, er lengi bjuggu að Ferjubakka í Borgarhreppi í Mýr- arsýslu. Þar fædplst Helga á föstu- daginn langa vorið 1857. Naut hún hins bezta uppeldis í foreldrahús- um og mintist áhrifanna þaSan æ- tiS með þakklæti. Þann 18. júní 1878, giftist hún Sæmundi Jakobs'- syni LíacksonJ, er nú lifir konu sína. Til Ameriku fluttust þau árið 1889 og settust að þrjár milur norð- vestur af stöðvum þeim, þar sem nú er Svold pósthús, og bjuggu þar ætíð siðan. Þrettán börn eignuðust þau Helga og Sæmundur, og eru fimm þeirra á.lífi. Þrjár dætur eru giftar, ein Walter Hallgrímssyni að Milton,' N. Dak., önnur James Mountain að Backoo, N. Dak., og só þriðja Ingvari Magnússyni að Caliento, Man. Heima eru Helgi og Gtóa, bæði ógift. Þrjá syni full- orðna höfðu þau mist á síðustu ár- um. Heimili þeira Sæmundar og Helgu naut mikilla vinsælda, og það að maklegleikum. Með alúð og fyr- Fhyggju stunduðu þau að sjá sér borgið og komu upp barnahópnum, en möttu þó altaf meira gott mann- orð og grandvara breytni en auð og metorð. Þó að þau eins og fleiri fengju framnaf að reyna fátækt, þá var aldrei svo-þröngt í 'búi, að ekki væri hugur á því að hjálpa og likna. Hfeimilið varð fyrir miklu heilsu- leysi og raunum, en þar ríkti sá andi eindrægni og kzterleika, er létti allar byrðar. Helga var glaðleg í viðmóti, og lýsti ástúð af ásjónu hennar til allra er hún umgekst. Enda vildi hún umvefja alt og alla þeim kærleikshug, er hún var svo auguS af. Hún var einlæg og inni- leg kristin kona, er prýddi dagfar sitt ávöxtum trúarinnar. Verður hennar minst með hlýhug og virð- ingu af öllum er hana þektu. Jarðarförin fór fram 5. janúar frá heimilinu og kirkju Péturssafn- aðar og var mjög fjölmenn. Lík menn voru Hjörtur Magnússon, Frank og Fred Pleasance og þrir tengdasynir hinnar látnu, en heið- urs líkmenn voru William Pleas- ance, Bjarni Dalsted, Tryggvi Dinusson, Guðbrandur Erlendsson, Ásgeir Sturlaugsson og George Mountain. Þeir séra Haraldur Sig- mar og séra Kristinn K. ólafsson fluttu báðir erindi viö útförina, sá fyrnefndi á ensku. K. K. Ó. (Blöð á íslandi eru beSin að taka upp þessa dánarfregn.J DÁN ARFREGN. Þann 12. janúar síðastl. andað- ist eftir stutta legu á sjúkrahús- inu í Rugby, N. Dak., yngisstúlk- an Ólína J. Hallgrímsdóttir, 24 ára gömul. Voru foreldrar henn- ar, Hallgrímur Jónsson Jónsson- ar frá Narfeyri á Skagaströnd, og Þuríður Jónsdóttir frá Laug- um í Sælingsdal í Hvammssveit. Ólína var fædd á Hellirssandi í Snæfellssýslu 12. des. 1902; var hún því að eins 24 ára gömul, er hún lézt, og einn mánuð betur. Þriggja ára gömul fluttist hún með foreldrum sínum vestur um haf árið 1905; með þeim ólst hún upp hér í Mouse River bygðinni, þar til faðir hennar andaðist 1911, síðan með móður sinni, sem búið hefir ekkja með börnum sin- um hin síðustu 15 árin. Ólína sál. var sérlega vel gef- in stúlka, fríð sýnum og gjörfu- leg, vel viti borin, sem hún átti kyn til, prúðvog kurteis í fram- göngu, öllum hugþekk, sem kyntust henni; mentun hafði hún fengið næga til að sjá sér far- borða, og styrkja févana móður sína, unz hún varð fyrir því þunga mótlætj að missa heils- una fyrir þremur árum síðan, sem að lokum dró hana til dauða. Fráfall hennar var þung sorg fyrir hina margmæddu ekkju, sem búin var að sjá á bak manni sín- um og annari dótfur uppkominnk fyrir nokkrum áruní, sem á sama hátt var mjög vel gefin og prýði sinna kynsystra í sveit. ólína var jarðsett í grafreit Melanktons safnaðar 15. janúar, sð viðstöddu flestu fólki bygðar- innar; prestur safnaðarins, séra Valdimar J. Eylands, las yfir leif- um hennar og veitti henni hina síðustu prestsþjónustu. S. J.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.