Lögberg - 14.04.1927, Blaðsíða 6
Ble. «
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. APRÍL 1927.
Silfurlax-torfurnar.
Eftir REX BEACH.
“Sem lögum er samkvæmt!” greip Fraser
fram í. “Alt, sem eg geri, er lögum samkvæmt.
Þaö getur hver og einn athugað það, sem eg
hefi á boðstólum, og ef mönnum geðjast ekki
að því, þá geta þeir látið það vera; eða ef
mönnum fellur betur í geð eitthvað annað, en
það, sem eg hefi á boðstólum, þá útvega eg
þeim það. — Þú misskilur mig.”
“Ef þú vilt selja hluti í þessu niðursuðu-
félagi, þá skal eg láta þig gera það og borga
þér sölulaun,” mælti Emerson.
“íig sé nú ekkert sérlega eftirsóknarvert
við það, þegar eg get selt hluti fyrir sjálfan
mig og átt alla peningana sjálfur. Eg máske
stofna niðursuðufélag sjálfur, þegar eg kem til
Chicago.”
“Ef þú gjörir það’’ — hreytti Emerson úr
sér.
“Nú, jæja! Þú þarft ekki að verða reiður;
eg að eins benti á möguleikana. Ef þú ert að
hugsa um að mata krókjnn á því sjálfur, þá
verð eg að finna eitthvaÝ5 betra.”
Emerson hristi höfuðið og mælti: “Þú ert
með öllu ómögulegur maður, en samt get eg
ekki að því gert, að mér líkar við þig að ýmsu
levti.”
Þeir töluðu lengi saman um kveldið. Em-
erson var annað hvort þinn ákafasti, eða aí5
hann steinþagði og tók engan þátt í samræðun-
um. Aðra stundina var hann glaður eins og
barn, hina úhyggjufullur eins og fangi, og eftir
því sem þeir nálguðust Chicago, var skapferli
hans órórra.
í Chicago eins og í Seattle, fór Fraser með
þeim félögum á gistihúsið, sem þeir völdu sér,
og hefði skráse^t sig þar undir einhverju gerfi-
nafni, ef Emerson hefði ekki haft í hótunum
við hann. Eftir að þeir voru búnir að koma
sér fyrir á gistihúsinu, fór Emerson til skradd-
arans, sem hann hafði símað, og sem hann
hafði verzlað við á skólaárum sínum- Þegar
hann kom aftur til gistihússins í nvjum fötum,
fann hann Fraser í drykkjustofunni hjá veit-
ingamanninum að drekka úr vínglasi.
Emerson spurði eftir Balt.—“Balt,” endur-
tók Fraser, “hann er farinn að leita uppi
“manicure” stofu. Það er þó svei mér hlægi-
legt, hvernig að mannskepnan lætur — hann
er orðinn óður út af höndunum á sér. Hann
ætti að láfa jáma á sér framfætuma, og þarf
fremur á járnsmið en naglfægjara að halda.”
“Hann er dálítið fyrir utan sinn verka-
hring hér, svo eg vildi að þú vildir iíta eftir
honum,” svaraði Emerson.
“Það skal eg gera,” svaraði Fraser. “Eg
tek hann með mér út í einhvem listigarðinn,
en eí hann reynir til þess að bíta einhvera, þá
verð eg að mýla hann. Það er ekki hættulaust
að láta hann ganga lausan í stórborg eins 0g
Chicago — hann er hættulegur lífi og limum
hverrar^inustu ‘/manicure” stúlku, sem verð-
ur á vegi hans. Þú kendir honum þetta, þegar
])ú komst honum á að láta skafa á sér negl-
uraar. ”
Stundvíslega klukkan fjögur kallaði Emer-
son ökumann 0g sagði honum að aka með sig
til norðuf hluta borgariunar. Á meðan að þeir
voru a leiðinni eftir akvegi þeim, sem liggur
með fram vatninu, var eins og geðshræring sú,
sem hann hafði verið í um daginn, brytist út á
ný og hrifi hann á vald sitt með óviðráðanlegu
afli. .Æ'tlaði hanu aldrei að komast þangað,
sem ferðinni var heitið? Honum fanst að hest-
arnir hægðu ferðina með hverri mínútunni, og
hiólin á vagninum varla hreyfast. Hann kalí-
aði til ökumannsins og bað hann að hraða ferð-
inni. Svo var eins og einhver óróakvíði tæki
hann heljar tökum og að hann hræddist sinn
eigin ákafa. Honum fanst að loftleysið í vagn-
inum vera óþolandi, svo hann- opnaði glugg-
ana, fletti frá sér yfirhöfninni og teygaði að sér
vatnsloftið. Nú var ökumaður að berja hest-
ana, sem svndust ljonviljugir. Þeir voru nærri
komnir og hann var ekki tilbúinn að mæta-fólk-
inu, sem hann var á leiðinni að heimsækja.
Hann teygði sig út um vagngluggann til þess
að biðja ökumanninn að hægja á ferðinni- Svo
áttaði hann sig og settist aftur niður í sæti sitt
í \ agninum og hortði a husin, sem þeir fóru
fram hjá, sem hann mundi svo vel eftir. Ðökku
steinveggirnir ögruðu honum, gluggarnir virt-
ust stara á hann, og jafi^vel vatnspípurnar á
þeim sýndust glotta hæðnislega til hans.
Alt þetta jók á hina órólegu eftirvæntingu
hans og lamaði von þá, sem hann bar í brjósti
er hanu fór á stað frá gistihúsinu. Aldrei áður
hafði honum sýnst svo örðugt að ná takmark-
inu, sem hann stefndi að, og aldrei fyr hafði
hann fundið eins átakanlega til miskunarleys-
is auðsins og vonleysis fátæktarinnar.
Að lokum stanzaði ökumaðurinn fvrir fram-
an eitt af stærstu og skrautlegustu húsunum í
þeim parti borgarinnar, sem sneri út að vatn-
inum, og honum sýndist bera vott um ósegjan-
lega mikið af kulda og stolti..
Emérson sté út úr vagninum og borgaði
öknmanninum; hendur hans skulfu, þegar hann
rétti ökumanni peningana, og þó hann reyudi
með öllu móti að herða upp hugann, þá var ó-
styrkur a honum, og fþlvi í andlitinu, þegar
hann gekk upp steintröppuraar fvrir framan
húsið og hringdi dvrabjöllunni. Og á meðan
hann boið eftir því að komið væri til dyranna,
hafði hann hinn ákafasta h jartslátt.
“Komdu sæll, Hawkins,” heyi'ði hann sjálf-
an sie- sogja við mann í einkennisbúningi. sem
opnaði dyrnar.
Þjónninn fór með hann inn, tók hatt hans
og yfirhöfn. “Manstu ekki eftir mér?” spurði
Emerson.
“Jú, herra minn; þú hefir verið lengi í
burtu.”
“Er ungfrú Waylands heima?”
“Já, herra. Hún á von á þér. Ojörðu svo
vel.” — Emerson fylgdi þjóninum eftir- Hann
vissi vel hvert hann átti að fara — inn í bóka-
salinn, þar hafði hún ávalt tekið á móti hon-
um áður og þar mundi hann betur eftir öllu, en
á nokkrum öðrum stað í húsinu, og það var
henni líkt, að taka á móti honum í sama her-
berginu og hún kvaddi hann í fyrir þremur
árum.
Þjónninn ýtti þykkum veggtjöldum til hlið-
ar og Emerson heyrði þungahljóð í þeim, þeg-
ar þau féllu aftur saman. Hann stanzaði fyr-
ir innan þau dálitla stund, því ekki var vel
bjart í herberginu, og hann sá ekki ungfrú
Mayland, sem stóð þar hreyfingarlaus. Svo
kom hann auga á hana, gekk hratt inn til henn-
ar og nefndi nafn hennar.
“Boyd, Bovd!” kallaði hún og kom á móti
honum, og þegar þau mættust tók hann hana í
faðm sér 0g hún hvíldi ánægð við hjarta hans,
sem hann fún slá við sitt. Þannig stóðu þau
lengi, án þess að segja eitt einasta orð.
9. KAPITULT.
“Svo að allar þínar þrautir og erfiðleikar
urðu arangurslausar,” sagði Mildred Waylands,
þegar Emerson var búinn að segja henni, hvað
á daga sína hefði drifið-
“Já,” svaraði hann; “námavonirnar hafa
brugðist mér algjörlega.”
“Látum okkur ekki tala um það, því að
“tapa” er orð, sem eg hata öllum öðrum fram-
ar, og er það máske af því, að föður mínum hef-
ir aldrei mishepnast neitt. Látum okkur heldur
segja, að hepninni hafi verið frestað.”
“Nú, jæja, það á líka betur við mig. Þú skil-
ur, að eg er farinn að gleyma hvernig eg á að
koma orðum að hlutunum. ”
í tvær klukkustundir sátu þau í bókastof-
unni 0g Emerson sagði Mildred frá því, sem á
daga hans hafði drifið, og hefir áður verið skýrt
frá því hér að framan og hann sagði Cherry
Malotte, nema hvað þungi orða hans var nú
meiri og kringumstæðumar gerðu frásögnina á-
hrifameiri.
Mildred Waylands virtist drekka hvert orð
af vörum hans og fanst henni að það væri und-
ursamlegt æfintýri, sem skeð hefði einhvern-
tíma úti í hinum fjarlæga, víðáttumikla heimi á
meðal óþekts fólks og í umhverfi, sem hún gat
ekki fyllilega gert sér grein fyrir.
“Og þú gekst í gegn um alt þetta fvrir mig?”
mælti hún hljótt og stillilega.
“Það var eini vegurinn.”
“Skyldi n’okkur annar maður, sem eg þekki,
hafa viljað leggja annað eins í sÖlurnar, að eins
fyrir mig?? anælti hún.
“Vissulega. Á'hættan, — eg meina líkams-
þrautimar, erfiðleikarnir og óþægindin eru ekki
teljandi. Það var að eins auðnin óendanlega,
sem særði að vera þér fráskilinn, var mín erf-
iðasta þraut — umhugsunin um, að einhver ann-
ar mundi máske—”
“Heimska,” greip Mildred fram í og lýsti sér
dálítifgremja í rödcl hennar. Eg sagði, að þú
skyldir tiltaka tímann sjálfur, eftir því sem
ástæður þínar krefðust og að eg skyldi bíða.
Jafnvel þó mér hefði ekki þótt minstu vitund
vænit um þig, þá hefði eg staðið við orð mín —
það er ófrávíkjanlegur siður Waylands ættar-
innar, en eins og á stóð, veittist mér það létt.”
“Þér þykir þá vænt um mig?” hvíslaði Em-
erson að henni.
“Þarft þú að efast uni það ?” svaraði hiin
um leið og hún hallaði sér upp að brjósti hans.
“Það er sami eldurinn, sem brennur mér { hjarta
og kviknaði þar á æskuárum okkar. Manstu eft-
ir því, hversu gjörsamlega að þú gagntókst hug
minn 0g hjarta? Mér fanst, að þér fara dans-
föt betur en nokkrum öðrum manni í veröld-
inni! Stundum dettur mér í hug að tilfinning-
mín gagnvart þér sé hetjudýrkun, serft ekki geti
orðið varanleg, — en svo hefir hún enzt enn þá.
Þrjú ár er okkuð langur tími fyrir stúlku eins
og mig að sitja í festum. Finst þér það ekki?”
“Eg veit það vel,” svaraði hann, og var ekki
laust við að keimur af afbrýðissemi lýsti sér í
rómnum. “En allan þann tíma hefi eg orðið að
búa við endurminnigamar, þar sem þú hefir
annað um að hugsa. Lof^orð manna hljóma í
eyrum þér og margir menn sækjast eftir að ná
ástum við þig—”
“ó!” stundi Mildred.
“Legíónir mann! Láttu mig vita um það.
Hefi eg ekki drukkið í mig fréttir úr blöðunum,
þó þau hafi verið sex mánaða gömul, og í hvert
sinn, sem á þig var minst, var eins og hnífstunga
í hjarta mér.
“ Afbrýðissemin kom mér til að halda nafni
bvers manns föstu í huga mér, er þú fórst með
til mannfunda og í huga mér bölvaði eg þeim og
í einstæðingsskap mínum og einveru fyltist sál
mín ægilegum ímyndunum um sambönd þín og
þeirra. ”
“LÆgilegum myndum af mér?” mælti Mild-
red um leið og hún leit framan í Bmerson. “Þú
ert dáendis skemtilegur.“
“Já, myndum af þér, með hóp af biðlum á
hælunum á þér.”
“Vesalings drengur! Biðlar koma ekki í
hópum, þeir koma í luktuim vögnum.”
“Nú, jæja, samlíking mín er ekki fjarri
sanni í öðrum tilfellum,” svaraði Emerson.
“Hvað sem hver segir, þá varst það þú, sem eg
sá í huga mér umkringda allri fegurð lífs þíns,
ilm blóma, geislabrotum sólarinnar, sem falla í
gegnum gluggana á gestasal húss þíns, í þýðleik
hljómfegurðar frá hljóðfærum, sem falin voru
sjónum manna. Ó, guð minn, hve sár var ekki
angist mín? Þú leiðst mér ahlrei úr minni,
ekki eina klukkustund. Dagarnir voru helgaðir
þér og í bænum mínum óskaði eg þess, að mig
dreymdi um þig eina. Þú hefir verið mitt eina
umhugfcunarefni frá því fyrsta eg þekti þig og
tilbeiðsla mín á þér hefir aukist með hverjum
degi. Mildred, þú hefir alt af staðið méiyifar,
en samt hefi eg aldrei hætt að líta upp til þín,
aldrei mist sjónar af þér, aldrei hikað.” Hann
þagnaði sem snöggvast tibþess að líta á hana
og svo hálf-hvíslaði hann að henni: Kærust,
þú ert dásamlega fögur!”
Og Bmerson sagði það hverju orði sannara;
því í andliti hennar, sem vanalega var kulda- og
þóttalegt, lýsti sér nú viðkvæmni og blíða; frá
augum hennar, sem aðrir sögðu að stafaði
kuldi stóð nú undursaleg viðkvæmni og bros
hennar var þýtt og gleðilega saklaust.
Höfði sínu, sem þykt og mikið jarpt hár
skreytti, laut hún að elskhuga sínurn, en þó átti
hún yfir að ráða þeirri tign í hegðan og lima-
burði, sem einkonnir fólk það, sem frá hug-
djörfu en hóglátu fólki er komið. Hver hreyf-
ing hennar var fögur og eðlileg og bar vott um
gott uppeldi.
Það Var ]>es\i tígulega ffamkoma liennar,
sem í fyrstu kom honum til að veita henni sér-
staka eftirtekt, og hann mintist þess, live miklar
geðshræringar að hann hefði kómist í, þegar
að liann hafði fyrst orðið þess vís, hverrar ætt-
ar hún var, — því Waylands fólkið var víðþekt
og virðing veitt í miðfylkjum Bandaríkjanna.
' Fyrst eftir að þau kyntust, hafði hann álitið að
fálæti hennar stafaði af þótta, en eftir að þau
kyntust betur, kom í ljós, að það stafaði frá
öðrum og eðlilegum orsökum; en hann komst að
raun um, að hún var eins ákveðin í afstöðu .
sinni eins og faðir hennar Wayne Waylands gat
'frekast óskað eftir. Vald hans var meira, en
margir prinzar áttu yfir að ráða og ákveðnara.
Hann hafði mikið dálæti á Mildred, sem var
einkadóttir lians, og eyðilagði liana eins tak-
markalaiwt og vald lians í fjármálum var, og
þegar hún hafði einu sinni hallað sér að þessum
unga stúdent, sem var meir en fús til að bætast
í hóp þeirra, sem litu hana lrýru auga, þá var
ekki um neitt viðnám að ræða, heldur lét þann
vilja sinn í ljós svo ákveðið, að öllum varð ljóst
livað hún vildi og ætlaði sér í því efni, sem aft-
ur opnaði dyr fyrir Emerson að nýjum og ósegj-
anlega mörgum tækifærum. Hann mundi vel
eftir dagdómum fólksins, þegar því var orðið
ljóst, hvað Mildred hafði ráðið við sig. Hún var
svo ólík öllum öðrum, sem hann hafði noikkurn
tíma þekt, og liann gat jafnvel ekki áttað sig á
hvernig að slík gæfa hefði getað fallið honum í
skaut.
Vinir hans lintu ekki á að minna hann á
gæfu þá, er honum hefði fallið í skaut, en sjálf-
ur liugsaði hann lítið um þá hlið málsins, sér-
staklega sökum þess, að þetta hafði gengið svo
fljótt fyrir sig, hann eiginlega liugsaði ekki um
neitt noma stúlkuna sjálfa, en hvorki um stöðu
hennar í lífinu né auð. Samt gat liann ekki lijá
því komist að sjá' að aðstaða hans sjálfs breytt-
ist allmikið við samband hans við Mildred und-
ir eins og hljóðbært var orðið, að það væri ein-
mitt hann, sem hún hefði tekið fram yfir alla
aðra. -Honum lítt þekt fólk, fór að sýna honuin
vinahót, og hann var boðinn í samkvæmi, er áð-
ur voru lokuð fyrir honuip, og margir vegir
voru honum greiddir, er áður voru ófærir. Virð-
ingar og vina vottur barst lionum úr öllum átt-
um, þó hann hefði sjálfur ekkert til þess unnið
og samband lisns, eða kunnugleiki við Mildred
Waylands, lyfti lionum úr meðalmenskunni upp
í efstu tröppu mannvirðinga og aðdáunar. Ekki
hafði þessi breyting á alennings álitinu hin
minstu áhrif á Emerson, hann fanp að eins til
þess, að hann unni Mildred af lieilum liug og að
við þana var bundið alt, sem hann þráði heitast
í lífinu. Hún á hinn bóginn aðhvltist ást hans
ákveðið og djarflega án nokkurs tillits til þess,
hvað um það tiltæki hennar væri sagt eða hugs-
að. Hann hafði verið óendanlega stoltur af
henni, þegar hanp útskrifaðist í verkfræði af há-
sækólanum, og hvorki þá né fyr ákilið eða athug-
að hið mikla djúp, sem milli hennar og sín lægi.
En nú var ekki langt að bíða þess, að liann ræki
sig á það.
Það var Wayne Wayland, faðir Mildred, er
bénti honum á það. Hann hafði tekið Emerson
tali og benti honum ákveðið en vingjamlega á
Ijóð þann, sem á vegi væri. Hann var of kænn
til þess að setja sig beipt upp á móti vilja þeirra
til þess að hella ekki olíu í ástareld þann, sem
brann í brjóstum þeirra.
“Mildred er auðug stúlka,” mælti Wavlands
gamli. “Mjög auðug stúlka. Ein sú ríkasta í
Vesturálfunni; þar sem þú, drengur minn, ert
fátækur — hvað getur þú boðið henni?”
“Eklkert! En þú varst einu sinni fátækur
líka,” svaraði Emerson. “Allir menn verða að
byrja einhvern tíma, og þegar þú lagðir út í líf-
ið og giftir þig, þá varst þú eins fátækur og eg
er nú.”
“Satt er það,” mælti Waylands, “en eg gift-
ist fátækri stúlku, sem heyrði til sömu stétt í líf-
inu og eg sjálfur. Som betur fór, var hún vel
gefin og gat vaxið með mé&^svo það var jafnt á
komið með okkur, og það jafnfræði hélzt á með-
an hún lifði. En Mildred er illa vanin, til að
byrja með. Eg skemdi hana viljandi, til þess
að koma í veg fyrir þetta, sem nú vofir yfin.
Hún er alin upp við allsnægtir. Kunningjar
hennar allir eru auðugir, og hún þeþkir ekkert
inn á aðrar brautir lífsins. Hún er eýðslusöm
á öllum sviðum, svo ekki sé tekið dýpra í árinni
— já, verra en evðslusöm, eða máskemaður gæti
sagt hneykslanlega eyðslusöm.”
“Hún er einhver, auðugasta stúlkan í land-
inu, og sökum auðs þess og ætternis síns, þá er
hún á meðal höfðingja Bandaríkjanna. Fólkið
getur sagt sem því sýnist, en hvað sem það seg-
ir, þá er hér til höfðingjastéti sem er fvllilega
eins ákveðin og afskekt, eins og þó hún grund-
vallaðist á æfagömlum aðalsættum í stað auðs.”
“Mundir þú ha^a nokkuð á móti því, að við
giftustum, ef eg væri ríkur, en Mildred fátæk?“
spurði Emerson beiskjulega.
“Ef til vill ekki. Fátæk stúlka getur gifst
auðugum manni og farið vel á með þtfim, ef hún
er greind. En auðug stúlka getur ekki gifst fá-
tækum maimi og verið ánægð í hjónabandinu,
nema að upplag hennar sé alveg einstakt. Mér
er nú Ijóst, að Mildred á ekki yfir slíku upplagi
að róða. Hún er óhæf til þess að vera fátæks
manns kona. Hún kann ekkert til verka. Hún
kann ekki að spara, hún getur ekki skemt sér
sjálf 0g hún getur ekki verið án þeirra þæginda,
sem hún hefir vanist.
“Hún reyndi að sætta sig við fátæktina —
reyndi að blessa þig — fyrst í stað, en eg þekki
liana betur en hún þekkir sig sjálf. Eg, sem sé,
hefi það fram yfir hana, að þekkja mig sjálfan
og að liafa þekt móður hennar. Hún er eins og
liúsblóm, sem bliknar við hinn minsta kuldanæð-
ing. Eg segi samt ekki, að maður hennar verði
að vera miljónaeigandi, en hann verður að vera
vel á veg Ikominn til þess að geta gert hana á-
nægða — og maðurinn, sem giftist Mildred,
verður að gjöra henni til hæfis, eða eg skal sjá
um, að honum sjálfum sé ekki rótt. ”
“Hefirðu’nokkuð út á mig að setja sem
mann?” spurði Emerson.
“Nei, alls ekkert.”
“Hún elskar mig.”
“Það sýnist svo. En þið eruð bæði of ung
enn þá til að gera út um slíka hluti, og getur
verið að þið breytið skoðun ykkar áður en lýk-
ur,” svaraði Waylands.
“ Þúneitarþá, að gefa mér dóttur þína,”
sagði Emerson með svip og augnaráði, sem að
engu var óhvassara en Waylands.
“Nei, þvrí fer fjarri. Eg hvorki banna það né
leyfL Eg að eins bið ]>ig að hafast ekki að í
þessu rnáli um tíma, og athuga vel, hvað fyrir
augun ber. Þú ert vel gefinn — vertu ekki of
bráður. Eg ætla að segja henni það sama og eg
liefi sagt þér, og eg held að hún sé nógu skvn-
söm til þess að geta séð og skilið sannleikann
í orðuin mínum. Nei, í stað þess að banna þér
að heimsækja eða vera með Mildred, þá ætla eg
að láta þig njóta samfélags við hana eftir vild.
Eg skal sjá um, að þú getir kynst kunningjum
hennar og að þú getir farið með henni þangað
sem hún fer. Eg vil, að þú takir þátt í skemt-
unum hennar og kynnist lifnaðarháttum henn-
ar. Þess meira sem þið eruð saman og þú kvnn-
ist okkur, því ánægðari verð eg.”
“Eg hefi verið að veita þér eftirtekt undan-
farið, og eg held að eg hafi skili^ þig rétt. Eft-
ir að þú hefir verið í náinni kvnningu við okkur
í nokkra mánuði, þá komdu aftur til mín, 0g við
skulum tala meira um þessar sakir. Það er ekki
óhugsandi, að eg gefi jáyrði til ráðaliags ykk-
ar, eftir þann tíma, og það getur líka verið, að
þúJkærir þig þá ekki um það, eoa niáske Mildred
verði ])á búin að skera úr þessu máli, svo frekari
úrskurðar þurfi ekki.”
“Eg er áná'gður með það,” mælti Emerson.
“Jæja. Við borðnm klukkan sjö í kvöld. Þú
gjörir svo vel að neyta kvöldverðar með okkur. ’ ’
Wayne Waylands hafði ekki yfirsézt í sam-
bandi við Emerson, því ekki leið á löngu, áður
en liann var neyddur til að viðurkenna, að á milli
hans og Mildred var ægilegt djúp staðfest, og
þetta varð honum æ ljósara, eftir því sem liann
sá meira af lifnaðarháttum hennar. Emerson
hafði lært mikið á þeim tíma, sem hann hafði
verið með henni. Honum hafði verið veittur
aðgangur að félagslífi liinna auðugu Cliicago-
borgarbúa. Yngra fólkið hafði haft mesta dá-
læti á honurn, baiði lians sjálfs vegna, en ekki
síður vegna nafns Wayne Waylands, sem var
ekki að eins tilbeðið af þeim yngri, heldur og
þeim eldri. En þessi sjálfsprófun hafði vprið
Emerson sjálfum beiskur reynsluskóli, þrátt
fyri það, þó Mildred sýndi, að hún tæki hann á-
valt liiklaust fram yfir allá meðbiðla hans, sem
Emerson hataði, þá var hin vaknandi tilfinning
hans fyrir mismun þeiin, sem var á lífskjörum
hans og unnustu hans, honum beisk, og svo fann
hann hin rannsakandi augu Waylands hvíla á
sér í.hvert skifti sem hann sá hann.
Wayland og Emérson þöfðu ekki talast við
út af ástamálum síðan fyrst að þeir áttu tal sam-
an um þau, en báðirielskendurnir voru famir að
finna til og skilja sannleik þann, er orðum hans
fylgdi þá. En eftir nokkra mánuði, sem Emer-
son hafði vegnað vel í sambandi við stöðu sína,
fór Mildred til föður síns og bað hann um á-
stæður. En gamli maðurinn sat óhagganlegur
við sinn keip.
“Eg hefi verið ærið eftirgefanlegur hingað
til,” mælti hann. “Hann verður að ryðja sína
eigin braut, og svo veiztu að eg á engan þátt í
þessu máli.”
Mildred var ljóst um hugarstríð það, sem
elskhugi hennar átti í og út af því og sinni eigin
velferðj- kom hún því til leiðar, að ]>eir töluðust
aftur við, þar sem hún sjálf gæti verið viðstödd.
Afleiðingarnar af því viðtali urðu hinar sömu.
Wayne Waylands hlustaði á þau þungbúinn og
sagði svo:
“Þessi beiðni um hjálp sýnir, að þið bæði
eruð farin að sjá og skilja, að eg sagði satt, það
sem eg sagði í fyrra. ” \
“Eg er ekki að biðja þig um neiiV hjálp,”
mælti Emerson með áherzlu. “Eg get séð um
sjálfan mig og Mildred. ”
Leyfðu mér að sýna og sanna, að þú getur
það ekki. Þú ert ekki í neinu tilliti hæfur til þess
að taka líana að þér. Ilefirðu nokkra hugmynd
um hvað margar miljónir að hún stendur til að
erfa? Þú hefir það náttúrlega ekki, og eg vil
heldur ekki að þú hafir það.”
“Eg ætla mér ekki að segja þér það. En
Waylands auðnum fylgir stórkostlega mikil á-
byrgð, svo að eftirmaður minn verður að vera
hæfileikamaður — mikilmenni — meiri maður
en eg er, til þess að hann fari ekki út í veður og
vind. Eg safnaði honum aðeips, bann verður að
vemda hann. Þú hefir ekki enn þá sýnt, að þú
sért fær til þess.”