Lögberg - 14.04.1927, Blaðsíða 5

Lögberg - 14.04.1927, Blaðsíða 5
LöGBERG, FIMTUDAGINN 14. APRlL 1927. Dodas nýrnapillur eru besta nýrnameðalið. Lækna og gigt bak- verk, /hjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney PiHs ko<sta 50c askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllu*m lyf- •ölum eða frá The Dodd's Medi- eine Company, Toronto, Canada. Ef eg að eins hefði getað skilið hann fyllilega og kunnað að meta þau góðu ráð, sem hann reyndi að gefa mér, þá hefði eg gert færri axarsköftin og orðið fyrir minna skakkafalli. Nú skil eg það, sem hann var að segja mér og nú finn eg, að hann hafði rétt fyrir sér, þó mér þá fyndist hann oft vera ósanngjarn. Hann var að segja mér sannleikann, sem hann hafði sjálfur reynt, þegar mér fanst hann vera að halda fram gömlum og úreltum hug- myndum. Hann var í raun og ver góður og blíður, þegar mér fanst hann vera harður og ó- sanngjarn. \ Eg veit það nú, að hann átti engar heitari óskir, en þær, að mér mætti farnast sem bezt. Eg veit þetta aðallega vegna þess, að eg finn að hann hugsaði um mig á svipaðan hátt, eins og eg nú hugsa um mín börn. Vér, sem höfum lifað 45 ár, eða meira, höfum lært svo margt, sem vér álítum nauðsynlegt að kenna börnum vorum. Vér vitum, að það væri þeim til góðs, ef þau að eins gætu skilið það, sem vér skiljum. Vér höfum séð lífið og lifað því. Vér höfum orðið að líða fyrir heimsku vora. Reynsl- an hefir oft orðið oss dýrkeypt, en nú þekkjum vér rétta veginn frá hinum ranga. Oss langar til að kenna börnum vorum það, sem vér höfum lært, en vér vitum ekki hvernig vér eigum að því að fara. öll okkar góðu ráð sýnast koma að litlu haldi. Erfiðleikarnir eru í því fólgn- ir, að æskan og ellin skilja aldrei fyllilega hvor aðra. íÆlskan trú- ir aldrei fyllilega kenningum ell- innar. Þegar á alt er litið, þá er þetta líklega gott. Hver kynslóð verður að lifa sínu eigin lífi og það mundi standa í vegi fyrir framförum, ef hún fetaði mjög nákvæmlega í fótspor hinnar eldri kynslóðar. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er æfinlega eitthvað, sem hver manneskja verður að læra af sinni eigin reynslu. Alstadar mæla konurnar með þessum mesta aflgjafa. Konur t öllum héruðum Canada l&ta 1 Ijösi finœgrju atria með McClary’s SpeetUron aflgjafa, sem er ábyggilegur og varanleg- " ur og reynist ágœtlega t alla staði. Vitnisburðlr um þetta koma án þess að um þá sé beðið; þedr koma eins og þakk- lætisvottur frá þúsundum kvenna, sem eru ánægðar með McOlary’s rafeldavélarnar. pessi þjóðar viðurkenning er sönnun fyrir því, sem McClary’s hafa altaf haldið fram að Speediron aflgjafinn sé ábyggi- legaMur og hentugastur. Pað er hægt að gera við Speediron afl- gjafann og endurnýja hann. Eyðir litlu nafmagni. Vírarnir eru varðiir með steypt- um járnplötum, sem hægt er að taka af. Áður en þér kaupið, þá kynnið yður þennan undra aflgjafa, sem aðeins er not- aður af MoClary’s. Gert af þægilegustu stærð og gerð og seld með með viðráðan- legu verði. Rafmagns Eldavél Skoðið einnig McClary’s A. &F. Electric Water Heater og Fibre form Tank Cover. Skoðið McCLARY'S Rafeldavélar ásamt “Speed Iron” útbúnaði að n 55 WíiuupeóHudro, 1419 Princess . ’ uajn ct Street S5-S® ®pi>incessst. 9,a,n ot’ Hydro þjónustan ábyrgist þessat eldavélar. McClary’s Gas og Rafeldavélar Seldar hjá Appliance Department WINNIPEG ELECTRIC Company Main Floor Electric Railway Chambers, Cor. Marion og Tache, 1841 Portage Áve. St. Boniface. St. Jamet McClary Rafeldavélar FÁST TIL KAUPS HJÁ J. H. Ashdown Hardware Co., Ltd. Auðveldir borgunarskilmálar, ef óskað er. Gamla fólkið getur sagt börn- unum eins oft eins og því sýnist, að það sé óholt fyrir þau að eta mikið af sætum kökum. Krakk- arnir halda áfram eta sætu kök- urnar, ef þeir bara ná í þær, þangað til þeim verður ilt af þeim. Fullorðna fólkið varar börnin ótal sinnum við eldinum, en samt reynist það alt af svo, að það er að eins brent barn, sem forðast eldinn. Gamli maðurinn getur eftir- skilið börnum sínum mikinn auð. En hann getur ekki eftirskilið þeim þau hyggindi, sem til þess þarf að afla hans, eða kent þeim til neinnar hlítar að gæta feng- ins fjár. Hann getur eftirskilið þeim á- vöxt iðju sinnar, en ekki iðju- semina sjálfa. Mestur hluti þess, sem hann hefir lært um dagana, fer í gröf- ina með honum sjálfum. Börn hans læra kannske einhvern tíma alt, sem hann kann, en að eins fyrir sína eigin reyúslu, sem þau oftast verða að kaupa dýru verði. Nú veit eg, hvað faðir minn átti við, þegar hann, fyrir löngu síðan, sagði við mig: “Lærðu eins mikið og þú getur, og lærðu það vel. Vertu ekki hirðulaus um neitt það, sem þú átt að gera. Vertu viss um að skilja fyllilega hina fyrstu og auðveldustu lex- íu þína, áður en þú hættir við liana. Notaðu skólavistina eins vel og hægt er. Ef þú lærir vel og vandlega hinar fyrstu og auð- veldustu lexíur, þá lærast þér hin- ar síðari og erfiðari tiltöllega auðveldlega.” Eg býst við, að flestir feður segi drengjum sínum og stúlk- um, svona nokkurn veginn hið sama, þegar börnin byrja að ganga á skóla. En liklega fer þeim flestum líkt og mér, að þau gera ekkert úr þessu tali og finst það svo sem ekkert koma sér við. Ef eg færi nú að ganga í skóla, skyldi eg fylgja ráðum föður míns nákvæmlega, og drekka i mig allan þann fróðleik, er eg ætti kost á. Það var litið svo á, að mér gengi heldur vel í skóla. Eg fékk há mörk í þeim greinum, sem mér féllu vel, en heldur lág í hinum, en ekki þó lakari en það að eg færðist reglulega úr einum bekk í annan og alt gekk skap- lega, þó eg legði litla rækt við þær námsgreinar, sem mér féllu ekki vel í geð. Nú vildi eg, að eg hefði lagt meira á mig, þegar eg var að fást við hin erfiðari viðfangs- ^fni. Nú sé eg, eg að eg hefi gert siálfum mér rangt til. Mér gafst gott tækifæri til að afla mér góðrar þekkingar í öllum almenn- um fræðigreinum, en' lagði enga rækt við aðrar en þær, sem mér voru sjálfum geðfeldastar. Hefði eg þá haft eins glöggan skilning á þessum hlutum, eins og eg hefi nú, þá hefði öðru vísi farið. Það er mjög slæmt, hve fáir kunna að meta mentunina, fyr en orðið er um seinan að afla hennar. Börnunum finst skólinn oft vera nokkurs konar fangahús. Og þeim er erfitt að lita á kennar- ann sem vin sinn. Það er svo sem ekki óvanalegt, að þau komi heim og kvarti undan ósanngirni kennarans, seih oft er engin önnur en sú, að hann krefst þess að barnið reyni að læra. Það eru líka ýmsir foreldrar, sem alls ekki virðast skilja, að kennarinn getur veitt barniriu það eitt, sem það er viljugt að taka á móti. Auðvitað þykir kenn- aranum meira til þess unglings- ins koma, sem er námfús. Það er ekki nema eðlilegt. Kennarinn er að kenna, og hann vill að kenslan gangi vel. Sá ungling- ur, sem þrjóskast við að læra, gerir að vísu kennaranum rahgt til, en sjálfum sér miklu meira. Það er hægt að láta sér finnast, að kennarinn sé skapvondur, þó hann sé það ekki, heldur harður vegna þess, að honum er ant um að börnin hafi gagn af skóla- göngunni og vill ekki líða, að þau séu löt og hirðulaus. Við þurf- um stundum þrjátíu ár til að kom- ast í skilning um það, að með því að vanrækja skólalærdóminn, höf- um við gert sjálfum okkur þann skaða, sem aldrei verður bættur. Alt of oft sjáum við þetta ekki fyr en um seinan. Eg var einu sinni að læra grísku hjá prófessor Sherrard, sem er talinn með lærðustu mönn- um hér í landi, í þeim fræðum. Hann var mesti typtunarmeistari og oft jög bituryrtur og tók hart á leti og kæringarleysi. Mér gekk erfitt við grískuna og mér þótti hún alt annað en skemtileg. Svo kom það fyrir einu sinni, að eg varð lasinn og gat ekki sótt skól- ann í tvær vikur. Réði eg því við mig, að eg skyldi hætta við grísk- una og sagði prófessor Sherrard það, þegar eg kom aftur á skól- ann. “Hvað er að?” spurði hann harðneskjulega. “Þorið þér ekki að leggja dálítið á yður? Þér er- uð nú tvær vikur á eftir sam- bekkingum yðar og fáeinar blað- síður gera yður skelkaðan.” “Nei, eg hefi aðra ástæðu til að hætta við grískuna,” sagði eg. “En eg skal halda áfram og vinna upp það sem eg hefi tapað, ef þér viljið.” “Eg vil það,” sagði hann, og eg fór aftur að fást við grískuna. Nokkru áður en skólaárið var úti, fór eg aftur að sjá prófessor Sherrard og spurði hann, hvort hann væri nú ánægður með mitt grskunám. Lét hann vel yfir því, og sagði, að nú stæði eg mig vel. “Þá ætla eg að hætta við grísk- una, sagði eg. “Eg vinn á hverj- um degi hjá blaðinu Detroit Free Press, og hefi því lítinn tíma til náms og auk þess kem eg líklega ekki á skóla næsta ár.” “Þá það,” sagði prófessorinn, það er betra að hætta nú en áð- ur.” Hann horfði á mig all-alvar- lega og hélt svo áfram: “Hættið aldrei við neitt vegna þess að það er erfitt, eða af því, að þér verðið á eftir félögum yðar. Þér ættuð aldrei að forðast örðug- leikana eða áreynsluna. Munið það, að það er æfinlega hægra að hætta, en að halda áfram. Þeg- ar þér hættið við eitthvað, þá skiljið þér, að þér hafið ekkert meira gagn af því, sem þér hætt- ið við. í gær hélt eg, að þér munduð l^annske einhvern tíma verða vel að yður í grísku. Nú sé eg að það verður aldrei. Þér skarið kannske fram úr 1 ein- hverri fræðigrein, en það verður ekki gríska. Það e'r útséð um það, þér hafið nú varpað frá yður öllu því, sem þessi náms- grein hefði getað veitt yður.” Þessi orð voru sögð við mig fyrir þrjátu árum, og síðan hefi eg lært að skilja þann vísdóm, sem þau höfðu að geyma. Frá hans sjónarmrði var eg bara einn af hunudruðum stúdenta, en hon- um var það áhugamál, að hjálpa mér til að njóta fegurðarinnar og spekinnar, sem er að finna í forn- grískum bómentum. öllu þessu kastaði eg frá mér. Þetta er nú ljóst fyrir mér, en eg gat ekki séð það þá. Mér fanst þá, að pró- fessor Sherrard ætlaðist til þess, að eg lærði grísku, bara til að þóknast honum. Mörg ár eru liðin síðan prófess- ar Sherrard dó, en í hvert sinn, sem mér mæta einhverjir veru- legir örðugleikar, detta mér í hug þessi orð hans: “Munið það, að það er æfinlega hægra að hætta, heldur en að halda áfram.” (Meir.) Frá Islandi. Kolakraninn var vigður á hádegi í gær, í viðurvist mikils fjölmennis. Sú athöfn hófst með því að Hjalti Jónsson, framkvæmdarstjóri h. f. Kol og Salt, ávarpaði mannfjöld- ann og minntist hinna fyrri að- ferða, sem hér hefðu tiðkast við uppskipun kola og smátt og smátt verifi að breytast til batnaðar, en að lökum skýrði hann frá hlutverki liins nýja kolakrana, og því, hvað vakað hefði fyrir forgöngumönn- um þessa fyrirtækis. Eftir það mælti Jóhannes Jóhannesson bæjar- fógeti nokkur orð og árnaði fyrir- tækinu góðs gengis og tóku menn! undir það með ferföldu húrra. — Þá var kraninn settur af stað og sýnt, hvernig hann vnni. Að því loknu hafði Kol og Salt boð á Hótel ísland og bauð þangað mörgum þeim mönnum, sem stutt höfðu að því á einn eða annan hátt að kolakraninn kæmist upp. — Hjalti Jónsson bauð gesti vel komna og skýrði frá. hvernig kran- anum hefði verið komið upp. Síðan talaöi atvinnumálaráðherra Magnús Guðmundsson, en þá sendiherra Dana de Fontenav, og eftir það tóku ýmsir til máls og var lengi setið undir borðum, en síðar var kaffi drukkið í öðrum sal og rædd- ust nienn þar við.—Því hafði verið hreyft í ræðum undir borðum, að hafnið “krani” væri ekki vel fallið á þessu' verkfæri og var nefnd manna falið að athuga það mál og velja það orð, sem henni bærist hest. —Vísjr. Hæstaréttardómur var uppkveð- inn í dag í máli þvi. sem höfðað var gegn skipstjóranum á Túpíter, fvrir veiðar i Iandhelgi. Skipstjór- | inn var sýknaður i undirrétti. en 1 Hæsti réttur dæmdi hann í 15 þús. [ kr. sekt og allan málskostnað. En | þar sem skilja þykir mega ákvæði j fvrra liðs 5 gr. laga nr. 5) 18. maí I 1920. um fangelsi sem aukarefs- ingu. samkvænit grundvallarregl- um refsilaga um hækkun refsingar um ítrekað brot á þann veg, að aukarefsingunni skuli þvi að eins beitt, að um ásetningsbrot sé aö ræða, og það á hinn bóginn þykir sennilegt, eftir öllum atvikum, sem upþlýst eru í málinu, að ákærði hafi að óvilja sínum veriS í land- helgi í þetta skifti, þá varS ákærði ekki dæmdur i umrædda aukarefs- ingu í Hæstarétti. Sækjandi þessa máls í Heestarétti var Pé'ur Magn- ússon, en vejandi Lárus Jóhannes- son. Nemendur gagnfræðaskólans á Akureyri skoruðu nýlega á Menta- skólanemendur að reyna kakkskák viS sig, og þreyttu þeir með sér í fyrrinótt. Voru 16 hvoru megin. Áttust þeir við símleiðis alla nótt- ina og létu fjúka i kviSlingum þeg- ar fram í sótti. Hallaði heldur á Mentaskólasveina, en ekki veit Vís- ir nákvæmlega, hver urSu leikslok. Visir 7. marz. Danslciðangur Fœreyinga. Rétt eftir nýárið stóð til, aS Fær- eyingar, um 60 að tölu, færu til Kaupmannahafnar til þess að sýna færeyska þjóðdansa. Var flokknum boSið af ýmsum málsmetandi mönnum, og munu blöðin hafa ver- iS eitthvað viS málið riðin, aS minsta kosti “Politiken” En svo tókst til, að þeir mistu af Danmerk- urförinni, því að um það bil, er lagt skyldi af stað barst inflúenza til Danmerkur og var þvi ferðinni frestaS. Mun i ráði aS úr förinni verði þá er sóttin er um garð geng- in. Út af þesari dansför skrifar Jó- hannes Patursson 'grein eina all- kuldalega i garS heimbjóðenda í blaSið “Tingakrosstir” 5. jan sl. Skýrir hann fyrst frá viðkynningu annara þjóða af. færeyskum þjóð- dönsum og nefnir þá dansför Fær- eyinga til Noregs í fyrra. Kveður hann þaS hafa vakað fyrir NorS- mönnum, að læra færeyska dansa til þess að yngja upp þjóðdansa þar i landi. Þá getur hann og þess, aS hann hafi fengið fvrirspurnir frá íslandi um það, hvernig haga mætti nánari kynnum íslendinga af færeyskum dönsum, og sé þaS mál nú i undirbúningi. Alt aðrar hvatir en þær, að kynnast dansinum, segir hann iiggja til þess, að Danir hafi boSið Færeyingum heim og hefir hann dönsk blöS fvrir því, að aðalmark- miðið meS heimboðinu hafi verið að knjda ný bönd milli Færeyja og Danmerkur. Telur hann það “spinn- andi skei\d, at bjóðismennirnir ikki hava sagt Föroyingum hetta fyrr.” Yfirleitt er svo aS sjá á þessu ein- taki blaðsins C'Vingakrossur”), að óánægja hafi risið út af heiniboS- inu, og telja jafnvel sumir þaS ekki alveg vansalaust fyrir Færevinga að fara til Danmerkur til þess “að halda sýningu á sér.” Þannig kveður J. Iv. (\ sama tbl.J : “Tá feðrar várir oyggjar bvgdu mangt harðligt strið har stóð. men ongantíS varð hondin kyst. ið teir á nakkan sló. Illa gera teir Föroyja synir, til Danmark fara at dansa, meSan Danir Föroyja Grönlands- siglar hótta við bót og skansa.” —'Vísir. íþróttafélag Reykjavikur átti 20 ára afmæli í gær, og í tilefni af þvi hauð stjórnin hinum kjörnu heið- ursfélögum til kveldverðar hjá Roseriberg, og voru þar fluttar margar ræSur og stoð samsætið nokkuð fram yfir miSnætti. Núver- andi stjórn skipa Haraldur Jóhann- esson, Jón K. Kaldal, Sigurliði Kristjánsson pg hræðurnir Stein- grímur og Þórarinn Arnórssynir.— Félagið heldur aðalfagnað sinn í kield i Iðnó, og þrjú næstu kveld verða íþrótasýningar og fyrirlestr- ar um íþróttamál í Iðnó. Salurinn hefir veriS skreyttur af mikilli list vegna þessara hátiðahalda. Vísir 12. mars. Annað íþróttakvöld I■ R- Það var i gær, og hófst á fögr- um listdansi, er ungfrú Ruth Han- son sýndi af mikilli list og kunn- áttu. Þá sýndi systir hennar, Rig- mor, spanskan ein-dans. Þá var fimleikasýning barna voru það átta telpur. undir stjórn Ruth Hanson. -Ffinganar voru mjög vel valdar, skemtilegar og við barna hæfi. Má. eftir þessa bamasýningu, gera ráð fyrir, a« flestar mæður vilji láta Ruth H. kenna börnum sinum fim- leika og látbragðslist. — Þá flutti Tón Ófeigson. mentaskólakennari, erindi sitt “Iþróttir og skólar.” Vildi hann, láta leggja langtiku meiri stund á að kenúa leiki við skólana, en nú á sér stað. Taldi hann að á þann hátt nytu skussarn- ir sin best, sem nú væri varla hægt að fá til leikfimaiðkana. Þá vildi hann og láta leggja rækt við hóp- sýningar, sem allir gætu tekiM þátt i. Taldi hann leitt, hve fimleikakensl- an væri illa sótt við Mentaskólann. Gat þess, að um einn fjórði hlutinn Bls. 6 í efri bekkjunum sæktu að meðal- tali fimleikakensluna, og varpaðí þeirri spurningu fram, hvemig menn héldu að kunnátta náms- manna yrði, er önnur fög væru stunduð á sama hátt. Lofaði hann ágæti íþróttaiðkana og vildi, að mönnum yrði skipað í flokkana eft- ir getu og þroska, svo þær yrðu iðkaðar af öllum almenningi. — Þá sýndi Ruth Hanson, ásamt fimm stúlkum öðrum, fimleika; var þar margt vel gert, og sýndi hugkvænmi hennar á góðar æfingar. Ruth Han- son hefir dvalið i Danmörku í nokkur ár, og numið allskonar í- þróttir og dans. Þessar sýningar hennar bera vott um, að hér er mjög efnilegur kennari á ferðinni, sem félögin og skólamir ættu að notfæra sér. — Næsti þátturinn á skemtiskránni voru kylfusveiflur. Þær sýndi Reider Sörensen prýði- lega. Kylfusveiflur em sagðar eink- ar hentugar til að æfa úlfnliði, arma og axlir, bak og brjóst. Sýndi R. aðalsveiflurnar, og var vel þakkað að leikslokum. — Loks þreyttu fjórir menn úr Glímufélaginu Ár- mann hnefaleika, og fanst mér þeir eigi jafngóðir og síðast er þeir sýndu þá. Mátti þó sjá ýms góð kjaftshögg, og fjömgan fótaburS. Ahorfendur klöppuðu hnefaleika- mönnunum lof í lófa, og var svo a'ð sjá, sem þeir mundu vilja sjá fleiri lotur. — Síðustu íþróttasýningar f. S. eru í kvöld. Gunnlaugur lækn- ir Claessen talar þar um: íþróttir og læknisfræðina, Jón Þorsteinsson sýnir Mullers-æfingar, Ruth Han- son sýnir látbragðslist, Steindór r>jörnsson stjórnar fimleikasyningu telpna, og loks sýnir hinn frægi karlaflokkur í. R. fimleika, undir stjórn Björns Jakobssonar. Sýning- in hefst kl. 8.30. Gleðjið sjálfa vkk- ur og styrkið gott málefni með því að fjölmenna. Gamall forkólfur. VíSir 15. marz. Reýkjavík, 15. feb. 1927. Vinnustöðvun hér vegna kaup- deilunnar, og togararnir byrjaðir að fara til Hafnarfjarðar.—Kíg- hóstinn í rénun og vægur hér, en útbreiðist í Borgarfirði og Árnes- sýslu, en alstaðar vægur. — In- flúensan, er gengur á Austur- landi, hefir verið landlæg hér síðan 1918, eins og í öllum Öðrum löndum, segir landlæknir í Morg- unblaðinu. Hafnarstjórn Reykjavíkur hef- ir undirskrifað lóðarleigusamning við Sænsk-íslenzka frystifélagið. Félagið leigir 3400 ferm. lóð til 60 ára undir frystihús og önnur mannvirki í sambandi við fryst- ing matvæla, sem er aðal verk- efni félagsins. Byggingar munu kosta um hálfa miljón og verður byrjað í sumar. Matvælin flytj- ast út í þeim skipum, sem fyrir eru.—Hænir. ÞAKKARORD Við undirrituð vottum hér með okkar hjartanlegt þakklæti öllu því góða fólki, sem sýndi okkur hjálp og hluttekningu við burtköllun og útför okkar ástkæru dóttur, svo og þeim er lögðu blómsveig á kistu hennar. Selkirk, 11. apríl, 1927. Ragnar Jóhnson, Vigdís Johnson. JDáncrfregn. Margrét Stefanía Karvelsson, kona Halldórs Karvelssonar, í Sel- kirk. Man. andaðist á sjúkrahúsi Selkirk-baéjar 2. apríl síðastliðinn. Hún var af Skagfirskum ættum: dóttir Sigurðar bónda Stefánsson- í Skagafjaröarsýslu, og seinni konu hans Önnu Guðmundsdóttur. Ólst hún upp á þeim slóðum. Fyrri mað ur hennar var Jóhannes Björnsson frá Ásgeirsbrekku. Með honum átti hún tvö hörn, Sigurbjörn til heim- ilis hjá stjúpföður sínum í Selkirk, og Sigurlaugu Margréti, gift Mr. B. G. Nordal, við Manitoha-vatn. Margrét heitin giftist síðar Hall- dóri bónda Karvelssyni, bjuggu þau hjón lengi vestan vert við Gimli bæ í “Minerva” skólahéraði. Fyrir nokkrum árum fluttu þau til Sel- kirk og þar dó hún sem áður er um getið. Þau hjón eignuðust 3 börn sem lifa: Leifur Hepni, heima hjá föður sínum. Anna Stejnunn Sig- rún, gift Parmes Magnússyni frá Gimli, er hann sonur Mr. og Mrs. Gísli Magnússon á Gimli og Karvel Sigurður, eintiig hjá föður sínum í Selkirk. , Margrét heitm var dáðrík kona, sem ekkert aumt mátti sjá, án þess að gera tilraun til að bæta það. Hún var jarðsungin í Selkirk. Fór kveðjuathöfnin fram frá heimilinu að mörgu fólki viðstöddu. Sr. Sig. Ólafsson jarðsöng.— WONDFRLAND. “Mismates” er einstaklega falleg ástarsaga. í samnefndri kvikmynd leikur Doris Kenyon og sýnir móð- urástina af mikilli snild. Miss Ken- yon og Warner Baxter leika aðal hlutvekin. Miss Kenyon leikur unga, ljómandi fallega konu. Hún á þriggja ára gamlan son, sem Nancy Kelly leikur með afbrigðum vel. Bóndi hennar er Philo McCol- lough, mesti þorpari. Hann leikur Warner Baxter. Meðleikendur þeirra eru Mae Allison, Charles Murry, John Kohb, Charles Beyer, Cyril Ring o. fl. ROSE THEATRE rimtu- fðstu- og laugardaginn í þessari viku Double Program Jigger than Barnum a big Circus Story og Hogans Aiiey með “The Flaming Forest” Monty jBlue ö I Matinee alla daga 1 skólafríinu, lesta sýning 1 bænum. Opið 1—11 * Mánu- þriðju- og miðvikudag í næstu viku Mesta saga sem gerist í Norðvestur- landinu, )*i,‘ i \ii\it\i) w v> ‘W \i ’ 'V >.»'>»/ v«> w ><.;• ’ W W V/ V/ |B' / ~ | Lesið vörumerkið ATHUGIÐ MERKI STJORNARINNAR Á HVERRI FLÖSKU

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.