Lögberg - 14.04.1927, Blaðsíða 3

Lögberg - 14.04.1927, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. APRÍL 1927. Sls. S Aðfinningar G.A. í Hkr. Aðfinningar þær eru í sam- bandi við nokkurn hluta greinar þeirrar, er eg skrifaði fyrir skemstu í Lögberg, með fyrir- sögninni: “Gullna reglan, Kon- fúsíus, Zóróastei* og Búddah”. Eru aðfinslurnar í þetta sinn við seinni hluta greinarinnar, eða við urrisögn mína um Búddhatrúna. Þær eru fremur undarlegar og yfirleitt þannig lagaðar, að rétt- ast virðist að á þær sé minst. Mun eg því taka aðfinjiingar þessar í röð og gjöra þær athug- anir við þær, er mér þykir þurfa. “Röng skoðun” og “söguleg ónákvæmni.” Þetta tvent þykist G. Á. finna í ritgjörð minni. Er það þá líka það tvent, er kemur honum til að taka til máls. Út úr þessu tvennu spretta allar kærurnar, sem hann kemur með. (1) Ætterni Gautama Búddah. Eg hafði á fremur meinieysis- legan hátt getið um þa^, að Búdd- ha hefði ekki verið konungsson. I því sambandi mintist eg á föður hans og móður, bæði með nafni. Um það atriði hefir G. Á. þetta að segja: “Hvort Gautama var konungsson eða ekki. skiftir engu máli.” En þær fréttir! Auðvit- að skiftir það engu máli, að því er kenningu hans snertir. En það skiftir ofurlitlu, hvað sögulega nákvæmni áhrærir. Bæði i gögu-! sögnum og sumum bókum er sá I misskilningur mjög á gangi, að; Gautama Búddah hafi verið kon-J ungsson. Og þó að þetta atriði sé í raun og veru mjög smátt, þá þótti mér það samt þess vert„ að vera leiðrétt. Sannleikurinn, jafnvel í smáatriðum, er aldrei ómerkilegur. — En því er G. Á. að gjöra sig önugan út af þessu smá-atriði, ef honum er ant um sögulega nákvæmni? (2) Kenning Búddha um fall- valtleik allra hluta. Um það efni hefi eg sagt þetta: “Eitt höfuðatriði í kenningu Búddha var það, að alt sé að breytast og eyðileggjast og guð- irnir þar me.” Þykir G. Á. kenna hér nokkurrar “óvand- virkni”, eftir því sem hann kemst að orði, og getur til, að hér sé átt við kenninguna um “ISamsara”. Yið þá kenningu átti eg alls ekki. Hefi ekki orðið var við orðið “samsara”, né það hugtak, er það, táknar, nema þar sem rætt er um indverska heimspeki, eða Sans- krít bókmentir, og orðið eingöngu heimspekilegt, en aldrei notað í trúfræði, eins og G. Á. tekur rétti- lega fram. Það, sem eg átti við, er aðallega bygt á ummælum eins af hinum fróðustu mönnum í þessum efnum, sem nú eru uppi. Sá maður er dr. Edmund Davison Soper, er til skamms tíma hefir verið prófessor 1 trúarbragðasögu, í Northwestern University, í Ev^ anston, 111., en mun nú vera skóla- stjóri í einhverjum æðri skóla (College) þar syðra, en eg man ekki fyrir víst hvar. Bók eftir hann kom út 1921 og^heitir: “The Religions of Mankind.” í nefndri bók kemst dr. Soper þannig að orði, þar sem hann skýrir frá höfuðkenningum Búdd- ha, eins og þær voru í fyrstu: “The First of tht Fundamental Doctrines is the impermanence of all things” (bls. 188): Mætti lík- lega þýða þetta þannig: “Fyrsta höfuðkenningin er um fallvalt- leik allra hluta.” N»ðar á sömu blaðsíðu og efst á þeirri næstu . (189), er rætt um hvað þetta lög- mál sé víðtækt, og þannig að orði komist: “This is to be accepted as liter- ally true of all things; gods as well as the tiniest atom are equal- ly included, but the principle of change is the principle of all ex- istence, and sooner or later the process will be eýident. Just as soon as there is a beginning de- cay also begins; the beginning of the end is at hand. Here in India, five hundred years before Christ, is being preached the philosophy of change. We do not live in a static universe, but one in which everything is in a state of flux.” í íslenzkri þýðing mundi þ etta hljóða eitthvað á þessa leið: “Þetta er bókstaflega satt um alla hluti; það á eins við guðina eins og hina rninstu smásögn. Burtförin getur dregist um langt tímabil, en lögmál breytingarinn- ar er lögmál allrar tilverunnar og kemur þetta fram berlega fyr eða síðar. Eins fljótt og byrjun á sr stað, eins fljótt byrjar einnig afturför; byrjun endaloka er þeg- ar komin. Þar á Indlandi, fimm hundruð árum fyrir .Krist, er verið að prédika heimspeki breyt- ingarinnar. Vér búum ekki í heimi kyrstöðunnar, heldur þar sem alt er í stöðugri framrás.” Nú er spursmálið, hvort fremur muni vera að ræða um “óvand- virkni” hjá mér, að því er„-þetta atr ði snertir, eða um dálitla fi.ó.fajrni hjá G. Á. Um fræði- mensku dr. Soper. held eg naum- •st að nokkurt spursmál geti ver- :ö. Maður, sem hefir í mörg ár •'erið prófessor í þessum fræðum, við afarstóran og merkilegan há- skóla, er fremur líklegur að vita hvað hann segir. En sé G. Á. ekki ánægður með umsögn dr. Soper, þá getur hann litið í Encyclo- pædia Britannica, Elleftu útgáfu, 4. bók, bls. 743. Er þar minst á fallvaltleika kenningu Búddha, ofarlega i öðrum dálki. Grein sú er eftir T. W. Rhys Davids, dr. phil., prófessor í samanburðar- fræði trúarbragða, við háskólann i Manchester. Mun hann vera talinn einhver mesti fræðimaður í þessum efnum, nú uppi með Bretum. — Svo breytingar-kenn- ingin, sem G. Á. kannast ekki við, er enginn tilbúningur hjá mér, heldur er vafalaust í hinni upp- haflegu kenningu Búddha. (3) Sálarleysiskenning Búddha. breytni t)g táknar samanlagða lífsbreytni mannsins, er ákveður framtíðarörlög hans. í fram- kvæmd verður “karma” það alls- herjar lögmál, eða alheimsafl, er tekur við öllum við duðann, nema þeim er or^nir hafa verið heilag- ir menn og alkomnir í fullkomn- unar ástandið, er nefnt er “nirvana.” Hin þriðja aðfinning G. Á. er sú, að eg hafi sagt, að Búddha- trúin kendi ekkert um sál í venju- legum skilningi. “Hefir þá mað- urinn enga sál, samkvæmt Búdd- ha-trúnni?” spyr hann undrandi. Spurningin er fremur kynleg, ef það er rétt, sem hann segir ber- um orðum, að hann hafi kynt sér trúarbrögð (Búddha. Hið sanna er, að Búddha sjálfur kendi, að maðurinn hefði enga sál, nema í mjög takmörkuðumi og óeigin- legum skilningi. Hitt er annað mál, þó lærisveinar hans, mörg- im öldum síðar, hafi breytt þessu, eins og flestu öðru í trúarbrögð- um hans. Til þess að sýna, að þetta sé ekki gripið úr lausu lofti, er sjálf- sagt bezt að tilfæra orð dr. Soper um þetta efni, í áðurnefndri bók, “The Religions of Mankind”. Á bls. 192 er rætt um, hvort nokk- urt framtíðarlíf sé til, samkvæmt kenningu Búddha. Hafði Búddha sjálfur sundurliðað kenningu sína í ýmsa flokka, en fyrsta aðal- skiftingin var í nökkur “tákn” og nokkur “sannindi”. Og eitt af táknunum eða þessum “sannind- um” var um, að engin sál væri til. Orðin hljóða svo: “,This Tfuth is that of the ab- sence of a “soul”, the “no-soul” doctrine. All the constituents of life are without a soul. We are individualg, but we have no per- manent or even temporary as an entity ín itself.” Á íslenzku mætti sennilega þýða þetta þannig: “Þessi sannindi eru um tilveru- leysi sálarinnar, eða sálarleysis- kenningin. Alt, er lífinu ' heyrir til, er án- sálar. Vér erum ein- staklingar, en vér höfum enga varanlega eða jafnvel tímanlega sál, er veruleg geti heitið.” Dr. T. W. Rhys Davids, sem eg hefi áður getið um, og sennilega er einhver hinn mesti fræðimað- ur í þessu efni, sem nú er á lífi, skrifar um Búddhatrúna, bæði í bókum og fyrirlestrum. Hefir með- al annars farið fyrirlestraferðir ,um Bandaríkin, að fræða fólk á þessu sviði þekkingarinnar. Seg- ir hann nákvæpilega eins frá og dr. Soper, að Búddha hafi með «íllu þverneitað, að nokkur sál væri til. Telur hann, að það hafi verið eitt það fyrsta, sem Búddha gjörði, þegar hann fékk fólk til að hlýða á sig, er ekki var orðið áður kunnugt kenningum hans, að afneita öllum þáverandi hug- myndum um tilveru sálarinnar og að sannfæra fólk um, að engin sál væri til. (Sjá Enc. Brit., ell- eftu útg., 4 b. bls. 743-4). Ekki vil eg rengja það, að G. Á. hafi kynt sér Búddhatrúna, eins og hann sjálfur segir. En mér er alveg óskiljanlegt, að hann skuli halda, að sálarleysiskenn- ingin sé villa eða uppspuni hjá mér. Það atriði í kenningum Búddha er svo vel kunnugt, jafn- vel þeim, sem ekki eru nema lít- ilsháttar fróðir í þessum efnum. (4) Umskiftin, er verða við dauðann. í sambandi við það efni, kem- ur G. Á. með eina af þessum að- finningum sínum. Fer hann þess- um orðum um það atriði “Séra Jóhann segir, að sam- kvæmt Búddhatrúnni, sameinist sálin (sem í rauninni er nú ekki til) alheimssálinni eftir dauð- ann. Þetta er rangt. Búddha- trúin kennir ekkert um alheims- sál.” Það eina, sem er réttmætt í þessari aðfinslu, er um orðið “al- heimssál”. Nákvæmara orðatil- tæki væri að segja, að “alheims- afl,” samkvæmt kenningu Búdd- ha, taki við manninum, er hann deyr, ef að hann hefir ekki fyrir dauðann verið orðinn svo full- kominn, að vera búinn að ná lend- ingu í “Nirvqna”. Þetta alheims- afl í Búddhatrúnni, eða allsherj- arlögmál, er nefnt “karma” Orð- Búddha taldist svo til, að mað- urinn samanstæði af fimm eining- um eða pörtum. Eru partar þess- ir nefndir “skandhas”, er enskir fræðimenn þýða með “aggreg- ates.”. Mætti ef til vill notast við orðið samsafn' á íslenzku. Þessir fimm partar1 mannsins, “skándhas”, eða samsafn, eru: (1) likamslífið, (2) meðvitundin, (3) hugsunaraflið, (4) tilfinning, og (5) eftirtekt. Færi svo, að maður dæi fremur ófullkaaninn, eins og flestir eru, tók allsherjar- lögmálið “karma” við honum jafn- óðum, og utan um “skandhas”, eða samsafn mannsins myndaðist nýr einstaklingur, er tók við þar sem hinn hafði hætt. Gat þetta gengið mörg hundruð sinnum, eða jafnvel mörg þúsund sinnum, að einn maður eftir annan tóic við því “skandhas” eða samsafni mannsparta, er annar hafði átt á undan honum, og gekk ‘hskand- has” þannig að erfðum mann frá manni, þar til einhverjum í röð- inni, kannske eftir langt stríð, tókst að lifa svo fullkomnu lífi, að vera orðinn “Arhat”, þ.e. helg- ur maður og kominn í “nirvana”. Duttu þá artarnir, eða “skand- has”, í sundur og utan um þá gat ekki framar myndast nýr maður. Er þá svo til orða tekið, að “karma” hafi, að því er þenn- an fullkomna mann snertir, hætt að vinna, eða, að “karma” sé bú- ið eða uppgengið. Að því bar hverjum einum að vinna, þó bú- ast mætti við, að sú röð manna, er höfðu hver fram af öðrum tek- ið við sama samsafninu, eða “skandhas”, yrði orðin nokkuð löng, áður en einhverjum auðnað- ist að verða “Arhat” eða helgur maður, og geta þannig bundið enda á þetta einkennilega flakk mannspartanna frá einum heimi til annars. Það, að Búddha, sem neitar til- veru sálarinríar, skyldi samt þalda að mestu sálnaflakks-keningu Brahmatrúarmanna, má virðast undarlegt. |Æ.tla fræðimenn, að hann hafi ekki á annan hátt soul treyst sér til að |sýna fram á mögulega jöfnun á kjörum manna í framtíðinni, er bætti upp þann mismun er á sér stað í þessu lífi. En vel að merkja, það er í raun og veru ekki “sál”, sem er að flakka, þó þessi keijnjng hans sé venjulega nefnd sálnaflakkskenn- ing, heldur eru það verk manns- ins, eða samanlögð lífsbreytni hans, “skandhas”, eða það sam- safn af öllu tagi, er maðurinn var orðinn, þegar hann dó. Og það er ekki hann sjálfur, sem kemur fram aftur, heldur annar maður, er erfir “skandhas” hans, eða samsafn, og verður að gjöra við það það bezta, sem hann getur. Hafi einhver verið orðinn “Ar- hat”, eða helgur maður, og búinn þar með að ná fullkomnunarstig- inu í “nirvana”, áður en hann dó, hvað verður þá um hann? Búddha- trúin svarar og segir: “Ekkert verulegt hefir farist”. Segir dr. Soper þá, að manni með vestrænni mentun verði á að spyrja: “Er ekki persóna mannsins og með- vitund hans hvorttveggja liðið undir lok, og sé svo, hvað er þá eftir?” Svarið segir hann að só þetta: “Ekke’rt hefir farist” (“Nothing is lost”, bls. 195). Eft- ir þessu að dæma, er þá hinn dáni, fullkomni mkður á einhvern hátt enn til einhvers staðar í ríki tilverunnar, þó ekki sé Ijósari grein fyrir þv^ gjörð en þetta. Munurinn á kenningum Brah- matrúarinnar og kenningum Búd- dha, að því er snertir umskiftin við dauðann, er því ekki ýkja mikill. Bæði trúarbrögðin hafa kenninguna um “karma”. Sam- kvæmt Brahmatrúnni urðu hinir dauðu, er dóu' meira. eða minna óþroskaðir, að hverfa til jarðlífs'- ins aftur, eftir “karma” lögmál- inu, og verða þar að manni á ný, verri eða betri, eða að einhverri skepnu, alt eftir því, hve vel eða illa hafði verið lifað. Eftir langt stríð og margfalt flakk fram og aftur gat hinum dauða auðnast að ná svo mikilli fullkomnun, að hann þurfti ekki að hverfa til jarðlífsins aftiy, en mátti hvíl- ast í algleymskudjúpi tilverunn- ar, í Brahma. Þá var sál hans loks frelsuð. Lengra varð ekki komist. 1 1 staðinn fyrir að sami maður- inn, samkvæmt IBrahmatrúnni, er að ferðast fram og aftur, frá einu Ifi til annars, þá er þetta ferða- lag, hjá Búddha, hlutverk margra ipanna, er hver tekur við af öðr- um, mann fram af manni. Og í staðinn fyrir að Brahmatrúarmað un, að við dauðann reki “karma”- lögmálið hann ekki til baka, heldur að hann þá megi hvílast í Brahma, þá leitast Búddhatrúar- maðurinn við, að ná þeirri full- komnun hér í lífi, í “nirvana”, að við dauðann verði ekki manns- partar hans, eð “skandhas”, eða samsafn, rekið af “karma”-lög- málinu til baka, og utan um það myndist nýr maður; heldur að hann, eða öllu heldur “skandhas” hans, fái að vera í friði fyrir “karma”-lögmálinu, og hann fái að enda ferðalagið, er svo marg- ir fyrirrennarar hans höfðu hald- ið uppi. Brahmatrúarmaðurinn endar ferðalagið með því, að sofna í Brahma. Búddatrúarmað- urinn endar ferðalag sitt, eða öllu heldur ferðalag sitt og margra annara andlegra ætt- bræðra, með því að ná til “nirv- ana” og dettur þá “sknadhas” hans í sundur, er hann deyr, og má þar hvíla sig og þarf ekki að flakka meir. Á einhvern dular- fullan hátt er Búddhatrúarmað- urinn enn til, þrátt fyrir sálarleys- 'iskenninguna; er éinhversstaðar 1 tilverunni, því “ekkert hefir farist”, rétt eins og Brahmatrúar- maðurinn, líka á dularfullan hátt, heldur áfram að lifa í Brahma. Munurinn á umskiftunum við dauðann, í báðum trúarbrögðun- um, er því ekki næsta mikill. Er þá, héld eg, ekki fjarri lagi það, sem eg hefi sagt um Búddha, að kenning hans hefði, að því er framtíðarörlög mannsins áhrær- ir, ekki tekið Brahmatrúnni mikið fram, þó trúarbrögð hans séu venjulega álitin umbótastefna, er ræðst á hina gömlu trú, og leit- ast við að koma með eitthvað betra í staðinn. Að enn öðru leyti eru bæði þessi trúarbrögð mjög svipuð. Þau eru svipuð í því, er þau kannast við æðst og mest af öllu. Brahma er það æðsta, er eldri trúarbrögðin kannast við. Fræðimenn segja, að “Brahma” sé hvorugskyns r.afnorð. Er Brahma því í raun og veru alheimsafl, fremur en alfullkomin vera. Búddha kann- aðist líka við alheimsafl, er eitt væri óumbreytanlegt 0g óraskan- legt með öllu. Það var “karma”- lögmálið. í framkvæmd varð það að voldugu, blindu náttúruafli, er alt varð að hlýða. Brahmatrú- in kannaðist líka við “karm”-lög- málið, eins og eg hefi áður tekiðj fiam, en þar er það ekki æðst af ið þýðir upprunalega verknað eða urinn þráir að ná þeirri fullkomn- öllu, þó það sé afar voldugt, held- ur vinnur það sem lögmál Brah- ma, sem er yfir alt hafinn og er í raun og verií öll heimstilveran sjálf. (5) Sjálfsfrelsunarkenningin. Eg hafði sagt það í ritgjörð minni, um Búddhatrúna, að hún hefði hvorki haft guðstrú né guðsdýrkun. Hjálpræðið, eftir henni, alt í manni sjálfum. Mað- ur ætti það alt við sjálfan sig, hvernig manni farnaðist. Mint- ist eg, í því sambandi, á orðtak eitt, er varð sumstaðar vinsælt hér á árunum: “Sjálfur leið þú sjálfan þig.” Gjörði eg þá at- hugasemd við orðtakið, að hér væri í rauninni kjarninn úr Búddhatrúnni. í þetta hefir G. Á. rekið augun. Gjörir hann við þetta svohljóðandi athugasemd: “Séra Jóhanni geðjast sýnilega ekki að þessari sjálfsfrelsunar- hugmynd.” Engum stóryrðum mun eg bafa beitt gegn þessari kenningu. Sagði sem næst ekkert um það. G. Á. hefði því fremur átt að segja, að hann gizkaði á, eða teldi sjálf- sagt, að mér væri illa við kenn- inguna, eri" að þykjast geta full- yrt það af nokkru sem eg sagði. Það hefði verið meiri vandvirkni, og vandvirkni og nákvæmni er það, sem hann heimtar, og ætti hann því sjálfur að fylgja þeirri reglu. Hvort manni geðjast vel eða illa að sjálfsfrelsunarkenningunni, er komið undir því, hvort hún er lát- in eiga sér réttmæt takmörk, eða það er farið með hana út í öfgar. Sjálfsagt kannast G. Á. við, að Nýja Testamentið er fult af hin- um sterkustu áminningum, er gefa til kýnna, að maður geti að einhverju leyti ráðið nokkuru um frelsun sína. Frelsunin sjálf þó auðvitað í Kristi. En maður get- ur ráðið miklu, fyrst því, hvort sú frelsun sé þegin, eða ekki, og svo áframhaldinu, hversu helgun- arleiðin verður ákveðin. Sé sú leið, eða framsókn, mjög ákveðin, má segja, að maður sé að verða meira og meira frelsaður, eða, að maður sé að komast lengra á- fram frá því marki, þar sem hætta var, að maður félli til baka aftur. Um alt þetta getur maður ráðið slórmiklu. í þessum, skilningi, eða með þessum takmörkum, verður sjálfsfrelsunarkenningin réttmæt. En eigi frelsun sú, er maður getur sjálfur ráðið, alveg að koma í staðinn fyrir frelsun- ina í Kristi, þá er farið með kenn- inguna út í Öfgar og á hún þá fremur lítinn rétt á sér. Um þetta vil eg vona, að G. Á. sé mér samdóma. Sama er að segja um sjálfs- leiðslu-kenninguna, sem er auð- vitað náskyld 0g nærri eitt 0g hið sama. Sé maður með Guðs hjálp sem bezt að reyna að stjórna sjálfum sér, þá býst eg við, að flestir góðir menn kannist við það, sem réttmæta og hrósverða viðleitni. En eigi sjálfsleiðslan að koma alveg í. staðinn fyrir handleiðslu Guðs, þá er nokkuð öðru máli að skifta. Vil eg o^ telja sjálfsagt, að G. Á. sé nokk- urn veginn samdóma Hallgrími Péturssyni, þar sem hann segir: “Láttu Guðs hönd þig leiða hér, lífsreglu halt þá beztu.” Getum við þá vonandi verið á einu máli um þetta og þar með látið vera útrætt um það atriði. Auðvitað er G. Á. sjálfráður um það. En eg hygg bilið milli okk- ar hér sé ekki,eins mikið og sum- ir mundu ætla. (6) Breytingarnar á Búddha- trúnni á Indlandi á annari öld. Á breytingar þessar hafði eg minst í grein minni og hélt því fram, þó ekki mjög freklega, að líkindi bentu til, að þær stöfuðu að einhverju leyti af kristnum á- hrifum snemma á tíð. Mintist eg og á konung einn frægan, er Kan- ishka hét, sem kom til valda í norðvesurhluta Indlands árið 78 e. Kr. og ríkti eitthvað fram á aðra öld. Gat eg um, að senni- legt þætti, að á ríkosstjórnarárum Kanishka, sem ekki var Indverji, heldur ættaður vestar úr Asíu, hefði einhverjir andlegir straum- ar vestan að borist til Indlands og haft bein eða óbein áhrif á Búddhatrúna. Þykir G. Á. þetta hin mesta fjarstæða.- Orð hans eru á þessa leið: “Um áhrif kristinnar trúar á Búddhatrúna, *sem séra Jóhann gerir svo mikið úr, er það að segja, að þau hafa eflaust verið mjög lítil. Enginn veit neitt um áhrif að vestan á dögum Kanish- ka konungs.” Eg ætla að taka síðari staðhæf- inguna fyrst og tilfæra orð pró- fessors 'T. W. Rhys Davids, þar stm hann skrifar um Kanishka konung, en hann er býsna góð heimild í þessum efnum. Segir hann, að feikna byltingar í and- legu lífi á Indlandi hafi átt sér stað á ríkisstjórnarárum Kanish- ka. Orð hans um það og mögu- leg vestræn áhrif eru á þessa leið: “The reign of Kanishka was certainly the turning point in this remarkable change. It has been suggested with great plausibility, that the wide extent of his dom- ains facilitated the incursion in- to India of Western modes of thought; and thus led in the first place to the corruption and grad- ual decline of Buddhism, and secondly to the gradual rise of Hinduism.” (Enc. Brit., 15. b„ bls. 653.) Á íslenzku: “Ríkisstjórnarár Kanishka voru vissulega þau tímamót, ^er þessar markverðu breytirigar áttu sér stað. Þess hefir verið getið til, með mjög sterkum líkum, að hin mikla víð- átta ríkis hans, hafi stutt að því, að vestrænn hugsunarháttur hafi borist til Indlands. Þetta leiddi í fyrsta lagi til spillingar og smám amn til hnignunar Búddhtrúr- innar, og í öðru lagi til þess, að Brahmatrúin fór smám saman vaxandi.” ' Hvernig fer nú G. Á. að sam- rýma hin freklegu ummæli ,sín við álit og orð annars eins fræði- manns og dr. Rhys Davids er við- urkendur að vera, og það einmitt í öllu er snertir trúarbrögð Búd- öha, indverskar bókmentir og sögu? Nei, það er svo langt frá, að “enginn viti um áhrif að vest- an á dögum Kanishka konuungs”, eins og G. Á. fullyrðir, heldur eru líkurnar fyrir þeim hinar sterk- ustu, og það hefði fróður maður eins og G. Á. átt að vita. En að áhrif frá kristninni hafi náð til Búddhatrúarinnar snemma á annari öld, fyrir því eru einnig allsterkar líkur. í fyrsta lagi er það, að sá. armur Búddhatrúar- innar, er Hinayana nefnisf, fer á þessu tímabili og svo áfram meir og meir, að líkjast kristinni trú. En lík kristindómi höfðu trúar- brögð Búddha áður alls ekki ver- ) ið, heldur gagnólík. f öðru lagi er það, að andlega umrótið, sem verður í þjóðlífi Indlands á dög- um Kanishka, var afar mikið og að sumu leyti trúarlegs eðlis. Alt var gjört til að efla Búddahfrúna sem mest, en það varð til þess, að henn'i fór stórlega aftur og fólk sneri meir og meir við henni bakinu, og Brahmatrúin varð gjörsamlega ofan á. Og að þau áhrif, sem hálf-eyðilögðu Búddha trúna á Indlandi, hafi verið vestræn og helzt trúarlegs eðlis, er mjög sennilegt. Ekkert gat átt ver saman, eða verið ósamþýðan- legra, heldur en hin kristna trú og trúarbrögð Búddha. Þegar svo er búið að umsteypa Búddha- trúna og gjöra hana líka trúar- brögðum, sem fólk þóttist vita að væru af vestrænum uppruna, þá var alveg sjálfsagt, að það sneri við henni bakinu. Svo mikið djúp er staðfest milli vestrænnar og austrænnar hugsunar og sálar- lífs, að engin önnur afleiðing, á þeirri tíð að minsta kosti, gat ver- ið möguleg. í þriðja lagi er það, að kristin ti-ú hefir að líkindum mjög snemma á tíð náð að komast til Indlands. Löndin við Miðjarðar- hafið, norðan, austan og sunnan, cg svo í austur frá því alla leið austur á Indland, voru hið fyrsta svæði kristniboðsins. Hvenær kristin trú komst til Indlands, er auðvitað ekki mögulegt að vita með vissu. En sögusagnirnar um, að einn eða jafnvel tveir af postulum Krists ha?i boðað þar fagnaðarerindið, eru afargamlar. Hinn fyrsti kirkjusöguhöfundur, Eusebíus biskup í Sesareu, er skrifaði sögu fornkirkjunnar í tíu bindum, sem nær til ársins 324, getur um þessar sögusagnir um postulana og telur tær þá vera gamlar. En þessar sögu- sagnir um kristniboð postulanna á Indlandi benda vissulega á, að þangað hefir eitthvert kristniboð komist mjög snemma á tíð, þó að sögusagnirnar sjálfar verði ekki beint sannaðar. En það er ekki aðal atriðið í þessu máli. Aðal-atriðið er, hvort sú saga sé sönn eða ósönn, sem oft h efir verið á gangi, að frásögur Nýja Testamentisins um Krist sé lítið annað en ómerkileg stæling af trúarbrögðum Búddha. Mér er enn minnisstætt samtal í Winnipeg, fyrir meir en þrjátiu árum, þar sem einhver var svo fróður, -að hann vissi, að frásög- urnar um Búddha, yfirnáttúrleg- an upþruna hans, kenningar hans og kraftaverk, voru nákvæmlega eins og frásagnir Nýja Testa- mentisins um Krist. Og þar sem maðurinn gat um leið fullyrt með ómótmælanlegum rökum að Búdd- ^ia hafi verið uppi fimm hundruð arum fyrir Krist, þá var svo sem auðvitað, að frásagnir Nýja Testamentisins urðu fremdfc" ó- merkilegar og ekki þess verðar að mikið væri á þeim bygt. Það er þess vegna ekki neitt smáræðis atriði, að það er al- gjörlega sannað, að breytingarn- ar á Búddhatrúnni, er mest líkj- ast frásögnum Nýja Testamentis- ins um Krist, eru engar eldri en frá annari öld eftir Krist, en þá var alt Nýja Tetsamentið komið í letur og mest af því fyrir löngu. 'Sumar breytingarnar komu vit- anlega miklu seinna en það, jafn- vel mörgum öldum síðar. Sem ráðvöndum fræðimanni er G. Á. sjálfsagt ekki illa við, að þetta sé dregið fram í birtuna. Hitt ætti heldur ekki að saka nokkurn mann, þó bent sé á, með sennl- legum rökum, hvernig breytingar þessar geti mögulega verið til komnar. (7) Trúin á Amida. Sem kunnugt er, er Japan nú eitthvert hið voldugasta Búddha- trúarland í heimi. Hafði eg getið um í grein minni, að þar skiftist Búddhatrúarflokkurinn í sex fylk- ingar eða flokka. En þar hafði lína alveg fallið burtu í prentun- inni, svo þetta varð óljóst.. í raun og veru eru flokkarnir miklu fleiri en þetta. Þeir munu vera um þrjátíu alls í Japan þann dag í dag. En aðal flokkarnir, eða þeir lang-stærstu, eru sex að tölu. Mestur þeirra allra er Shin-flqkk- urinn, kendur við mann er hét Shin eða Shinran, og var stofnaður 1224. Er það sá flokkurinn, sem leggur mesta áherzlu á trúna á Amida. Hafði eg sagt í grein minni, að kenningin um hann líkt- ist mjög frelsiskenningu Nýja Testamentisins um Krist. Þessu vill G. Á. stranglega mótmæla. Ummæli hans um það efni eru hér tilfærð: “1 öllum réttum skilningi er Amida guð, og það er erfitt að sjá, á hvern hátt hugmyndin um hann er lík hugmynd kristinna manna um frelsara.” í bók sinni, “Religions of Man- kind” (bls. 245), kemst dr. Soper þannig að orði um boðskap Shin- rans um Amida: “Sh'inran was very emphatic that (here was no other salvation, and that it could be attained by faith and faith alone. Here is where he parted company with Jodo. There was no possibility of accumulafing merit by any- thing a man might do, not even by the repetition of the Nembut- su. Only by putting faith in Amida and believing thaf he would recieve any who came might a man hope for salvation.” Á íslenzku: “Shinran lagði mikla áherzlu á, að um annan hjálparveg værk ekki að tala, og með trúnni og trúnni einni yrði takmarkinu náð. Hér skildi með honum og Jodo (öðrum ‘flokki nokkuð svipuðum). Það var með öllu óhugsanlegt (eða ómögu- legt), að ávinna sér verðleika með nokkuru er maður gæti gjört, jafnvel ekki með því að lesa í sífellu Nembutsu-(bænina). Ein- ungis með því að truu á Amida og treysta því, að hann muni taka við hverjum sem til hans kemur gæti maður haft von um sáluhjálp.” Skyldi nú G. Á. ekki geta séð eitthvað svipað í þessu og frels- iskenning kristindómsins? Sý hann enn ekki sannfærður, mætti ef til vill sýna honum dálitinn kafla úr prédikun Eúddhatrúar- prests nokkurs. Er kafli sá tek- inn úr prédikunarsafni, sem þýtt hefir verið á enska tungu af pró- fessor Arthur Lloyd, sem kennari er við háskólann í Tokyo. Bókin heitir “The Praises of Amida.” Er kaflinn úr fyrstu prédikuninni og er um það, hve voldugt og dýrlegt nafn Amida sé: “This one name stands reveal- ed in the midst of a world of Shadow and Vision, and it alone is neither Shadow nor Vision. It is revealed in the world, but it belongs not to this world. It is Light. It is The Way. It is Life. It is Power. This name alone has come down from Heaven, the Absolute and Invisible, to Earth, The Finite, and The Visible. It alone is the rope which can draw us out from the burning fire of *pain, and land us safely in a place of pure and eternal bliss.” Það er erfitt að þýða þennan fallega kafla, svo að hann skemm- íst ekki, en það verður maður þó að reyna: .“Þetta eina nafn stendur opin- berað mitt í heimi skugga og sjón- hverfinga, og það éitt er hvorki skuggi né sjónhverfing. Það er opinberað í heiminum, en það til- heyrir ekki þefesum heimi. Það er Ijós. Það er vegurinn. Það er líf. Það er kraftur. Þetta nafn einsamalt hefir komið niður frá himni, hinn ótakmarkaði og ó- sýnilegi, til jarðar, takmarkaðrar og sýnilegrar. Það eitt er reipið, sem megnar að draga oss út úr hinum brennandi eldi sársaukans og koma oss óhultum til heim- kynriis fullkominnar og eilífrar sælu.” Sé G. Á. enn ekki á því, að trú- in á Amida, hjá Shin-flokki Búdd- hatrúarmanna í Japan, sé nokk- uð svipuð frelsistrú kristinna manna, mætti bæta við, um þetta efni, ummælum dr. iSoper, á bls. 246, í áðurnefndri bók: “It is clear that we have here the doctrine of justification by by faith as clearly taught as by Paul or Luther.” Á íslenzku “Það ér bersýni- legt, að vér höfum hér kenning- una um réttlæting af trúnni, rétt eins greinilega og hjá Páli eða Lúter.” Ekki ætla eg að gizka neitt á, hvort G. Á. lætur sannfærast eða ekki. Hitt þykir mér þó senni- legt, að einhverjir glöggir menn sjái nokurn veginn, að ummæli mín um_ þetta voru á góðum rök- um bygð. (8) Hefir Búddhatrúin stælt kristna trú í kenning og starfi, eða hefir hún ekki gjört það? í sambandi við þetta atriði kem- ur G. Á. með eina af þessum að- finningum sínum. Orð hans eru svo hljóðandi: “Það er vægast sagt fjarstæða, að Búddhatrúin hafi stælt kristin trúarbrögð. * ólíkari trúarbrögð er í raun og veru varla hægt að hugsa sér, enda svipar þeim í engu saman, nema í nokkrum helgisiðum.” Þáð sem er rétt í þessari máls- grein er það, að upprunalega svipað1 Búddhatrú og kristindómi ekki neitt saman,, heldur voru gagnólík. En G. Á. veit, að það hélt ekki áfram að vera svo. Strax 1 á annari öld fór Hinayana-armur ! Búddhatrúarmanna á Indlndi að koma með breyttar kenningar og varð úr því boðskapur þeirra I meir og meir líkur kristinni kenn- ingu. Á þetta hefi eg áður minst. Hinn armur Búddhatrúarinnar, j Mahayana, sá er breiddist út I norður á við, til Kína, Kóreu og ! Japan, hefir eihnig breyzt, og það í á sumum svæðum mjög stórkost- 1 lega. Hefi eg minst á sumar þess- ! ar breytingar, þær er snerta | kenninguna. (.Ætla eg þá um leið, að minnast á sumt er snertir starf 0g helgisiði Búddhatrúarmanna í ; Japan og umsögn dr. Soper um : það efni. Einn af voldugri, eldri Búddha- trúarflokkunum í Japan, er Jodo- j flokkurinn. Hefir það fólk helgi- siði talsvert svipuðum því, er 1 gjörist hjá kaþólskum. Við það kannast G. Á. og það rétilega. En Shin-flokkurinn, sem er sá vold- : ugasti og lang-útbreiddasti í Jap- an, er þó miklu svipaðri kristn- )Niðurl. á bls. 7) I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.