Lögberg - 28.04.1927, Blaðsíða 5

Lögberg - 28.04.1927, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. APRIL 1927. Bla. 5 grDODDS '(3 ÍKIÐNEYÍ Dodas nýrnapillur eru besta nýrnameðalið. Lækna og gigt foak- verk, ihjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pilla kosta 50c askjan eða sex ðskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyf- sölum eða frá The Dodd's Medi- cine Company, Toronto, Canada. arinn var sigraður af einhverjum sterkari en hann var sjálfur. Úr- slit stríðs og réttlætis eiga ekkert skylt saman. — Nú höfum við náð þeim þroska, að þjóðirnar láta skera úr málum sínum í gerðardómi og alþjóða dómstóli. Fastur aíþjóða dómstóll var skip- aður af Allþjóðabandalaginu til að dæma í málum milli þjóðanna. 1 dómi þessum eiga sæti dómarar frá hinum ýmsu þjóðum, sem kjörnir eru til níu ára. Dómþing þetta er háð í borginni Hague og á aðsetur í friðarhöllinni miklu (Palace of Peace), er reist var að tiihlutan Andrew Carnegie. Sá dómstóll hefir nú þegar skor- ið úr ýmsum vandamálum. Grey lávarður hefir sagt: “Ef slíkur dómstóll hefði verið til 1914, þá hefði stríðið aldrei átt sér stað.” Af öllu iþví, sem af stríðinu leiddi, er Alþjóðabandalagið hið eina sem áreiðanlega er til góðs. Það var stungið upp á því af Wilson forseta á friðarþing- inu í Versölum. Nú tilheyra bandalaginu 56 þjóðir, er allar hafa skuldbundið sig til þess að fylgja þeim reglum, sem banda- lagið hefir sett sér og sem miða að því að viðhalda friði í heim- inum. Bandalagið hefir nú þeg- ar skorið úr mörgum ágreinings- efnum, sem að öðrum kosti mundu vafalaust hafa leitt til stríðs. — Þið hafið öll heyrt um Locarno friðarfundinn, sem leiddi til þess meðal annars, að Þjóðverjar gengu í Alþjóðabandalagið. Það er eftirtektavert, hversu hugsun arháttur manna hafði breyzt frá þeim tíma er friðarþingið var haldið í Versölum og þangað til á Locarno friðarfundinum. Hat ur og hefnd var i Versölum ríkust í hugum manna. í Locarno hafði friðarhugmyndin náð yfirhönd- inni. Hver er nú tryggingin fyrir því, að þessar friðaruhgmyndir, sem eg hefi verið að tala um, fái framgang? Alþjóðalög eins og önnur lög, hafa lítið að þýða, nema því að eins að þau séu í samræmi við hugsun og vilja CAPITOL B00T SHOP Limited KJÖRKAUP Mikið úrval af skófatnaði fyrir voriðog sumarið. Sérstök Sala $5.00 í kjörkaupadeild vorri á öðru lofti. 1 200 pör Kvenmanna Suede skór, er kosta alt að $ 1 0.00, iiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii™^^ Sparið Peninga á Barna Skófatnaði Mikið úrval af þeim, yður mun líka þeir ágœtlega,aðeins og yfir ■ • • • 9/01* Capitol Boot Shop Ltd. 301 Portage Ave. Tvær dyr vestur af Capitol Theatre. 'Skófatnaði skift og peningunum skilað ef æskt er. 5PEEDIRDN ■AT’o RU’O. 192» Almenn útbreiðsla áminna en tveimur árum. Það, hvað McClary’s Speediron aflgjafinn hefir náð mikilli út- breiðslu um allan heim, er í sjálfu sér óræk sönnun um ágæti hans. Ekki fullra tveggja ára, er samt aðal aflgjafi fyrir rafeldavélar. Hversu vel og fljótt og áreiðan- lega hann vinnur, hefir aukið á þægindi og hagnað við alla mat- reiðslu fyrir tugi þúsunda, sem hann nota. Speediron er nú hafður í allar tegundir af McClary’s rafelda- vélum, jafnt smávélar, sem not- aðar eru í minstu eldhús, eins og hinar fallegu No. 10 eldavélar, sem ndtaðar eru í stórum eldhús- um. Gerðir af öllum stærðum og seldir við því verði, sem ekki er of hátt. Viðskiftavinur yðar sýn- ir yður þá með ánægju. M^CIarys Rafmagns Eldavél Skoðið einnig McClary’s A. &F. Electric Water Heater og Fibre form Tank Cover. Skoðið McCLARY'S Rafeldavélar ásamt “Speed Iron” útbúnaði að 55 WuuiípeóHiitlro, 1419 Pnncess — a ’ vj : c. Street 55-59 Igf princessst. inam öt* Hydro Jojónustan ábyrgist þessar eldavélar. McClary’s Gas og Rafeldavélar Seldar hjá Appliance Department WINNIPEG ELECTRIC Company Main Floor Electric Railway Chambers, Cor. Marion og Tache, 1841 Portage Áve. St. Boniface. St. Jamea ❖ McClary Rafeldavélar FÁST til kaups hjá J. H. Ashdown Hardware Co., Ltd. Auðveldir borgunarekilmálar, ef óskað er. fólksins, sem þau ná til. Það, sem mest á ríður, er sá almenni hugsunarháttur, sem ekki að eins heimtar að friðarsamningar séu gerðir, heldur einnig að þeir séu haldnir. Ef almenningur getur að eins lært að skilja þá yfir- burði, er gerðardómur hefir fram yfir stríð, til að skera úr ágrein- ingsmálum, og hve miklu meira réttlætis og sanngirni má vænta úr þeirri átt, heldur en frá sprengi kúlum og eiturgasi, þá mundi hann aldrei sætta sig við stríð, og aldrei líða nokkra stjórn, sem fremur kysi stríð en gerðardóm. Við, sem nú lifum, þekkjum hörmungar stríðsins betur en nokkur kynslóð hefir áður gjört, og því er það okkar skylda, að hafa áhrif á börn vor og alla aðra, sem við náum til, í þá átt að slík ógæfa komi ekki fyrir aftur. Hvað þetta snertir höfum við, sem nú erum komin á þroska- aldur‘> ,eða efri iár, reynt meiri vetrarharðindi, þegar um þessi efni er að ræða, heldur en annað fólk. Og því hefir aldrei nein kynslóð áður haft eins mikla á- stæðu til að fagna þeim yorhoða friðarins, sem að nú bjarmar af í ýmsum áttum. Þessi gleðidag- ur, sumardagurinn fyrsti, finst mér vera til þess fallinn, að við nú setjum okkur það, að gera alt sem í okkar valdi stendur, til að útrýma vetrarkulda stríðsins og glæða sumarboða ifriðarins. Frá Islandi. Verðlaun hafa nýlega verið veitt úr sjóði Jóns Sigurðssonar. Þau hlaut Helgi Briem, sonur 'Páls Briem amtmanns, fyrir rit- gerð um Jörund hundadagakon- ung. Sameinaða gufuskipafél. ætlar að halda uppi hraðferðum milli íslnds og Danmerkur á þessu ári. Þrjú skip, “Island”, “Botnia” og “Alexandria drotning” verða í förum. Frá Reykjavík fara þau til Akureyrar og snúa þar við. Kíghóstinn breiðist út í Rvík meir en áður síðan vörnum var hætt. Síðastl. viku fundust í bænum 150 nýir sjúklingar. Þó enginn manndauði af völdum veikinnar, 1 Hafnarfirði hefir hún breiðst mjög út, en fer hægt út um iand. Próf í læknisfræði við Háskól- ann hafa þessir tekið: Ríkharður Kristmundsson og Torfi Bjarna- son. Báðir eru þeir ættaðir úr dölum vestra. Sæsíminn hefir bilað rétt norð- an við Færeyjar. Hefir eigi enn verið gjört við skemdirnar, af því að sæsímaskip Noræna ritsíma- félagsins, sem eftirlit hefir, var við símaaðgerð í Norðursjónum. Lítill eða enginn bagi hefir orð- ið að símaslitum þessum, með því að loftsekyti koma í stað sæ- símans. Dauðsföll í íslenzku bygðinni í Norður Dakota. Laugardaginn 2. apríl urðu þau Mr. og Mrs. S. A. Björnson fyrir þeirri sorg að missa yngra barn sitt Árna Valdiniar, rúmlega sjö mánaða gamlan. Járðarförin fór frm frá heimilinu og kirkjunni á Mountain, mánudaginn 4. apríl. Föstudaginn 1. april dó Benedikt Theodór Thordarson á heimili for- eldra sinna nálægt Gardar. Hann var 39 ára að aldri ffæddur 10. des. 1887). Hafði hann ávalt búið í foreldrahúsum og verið fyrir- vinna þar og sterk stoð foreldra sinna. Hann var vinsæll maður og virtur í sínu nágrenni. Er hans eðli- lega sárt saknað. Jarðarförin fór fram frá heimilinu og Gardar- kirkju, þriðjudaginn 5. apríl. Mik- ið fjölmenni fylgdi honum til grafar. Miðvikudaginn 13. apríl dó Benedikt Hansen lyfsali í Wynd- mere, N. D.. Lík hans var flutt til Gardar þar sem fyrri kona hans og aðrir ættingjar hafa áöur verið jarðaðir. Hánn var jarðsungin frá Gardar kirkju laugardaginn 16. apríl. Á skírdag (14. apríl) andaðist Margrét Björnson vngsta barn Árna F. og Guðrúnar Björnson, í grend við Mountain. Hin látna var um tvítugsaldur. Hún var prýði- lega góð og vönduð stúlka og vin- sæl og elskuð í nágrenninu. For- eldrum og systkinum var hún mjög ástkær. Er hún þvi öllum harm- dauði er hana þektu. Hún var jarð- sungin frá heimilinu og kirkjunni í Mountain, j>áskamánudaginn 18. apríl í blíðu vorveðri. Fjölmenni mikið fylgdi hinni látnu til grafar. Miðvikudaginn 20. apríl lést að Akra konan Aðalbjörg Stefánsson um 72 ára að aldri, lést hún á heimili tengdasystur sinnar Mrs. Hallgerðar Stefánsson þar sem hún hafði dvalið að undanförnu. Hún var líkamlega ekki sterk, en skyldurækin, föst í lund og trú- lynd. Jaröarförin fór fram frá heimili Mrs. Hallgerður Stefáns- son að Akra, og kirkju Vídalíns safnaðar sunnudaginn 24. apríl. Fjölmenni fylgdi hinni látnu til grafar. Viö þessar útfarir allar aðstoð- aði séra H. Sigmar sóknarprestur í ísl. prestakallinu i N. Dak. Egypzka Prinsessan. (Niðurl.) Óvænt vítni. \ Eftir veizluna leið Nitetis mjög illa. Henni var haldið í nokkurs konar varðhaldi allan daginn, og um kveldið kom Boges til hennar og sagði henni á kesknislegan hátt, að bréfið, sem hún hefði skrifað, væri komið í hendur kon- ungsins, og að sá, sem flutti það, hefði verið tekinn af lífi. Við þessar fréttir féll Nitetis í ómeg- inn, 0g Boges bar hana til svefn- herbergis hennar og setti svo slagbrand fyrir dyrnar. Þegar Mandaue skildi við elsk- huga sinn síðar, fiýtti hún sér til herbergja Nitetis, og kom hún þar að henni í yfirliði og reyndi alt, sem hún gat til að vekja hana. • Litlu síðar kom Boges ásamt tveim hermönnum, sem settu Nit- etis í fjötra. Boges lét hatur sitt bitna á henni og sagði henni frá örlögum þeim, er hennar biðu. Nitetis ásetti sér að taka inn eitur undir eins og böðlarnir kæmu til hennar. Svo . þrátt fyrir fjötrana ritaði hún Camby- ses og tjáði honum sakleysi sitt og fullvisaði hann um, að hún ynni honum af heilu hjarta og endaði bréf sitt með þessum setn- ingum: “Eg drýgi þennan glæp á sjálfri mér, Cambyses, til þess að vernda þig frá að fremja hermdarverk.” Frá Nitetis fór Boges til Phae- dimes og eftir að vera búinn að vekja forvitni hennar með óljds- um dylgjum, sagði hann henni frá hinu svívirðilega ráðabruggi sínu til að eyðileggja Nitetis. Þegar að Gaumata hafði kom- ið til Babýlonar til þess að sitja þar nýárshátíðina, og Boges hafði séð hversu mjög hann líktist Bartja, s£ hann sér leik á borði. Honum var kunnugt um ást Gau- mata á Mandaue. Hann kom sér því í mjúkinn hjá honum og lagði á stefnumót með elskendunum í blómagarðinum við gluggann á herbergjum Nitetis þetta kveld. En hann fékk ákveðið loforð frá Gaumata, að hann færi tafarlaust í burtu, ^eftir samfundina, og sjálfur hafði Boges hjálpað Gau- mata út úr garðinum með því að opna fyrir honum leynihlið. Boges hafði og lagt drög til þess að ryðja Bartja úr vegi frá sér. Til þess að koma því í fram- kvæmd, hafði hann fengið grísk- an kaupmann til að rita Bartja bréf og biðja hann í nafni konu þeirrar, /sem hann .eiiskaði, að koma einn til stöðva, sem næstar voru við Euphrates hliðið. En maður sá, sem sendur var með bréfið, viltist á þeim Gaumata og Bartja, og afhenti Gaumata bréf- ið. En til þess að gjöra Bartja erfiðara fyrir að sanna sakleysi sitt, þá hafði Boges náð daggarði Bartja og lét hann við gluggann á svefnherbergi Nitetis, til þess eins og síðar varð, að hann fynd- ist þar og sannaði sekt Bartja. Dómur var nú feldur yfir Nit- etis, og ákvað hann að hún skyldi sett á bak asna, og asninn svo leiddur um aðal götur Baby- lonar. Gaumata hélt leiðar sinnar eft- ir samfundinn við Mandaue, og átti sér einskis ills von. En á vegi hans sátu þrír ræningjar, sem fengnir höfðu verið til þess að ráðast á hann 0g fleyja honum í Eupratesána, áður en hann næði til Rhagae. Pheadime, sem bar heiftarhug til Nitetis fyrir að koma á milli sín og Cambyses, gladdist yfir þessum vélráðum Boges, og gaf honum hálsmen sett gimsteinum, fyrir framkvædir hans. Það voru að eins fáir klukku- tíar til stundar þeirrar, er á- kveðin var til þess að framfylgja lítilsvirðingardómi þeim, er kveð- inn hafði verið upp yfir Nitetis. Fó/Ikið þyrptist saman á götum Babylonar til þess að missa ekki af skemtun þeirri, sem í vændum var. Rétt áður en stundin rann upp, er dómnum skyldi fullnægt, sást dálítill hópur ferðamanna koma og stefna að Bel hliðinu. 1 vagn- inum, sem fyrstur fór, sat tígu- legur maður um fimtugsaldur. Hann var fyrirmannlegur á svip og búinn hirðmannabúningi. — Með erfiðleikum komst ökumað- urinn í gegn um mannþröngina. “Greiðið oss veg,” hrópaði öku- aður. “Póstvagninn má engan tíma missa, og með mér er maður, sem mun láta yður iðrast hverr- ar mínútu, er þér tefjið fyrir okur.” — Póstvagninn náði tafarlítið til hallarinnar, og eftir ákveðnar til- raunir náði ókunni maðurinn fundi konungsins. Þessi ókunni maður var Grikki, og kvaðst geta sannað sakleysi mannanna, sem dæmdir höfðu verið til lífláts. "Leiðið hann til mín,” sagði konungurinn. “En ef hann ætl- ar að villa mér sjónar, þá ska! hann minnast þess, að þar sem sonur Cyrusar hefir verið dæmd- ur til lífláts, þá er lífstrygging Grikkjans ekki á marga fiska.” ■Hin rólega og tignarlega fram- koma Grikkjans, hafði góð áhrif á Cambyses, og mótþrói hans hvarf, þegar komumaður sagði honum, að hann væri enginn ann- ar en hinn naffrægi Phanes, for- ingi gríska hersins í Egyptalandi og að hann væri kominn til Baby- lonar til að bjóða Cambyses kon- ungi þjónustu sína. Svo sagði Phanes frá því, að þegar hann hefði verið kominn í nánd við iBabylon, þá hefði hann heyrt hróp um miðnætti. Þeir hefðu stanzað og séð þrjá illúð- lega menn vera að draga ungan mann í áttina til árinnar. Hann sagðist hafa hlaupið til að hjálpa manninum, drepið einn af ofbeld- ismönnunum, en hinir hefðu flú- ið. Og þegar að hann hefði ]itið unga manninn, þá hefði hann þózt þekkja Bartja, sem hann sagðist hafa kynst í Egytpalandi við hirð Amasis konungs. Við tókum hann til næstu bið- stöðva, hreinsuðum sár hans og bundum. Þegar að hann raknaði við úr öngvitinu, sem hann var i, sagði hann okkur að hann héti Gaumata. [ Svo tók hann hitasótt og í óráði sínu talaði hann um lítið annað en en Mandane.” “Gefðu prinsessunni fult frelsi, herra, eg skal leggja sjálfan mig í sölurnar upp á, að Bartja var ekki í blómagarðinum.” Konunginn furðaði stórum á vitnisburði þessa manns, en var þó eki reiður. Phanes ráðlagði honum að kalla Oroþastes og Maudane á fund sinn, og félst konungurinn á það. Vitnisburðir þeirra staðfestu sógusögn Phanes. Konungur sendi eftir Boges, en hann fanst hvergi. Svo gaf hann út skipan um að láta alla fangana lausa og rétti Phanes höndina til að kyssa á, sem var sérstakt virðingar- merki. Svo fór hann til her- bergja móður sinnar, sem hafði sent honum boð um að finna sig. Nitetis hafði verið borin með- vitundarlaus til herbergja móður konungsins. Þegar hún vissi af sér, lá hún með höfuðið í kjöltu hennar og fann, að Atassa þrýsti heitum kossi á enni hennar, og þegar hún opnaði augun, sá hún að Cambyses stóð við hlið henn- ar. Hún leit í kringum sig og brosti og þekti þau öll. Svo reis hún upp með örðugleikum og mælti: “Hvernig fórstu að trúa slíku um mig, konungur?” 1 rödd hennar var engin þykkja, heldur djúpur sorgar- hreimur. ‘‘Fyrirgefðu mér,” svaraði Cam- byses. Svo fékk hún þeim bréfið frá móður sinni, sem skýrði alt leynd- armálið og bað þau að fyrirlíta ekki systur Sína: “Þegar að egypzkar konur elska, þá geta þær ekki gleymt. En eg er svo hrædd. Endalokin hljóta að vera komin. Þessi óttalegi maður Bo- ges, las mér hinn hræðilega dóm, og það var hann, sem kom mér til þess að taka eitrið.” Læknirinn kom brátt. “Eg hélt þetta! Hún hefir tekið eitur. Dauðinn er óumflýjanlegur. Það er engin von.” Þegar konungurinn heyrði þetta, hrópaði han í angist sinni: “Hún skal iifa. Það er minn vilji. Kall- ið þið alla læknar.a í Babylon og alla prestana. Hún má ekki deyj! Hún verður að lífa! Eg er konungurinn, og eg skipa svo fyrir!” Nitetis opnaði augun, eins og hún vildi hlýða boði konungsins. Hún leit á ástmög sinn, sem þrýsti brennandi kossi á hönd henni, og mælti svo lágt, að orðin að eins heyrðust: “O, sú mikla gleði!” Svo lokaði hún augunum og hitaveikin magnað- ist. Allar tilraunir til að bjarga lífi Nitetis uxðu árangurslaus- ar. Ógleði lagðist yfir Cambyses og hann fann ekki fró í neinu nema helzt herferðum og bar- dögum. Phanes vissi, að Nitetis var ekki dóttir Amasis Egyptakon- ungs, heldur Hophra konungs, sem á undan Amasis réði þar ríkjum og Amasis steypti af stóli. Það leyndarmál sagði Phanes nú Cambyses konungi og eggjaði hann mjög á að fara á hendur Amasis með her og krefjast þar konungdóms sem ^rfingi Nite- tis dóttur Hophra konungs. Þetta gerði Phanes þó ekki af neinum sérstökum velvilja til Cambyses konungs, heldur eink- um fyrir það, að Psamlik sonur Amasis hafði komið því til leiðar, að Phanes féll í óvirðingu við hirð föður hans og varð að flýja til að forða lífi sínu, og fjand- menn hans við hirðina myrtu son hans ungan. Sór Phanes þess þá dýran eið, að hann sky]di hefna sín á Amasis. BAKIÐ YÐAR EIGIN VBRAUD með Málalokin þekkja allir þeir, sem kunnugir eru sögunni. Að Cambyses með aðstoð Phanes barðist við Psamlik við Pelusí- um, vann sigur og lagði síðan Egyptaland undir sig. Hvernig að Cambyses lagðist í ofdrykkju og gjörðist æ grimmari harð- stjóri. Hvernig að hann lét myrða bróður sinn Bartja í einu af æðisköstum sínum og var að síðustu yfirunnin af Eþiopiu- mönnum. Sögufróðir menn munu og kannast við, að eftir að Camby- ses 'féll frá, reyndi Oropastes að fá bróður sinn Gaumata til þess að játast vera Bartja og krefjast ríkisvalda, hvernig að það á- form fórst fyrir og 'kostaði Gau- mata lífið, og hvernig að Persa- ríki reis aftur úr rústunum und- ir stjórn hins göfuga Dariusar, vinar og náfrænda Bartja. A Rose Theatre Næstu viku Brauð, sem mikinn orðstír hefir hlotið Fyrir fjörutíu og fimm árum var lítið bakarí í Winnipeg, sem J)á var smáþorp, en sem varð að undirstöðu eins liins helzta iðnfyrirtekis sem nu er rekið í þessari borg. Fetta litla fyrirtæki frumbýlingsins, þar sem seld voru að eins fáein brauð á dag, er nú orðið að hinu mikla bakaríi á Elgin Avenue, sem hefir öll nýtízku áhöld 0g sem getur bakað 100,000 brauð á hverjum degi og hefir 71 vagn til að flytja þau um alla borgina. Þetta er sagan af framförum hins fræga Biðjið um— “SNOWDRIFT” Vinsælustu brauð í Winnipeg. Vafið í pappír. Speirs Parnell Baking Co., Ltd. 666-676 Elgin Ave. SPEIRS RflRNELL BRE/3D

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.