Lögberg - 28.04.1927, Blaðsíða 7

Lögberg - 28.04.1927, Blaðsíða 7
\ LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. APRÍL 1927. Bls. 7 Er meir en ánœgðnr með afleiðingarnar. Manitobamaður Talar Lofsamlega itm Dodd’s Kidney Pills. Mr. W. G. Kemble brúkaði Dodd’s Kidney Pills við nýrnaveiki og reyndust bær mjég vel. Minnedosa, Man., 25. apríl — (einkaskeyti)— Þetta bréf er eitt af mörgum, sem oss eru alt af að berast og sem tala lofsamlega um þetta meðal. Það er frá Mr. W. G. Kemble, til heimilis á M7ater St. Hann segir: - “Þegar eg fór á fætur á morgnana, hafði eg mikla tilkenningu í nýrunum. Mér var ráðlagt að reyna Dodd’s Kidney Pills, og eg er þeim, sem það ráð gaf mér, mjög þakklátur, því að Dodd’s Kidney Pills reyndust mér ágætlega. Eg vil ekki vera án þeirra.” Að sjúkleiki sá, sem þjáði Mr. Kemble, hafi stafað frá nýrun- um, er áreiðanlegt. Það sést á því, að Dodd’s Kidney Pills hjálp- uðu1. honum. Þegar nýrun fara úr lagi, þá hreinsa þau ekki óhollu efnin úr blóðinu, og af- leiðingin verður sú, að maður verður áhyggjufullur og missir á- hugann og dugnaðinn. Þetta er bæði óþægilegt og skaðlegt. Óholl efni í blóðinu valda sjúkdómum. Verjist þessum sjúkleika og fá- ið aftur heilsu yðar með því að nota Dodd’s Kidney Pills. Tóbaksnautn og œska. Eftir Sigurð Guðmundson, forstöðumann gagnfræðaskólans á Akureyri. (Prentað eftir Akureyrar- blaðinu “Dagur”) ”Verkamaðurinn” og “Dagur” hafa, góðu heilli, vakið máls á, hve athugaverð væri sívaxandi tóbaksneyzla barna og unglinga. Umræður um slíkt efni hljóta að vekja athygli allra þeirra, er falin er forsjá og forráð ungra manna og uppeldis-stofnana. í raun réttri ætti allir foreldrar lands vors að láta sig slíkt efni miklu skifta. Eða hvað skyldi þeir menn láta sig varða, sem eigi er alhugað ant um þroska eða, að minsta kosti, um stund- lega velfarnan barna sinna og niðja? Heimskan ein og hrokinn fá, að ókönnuðu og óhugsuðu máli, neitað því, að reykingar og önnur tóbaksnautn á rekinu milli 10 ára og tvítugs, fái óhollustu- samlega orkað á hegðun, nám og þroska svo ungra neytenda. Eg fæ eigi varist að leggja orð í belg um þetta efni. Samt tek eg nauðugur hér til máls. Senni- lega hættir forstöðumönnum skója til ofmikillar vandlætingarsemi um venjur og háttsemi æskulýðs. — Ef til vill er eg slíkum kvilla haldinn og því í meðallagi vel fallinn hér til leiðsagnar. í öðru lagi virðist mörgum öfgagjamt, er þeir rita um tóbksnautn og á- fengis, eins og eðlilegt er. Efn- ið er viðsjált og torfundið þar hið sanna og rétta, enda eru áhrif tóbaksins misunandi eftir eðli og aldri neytanda, þroska þeirra og hraustleik. En eg þykist hafa nokkra( reynslu um tóbaksnautn æskumanna, er eg fæ eigi orða bundist um. I. Þar er skjótt af að segja, að skólareynsla mín og viðkynning við unga skólasveina hefir blásið mér í brjóst megnum ímugust á tóbaks-notkun ungmenna, einkum vindlingareykingum, sem er tíð- ust og tömust tóbaksnautn æsku- manna. Mig uggir fast, að skap- höfn þeirra sé tóbaksneyzlu alt af viðsjár- eða varhugaverð, stund- um skaðvænleg, svo að sæmdar- og siðferðisháski getur — og Nhef- ir áreiðanlega — staðið af. Eg á hér við ungmenni á rekinu 14— 20 ára, sem eg haft hefi nánust kynni af. Eg þykist eigi á annan hátt Gefur Þér Sömu Heilsu óg Orku og Þú Hafðir á Yngri Árum. Það gildir einu, hvort þú ert gamall og mikið farið að fara aftur, eða miðaldra og bilaður á heilsu, eða á yngri árum, en skortir líf og fjör æskunnar, þá munt þú finna undursamlega hjálp og heilsubót ef þú notar þetta ágæta meðal, Nuga-Tone. Þetta góða meðal hefir á síð- ast liðnum 35 árum veitt miljón- um manna heilsu og styrk og á- nægju. Það uppbyggir líkamann betur, en nokkuð annað getur gert, styrkir taugarnar og vöðv- ana og aðál liffærin, og læknar | sjúkleika, sem leiðir af ónógu eða þunnu blóði, og kemur líkaman- um í lag, þó hann sé veiklaður og af sér genginn. Fáðu flösku hjá lyfsalanum strax í dag. Með- alið verður að gera þig styrkari og hraustari og láta þér líða bet- ur á allan hátt, eða verðinu verð- ur skilað aftur að öðrum kosti. Taktu enga eftirfíkingu — ekkert getur jafnast við Nuga-Tone. betur fá rökstutt þessa skoðun mína heldur en á þá leið, að skýra frá, hversu hún hefir smámsam- an þróast í mér. Þó óviðfeldið sé, verð eg um leið að minnast nokk- uð á sjálfan mig. Eigi má dyljast þess, að sjálf- ur hefi eg lengi reykt, mér þótti ilmurinn hinn þægilegasti, á- hrifin hin notalegustu, einkum ef eg hefi hóflega reykt. Eg veitti lengi enga athygli áhrifum reykinga á ,'skaphöfn og sam- vizkusemi. Einhvern tima hefði eg, ef til vill, heimskað góða menn fyrir að eyða mikilli fyrir- höfn, orku og erfiði i baráttu gegn tóbaksnautn. Mér hefði í fyrsta lagi þótt slíkt fánýt bar- átta, með því að piér hefði þótt litlar ■'vonir verulegs árangurs af slíku stríði. í öðru lagi virti eg þá svo — sem eg raunar geri enn—, að minna væri undir þvi komið, hversu menn neytti heldur en hvað þeir veitti, c: hvað þeir sköpuðu eða léti af hendi rakna nýtil^gt ,í þágu ’þjóðfélags k>g menningar. Að vísu vissi eg á því nokkur deili, að nautnir og neyzla orka á iðju vora og iðni, og að slík áorkan er annaðhvort holl eða óholl. Fer hér sem oftar í svipuðum efnurn, að eigi er svigrúm handa þriðja. Hitt hug- leiddi eg eigi, að tóbaksnautn gæti ísjárverð reynst, jafnvel hættuleg að marki. Slíku veitti eg fyrst eftirtekt, er eg tók við þeirri sýslan, er eg gegni nú. 'Skamma stund hafði eg dvalist hér, er eg komst að raun um, að vindlingar reynast óskapstyrkum unglingum hinir skæðustu freist- arar. Piltur einn, milli ferming- ar og tvítugs, varð uppvis að mjög ískyggilegum fjárafla, er stjórnlaus fíkn í vindlinga átti áreiðanlega langsamlega mesta sök á. Skömmu siðar gerðist hér í skólanum atburðir, er kveiktu í mér sterkan grun á, að oftar en varir væri skamt frá vindlingnum í flöskustútinn. Hefi ef síðar, af ýmsum rökum, styrkst í þeirri trú. En “fyr má rota en dauðrota”. Ilt geta unglingar hlotið af vind- linganautn, þótt eigi valdi hún ofdrykkju né glæpsamlegu at- ferli. Mér hefir, mörgum frem- ur, veizt kostur á að taka eftir, hvort nokkrar eða hverjar breyt- ingar gerast á skaphöfn og ráði unglinga, er þeir venjast á reyk- ingar eða tóbaksnautn. Og und- antekningarlítið hefir mér alt af virzt bregða við á sömu leið: Jafnskjótt og nemendur byrjuðu reykingar, kendi nokkurrar flögn- unar í fari þeirra, fór að bera á flösum í eggjum skaphafnar og vilja. Veilur þessar eru í byrjun allra-oftast svo smáfeldar og smá- gerðar, að naumast taka aðrir eft- ir þeim en menn, sem kynzt hafa fjölda ungmenna og orðið hafa, sökum stöðu sinnar og starfs, að hvessa eftirtekt sína á þroska og stefnu æskulýðs. Vér feður og mæður erum flest furðulega ó- glögg á glöp og galla barna vorra, afsökum yfirsjónir þeirra og á- virðingar. Vér dyljum oss þess„ — að nokkru viljandi—, hvílík hætta getur af þeim staðið, fyrir- gefum því stundum of fljótt og börnunum of auðveldlega. Og hér verð eg að skjóta að athuga- semd, sem hefði þó átt betur heima síðar í grein þessari. Vísast hugsast einhverjum, að lítil sök sé að tóbaksnautn ung- menna, úr því að tíðast taki ekki nema stöku menn eftir skapbreyt- ingum þeim, er af henni stafi. En þess ber að gæta, að flestir skapbrestir byrja hægt, ósýni-( lega hægt. Oss hættir raunalega við að gleyma því, að ógæfan fer löngum hægt úr hlaði. Einmitt af þeim sökum er oss erfitt að varast óhamingjuna, að hún er hverju rándýri veiðikænni, slyng- ari og slægari. Tolstoy drepur á það, í stórmerkilegri ritgerð um áfengi og örvandi nautnir, að eigi þurfi nema örsmátt strik eða ör- litla dráttu til að breyta svo mynd, að hún verði algerlega önnur. “Listin byrjar á örsmá- um dráttum,” hefir hann eftir frægum málara rússneskum. <0g þetta á ekki að eins heima um list, heldur um gervalt lífið, seg- ir stórskáldið. “Sannarlegt lif, kveður Tolstoy enn fremur, “byrj- ar, þar sem gerast örsmáar og ó- endanlega litlar breytingar” — (“where what seem to us minute and infinitely small alterations take place”—ritgerðin er á ensku og kallast: “Why do men stupify themselves?”). EAitt verður að hrinda því, að þetta heljarmenni andans fari hér, um meginatriði, með rétt mál. Til skilnings á sliku þarf eigi lengi að virða fyrir sér mannlega reynslu né mannlegt eðlisfar. Því er það án efa rétt, sem sagt hefir verið, að taka iverði með tiltölulega mestum strangleik á fyrstu óráðvendni eða gripdeildum barna eða ung- linga. Vísast spyrja margir, í hverju þær breytingar séu fólgnar, semT er vér af slíku höfum, heldur til bóla taki á í skaphöfn og dagfari j að dylja fyrir sjálfum sér kröfur nemanda, er neyta taki vindlinga. Svara má sannast á þessa leið: Hæverska þver, skemtifýsn vex, dregur úr iðni og ástundan, en afarhægt í fyrstu, bryddir á smá- hirðuleysi um hlýðni við skóla- reglur og skólalög. Af því að nem- endur hér hafa sýnt skólanum þegnskap og drengskap í hlýðni við reglur hans, er athugun min um þetta efni áreiðanleg og mætti sanna hana hverjum kunnugum. Dálítill losarabragur færist á svip og framferði. StundUm verður vart- tilhenigingar til siVidurgerð ar um klæðaburð, yfirleitt borist meira á en áður, eða öllu heldur á sliku byrjað. Yfirleitt hættir ungum reykjöndum til að semja sig í margvíslegustu nautnum eftir fullorðnum. Þeir gerast flýsjulegri. óörugglegri /til orða og æðis, dáða og dugs. Þetta er alsannast sagt af reynslu minni í þessu efni. Sjálf- ur þykist eg skoða þetta atriði hleypidómalaust. Eg hefi skýrt rækilega frá skoðana-þróun minni hér, svo að lesöndum veitist þeim mun auðveldara að skera úr lík- um til, hvort eg rita hér af hlut- drægni, hleypidómum * eða ofsa- fengnu hatri á tóbaksnautn. eiginnar samvizkm. Sennilega þykir mörgum tóbaksneytanda slíkur boðskapur kynleg kenning, furðuleg og fáránleg i senn. En gjalda ber á tvo vegu — og þá gagnstæða — varhuga við, áður en vér mörkum afstöðu vora gagn- vart slíkum kenningum. Það er jafnmikil fásinna, að virða í slík- um efnum algerlega að vettugi orð Tolstoys, eins og það væri á sína visu óviturlegt, að gefa eng- an gaum að kenningum heims- frægs vísindamanns í jarðfræði, þótt gjarnt þætti honum á öfgar. Munum, að sjaldan hefir lifað skáld, er lýst hefir mannlegri sál með meiri skilningi og kunnug- leik, en einmitt þetta rússneska stórskáld. Varast ber hins veg- ar að gína athugalaust við hverri guðsjallsgrein hins mikla spá- manns. Enginn byrjar á tóbaks- nautn í því skyni, að deyfa við- kvæma samvizku. Vér byrjum ungir á tóbaksnautn af rælni og hermihvöt, til þess að vera “eins og hinir”, vera “menn með mönn- i um”, af mannalátum. Mannalæti eru það — og þau í rauninni kát- brosleg— er hvítmunalegur ferm- ingardrengur eða jafnvel rúmlega svo gamall, renglulegur og væsk- II. En hvað getur reykingar spilli ilslegur, reykir gildan vindil, eins j anleg sýn, að valdið því, að skaphöfn ung-1 menna'í Slíku fæ eg að litlu einu svarað. En eg fæ eigi varist að freista nokkurra sálarlegra skýr- j inga á þeim hinum íhugunarverðu i staðreyndum, er eg hefi skýrt frá hér að framan, og fæ eg eigi undan komist að festa nokkurn trúnað á. Torfundið er hér, sem viða annars staðár. hvað er orsök og hvað er afleiðing. Þeir hænast einkum að vindlingum og tóbaki, unglingarnir, sem ósjálfstæðast- ir eru í eðli og valtastir á freist- inga-svellinu. Þótt finna megi ýmsar undantekningar, venjaít þeir unglingar einkum og tíðast á tóbaksnautn, sem sízt mega við henni og þola hana verst, sökum áskapaðrar vilja-veilu og óstyrk- j le-iks í skapferli. Úr því verður' þess vegna seint skorið með vís-! indalegum áreiðanleik, hvort eigi hefði mátt líta sömu úrlitlu og fimtugir tóbaks-berserkir, eða skeggjaðir ýstrubelgir. Slík mannalæti eru samvizkusemi ungra sveina miður heilsusam-1 leg: t “Hrokinn til þess háa í list hentar ei sem stigi”, kvað Steingrímur. Sama má segja um ihöfuðlist allra lista, sjálfa lífsins list. Það er eðli alls mik- hafa áreiðanleik og ráðvendni margra ungra manna, fá — þótt skildar séu undan allar undan- tekningar — eigi varist þeirrij hugsun, að margur spillist, er færast yfir hann ár og aldur. En misskiljið mig ekki! Æ,tlið mér ekki þá fjarstæðu, að eg kenni tóbaksnautn einni saman slika spilling. Aðalsök á slíkri hnign- un fullorðinna og aldraðra á ger- völl mannfélags-skipun vor, fá- ráðleg tízka, heimskulegar venj- ur og rotinn aldarandi. Tóbaks- nautnin er ekki nema mjög lítils- háttar afspringur þessara skapa- norna vorra á jörðu. Henni verð- ur ekki eytt, nema ráði þessara misvitru norna verði breytt, og þær öðlist æðri og meiri þroska en þeim hefir til þessa hlotnast. En þessi lítilsháttar afspringur, tóbakssóttin, getur spilt skap- höfn og heilsu barna vorra, ef of snemma og of freklega er neytt, cg gerir slíkt, að meira eða minna oftar og alvarlegar en varir og gefinn er gaumur að. III. Ef reykingar eru unglingum á gagnfræðaskóla-reki óhollar, ræð- ur að líkindum, að þær séu börn- um milli 10—14 ára aldurs blátt áfram skaðlegar. Það er óhugn- sjá þyrping lítilla hnokka á slíku reki, reykjandi forstofum á veitingakrám eða á j stéttum og strætum úti. Þótt ó-! hugsandi sé, að uppræta tóbaks-l gelgjuskeiði, er ant um sæmd sína. Þeir vita það, sem átt -hafa margvísleg mök og viðskifti, bæði við unga og miðaldra, að æsku- menn rjúfa stórum sjaldnar orð og heit heldur en svokallaðir rosknir menn og ráðsettir. Ungum mönnum er holt bind- indi um nokkurt skeið. Einhver frægasti uppeldisfræðingur Þjóð- verja telur það skaphafnar- þroska nauðsynlegt. Og auðfund- in eru rök fyrir slíkri skoðun. Bindindi kennir ungum mönnum að neita, en slíkt reynist mörgum tornumin list. Eg hefi góðar heimildir þess, að sumir ungling- ar byrjuðu fyrst reykingar eða víndrykkju í “heldri manna” boð- um, af því að þá brast pinurð til að neita. Hér hefði bindindi kom- ið að góðu haldi, hert og stælt. Að því skyldi stefnt, að enginn ungur íslendingur reykti, fyrr en hann væri orðinn tvítugur. Nátt- úra lands vors krefst harðfengis og hreysti af íbúum þess. ef þeim á vel að farnast og vel vegna í £ VOR Miss Susan Peake, 49 ’Edward St., 'Toronto, tsegir: “Á vorin fékk *eg Eczema á hand- ♦leggi og í andlitið og var það .mjög óþægilegt og ljótt. Eg brúkaði allskonar smyrsl, en kláðinn og óþægindin héldust við þangað til eg fékk Zam-Buk. Það var mjög stuttur tími frá því eg byrjaði að brúka Zam-Buk, þar, til mér fór að batna. Eg brúkaði Zam-lBuk reglulega ov það leið ekki á longu þangað til mér var alveg batnað og húðin var alvegj heil, bæði á andliti og handleggjum, og hún varð meira að segja mjög mjúk og hrein.” Á þessum tíma árs er huðin sérstaklega mjög næm fyrir þess- um sjúkleika, svo nú ættu allir að gæta þess vandlega, að nota strax Zam-Buk, ef þeir fá einhverja skurfu eða sárindi á hörundið. Þetta ágæta jurtalyf er ávalt gott og það má ávalt reiða sig á að það græðir ss#r á hörundinu. ramPuk BEST FOÍ2 ALL SKIN TROUBLES á hún í því sammerkt yið marga sjúkdóma, að draga má úr henni og minka hana. Ófyrirgefanlegt tómlæti virðist mér það, að freista einskis í þessu efni. Skólanefnd- illætis, að því er ekki gefið um að ir og skólakennarar ættu að hefj- játa, hvorki fyrir sjálfu sér nél ast handa gegn slíkum ósið. landinu. Því krefur þess þjóðar- þroski og þjóðarheill, að íslenzk æska sé tamin við karlmensku og aflraunir, hófsemi og harðfengi.j Engan iðrar þess á gamals aldr:.! er hann rennir augum yfir liðna | æf:, þótt hann vendi sig seint á i tóbaksnautn. Hins vegar hefi eg óvií5jafnanlegt við psoriasis, salt heyrt góða menn og gegna harma rheum, bad legs, hringormi, kýl- það á efri árum, hve ilt þeir hefð5 um, skurðum, brunasárum, og - tóbaksnautn onn ^ og altaf til æfiloka, af því að þá __________________________________ . brysti skapstyrk .til að venja s:g " „ nautn, jafnvel meðal ungmenna,j af henni, þótt þeir fegnir vildi og íastur var bann tvu sioustu ar æt- þeim ávalt léki þar þróttyana inllar- löngun á. öðrum, að því verði á villur né yfirsjónir. Því verður og eigi neitað, að menn reykja sökum nautnar þéirrar, er tóbakið fær þeim eða skapar þeim. Ekkert er sennilegra né auðskildara um svo gráðugar verur, sem oss menska menn. “Hinc illæ lacrimæ.” Margur siðferðis sjúkdómur og margvíslegt böl aldar vorrar sprettur einmitt af mannlegri nautnasótt. En þótt vér reykjum bæði af mikillæti og nautnagirni, má vel vera, að reykingar hafi á- hrif ill á samvizkusemi og dreng- sprungurnar í skaphöfn og fram- j lund. Tolstoy telur dæmi slíks úr göngu reykjandi æskumanna, þótt aldrei hefði þeir nokkurn vind- linginn reykt. Halda má, af þess- um rökum, því fram, að reyking- ar, glöp og smábrek 14—16 ára drengja eigi alt sömu upptök, séu systkin, en ekki mæðgin. Hér má, sem læknar að orði komast, eigi villast á ‘post” og “propter” eða eftir á og sökum þess. En samt leikur mér sterklega grunur á því, að orsaka-festi sé hér í milli. Systkini orka hvert á annað. Frá slíku getur, sam- kvæmt eilífu lögmáli, ekkert und- anfæri. Myndi þá tóbaksnautn engin áhrif hafa á vaxgljúpar sálir ungra manna á rekinu milli 14—16 ára? Erfitt veitir mér öðru trúa. Gáum að. Þótt marg- ir unglingar og jafnvel mörg börn reyki nú, eru reykingar og tóbaks neyzla samt aðallega fullorðinna nautn. Tóbaksnautn er eins kon- ar ferming til fullorðins nautna. En ef unglingar á slíku reki temja sér fullorðinna venjur og skemtanir, kemst það inn hjá þeim, að þeir séu rækallans mikl- ir garpar og afreksmenn, er i hví- vetna megi semja sig að fulltíða manna háttum, og að sömu lög gildi um þá, sem fullorðn#. En slíkt er óheilt, á marga lund skað- legt. Slíkt dregur úr þeirri full- komleiks-þrá, sem er allrar full- komnunar skilyrði. Sanngjarn húsbóndi leggur ekki sömu vinnu né sömu vökur á 14—16 ára ó- harðnaðan ungling, sem á þrítug- an mann, fullhraustan og full- efldan. Samt virðast margir for- eldrar una því vel, að börn þeirra, á lang-afdrifamesta skeiði æfinn- ar og allra hættulegasta, neyti sömu nautna sem fullorðnir. ______ Minnast ber og hins fornkveðna: að ein syndin býður annari heim . Því óhóflegar, sem við mötumst, því ákaflegar langar okkur í vindilinn að snæðingi loknum. Ein nautnin hefir aðra nautn í eftirdragi. óhæfilegt eftirlæti við sjálfan sig í einu efni, elur á samskonar eftirlæti við sjálfan sig í öðru. Þá er 15 til 17 ára snáði hefir tamið sér sömu nautn á tóbaki sem full- orðnir og^ fullþroskaðir, hættir honum við í nautnum — þvi mið- ur ekki eins í hollu starfi ___ til að temja sér ýmiss konar nautnir aðrar fyrir aldur fram, sem margt 1SkyggiIegt getur af sprott- ið. en næst fátt gott af gróið Tolstoy heldur því fram, í rit- g'erð þeirri, sem eg gat um, að menn neyti hvorki tóbaks fengra drykkja sökum Þeirra né hressingar né ánægj^ né á- bragðs bókmentum og lífi, sem trauðla verða vefengd. Hafa og flestir athugulir menn, að líkindum, rekið sig á það, að margur frem- ur það ölör, er hann myndi blygð- ast sín fyrir ódrukkinn. Vindl- ingur hefir áreiðanlega stundum sefað veika siðferðiskend, svo að fyrir sefun þá brast eigi harð- neskju til illverka eður glæpa, sem Tolstoy drepur á. Og það: verður hér eigi nógsamlega brýnt! fyrir mönnum, að ungur og ó- þroskaður þolir ver sama tóbaks- skamt en fullvaxinn og full- þroska. Tóbak sefar. — Þótt það skaðsefi ekki samvizku margra ágætra manna, getur það eigi að síður sljóvgað samvizkusemj ung- menna, sem ófullvaxta eru, bæði á andlega og líkamlega vísu. Og ekkert er það, sem æskulýður né þjóðfélag má síður við, en að samvizkan — vörður alls siðferði- legs lífs — sé illa leikin eða veikluð. Aukaatriði tel eg hitt — þótt mikilsvert sé—, sem frá var sagt nýlega í skýrslu merkra skóla danskra, að komið hefir í Ijós, að ýmsum nemöndum hefir sózt bet- ur nám, er þeir létu af reyking- um. Sennilega slævir það hugs- un þeirra og skilning, svo að með- allagi, gefnir nemendur bíða af því námsskaða og andlegan hnekki. Geoijg Brandes sagði í ræðu Tyrir mánni nýútskrifaðra stúdenta (“Rustale) 13. septem- ber 1913: “Varið yður á ofmik- illi tóbaksnautn. ITóbaksnautn gerir loftið þungt (kvalm c: velgjulegt), og hún slævir hugs- unina, breytir nauðsynlegri um- hugsun í fánýta draumóra” (“for- vandlet nödvendig /Omtanke til ligegyldigt Drömmeri”). En sá þroskast áreiðanlega bezt á námi, er mestri hugsun beitir við það. Nú heyri eg gjalla við úr öllum áttum, frá mörgum mikilsmetnum borgurum og stórmennum: “Ung- ur byrjaði eg að reykja og sömu- leiðis félagar mínir ýmsir, er nu skipa æðstu sessa þjóðfélagsins, og eg hefi ekki orðið þes var, að við höfum af líku beðið nokkurt mein.” — Satt er það, að margur byrjar unvur tóbaksnautn og verður þó, sem betur fer, nýtur maður og merkur fyrir því. En er fjarstæða að svara slíkum mönnum þannig: Er óhugsandi, að verið gætuð þið enn fullkomn- ari, enn samvizkvíSamari, enn ör- uggari í æfistarfi og hverskonar drengskap, en eruð þið? Ásig- komulag mannsins bendir á, að samvizkusemi þeirra, er þar hafa áhrifin mest, sé í sumu syrgilega ábótavant. Og þeir, sem kynst Koma verður hér á samvinnu með fofeldrum og skólum. Tíðka ætti hér fund með foreldrum og kenn- urum og vandamönnum skóla- barna og skólanemenda, þar sem rætt væri um slík efni og fleiri greinir, er uppeldi varða og skólamál. Slíkir fundir þykja gefast vel utanlands, að því er skólaskýrslur þaðan herma. Sjálf- ur hefi eg í hyggju að efna til slíks fundar á næstkomanda hausti. Miargir foreldrar halda, að hér verði engju viti komið fyrir börn sín. Stundum getur slíkt reynst toírvelt, stundum 1 ókleift. Ef beitt er lipurð og lagi, en ekki kúgun né þjösnalegu banni, má hér án efa miklu til leiðar snúa, ekki sízt ef feðurnir kynni sjálfir nokkru að fórna fyrir mörn sín og væri þeim hér til eftirbreytni. En slíkt mun þykia til of mikils mælst af feðrum lands vors á þessari tíð. öldin er ekki hneigð til sjálfsafneitunar né fórnar nein- um lífsþægindum. En þótt feð- ur reyki sjálfir, geta þeir oft og einatt laðað börn sín í bindindi. Sumir telja slíkt bindindi hættu- legt, af því að ungir menn geti brotið það. Eigi má neita, að slíkt getur gerst. En oss fullorðnum mun yfirleitt hættara við bind- indisbroti en unglingum. Ung- mennum á umróts-aldri eða Frá íslandi. Rvík. 12. marz. Misátta á Suðurlandi þessa viku. Oftast um tveggja stiga hiti. Norð- anátt meö snjókomu á NorSur- og Austurlandi. Mest 9 stiga frost. Guðmann Kristjánsson stúd. med. andaðist í Rvík 8. f. m. Hann var ættaður af Vatnsnesi í Húnavatnsýslu, f. 22. ágúst 1897. Stúdentsprófi lauk hann vorið 1924 og hóf nám i læknisfræði. Þá veiktist hann af lungnatæringu, er að lokum dró hann til dauða. Rúm- Halla Lárusdóttir andaðist 1. þ.m. á Kirkjubæjarklaustri á Síðu, 83 ára gömul. Hún var ekkja Helga heitins Bergssonar bórtda á Fossi í sömu sveit. 13 börn eignuðust þau hjón og eru 5 á lifi: Lárus bónd: i Kirkju- þæjarklaustri, Helgi forstj. Slátr- unarfélags Suðurlands, Einar í Englandi, Guðleif húsfreyja á Fossi og Halla, húsfreyja á Geir- landi. Snjóflóð féll i öræfum 7. f. m. Sópaði það burtu rafmagnsstífl- unni í Svínafelli og gjörði auk þess skaða nokkurn á túni. Stífl- an hefir verið bygð á ný. 8 WHISKY TEGUND, ER AVALT STYRKIR HEILSUNA; AÐEINS ÚR BESTU EFNUM OG HÆFILEGA GÖMUL CWhisky Skrifið eftir Cocktail verðlista vorum Hiram Walker and Sons, Limited, Walkerviile, Ont Nýr Sigur Fyrir Samvinnuna. Breyting sií á kornsölulögum Canada, sem samþykt var af báSum deildum sambands- þingsins, nú rétt áður en þinginu var slitið, veitir bændum í Vestur-Canada rétt til að senda korn sitt til hvaða hafnstaðar sem þeir sjálfir kjósa. Jafnvel þótt þessi breyting kæmi fram se/n stjórnarfrumvarp, þá er það engum vaia bundið, að ástæðan til þess að hún hefir nú komist á, er sú, að mikill meiri hluti bændanna í Vestur-Caada, sameinaðir í hveitisamlaginu, heimtuðu eindregið þessa réttarbót. % Þessi sigur bændanna í Vestrrlandinu, nær engu síður til þeirra, sem ekki tilheyra hveitisamlaginu, en hinna, sem tilheyra því. Ef þér hafið enn ekki gengið í þenn- an félagsskap, finst yður þá ekki, að nú sékominn tími til þess, að þér, með vinum yðar og nágrönnum, berjist fyrir ykkar sameiginlegu hagsmunum og réttindum? Það eru margar fleiri umbætur, koraverzluninni viðvíkjandi, sem bændunum væri til hagsmuna og hægt væri að koma í framkvæmd, ef þeir væru nógu vel sam- taka um þær. Hinir einu hættulegu óvinir hveitisamlagsins, eru bændurnir, sem þalda sig utan við það og finna að, og sem leggja tilyhveitið, sem síðar er hægt að jiota eins og sleggju til að hamra niður hveitiverðið. Ef þér viljið koma föstu verði á aðal framleiðslu yðar, þá takið þátt í hinu mesta fyrirtæki bændanna í Canada og gerist meðlimur Hveitisamlagsins, jiessa stórkost- lega samvinnufélagsskapar, sem alt af fer vaxandi. Manitoba Wheat Pool, Saskatchewan Wheat Pooi, Hlósrte Wheat Pool Winnipeg. Regina. Calgan’

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.