Lögberg - 12.05.1927, Síða 2
fils. 2
LöGBERG, FIMTUDAGINN 12. MAÍ 1927.
r
SH5a52SH52SSSESZ5SS2SHSaSZ5aSHSESHSHSHSÍSHS2SH5HS2SH52SE5c!SaSHS2SaSSS2SHS2SHS25ESH52Sa5BSaSH5a5H52Sa5HSasaS2SHSH5HSH5aSHS2Sa52SHSH5H5H5aSS5SSHSHSESH5HSH5E52S;Z5aK,Tc
Sérstök deild í blaðinu
SOLSKIN
SH5HSH5H5?c-; StStSesaSHSaSHSHSESHSHSHSE5HSESH5E5H5HSHSH5H5H5H5HSaSESH5HSHS?SHSH5SHSH5HSH5ESHSH5HSH5HSH5HSH5HSH5HSHSHSHSHSH5H5H5H5H5ESHSH5ESHSHSESHSH5H5HSHSHSHSH SHSHSHSHSHSHSi
TEPOTTURINN.
Stgr. Th. þýddi.
Það var einu sinni stoltur tepottur. Hann
var stoltur af postulíninu, sem í honum var,
stoltur af túðunni sinni löngu, stoltur af hand-
arhaldinu breiða; hann hafði nokkuð til síns á-
gætis, bæði í bak og fyrir og um það talaði
hann, en ekki talaði hann um lokið á sér, það
var bsotið, það var spengt saman; hann hafði
ágalla og um galla sín talar maður sjálfur ó-
gjarnan; aðrir munu víst gera það óspart.
Bollarnir rjómakannan, og sykurskálin og öll
teáhöldin mundu víst betur muna eftir breysk-
leika loksins og fremur minnast hans en hand-
arhaldsins góða 0g túðunnar ágætu; það vi&si
tepotturinn.
“Eg þekki þau,” sagði tepotturinn við
sjálfan sig, “eg þekki líka ágalla minn og kann-
ast við hann, og af því má bezt marka auðmýkt
mína og yfirlætisleysi; allir höfum við ágalla,
en svo hefir maður líka sína hæfiileika. Boll-
arnir hafa handarhald og sykurskálin lok, eg
fékk nú hvorttveggja, 0g eitt umfram, sem þau
fá aldrei, eg fekk túðu, hún gerir mig að drotn-
ingu teborðsins. Sykurskálinni og rjómakönn-
unni hlotnaðist að vera þjónandi þemur ljúf-
fengisins, en eg er veitandi og yfirráðandi, og
breiði út blessun meðal hins þyrstandi mann-
kyns. Innan í mér seyðast hin kínversku lauf
í sjóðandi, bragðlausu vatninu!”
Alt þetta sagði tepotturinn í sinni fjörugu
æsku. Hann stóð á dúkuðu borðinu, hann var
tekinn upp af fínustu hendi, en þessi fínasta
hönd var klaufaleg í meira lagi, tepotturinn
datt niður, túðan brotnaði af, handarhaldið
br>otnaði af, lokið er ekki umtalsvert, það er
nóg talað um það áður. Tepotturinn lá á gólf-
inu í yfirliði og valt úr honum vatnið sjóðandi.
Það var ljóta áfallið og verst, að aUir hlógu að
honum, en ekki að hendinni, sem var svo klaufa-
leg, að missa hann niður.
“Þá endurminningu losna eg aldrei við,”
sagði tepotturinn, þegar hann seinna meir
sagði sjáifum sér æfi sína. “Eg var kallaður
aflóga garmur og settur út í horn og daginn
eftir var eg gefinn konu, sem var að sníkja sér
út flot. Eg lenti í fátækt 0g stóð þarna mátt-
laus og hjálparlaus, en sem eg stóð þama
þannig til reika, þá byrjaði mit betra líf. Eitt
e r maður og annað v e r ð u r maður. Það var
látin í mold, og það er nú fyrir tepott sama sem
að verða jarðsettur; en í moldina var settur
niður blómlaukur, hver hann setti eða hver það
var, sem gaf mér hann, það veit eg ekki, en
nokkuð er það, að gefinn var mér hann, svo
sem uppbót fyrir kínversku blöðin, uppbót fyr-
ir brotna handarhaldið og túðuna. Og laukur-
inn lá í moldinni, laukurinn lá í mér, hann varð
hjartað í mér, nýtt lifandi hjarta; slíkt hafði eg
aldrei haft áður. Það var líf í mér, þróttur 0g
fjörmagn; lífæðin sló. Laukurinn skaut frjó-
öngum; það var eins og hann sprengdist af
hugsunum og tilfinningum; þær bmtust út og
urðu að blómstri; eg sá það, eg bar það, eg
gleymdi mér í fegurð þess: Signuð sæla, að
gleyma sjálfum sér í öðrum. Það þakkaði mér
ekki fyrir, það hugsaði ekki um mig; menn
dáðust að því og dásömuðu það. Eg stór-
gladdist af því, hversu mjög hefir það þá sjálft
hlotið að gleðjast. Einn dag heyrði eg sagt,
að það verðskuldaði að vera í betra potti. Eg
var sundpr brotinn í miðju og kendi afskap-
lega til, en blómið komst í betri pott, og mér
var grýtt út í húsgarð þar ligg eg nú sem ann-
ar leirbrotsgarmur, en endurminninguna hefi
eg; hana getur enginn frá mér tekið. — Sdbl.
GLEÐILEGT SUMAR!
Það var einu sinni maður, sem gekk daglega
hraustur 0g ánægður til vinnu sinnar. Einn
dag kom kunningjum hans saman um að leika
á hann, og þeir komu til hans hver á fætur öðr-
um og spurðu hann, hvort honum liði ekki vel,
hvað gengi að honum, hvers vegna hann væri
svona aumingjalegur, og svo fram eftir götun-
um. Áður en dagurinn var liðinn, var mann-
inum farið að líða svo illa, að hann varð að
hætta vinnunni og fór heim að hátta.
Með samskonar móti er oft verið að reyna
að draga kjark úr kristnum mönnum nú á tím-
um. Hvað eftir annað er verið að spyrja:
Gjörir kirkjan anna^s nokkuð gagn? Er nokk-
urt gagn í kristindóminum ? Er trúarlífinu ekki
að hnigna? Er mönnum nokkur alvara með
þetta kirkjumála-brask? Væri ekki alveg eins
gott að hætta alveg við það?
Spumingar eins og þessar verða oft til þess
að vekja efa og draga úr áhuga.
En það er vel hægt að svara þeim. Því aldr-
ei í sögu kirkjunnar hefir verið starfað af eins
miklu kappi og nú að eflingu og útbreiðslu
fagnaðareorindisins. Aldrei hefir líknarstarf
kristninnar borið eins stórkostega ávexti og nú
á tímum. Aldrei áður hafa eins margir keypt
og lesið biblíuna 0g nú. Aldrei hefir verið
hugsað og talað um trúmál af meiri alvöru en
nú.
Þess vegna þarf enginn að láta hugfallast
að telja sér trú um, að guðs ríki meðal mann-
anna sé að hnigna. Satt er það reyndar, að
margt er eftir ógjört og margt ófullkomið; jen
hinsvegar er nú hjá svo mörgum ljós skilning-
ur á kölluninni kristilegu og fúsleikur til að
leggja rram krafta sína , að það er stórkostlegt
fagnaðarefni.
Sumarið er að byrja og alt að lifna við aft-
ur í ríki náttúmnnar eftir vetrardvalarji. Lát-
um alla þá dýrð guðs, sem sumarið opinberar,
og alla þá blessun, sem það flytur, vekja og
glæða hjá oss bjartar og djarfar vonir. Rek-
um allar hugleysis og dáðleysis hugsanir á dyr,
og munum eftir því, að vér berjumst undir
merkjum þess konungs, sem ekki getur beðið
ósigur.
Látum frjósemi sumarsins minna oss á, að
alt gott, sem gjört er í drottins nafni, ber á-
vöxt til blessunar. Setjum oss á árstímamót-
unum að láta þetta sumar ekki verða ávaxtar-
laust fyrir vort eigið andlega líf; tækifærin eru
mörg í kirkju, sunnudagsskóla og heimilislífi.
Og setjum oss að flytja sem meata heimiUs-
gleði inn í líf þeirra, sem með oss lifa. Við það
glæðist starfsglöð trú. Þá verður sumarið oss
bjart og blessað.
AUKA-DAGUR.
“Húrra!” — æpti Tommi og kom á hend-
ings-kasti inn í leikstofuna til stystkina sinna
— “það er heill auka-dagur nú í ár, og hann er
á morgun.”
“Hvað áttu við, Tofnmi?” — spurði Sigga
stein-hissa, og flýtti sér að bjarga brúðunum
sínum, til þess að Tommi skyldi ekki stíga ofan
á þær ósköpunum.
Nonni og Stína flýttu sér að komast niður-
úr legubekknum. “Hvað er auka-dagur? Hvern-
ig er hann? — spurðu þau með mestu ákefð.
“Vitið þið ekki, að það er hlaupár?” sagði
Tommi með miklum spekingssvip—, “og það
eru 29 dagar í febrúar þeir voru ekki nema 28
í fyrra. Lítið þið á.”
Systkinin fóru öll að athuga þetta fyrir-
brigði á almanakinu, sem hékk á veggnum.
“En hvað það er gaman!”— sagði Sigga.
“Við ættum endilega að halda upp á þennan
merkilega dag.”
“Eg sting upp á, að við höfum picnic” —
sagði Stína.
“En sú vitleysa”—sagði Nonni; — upicnic
um hávetur! Við skulum heldur reynna að
hafa ‘turkey” í miðdegisverð.”
“Nei, heyrið þið,” — sagði Sigga, — “við
skulum heldur reyna að gera eitthvað fallegt
fyrir einhvern, — það fallegasta, sem okur
getur dottið í hug.”
“Látum svo vera” — sagði Tommi, heldur
dræmt. “Eg ætla þá engri hurð að skella allan
daginn. Fólkinu kemur það líklega eins vel og
nokkuð annað.”
“Og eg ætla ekki að þræta við neinn” —
sagði Nonni, og þóktist gjöra vel.
•“Og eg ætla ekki að stríða henni Siggu”—
sagði fjörkálfurinn hún Stína litla.
“0g eg ætla ekki að meina öðrum að leika
sér að því, sem eg á” — sagði Sigga, og leit
með hálfgerðum áhyggjusvip þangað sem brúð-
urnar hénnar voru; því henni var mjög sárt
um þær, og yngri systkinin voru ekki alt af sem
mjúkhentust. “En þetta er alt saman eitt-
hvað, sem við ætlum ekki að gjöra; við skulum
réyna að finna eitthvað sem við ætlurn að gera.
— Þey, þarna kemur mamma.”
Morguninnn eftir voru þau öll komin ó-
venjulega snemma á fætur, því þeim fanst al-
veg ófært, að láta nokkuð af þessum merkilega
“auka-degi” fara til ónýtis. Og óðar en þau
voru komin í fötin, fóru óvenjulegir hlutir að
gerast þar á heimilinu.
Það var laugardagur. Og þegar mamma
ætlaði að fara að kveikja upp eld til að baka,
var eldiviðar-ksasinn fullur af góðum þurrum
eldivið, án þess að hún hefði nefnt það við
nokkurn. Hana hafði ekkert grunað, af því að
Tommi hafði ekki skelt kjallarahurðinni, þeg-
ar hann fór niður til að kljúfa Spýtumar.
Meðan brauðin vom í bakarofninum, var
Sigga á ferðinni með rykþurkuna inni í stofu;
— Nonni og Stína þurkuðu rykið af stólum og
borðfótum.
Þetta var lang-bezti laugardagarinn, sem
mamma hafði lengi átt.
“Það hlýtur að vera af því, að bömin hafa
verið svo dugleg að hjálpa mér” — sagði hún,
þegár þau voru að borða kvöldverðinn; og syst-
kinin hniptu hvert í annað undir borðinu, og
héldu, að enginn tæki eftir því. “Það virðist
líka hafa legið svo vel á öllum í- dag; eg hefi
ekki heyrt eitt einasta ónota-orð. En að hverju
eruð þið að hlæja? Hér hlýtur- að vera eitt-
hvert leyndarmál á á ferðum.”
Svo sögðu þau henni alla söguna. Og Sigga
bætti við með miklum raunasvip: “Eg vildi
óská, að við þyrftum ekki að bíða fjögur ár eft-
ir næsta auka-degi.”
“Hm!” — sagði Tommi, og glotti við —,
“við gætum leikið það, að allir laugardagar
væru auka-dagar. Mamma myndi líklega ekki
éTcki banna okkur það.” — Sam.
DOKTOR ALVIS.
Stgr. Th. þýddi.
' Einu sinni var fátækur bóndi, Krabbi að
nafni. Hann ók til borgar með einn faðm eldi-
viðar og hafði tvo uxa fyrir. Brenniviðinn
seldi hann doktor nokkram fyrir fáeina dali.
Nú hittist svo á, þegar bóndanum voru útborg-
aðir peningamir, að doktorinn sat að borðum;
sá þá bóndinn, hvað hann hafði gott að borða
og drekka, svo honum kom vatn í munn af í-
löngun og óskaði hjartanlega með sjálfum sér,
að hann væri líka orðinn doktor. Stóð hann
.svo stundarkorn, uns hann spurði að lokum,
hvort hann gæti ekki líka orðið doktor.
“Ja, jú, jú,” svaraði doktorinn. “Það er
hægðarleikur. ”
“Hvernig á eg að fara að því?” spurði bónd-
inn. Hinn svaraði:
“Fyrst skaltu kaupa þér stafrófskver, eitt
af þeim, sem mynd er í af bæjarhana. Vagn
þinn 0g uxana skaltu selja og koma í peninga,
kaupa svo góð klæði fyrir og hvað annað, sem
doktomm hæfir að hafa. 1 þriðja lagi skaltu
láta mála orðin: “Eg er doktor Alvís” á spjald
og negla það yfir húsdyrum þínum.”
Bóndinn gerði alt eins 0g honum var fyrir
sagt. Nú sem hann hafði iðjað nokkra stund í
doktorsstandinu, en ekki samt fengist við það
til muna, þá bar svo til að peningum var stolið
frá stórherra nokkrum. Var honum þá sagt,
að í því þorpi byggi doktor Alvís og hlyti hann
eflaust að vita, hvað orðið væri af peningun-
um. Lét herramaðurinn þá samstundis týgja
vagn sinn og ók af stað. Kemur liann í þorpið
að doktorshúsinu og spyr hvort hann sé doktor
Alvís. Hann kveður svo vera. Herramaður-
inn biður hann þá að koma með sér og ná aftur
handa sér stolnu peningunum. Hann kvaðst
þess allfús.
“En hún Manga, konan mín, verður þá að
fara með mér.”
Herramaðurinn lét sér það vel líka, fékk
hjónunum sæti í vagni sínum og óku þau svo öll
af stað. Þegar þau voru komin á herragarð-
inn, þá var búið að leggja þar á borð ög var
doktornum boðið að borða með.
“Já,” sagði hann. “En þá verður hún
Manga, konan mín, líka að borða með” •j— 0g
settist hann með henni að baka til við borðið.
Nú kemur fyrsti borðþjónn með ágætisrétt
á fati og hnippir þá bóndinn í konu sína og seg-
ir: “Þetta er sá fyrsti, Manga mín”.
Hann átti við, að þetta væri þjónninn, sem
bæri fram fyrsta réttinn. En þjónpinn hélt, að
hann segði með þessu: “Þetta er fyrsti þjóf-
urinn, og fyrir þá sök, að svo var í raun og
vem, þá varð hann skelkaður og sagði, þegar
hann kom út, við félaga sína:
“Doktorinn veit alt, og við komumst í bölv-
un; hann sagði, að eg væri sá fyrsti.”
Sá annar vildi alls ekki inn fara, en hann
mátti til. Nú þegar hann kom inn með sinn
borðrétt, þá hnipti bóndinn í konu sína 0g
sagði:
“Þetta er sá annar, Manga mín.”
Þessi þjónnn varð líka skelkaður og flýtti
sér sem mest hann mátti að komast út. Ekki
fór betur fyrir þeim þriðja, og sagði bóndinn,
er hann kom: “Þetta er nú sá þriðji, Manga
mín.” Hinn fjórði varð að bera inn lokað fat
0g sagði herramaðurinn við doktorinn, að nú
skyldi hann sýna list sína og geta upp á, hvað
undir lokinu væri, en það voru krabbar. • Bónd-
inn leit á fatið, vissi engin- sköpuð ráð og
sagði: “Æ, eg vesall krabbi.”
“Sko til,” sagði herramaðurinn, “hann
veit það. Nú veit hann líka hver hefir stolið
peningQnum. ”
En þjóninum datt allur ketill í eld og depl-
aði augum til doktorsins, að hann skyldi finna
sig út. Þegar doktorinn var kominn út, þá
meðgengu allir þjónamir fjórir fyrir honum,
að þeir hefðu stolið peningunum; kváðust þeir
fúsir til þess að skila aftur þýfinu og þar á of-
an gjalda honum stórfé, ef hann ekki kæmi upp
um þá; að Öðrum kosti væru þeir frá. Fóru þeir
og með hann þangað -sem peningarnir vom
faldir. Nú var doktorinn ánægður, fór inn aft-
ur, settist við borðið 0g mælti:
“Herra minn, nú ætla eg að leita eftir í
bókinni minni, hvar peningarnir eru niður
komnir. ”
En fimti þjónninn skreið inn í ofninn til
að hlera eftir hvort doktorinn vissi meira. En
doktorinn sat með stafrófskverið, blaðaði í því
fram og aftur og leitaði að hananum. En með
því að hann gat ekki fundið hanann, þá sagði
hann:
“Héma ertu þá og upp á þér skal eg hafa.”
Þá hélt sá, sem í ofninum var, að hann ætti
við sig, stökk út dauðhræddur og kallaði upp:
“Þessi maður veit alt!” <
Vísaði nú doktor Alvís herramanninum á
staðinn, þar sem peningarair voru fólgnir, en
sagði ekki hver stolið hafði, fékk svo að laun-
um stórfé af beggja hálfu og varð af þessu
frægur maður. — Sdbl.
FÓRN.
Merki læknirinn enski, Sir George Turner,
sem starfað hefir að því að uppræta líkþrá eða
holdsveiki í Suður-Afríku, hefir sjálfur sýkst
af þeim hryllilega sjúkdómi. Það er álit hans,
að mikil líkindi séu til þess, að ráð verði fundið
til að lækna sjúkdóminn. Þó að töluverð sýk-
ingarhætta sé holdsveiki samfara, telur hann
almenningi þó venjulega standa meiri hættu
af maxmi með lungnatæringu en af holdsveik-
um manni. Sir George hefir afráðið að helga
það, sem eftir er æfinnar, læknisstarfi meðal
holdsveikra manna, og hefir boðist til að ganga
í þjónustu holdsveikra-trúboðsins á Indlandi;
en líklega verður hann heldur sendur til Suður
Professional Cards
DR. B. J. BRANDSON
mc-220 Medlcal Arts
Cor. Graham ogr Kennedy Sta.
Phone: 21 834,
Ofílca tlmar: 2_2
Heimill: 776 Victor St.
Phone: 27 132
Winnipegr, Manitoba.
COLCLEUGH & CO.
Vér leggjum sérstaka ðlierzlu A. aC
•elja meCul eftir forskriftum lœkna.
Hln beztu lyf, sem hœgt er aC fá eru
notuC eingöngru. l>egar þér kómiC
meC forskriftlna til vor, meglB þér
vera vlss um, aC fá rétt þaC eem
læknirinn tekur til.
HOtre Dame and Sherbrooke
Phones: 87 659 — 87 88«
Vér seljum Glftingaleyfisbréf
DR O. BJORNSON
210-220 MedicaJ Arte BJd*
Cer. Graham og Kennedy Ste.
Phonea: 21 834
Office tlmar: 2—3.
Helmill: 764 Vlctor St.
Phone: 27 688
Winnipeg, Manitoba.
DR. B. H. OLSON
219-220 Medical Art-S Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Stm.
Pane: 21 834
Offlce Hours: 2—{
Heimili: 921 Sherbume 8t.
Winnipeg, Manitoba.
DR. J. STEFANSSON
21C-220 Medical Arte Uldg
Cor. Graham ogr Kennedy 8te.
Phole: 21 834
Stundar augma, eyrna nef og
kverka sjflkdöma.—Er aC hltta
kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h.
Heimili: 373 River Ave.
'fiaJe. 42 691
DR. A. BLONDAL
Medical Arte Bldg.
•tundar sérsUklega Kvenna og
Barna ejúkdöma.
®r aC hltta fré kl. 10-12 f. h.
v og 3—5 e. h.
Office Phone: 22 20C
Heimlli: g0'4 Victor St.
* Simi: 28 180
Dr. Kr. J. Austmann,
Wynyard, Sask.
DR. J. OLSON
Tannlæknlr
210-220 Medlcal Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy St*.
Phone: 21 834
HeimiUs Tals.: 38 626
DR. G. J. SNÆDAL
Tannlæknlr
014 Somerset Block
Cor. Portage Ave og Donald St.
Ta'slml: 28 889
Giftlnga- og JarSarfara-
Blóm
með litlum fyrlrvara
BIRCH B1 ómsaii
593 Portage Ave. Tals.: 80 720
St. John: 2, Ring 8
A. S. BARDAL
848 Sherbrooke St.
Selur llkkistur og annast um flt-
farir. Allur útbflnaCur sá bestj.
Enn fremur eeíur hann allskonar
mlnnisvarCa og legstelna.
Skrifatofu tals. 86 607
Helmllie Tals.: 58 302
Talis. 24 163
NewLyceumPhotoStudio
Kristín Bjarnason eig.
290 Portage Ave, Winnipeg
Næst við Lyceum leikhúsið.
THOMAS H. JOHNSON
H. A. BERGMAN
tel. lögfræðlngar.
Skrlfstofa: Room 811 McArthur
Bullding, Portage Ave.
P. O. Box 1656
Phones: 26 849 og 84 840
JOSEPH T. THORSON
ísl. lögfræðingur
Scarth, Guild & Thorson,
Skrifstofa: 308 Great West
Permanent Building
Main St. south of Portage.
Phone 22 768
LINDAL, BUHR & STEFÁNSON
fsleozldr lögfræðingar.
356 Main St. Tala.: 34 »41
356 Maln St. Tals.: A-4968
felr hafa einnig skrlfstefur aC
Xiundar, Rlverton, Gimll og Plney
og eru þar aC hltta 4 eftirfylgj-
and tlmum:
Lund&r: annan hvern mlCvlkudaf
Rlverton: Pyrsta fimtudag.
Glmll: Fyrsta miCvikudag.
Piney: þriCJa föstudag
1 hverjuim m&nuCl.
A. G. EGGERTSSON
(sL lögfræðlngur
Hefir rétt til* aC flytja mál b«Cl
1 Manltoba og Saskatche&ran.
Skrlfstofa: Wynynxd, Sask.
Athygli!
Komið með næstu lyfjaávísun-
ina v8ar til vor. Þaulæfðir sér-
fræéingar annast um alla lyfja-
samsetningu.
INGRAM’S DRUG STORE
249 Notre Dame Ave.
Gagnvart Grace kirkjunni.
A. C. JOHNSON
907 Confederation T.ife Bldg.
WIPí NIPEG
Annast um fastcignir manna.
Tckur að sér aÖ ávaxta sparifé
fólks. Selur eldsábyrgð og hif-
reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr-
irspumum svarað samstundis.
Skrifstofusími: 2% 243
Heimasimi 33 328
Íslenzka bakaríið
Selnr beztu vörur fyrir lægsia
verð. Pantanlr afgrdddar beeM
fljótt og veL FJölbreytt ArvaL
Hretn og lipur vlðsklftL
Bjamason Baking Co.
874 SARGKNT Ave. Wlnnipag.
Phone: 84 298
Afríku, af því hann er þar öllu svo nákunnugur.
Mjög má holdsveikum aumingjum þykja
vænt um þennan góða mann, sem hefir lagt og
leggur svo mikið í sölurnar fyrir þá. — Hugs-
um í því sambandi um hinn heilaga vin, sem
kom til syndugra manna og þoldi fyrir þá sárs-
auka og dauðans píslir; hugsum um þakklætis-
skuldina miklu, sem véí erum í við hann, því
“vorar þjáningar voru það, sem hann bar, og
vor harmkvæli, er hann á sig lagði.”—Sam.
t