Lögberg - 12.05.1927, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. MAÍ 1927.
Bls. 5
Dodas nýrnapillur cru bcsta
nýrnameðalið. Laekna og gigt bak-
vcrk, ihjartabilun, þvagteppu og
önnur veikindi, eem stafa frá nýr-
unum. — Dodd’s Kidney Pillt
kosta 50c askjan eða sex öskjur
fyrir $2.50, og fást hjá öllu-m 'lyf-
•ölum eða frá The Dodd's Medi-
cine Company, Toronto, Canada.
Danski hundshausinn
eða byltingin í Firði.
Eftir séra Ólaf Ólafsson
Fyrir fimtíu árum síðan bjó
ekkja á bæ í einni af sveitum
landsins. — Jörðin lá, sem kalla'ð
er, bæði til sjós og sveitar. Bærinn
hét Fjörður, skulum við segja, og
var ekki í Sunnlendingafjórðungi.
Bkkjan, er þarna bjó, og hafði bú-
ið lengi, var hin mesta rausnar-
kona, og heimiii hennar talið af öll-
um mesta myndarheimili.
Einn son átti ekkjan, var hann
um þessar mundir kominn skamt
yfir tvítugt, og af öllum talinn gott
mannsefni; enda varð hann með
tímanum dugnaðar- og sómabóndi.
—■ Pilturinn var laglegur, eins og
hann átti kvn til í báðar ættir. Var
það almæli, að 'ungu 'stúlkurnar,
blómarósirnar í sveitinni, gæfu
pilti þessum hýrt auga, og væri
honum vel tekið víða, ekki síst þó
þar, sem margar voru heimasæt-
urnar. En það fylgdi venjulega
sögum þessum, að pilturinn yrði
ekki allur að sméri, þó að ungu
stúlkurnar gæfu honum auga.
Bærinn Fjörður var fremur í
þjóðbraut, og leituðu þar margir
gistingar, sem um sveitina fóru, og
það því fremur, sem þar mátti telj-
ast vel hýst, að þeirra tíma hætti,
og gestrisni mikil. Allir hlutir, bæði
innan bæjar og utan, voru með ís-
lensku yfirbragði, og frekar forn-
um svip; en alt var þokkalegt og
sómasamlegt, og bar vott um þrifn-
að og hirðu og góða umgengni.
Þegar sýslumaðurinn kom í
Fjarðarhrepp til að þinga á vorin,
þá gisti hann oft í Firði; var hon-
um þar auðvitað vel tekið, ekki
síður en öðrum, og hugnaðist hon-
um þar vel að öllu. — Sýslumaður
var orðinn roskinn maður; hann
var vitur maður og góðgjarn, unni
öllu, sem þjóðlegt var og hann
hafði reynt að vera nýtilegt yfir-
vald, en var lítið hneygður fyrir
tildur og hégóma tilbreytni. Honum
hafði jafnan líkað vel íslenzka og
látlausa yfirbragðið, sem var á öll-
um hlutum á heimilinu í Firði.—Og
svo var um fleiri.
Vorið 1876 kom sýslumaður í
Fjarðarhrepp að þinga, eins og
vant var. Hann gisti þá í Firði,
eins og oft að undanförnu; var
honum þegar boðið til stofu og
unninn góður beini.
En — þegar sýslumaður kom
inn i stofuna, þá brá honum kynja
við, þvi þar var orðin gagngerð
breyting á flestu. Húsgögnin gömlu
sem árum saman höfðu staðið á
sama stað, voru komin í alt aðrar
stellingar; fanst honum i fyrsta á-
liti, að þau stæðu likast tryppum í
rétt, þar sem eitt tryppið horfir i
útsuður og annað í landnorður,
þriðja i austur og fjórða í vestur.
Hvítir dúkar, smáir og stórir, voru
þar breiddir á borð og bekki. Stór
postulínsköttur sat þar, eins og goð
á stalli, á miðri kommóðunni, og
postuHnsbollar með digrum punt-
skúfum, er stungið var ofan í þá,
voru þessu nýja goði sinn til
hvorrar handar.
Þó var þar ein breyting sú, sem
sýslumaður rak sérstaklega augun
í, og varð starsýnt á.
Á miðju stofuþilinu hafði lengi
hangið gömul og fornleg Krists-
mynd; listaverk var hún alls ekki;
— en flestum hafði samt þótt hún
sóma sér vel í þessu umhverfi.
Þessari fornu Kristsmynd var
búið að rýma burtu; en í hennar
srtað, og þar sem hún áður hékk,
var nú búið að hengja upp á stofu-
þilið nýja mynd af afarstórum
dönskum hundshaus; var hún í
logagyltri umgerð, og'var öll hin
vandaðasta.
Lá það í augum uppi, að mynd
þessi mundi ganga mjög í augun á
sumu fólki, verða af sumum talin
kjörgripur og máské í sumra aug-
um varpa nýjum dýrðarljóma yfir
þetta gamla og góðkunna heimili,
enda munu refarnir hafa verið til
þess skornir.
Ekki var nú sýslumaður samt
allskostar ánægður með þá breyt-
ingu, sem hér var á orðin; og þótt
hann væri stiltur vel, þá rann hon-
um í skap, er hann sá þetta regin-
hneyksli og smekkleysi, að Krists-
myndin var látin rýma fyrir danska
hundshausnum.
Um það bil voru ekki.liðin nema
liðug 25 ára frá þjóðfundinum
sæla; og þó að samlyndið milH vor
og Dana hefði batnað mikið þjóð-
hátíðarárið, við konungskomuna,
og nýju stjórnarskrána, ‘frelsis-
skrána í föðurhendi’, þá mun þó
varla vera hægt að segja, að kær-
leikur vor íslendinga í garð Dana
hafi um þessar mundir verið heit-
ari en moðvolgur; og fremur þóttu
það lítil meðmæli þá með hlutun-
um, að minsta kosti í all-margra
augxun, þótt sagt væri, að þetta eða
hitt væri komið til vor frá Dönum.
Ekki veit eg, hvort þessar tilfinn-
ingar hafa nokkru ráðið um geð-
breytingu sýslumanns, er hann sá
danska hundshausinn kominn í sæti
Kristsmyndarinnar á stofuþilinu í
Firði; en ómögulegt er það ekki i
mínum augum. En — hitt veit eg,
að hann varð fár við þessa sjón,
og spurði sjálfan sig, hvort gamla
konan, ekkjan í Firði, mundi vera
orðin eitthva^S geggjuð; taldi þó
með sjálfum sér Iíklegt, að svo
mundi ekki vera, þar sem enginn
orðrómur hefði um það borist
manna á meðal; orsakirnar til
breytinganna innan bæjar í Firði
mundu af öðrum toga spunnar;
enda var það rétt ályktað; og segir
gjör frá því hér á eftir.
Nei! Postulínskötturinn á kom-
móðunni og danski hundshausinn
á stofuþilinu i Firði voru algerlega
ópólitískir; þeir voru í engu sam-
bandi við Danavináttu, ög heldur
ekki við Danahatur. — Það hefði
miklu fremur mátt segja, að þeir
væru árgeislar nýrrar dagsbrúnar,
nýs siðmenningatímabils, sem með
komu þeirra átti að rísa og renna
upp í Firði og Fjarðarhreppi, ef
siðbóta- og menningarstarfið hefði
ekki fyrir tímann farið út um þúf-
ur, og orðið sem kallað er, “skítur
úr öllum hrognakökunum.”
Sumarið áður en saga þessi
<£erðist kom stúlka úr Reykjavík
að Firði. Af því að húsmóðirin í
Firði var tekin að eldast og lýjast,
þá átti þessi sunnanstúlka að létta
undir innanbæjarverki með henni,
hjálpa til að gangast fyrir gestum
o. fl.
Um þ^ssa Reykjavíkurstúlku
mátti margt gott segja; hún var
einstaklega lagleg, góðsöm og vel
verki farin. En í aðra röndina var
húin allra mesta veraldarbam,
kvikaði og spriklaði í skinninu af
fjöri, lífsþrá pg kæti. Hún fór úr
Reykjavik og að Firði í þeim á-
kveðna tilgangi, að dubba upp á
heimilið, gera það fínt og móðins,
ná í son ekkjunnar og verða svo
húsmóðir í Firði. — Þetta var
mannlegt verk fyrir unga og röska
og framgjarna stúlku; enda mun ó-
hætt að fara með það, að þessari
stúlku hafði verið gefið undir fót-
inn, áður en hún fór úr Reykjavík,
að konu- og húsmóðurstaðan i
Firði biði hennar, ef hún gerði sig
hennar verðuga.
Það var nú þessi stiijlika, sem
komið hafði með hvítu dúkana á
borð og bekki í Fjarðarstofu, sem
sett hafði postulínsköttinn og
blómabollana á kommóðuna, rýmt
burtu Kristsmyndinni af stofuþil-
inu, en hengt þar upp í hennar stað
myndina af stóra, danska hundin-
um.
Það var höfuðstaðarmenningin,
er með þessari stúlku var á svip-
stundu komin út á landshorn. Og—
þó að liðin séu fimtíu ár, síðan
þetta gerðist, og Reykjavík hafi
miklum breytingum og framförum
tekið, þá er ýmislegt mörgum sinn-
um lakara, sem nú berst út um
landið frá höfuðstaðnum.
Fyrir hálfri öld síðan þóttu það
tíðindi, og þau ekki lítil, í útkjálka-
héruðum og afskektum sveitum, ef
nýr maður, karl eða kona, kom í
sveitina; og það, vakti að sjálf-
sögðu ekki minna athygli, ef mað-
urinn var allar götur sunnan úr
Reykjavik, höfuðstað landsins.
Fólksflutningar milli héraða voru
þá ótíðir; allur þorri manna fædd-
ist, lifði og dó á sömu þúfunni.
Reykjavík var þá óralangt í burtu
frá útskæklum landsins. Margir
vissu það eitt um hana, að þar voru
samankomnir, eins og goðin i Val-
höll, allir æðstu höfðingjar lands-
ins, að þar var að finna alt það fín-
asta og dásamlegasta, sem hér á
landi gat verið um að ræða, og að
þar voru einu skólamir, sem Jtil
vora. En — jafnframt fór það í
hvísHngum, að þar mundi vera
mikil spilling og allskonar lausung,
sem best mundi vera að tala sem
minst um, einkum ef börn og sak-
lausir unglingar heyrðu til. Það
hvíldi því í augum margra einhver
dularfull blæja, eitthvað ískyggi-
legt og viðsjárvert, yfir þeim, sem
komu beint úr Reykjavík; það
væri yfir höfuð varlegra, hugðu
sumir, að hafa vaðið fyrir neðan
sig gagnvart slíku fólki.
Sumu fullorðnu fólki í afskekt-
um héruðum var með öllu ókunn-
ugt um hvar í heiminum, að
Reykjavík væri; líklega væri hún
reyndar ekki í tunglinu, í Fjósa-
konunni eða í Sjöstirninu; en —
hvar hún væri á jörðinni, það vissu
þeir sumir alls ekki.
Gamall og heiðarlegur bóndi
spurði einu sinni þann, er þetta rit-
ar, á blárri alvöru, hvort Rvík væri
ekki í Kaupmannahöfn, og hvort
nokkur leið væri að komast þangað
eða þaðan, nema á jakt.
Öðrum bónda varð að orði við
prestinn sinn, er þeir ræddu um
landafræði: “Mikill geimur er
þessi heimur, að til skuli vera
fleiri lönd en ísland.” t,
Þriðji sagði brosandi á kunn-
tíkzrc arc
50 YEARS EXPERIENCí;
in makina
DREWEYS
STANDARD
TAtíER
EitthvaÖ nýtt ~ dálítið betra
frá
The Drewrys Limited
ingja fundi, með auðheyrðum
drýgindum í röddinni yfir þekk-
ingu sinni: “Það er svo gott að
vita, kaupmaður góður, að það er
víðar England en í Kaupmanna-
höfn.”
Svona var nú mentunarástandið
hér á landi fyrir hálfri öld siðan.
Og—það skal tekið fram, að þetta
er ekki skáldskapur; sögur þessar
eru bókstaflega sannar.
Ekkert af þessu er heldur sagt
til spotts við hina gömlu og horfnu
kynslóð; þrátt fyrir fáfræði sína
voru þessir menn sannnefndir
“karlar í krapinu”, menn með ó-
drepandi hreysti og dug og óbilug-
um kjarki,
Þetta vora mennirnir, sem vopna
og verjulausir stóðust árásir haf-
íssins, eldgosanna og fellivetranna,
og þó píndir og kreistir svo af alls-
konar óáran, að blóðið í vissum
skilningi spratt undan nöglum
þeirra.
Þetta voru mennirnir, sem
bjuggu i landinu á þeim tímum,
þegar engin skólanefna var til ut-
an Reykjavíkur, enginn vegarspotti
til landshoranna á mili, engin brú
yfir nokkra á eða nokkra sprænu,
og ekkert skip, sem færi með
ströndum fram. En — að einhver
efniviður hafi verið í þessum körl-
um, þó þeir væra lítt lærðir til
bókarinnar, má marka af því, að
það era synir og sonarsynir þess-
ara manna, sem síðan 1874 hafa
hrundið af stað öllum framförum,
andlegum og líkamlegum, til sjós
og til sveita, sem orðið hafa hér á
landi, sem skapað hafa nýtt Island,
alt annað land en var, fyrir hálfri
öld síðan, beinlínis flutt landið
okkar um margar mílur nær ljós-
inu, ylnum og lífinu.
Þó að við hinir eldri, sem þekt
höfðum þessa kynslóð, segjum nú
við ýms tækifæri hinum yngri,
hvað þessa gömlu hreystimenn
vantaði, þá tökum við jafnframt
hattinn ofan fyrir þeim og höfum
minningu þeirra í heiðri.
(Niðurl. næst.)
Bretar hafa fullgert herskip eitt
mikið, sem “Nelson” heitir og hefir
kostað $35,000,000. Það er talið
öðrum herskipum meira og hefir
ýmsan nýjan og áður óþektan út-
búnað og hefir því verið nefnt “hið
dularfulla.”
//fi\Jr ÞÉR
ÞURFIÐ
Kæliskáp
til að verja heilsu fjöl-
skyldunnar með, því að
halda matnum óskemd-
um. Vér seljum þá stærð
skápa sem yður hentar,
með hægum borgunar-
skilmálum. ís fluttur á
heimili yðar fyrir fáein
cent á dag. Án þessa
getið þér ekki verið.
ADCTir
gW<HKHKBKHKHKHKHKHKHKHKHKKKHKKKHKHKHKHKHKBKKKHKHKHKH3
LÁTIÐ FAGRAN SMARAGÐ
FALLA Á GRÆNAN GRASFLöT
og það ^mundi verða erfitt að finna hann. Hins vegar mundi
bera álíka mikið á kórónu, sem er smarögðum sett, eins og húsi,
sem stendur í ljósum loga.
Eins er um grasflötinn yðar.—Grænt grasið er fallegt, en þar
er ekkert, sem sérlega mikið ber á. Prýðið það með gullnum
Zinnias, rauðum og hvítum Asters, Alyssum og Lobelia, eða
yndislegum Dahiias og Gladioli, og prýðið þannig heimili yðar
með yndislegu litskrúði, sem hefir fullkomið samræmi og
prýðir heimilið ósegjanlega mikið.
PLANTIÐ NÚ
Steele Briggs úrvals Blóma-fræi, SweetPeas, Dahlias, Gladioli
og Hardy Lillies, o. s. frv.
STEEL BRIGGS ’TRAIRIE CITY” TÚN-GRAS.
Það er úrvals grasfræ, sem framleiðir sterkt og þétt grænt
gras á eins stuttum tíma og verið getur og heldur fegurð
sinni lengur en annað gras. — PRAIRIE CITY hefir í sér
ögn af hvítum Smára, en fæst án hans. Pd. 65c; 10 pd. $6.
WHITE DUTCH CLOVER
Þessi “Clover” er mjög hentugur fyrir grasfleti. Ræturnar
standa djúpt, þarf litla hirðingu og lítið vatn og heldur vel
sínum djúpa, græna lit. Skrauttegund, 80c. pd.; úrvalsteg-
und 70c. pd.
Heilsa barna yðar krefst garðávaxta.
Ræktið þá í garðinum yðar. Ríkir af hollum næringarefnum
og holl fæða, ef rétt er með farið, fyrir bðrn sem fullorðna.
SÁIÐ PEDIGREE GRASFRÆI
og uppskerið sterka, holla og næringarmikla ávexti.
Gerið svo vel og skrifið, símið eða komið. Verðjisti ýkeypis.
Opið á laugardögum til kl. 5 e. h. í maímánuði.
STEELE, BRIGGS SEED CO., Ltd.
139 Market Street. Sími: 28 541
Œfiskipið mitt.
Ungur ég í ylgju og sorta
ýtti knör úr draumavörum,
kompásslaus og klæðasnauður,
kunnni ei leið um marar heiði.
Skeytti eg lítt þótt báran bretti
brún um úfið ránar túnið,
kjarkur jókst við hviður strauma,
kveikti eld í hugar veldi.
^slaði gnoð með geysi gangi
gegn um harða skerja garða.
Skaflar rastar skullu á súðum,
skúmaði oft úr ægis hvofti.
Auðnu byrinn einatt trufla
örlaga norn sem heillum sporna,
vísuðu fleyi vilt til vega,
vendu stafni í rangar hafnir.
Áttaði sig þó ávalt aftur
öldubliki’ á réttu striki;
beitti eg gnoð og leiðir lagði
lífs um dröfn að betri höfnum.
En leiðin gjörðist löng úr hæfi,
lýist þrek í storma breki,
úfinn sjór og mörg sem mæðir
mannleg rpun í lífsins straumi.
Lít eg yfir leiðir farnar,
lekt er hripið, sálar skipið;
ekkert gull í aura formi,
ekkert silfur við að skilja;
utan búðar áfram þoka
áratog að friðar vogum;
afreksverkin ei skal telja
á æfistrenginn, þau eru engin.
Þó er eitt, sem á skal minnast:
egtakonu’ og fjóra sonu—
þeir eldri tveir að alvalds boði
erfðu lönd á sólarströndum;
hina tvo, sem eftir eru,
eflir gæfan vel í hæfi,
og arfa sjö í æskublóma
með æru ríkum gullhlaðsbríkum
Nú er mál að leggja í lægi
litars hegra, sjötíu og fjögra
að áratölu og af sér genginn,
út úr móð hjá vitrum þjóðum,
búa um knör að einu og öllu
á æfihausti í friðarnausti,
og bíða þess að kallið komi,
kvíðalaust í herrans trausti.
Magnús Einarsson.
Um heilsufar á íslandi.
Um það birtir Morgunblað-
ið frá 7. apríl þetta:
220 ný tilfelli í Reykjavik
(27. marz til 2. apríl), á 121
heimilum; (vikuna á undan 237
tilf. á 134 heim.), 34 tilfelli af
lungnabólgu, 5 dauðsföll (vik. á
undan 18 tilf., eitt dauðsf.)
Mikið um kvef. Engar aðrar
farsóttir. Má samt heita krank-
felt í bænum.
Kikhóstinn gengur í öllum hér-
uðunum austur að Markarfljóti,
en alstaðar vægari en í Rvík, þó
t. d. heldur lakari í Hafnarfirði
en að undanförnu, samt ekkert
dauðsfall þar, ekki heldur í Kefla-
víkurhéraði. í Skipaskagahéraði
ber lítið á veikinni enn þá, sam-
tals 51 tilf. (frá byrjun) á 31 h.,
eitt ungbarn hefir dáið, annars
gott heilsufar sunnanlands.
Vestanlands er kikhóstinn konl-
inn til ísafjarðar, en er þar “svo
vægur að maður veit varla af hon-
um” segir héraðslæknir. Héraðs-
læknir á Patreksfirði símar:
-rwit onKcnoMu*
&ILLETT COMPANY
a TO«ONTO. CANAOA
Gillett’s Lye, er notað
til þess að hreinsa sinks,
rennur o. fl. Einnig til
þess að búa til yðar
eigin þvottasápu og
margt annað. Forskrift-
ir fylgja hverri könnu.
“Vægur kikhósti gengur hér, ann-
ars gott heilsufar.” í Hólmavík-
urhéraði eitt tiIfeHi af tauga-
veiki. Þar hefir gengið væg in-
flúensa, en er nú í rénun. Engin
dauðsföll.
Norðanlands eru Miðfjarðar-
hérað og Sauðárkrókshérað kik-
hóstalaus. í Blönduóshéraði og
Höfðahéraði er veikin í rénun.
Á Akureyri breiðist kikhóstinn
út, er yfirleitt vægur, eitt ung-
barn dáið. í öðrum héruðum ekki
kikhósti. Á Akureyri tvö tilfelli
af taugaveiki á einu heimili. Um
uppruna óljóst. Telur héraðs-
læknir ólíklegt, að faraldur sé þar
í aðsigi.
Fréttir af usturlandi úm næstu
helSÚ G. B.
Fimtu- Föstu- og Laugardag
þessa viku á
ROSE THEATRE
Merkid Kjörsedil Vdar Svona:
EF Þ^r VILJIÐ HAFA BJÓR,
VERÐIJÐ ÞÉR AD SEGJA “JÁ”
VIÐ 1. SPURNINGU.
FYRIR BJÓR í GLASA TALI,
MERKID ATKVÆDA-SEDLANA
ÞANNIG:
GREIÐIÐ EKKI ATKVÆDI UM
“B”-SPURNINGUNA, ANNARS
EYÐILEGGID ÞÉR ATKVÆÐI
YDAR UM “A”-SPURNINGUNA.
TIL AÐ TRYGGJA YÐUR ÞANN
LAGALEGA RÉTT ER ÞÉR HAF-
ID AD FÁ BJÓRINN FLUTTAN
í FLÖSKUM HEIM TIL YDAR
BEINT FRÁ ÖLGERDARHÚS-
UNUM, MARKIÐ KJÖRSEEjLA
YDAR ÞANNIG:
1. RÝMKUN Á BJÓRSÖLU
Eruð þér meðmæltur rýmkun á bjórsölu
frá því sem nú er?
2. EF MEIRI HLUTINN SVARAR 1. SPURNINGUNNI
JÁTANDI, HVORT VILJIÐ... ÞÉR ÞÁ HELDUR
KJÓSA?
(A) BJÓR í GLASA-TALI
sem þýðir, að bjór sé seldur í glasa-tali
undir stjórnarreglum og eftirliti á stöðum,
sem leyfi er veitt til þess, sem þó séu ekki
langborð (bars); slíkir staðir fái leyfi hjá
vínsölunefndinni, og hefir hún rétt til að
aftaka það leyfi, nær sem hún álítur að þær
reglur, sem hún hefir sett fyrir bjórsölunni,
séu á einhvern hátt brotnar.
E^A
(B) BJÓR í FLÖSKUM
sem þýðir það, að bjór sé seldur í lokuðum
flöskum af Vínsölunefndinni í Stjórnarvín-
söluhúsum til neyzlu á heimilum eða bráða-
byrgða dvalarstöðum. Sé sölunni þannig
háttað, að kaupandi tekur sjálfur það sem
hann kaupir og þarf það ekki að vera meira
en ein flaska í einu.
3. SALA ÖLGERDARHÚSANNA.
Eruð þér með því, að aftaka rétt ölgerðar-
félaganna til að selja bjór beint til þeirra,
sem leyfi hafa til vínfangakaupa?
YES X
NO
Beer by the Glass X
Beer by the Bottle
YES
NO X
Phone 57221
Winnipeg
Til þess að fá bjór, verðið þér að merkj a atkvæðaseðla yðar með X aftan við orðið “YES” í 1. spurningu.
Til að fá bjór í glasatali, verðið þér að marka kjörseðla yðar með X aftan við orðin “Beer by the Glass” í 2. spurningu.
Þér fáið bjór í flöskum, með því að marka atkvæðaseðla yðar með X aftan við orðið “NO” í 3. spurningu.
Merkið ekki X aftan við bæði “Beer by the Glass” og “Beer by the Bottle” í 2. spurningu, því þá eyðileggið þér atkvæða-
seðilinn.
Oji:
(