Lögberg - 12.05.1927, Page 6

Lögberg - 12.05.1927, Page 6
Blc. « LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. MAÍ 1927. Silfurlax-torfurnar. Eftir REX BEACH. “Það er einkeniiilegt, ” mælti Mildred. “Og hvað gerði hann svol” ‘ Emerson kom í veg fyrir, að alt lenti í uppnámi. Ef að hann h&fði ekki gengið á á milli okkar, Jyá hefði eg máske orðið að verja sjálfan mig.’* Þrátt fyrir álit það, sem Emerson var bú- inn að fá á Marsh, varð honum ósjálfrátt að efast um, hvort hann ætti alt það skilið, sem' um hann hefði verið sagt, hvort að óvild sú, sem Cherry og Balt báru til hans, hefði ekki litað vitnisburð þeirra. Framkoma hans þar um kveldið virtist góðmannleg og kurteis. Mildred hafði með sérstakri lægni tekist að beina umtalinu í aðra átt, um það leyti að fað- ir hennar kom aftur inn til þeirra. Emerson liafði alt fram að þessum tíma litið á Wayne Waylands eins og tilvonandi tengdaföður sinn, sem með hálfgerðri fyrirlitingu leyfði honum að umgangast sig og dóttur sína. Nú sá hann hann í nýju ljósi — sá hann sem keppi- naut, og þekking hans á Waylands sann- færði hann um, að frá honum var ekki að vænta neinnar vægðar, eða miskunnar, eftir að hann vissi um að fyrirtæki sitt gæti komið í bága við hans eigin hagnað eða fyrirætlanir, og honum var líka ljóst, að eftir að ljóst yrði að hann dirfðist að keppa á móti hagsmunalegum fyr- irtækjum Waylands , að þá ætti hann engrar vægðar eða miskunnar að vænta frá honum. Fram að þessum tíma höfðu hagsmunir þeirra ekki rekist á, en það var óhugsanlegt að halda sannleikanum í þessu máli leyndum til langframa, og þegar hann kæmi í ljós — þegar þessi ósveigjanlegi einvaldur kæmist að því, að unglingurinn, sem hann hafði boðið velkominn á heimili sitt, án þess að honum gæti komið til hugar að af því stafaði nokkur hætta, dirfðist að beita kappi við hann, þá mundi reiði hans verða takmarkalaus. 1» Við þá hugsun skildist Emerson sín eigin afstaða. Hann var þama staddur í óheiðar- legum tilgangi. Þau höfðu opinberað honum leyndarmál, sem hann átti engan rétt á að vita og sem gat lagt varnarmeðul honum í hendur. Þegar að það yrði Waylands Ijóst, þá mundi hann ekki að eins líta á hann sem óvin, heldur blátt áfram svikara. Emerson þekti Waylands of vel til þess að efast um, hvaða stefnu að hann mundi taka, og upp frá því hlyti að verða miskunarlaust stríð á milli þeirra. Þetta fyirtæki Emersons, sem fyrir klukku- stund sfðan sýndist hið árennilegasta—fyr- irtæki, sem hann hafði lagt svo mikið á sig fyr- ir, virtist nú dæmt til dauða. Að fara að keppa við þessa menn, með ótakmarkaða peninga, og reynslu, sýndist vonlaust 0g hafði lamandi áhrif á Emerson. Jafnvel þó niðursuðuverk- smiðjan hefói verið bygð og til reiðu, þá vissi hann, að félagsskapur við þá var ófáanlegur. Viðmót Waylands sýndi honum það ljóslega, en með ekkert meira en hálfkaraða hugmynd, mundu þeir ekki gera annað en hæða hann og spotta, og þar ofan í kaupið höfðu þeir ákveð- ið að kremja alla keppinauta undir fótum sér. Emerson varð mjög órótt. “Hvað gat hann gert? Hvert gat hann snúið sér til þess að framfleyta sínu eigin lífi, annað en til vonar- landsins víðáttumikla, námamannalandsins, þó námamannalífið væri honum ógeðfelt? En hann vissi að það meinti vonleysis og vonbrigð- is ár lík þeim, sem hann hafði þar lifað. Það var sú tíð, að hann hefði getað neytt Waylands til þess að neyta afls við sig, en síðan að hann (kom til baka, hafði Mildred látið hann skilja, að hún mundi ekki ganga út í hjónaband með þeim manni, sem hún yrði einhverra hluta vegna að snúa baki við lifnaðarháttum þeim, sem hún hafði vanist. Sú hlið málsins var því lokuð fyrir honum, ef hann hugsaði nokkum tíma til þess að fá að njóta hennar, helJur sá hann, að hann yrði að spila þetta hættuspil til enda. Hann vaknaði upp frá þessum hugsunum sínum við það, að hringt var til máltíðar 0g hanp gekk inn í borðsalinn með Waylads, sem setti hann við hlið sér til þess, að því er hon- um virtist, að Marsh og Mildred gætu verið saman. “Hann er undursamlegur maður,” mælti Waylands og benti á Marsh. “Sá skarpskygn- asti verzlunarmaður, sem eg hefi nokkum tíma þekt.” “Já, hann er það sannarlega,” bætti hann við. “Peningarnir loða við hann, og félagar hans hafa mesta dálæti á honum. ” Samtalið við • máltíðarborðið var fyrst al- menns eðlis 0g vel viðeigandi. En ungfrú Mild- red virtist ákveðin í því að leiða það aftur að fyrra umtalsefninu, og lét í ljós óvanalega mik- inn áhuga á að fá að vita meira um þetta North ' Ameriean Packers félag, og faðir hennar veitti því sérstaka eftirtekt og mælti: “Hvaða ósköp hafa komið yfir þig, Mild- red? Þú hefir aldrei kært þig um að vita neitt um mínar gerðir áður.” “Gróði pabbi, vertu ekki að draga úr þess- um áhuga mínum. Mér er full alvara með að fá að vita alt um þessi nýju samtök þín. Má- ske að hið vanalega umhverfi og sjóndeildar- hringnr sé að verða nokkuð þröngur?” “Ungfrú Mildred er sánnarlega dóttir hans föður síns,” mælti Marsh með aðdáun. “En eg er hræddur um, að Mr. Emerson hafi ekki mikinn áhuga á því máli.” “Jú, það er nú einmitt það sem þann hefir,” mælti Mildred. “Er það ekkisatt, Emerson?” Blóðið stðkk fram í kinnamar á Emerson, um leið og hann gaf sitt samþykki. “Látið þið mig nú heyra eitthvað meira um þetta,” mælti Mildred. “Þið vitið, að þið er- uð báðir fullir upp í stút með þetta og við eram að eins fjögur hérna inni. Við skulum því ekki vera með nein látalæti. Eg er dauðþrevtt á ó- hagganlegum vanareglum. ’ ’ “Sussu, sussu,” svaraði faðir hennar. “Þetta hefst af félagsskap þínum við þessa ö- hefluðu vestanmenn.” En á honum mátti ljós- lega merkja, að honum þótti vænt um áhuga hemAr og var meir en reiðubúinn til að skýra málið fyrir henni. Báðir mennimir voru í sjöunda himni, og svo samgrónir því umtalsefni, sem hafði legið þeim á huga undanfarandi, að lítið þurfti að ala á því, til þess að þeir yrðu við bón stúlk- unnar, og þeir töluðu óspart um erfiðleikana, sem þeir höfðu mætt í sambandi við samtök þau hin miklu, sem þeim hafði tekist að fram- kvæma, og töluðu gletnislega um þá og hrós- uðu hver öðrum fyrir glöggskygni þeirra 0g kænsku. Samræður þeirra, sem Emerson hlustaði á, gjörðu hugarástand hans enn órólegra. Hann var að brjóta heilann um, hvað Mildred meinti með þessu, eða hvort hún hefði nokkra hug- mynd um hvaða áhrif þetta hlyti að hafa á fyr- v irætlanir hans. Eftir því sem lengra dró, varð honum það æ ljósara, hve erfiður þessi nýi þröskuldur var að verða á milli hans og Mild- redar, sem faðir hennar hafði óafvitandi reist. “Enn sem komið er, eru það erfiðleikamir að eins, sem maður hefir haft í sambandi við þetta fyrirtæki,” sagði Wayne Waylands. “En eg ætla mér að græða á því í framtíðinni. E'g er orðinn ]>reyttur. Eg hefi lengi verið að hugsa um að taka mér einhverja ferð á hend- ur; nú held eg að eg’sé búimi að ráða við mig hvert eg fari. Eg held eg bregði mér vestur í vor og skoði verksmiðjur North American Packers félagsins. Það getur þá orðið bæði skemtiferð eg eftirlitsferð.” “En þú ert eins frábitinn ferðalagi og eg er,” mælti Mildred. “Þessi ferð væri gjörólík öllu öðru ferða- lagi. Varaforsetinn hefir skemtiskip sitt við Kyrrahafsströndina, og hann hefir boðið stjórnarnefndinni í skemtiferð í sumar.” “Hvað langt ætlið þið að fara?” spurði Emerson. “Alla leið til stöðvanna, sem Nash hefir umsjón með.” “Kjalvíkur?” “Já, það er ákvörðunin,” tók Marsh fram í. “Útsýnið er yndislegt, — yndislegra en í Nome, og veðrið er himneskt; þar að auki er , The Grand Dame bezt útbúna skipið, sem til er við Kyrrahafsströndina, svo stjóraaraefndar- mennimir geta tekið fjölskyldur sínar með sér, og það yrði betri skemtun, en þeir nokkurn tíma hafa notið, að sigla inn og út firðina, með jökulfjöll í baksýn, roðin í geislum miðnætur- sólarinnar. Þú skilur, ungfrú Waylands, að það er eigingirni, sem kemur mér til þess að eggja þig á að fara. Eg vona þú gjörir það.” “Eg er viss um, að þér mundi þykja gaman að því, Mildred,’ mælti faðir hennar. Emerson gat naumast áttað sig á þessu. Ætla þau virkilega að koma til Kjalvíkur? Áttu þau öll að mætast á þeim útlegðarstað, og ef svo skyldi fara, hafði hann þá hugrekki til þess að halda áfram með fyrirtæki sitt? Þetta var alt eitthvað svo óeðlilegt. 1 huga hans börðust tvær ástríður um yfirráðin. Önnur að .fá Mildred til þess að lofast til að fara. Hin var óttinn fyrir því, að sú ferð mundi veita Marsh ósanngjarnlega mikil tækifæri, sem hann bjóst við að yrði með í ferðinni. En Mildred var auðsjáanlega að hugsa um sín eigin þægindi, því hún svaraði: “Eg held nú ekki! Því ef það er nokkuð, sem mér fellur ver en landferðir, þá er það sjóvolk. Eg er ekki mikill sjógarpur.” “En þessi ferð væri sannarlega þess virði, að fara hana,” mælti faðir hennar. “Það er eins og að kanna nýjan heim. Eg er eins sólg- inn í að fara hana, eins 0g sveitadrengur á sýningu.” Marsh gerði alt sem hann gat, til þess að gylla ferðina fyrir Mildred, en hún sat fast við sinn keip, sem Emerson þótti næsta ein- kennilegt. “Eg býst við að mér mundi þykja mikið koma til útsýnisins,” mælti hún og leit til E*i- ersons, “en á hinn bóginn kæri eg mig ekki um að lenda í neinu volki. Eg vil heldur láta segja mér frá þessum niðursuðuverksmiðjum, en að fara að sjá þær. Veiðilyktin hlýtur að vera ægileg í kring um þær. En um fram alt hata eg sjóveikina og enginn skal leiða mig út í hana”, 0g í augnatilliti hennar var hálfkærings glampi, sem Emerson hafði aldrei séð í þeim fyr. “Mér þykir fyrir því, að þú skulir ekki vilja fðra,” mælti Marsh einlæglega. “Þú skilur, að það er engin hvít kona í þessu landi okkar, og að vera í sex mánuði án þess að sjá eitt ein- asta bros frá ykkur stúlkunum, kemur manni til þess að hata sjálfan sig og alla stallbræður sína.” “Er ekkert kvenfólk í Alska?” spurði Mildred. “Jú, í námaþorpunum, en við fiskimennirnir lifum einmanalegu lífi.” “En hæversku Indíánameyjarnar, sem eg hefi lesið um?” “Þær eru óttalegar,” svaraði Marsh, “með flatt nef, gat á vörunum og svo ægilega ó- hreinar.” “Þær eru ekki alt af óhreinar,” sagði Em- erson, sem fann til vaxandi óþokka á Marsh. “Eg hefi séð mjög laglegar Indíánastúlkur, að eg ekki tali um kynblendinga. ” “Hvar?” spurði Marsh nokkuð hranalega, með efaglotti á andlitinu. “'Til dæmis í Kjalvík.” “Kjalvík!” endurtók Marsh. “Já, þar sem þú átt heima. Þú hlýtur að þekkja Chakawana, sem þeir kalla “hvíti fuglinn.” “Nei.” “Vertu nú ekki að þessu. Hún þekkir þig vel. ’ ’ “Leyndardómur! Hann dylur okkur ein- hvers,” mælti Mildred fjörlega. Marsh leit hvössum augum á Emerson áður en hann svaraði: “Eg býst við, að þú eigir við systur hans Constantínusar. Eg talaði um Indíánana alment; náttúrlega eru til undan- tekningar. Það var heldur ekki alveg satt, þeg- ar eg sagði, að engin hvít kona ætti heima í Kjalvík. Emerson, þú hefir sjálfsagt mætt Cherrie Malotte þar. ” “Já, eg kyntist henni,” svaraði Emerson. “Hún tók ágætlega vel á móti mér.” “Meiri leyndardómur!” mælti Waylands hlæjandi. “Hvers lags kona er það?” “Mér þætti gaman að vita það,” mælti Em- erson. “Þetta er að verða yndislegt,” mælti Mild- red. “Fyrst töfrandi Indíánamær, og svo hvít kona, sem enginn veit nein deili á! Kjalvík fer að verða töfrastaður.” “Það er ekkert leyndardómsfult við þessa hvítu konu,” mælti Marsh. “Hún er eins og stallsystur hennar — óbrotin flenna, sem elt hefir eitt námaþorpið af öðru, og einhvern veg- inn hröklast til Kjalvíkur.” “Það er ósatt,” svaraði Emerson reiði- lega. “Malotte er heiðarleg kona,” og þegar að hann sá glottið á vörum Marsh, bætti hann við, “og framkoma hennar þolir meira en sam- anburð við framkomu annars hvíts fólks í Kjalvík.” Marsh, sem horft hafði á Emerson all- hvössum augum, leit nú undan augnaráði hans og mælti við Mildred: “Malotte er kona, sem bezt er að fara um sem fæstum orðum.” “Hvernig veiztu það?” spurði Emerson; “veiztu nokkuð um framkomu hennar eða kar- akter?” “Eg veit, að hún hefir æst til ófriðar í Kjal- vík og hefir valdið okkur áhyggju og erfið- leika.” Emerson brosti 0g mælti: “Ekki getur það talist neinn bléttur á mannorði hennar.” “Kæri herra, ef mig hefði drejnnt um, að hún væri vinkona þín, þá hefði eg ekki opnað á mér munninn.” “Hún er vinkona mín,” mælti Emerson á- kveðin, “og mér þykir miRið til hennar koma sökum þess, að hún er kjarkmikil stúlka. Ef hún hefði ekki átt yfir nægu hugrekki að ráða, til þess að virða fyrirskipanir þínar að vett- ugi, þá hefði eg líklega orðið að reka eftirlits- mann þinn út úr húsi sínu og taka ráðin vfir niðursuðuverksmiðju þinni í mínar hendur.’ “Við getav ekki hýst alla, sem að garði okkar ber. Við látum Malotte það eftir.” “Og að hýsa George Balt líka?” “Herra minn!” mælti Mildred. “Mérfinst að eg sé kominn á kvenfélagsfund. ” “Við verðum að fylgja ákveðnum reglum í starfi okkar,” svaraði Marsh. “Stundum mis- skilja ferðamenn það, og þeim finst að við sé- um miskunnarlausir, en við getum ekki veitt öllum, sem að garði ber, viðtöku.” “Ekki einu sinni veikum og lasburða Indí- ánum? Ef það hefði ekki verið fvrir Malotte, þá hefðu sumir af þínum eigin mönnum soltið í vetur, og þú hefðir máske orðið fáliðaður næsta sumar.” “Við sjáum þeim fyrir vinnu. Hví ættum við þá að sjá þeim fyrir annari lífsfram- færslu?” “Eg veit ekki um neina lagalega skyldu, sem á ykkur hvílir í því efni; siðferðisskyldan nær ekki langt þar norður frá. Samt sem áður hefir Cherry Malotte séð um það, að börnin 'hafa að minsta kosti ekki liðið. Hún bjargaði lífi yngsta bróður hans Constantines, sem þú nefndir áðan.” / “Constantine á engan bróður,” svaraði Marsh. “Mér er 'kunnugt um það, því hann var í vinnu hjá mér.” “Það var dálítill rauðhærður hnokki, sem hún bjargaði. ” “Éinmitt það!” mælti Marsh hörkulega. “Hvað gekk að honum?” “Mislingar.” “Batnaði honum?” “Hann var á batavegi, þegar eg fór.” Marsh setti hljóðan. En ungfrú Mildred greip fram í og spurði: “Hvernig lítur þessi dularfulla kvenpersóna út?” ‘Hún ef ung, háttprúð og sérlega viðkunn- anleg í alla staði.” “Og er hún líka lagleg?” “Mjög lagleg.” Mildred var í þann veginn að spyrja meira um hvítu stúlkuna í Kjalvík, þegar máltíðinni var lokið og Wayne Waylands bað þjóhinn að færa sér uppáhalds vindla sína. Mildred stóð upp frá borðinu og hið sama gjörði Emerson, en Marsh sat hljóður og þegar Waylands yrti á hann gat hann að eins dregið út úr honum stutt svör og orð og orð á stngli. Þegar þau Mildred og Emerson komu inn í hliðarheyberigð, sneri Mildred sér að.honum, og mæltt “Hví sagðirðu mér ekki um þessa stúlku áður?” “Mér datt hún ekki í hug.” “Samt er þetta' ung, fögur 0g háttprúð stúlka, sem lifir rómantisku lífi og þú gistir hjá,” og um leið og hún sagði síðustu orðin, rykti hún höfðinu til þóttalega. “Ertu afbrýðissöm?” spurði Emerson og brosti. “ Af slíkri kvenpersónu? Því fer fjarri.” “Eg vildi að þú værir það,” mælti Emer- son einlæglega. “Ef að þú yrðir verulega af- brýðissöm, ]>á mundi mér ]>ykja verulega vænt um það og þá mundi eg ekki vera í eins miklum vafa um afstöðu þína til míh.” Mildred settist við slaghörpu, sem stóð í herberginu, og fór að leika á hana. JEftir litla stund spurði hún: “Það er tiL Kjalvíkur, sem þú ætlar að fara?” “ Já.” “Eg býst við að þú munir sjá þessa Cherry Malotte oft?” “Eg efast ekki um það, því hún er félagi minn. ’ ’ “Félagi!” endurtók Mildred og sneri sér frá hljóðfærinu. “Hvað meinarðu með því?” “Hún er hluthafi í þessu fyrirtæki mínu — á látrið og landið, þar sem við ætlum að byggja verksmiðjuna. ” “Eg skil,” mælti Mildred. Eftir litla þögn tók hún aftur til máls og spurði: “Hafa þessi nýju samtök föður míns nokkur áhrif á fyrir- ætían þína?” “Já og nei,” svaraði Emerson, og fann að nýju til vandræða- þeirra, sem honum höfðu að höndum borið og ‘hann hafði gleymt um stund. “Hvað viltu að eg geri?” “Ekkert, sem stendur, nema að vera svo góð að minnast ekki á fyrirtæki mitt við föður þinn eða Marsh. Eg er í dálitlum vafa *um, hvernig að eg sný mér í því sambandi. Þú skilur, að þetta fyrirtæki er svo þýðingarmik- ið fyrir mig, að eg get ekki fengið mig til að hætta við það; samt getur það leitt til hins mesta vanda og jafnvel vandræða.” Hún kinkaði kolli til þess að gefa í skyn, að hún skildi hann til fulls. Rétt í þe£su komu hinir mennirnir inn til þeirra og Emerson kvaddi og fór, en hann var þungt hugsandi og efinn, sem vaknaður var í liuga lians, lagðist yfir hann eins og martröð. Marsh, aftur á móti, var búinn að gleyma áhyggjuefni sínu og var enda glaðari en hann átti að sér að vera, hvað svo sem þeim skap- brigðum liefir valdið. Hann fann til þess, að lukkan liafði verið honum eftirlát síðustu dag- ana og nú, þegar Emerson var farinn, fór Mild- red fyrst að sýna áhuga á fyrirtæki hans, sem auðvitað kórónaði alla ánægjuna. Hún spurði hann nákvæmlega um verk hans og lifnaðar- háttu þar nyrðra, og virtist vera svo áköf og einlæg í því að fræðast um alla hluti í Kjalvík, að faðir hennar vildi ekki trufla samtal henn- ar og Marsh, svo hann: bað þau afsökunar og fór inn í skrifstofu sína. Marsh skildist, að aldrei fengi hann hent- ugri tíma til að tala máli sínu við Mildred, en nú bauðst, og hóf því mál sitt á þessa leið: “Dagurinn í dag hefir verið mér gæfurík- ur, og mór er áhugamál að enda hann með meiri gæfu og auðnumeiri sigri en mér hefir enn veizt. ” . • “Varastu of mikla ágengni,” sagði Mild- red stillilega. “Það er í eðli karlmannsins, að vera á- gjarn,” svaraði Marsh. Mildred hló glaðlega. “Eftir að hafa not- að áhrif föður míns til þess að ná takmarki þínu, þá ætlai»þú líklega að nota mig saklausa til hins sama. Eru ágirnd þinni engin tak- mörk sett?” “Jú og því takmarki get eg náð með þinni hjálp.” “Ekki skaltu reiða þig á mig; eg er öllum öðrum óábyggilegri. ’ ’ Marsh lét sem hann heyrði ekkki, hvað Mildred sagði. “Eg vona ekki”, mælti hann. “Að minsta kosti verð eg að' fá að vita vissu mína.” “Það er vissara fyrir þig að vera varkár- an,” mælti Mildred. “Samt krefst eg þess — og samt — eg veit ekki almennilega hvernig eg á að byrja. Það er ekki nýmæli fyrir þig, ef til vill, það sem eg ætla að reyna að segja — en það er nýtt fyrir mig — eg get fullvissað þig um — eg þarf naumast að segja þér hvað það er — þú hlýt- ur að hafa lesið það í augum mér — eg — eg hefi haft mikla ást á kvenfólki — eg er harð- lyndur maður, en —” “1 guðanna bænum, segðu ekki meira” tók Miklred fram í, en 'hann lét sem hann heyrði það ekki 0g hélt áfram: “Þú hlýtur að vita, að eg elska þig — eng- inn maður getur komist hjá að el^ka þig, en enginn þeirra elskar þig eins heitt og eg. Eg gæti gert margar hjartnæmar heitstrengingar, ungfrú — Mildred. En eg er ekki leikinn í þeirri list — þú getur gert mig gæfuríkastan allra manna—” “Mér þykir fyrir.” “Eg veit að það, sem eg hefi sagt, er klaufa- legt, en hvert orð kemur frá hjarta mér. Föð- ur þínum er þetta geðfelt, að því er eg bezt veit, svo alt er nú í þinni hendi.” Mildred gerði sér nú í fyrsta sinni grein fyrir einlægni þessa manns, og fann til per- sónulegra áhrifa frá lionum/sem svo voru mik- a, að þaÖL var enginn leikur að svara honum neitandi. Hann tók neitun hennar hógværlega 0g óx hann við það ekki all-lítið í augum hennar. “Það er nokkuð erfitt að sætta sig við þetta,” svaraði Marsh og brosti. “En gerðu það fyrir mig að láta það, sem nú hefir komið fyrir, ekki merkjast í viðmóti við mig. Eg vona, að eg fái að vera velkominn gestur hér í húsinu eftir sem áður, og fái að sjá þig eins oft og verið hefir.” “Þó þú viljir oftar,” svaraði Mildred. “Mér fer nú að skiljast, að Emerson sé æfuríkur maður,” mælti Marsh.glottandi. Mildred lét sem hún tæki ekki eftir mein- ingu þeirri, sem í þessum orðum Marsh lág, en svaraði blátt áfram: “Við Emerson höfum verið yinir lengi.” “Svo hefir mér verið sagt,” mælti Marsh, og sama glottið lék um varir hans, sem hafði einhver móðgandi áhrif á Mildred, og það lék enn um varir hans, þegar hann kvaddi hana og fór klukkutíma síðar. Wayne Waylands var inni í skrifstofu sinni að skoða verðmæta bók, sem hann var nýbúinn að fá frá umboðsmanni sínum á Englandi, þeg- ar Mildred kom inn til hans. Hann leit upp og spurði: “Er Willis farinn?”

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.