Lögberg - 07.07.1927, Blaðsíða 2

Lögberg - 07.07.1927, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. JÚLÍ 1927. [?S2SaS2S2S25ÍSa5a5as2sasasS52S2S2S25^S2Sa5£5HSH5a59SHS2íraSH5HS?SaSÍ5HSHS2SHS2SZ52S^52S2SasaSHSZ5Z5HSH5HSH5HSH5H52SZ5H5ZSaS25HSHSHS2SH5HSHSS5HSe5HSESHSHSZS2SZ5Hií?T[ ▼ a a a H SOLSKIN SHSHSHSHSHc; TLSt SaSHSHSH5H5HSHSaSH5HSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSH5HSHSHSHSaSHsai,a55HSHSH5H5HSHSHSHSH5HSHSHSH5HSHSHSHSHSHSHSH5HSHSHSHSHSH5HSHSH5H5HSHSHSHSHSHSHSHSH SHSHSHSHSHSHs! “Guð leiði þig“. Eftir Karl Gerok. Guð leiði þig, mitt ljúfa barn, Þú leggur út á mikið bjarn, Með brjóstið veikt og hýrt og hlýtt, Og hyggur lífið sé svo blítt, — Guð leiði þig. Guð leiði þig, en líkni mér, Sem lengur má ei fylgja þér, En eg vil fá þér engla vörð, Míns insta hjarta bænagjörð; Guð leiði þig. Gnð leiði þig, þitt líf og sál, Og létti þína harmaskál; Þú ferð nú út í fjarlæg lönd Frá föðurauga, móðurhönd, — Guð leiði þig. Buð leiði þig — þitt líf og sál; *Æ lærðu aldrei synd og tál, Þín sál er nú sem sólin hrein, iÆ, sel ei burt þinn eðalstein; Guð leiði þig. Guð leiði þig. Sé lukkan stríð, Er langt að þreyja raunatíð, En hættulegri er heimsins glans,— ■Æ, hræðstu glitvef freistarans. Guð leiði þig. Guð verndi þig. En vak og bið, Og varðveit, barn, þinn sálarfrið; Á Herrans.traustu hönd þig fel, Ef hann er með, þá farnast vel. Guð leiði þig. Guð leiði þig. Hans lífsins vald Á loft og jörð og hiiiinatjald, Hans auga sét-, hans armur nær Um allan geiminn nær og fjær. Guð leiði þig. Guð leiði þigjlians eilíf ást, Sem aldrei góðúm:manni brást. • Gakk, gakk, mit barn, og forlög fyll, Og finnumst þegar Drottinn vill. Guð leiði þig. (Síðasta versið eftir þýð-3 Matth. Johch. FERLÐALAG KONGSINS. Einu sinni var uppi kongur nokkur. Hann var vitur maður. Hann vildi kynna sér mann- lífið. Hann langaði tií að þekkja mennina. Hann vildi einnig sjá þann þáttinn í sköpuar- verki Guðs. Hann bjóst því dulargerfi. Staf tók hann í hönd sér. Nesti hafði hann og nýja skó. Svo lagði hann af stað út í víða veröld. Konungur sá mörg lönd. 1 flestum löndum voru menn fyrir. Marg.breytileg vora löndin. Munur var á mönnum. En aílir höfðu þeir mannlegan líkama. Allir höfðu þeir mannlega sál. Þeir sem bygðu sama land, kölluðust þjóð. Hver þjóð var annarí ólík. Sum löndin voru afar heit. Þar áttij heirná mórauðir menn. Sumstaðar voru rauðir menn. Sumstaðar voru þeir gulir. I kaldari löudunum voru menn hvít- ir að hðrundslit. En konungur hafði lesið bib- líuna. Hann kunni söguna um Adam. Hann vissi um Evu. Út af þeim eru allir menn komn- ir. Þess vegna eru allir mepn bræður.. Marg- ir gefa því engan gaum. Margir hvítir menn líta smáum augum á svarta menn. Sumir hvít- ir menn kaupa þá svörtu fyrir peninga. Þeir gera þá að þrælum sínum. Það þótti konungi mjög ranglátt. Konungurinn sá meira. Hann sá mat manna. Til matfanga er maðurinn fremstur allra rán- dýra. Fyrir honum verða mörg dýr lífið að láta. Svo matbýr hann kjötið. Villimenn eta kjötið hrátt. Sumir villimenn leggja sér manna- kjöt til munns. Þeir kallast mannætur. Kon- ungi fanst mjög mikið um siðleysi þeirra. Mjólk dýra er mjög holl til manneldis. Menn ncyta og margs konar ávaxta^ Margir lifa af aldinum trjánna. Úr hveiti og komi gera menn brauð. Mennirnir tilreiða fæðuna við eld. Það gera dýrin aldrei. Margir menn lifa á krydd- meti og kræsingum. Ekki verða þeir sælli að heldur. Konungur sá fleira. Hann sá hæð og vöxt tnanna. Sögumar geta um afar stóra jötna eða rist. Nú eru þeir dotnir úr sögunni. Meðal- mannshæð er 65 þumlungar. Margir eru hærri. Fyrir hálfri annari öld var maður uppi í Palta- mósókn á Finnlandi. Hann var yfir 80 þuml- unga á hæð. Þess vegna vora haldnar sýning- ar á honum fyrir peninga. Sumir menn era minni en 65 þumlungar. Til era menn mjög smáir' vexti. Þeir kallast dvergar. Á Póllandi var uppi fyrir 150 árum síðan maður nokkur. Hann var þrítugur að aldri. Samt varð hann aldrei álnar hár. Hann var líka hafður til sýn- is fyrir peninga. Bágt eiga þeir menn. Illa sæmir að glápa á menn, eins og væru þeir ein- hver undradýr. Konungur sá fleira. Hann há æfi manna. Hrafninn verður hundrað ára. Fílar geta orð- ið 150 ára að aldri. Geddan getur lifað í 200 ár. Það er mál manna, að hvalir verði þúsund (1000) ára gamlir. Mörg tré geta lifað svo hundruðum ára skiftir. — Fyrir syndaflóðið lifðu menn miklu lengur en nú gerist. Adam varð níu hundruð og þrjátíu ára gamall. Metú- salem var elztur allra. Hann varð níu hundr- uð sextíu og níu (961) ára að aldri, er hann dó. Nú komast eigi allmargir yfir sjötugt (70 ár). Sumir verða 80 ára. Sárafáir ná 100 ára aldri. Jenkins hefir maður heitið. Hann átti heima J á Englandi. Hann varð 159 ára gamall. Marg- ir menn deyja á bezta aldri. Mörg börn deyja í fyrstu bernsku. Guð einn ræður aldri manna. Konungur sá fleira. Hann sá fjögur ald- ursskeið manna. Bernskan nær yfir fjórtán fyrstu árin. Þá kemur æskan. Hún helzt til þrítugs (30 ára). Þá taka við fullorðinsárin. Þau ná fram til sextugs (60 ára). Svo kemur ellin. Sumir telja þetta á annan veg. Barnið vex. Sál þess þroskast ásamt líkamanum. Um þrítugt hefir líkaminn náð fullum þroska. Sál- in heldur áfram að þroskast. Þess vegna er ellin vitrari en æskan. Konungur sá fleira. Hann sá kynferði manna. Allar lifandi skepnúr skiftast í tvö kym Sumar skepnur eru karlskyns. Sumar eru kvenkyns. Líkur kynferðismunur á sér stað hjá jurtunum. Þannig er og mannkyninu var- ið. Mannkynið greinist í tvö kyn, karlmenn og kvenmenn. Karlar og konur eru hvortveggja menn. Karlar eru sterkari að burðum. Kon- ur eru minni máttar. Hvorugur flokkurinn er betri. Hvorugur er verri. Bæði karl og kona eru jafn-rétthá í guðs augum. Bæði eiga þau að erfa guðsríki. Þan eiga að hjálpa hvort öðru. Sá er vilji guðs. Hinn sterkari má eigi beita hörku við hinn minni máttar. Konungurinn sá meira. Hann sá yfirráð mannsins yfir náttúrunni. Mennirnir temja villidýrin. Þeir ráða nið- urlögum hvalsins. Stóri fílliijn ber manninn á baki sér og lætur hann ráða ferðinni. Hinn skapmikli hestur lætur að beizlistaum manns- ins. Uxinn hinn sterki dregur plóginn. Björn- inn verður að eftirláta manninum loðfeldinn sinn. Kindin verður að gefa honum ullina sína. Fuglinn veitir honum dúninn sinn. Hann tek- ur hunang býflugunnar. Hann fellir hin hæstu tré með handöxi sinni. Hann gerir jörðina sér undirgefna. Hann yrkir akrana og tekur af- urðir þeirra. Hann notar afurðirnar .til matar og fata. Hann brýzt inn í f jöllin og tgkur málm- ana. Hann prýðir fingur sína gulli. Hann býr til borð.búnað úr silfri. Hann beygir og mótar harða járnið. Hann skreytir með gimsteinum kórónur konunganna.- Hann býr til veg gegn- um fjöllin. Hann lætnr vatnið hlýða sér. Hann lætur það mala kornið og knýja stórar sagir. Hann lætur vindana reka áfram siglandi skip- in. Maðurinn tekur gufuna og" lætur hana, fremja stóH'irki í þjónustu sína. Gúfan knýr áfram skipin og langar vagnlestir. — Maðurinn lætur eldinn þjóna sér, og hemur hann jafnvel í hlóðum sínum. Maðurinn tekur eldinguna lír skýjunum og leiðir hana niður á. jörðina. Mað- urinn myndar alla jörðina á landabréf sín. Og maðurinn reiknar fyrir fram gang sólarinnar. Hann skiftir árum sínum eftir gangi mánans. Hann mælir í tölum brautir hinna tindrandi stjarna himinhvolfsins. Þannig er öll hin sýnilega veröld mannium undirgefin. Vissulega lifir í manninum sterkur andi. En fyrir guði er maðurinn mjög lítilmót- legur. Vahl mannsins á jörðinni er afarmikið. En gnðs vald er þó miklu meira. Hin mesta hetja er ekkert á við guð. Hinn mesti speking- ur er fávís hjá guði. — Lítill ormur getur deytt hinn sterkasta mann. Vængir mýflugunnar eru gerðir af meiri list, en öll mannanna verk. Konungur tók sér 'í hönd litla sóley: “Þú ert svo fögur. Konungsskrúði minn er ekki eins fallegur og skráðinn þinn.” Maðurinn lifir í dag. Eftir lítinn tíma deyr hann. Þá uppleysist líkami hans og rotnar. Þá stendur sálin fyrir augliti lifanda guðs. Þá kemur guðs raust t.il hennar: “Eg hefi gert þig að konungi í ríki náttúrunnar. Hveraig hefir þú beitt þínu veglega valdi? Hvernig hefir þú breytt við mennina? Hvernig hefir þú farið með dýrin? Hvernig hefir þú rækt köllun þína á jörðinni? Vertu ekki ranglátur. Vertu ekki drambsamur. Eg er drottinn guð þinn. Þú ert að eins ráðsmaður minn.” Alt þetta hugleiddi konungurinn nákvæm- lega. Hann mælti svo við sjálfan sig: “Einn- ig eg er yfirráðandi í konungsríki mínu. En nú reika eg í þjónsbiíningi um kring í veröld- inni. Þannig er maðurinn yfirráðandi alls, sem lifir á jörðu. En gagnvart ,guði er hann að eins þjónn. Guð gefi manninum auðmjúkt hjarta. Þá beitir hann rétt valdi sínu. Þá fer saman heiður mannsins og dýrð Guðs. Þá er ríki mannsins guðsríki á jörðu. — Bók Nátt. ÖRNINN. Fiskimaður nokkur var í fiskiróðri. Hann varð þá sjónarvottur að merilegum bardaga. Hátt í lofti uppi flaug mikill örn. Rétt upp við sjávarborðið synti stór gedda, sem var á veiðum eftir smáfiski. Örninn sá gedduna. Eins og örskat þaut hann niður úr háa lofti. Hann festi hvassar klæraar í bakið á geddunni. Hann reyndi að lvfta henni upp úr vatninu til þess að fljúga burt með hana. Geddan var of þung fyrir hann. Geddan varð honum ofurefli. Þegar örninn varð var við þetta, leitaðist hann við að losa klærnar. Hann stritaðist við með útþöndum vængjum. En honum tókst ekki að losna. Geddan reyndi einnig að kafa niður að grunni. En hún hafði ekki nóga krafta til þess að draga öminn með sér niður. Þannig áttust þau við langa hríð, bæði þessi sterku rándýr. Loksins þreyttist örninn. Geddan stóð betur að vígi, því vatnið var heimkvnni hennar. Svo dró hún um síðir óvin sinn niður í djúpið. Þar druknaði örainn. En geddan gat ekki framar orðið laus við dauða ömipn, sem sat fastur í baki hennar. Að npkkrum tíma liðnum flaut hún upp og var þá dauð. Fundu menn þá beina- grind arnarins á gedduskrokknum. Komið hefir það fyrir, að örn hefir numið á burt smábörn, sem léku sér úti. Slíkt bar við einu sinni í Sviss. Þar eru afar há fjöll. Örn- inn tók barnið og flaug með það upp í hreiður til unga sinna. Hreiðrið lá á hárri klöpp. Fað- ir barnsins vissi hvar hreiðrið var, og klifraði upp þangað. Þar fann hann barnið sitt á lífi hjá amarungunum. Örninn varði hreiður sitt og var illur viðureignar. Eftir langan bardaga náði maðurinn barai sínu; hann var mjög sár og þrekaður, en gekk af erninum dauðum. Seinna voru ungamir sóttir og látnir halda lífi; þeir urðu spakir og vel tamdir. Til þess að þeir skyldu ekki fljúga burt, voru þeir yæng- kliptir. Annar vængurinn var gerður styttri en hinn. — Öminn er látinn tákna styrkleik og kraft eins og ljónið. Sum stóru ríkin hafa arn- armynd í skjaldarmerki sínu; önnur hafa ljón ríkismerki. Fyrrum var sá siður, að tignir menn tömdu fálka til veiða. Hann var þá tekinn ung- ur. Síðan var hann settur á gjörð af tunnu, sem látin var snúast í hring í þrjá daga sam- fleytt. Fékk þá fálkinn ekki næði til að sofa. Af þessu varð hann svo ruglaður, að hann gleymdi frelsi sínu. En eðlifýsn hans tíl að veiða fugla var eftir. Konungadætur riðu út í skóg á gæðingum sínum, og sat fálkinn á öxl þeirra, bundinn með reim, er þær festu við úlnlið sinn. Þegar vart varð í skógi þeirra við fugla, sem þeim lék hugur á, var fálkanum slept. Flaug hann þá og hremdi bráð sína. — Eftir stundarkorn kom hann aftur með ránsfeng sinn. Slíkir fálkar voru keyptir dýrum dóm- um. — Hvítir fálkar voru veiddir á íslandi, og þóttu þeir gersemi. — Fálka höfum vér Islend- ingar í merki voru. — Bók Nátt. SLÖNGURNAR. Bóndi einn í Ameríku steig ofan á skrölt- orm, sem beit hann í fótinn. Sonur hans drap orminn, og skeytti hann því ekki frekar. Eftir lítinn tíma fann bóndinn til í fætinum og sá á honum litla rispu. Svo hljóp blástur í fótinn og maðurinn dó. Sonur hans, sem erfði hann, hagnýtti sér stígvél föður síns. Eftir litla stund veiktist hann og clí. Þá voru stígvélin seld á uppboði. Bóndi nokkur keypti þau. Er hann hafði gengið í þeim einn dag, veiktist hann og dó. Þá var farið að rannsaka stígvél- in. Hvað kom þá í ljós? í öðru stígvélinu var eiturtönn höggormsins. Allir, sem höfðu sett upp skóna, höfðu sært sig á tönninni og dóu af eitrinu. < A Indlandi eru menn, .sem kunna að töfra hoggorma. Þeir blása í ofurlitla hljoðpipu. Brátt skríður ormurinn fram og dansar eftir pípunni. Sumir ná svo miklu valdi yfir all- stórum slöngnm, að þeir geta tekið þær í hönd sína og vafið þeim um háls sér. 1 söfnum geta menn séð úttroðna belgina af dauðum slöngum, t svo að þær eru að sjá eins og lifandi væru. — Þannig troða menn út .belgi af spendýrum og fuglum. Það þarf kunnáttu til þess að gera það vel. — B. Nátt. APARNIR. Tveir drengir voru einn dag á gangi úti í skógi. Annar setti frá sér krús niður á jörð- ina; hún var full af rúsínum. Báðir dreng irnir voru þreyttir og lögðust til svefns í há- degishitanum. Þá klifruðu margir apar ofan úr trjánum. Einn þeirra fór að langa í krásirnar. ^ Hann stakk hendinni niður í krúsina. Þar tók hann hnefann fullan af rásínum. En _ opið á krús- inni var mjótt. Apinn, sem vilcli alls ekki sleppa ránsfeng sínum, gat ekki náð kreptum hnefanum upp úr krúsinni. Svo hann fór að hlaupa og dró krúsina á eftir sér. Sveinarnir vöknuðu við þetta, og áttu nú auðvelt með að ná apanum, vegna stelvísi hans. Hinn sveinninn vildi líka fá sér apa. Hann fann ráð til þess. Hann tók af sér stígvélin sín. Síðan fór hann í þau aftur. Þar næst fór hann úr þeim á nýjan leik. Síðan fóru piltarn- ir spölkorn á braut. Aparnir, er horft höfðu á leik þenna, vildu nú herma þetta eftir. Einn þeirra stökk niður úr trénu og fór í stígvelin. Þá komu drengirnir þjótandi. Þá ætlaði stig- vélaði apinn að hlaupa burtu. En stígvélin töfðu fyrir honum. Apinn rasaði. Apinn datt. Hann komst á vald drengjanna, vegna eftir- hermufýsnar sinnar. — B. Nátt. REFURINN OG FISKURINN. Það var einu sinni karl og kerling. Einn kaldan vetrardag veiddi karlinn svo mikið af fiski, sem rúmast gat á langa sleðanum hans. Glaður í skapi hélt hann svo heimleiðis, og ók sjálfur sleðanum, — kvað hann rímur á leiðinni heun, — En hvað er þarna á miðri götunni? Er það þó ekki dauður refur! Þetta þótti karli happafengur. — Mjúka, hlýja skinnið þitt kemur mér í góðar þarfir, tæfa mín! Svo tók karlinn refinn og lagði hann ofan á sleðann. —- Sjálfur settist hann framan á, hottaði á hest- inn og ók áfram. Nú var ótætis refurinn ekki reglulega dauð- ur; hann lézt vera það. Hann vissi, hvað hann ætlaði sér með því. Smátt og smátt kastaði hann hljóðlega öll- um fiskunum af sleðanum niður á þjóðveginn. Stökk hann síðan sjálfur ofan. Tók hann nú Professional Cards DR. B. J. BRANDSON «16-220 Modlcal Arts Hldg. Cor. Graham og Ken-nedy Sta. Phonc: 21 934. Ofílca tímar: 2 3 Helmili: 776 Victor at. Phone: 27 12 3 Wiúnipeg, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN ísl. lögfræðlngar. Skrlfstofa: Room 811 MoArthur Bnilding, Portage Ave. P. O. Box 1666 Phones: 26 849 og 26 840 COLCLEUGH & CO. Vér leggjum sérstaka áherzlu á « eelja metSul eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aC fá eru notuC eingöngu. pegar þér kómiC meC forskriftina til vor, megiC þér vera viss um, aC fá rétt þaC sam Iseknirinn teknr til. Nótre Dame and Sherbrooke Ph-ones: 87 659 — 87 650 Vér seljum Giftingaleyfisbréf JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. Phone 22 768 DR O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg Cer. Graham og Kennedy Su. Phonee: 21 824 Qffice timar: 2—3. Heimili: 764 Victor St. Fhone: 27 586 Winnipeg, Manitoba. LINDAL, BUHR & STEFÁNS0N Islenzklr lögfræðingar. 356 Main St. Tals.: 24 96* 356 Maln St. Tals.: A-4968 þelr hafa einnig skrifstefur aC l.undar, Riverton( Gimli og Piney og eru þar aC hltta á eftlrfylgj- and tlmum: Lundar: annan hvern miCvikudaf Riverton: Pyrsta fimtudag. Gimli: Fyrsta miCvlkudag. Piney: PritSJa föstudag I hverjum mánuCl. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Art.s Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Pane: 21 834 Oífice Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherburne St. Winnipeg, Manitoba. A. G. EGGERTSSON ísl. lögfræðlngur Heflr rétt til aC flytja mál baCl 1 Manitoba og Saskatchewan. Skrifstofa: Wynyard, Sask. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medtcal Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Ste. Phole: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Br aC hltta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h. . Heimili: 373 River Ave. 'Pails. 42 691 Athygli! Komið með næstu lyfjaávísun- ina yðar til vor. Þaulæfðir sér- fræðingar annast um alla lyfja- samsetningu. INGRAM’S DRUG STORE 249 Notre Dame Ave. Gagnvart Grace kirkjunni. DR. A. BLONDAL Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdóma. Er aC hltta frá kl. 10-12 t. h. og 3—5 e. h. Offlce Phone: 22 298 Heimlll: 806 Vlctor St. Sími: 28 180 A. G. JOIINSON 907 Confedcration I.ife Blðg. WIN.MPEG Annast um fasteigmr manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgB og bif- reiða áibyrgðir. Skriflegum iyr- irspurnum svaraC samstundis. Skrlfstofusími: 24 263 Heimasimi 33 328 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. \ DR. J. OLSON Tannlícknlr 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Heimllis Tals.: 38 626 J. J. SWANSON & CO. DIMITED R e n t a 1 s Insurance RealEstate Mortgages 600 Paris Building, Winnipeg Pohnes: 26 349—26 340 DR. G. J. SNÆDAL Tannkrknir 814 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald St. Taisimi: 28 889 Emil Johnson SERVIOK ELEOTRIO Rafmagns Contracting — AB»- kyns rafmagsndliöld seld og vt0 þau gert — Eg sel Moffat og McClary Eldavélar og hefl þesr til silrnis d verkstœOi minu. 524 SARGENT AVE. (gamla Johnson's byggingin ylU Young Street, Winnlpeg) Verkst.: 31 507 Heima.: 27 286 Giftinga- og Jarðarfara- Blóm með litliim fyrirvara BIRCH Blómsaii 593 Portage Ave. Tals.: 30 720 St. John: 2, Rlng 8 Verkst. Tals.: Ilelma Tals.: 28 383 20 384 G. L. STEPHENSON PLUMBER Allskonar rafmagnsáhöld, svo eem straujörn, víra, allar tegundlr »f glösnm og aflvaka (battertoe) VEÍRKSTOFA: 876 HOME HT. A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur líkklstur og annast um út- Carir. AUnr útbúnaCur eá beztl. Enn fremur seiur hann allskonar minnisvai-Ga og legsteina, Skrlfstofu tala. 86 607 Helmllis Tals.: 58 302 Islenzka bakaríið Selur heztu vörur fyrlr lægsta verð. Pantanir afgrdddar beefl* fljött og vel. Fjölbreytt úrvaL Hreln og llpnr viðskiftL Bjarnason Baking Co. 676 SARGENT Ave. Winntpec. Phone: S4 208 i Tals. 24 163 NewLyceumPhotoStudio Kristín Bjarnason eig. 290 Portage Ave, Winnipeg Næst við Lyceum leikhúsið. að tína upp fiskana af veginum. Suma át hann, suma geymdi hann sér. Slíka veizlu hafði hann ekki setið lengi. Karlinn ók áfram og ugði ekki að sér. Loks kom hann heim. Kerling kom á móti honum á hlaðinu. — “Hvar hefir þú verið svona lengi, karl minn?” — “Gerir ekkert, kelli mín; veizla skal hér verða; settu pott á hlóðir. Fullur ér sleðinn af fiski”—“Hver ósköp eru að tama?” — “ Já, og svo hefi eg vænan ref, sem eg fann dauðan á leiðinni!” — Kerling gekk að sleðan- um. “ Eg sé að þú kant að gera að gamni þínu. Hér er enginn fiskur og því síður sé eg refinn!,r — Karli varð ærið bylt við. “Eg sé nú, kelli mín, að tófan lævísa hefir illa leikið á mig.” — B. Nátt.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.