Lögberg - 07.07.1927, Blaðsíða 4

Lögberg - 07.07.1927, Blaðsíða 4
BIs. 4 LöGBERG, FIMTUDAGINN 7. JÚÍLÍ 1927. Jögberg Gefið út Kvern Fimtudag af Tke Col- umbia Pra** Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. T»l.Un.n N-6S27 o« N-6328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáakrift til blaðains: Tlfi tOLURfBi^ PRE8S, Ltd., Box 3171, Wirmipog. Rfaq* Utanáokrift rítatjórana: ÍD1T0R LOCBERC, Box 317f Wmnip«g, Rfaa. Verð $3.00 um árið. Borgitt fyrirfram Th. ,'LÖ*b.rc” la prlnt.d *nd publl.h.d br Th. Columblk PrtM, Ldmlt.d, ln th. Columbln UuiIdlnK, Cti Surir.nt Av... Wlnnlpe*. llnnltobn. ÞjóðKátíðin. Þjóðhátíðardagurinn 1. júlí, rann upp frem- ur þungbúinn á svip, með regnbliku í lofti, svo tvísýnt var mjög um veðurfar. En svo hafði tilgangur hátíðahaldsins náð sterkum tökum á hugum Winnipegbúa, að þeir virtust gersam- lega gleyma öllu öðru en því, að fylkjasamband- ið canadiska var að halda hátíðlegt sextíu ára afmæli sitt. En sem betur fór, rættist vel fram úr veðrinu, þótt svalt væri nokkuð að vísu síð- ari hluta dags. Sólin rauf skýflókana ávalt öðru hvoru, og þrýsti mjúkum kossi á varir hins hamingjusama afmælisbarns. Hátíðin hófst stundvíslega klukkan níu ár- degis, við hið veglega þinghú.s Manitoba fylkis, þar sem fram fór stutt guðsþjónustugerð á- samt fögrum söng og boðskap frá kon- ungi. Yar þar þegar saman kominn mann- fjöldi mikill. Skrúðfylkingin (floats), leið af stað klukkan tíu og fór alt norður að Bur- rows Ave., sneri þar við suður Main St., vest- ur Portage Ave. til Sherbrooke St., þaðan suð- ur á Broadway og austur á hinar upprunalegu áfangastöðvar. Alls tóku þátt í þeirri stór- glæsilegu fylking, hundrað sjötíu og fimm skrúðfleytur, er tákna áttu söguleg sérkenni hinna ýmsu þjóðflokka, sem og hið margbrotna iðnlíf Winnipeg.borgar. Það var í raun og veru Winnipeg í lifandi myndum, sem þarna var á ferðinni. Islendingar áttu skrúðfleytu eina, afar tilkomumikla, í þessari glæsilegu fylking, er tákna skyldi Alþing hið forna við öxará. Gat þar að líta í glæstum litklæðum, lögsögumann, goða og lögréttumenn. Varð mörgum starsýnt á undur þetta, hið elzta skipu- lagsbundna fulltrúa - þing Norðurálfunnar. Hlaut sýning þessi hin íslenzka lófaklapp mik- ið og heyrðum vér marga segja, er næstir oss stóðu í mannþrönginni, að þarna værn sigurveg- ararnir á ferð. Ferðalag skrúðfylkingarinnar stóð yfir í fjórar klukkustundir og munu flest- ir, að henni lokinni, hafa horfið heim með Ijúf- ar endurminningar, er fylgja munu þeim æfina á enda. Klukkan freklega tvö, eftir hádegi, hófst megin hátíðin í Assiniboine skemtigarðinum. Var þar saman kominn geysilegur mannfjöldi. Sérhverjum þjóðflokki var þar ætlaður reitur út af fyrir sig. Á dálítilli hæð, skamt frá ánni, blakti við hún ríkisfáni Islands. Þángað safn- aðist hið íslenzka fólk í stórhópum, unz svo var fjölment orðið, sem þá er Islendingadags hátíð- ahöldin hafa allra bezt verið sótt. Hátíðina íslenzku, setti formaður hátíðar- nefndarinnar, hr. Jón J. Bildfell, með stuttri en skörulegri ræðu, og bað söngflokk hr. Hall- dórs Thorolfssonar, The Icelandie Choral So- ciety, að syngja “O Canada”. Tók almenning- ur þátt í söngnum. Að því loknu bað forseti hljóðs séra Birni B. Jónssyni, D.D., er flutti á ensku það snjalla og kjarnyrta erindi, er hér fer á eftir. Tók þingheimur erindinu með hin- um mesta fögnuði. Söng söngflokkurinn því- næst nokkur íslenzk lög, en að því loknu flntti séra Ragnar E. Kvaran þá hina gagnorðu tölu, sem einnig er birt hér í blaðinu og hinn bezti rómur var að ger. Voru þá enn sungin nokkur lög áheyrendum til óblandinnar ánægju. Þakk- aði forseti því næst fyrir nefndarinnar hönd, þeim er þátt tóku í skemtiskránni, sem og ís- lenzkum almenningi í heild, fyrir góða aðsókn, aðstoð og samúð við hátíðahöldin yfirleitt. Iþróttir fyrir unglinga fóru fram rétt eftir klukkan tvö, undir stjórn Walters Jóhannsson- ar. Iþróttafélagið Sleipnir hafði tekið að sér, fyrir hönd íslendinga, að sýna íslenzka glímu, og má með sanni segja, að sú sýning vekti feikna athygli meðal mannfjöldans yfir höfuð. Sjö fræknir landar tóku þátt í glímusýning- unni og fylktu liði á megin-sýningarsviðinu, undir fána hins íslenzka ríkis. Skýrði formað- ur Sleipnisfélagsins, Mr. Jack Snydal, upp- runa, reglur og gildi glímunnar. Var honum, á- samt hinum glæsilega glímumannahópi, óspart klappað lof í lófa. Að lokinni glímunni, sýndi hinn frækni landi vor, Haraldur leikfimis- kennari Sveinbjörnsson, nokkrar líkamsæfing- ar, og hlaut að launum almenna aðdáun. Klukkan fimtán mínútnr eftir sjö um kveld- ið, fylktu hinir ýmsu þjóðflokkar, eða fulltrúar þeirra, liði og skipuðu sér undir merki Canada, á megin-sýningarsviðinu. Komu þar fram í íslenzkum skautbúningi tólf íslenzkar konur og meyjar, sem merkisberar íslenzks þjóðernis. Var slíkt hin glæsilegasta sýn, er mjög hreif til sín hugi áhorfenda. Var sú sTcoðnn ærið al- ment í ljós látin. að þessi íslenzka kvenfylking hefði skarað greinilega fram úr, bæði hvað við- kom klæðnaði og tiguleik í framgöngu. Sungn- ir voru um þessar mundir þjóðsöngvar hinna ýmsu þjóða, almenningi til hins mesta yndis. Daginn eftir, fóru fram alls konar íþróttir í hinum ýmsu skemtigörðum Winnipegborgar, en að kveldi var haldin skrauteldasýning í Sar- gent skemtigarðinum, tilkomumikil mjög. Við morgunguðsþjónustur í öllum kirkjum landsins, sunnudaginn 3. júlí, var sextíu ára afmælisins minst, samkvæmt tilmælum sam- bandsstjórnar. Milli klukkan þrjú og fjögur síðdegis, fór fram lokahátíðin hér í .borginni, með guðsþjón- ustugerð við þinghús fylkisins. Voru við það tækilfæri saman komnar um fimtíu þúsundir manna, vafalaust mesti mannsöfnuður, er nokk- uru sinni hefir saman safnast á einn stað hér í fylkinu. Hófst guðsþjónusta þessi með bænagerð, fluttri af presti Fyrsta lúterska safnaðar, séra Birni B. Jónssyni, D.D. Biblíutexta las Rev. John Scott, prestur Immanuel Baptistakirkj- unnar, en því næst var sunginn sálmurinn: “O, God, our help in ages past”. Flutti þá ræðu öldungurinn tigulegi, erkibiskup, Matheson, er afar mikið þótti til koma. Einnig flutti ræðu Rev. Dr. C. W. Gordon, en að henni lok- inni söng fjórtán hundruð manna söngflokkur, undir stjórn John’s J. Moncrieff, Hallelujah Chorus Handels. Þessari ógleymanlegu þakkarhátíð, lauk með bæn og blessun, er Dr. Björn B. Jónsson flutti. Hátíðin var tilkomumikil yfirleitt, og samboðin' tilganginum, frá hvaða sjónarmiði, sem skoðað er. Framkoma þjóðflokks vors har í hvívetna á sér glæsimensku og giftu hins nor- ræna stofns. Þó að landanurfi'mistakist stund- um, þá var eins og honum gæti ekki undir nokkr- nm kringumstæðum mistekist við þetta tæki- færi. Hann var þar allur og óskiftur, vígður til eins og sama verks, og það reið haggamun- inn. Fylkiskosningarnar. Um þær mundir, sem blaðið fer í pressuna, er frétt um kosningaúrslit i öllum kjördæmunum, að undanteknu einu, Ruperts Land, þar sem frambjóð- andi Bracken-flokksins, hefir enn sem komið er nokkur atkvæði fram yfir þingmannsefni liberala, Mr. F. C. Hamilton. Tala þingsæta er 55, og hefir stjórnin unnið 28, íhaldsmenn 14, liberalar 8, verka- menn 3, utanflokka 1. — Vinni stjórnin Ruperts Land, hefir hún 29 þingmenn, eða ákveðinn meiri- hluta, eftir að hafa kosið þingforseta. Vafalaust fer fram endurtalning í þó nokkrum kjördæmum, þar sem atkvæðamunur var minstur, og getur það eitthvað breytt til um afstöðu flokkanna. Sætí áttu á síðasta þingi, níu utanflokkamenn, en að afstöðnum kosningum að eins einn, Dr. Edmison frá Brandon, er studdur var til kosninga af gömlu flokkunum báðum. Tveir íslendingar af átta, er í kjöri voru, náðu kosningu til fylkisþings, þeir Skúli Sigfússon, lib- éral, í St. George, og Ingimar Ingaldson, stjórnar- flokksmaður, í Gimli kjördæmi. Hinn fyrnefndi var kosinn með miklu afli atkvæða umfram þá séra Al- bert Kristjánsson og Paul Reykdal, en Ingaldson hlaut 204 atkvæða meiri hluta, umfram næsta keppi- naut sinn, Einar S. Jónasson, er bauð sig fram und- ir merkjum frjálslynda flokksins. Hinna tveggja nýkosnu þingmanna, hefir áður verið minst hér i blaðinu og því óþarft að gera það frekar að sinni. Vér óskum þeim báðum til hamingju. Þeir eru, hvor í sínu lagi, hinir nýtustu menn, og þótt vér persónulega lítum öðrum augum á stjórnmál fylkís- ins, en Mr. Ingaldson, þá rýrir það að engu leyti á- lit vort á honum, sem nýtum manni og góðum dreng. Hér fylgja á eftir nöfn þingmanna þeirra, er frjálslyndi flokkurinn fékk kosna: T. C. Norris, Lansdown; Dr. I. M. Cleghorn, Mountain; Dr. 'Murdock MicKay, Springfield; Skúli Sigfússon, St. George; J. W. Breakey, Gienwood; L. P. Gagnon, St, Boniface; H. A. Robson, K. C. og Mrs. Edith Rogers, Winnipeg. Á síðasta þingi, áttu sæti sjö liberalar. Hefir flokknum því græðst eitt sæti í síðustu kosningum. ÞjóðKátíðarræða. séra Björns B. Jónssonar, D. D. Mr. Chairman:— While all the racial groups which have made Canada their home, rejoice to-day, no group has greater cause for rejoicing than our own. In two things we have been exceedingly for- tunate; we came to Canada at a most opportune time, and we were allotted a most favorable location in the new country. IWe cawie not too early, nor yet too late. We were not called upon to suffer the tribulations of explorations, wars and massacres that the races in Eastern Canada had to endnre for generations. We were spared the hardship of the earliest Colonies in the Middle West, including the Indian massacres and the Red River rebellions, as we were also spared the sufferings of the people on the far western plains in the more recent outbreaks. For all this we may well be thankful. On the other hand, we came early enough to at- tend the high school of pioneer life. When more than fifty years ago we matriculated in that school, the courses laid down by natural necessities were hard courses. We have now graduated from that best of schools, and I say emphatically that for no other earthly blessing should we be more thankful than for the privilege of training in the great school of pioneer life. It made us strong and fit to sur- vive, and because of it we became deeply rooted in the land of our adoption. As to our location in this new land of promise, it can truthfully be said that we have been most for- tunate. The greater portion of our little group is located near the centre of the land. We fire placed nearest to the heart of the country. As Canada de- velops, the Middle West must become the centre of industry and commerce, and indeed of culture and art as well. From this centre the great arteries of national life Will run east and west and north in the ages that are yet to come. For this opportunity we are truly thankful. Placed as we are so near to the heart of Canada, the little drop of red Icelandic blood will be infused into the vital parts of the nation and shall circulate in the veins of the nation, adding to its strength, as iron gives strength to human blood. And of this one thing must welever be mindful, that we have come to this land for a purpose. We have not come here empty handed. To us has been entrusted a pearl of great price. We must guard it well, and give it to Canada in such a condition that she may be pleased to wear it as one of her most precious jewels. With this jewel we were sent here by Him who controls the destinies of nations. This jewel is the pure gem of nordic culture and character. It shall be at once our pleasure and our pride to adorn our Canada with this our precious heritage. All the races that go to make up this new and wonderful nation love Canada. And as for us, no race shall surpass us in love for our new and glorious homeland. No people shall sing with greater fervor than we: “0, Canada, we stand on guard for Thee”. iÞjóðhátiðarrœða. séira Ragnars E. Kvaran. Ekki veit eg, hvernig þessa merkis-afmælis Can- ada er minst í öðrum fylkjum landsins. Hitt ve'it eg, að Manitoba hefir í dag flutt oss þann lærdóm, sem ekki einungis oss, íslenzkum mönnum, er mikil þörf að nema, heldur öllum þjóðflokkum, er hér hafa sezt að og ætla sér að gera þetta að framtíðarheimili sínu og sinn ættmenna. Því á hvað höfum vér að horfa í dag? Vér höfum verið þess vottar, að Mani- toba hefir beðið eða boðið og vænst þess af öllum þeim þjóðflokkum, er hér hafa sezt að og hafa skaps- muni og vitsmuni til þess að finna og vita, að þeir eru þjóðflokkar, að þeir komi fram í dag, á þessum heiðursdegi þessa undursamlega lands, og auglýst öllum öðrum, hvað þeir séu. Manitoba vill sameina alla íbúa fylkisins um þá eínu hugsun, að þeir hafi tekið að erfðum fagurt og mikið og merkilegt land, og þeir éigí að sýna því hollustu og vinsemd og ást; en hverjir sem þeir menn eru, sem fyrir þessum há- tíðahöldum standa, þá hefir það orðið bert, að þeir hafa haft vitsmuni til þess að sjá það, að beinasti vegurinn til þess að örva og glæða vinsemdina til Canada, hefir verið sú, að gefa útrás stoltinu og ást- inni á þeirra eigin ættlandi og þjóðstofni hér fyrir handan hafið. Eg verð að játa, að þetta hefir verið mér svo mikið fagnaðarefni, að virðing mín fyrir fylkinu og ibúum þess hefir aukist að stórum mun. Mér hefir verið prédikað það, og yður öllum hefir verið pré- d'ikað það leynt og ljóst, að með því einu gæti maður sýnt Canada hollustu, að leggja kapp á það að gleyma því, hverrar þjóðar maður hver og einn væri. Manitoba hefir kent mér alt annað í dag. Hún hefir kent mér, að með því móti geti eg gert sæmd Canada mesta, að eg sýndi að eg eða vér og þjóð- flokkur vor væri Canada einhvers virði. Hverri þjóð hefir i dag verið boðið að reyna að sýna það í táknmynd einhvers konar, sem hún teldi mikils virði í fari og sögu sinnar þjóðar, og bera með því vott og vitni, að hún ætti hér eitthvað erindi, eða hefði ein- hvern skerf að bera fram til menningar þessa lands og framtíðarsóma. Oss hefir verið sýnt ljóslega og greinilega, að Canada virðir og metur og er þakklát fyrir allar alvarlegar tilraunir til þjóðernisræktun- ar með oss og öðrum þjóðum, sem hingað hafa kom- ið úr fjarlægum stöðum til þess að byggja upp það land, sem sökum mikilfengleika síns, auðæfa og ynd- isþokka, hefir ástæðu og möguleika til þess að verða eitt dásamlegasta landið í veröldinn'i. Hvað er það, sem íslenzka menn í Canada lang- ar til að flytja og gróðursetja hér í frjósamri can- adiskri mold? Um það eru hugsanirnar vafalaust nokkuð dreifðar og ómótaðar. En meðal þeirra, sem bezt hugsa og af mestri einbeitríi og festu, hygg eg að það sé nokkuð algengt, að fyrir þeim vaki eitt- hvað í þá átt, sem oss finst felast undir, í og með táknmyndinni íslenzku, sem sást á götum Winnipeg- borgar í morgun. Alþingi hefir verið sá rauði þráður, sá ytri vottur aðals og tlgnar, sem er sæmd þessa kynflokks. 1 upphefð og niðurlæging hefir það verið hið ytra merki þeirrar viðleitni, sem er aðal-ástríða beztu íslenzkra manna frá öndverðri bygð lands þeirra — ástríðan eftir mannviti. Alþingi við öxará — mennirnir að teygja sig í átt- ina til mannvits og snildar í umgerð hinnar hrjóstr- ugu fegurðar — er táknmynd þess sem er ósk mín og von að verði hugsjón íslenzkra manna, að fljrtja til þessa lands um ókomin ár og aldir. Vér höfum ekkert annað fram að færa en hæfileika vora til þess að hugsa vel og fagurt. Vit og list á að vera um aldur og æfi vor draumur og keppikefli. iSextíu ár eru lítill tími í lífi þjóðar og lands. Svo lítill, að það liggur við að maður éigi erfitt með að draga upp mynd í huga sér, er sé að einhverju leyti mynd þessa fyrirbrigðis. En eina mynd fæ eg þó ekki úr huga mér, er eg hugsa til Canada^á þessum degi. Þrátt fyrir nærri ómælivídd landsins, þá verður landið í huga mér, eins og ef til vill flestra, fyrst og fremst sem ung mær, fögur og svip- mikil, en á brá hennar hefir enn ekki verið ritað, hver forlög hennar muni verða. En eg get ekki hugs- að til vestrænu sléttunnar, svo að segja óbygðrar, sléttunnar með frjómagnið undursamlega í skauti sínu, án þess að finna til þess, að þrá mærinnar er að verða móðir. Mærin unga þráir að ala hér milj- óríir af sálum, fela í faðmi sér kynslóð eftir kyn- 1 slóð af hamingjusömu fólki. 0g hvergi á bygðu bóli eiga menn slíkan kost á að skapa farsæla þjóð sem hér. Hér er alt aflið, öll frjósemin til þess að upp megi rísa veglegt ríki og gæfusamt, — e f þelr eig- inléikar eru ræktaðir, sem beztu íslenzku menn lang- ar til að verði þeirra einkenni. Það er gersamlega rangt, að böl heimsins — stríð, fátækt og öll and- stygð, sem er fylginautur þessara vágesta, — stafi eða hafi nokkuru sinni stafað af synd mannanna eða 'ilsku, heldur af skorti á vitsmunum einum. í þeirri von, að Canada megi auðnast að sigla fram hjá þeim hörmungarskerjum, sem farsæld allra þjóða hefir enn strandað á, og í þeirri von, að vorum fámenna þjóðflokki auðnist að leggja landinu til þá syni og dætur, er yerði að einhverju leytí hafnsögumenn og leiðsögumenn á leiðinni til þess marks, sem Canada hefir öll skilyrði til þess að ná, óskum vér að hið nýja, unga, glæsilega land vort megi llfa. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Offlce: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ Og GŒDI ALVEG FYRIRTAK 111111111111111111111111111111II111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ■ 1111111 il: Samlagssölu aðferðin. Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- = = afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega = = laegri verður atarfrækslukostnaðurinn. En vörugæðin E = hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að = = vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem Kenni E = ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar = = vörusendingar og vörugæði. Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru E E fyrgreind þrjú meginatriði trygð. E Manitoba Co-operative Dairies Ltd. = 846 Sherbrooke St. - ; Winnipef,Manitoba = rTi 111111111111 m 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 iE Þeir Islendingar, er í hyggju hafa aö flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heiman af Islandi eða frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. Fundargerð Snorri Sigurjónsson látinn. Hann lézt á heimili sínu í Swan River, Man., 18. maí 1927. Hann var að vinna í garðinum sínum, ' kom inn og kvartaði um, að sér væri ilt og ætlaði að leggja sig fyrir, en eftir 20 mínútur var hann dáinn. Dauðameinið var hjartabilun. Snorri var fæddur á Einars- stöðum í Reykjadal í Suður-Þing- eyjarsýslu, 3. febrúar 1862; var rar því rúmlega 65 ára gamall, /þegar hann dó. Foreldrar Snorra voru merkishjónin Sigurjón Jóns- son og Margrét Ingjaldsdóttir, sem þá bjuggu rausnarbúi á Ein- arsstöðum; þar ólst iSnorri upp við h'inn bezta heimilisbrag. Sex synir Sigurjóns komust til aldurs, þrír af þeim fluttu til Canada: Jón Sigurjónsson, er bjó í Winni- peg, og hét kona hans Sigurlaug, bæði nú dáin; áttu fjórar dætur, sú elzta af þeim er Anna, gift Kolbeini S. Thordarson, í Seattle; Inga Johnson, hjúkrunarkona í Winnipeg; Lára Burns, í þjónustu talsímakerfis iManitobafylkis, og Jónína Johnson kennari í Winni- peg. Sigmar Sigurjónsson og kona hans Guðrún bjuggu lengi í Argyle-bygð, bæði nú látin; áttu þau 11 börn, eitt þeirra er séra Haraldur Sigmar, prestur í North Dakota. — Snorri Sigurjónsson flutti af íslandi til Canada 1883, þá 21 árs gamall. 25. apríl 1887 kvongaðist Snorri og gekk að eiga ungfrú Halldóru Friðbjarnardótt- ur, ættaða úr Köldukinn í Ljósa- vatnshreppi í Þingeyjarsýslu. Þau byrjuðu búskap í Austur-Selkirk, Snorri vann þar á járnbraut; síð- ar fluttu þau til Glenboro og bjuggu þar nokkur ár. Árið 1898 fluttu þau hjón til Swan River- dalsins, og þar vestra hafa þau dvalið síðan. Þau eignuðust sex börn, sem öll eru á lífi og upp- komin, fjögur af þeim gift, elztur er Hermann, kornhlöðustjóri að Parkside, Sask.; Óli er stöðvar- stjóri að Lindlow; Kristján er símritari í Hudson Bay Junction, Elín er gift W. E. MacDonald, stöðvarstjóra í Minitonas, og Lára gift J. C. Pritham í Winnipeg; Sigurbjörg Ágústa er héima hjá móður sinni í Swan River bæ. Snorri sál. vann mest af tíman- um hér vestra á járnbraut, 30 ár hjá C. N. R., 15 ár "section”-for- maður og var um það leyti að komast á eftirlaun hjá því félagi, stóð á aldursvottorði heiman af íslandi, sem kom nokkrum dög- um eftir að Snorri var dáinn. Þegar Snorri var á blómaskeiði var hann álitinn mesta snyrti- menni, mjög prúður í framkomu, hýr og glaður í viðmóti, en fálát- ur að fyrra bragði, tryggur vin- ur þar sem hann tók því. Þau hjón, Snorri og Halldóra, voru sérlega vel samvalin, bæð'i brjóst- góð og gestrisin, síglöð og kát, enda var heimili þeirra fyrirmynd að siðsemi og góðri reglu, Snorri átti marga vini og gaf oft fátæk- um, þó hann væri ekki ríkur að efnum. Þau hjón áttu laglegt hús í Swan River og komust vel af. Hann tilheyrði I.O.O.F. og und'ir þess félags umsjón fór út- förin fram þ. 23. maí að viðstödd- um fjölda fólks. Enskur prestur söng yfir þeim látna. ÖBlessuð sé minning þín, vinur. J. Eggertsson. sveitarstjórnarinnar í Bifröst-sveit Fimti fundur haldinn í Árborg x. júní 1927. Viðstaddir voru B. I. Sigvaldason oddviti, G. Sigmunds- son, Jón Eyjólfsson, M. Wochy- chyn, Tr. Ingjaldsson, S. Finnson, Otto Meier, F. Hakonson. Oddviti setti fundinn kl. 11 f. h. og skrifari las fundargerð frá síð- asta fundi. Sigmundson og Meier lögðu til að fundargerðin sé samþykt eins og hún var lesin. Samþ. Finnson sveitarráðsmaður skýrði frá að hann og verkfræðingur Ro- binson hefðu fundið að miklu vatni væri veitt í íslendingafljót frá Chat- field sveit. Oddviti skýrði frá að kvartað hefði verið um þetta við Manitoba-stjórnina, en hún hefði vísað til Sambandsstjórnarinnar og væri nú máliö í höndum Mr. Ban- croft, þingmanns héraðsins. Finnson og Sigmundson lögðu til að þar sem það væri nú sýnt að meiru vatni væri veitt í íslendinga- fljót úr öðrum sveitum, heldur en farvegur þess gæti tekið á móti þá lýsti sveitarráðið í Bifröst-sveit yfir því, að það mótmæli því að meira vatni sé veitt í fljótið, meðan afrensli úr fljótinu sé ekki betra, en nú á sér stað. Samþ. Oddviti skýrði frá að hann sjálf- ur, Robinson verkfræðingur og Wochychyn sveitarráðsmaður hefðu skoðað skemdir ag vatna- vöxtum, sem orðið hefðu í 3 deild. Fundu þeir að sumar skemdir væru því að kenna, að vatni væri veitt inn í sveitina úr öðrum sveitum og hefðu verið grafinn skurður gegn um hrygg sunnan við Silver og vatni veitt í C. P. R. skurðinn. Hefði skurðurinn verið gerður af einhverjum utan sveitarinnar og vatninu hefði verið veitt úr eðli- legum farvegi. Þetta ætti sveitar- ráðið að athuga. Sagðist hann hafa gefið Wochychyn sveitarráðsmanni skipun um að loka skurðinum, en hann hefði þegar verið opnaður aftur. Gat hann þess einnig að aðal verkfræðingurinn sem réði yfir vegahótum vildi að skurðurinn með- fram “township” línunni væri fylt- ur og lokræsi gert gegn um veginn, svo vatnið geti runnið eðlilega leið. Bænaskrá kom fram frá gjald- endum í grend við Silver, þar sem farið er fram á að gert sé við veg- inn milli Árborg og Silver og nokkrar fleiri vegabætur. Ingjaldson og Sigmundson lögðu til að sveitarráðsmanni Wochychyn sé heimilað að eyða $200 af því fé, sem þriðju deild er ætlað til vega- bóta til að umbæta Silver brautina milli Sections 3 og 10-22-2E. með því skilyrði að fylkisstjórnin leggi fram jafnháa upphæð til þess verks. Samþ. Wlochynchyn og Meier lögðu til að fela Mr. Ingjaldsson, að gera við Nelson brautina sunnan við ána. Samþ. Wochychyn og Ingjaldson lögðu til að heimila Meirer að brúka $100 íil að gera lítinn skurð í 7. deild til að veita vatni þar frá vegastæði. Samþ. Mr. Sperder leiddi athygli sveit- arráðsins að þvi að vegir væru í slæmu ástandi í Shorncliff héraðinu, sérstaklega milli section 11 og I4"24 -39- Wochychyn og Meier lögðu til að heimila Hakonson a, verja $50 til að bæta úr þessu. Samþ. Samþykt var að verja nokkru fé til vegabóta undir umsjón Mr. Há- konson. Sömuleiðis $25 til John I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.