Lögberg - 07.07.1927, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 7. JT5LÍ 1927.
BIs. 5
Urbanski vegabóta. Ennfremur var
Hakonson veitt heimild til að verja
$30 1*1 sma aðgerða á vegum.
S. S. Johnson krafðist afgangs
af fjárupphæð tilheyrandi Vestri
skola. Oddviti skýrði frá að fjár-
hagur sveitarinnar leyfði ekki að
pessi fjarupphæð væri borguð að
smn, Beiðni frá gjaldendum í
grend við Uedwyn kom fram um
að gera tveggja milna veg milli sec-
t.on 17 0g 20 og 18 og 19-12-2E.
Pesu rnali varð frestað
Beiðni um vegabðt i grend við
Jareslow og var því máli visað til
Sigmundson sveitarráðsmanns.
Samþykt var að veita til
ve&a&erða milli sections 13 og’ ia-
22-3E. o s 4
Beiðni um vegabót sunnan við 5-
^UöE. Var v‘sa® Hakonson sveit-
arraðsmanns.
$50 veittir til vegabóta norðan
7. deSS,0n 34'23'2E °g "2S 5 S‘ og
Beiðni um peninga til vegabóta
ilh section 6 og 7-22-4E var veitt,
°nVy ^SStJOr"ln ,Cgði fram helm-
ing af kostnaðinum.
Beiðni var lesin og nefnd manna
mæth fynr sveitarráðinu viðvíkj-
and, þv, að veita vatni frá aðalveg-
mum 1 Crooked Eake skurðinn vfð
township linuna 22-23-3E.
að^rið0" °g EyjÓ,fsson lö8*« til
Roní-ð Vn, ram a Það við “Good
Rond nefndina, að hún tæki 1%
RanJ l,þe;Tm ^ ÍOn 5 “Good
, ertlð og að sveitin borgi
mn hluta af kostnaðinum. Sam>.
ö. Sigvaldason bauðst til að nefa
helminginn af verkinu við að nera
veg austan við section 30-22-3E
... Sigmundson 0g Wochychyt,
ogðu t,I að ráðstafanir séu gerðír
hl að þiggja þetta boð. Samþ
Nefndm mætti á fundinu og f(
tram a að opna eina mílu af “rans
hne ’ vestur af 19-24-3E.
Eyolfsson of Finnson lögðu 1
a« veita $So til þess verks frá
deild og somu upphæð frá 8 deili
ef jafnmikið fengist til verksins f,
íylkisstjorninni. Samþ.
Beiðni Andresar Guðbjartsson;
um vegagerð frestað þar til mei
Pemngar væru fyrir hendi.
Mr. Toraschuk baíS um skað;
ætur fyrir hest, sem hann hafi
mist vegna þess að vegurinn var <
fær. Sveitarráðið leit svo á að svei
m gæti ekki borið ábyrgð á þess,
tngjaldson og Finnson lögðu t
að gefa S. Zagazewski eftir $20 ;
skatti, ef það sem þá væri eft
væri borgað að fullu innan 30 dag
Samþ. s
Hakonson og Ingjaldson lögð
til að gefa eftir 10% af skatti ;
N.E. 9-23-3E. eins og S. S. Gu?
mundsson fór fram á, ef hitt væ
borgað nú strax. Samþ.
Hakonson og Finnson lögðu t
að veita Mrs. Taraschuk frá Lec
wy° $35 fátækra styrk. Samþ.
Ingjaldson og Eyjólfson lögðu t
að selja N.W. 23-21-2E. til Jaco
Ihomson fyrir $280.00 og sé s
upphæð borguð að fullu inan vikt
en sé verðið ekki borgað á réttui
tíma, þá séu ráðstafanir gerðar t
að taka við, sem höggvinn hefí
verið á landinu. Samþ.
Viðvikjandi skurði austan vi
section 11 -22-2E var samþykt, san
kvæmt tillögu frá Sigmundsson o
Wochychyn að fara fram á það vi
“Good Road” nefndina að Hún tal
að sér að gera þennan skurð, e
sveitin borgi sinn hluta af kostnaí
inum.
Samningar við S. Sigvald ason
um svo nefnda Shorncliffe-braut.
Eyjólfson skýrði frá að þetta verk
hefði staðið yfir í þrjú ár og hefði
verið vanrækt; nú væri meir en
tími til þess kominn að lokið væri
við verkið.
Eyólfson og Sigmundson lögðu
til að fela skrifara að skrifa S. Sig-
valdason og heimta að hann ljúki
við verkið nú þegar. Samþ.
Eyjólfson og Sigmundson lögðu
til að fela skrifara að óska eftir til-
boðum um að hreinsa vegastæði og
leggja veg 1 mílu, vestan við section
16-24-3E og að oddvita, skrifara og
Hakonson sé falið að gefa verkið
út. Samþ.
Sömu menn lögðu til að biðja
skrifara að óska eftir tilboðum, að
gera 8 feta skurð til að veita vatni
frá veginum í township 24-3E. út í
Washaw ána, og að oddvita, skrif-
ara og Hakonson sé falið að gefa
út verkið. Samþ.
S. S. Guðmundsson og Moses
Cohen mættu á fundinum og bréf
var lesið frá Wl Reid þar sem
lcvartað var um að of hátt gjald
vær tekið fyrir að mega verzla inn-
an sveitarinnar. Sveitarráðið sá
ekki ástæðu til að fylgja þeim eins
og þau væru.
Eyjólfson og Ingjaldson lögðu til
að veita B. Olafson $50 til að gera
skurð milli sec. r og 12-24-1E.
Eyjólfson og Meier lögðu til að
þiðja Manitoba-stjórnina um pen-
inga til vegagerða eins og hér segir:
Ward 1: North of section
28-21-3E.............$100.00
East of sec. 1? and 21-22-3E 150.00
'North of sec. 19-22-4E .. 100.00
North of sec. 6-22-4E .... 400.00
Ward 2: North of 36-22-3E 300.00
East of 26-23-3E..........300.00
xP.
Skoðið hið mikla
úrval
Frá $4.95
hjá
Wfhnq)cö,H\|dro.
55-59
PrintMS SL
East of 12-23-3E..........100.00
Ward 3: North of 25 and
26-21-1E.............500.00
Ward 4: North of 15-22-1E 500.00
Ward 5: North of 15 and
16-23-1E.............400.00
North of 32-23-1E........100.00
Ward 7: East of 11-24-2E 350.00
North of 13-24-2E........100.00
South of 5-24-2E.........100.00
Wfard 8: North of 11-24-3E 100.00
East of 11-24-3E..........200.00
North of 18-24-3E......... 50.00
East of 16-24-4E..........150.00
Sigmundsson og Eyjólfsson
lögðu til að kjósa þá menn, er hér
segir til að eiga tal við stjómina
viðvikjandi þeim styrk til vegabóta,
sem að framan er talinn.. B. I. Sig-
valdason, J. Eyjólfson, S. Finnson,
F. Hakonson og C. Tomasson
Samþ.
Eyjólfsson og Ingjaldson lögðu
til að útnefna þessa menn sem vega-
umsjónarmenn: C. Rasmussen, Ár-
borg, John Spuzak, Silver; A.
Chepel, Árborg; Hermann Koblum,
Árborg; Samþ.
Eyjólfson og Finnson lögðu til
að útnefna þessa menn sem “pound-
keepers”: M. O. Anderson, River-
ton og Gorge Schrayer, Sylvan.
Samþ.
Eyjólfson og Finnson lögðu til
að únefna þá sem hér eru taldir til
að veita móttöku sönnunargögnum
fyrir því hverjir hefðu rétt til launa
fyrir að drepa úlfa og að aukalög
séu samin því viðvíkjandi: M. M.
Jónasson, Árborg; Skúli Hjörleifs-
son, Riverton; G. Sigmundson,
Hnausa og C. Tomasson, Hecla.
Samþ.
Wachychyn og Ingjaldson lögðu
til að borga Steve Larnicki $9.00
fyrir vegavinnu. Samþ.
Hlaraldur Austmann gerði tilboð
um að kaupa S.E. Í/4-I-23-3E. Sig-
mundson og Finnson lögðu til að
selja Haraldi Austmann þetta land
fyrir þá skuld, sem á því hvílir,
samkvæmt bókum sveitarinnar.
Borgi hann $100 út í hönd og af-
ganginn eftir tólf mánuði. Samþ.
Eyjólfson og Wachychyn lögðu
til að veita $40 til að gera veg um
23-24-4E. Samþ.
Wachychyn og Ingjaldson lögðu
til að sveitin bindi samninga við
C. P. R. félagið um að tengja skurð
frá ánni, sem félaginu tilheyrir, við
skurð norðan við section 11-22-2E.
Samþ.
Finnson og Wochychyn lögðu til
að skólaskattur sé miðaður við átta
mánaða kenslu fyrir alla skólana í
sveitinni. Samþ.
Eyjólfson og Wochychyn lögðu
til að beiðni frá gjaldenda að
Hnausa og Árnes, þar sem farið er
fram á að mynda nýtt skólahérað,
sé frestað. Samþ.
Bréf var lesið frá John Peterson,
viðvíkjandi meðgjöf með Jóni
Jónssyni.
Hakonson og Ingjaldson lögðu til
að heimila Joh. Peterson afnot af
landi Jóns Jónssonar, til að mæta
þessum kostnaði. Samþ.
Eyjólfson og Wlochychyn lögðu
til að veita Paul Humany $100 til
að gera veg norðan við sec. 2-23-2E.
Samþ.
John Eyjólfsson sveitarráðsmað-
ur fyrir 2. deild hreyfði því að inn-
kalla ekki skatt af vatns-Ióð 15-23_
5E. Sagði hann að sérstakur skóla-
skattur hefði ranglega verið settur
gegn þessu landi og að það væri
þannig sett, að aldrei hafi nokkrum
sveitarpeningum þar verið eytt til
nokkurra umbóta.
Wochychyn og Hakonson lögðu
til að gefa eftir helminginn ef hinn
helmingurinn væri borgaður innan
30 daga. Samþ.
Bréf var lesið frá G. O. Einar-
son innköllunarmanni, þar ’sem
hann bauðst til að innkalla fyrir
fimm af hundaði yfir sumar-mán-
uðina.
Samkvæmt tillögu frá Eyjólfson
og Ingjaldson var samþykt að taka
þessu boði til enda júlí-mánaðar.
Oddviti lét þess getið að hann væri
ekki fyllilega ánægður með verk
innköllunarmannsins og hélt að
verkið ætti að vera rekið með meiri
dugnaði.
Sigmundson og Wochychyn
lögðu til að samþykkja eftirfylgj-
andi útborganir:
Charity .... ............. $90.25
Expense .. ....... .. 57-5°
Travelling expense .. .. 47-°5
Election................... 5-6°
Engineering .. .... .. • • 60.00
Office..................... 14-47
Postage and phone .. .. ró.95
Good roads, old by-law .. 92.45
Printing................. I32-22
Hospital................. 277-25
Solicitors . • • ......... 793-66
Ward 2 .................... 87-8S
Ward 3..................... 27-75
Ward 4..................... 19lAS
Ward 5................... 38 05
Wbrd 7 .................. 5 g
Ward 8................... • 6.3
Eyjólfson og Sigmundson logðu
til að slíta nú fundi og næsti fund-
ur sé ákveðinn að Hecla, Man. hinn
6. ág. I927- Sam>-
yfirlýsing.
Ef elnhverjir í þeasari bygð
skyldu hníga í valinn á undan
mér í komandi tið, þá er það vin-
samleg beiðni mín til Mikleyinga,
að þeir biðji mig ekki lengur að
skrifa eftir þá, — hvorki í bundnu
né óbundnu máli. — Reynsla min
í þeim efnum er töluvert beisk —
fyrir utan það, að því fylgir meiri
áreynsla og ábyrgð, en menn al-
ment gera sér grein fyrir.
Ástæðan fyrir því að eg set
þessa yfirlýsing hér, er sú, að eg
treystist ekki til að neita beiðni
vandamanna undir áhrifum sorg-
arinnar.
Þetta vona eg að fólk taki til
greina og leiti mín ekki framar
þegar Líkaböng slær hinstu slögin.
Jónas Stefánsson,
frá Kaldbak.
Ferðaminningar.
Framh. frá bls. 3.
hefi komið, og minni stéttamunur
eða meiri sjálfsmeðvitund hjá lægri
stéttunum.
Mikill munur er sagður á Norð-
ur-Frökkum, sem blandast hafa
norrænu blóði og Suður-Frökkum.
Allir þessir ólíku eiginleikar spegl-
ast líklega í lund Parísarbúans og
blandast æfagamalli borgarmenn-
ingu.
Þaö vildi svo til að eg bjó hjá
franskri konu af norðlenskum ætt-
um. Hún var frá Bretagne, en það-
an eru flestir sjómennirnir sem til ís
lands koma. Faðir hennar var kom-
inn af bændafólki, en hafði orðið
skipstjóri i sjóhernum. Hafði hann
komið til íslands og altaf haft
mætur á því síðan. — Sérstaklega
hafði hann látið mikið af íslensku
stúlkunum og sagðist gjarnan hefði
viljað eignast íslenzka konu. Nú
var hann löngu dáinn. — Kona
hans hafði dáið snemma frá 7 ung-
um börnum og hafði elsta dóttir-
in, sem eg bjó hjá, gengið systkin-
um sínum í móðurstað. Voru þau
öll gift nema tvö.
~v Henni var það mikil raun, að eg
skyldi ekki mega vera að þvi að
koma til Bretagne. Sagði hún mér
margar sögur þaðan. Bretagne var
lengi sjálfstætt hertogadæmi. Hald-
ast þar margir einkennilegir þjóð-
búningar og siðir. Mikið er þar um
alþýðukveðskap og söngva. Eiga
Bretagnébúar skáld og söngmenn
góða, sem hafa lagt mikla rækt við
þessa alþýðlegu list, vísnasönginn.
Leika þeir undir á strengjahljóð-
færi. íslands er minst í mörgum
þessum alþýðusöngvum. 1 sjávar-
bæjum Bretagne er ísland hverjum
manni kunnugt, fjarlægt og geig-
vænlegt. — Mér er sagt frá Mariu-
líkneskjunni, sem stendur þar i
klettum niður við sjó. Þangað fóru
konurnar til að biðja fyrir mönnum
sinum, áður en þeir lögðu af stað
til íslands. Og þangað hafa þær
líklega oft flúið allan þann langa
óvissutíma, sem þær fréttu ekkert
af þeim. Þær sungu líka við vöggu
barnanna sinna:
“Fais dodo, mon petit Jeanot,
l’Islande cruelle t’appelle —”.
Sofðu litli Siggi minn,
sjórinn íslands grimmur kallar.
Margir hugsa sér að Parisar-
búar séu manna léttúðugastir og
nautnasjúkastir, en þeir sem þekkja
þá betur segja þá mjög vinnusama
og sparneytna og heimilislíf þeirra
gott og innilegt. — Fyrst eg var svo
heppin, að vera gestur á frönsku
héimili, langar mig til þess að segja
ykkur dálitið frá því.
Þessi kona og fólk hennar þekti
varla skemtistaði Parísar/ nema
leikhúsin, þvi þangað er oft hægt
að fá ódýra aðgöngumiða með
hægu móti. En sögustaðir Parísar
og söfn voru henni kunn. Heimili
hennar var mjög smekklegt og sam-
stætt. Hún var ótrúlega sparsöm, en
það litla, sem hún borðaði var gott.
Föt sin saumaði hún sjálf að mestu
leyti og var altaf svartklædd, af
sparnaðarástæðum. Þó gægðist
jafnan brún af snotru lini undan
kjólnum. Má heita að það sjaist hjá
hverri Parísarkonu, alveg eins og
áður sást í peysubrjóstið við is-
lenzka búninginn. — Hún vann i
stærsta banka Parísar. — Sjálf
vann hún öll sín húsverk, en á laug-
ardögum lærði hún að mála og
sagðist ætla að komast eitthvað á-
leiðis í þeirri list áður en hún dæi,
þó hún hefði ekki byrjað fyr en
eftir fertugt. Hún var viðlesin og
prýðilega hagmælt. Hafði hún
skrifað æfisögu sína i ljóðum og
fengið fyrir stöðu sína í bankanum.
Voru umsækjendur yfir hundrað
og hafði verið lagt fyrir þá, að
skrifa æfisögu sína, en hún varð
hlutskörpust. Hún spilaði á banjó
og söng bretönsku vísurnar af tölu-
verðri list og hafði hlotið verðlaun
fyrir, í félagi bretanskra söngvina.
—Eftir þessu mætti halda hana
verulega leikhyggjukonu, en það
var hún ekki.
Hún hafði aldrei mátt vera að
því, að leggja rækt við sjálfa sig,
en gáfur hennar og lífsþróttur urðu
ekki bæld niður og leituðu sér út-
rásar á þenna margvíslega hátt.
Þrátt fyrir lítil laun og lággengið,
tókst henni þó að leggja dálitið í
bankann, en það er sagt að allur
fjöldi Fraka hafi gert, áður en
stríðið og lággengið tók að sverfa
að þeim. Altaf var hún spaugsöm
og hress í bragði, en taugaþreytu
stórbæjarbarnsins mátti þó sjá á
henni.
Auðvitað getur svona kona
hvergi verið algeng, en til alþýð-
unnar taldi hún sig sjálf og það var
ættfólk hennar. Hún þekti fólk af
öllu tægi og hefði hiklaust hiklaust
getað boðið drotningu inn i her-
bergi sín á.5 hæð, og tekið þar á
móti henni með sömu hæverskunni
og gestum sínum á föstudagskvöld-
unum, sem fengu tebolla og eina
eða tvær tegundir aFsmákökum, en
satu við snoturt borð, blómum
prýtt.
Fjölskyldan var nærri altaf sam-
an í fristundum sínum. Komu þá
oft kunningjar unga fólksins og
spiluðu og sungu. Voru þá stóru
frönsku gluggarnir opnaðir, en
þeir eru eins og dyr. Blasti þar við
útsjónin yfir Parísarborg, þar sem
Sacré Coeur bar hátt við sjóndeild-
arhringinn, en til annarar handar
sást ysta brautin, boulevardinn, og
yfir til St. Denis. Þar er æfagamalt
klaustur og hvíla þar konungar
Frakka.
Eg hefi skrifað svona langt mál
um þessa konu, vegna þess, að mér
fanst hún cinkenileg og alfrönsk.
Sumir segja að franska þjóðin hafi
náð hátindi menningar sinnar og sé
nú að fara aftur. En eg trúi því
ekki, að sú þjóð sé á afturfarar-
skeiði, sem á svona alþýðufólk. Af
svo heilbrigðri rót spretta nýir kvist
ir, þó toppinn saki eitthvað. Eg
minnist lítillar, fjörlegrar konu,
sem bjó í grendinni með bróður
sinum. Bæði höfðu þau spilað vel
á fiðlu, en eftir að hann hafSi mist
hendina í stríðinu, snerti hún aldr-
ei sína fiðlu. Hún færði mér fiðr-
ildi, sem hún hafði heklað og átti
að flytja kveðju hennar til Islands.
Fylgdi því vísa eftir hana: “Litla,
hvíta fiðrildi, merki vonarinnar,
berðu á vængjum þínum liti Frakk-
lands,” Vonir þessa fólks eru
bundnar viS framtið Frakklands,
það talaði um “la France” eins og
um lifandi veru, sem væri því
meira en móðir. Sjálft var það rikt
í sinni fátækt af því að auðæfi
Frakklands voru þeirra eign, frægð
þess þeirra heiður.
Eg kyntist líka konum. úr öðrum
stéttum. Konunum úr kvenréttinda-
félagsskapnum, mælskum, rökfim-
um, skýrustum allra þeirra, sem
fundinn sóttu. Eg sá þær fremur
en heyrði, halda uppi eldfjörugum
samræðum, þar sem þær létu magt
fjúka. Eg saknaði þess þó mjög,
aS fá ekki að sjá foringja þeirra
um margra ára skeið, Madame
Schlumberger. Hún var látin fyrir
nokkru. Afi hennar var Guizot,
sem las Skírni, eftir því sem Jónas
segir. Eg man vel eftir henni á
fundinum í Genf 1920, þegar hún
rétti þýsku konunum hendina, er
voru mættar þar. Sjálf hafði hún
átt 5 sonu í stríðinu. Fyrir þetta
sætti hún miklum árásum í frönsk-
um blöðum. Hún var einkennilega
göfugmannleg kona og átti hvort-
tveggja til að bera: djörfung og
sálarstyrk brautryðjandans og prúð
mensku kvenna fyrri tíma. Sæti
hennar verður vandfylt. En ungu
konurnar, sem hafa tekið upp merki
hennar eru líklegar til þess að bera
það fram til sigurs. Einna glæsi-
legust þeirra allra er hin gáfulega
og svipmikla Susanne Grinberg.
Hún er málaflutningsmaður og
kunn aS mælsku sinni. Ósjálfrátt
vekur hún eftirtekt, hvort sem
menn sjá hana fallega og skraut-
búna í kvöldklæðum sínum, eða
hún kemur beint frá dómstólunum
inn í teboð tískukvennanna, þögul
og þreytt, í látlausum fötum.
Enn sá eg aðrar konur. Eg dáð-
ist að glæsilegu fasi heimskonunn-
ar, að skilningnum, sem grípur alt
á lofti, að ósjálfráðir máli handa
hennar, að dávaldi augna hennar,
að brosi hennar. Það getur verið
þóttafult, varkárt, skyndilega ljóm-
andi og innilegt, þungt og sárt,
fjörugt, glettið, bjart og háðslegt.
“Alt er hégómi, nema eitt,” segir
þetta bros. Salómon vissi það líka.
Og vegna þess eina elta menn æsk-
una, fegurðina, peningana, þessa
þrenningu, sem enginn hleypur
uppi.
Einna mest fanst mér þó til
gömlu kvennanna frönsku, sem eg
kyntist alls ekki. Það er ekki hlaup-
ið að því að kynnast þeim, því
Frakkar eru taldir ófúsir á að gefa
sig að útlendingum. Mér þótti því
ekki lítiS vænt um að vera boðin á
franskt heimili með 30—40 Frökk-
um. Var þar bara ein kona útlend
auk mín, svo nú gafst mér tækifæri
á að sjá Frakkana heima hjá sér.
Þetta var í Neuilly, skamt frá Bois
de Boulogne. Húsið var mjög fal-
legt og stór garður í kring um það,
sátum við þar í sólskininu undir
gömlum trjám. Enginn kom inn í
dagstofuna stóru, sem tók yfir
þvert húsið, hún var þó svo róleg
og aðlaðandi. Allur langveggurinn
var hulinn perlugráum bókahyllum,
þær voru alt í kring um arininn,
sem var fyrir miðjum veggnum.
Gátu menn setið þar í djúpum hæg-
indastólum og blaðaS í ógurlegum
doðröntum, verkum Lúthers, sem
voru næst hendinni. — Annars voru
grænklædd “empire” húsgögn í
stofunni og grænir veggir. Háir
franskir gluggar á þrem hliðum og
yndisleg útsjón i garðinn. Eini
sterki liturinn í stofunni var á
hríslu með rauðum klösum af
spönskum pipar, sem stóð í vasa á
svörtu flygelinu.
Það bar margt á góma úti í garð-
inum, bókmentir, listir, pólitik
Frakka og álfunnar. Voru samræð-
urnar helst til fjörugar til þess að
eg gæti fylgst með, sem var þá ný-
kornin. Hópuöust menn í smá-
flokka, en húsmóðirin var eins og
góður andi og skifti sér á milli
gestanna. Fengu menn síðan léttar
veitingar, svo sem kaffi, te, kalt
súkkulaði, ávaxtadrykki, ís og als-
konar kökur. Sumir gestirnir voru
mjög vel búnir, aðrir blátt áfram,
nærri fátæklega klæddir. Mikill
fjöldi karlmannanna og ýmsar af
konunum báru merki heiðursfylk-
ingarinnar, Andrúmsloftið var svo
gott. Það var eitthvað í viðmóti
þessara kvenna, einkum gömlu
kvennanna, sem sannfærði mig um,
að hér stæöi eg gagnvart meiri full-
komnun í umgengni, en eg hefði
nokkurntíma séð. Málið var svo
töfrandi mjúkt af vörum þeirra, en
augu þeirra hrein og djörf og eins
og stríðið brygði enn á þau skugga,
enda voru margar svartklæddar.
Hertogafrú d’Usez, heiðursfor-
seti frönsku kvenréttindafélaganna,
var svipuð þessum gömlu konum.
Ræðu hennar fyrsta fundarkvöld-
ið var tekið meS fögnuði. Var það
fyndin ádeila, þar sem hún sýndi
fram á það, að konur hefðu eigin-
lega haft meira frelsi á undan
stjórnarbyltingunni. Hún er lítil
kona og grönn, málrómurinn veikur
og blíðlegur, en vanur að segja
fyrir, augnaráðið rólegt og einbeitt.
Hún sver sig í ættina til þeirra
kvenna, sem gengu í dauðann á af-
tökustaðnum, án þess að nokkur
sæi þeim bregSa. Hún bauð okkur
að sjá höll sína Bonnelles, sem er
skamt frá París. Var okkur tekið
þar með mikilli alúð. Höllin er
hvorki mjög gömul né talin sér-
lega falleg, þó okkur þætti mikið til
hennar koma, sem ekkert höfðum
séð af höllum franska aðalsins.
Seinast sýndi hún gestunum veiði-
hunda sína og listir þeirra. Þótti
mér ilt að þurfa að fara á undan
því, vegna þess að eg var samferSa
2 konum, sem þurftu að flýta sér
heim. Heyrðum við því aldrei lúð-
urinn gjalla og sáum hundana þjóta
út um skógargrundirnar.
í París ber mikið á útlendingum
allra þjóða, sem þar dvelja. —Ekki
vil eg lúka svo máli mínu, að eg
minnist ekki á eina konu norræna,
sem eg hitti þar, en margir íslend-
ingar munu kannast við. — Það
var dóttir skáldsins Björnstjerne
Björnson, frú Dagný Sautreau, gift
frönskum manni. Hitti eg hana í
boði og kom síðan nokkrum sinn-
um á heimili hennar. Hefi eg fáa
eSa enga útlendinga heyrt minnast
íslands með jafnmikilli samúð og
þekkingu á fornsögum okkar og
þjóðareinkennum. Hafði hún verið
gagnkunnug frú Olufu Finsen, og
dóttur hennar, og höfðu þær sagt
henni margt af landi okkar og þjóð.
I hú'sum frú Sautreau safnaðst
kunnir menn frá mörgum þjóðum
cr hún þar eins og drotning hjá
hirð sinni, allólík húsmæðrunum
frönsku, en þó engu síðri á sinn
hátt. Hún er há og grönn, klædd
eftir sinni eigin tísku, í skósíSum
klæðum, oft forkunnar fögrum,
glóbjart hárið ber hún eins og kór-
ónu á 'nöfðinm Alt fer henni vel,
en ekki mundu allar konur leika
það efti henni, að fara í fötin henn-
ar. Hún er nú farin að eldast það
að hún á fullorðinn son, en ósjálf-
rátt minnir hún á þessar glæsilegu,
orðhepnu, sjálfráðu ungu stúlkur,
sem Björnson lýsir yvo vel.
Á heimili hennar sýndi eg ís-
lenskar skuggamyndir. Voru þar þá
margir gestir útlendir; og franskir,
m. a. Painlevé, forsætisráðherra
Frakka. — GerSu menn góðan róm
að myndunum og náttúrufegurð ís-
lands, sem von er til. Höfðu flestir
þekkingu sína á því úr bók Pierre
Loti. “íslandssjómaðurinn,” en
hann hafði aldrei til íslands komið.
Þó spurðu Frakkar mig ekki jafn
einfeldnislegum spurningum um ís-
land og margir aðrir útlendingar
hafa gert. Bar þar sennilega til
kurteisi þeira og svo hitt, að þeir
skildu ekki nafnið “Island” og
fældust það því ekki. Þó spurði
stúlka ein mig, hvort tungliS sæist
líka á íslandi. Það kom reyndar
upp úr kafinu, að hún meinti, hvort
það sæist á sumrin, þegar bjartar
væru nætur.
Eitt af því, sem menn sjá með
nýjum augum, þegar til útlanda
kemur, er þeirra eigið land. Menn
verða svo oft að halda uppi svörum
fyrir það, og finna þjóðinni alt til
gildis. Mér er’í minni svipurinn á
finskri konu, þegar við komum út
úr Li\xenborgarhölÍinni (efri mál-
stofunni), og henni varð að orSi:
‘Mikið megum við fátækar norður-
landaþjóðir finna til þess, að sjá öll
þessi auðæfi.” Eg þagði, en vísan
hans Matthíasar flaug eins og eld-
ing gegnum hugann:
Tungan geymir í tímans straumi
trú og vonir landsins sona,
dauðastunur og dýpstu raunir,
Darraðarljóð frá elstu þjóSum—
heiftareim og ástarbríma,
örlagahljóm og refsidóma,
land og stund í lifandi myndum
ljóði vígðum, geymir í sjóði.
Þegar flest öll ytri merki menn-
ingarinnar skoluðust hér burt, á
löngum, erfiðum öldum, þá forð-
uðu íslendingar því dýrmætasta,
sem þeir áttu yfir landamærin,
Magic bökunarduft,
er ávalt það bezta í
kökurog annað kaffi-
brauð. það inniheldur
ekkert alum, né nokk-
ur önnur efni, sem
valdið gætu skemd.
\
þangað sem ekkert gat grandað því.
Svo lengi, sem þeir skemdust ekki
sjálfir, þó þeir væru rúnir inn að
skinninu. Mér fanst þaS jafn dá-
samlegt og hitt, að lifandi verur
hafi getað flutt sig úr sjó á þurt
land, þegar lífsbaráttan knúði þær
til þess. Hvernig ætti nokkur út-
lendingur að geta skilið menningu
íslenskrar konu, sfem situr á rúm-
stokknum sínum i kaldri og fátæk-
legri baðstofu og ornar sér við eina
stöku, sem bregður skyndiljósi út
um heiminn eða langt inn í sálirnar.
Þegar hún kembir saman fínustu
blæbrigði sauðarlitanna, þá vill hún
kannské ósjálfrátt sýna, að hún
hafi tekið eftir litbrigðunum í mold-
arbörðunum, skuggamyndunum í
ljósaskiftunum eða faxinu á hon-
um Mósa, gljáandi í sólskininu.
Skildi hún þetta franska konan, sem
dáðist svo mjög að sjalinu hennar
Ólínu Andrésdóttur, .fyrst hún tók
alt í einu um hálsinn a mér og kysti
mig, þegar eg sagði: “Við höfum
ekki nema ullina til þess að vinna
úr.”
Lesendunum finst nú líklega mál
til komið, að eg slái botninn í ferða
bréfið. Margt vantar þó enn í lýs-
inguna, t. d. allar skuggahliðarnar
og karlmennina, umhverfi Parísar,
hallirnar: Versailles, Fontainebleau,
leikhúsin, mentalíf Frakka, alt
þetta, sem eg fékk rétt hugboð um,
en kyntist of lítið til þess að geta
um það talað.
Ferðalög eru svipuð fúgununr,
sem hann Páll ísólfsson spilar spil-
ar stundum fyrir okkur. Við finn-
um hvemig farg lyftist af hugan-
um og opnast óendanlegur, víðblár
himinn, “vegur var undir, og vegur
yfir, og vegur á alla vega.” En eng-
inn fær að kanna þann heim til
fulls, því hann hverfur þegar seiní
asti ómurinn þagnar og hversdags-
lífið byrjar aftur.
Lesb. Mbl.
“EMPIRE”
PLASTER
WALL BOARD
Það þarf ekki handverksmann
til að gera veggi, loft og skilrúm
eins og vera ber með
“EMPIRE” PLASTER WALL-
BOARD
Má saga það og negla eins og
við. Brennur ekki, en er stíft og
sterkt. Verpist ekki eða hleypur
eða springur, en er slétt og fer
vel á því pappír, mál eða kalso-
mine.
Skrifið oss beint og fáið sýn-
ishorn, ef þér getið ekki feng-
ið það heima fyrir.
MANUFACTUPEO Bv
MANITOBA GYPSUM COMPANY LTD
Wl NNIPEG , CAfMADA.
|
■
■
|
■
I
(
|
■
■
■
■
(
■