Lögberg - 28.07.1927, Side 4

Lögberg - 28.07.1927, Side 4
B la. 4 LÖOBERG, FIMTUDAGINN 28. JÚLÍ, 1927. J'dgberg Gefið út hvern Fimtudag af Tbe Col- umbia Prai* Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. T«lainuri N-8827 o£ N-0328 Einar P. Jónsson, Editor OtanAskríft til blaðsina: TftE 0OLUM|BilV PRE88, Ltd., Box 317f, Wlmilptg. H*r\. Ut&nAskrift rítstjórans: EOiTOR LOCBERC, Box 3171 Winnipog, IRan. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram Th« "12J»b*r*" U prlnt.d and publlahed by Th. Columblk Proas, Ldmltod, in th. Columbla ■utldinK, C9S Snriront Av... WinnipaK, Mnnitobn. Mussolini og lýðstjórnar fyrirkomulagið. 1 formála að bók einni ítalskri, sem það hefir meginmark, að gylla og endurgylla Fas- cista stjórnarfarið á Italíu, lætur Mussolini al- ræðismaðnr þess getið, að í sögu hinnar ítölsku þjóðar, muni tuttugasta öldin ekki þekkjast undir öðru nafni en “Fascismo”, — að stefna sín og flokks síns hafi skapað nýtt “óforgengi- i lekt” ríki, er ráðið hafi á stuttum tíma stjórn- arfarslegar gátur, — sem margar undanfarnar aldir hafi spreytt sig á, en orðið engu nær. Talar alræði.smaðurinn digurbarkalega nm dauða og útför þingræðisins, sem og hins við- urkenda lýðstjórnar fyrirkomulags í heild. Segir hann að þjóðirnar yfirleitt, að Italíu vit- anlega undanskilinni, verði að rogast með stagbættar stjórnarskrár, er reynst hafi hinn versti götu-þrándur, heilbrigðs, þjóðernislegs þroska. Nytsamleg fyrirtæki, langflest, hafi strandað á skerjum flokkaglundroðans, þar sem allir hafi viljað ráða, en enginn einn, haft í rauninni nokkuð að segja. Svo mörg eru þau orð. Mussolini er ákafamaður hinn mesti, og svo öfgafullur a stundum, að lengra verður tæpast nað. Þo á hann, fram að þessu, að ýmsu leyti ósammerkt við flesta málsvarsmenn á sviði Stjómmálanýjunganna. Flestir þeirra virðast vilja leggja undir sig hálfan heiminn í einu, hvað svo sem það kynni að kosta. Hann seg- ist auðvitað vera sannfærður um, að núverandi st.jórnarfar á ítalíu, sé það fullkomnasta í heimi. En fram að þessu, hefir hann gert til- tölulega litlar tilraunir til fylgisöflunar meðal annara þjóða. Þó er það á flestra vitund, að fyrir honum vakir það eitt, að endurreisa Rómaríki hið forna, og yrði hann þá að sjálf- sögðu, að leita fulltingis utan núverandi landamæra þjóðar sinnar. Ekki hefir Musso- lini ,svo opinbert sé, látið í ljós óvildarhug gapivart nágrannaþjóðum sínum. En ljóst hlýtur honum að vera, engu síður en öðrum, að endurreisn Rómaveldis, hlyti að kosta fádæma blóðsúthellingar, — blóðbað," sem lýðfrjálsar Norðurálfuþjóðir, myndu reyna að forðast í lengstu lög. Þótt svo eigi nú að heita, að tryggur friður ríki meðal Norðurálfu þjóðanna, þá getur þó að^ líta ut við sjondeildarhringinn, ískyggilega tvísýnisbliku, er vel gæti orðið fyrirboði illra tíðinda, nema því að eins, að sett yrði undir lekann í tæka tíð. Má í því sambandi minna á þrívelda stefnuna í Geneva, er til meðferðar átti að hafa takmörkun hervaraa á sjó. Hefir þar, fram að þessu, að eins verið um skækiltog að ræða, þar sem mest hefir horið á maðk- smognum hagsmunahvötum. Blaðið Manitoba Free Press, flutti grein um mál þetta, þann 26. þ.m., með fyrirsögninni “The Admirals Plan for War. ” Má af því marka, hvað það mál- gagn leggur upp úr Gcneva kákinu, þrátt fyrir öll hin flosmjúku fagurmæli um .bræðralag og frið. Því daufari sem líkurnar ern um hag nýtan árangur Geneva stefnunnar, þess betur er Mussolini skemt. Þær hinar frjálslyndu stjórnarfarsstéfnur sem upprættar hafa verið með öllu á ítalíu, eru enn i fullu fjori hjá þjóðum þeim, er brezka \ eldið mynda, sem og í Bandaríkjunum, 0g bera (kki a ser nokkur minstu ellimörk. Saga Ifð- stjornarfyrirkomulagsins með þjóðum þessum, er framfarasaga yfirleitt. Þar með er þó engan- vegirm .sagt, að slíkt stjórnarfarskerfi sé það íullkomið, að eigi þurfi endurbóta við. Flokka- skiftingin er stundum helzti beiskju blandin, oflofi hlaðið á einn leiðtogann, um leið og annar er ófyrirsynju, vægðarlaust fordæmdur, hversu goðum kostum, sem búinn kann að vera. Malm sjalf, sem um er deilt, verða oft og einatt ut undan, sokum þess að svo er látið svnast sem alt velti á, hvor flokksforinginn verði ofaií a i svipinn. En þrátt fyrir ókosti þá, sem nú hefir verið drepið á, og vafalaust ýmsa fleiri, heiir Iyðstjórnar fyrirkomulagið og þingræðið reynst það vel, innan véhanda hins brezka rík- is, sem og í Bandaríkjunum, að þjóðir þær hafa a morgum sviðum, orðið sannar forystuþjóðir. Megin kjarni lýðstjórnar fvrirkomulagsins, er i því fólginn, að fólkið fái óhindrað að njóta meðfædds einstaklings réttar, eða þroskast samkvæmt eigin eðlislögum. Starfsglatt fólk er ávöxtur heilbrigðs lýðræðis. Það eru epgin smaræðis undur, sem á ganga í Bandaríkjunum, þegár forsetakosningar fara fram. Má svo að orði kveða, að hin pólitiska undirstaða þjóðarinnar, leiki á reiðiskjálfi. En tæpast eru kosningar fyr um garð gengnar, en alt er komið í samt lag. Hið nýkjörna forseta- cfni, fær tafarlaust leiðtogaviðurkenningú þjóð- arinnar í heild. Minni hlutinn tekur ósigri sín- um með karlmensku, og huggar sig við það, að ekki sé langt að þreyja þorrann og góuna, og að næstu kosningar hljóti að sjálfsögðu að falla sér í vil. Eins og stjórnarfarinu á Itallu nú er komið, virðist þar eigi um annan rétt að ræÖa, en sam- vizkulausan hnefarétt. Svo hafa strangar höml- ur lagðar verið á málfrelsi og ritfrelsi, að gagnrýning á opinberum athöfnum alræðis- mannsins, eða hinna gráðugu fylgifiska hans í “svörtu skyrtunum”, má heita útilokuð með öllu. Því hefir verið haldið fram, að Mussolini hafi í raun og veru frelsað þjóð sína frá tortím- ing, — að um þær mundir, er hann brauzt til valda, hafi ástandið verið slíkt, að vænta hefði ‘ mátt .borgarastríðs svo að segja a hverri stundu. Vafalaust vérður því ekki á móti mælt, að sitt- hvað hafi verið að á Italíu, fyrstu árin eftir stríðið, sem og víðast hvar annars staðar. En að þjóðin ítalska, hafi fengið allra meina bót, í stjórnartíð Mussolini, nær vitanlega ekki nokkurri minstn átt. Mun hitt sönnu nær, að hún hafi rænd verið frumburðarrétti sínum, og orðið, að minsta kosti um hríð, viljalaust verk- færi í höndum einræns þvergirðings, er per- sónulega sjálfsdýrð setti öllu ofar. Mussolini kvað vera mælskumaður með afbrigðum. Ferðast hann um landið þvert og endilangt, þjóðinni til hjartastyrkingar, að því er honSm sjálfum segist frá. Kveðst hann þess fullvís, að þjóðin muni aldrei héðan í frá sætta sig við annað stjórnarfar, en Fascista ^fyrir- komulagið. Hann um það. Nú virðist þo samt sem áður, flest benda í þá átt, að sál fólksins sé að vakna, staðráðin í að steypa kúgaranum af stóli. Má í því sambandi minnast á sterk sam- tök, sem sagt er að nú sé í myndun með það megin markmið fram undan, að stofna ný fréttablöð, og vekja með því þjóðina til full- komins skilnings á háska þeim hinum mikla, sem hún er stödd í. Undir þingræðis fyrirkomulaginu, þótt sitt hvað megi vafalaust að því finna, hafa hinar ýmsu þjóðir, dafnað vel og notið óskertra mannréttinda. Af öllum þeim hinum mörgu þjóðum, er í heimsstyrjöldinni miklu tóku þátt, er vafasamt, hvort nokkur þjóð var í rauninni sárar leikin, en Bretar. Mannfallið á hlið þeirra varð af- skaplegt. En þar við bættist svo hitt, að á baki þeirra lentu þyngstu fjárhagsbyrðaraar, unz svo var komið, að þjóðskuldin var komin npp í átta biljónir sterlingspunda. Hafa Bretar fyrir löngu samið um greiðslu skulda sinna og haldið uppi afborgunum, þrátt fyrir það, þótt skuldunautar þeirra, eins og Frakkar, er áttu þeim líf sitt að launa, hafi hafi ekki endur- greitt grænan túskilding af skuldum sínum, fram að þessum tíma. Ekki er því að leyna, að Bretar hafa átt við margvíslega örðugleika að etja, frá því er styrjöldinni miklu lauk, svo sem tilfinnanlegt atvinnuleysi og verkföll, er mjög hafa sorfið að þjóðinni, og þar fram eftir götunum. Af þessu hefir leitt, að allsár óánægja hefir átt sér stað manna á meðal með köflum. Þrátt fyrir það, hefir þjóðin þó haldið í horfinu og smám saman fært sig npp á skaftið aftur, hvað við- kom verzlun og iðnaði. Um stjórnarbyltingu hefý- tæpast heyrst talað, þótt beitt væri í þa átt, hreint ekki svo litlum undirróðri, af hálfu rússneskra æsingamanna. Það var lýðræðis fyrirkomulagið, er hélt brezka veldinu í jafnvægi, meðan á heimsstyrj- öldinni síðustn stóð. Það er sami andinn, sem farið hefir lífsteini um sárin dýpstu, og grætt þau til hlítar. Engan slíkan anda sýnist Mus- solini vilja viðurkenna. Sjálfsdýrkunar stefn- an virðist vera hans fyrsta og æðsfa stjóra- mála boðorð. Borið saman við Norðurálfuþjóðirnar, marg- ar hverjar, hefir barátta hinnar canadisku þjóðar á þroskabrautinni, verið tiltölulega aoð- veld. Hefir lýðræðis fyrirkomulagið, reynst hér affarasælt, sem víða annars staðar. Há- tíðarhöldin nýafstöðnu, leiddu alþjóð manna í ljós, hve stjórnarfarslegur þroski þjóðarinnar hefir verið óvenjulega glæsilegur, og náð föst- um tökum á hugarfari fólksins. Deilnmál, sem annars staðar myndu kostað hafa hlóðsúthell- ingar, voru til lykta leidd, með samúð og skiln- ingi á allar hliðar. Starfskröftum fólksins, hefir beint verið inn á brautir iðju og atorku, þar sem til dæmis á hinn bóginn, að æfing á sviði hermálanna, hefir látin verið ganga á nndan með öðrum þjóðum. Má þar tilnefna Italíu, sem undir forystu Mussolinis, virðist helzt ekki um annað hugsa, en hernaðardýrkun og forna efnislega velmegun. Þjóðinni er blátt áfram bannað að hugsa á annan veg, und- ir núgildandi stjómarfari þar í landi. Engin þjóð í heimi öfundar Italíu af stjóra- arfari því, er þjóðin á við að húa um þessar mundir. Það stendur öldungis á sama, .hversu mjög að Mussolini gyllir ástandið, og hversu margir kunna að treysta alræðisvaldinu þar heima fyrir. Ut í frá, stendur flestum þjóðum beinn stuggur af viðburðum þeim, er á Italíu hafa gerst, síðustu fimm árin, og telja sig sælar og hepnar að eiga grið í skjóli hins viðurkenda lýðræðis, þótt sitthvað megi vafalaust að því finna. Vel að verið. A Hamri, við Mjörs í Noregi, býr íslenzk kona, nokkuð við aldur, frú Anna Grönvold, dóttir séra Magnúsar Thorlaciusar á Hafsteins- stöðum, Hallgrímssonar prófasts á Hrafnagili. Kona þessi hefir dvalið langvistum fjarri föð- urlandi sínu, en þrátt fyrir það, hefir hún þó ávalt verið vakin og sofin í því, að vernda minningarnar frá föðurlandinu, og kynna frændþjóð vorri, er hún hefir búið með, Island í list og ljóði. Frú Anna Grönvold, er vafalaust gott skáld, þótt eigi sé íslenzkum almenningi kunnugt til muna um frumsamin verk hennar. Nú hefir frúin nýlokið við þýðingar á tveimur, allmerk- um íslenzkum Ijóðum, sem sé Píslargráti Jóns hiskups Arasonar og Heilagri kirkju, eftir Stefán skáld frá Hvítadal. Virðast þýðingarn- ar báðar hafa tekist mæta vel, og halda alt í gegn helgihrifning þeirri og hljómbrigðum, er einkennir frumkvæðin. Á frúin skilið þjóðar- þökk, fyrir afrek þessi hin nýjustu, og er þess að vænta, að henni veitist enn langur aldur, heilsa og þrek til áframhaldandi starfs í sömu átt. Frú Anna er gift norskum fræðimanni og skáldi, er getið hefir sér góðan orðstír á sviði bókmentanna, \meða| ijijóðar | sinnar. Hefir hann einnig fengist við þýðingar úr íslenzkn máli. Tvær systur frú Önnu eiga heima hér í borginni, sem sé þær Mrs. F. J. Bergmann og Miss Elín Thorlacíns. Sonarbætur Kveldúlfs. i. Ungur var í öllum háttum einrænn maður Skallagrímur. Háði engar hjörvaglímur, hafði föng í allra sáttum. Dvaldi mjög við dvergasmíði, djarfastur til stórra verka. Átti móti Jjlfi sterka afl — en skorti Þórólfs prýði. Þórólf hafði vísir vegið, vaskastan af Noregs sonum. Faðir sárt. — En samt að vonnm — sonarvígið hafði fregið. Úlfi hitna hjartarætur, harm sinn út í myrkrin kallar: “Lokuð sund í áttir allar, engin hefnd né sonarbætur!” Knúðu loksins konnng finna Kveldúlfs niðja horskir frændur. Reiður af því ráði hændur rekkur greip til vopna sinna. Vígaramma viðu álma valdi tólf með fasi köldu. Báru allir breiða skjöldu, bitur sverð og þunga hjálma. Bar þó Grímur einn af öllum afl og vöxt og gný í máli. Kapinn gyrður grimmu stáli gnæfði eins og fjall hjá tröllum. — Kveldúlfur með klökkum orðnm kvaddi heiman búna soninn. Herti nýja hefndarvonin hugann, sem var traustur forðum. II. Dýrar veigar drakk í náðum Dofrafóstri hyggjuþungur, frægstur Noregs fólknárungur, framasæll í 'öllum ráðum. Honum allir lúta lýðir; lög hans eru þrumuhljómar, heillagjafir, dauðadómar. — Dögling skipar, fólkið hlýðir. Þótti mönnum þrengjasrískáli: Þusti innar kappa skarinn, jötna flokkur járni varinn jöfurs móti hvarma báli. Yfir Harald kveðju kalda Kveldúlfs sonur falla lætur: “Fyrir Þórólf bróður bætur, buðlungur, eiguð mér að gjalda!” Gekk um salinn geigur hljóður, glaumur féll um bekki þvera. Hirðmenn saman hugi bera. Hilmir situr dreyra rjóður. “Þér skal gjarna bróður .bæta,” bólgnum kvað hann valda-rómi. “Þér er búinn Þórólfs sómi; þarftu betur hans að gæta.” Skaut þá Grímur skökkum brúnum, skuggar niður ennið runnu. > ófriðlega allir brunnu eldarnir í hugartúnum: “Þegi mun eg þenna taka; Þórólfr mér um alla snilli fremri var — en hilmis hylli 'hann gat mist — án neinna saka.” Gekk hann skjótt úr gylfa ranni. Glóði vor um alla jörðu. Hugur stefndi heim um Fjörðu. Heillir .brostu dáðamanni. III. ölver, konungs báta brjóttu! Blásið er í lúðra sterka. Gengur hirð til grimmra verka. Grímur, sælla hefnda njóttu! Jón Magnússon. —ZX inn. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK ^llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllC Samlagssölu aðferðin. Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- E = afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega E E iaegri verður atarfrækslukostnaðurinn. En vörugæðin E = hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að = = vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem henni = E ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar E E vörusendingar og vörugæði. Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru E E fyrgreind þrjú meginatriði trygð. E Manitoba Co-operative Dairies Ltd. E 846 Sherbrooke St. - ; Winaipe;,Manitoba = niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniR i Þeir íslendingar, er í hyggju hafa að flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heiman af íslandi eða frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. Reynsla landnemans. Eg var tuttugu og fimm ára að aldri, þegar eg yfirgaf ættland mitt. Keypti eg þá farbréf til Canada handa sjálfum mér, konu minni og þremur börnum okkar. Eg kom til Winnipeg 3. september 1892. Næsta mánudag lagði eg á stað til Glenboro, Man. Fór eg þar að vinna að uppskeru og þreskingu. Fundust mér félagar mínir við þá vinnu heldur rudda- legir menn og ekki vel siðaðir. Það er töluvert óaðgengilegt, að byrja þá vinnu fyrir mann, sem óvanur er Vinnuaðferðum hér í landi og kann ekki enska tungu. Eg komst að því síðar, að eg hafði lært ýms orð og talshætti, án þess að skilja, af þessum félögum mín- um, en sem ekki er æskilegt að nota. Æ|ttu nýkomnir menn að gjalda varhuga við þessu. Nokkru síðar fluttist eg einar 10 mílur suður í bygðina, nálægt Baldur, Man. Þar komst eg veru- lega í kynni við erfiða vinnu og lágt kaup. Þar var eg lengst af hjá Creameris Bros., þar til 1898. Það sem eg hafði grætt á þessum árum, var fyrst og fremst það, að eg hafði komist nokkuð niður í málinu. Einnig hafði eg eignast nokkra nautgripi. En það sem , mestu varðaði var það, að fjöl- skyldan hafði stækkað og voru nú börnin orðin fimm. Á árunum 1897 og 1898 heyrði eg um landsvæði, sem stjórnin var þá nýbúin að láta mæla og sem kallað var “Swan River Val- ley.” Vissi eg að það var ein- hvers staðar norðan og vestan Við bygðir siðaðra manna, hinu még- in við Dauphin og Duck Moun- tains. Sigurður Christopherson var þá umboðsmaður sambandsstjórnar- innar og hafði eftirlit með land- námi. Fór hann norður til Swan River vorið 1898 til að skoða land- ið, svo hann gæti sagt fólki hvert honum sýndist ráðlegt að taka sér þar heimilisréttarland eða ekki. Eg bað hann að nema þar land fyrir mig, ef honum litist vel á sig. Þegar hann kom aftur, fékk eg að vita, að hann hefði tekið fyrir mína hönd suðaustur-fjórð- ung af 32-35-28 vestur af fyrsta hátdegisbaug. Fór eg þá þegar að búa mig undir það, að reyna gæfuna, sem Iandnemi og bóndi. Eg átti tvo uxa, sem ekki voru þá tamdir að fullu. Keypti gaml- an vagn fyrir $5.00, sem eg varð þó að binda saman með vír. í vagninn lét eg svo fjölskylduna og rúmfatnað okkar, en húsmun- um þurfti ekki að ætla pláss. Eg fékk t-vo unga menn til að reka nautgripina og fáe'inar kindur, sem voru að fara norður í sömu erindum. Eg varð einnig sam- ferða mági mínum og fjölskyldu hans. Við lögðum á stað hinn 15. júní 1898. Við áttum hér um bil þrjú hundruð mílur að fara og vegur- inn var alt annað en góður. Okk- ur gekk vel að komast til Dauph- in. Þar hvíldum við okkur í tvo daga, áður en við lögðum á stað jrfir Duck Mountains. Þó hér sé um lítil fjöll að ræða, þá er land- ið töluvert hátt og við fórum eft- ir braut, s(|n stjórnin hafði látið höggva gegn um skóglendið vet- urinn áður. Leiðin frá Dauph'in til Swan River er hér um bil hundrað mílur og við vorum sjð daga að fara þá leið. Á þeirri leið höfðum við stundum örðug- leika með að fá vatn. En þó mjólkuðum við kýrnar, því þær urðu aldrei þurrar, og alt sem viö höfðum til matar á þessari léið, var haframélsgrautur og mjólk — mjólk og hafrámélsgrautur. Einn daginn var hvassviðri mikið og vildi þá svo til, að við vorum á leið um gamlan og fúinn skóg, þar sem trén voru að falla niður alt í kring um okkur, og- sum þvert yfir brautina. Urðum við að höggva sum þeirra úr veg- inum fyrir okkur og seinkaði það ferðinni æði mikið. Við héldum áfram lengi fram eftir kvöldinu, í von um að komast út úr skóg- inum, en loks urðum við þó aö setjast að inni á milli trjánna, sem voru að hrynja niður alt í kring um okkur. Þegar við vökn- uðum morguninn eftir, var komið logn og okkur leið öllum vel. Hulin hönd, sem sterkari var en stormurinn, varðveitti oss öll. Þegar við loksins komumst í Swan River dal'inn, komum við að litlu þorpi, sem að eins voru tjöld en engin hús. Stjórnin hafði þá skrifstofu þar í einu tjaldinu, og var Hugh Harley heitinn umboðs- maður hennar og leiðbeindi hann þeim, sem þar voru að taka heim- ilisréttarlönd. Hann kom á móti okkur og með sínu glaðlega við- móti og fallega brosi bauð hann okkur velkomin í dalinn. Hann sagði mér, að eg gæti keypt brauð og smjör í einu tjaldinu. Þegar eg kom aftur að vagninum,' stökk fjögra ára gamall sonur minn upp og hrópaði upp yfir sig: “Mamma, mamma! pabbi er kominn með brauð og sipjör.” Við héldum okkur í þessum svo kallaða “tjaldabæ” yfir sunudag, og messaði þar Rev. Johnson, sem þar var þá, og eg held að allir úr nágrenninu hafi verið viðstaddir. Maður að nafni McKáy hafði byrjað verzlun í dálitlum bjálka- kofa til að mæta þörfum þeirra fáu, sem þarna voru. 'Fékk hann vörur sínar frá Dauphin og voru þær fluttar á vögnum, sem uxar drógu, og sama leiðin farin eins og við höfðum komið, svo það var ekki furða, þó þær væru nokkuð dýrar. Hveiti hafði hækkað mjög í verði þetta vor, og var kent um stríðinu milli Bandaríkjamanna/ og Spánverja. Komst þá hveiti- sekkurinn (100 pd) upp í $5.00, sem þá var alveg óvanalegt. Á stjórparskrifstofunni fékk eg að vita, að mitt heimilisréttarland var tuttugu mílur frá þeim stað, sem eg nú var kominn til. Eg lagði aftur á stað á mánudags- morgun'inn og eg var tvo daga enn að komast þangað, sem ferð- inni var heitið. Sjálfur varð eg að byggja brýr yfir læki og keld- ur, sem voru á leiðinni. Eg komst á heimilisréttarlandið 15. júlí, eft- ir mánaðar ferðalag. Eg átt'i kost á að skifta um land, ef eg vildi, en eftir að hafa verið þar nokkra daga og skoðað land- ið, afréð eg að halda því landi, sem valið hafði verið fyrir mig. Það er rétt á árbakkanum, Swan River, og þar er mikill skógur og kjarr. Landið mjög frjótt og þar óx mikið af viltum ávöxtum. Næsti nágranni okkar var sex mílur í hurtu og þar næst svo sem tuttugu mílur. Eg átti $10 í pen- ingum, fáeina nautgripi og nokkr- ar kindur, sem hurfu okkur sjón- um í skógabuskunum, ef við fór- um nokkuð frá þeim. Mýflugurn- ar voru slæmar, en með því að

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.