Lögberg


Lögberg - 04.08.1927, Qupperneq 1

Lögberg - 04.08.1927, Qupperneq 1
I 40. ARGANGUR j Helztu heims-fréttir Canada. Að afstöðnum fylkiskosningun- um hinn 28. f. m. úrskurÖaði kjör- stjórinn Gagnon rhb.) kosinn í St. Boniface ikjördæminu með einu at- kvæði fram yfir Bernier (con.) Endurtalning atkvæða í því kjör- dæmi hefir nú fram fariÖ og hefir Roy dómari úrskuröað Bernier kosinn meÖ 28 atkvæöum fram yfir Gagnon. Er þessu þannig varið aÖ dómarinn úrskurðaÖi 35 atkvæði ó- gild, en sem kjörstjórinn hafði tal- ið góð og gild, og voru flest þeirra fyrir Gagnon. AtkvæðaseÖlarnir voru merktir með tölunni 2 og ekk- ert annað á þá skrifað. Endurtaln- ing hefir farið fram í fleiri kjör- dæmum ,en ekki raskaÖ fyrsta úr- skurði. Hafa þá kosningarnar fallið þannig, eftir því sem nú stendur að í stjórnarflokknum eru 29, con-1 servatives 15, liberals 7, verkamenn 3 og 1 er utanflokka. * * • Það lítur út fyrir að búlönd í Vestur-Canada séu töluvert að hækka i verði. í vikunni sem leið, voru við opinbert uppboð seldar 160 ekrur af skólalandi, í grend við Rosetown, Sask. fyrir $76.00 ekran. Mun það vera hæsta verð, sem þar liefir lengi fengist fyrir bújarðir, en töluvert af landi hefir þó nýlega verið selt í Saskatchewan fyrir $60.00 ekran. • * * Fyrir nokkrum dögum fréttist að Mr. John Olver hefði sagt af sér stjórnarformensku í British Colum- bia, vegna heilsubrests og að Mr. J. D. MacLean fjármálaráðherra yrði eftirmaður hans. Þetta hefir ekki reynst rétt, því þrátt fyrir það, að Mr. Oliver er mjög bilaður á heilsu, heldur hann samt áfram að vera stjórnarformaður fyrst um sinn, samkvæmt tilmælum ráðherra sinna og flokksmanna. Mr. Mac Lean hefir um tíma verið settui\ stjórnarformaður og gegnir hann nú ýmsum af þeim störfum, sem Mr. Oliver hefir haft á hendi. * * * Það leikur töluverður grunúr á, að fylkiskosningarnar síðustu hafi í sumum kjördæmum ekki farið fram eins og vera bar, eða lögum samkvæmt. Það er t. d. sagt, og þykir ekki vafa bundið, að í Rupert’s Land kjördæminu hafi kosningin, á einum stað að minsta kosti, alls ekki farið fram hinn 28. júní eins og til stóð, heldur 1. júlí, og á öðrum stað, í sama kjördæmi, hafi mörgum verið leyft j'að greiða atkvæði, þótt nöfn þeirra væru ekki á kjörskránni. Eitthvað líkt þessu er haldið að átt hafi sér stað í einum þremur öðrum kjördæmum. Væntanlega verður þetta mál rannsakað, eða að minsta kosti er nú ráðgert að hefja rannsókn í þessu máli, en fullráðið mun það ekki, þegar þetta er skrifað. Bandaríkin. Það er fátítt hér í landi að minsta kosti, að konur leggi fyrir sig þá atvinnu að járna hesta. En það gerir Mrs. Sophia Penkinson og hefir hún smiðju sína á Pike stræti í New York. Þar vinnur hún frá kl. 7 ,á morgnana til kl. 5 á kveldin alla virka daga, árið út og árið inn, og járnar tiu hesta á dag að meðal- ta!i. Hún fær aldrei bakverk og segist hafa alt of mikið að gera til að vera nokkum tíma veik eða þreytt. Kona þessi kom frá Rúss- landi fyrir all-mörgum árum og var maður hennar járnsmiður og lærði hún af honum að járna hesta, og hefir stundað þá atvinnu síðan 1919 að hún misti manninn og hefir hún * á þann hátt ofan af fyrir sér og dóttur sinni, sem nú er 16 ára göm- ul. Það er sagt um konu þessa, að hún hafi stórar hendur og stælta vöðva og gefi hraustum karlmönn- um ekkert eftir hvað afl og vinnu- þrek snertir. * * * Síðastliðið þriðjdagskveld lýsti forseti Bandafíkjanna, Mr. Cal- vin Coolidge, yfir því, að hann yrði ekki í kjöri við forsetakosn- íngar þær, er fram eiga að fara 1928. Suður Dakota búum þykir for- setinn undarlega árvakur, því hann fer á fætur kl. 5 á hverjum morgni, síðan hann kom í þe'irra riki. En þar á móti álita þeir hann fram úr öllu hófi kveldsvæf- an, því hann fer í rúmið kl. 8.30 á kveldin. En orsökin til þessa er sú, að í Washington er klukk- an tveimur tímum á undan klukk- unni í S. Dakota, og forsetinn fer eftir Washington tímanum, þó að hann sé svo sem 2,600 mílum vestar í landinu. Hann hefir ekki fært klukkuna sína siðan hann kom vestur, og hann getur ekki verið að liggja í rúminu tvo klukkutíma á hverjum morgni til að bíða eftir Dakota klukkunni. Bretland. Mr. Baldwin, forsætisráðherra Breta, hélt ræðu daginn áður en hann lagði áf stað til Canada o- sagði þá meðal annars: ”Eg ætla að taka minn þátt í demantshátíð Canada-manna, en jafnframt að halda upp á mitt eigið demants af- mæli.” Hann er fæddur 3. ágúst 1867. Hann gat þess að hann ætlaði á þessari ferS, að koma við í Winni- peg, og sagði: “Eg veit ekki hve margir yðar hafa veitt því eftirtekt, hvað bænd- urnir í Canada hafa gert. Árum saman höfðu hveitikaupmenn og ýmsir gróðabrallsmenn grætt fé á hveitinu, sem bændur ræktuðu, en á fimm árum hefir salan á kornteg- undum í Vestur-Canada tekið gagn- gerðum breytingum og í staðinn fyrir lítinn ágóða og örðugleika hefir komið velgengni og góðar vonir. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því, að eg ætla að ferðast til Canada. Mig langar að vera svo sem eina eða tvær vikur með þeim sem bjartsýnir eru og vongóðir. Þetta er alt verk bændanna sjálfra. Eftir stríðið, þegar allar bændavörur voru að falla í verði, fóru bændurnir að ráðgast um það sín á milli hvað gera skyldi, og þeir mynduðu hveitisamlag í fylkinu, þar sem mest af hveitinu er fram- leitt, og bændurnir ráða því alger- lega sjálfir. Eyrir einu ári var fé- lagatalan í hveitisamlaginu 125,000, þeir seldu 212,000,000 mæla hveítis, sem var uppskeran af 14,000,000 ekrum, eða yo^° af allri uppsker- unni í Canada. , Vitaskuld hafa menn ýmislegt að athuga við samtök eins og hér er um að ræða. En það er talið áreið- anlegt, að þau hafi komið í veg fyrir verðfall á hveitinu og haldi verðinu stöðugra en ella mundi. Viðfangsefni yðar hér heima fyrir, eru ekki eins mikilfengleg, en þau eru miklu margbrotnari og vænt þætti mér um að sjá, að þér réðuð fram úr vandamálum yðar, með samtökum og samvinnu, eins mynduglega og hagkvæmlega, eins og bræður yðar í Canada hafa gert.” Hvaðanœfa. íbúatala Nýja Sjálands og eyja þeirra, er til þess teljast, er frek- lega hálf önnur miljón, eftir siS- ustu hagsskýrslum að dæma. Samkvæmt nýútkominni skýrslu, frá heilbrigðismála skrifstofu þjóð- bandalagsins, League of Nations, dóu úr spönsku veikinni yfir hundr- að þúsundir manna í Norðurálf- unni, tvo síðustu mánuðina af ár- inu af árinu 1926, og í síðastliðnum janúarmánuði. * * * Eyrir mörgum árum kevptu hjón í bænum Urbana, í Illinois ríki, fiðlu $25.00. Fiðlan var fornfáleg. Lá hún innan um skran í súðher- bergi í húsi þeirra hjóna. I fyrra fór sonur hjónanna að læra að lei-ka á fiðlu, þá mundu hjónin eftir gömlu fiðlunni. Datt þeim í hug að láta gera við hana og láta drenginn æfa sig á henni. Tóku þau nú eftir því, að letrað var á hana Antonius Stradivarius Cremona Sis Faciebat, anno 1716. Ennfremur voru á fiðlunni stafirnir A. S-, sem sagt er að séu á öllum Stradivarius fiðlum. —• Fiðluleikari í Detroit, bauð hjón- unum þegar i stað $10.000 fyrir fiðluna. * 43■ * Ferdinand Rúmeníukonungur dó á miðvikurdagsmorguninn hinn WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 4. ÁGÚST 1927 20. júlí. Héfir hann lengi verið veikur af krabbameini og blöðin hafa oft flutt þá fregn að hann væri að bana kominn. Sonar- sonur hans Michael prins, sem er aðeins fimm ára gamall, hefir nú verið krýndur konungur Rúmeníu í stað afa síns. Foreldrar þessa barn- unga konungs eru þau Coral krón- prins, sem hefir fyrirgert rétti sín- um til konungdóms í Rúmeníu, og Helen prinsessa frá Grikklandi. Þrír forráðamenn hins unga kon- ungs stjórna ríkinu í hans stað, þar til hann kemst til lögaldurs. Flestir af lesendum vorum munu kannast við ömmu litla konungsins, Maríu Rúmeníudrotningu síðan hún ferð- aðist í fyrra haust um Bandaríkin og Canada og kom þá meðal annars til Winnipeg. Þegar Hermine giftist Vil-- hjálmi, fyrverandi Þýzkalands- keisara, þá lét hún setja það í giftingasamninginn, að hún mætti yfirgefa karl sinn um tíma á hverju ári og dvelja á Þýzkalandi, en þar má hann ekki koma, eins og kunnugt er. í sumar ætlaði hún að dvelja í Berlín og halda þá til í höll Vilhjálms keisara I., “gamla keisarans”. Þessi höll tilheyrir nú SVilhjálmi II, sam- kvæmt úrskurði lýðveldisstjórn- arinnar á Prússlandi, og sýnist þá ekki nema eðlilegt, að kona hans megi vera þar, ef hún vill. Höllin er auð, en henni er haldið í góðu lagi og til þess búin að flutt sé í hana nær sem er. “Frá almennu sjónarmiði” virðist það því í alla staði eðlilegt, að kona eigandans búi í höllinni ef henni svo sýnist, en stjórnin á Prúss- landi er á öðru máli, og ef hún hefir ekki béinlinis bannað frúnni að vera í höllinni, þá hefir hún þó að minsta kosti sterklega var- að hana við því, og seftist ekki geta gefið henni nokkra trygg- ingu fyrir því, að henni sé þár ó- hætt að vera vegna kommúnista og ofbeldismanna. * * * Út af morði varaforsetans á ír- landi, Kevin O’Higgins, hefir Cos- grave forseti lagt fyrir þingið lagafrumvarp, sem miðar í þá átt að koma í veg fyrir, að önnur eins ofbeldisverk geti haldið á- fram þar í landi. Er aðal efni þessa lagafrumvarps, að veita stjórninni heimild til, 1. að lýsa yfir þv,í, nær sem er, að landið sé undir herstjórn, og setja á stofn herrétt til að prófa sérstök laga- brot; 2. að reka úr landi hvern borgara, sem tilheyrir ólöglegum félagsskap; 3. að gera upptæk rit, sem stjórnarskránni eru and- stæð; 4. að bæla niður allan fé- lagsskap, sem ekki er lögum sam- kvæmur, og 5. að leggja dauða- hegningu við því, að geyma vopn leynilega.1 Úr bœnum. íslendin^ar! Fjölmennið á ís- lendingadaginn, sem haldinn verð- ur í River Park næstkomandi laugardag, þann 6. þ.m. Mr. Sigurður Þorsteinsson frá Langholti í Flóa kom til borgar- innar síðastlíðinn þriðjudag, Er hann yfirstýrimaður á togara, er sækir veiðar frá Halifax. Mr. Þorsteinsson er bráð-efnilegur, ungur maður, sem sterkan áhuga hefir á öllu sem íslenzkt er. Dvel- ur hann hér í borginni fram yffr íslendingadaginn. Bréf eiga á skrifstofu Lögbergs: Miss Kristrún Johnson, Mr. G. Ólafsson og Mr. Guðm. A. Stef- ánsson, öll í Winnipeg. Hinn nýkjörni þingmaður Gimli- kjördæmis, Mr. I.. Ingaldson, frá Árborg, leit inn til vor í vikunni sem leið. Oss var mikil ánægja að sjá hann og hafa tækifæri til að óska honum til hamingju með hans nýju stöðu. Séra Jónas A. iSigurðáson kom til borgarinnar á mánudagsmorg- uninn, á leið til Hnausa, Man. Fór þangað til að flytja þar ræðu á íslendingadeginum, sem haldinn var 1. þ.m. Mr. og Mrs. M. G. Magnusson, frá London Ont., komu til borg- arinnar á laugardaginn. Ætla þau að dvelja hér vestra um mánaðartíma hjá ættingjum og vinum. Mr. Steingrimur Arson flutti fyrirlestur um ísland í Good Templara húsinu á fimtudags- kveldið, í vikunni sem leið, og sýndi jafnframt margar myndir frá ísladni. Fyrirlesturinn var fróðlegur og skemtilegur og myndirnar góðar. Mr. Arason og frú hans fóru daginn eftir til Mounta'in, N. Dak. Mr. Gestur Oddleifsson frá Geysir, Man., var staddur í borg- inni í vikunni sem leið og var hann að sækja fund hveitisam- lagsins, sem haldinn var í Bran- don. Þaðan fór hann í bíl til- Leslie, Sask. Með honum var kona hans, dóttir og tengdasonur. Mr. og Mrs. Sveinbjörn Ólafs- son frá Chicago komu til borgar- innar á mánudaginn í þessari viku. Þau dvelja hér um tíma hjá móður Mr. Ólafssonar og syst- kinum. Mr. og Mrs. Sveinn Kristjánv son frá Elfros Sask., hafa verið í borginni um tíma og verða fram yfir íslendingadaginn. Þau fara einnig suður til N. Dak. Mr. J. S. Gillis, frá Brown, Man., kom til borgarinnar á laugardag- inn frá Brandon, þar sem hann sat fund hveitisamlagsins. Hann fór svo til Riverton og sótti ís- lendingadaginn á Hnausum. Fór heimleiðis á þriðjudaginn. Mr. og Mrs. S. B. Johnson frá Wynýard, Sask., sem dvalið hafa hér í borginni um tveggja vikna tíma, ásamt börnum sínum, lögðu af stað heimleiðis á þriðjudag- inn. Laugardaginn þann 23. f.m. kom saman allmikill mannsöfnuður, og tók húsráð á heimili þeirra Mr. og Mrs. Thorsteinn Bjarnason, og 585 WiBiam Ave. hér í borginni. Var tilefnið þab, að nýkomin var í heimsókn til , foreldra sinna, nýgift dóttir þeirra hjóna Lillian, ásamt manni sínum, Mr. J. »Lor- enz. Mr. Sigfús Anderson hafði orð fyrir gestunum, og afhenti I ungu hjónunum fagran blóm- geymir úr silfri, til minja um I hamingjuóskir jviðstaddra vina. Þakkaði Mr. Lorenz heim- sóknina og gjöfina með velvöldum orðum. Að loknu borðhaldi skemtu gestir sér við söng og dans fram eftir nóttu. Hvalaveiðar í Suður- höfum. M. J. í “Iðunn”. Það er sagt, að einu dýraveið- ar, sem aldrei hafi verið reknar að gamni eða qingöngu sem 1- þrótt, sé hvalaveiðar. Og þó er margt, sem draga, mundi æfintýra- þyrsta .íþróttamenn að þessum veiðiskap: Löng ferðalög, hættur af ís og óveðrum, blindskerjum og ýmsum býsnum, 'æsandi atburðir, vandi mikill og flest það, sem slik- ir menn sækjast eftir. En það stendur í vegi, að til þessa veiði- skapar þarf meiri, dýrari og marg- brotnari útbúning, en' flestra veiða annara. Norðmenn hafa lengi verið framarlega í flokki hvalveiði- manna. Þeir hafa elt hvalina inn í ísana við porðurheimskautið, hér við ísland og annarsstaðar í norðurhöfum og nær gereytt öllu hvalakyni hér. Þá hafa þeir snú- ið stefni í aðrar áttir og mun varia sá blettur vera til á allri heimskringlunni, sem Norðmenn hafa ekki heimsótt með hvala- skutulinn og bræðsluofnana. Suð- urhafseyjar, Brasilíustrendur og Japansstrendur, Madagaskar og vesturströnd Afríku hafa þeir kannað og horfið þaðan aftur, er fækka tók hvalnum. Og loks var lialdið til Suður-íshafsins. Það eru hvalaveiðar þar, sem hér skal dálítið sagt frá að gamni, eftir bók, sem danskur læknir, Aage Krarup Nielsen skrifaði. Hann var með ,í einum slíkum leiðangri, 1920—21, og gat því sagt frá eft- ir eigin sjón og reynd. Flestir hvalaveiða leiðangrarn- ir eru gerðir út frá 3 smábæjum, og má nærri geta, að uppi er fót- ur og fit í bæjum þessum, um þær mundir, er skipin eiga að leggja af stað. Veiðunum er hagað þann- ig, að send eru stór skip, um 10 þús. smálestir, og er í þeim allur1 útbúningur til þess að geta hag- nýtt hvalinn, skorið hann, saxað og brætt. Þessi skip eru kölluð | “móðurskip” og fylgja hverju þeirra 3—4 smærri skip, hval- fangarar, sem hér voru tíðast svo kallaðir. Veiða þeir hvalinn og draga að “móðurskipinu”. Leiðangur eins og þessi er á- kaflega dýr. Það eru tugir milj- óna, sem liggja í þessum fyrir- tækjum og leiðangursmenn skifta þúsundum. Bæir þessir lifa al- veg á hvalvéiðunum, og hafa lengi gert. Kynslóð eftir kynslóð fást menn við þetta, og ættirnar eiga sína sögu við hvalvéiðarnar. 1 eirini ætt eru ágætar skyttur, í annari fyrirtaks sjómenn o.s.frv., og það er sómi ættarinnar, að bregðast ekki í þessu efni. Það má því nærri geta, hve mikið gengur á, þegar verið er að búa leiðangurinn út, í septembermán- uði. Allir láta hendur standa fram úr ermum, og karlarnir, sem eru orðnir of gamlir til þess að geta lagt á sig erfiðí, yngjast samt upp og segja sögur af fyrri leiðöngrum, hættum og hreysti- verkum. Loks leggja svo skipin út, éitt eftir annað. Það eru að eins “móðurskipin”, því að hvalveiða- bátarnir eru látnir liggja í Suður- Ameríku milli veiðitímanna. En Itiðin er löng. Fyrst er haldið til Englands og tekin þar kol, en í þetta skifti, seín hér er frá skýrt, skall kolaverkfall mikið yfir rétt í þeim svifum, og varð því skipið að fara til hafna í Vestur-Afríku og síðan til ‘Suður-Ameríku og tafðist talsvert við það. Kol'in kostuðu nokkur hundruð þúsund S krónum meira fyrir bragðið, og hver dagur af hinuirl dýrmæta veiðitíma þó enn þá meira. Síðasta höfnin, sem lagt er út frá, er Port Stanley á Falklands- eyjum. Þar stóð hin ægilega sjó- orusta 1914, þegar flotadeild Þjóðverja var eyðilögð. Eyjarn- ar eru hrjóstrugar og strjálbýlar, og í Port Stanley búa éinar 800 sálir og þessi sjóorusta er enn þann dag í dag aðalumræðuefn- ið. Menn segja, að eftir 2—3 hundruð ár muni hún enn verða aðalumræðuefnið, svo hægfara er þar alt og tilbreytingalust. Svo er haldið beint suður í ís- haf. Ekki líður á löngu áður en fyrsti ísjakinn heilsar skipinu og svo gerast þeir æ nærgöngulli. Stormar og illviðri eru í lofti, þó að komið sé fram á sumar. Og á sjálfum jólunum komust þeir í höfn. Aðal bækistöð skipanna, er ein- kennileg eyja, sem heitir Decep- tion Island eða Vonbrigðaeyjan á íslenzku. Hún er með þeim und- arlega hættti mynduð, að stór- eflis eldfjall hefir þar sigið í sjó með gíg og öllu saman. Hafið hefir brotist inn um gígsbarminn á einum stað, og er þar nú inn- sigling, en annars girðir gigs- barmurinn alt í kring, svo að þar inni er hlé fyrir öllum veðrum. Höfriin er sem sé ekkert annað en gígurinn, sem er fullur af sjó. Væri óskandi, að fjallið fyndi ekki upp á því að fara að gjósa eftir gamalli venju meðan skipin liggja þarna, því að þá þætti líklega éinhverjum hlýna nóg, þótt suður í íshafi sé. Strax þegar skipið hefir varpað akkerum og búið er að tjóðra það vandlega með strengjum í allar áttir, er tekið til óspiltra mála, og breytist skipið þá á svipstundu í stóreflis bræðsluverksmiðju. Hval bátarnir koma svo með veiðina að hliðinni á móðurskipinu og er þar hvölunum komið fyrir. Hóp- ur manna tekur þegar að fletta spikinu af með löngum ljáum, en jafnóðum og spikflísin er þannig losuð, er krækt í hana járnkrók- um og hún dregin upp í skipið. Slík þjós getur numið upp undir 8000 pundum. Þegar upp á þil- farið er komið er spikið skorið í stóra parta og þeim stungið í göt á þilfarinu, en úr því taka svo vél- arnar við. Brytja þær það æ smærra og smærra og merja, þar til spikið rennur eins og þykk elfa, sem skiftist í margar kvísl- ar, og rennur ein í hvern bræðslu- ofn. Hver af þeim tekur um 15,000 lítra og eru þeir 8—10 á hverju skipi, og í þeim verður spikið að olíu. Auk þess eru sér- stakir bræðsluofnar, þar sem olía er unnin úr tungu, sporði og nokkrum feitustu beinum hvals- ins. Þetta gengur með syngjandi hraða, svo að sami hvalurinn, sem byltir sér frí og frjáls í öld- unum að morgni, getur verið orð- inn að tærri olíu að kveldi. Það er lika betra að hafa hraðann á, því veiðitíminn er ekki nema 4 mánuðir. Útgerðin kostar tugi miljóna og hvert skip verður því að fá fullfermi. Og þegar veðr- ið er gott og veiðin fjörug, svo að stórar breiður af hvalskrokkum eru festar við skipin, þá getur að líta það mesta áframhald við vinnu, sem þekkist. Vélar og menn keppast sem mest má verða, skark og högg, blástrar og stunur vélanna blandast saman við hróp og köll, blót og ragn og annað slíkt, sem menn hafa til þess að halda sér uppi þegar þeir eru þreyttir. En áfram vilja allir halda sem bezt, því að allir, frá foringja fararinnar til vika- drengsins, hafa ágóðahluta af því sem aflast. ómögulegt er að segja, að bein- línis sé snyrtilegt umhverfis hvalvéiðarnar, eins og varla er við að búast. Þegar dauðir hval- ir liggja í sjó, myndast innan í þeim vindur, sem blæs þá út, svo að oft er því líkast sem floti af Zeppolinsloftförum hafi sezt á sjóinn, og þegar svo gat kemur á hvalinn þykir flestum sá þefur hinn fúlasti og stækasti, sem bor- ið hefir fyrir vit þeirra. Auk þess er loftið fult af stækjulykt þeirri, sem iafnan er nálægt bræðslu- stöðvum og hvalfjörum, ekki sízt þegar blæjalogn er, og gígurinn verður eins og lokað hús. En á sjálfu skipinu er alt smurt í olíu- brækju, sem smýgur gegn um alt og sósar alt, og þegar kolareykur og annar óþverri sezt í þessa brækju, þarf varla á að bæta. En öllu má venjast, og fæstir hafa tíma til að hugsa um þessa smá- muni. Svona er haldið , áfram viku eftir viku og mánuð eftir mánuð. En veiðitíminn er fljótur að líða, og alt í einu fer að bera á því, að veiðibátarnir fara ekki að hafa undan í aðdráttunum. En borð er á olíugeymunum og ekki má koma heim öðru vísi en stútfull- ur. Eitt skipið hefir horfið og er komið eitthvað suður í ísinn, en það verst allra frétta um horf- urnar. En öllu má ofbjóða, einn- ig hvalamergðinni umhverfis De- ception og það lítur út fyrir, að hún sé í raun og veru að ganga til þurðar. Hvalurinn sýnist hafa flutt sig. Og svo tínast skipin, eitt af öðru úr læginu góða, og halda suður í enn meiri ís og auðn. Á þessi svæði hafa engir komið nema harðgerðir heimskautafarar og rannsóknarar, til dæmis Charot. franski vísindamaðurinn, sem hingað til lands kom nýlega, var þar við rannsóknir). ísinn þétt- ist æ meir og í landi sjást tignar- leg fjöll, alþakin ís og snævi. Loks er lagst í ágætt lægi, sem kallað er Port Lockroy. Það lægi fann Charot árið 1904. En fyrst þarf nú að búa vel um sig, og heilan dag er ekki annað gert en festa skipið. Mörgum akkerum er varpað óraveg frá skipinu, og keðjurnar renna út svo langar, að þv,í er líkast, sem aldrei muni takast að draga þær inn aftur. Og úr afturstafni eru handleggs- digrir kaðlar strengdir um kletta- nybbur í landi. óvönum sýnist alt þetta vera nokkuð óþatft í þessu 1 ágæta lægi og blíðu veðri. — En tveim dögum síðar hefst 18 kl.- stunda ofsarok, svo tryllingslegt og rammaukið, að allir 7 kaðlar standa nötrandi eins og strengir á hljóðfæri. Skipstjórnarmenn eru gamlir í hettunni og reyndir. Aldrei hefir hvalveiðaskip strand- að þar fyrir handvömm og víst royndar aldrei yfirleitt, og má það næstum einstakt héita. Meira— Skr úðf ar ar my ndin. Nokkur bréf hafa borist þjóð- hátiðarnefndinni um ágæti stóru myndarinnar, sem tekin var af vagni íslendinga 1. júlí s. 1. og i;m þá sögulegu þýðingu, sem hún hefir til sönnunar íslenzkri menning og sem alþýðu fólks hér i landi var áður ókunn. Jafnvel háskóla lærðir menn hafa játað vanþekkingu sína í þessu efni. Þeim hafði verið kent, að brezka þingið væri “Mother of Parlia- ments” og lengra höfðu þeir ekki leitað eftir sönnunum. Þeim kom það því nokkuð á óvart, þegar þeir sáu, ekki að eins auglýsingu a íslenzka vagninum um að þjóð- þing þeirra frá 930 væri elzta lýð- veldisþing í heimi, heldur líka þá fyrstu þingsetu í lifandi eftir- líking — starfandi, með lögsögu- mann í forsæti og hvern goðann eftir annan standa á fætur til NÚMER 31 ræðuhalda í Lögréttunni, og sem Winnipeg blaðið Free Press við- urkendi að hafa verið hartnær alfullkomna eftirlíking þeirrar fyrstu þingsetu íslendinga, eins og sagan lýsir henni. Nokkuð margir hérlendir menn hafa keypt mynd þessa fyrir þá sögulegu þýðingu, sem hún hefir, og fyrir þá ótvíræðu sönnun, sem hún flytur um menningu og stjórnvísi íslendinga í fornöld. Þjóðhátíðarnefndinni er það áhugamál, að íslendingar hver- vetna í þessari heimsálfu hafi samtök til þess að útbreiða sölu myndarinnar. Hún er einhuga þéirrar skoðunar, að myndin eigi að prýða vegg á hverju íslenzku heimili hér vestra í Ameríku, af því 1. Að engjn mynd sé þar betur viðeigandi eða hafi jafn þjóðern- islega þýðingu, og 2. Vekja meira athygli áhorf- enda en flest annað, og 3. Að hún leiði til unmtals og örfi til eftlirleitar uppKýsinga I sögu Islands og afrek þjóðarinn- ar á öllum sviðum í fortíð og nú- tíð, með öðrum orðum, sé ment- andi. Myndin er ódýr, $1.25, og fæst hjá ísl. blöðunum í Winnipeg, og hjá forseta og ritara nefndarinn- ar. Peningar fylgi öllum pönt- unum. — Sendið pantanir sem fyrst og sem flestir. Nefndin. Vér spyrjum. Ei er vanzi anda mannsins út um geima hugnáms sveima, og á gátum lausnar leita lífsins sjóla að tignarstóli. Dásemd! kanna dulinsranna, og draum óljósum ráðning kjósi. En hitt er satt: í himinbratta hverfur þróttur vorum dróttum. Skyn ef kanna mætti manna megingeima sólnaheima, hvort þá kynni heima að finna himinsjóla á veldisstóli. Eða máske að hinn hái eins sé nærri, hvergi fjarri hvar sem vér í alheim erum undir tjaldi hans og valdi. Skynheim utar ekkert vitum, ei á gátum ráðning hljótum; herra ei kunnum hæstan finna, hann því utar skynheim situr. Segjum fylli alheim allan æðstur drottinn geims og hnatta. En hverriig er hans háttað veru? Hveri^ig má yor skynjun sjá hann? 'Sólin hverfir sínu kerfi, sjálf þó haldin æðra valdi. Eru kerfin öll að hverfast utan um sól á miðpunktsstóli? Hreyfiþunga er haldi gangi heims í stérku sigurverki, stjórnarafl í stjörnutafli, stöðvar máttar. Er það Drottinn? Vizka og þekking voga ekki, vér þótt beiðum, svör að greiða. Trúin ein þá úrlausn reynir, örugg þykist, vitar blika: Dýrðleg verkin, vísdómsmerkin vitni bera’ um guðdómsveru, og skaparans mál í skýrum sál- um, Skynlaus máttur ei er Drottinn. Fræðin enn oss kristin kenna að kæmi Guð á jörðu niður. Ferðamóður þá hann þáði þekka hvíld í Abrahams tjaldi. Og við Jakob lipran lék hann langan tíma snarpa glímu; hann þó félli á hné að velli hörðu af Jakobs glímutaki. Hve skal lengi halda að mengi Hebreafræði í trúarræðu? Ásjón milda alheimsvaidar enginn maður hefir skoðað. Helgisagnir sjóta og ragna sjást í ljóðum fornra þjóða. Hefir trúin til þar búið tál og blekking andstætt þekk- ing. Kaldeaspeki er kafin ryki í klefa gleymsku, nærri héimsku, Hún sem dáðu helztu þjóðir og héldu, í lotning, vizkudrotn- ing. Munu ei gyðjur mannaniðja jnæta allar slíku falli, óháð skynsemd úr þá vinsar aldasora gullið dýra, Reynir þekking ríki að stækka, af rúnum dulum svifta hulu. Henni þökk. En þó mun ekki þörf á trú nein rýrnun búin. Þekking vandi stefnu og standi stýrið við á eigin sviði; síðan trúin til þess búin taki völd í áframhaldi. B. Þorsteinsson.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.