Lögberg - 04.08.1927, Page 7

Lögberg - 04.08.1927, Page 7
LðGBERG, FIMTUDAGINN 4. ÁGÚST 1927. Bls. 7. Kristindómur vs. Heiðindómur. Framh. frá bls. 3. mér eru lielg áhugamál, er auk þess telja sig mér frjálslynd- ari, a'Ö eg fái óátalinn og án þess að hneyksla slíka, bent á örfátt, er eg tel mig hafa komið auga á til málsbóta kristindómi og kirkju, er beitt hafa verið því kverkataki, er seint mun fyrnast. En hvort mér tekst að leiða nokkurn slíkan andstæðing kristindómsins í kirkju, eða orðum rriínum verður af þeim snúið í andúð, er ekki einvörðungu undir mér komiS. Oft er eg mintur á þessi orð Shakespeares, er hann leggur Shylock í munn: “Eg sver það við sál mína, sá kraftur er ekki til í tungu manns, að hann snúi mér.” Áreiðanlga hefi eg rekið mig á eitthvað náskylt þessu, víðar og nær oss en í skáldskap Shakespeares. Fyrir fjórum árum flutti eg erindi á kirkjuþingi. Skömmu siðar var það gert að opinberu umræðuefni. Var mér borið að hafa sagt: “að trúarlíf íslendinga hafi verið hlífiskjöldur þess bezta hjá íslenzku þjóðinni.” — Ekki virtust nú þessi orð mín gífurleg og naumast óeðlileg, er eg gerði vígslubiskup og mesta sálmaskáld íslands, er nú lifir, að umtalsefni. En þó varð að mótmæla þessum orðum, og urðu þau orsök langrar og svæsinn- ar vantrúar-ádeilu. Raunar voru þessi orð ekki mín orð. Eg hafði sagt að “kristindómur íslendinga og kirkja þeirra, hafi ávalt verið stórveldin í lifi þeirra.” Og það var þetta, sem þurfti að mótmæla. Einhverja sögulega gein reyndi eg þá að gera fyrir þessum ummælurh. En fram hjá þeim var gengið, en hinar venju- legu fullyrðingar fluttar í þess stað. — Fór hér sem til forna, er Steinunn boðaði Þang-Brandi heiðni. Þó lít eg svo á, að fremur mætti vænta þess á 10. öld, meðan ísland var að mestu heiðið, en á meðal íslendinga á 20. öldinni.— Meðal andmælanna get eg hér um þessi orð: “Um leið og íslendingum var boðaður suðrænn náðarboð- skapur í stað norræns hetju- og manndómsanda, þá dofnaði yfir þeim. Þá hvarf þeim framkvæmdaþrekið, þá hættu siglingar, þá lagðist aðgerðarleysið og suðrænn gufu-hugsunarháttur, sem mar- tröð á þjóðina. Og íslendingar hafa síðan sopið seyðið af því. Saga íslendinga ber þetta með sér. Þegar þeir urðu viðskila við sinn norræna átrúnað áttu þeir lengi ekkert, sem i hans stað kom og hafa ef til vill aldrei beðið þess bætur. Beztu menn þjóðar- innar heima hafa nýlega vakið eftirtekt á þessu. Orð þeirra eru þung á metum þó í áminstum fyrirlestri sé það kallað goSgeir að tala um trúmál frá sannsögulegu sjónarmiði.” fHkr. 29. ág. I923Á Eg vona að menn hafi athugað orðalagið, andann, staðhæf- ingarnar og hina heiðnu skoðun, er hér birtist. Eg hefi getið þessa hér, til að sýna, hve örðugt er að eiga orðastað um kristin- dómsmálin viS suma nútíðar íslendinga, og hve þeir gera kristin- dóminum hátt cndir höfði. Þungamiðan í þessum staðhæfingum, er fáar kristnar þjóð- ir munu neyddar til að hlusta á nema vér íslendingar, á víst að vera sú kenning, að saga íslendinga sanni, að þeir hafi aldrei beð- ið þess bætur, að þeim var boðaður kristindómur í stað heiðin- dóms; að kristindómurinn sé suSrænn gufu-hugsunarháttur, er drap allan dug þjóðarinnar og reyndist henni martröð; en heiðinn átrúnaður íslendinga hafi verið norrænn, og frá honum stafi þrek og menning þjóðar vorrar, og beztu menn heimaþjóðarinnar hafi nýlega vakið athygli á þessu. — Þessi stóridómur 20. aldarinnar verður hér að nokkuru athugaður. Ekki er þó unt að ræða slíkt stórmál til hlítar í einu 'erindi. Og við það skal þegar kannast, aS aðrir hafi sama rétt til þess að vera heiðnir, sem vér að vera kristnir. En afkomendur Steinunna: ættu þá að kannast við sinn heiðindóm. Drengilegir heiðingjar lýstu vigum á hendur sér. Og samkvæmt þessari lýsing á kostum heiðindómsins eru engir úrkynjaðir ættlerar þar innan virkis. En úr því að hér er vísað til sögunnar og trúmál vor eiga að ræðast frá “sannsögulegu sjónarmiði,” tel eg mig náunga mínum jafn réttháan til að rifja upp ýms atriSi sagna vorra er snerta þetta efni. Mér er, hvort sem er, meinilla við öfugan sögulestur á fræðum vor íslendinga. En eg ítreka, að það er engan veginn efi mannshjartans, er spyr og leitar, sem þráir aukna trú, meira ljós andlegan þroska, aukið umburðarlyndi og einkum fullvissu i eilífðarmálunum, sem eg amast hér við. En það er neitunin, sem er ánægS með myrkr- ið, heiðin uppreist, er í raun réttri hatar kristindóminn, ósvífið guSlast, er ekki þyrmir því allra helgasta, orðagjálfrið, um frjáls- lyndi, vísindi, sannsöguleg sjónarmið og niðurstöður þekkingarinn- ar, og sem oft er lítið annað en atvinnu—endurgjald, andleg land- skuld, er eg vildi segja um í orðum Or>nis Thomsen: “Þeir, sem hér skildu’ ei sjálfa sig, sjá þar og skilja grant;” Og þá verður: “Vifilengjunum vísað frá, vafningum hvergi sint. En orða glamur og orða þrá útlæg, sem fölsuð mynt.” En ef til vill eiga þar enn betur við orð Einars Benediktssonar: “En þið eigið námshrokans nauma geð.” Allir skilja, að í þessari árás á kristindóminn á að leika á strengi íslenzks þjóðardrambs, með því að telja heiðni feðra vorra norræna. En er goðtrúin þá norræn? Kenslubók í goðafræði, hagnýtt-við skóla íslands, byrjar með því að telja “goðahugmyndir forfeðra vorra upprunnar frá Aust- urálfu, enda voru þeir (Torfeðurnirý komnir til Norðurlanda að austan.” Ein fornaldarsagan byrjar frásögn sína á þessa leið: “Allir menn, þeir sem sannfróðir* eru at um tíðindi, vita, at Tyrkir og Asíamenn bygðu Norðrlönd. — Formaður þess fólks hét Óðinn, er menn rekja ætt til.” Snorri Sturluson segir þannig frá í Heimskringlu: “Þá er Ása-Óðinn kom á Norðrlönd ok með honum díar fgoðar, guðir), er þat sagt með sannindum at þeir hófu ok kendu íþróttir þær, er menn hafa lengi siðan með farit.” Meðal íþrótta þeirra er tungan, skáldskapurinn og trúin heiðna. Ynglinga saga Snorra færir enn nánari rök fyrir þessum austræna uppruna Norðurlanda-fræðanna svo nefndu. Ummæli hans eru þessi: “Fyrir austan Tanakvísl i Asíu var kallat Ásaland eða Ása- heimr, en höfuðborgin er var í landinu, kölluðu þeir Asgarð. En í borginni var höfðingi sá, er Óðinn var kallaðr; þar var blótstaðr mikill. — Þat var háttr hans, ef hann sendi menn sína til orrustu eða aðrar sendifarar, at hann lagði áðr hendr í höfut peim ok gaf þeim bjanfnjak; trúðu þeir, at þá mundi þeim vel farast.” — Eg hefi hér lagt áherzlu á þau orð Snorra Sturlusonar er Cleasby telur tákna það, er að likindum stafar frá kristnum sið,—handa yfirlegging eða blessun, er fluzt hafi inn í heiðni feðranna frá kristinni trú. Enda vita fróðir íslendingar, að fræðimaðurinn norski S. Bugge, heldur fram þeirri kenning, að margt hið fegursta í norrænni goðafræði, stafi frá kristnum fræðum. Getur dr. Finnur Jónsson um þá skoðun Bugges í bókmentasögu sinni hinni meiri. Kenningin um Ragnaröíc, loka sigur hins góða og góðra manna, og átrúnaður Norðurlanda á ósýnilegan guð, Óðni æðri, bendir mjög í átt kristindómsins. En áreiðanlega er hvorttveggja trúin austræn að uppruna. Fara þá fremur að skekkjast undir- stöður hinna heiðinglegu orða eða andmæla er nefnd voru hér að framan. Ýms ummæli Ara fróða, er telur sig meöal afkomenda Óðins, mætti einnig tilfæra þessu til sönnunar. , í Vatnshyrnu segir svo frá um skyldleika norrænna og latn- eskra goðahugmynda: “Þórr eða'Júpíter var æðstur ok mest göfgaðr. — í gömlum eiðstaf nefndust þessir þrír: Freyr, Njörðr ok Ass, sem vér hyggjum þá meina með Óðinn, af því hann var æðsti höfðingi hingat í Norðrlönd kominti ór Asía.” Ilæpið ma víst telja það, að hagnýta þjóðernistilfinningu ís- *Áherzlur eru mínar. lendinga og þessi norrænu fræði til aö amast á þeim grundvelli við kristinni trú, sem suðrænum gufu-hugsunarhætti og martröð á þjóð vorri. En vafalitið hefir þeim, er þenna 'boðskap flutti, fundist i orðum fornsögunnar: “Furðu sterkr lás er hér fyrir tómu húsi.” (Framh.) Reynsla landnemans. Það voru oft menn á ferð þetta sumar, sem voru að líta eftir heimilisréttarlöndum. Það var þó að eins í nokkrum hluta hér- aðsins, sem hægt var að taka land þá, þó það væri nærri alt mælt. Menn komu til mín og báðu mig að brjóta fyrir sig eina ekru á hverju landi. Eg átti að fá $4.00 fyrir að hreinsa og brjóta hverja ekru. Þarna var tækifæri til að vinna sér eitthvað inn, sem eg átti þó ekki von á, og mér þótti vænt um að fá þessa vinnu. Eg greip plóg, sem eg hafði, lét-hann 1 vagninn og keyrði gegn um skógarbuska og vegleysu að öðru en því, er eg sjálfur bjó mér t'il jafn óðum. Landið fann eg eftir hælum, sem landmælingamenn hðfðu rekið niður og skilið eftir, og byrjaði eg þegar að vinna. Þegar eg fór að leita að vatni, fann eg stöðupoll. Eg gróf holu þar skamt frá og lét vatnið se'itla í hana, svo það hreinsaðist á leiðinni. Af því veðrið var heitt, drakk eg mikið, en uxarnir vildu það ekki. Eg braut þessar þrjár ekrur sína á hverju land’i. Að því búnu fékk eg mér þrjá staura, rak þá niður, sinn í hverja af þessum plægðu ekrum; hjó flatan kant á hvern staur og skrifaði þar á nöfn þeirra, sem eg var að vinna fyrir. Að þessu var eg í þrjá daga. Engan þessara manna hefi cg séð síðan, en einn þeirra var svo vænn að senda mér $4.00 og fanst mér að eg hefði unnið fyrir þeim. Hinn 2. október um haustið gerði kafaldsbyl, er varaði allan daginn og fram á nótt. Daginn eftir var snjórinn svo mik'ill, að það voru ekki hagar fyrir skepn- urnar, svo eg varð að gefa þeim hey. Snjóinn tók þó upp eftir nokkra daga og kom þá rigning. Þurkarnir vcíru svo litsl'ir þetta haust, að ekki yar hægt að þurka heyið fullkomlega. Eg hafði nóg þurt hey handa mínum skepnum; en eg ætlaði að heyja miklu meira, svo eg gæti selt þeim hey, sem nú voru að koma hópum sam- an til að setjast að á þessum stöðvum. Snemma í nóvember bygði eg bjálkakofa til að búa ,í um vetur- inn. Mosa hafði eg á milli bjálk- anna til að gera kofpnn sem hlýj- astan. Þakið og gólfið varð að vera úr torfi og mold, því unninn við var ekki að fá. Þessi kofi vpr fjórtán fet á hvern veg. Þegar hann var hér um bil búinn, flutti önnur fjölskylda í hann með okk- ur. Hafði hún tekið land þar nærri og bað mig að lofa sér að vera með okkur yfir veturinn. Sögðum við þeim, að það væri vel- komið. Við vorum sjö, en sex í hinni jfjölskyldunrii, þegar hún kom, en fjölgaði um einn í janú- armánuði, svo eftir það voru fjór- tán manns í kofanum, sem var, eins og fyr segir, 14x14. En þrátt fyrir öll þrengslin gekk þó alt vel. Við vorum öll frísk og glöð og ánægð. Við bændurnir vorum úti að v'innu allan daginn. Kon- urnar bjuggu um rúmin strax á morgnana og börnin léku sér í þeim allan daginn. Til þess að fara sem bezt með plássið, notuð- um við bara eina eldastó til að eldh matinn tfyrir báðar fjöl- skyldurnar og fór það alt vel. Það voru marg'ir, sem þarna settust að þetta haust, og var því töluverð eftirspurn eftir heyi um veturinn. Eg seldi bónda, sem kom sunnan úr Manitoba, mikið af hálfþurkuðu heyi, og fékk fyr- ir það sex sekki af hvéiti. Finst mér það hafi verið einhver beztu kaup, sem eg hefi gert á æfinni. Vinur ipinn frá Dauphin, sem var hér í nágrenni við mig, svo sem ýikutíma, þetta sumar, til að byggja kofa og heyja dálít'ið, kom aftur norður í desembermán- uði. Hann færði mér kartöflu- ipoka. /Frosnar voru þær auði- v'itað, en dæmalaust voru þær góðar á bragðið. Snemma í apríl höfðum við, leigjandi minn og eg, lokið við að byggja bjálkahús handa honum og fólki hans, og flutti hann í það. Þegar við vorum að byggja þetta hús pg að því var komið að setja þakið á það, tók að vandast mál- ið. Torf var ekki hægt að fá, þegar jprð var freðin. Tókum við því það ráð, að setja þurt hey ofan á þakraftinn og þar ofan á lausa mold, sem við náðum í fram með ánni. Tróðum við þetta svo niður, sem bezt við gátum, og það var alveg furða, hvað vel það reyndist næsta sumar til að varna leka. — Vorið 1899 bjó eg til bát og ferjaði fólk yfir ána. Margir komu til mín að leita upplýáinga viðvíkjandi landinu. Eg var orðinn nokkuð kunnugur og gat oftast gefið mönnum hugmynd um, hvar þeir gætu fundið land. sem þeir voru sérstaklega að reyna að finna. Maður nokkur frá Brandon kom til min um vorið. Hafði hann verið að skoða land þar norður frá og var á heimleið. Eg ferj- aði hann yfir ána, og spurði hann mig þá hvernig vegurinn mundi vera yfirferðar. Sagði eg hon- um að lækur, sem væri þar svo sem hálfa mílu í burtu, væri ef til vildi illur yfirferðar. Eg hefði að vísu bygt brú yfir hann sumarið áður, en eg væri hrædd- ur um að hún hefði kannske flot- ið í burtu í vatnavöxtunum um vorið. Bauð hann mér 25 cents fyrir að koma sér yfir lækinn. Eg var til 4 það. Þegar við kom- um að læknum, var mestur hluti brúarinnar (farinn, en Istaurarn- ir, sem eg hafði lagt yfir lækinn, voru þó eftir, og voru endarnir fastir í jörðinni. Á staurunum var þykkur börkur, svo þeir voru ekki hálir, og hugsaði eg mér að •bera manriinn yfir lækinn og ganga á staurunum. Eg tók nú manninn á herðar mér og lagði á stað. Hefði einhver verið þar með myndavél, myndi hann hafa náð skritilegri mynd. Staurinn var svo sem tvö fet niðri í vatn- inu og eg fann fljótt, að börkur- inn var af honum og hann var háll eins og gler. Til þess nú að falla ekki sjálfur, slepti eg mann- j inum beint á höfuðið í lækinn og tók á því, sem eg hafði til, til að komast sjálfur að landi. Maður- inn þessi komst líka úr læknum, og þegar hann var búinn að v'inda fötin sín og fara í þau aft- ur, lagði hann á stað og sýndist líða vel eftir baðið. Þetta sumar hreinsaði eg og plægði nokkurn blett af landinu. Uxarnir þoldu illa vinnuna, þeg- ar hitinn var sem mestur. Fór eg þvl á fætur klukkan að ganga þrjú á morgnana og vann til klukkan níu. Þá slept’i eg uxun- um á beit, fór sjálfur heim og borðaði morgunverð, mjólkaði þvi næst kýrnar og fór svo út að hreinsa landið þar til um hádegi. Lagði eg mig þá fyrir í svo sem tvo tíma og fór svo út og plægði með uxunum, það sem eftir var dagsins. Eg sló sjötíu og fimm ekrur af hveiti á heimilisréttarlandi mínu, með uxunum, áður en eg eignað- ist hesta. Það er seinlegt verk að vísu, en varlegast er það fyrir byrjendur að nota uxana fyrst um sinn. Fyrst framan af hafði eg mikið gagn af veiðiskap. Eg veiddi fisk í ánni, skaut andir og aðra fugla, sem þá var mikið af. Við notuðum humal úr skógnum fyr- ir ger til brauðgerðar og sjálf gerðum við okkur skó úr skinn- unum af þeim skepnum, sem eg slátraði. Eftir fyrsta árið höfð- um við æfinlega mikið gagn af ^arðrækt. En frost skemdi a'g hveiti fyrir mér fyrstu árin, eins og vanalegt er í nýjum bygðum. Haustið 1899 var járnbrautin bygð til Swan River. Varð þá alt miklu líflegra og þægilegra við- fangs. Konan mín á miklar þakkir skyldar fyrir alt það mikla, sem. hún lagði á sig í þessu frumbýl- ir.gs lífi okkar, og fyrir það, hve vel hún bar öll óþægindin, sem hún varð að þola og gerði sig, ánægða með það, sem varð að vera. Þar skorti flest, sem heim- ili þarf að hafa. Hún hafði líka flestum konum meira að gera, meðal annars vegna þess, að guð hafði gefið okkur mörg börn, og þar á meðal þrenna tvíbura. Strax þegar eg hafði fengið eignarrétt á landinu, varð eg að veðsetja það, til þess að fá pen- inga, sem eg þurfti til að kaupa fyrir nauðsynleg áhöld til að rækta landið. Af því láni varð eg að borga 8 prct rentu. Síðar var rentað hækkuð upp í 8V2 prct.^ Nú hefi eg borgað þetta lán og hefi í mínum e'igin vörzlum eign- arbréf fyrir heimilisréttarlandi mínu. Fimm önnur lönd hefi eg líka keypt til viðbótar við heim- ilisréttarland'ið. 1 haust sem leið þreskti eg 18000 bushel af 45C ekrum. Reynslu landnemans má rita í fáum orðum: Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur. Harlington, 3. febrúar \926. J. A. Vopni. Guðmundur Hanson. Guðmundur (dimmy) Hanson, 28 ára að aldr'i, andaðist þann 6. júní þ. á. Hafði hann verið norð- ur á Winnipegvatni við fiskiveiði, en veiktist snögglega þar nyðra. Var hann þá borinn út á skipið Wolverine, sem var á leið til Sel- kirk, og átti að flytjast á sjúkra- hús; en hann lézt á skipinu, áður en það lenti. Guðmundur sál. fæddist í Sel- kirk, þann 27. maí 1899; og ólst hann þar upp hjá foreldrum sin- um. Þegar hann þroskaðist, gerð- ist hann fiskimaður, og stundaði það starf á Winnipegvatni, vetur og sumar. Foreldrar hans: Jakob Jóhann- esson (Hanson) og Elín Guð- mundsdóttir, voru bæði fædd og uppal'in á Skagaströnd í Húna- vatnssýslu. Þau fluttu frá ís- landi hingað vestur árið 1887. Settust þau fyrst að á Gimli og bjuggu þar í þrjú ár. Síðan fluttu þau til Selkirk, og þar lézt Elín, þann 27. júlí 1918; en Jakob býr þar enn. Þau hjón eignuðust 11 börn. Þrjú þeirra dóu á unga aldri, en 7 eru enn á lífi, öll gift nema yngsta stúlkan; eru sum þeirra búsett í Seikirk. Guðmundur sál. var ógiftum til æfiloka; og hafði heimili sitt hjá föður sínum. Hann var hinn efnilegasti maður, fríður í sjón og vel vaxinn. Hann var og drengur hinn bezti, stiltur, orð- vandur og sérlega dagfarsgóður; ehda naut hann almennrar hylli og v'insælda meðal þeirra, sem hann umgekst. Hans er því sárt J gaknað, ekki að eins af föður hans j og systkinum, heldur einnig öll- um þeim, er kynni höfðu af hon- um. Jarðarförin fór fram þann 9.| júní, frá lútersku kirkjunni í Sel- ( (kirk, að viðstöddum fjölda fólks. | Var lík hans lagt við hlið ^móður hans í grafre'it fjölskyld- unnar. Hann er nú horfinn sjónum, en minning hans geymist, hlý og hrein, í brjóstum hinna mörgu vina og ættingja, sem eftir lifa. Vinur. (Undir nafni föðursins.) Ó, ^sonur, nú blæðir mér sakn- aðarund, og svíður við hjarta míns rætur. Ef mætti eg hniga við hlið þér í blund, hve hugljúfur yrði hann og sætur. Við skiljum þó aðeins um skamma stund, sem skuggatíð einnar nætur. Eg veit að til mömmu í himin- inn heim, þú hvarfst, og til systkina þinna; og nýtur þar unaðs og yndis með þeim, í uppfylling vona þinna. f)g hvar sem að búið þið herrans í geim, hann hjálpar mér ykkur að finna. Til samfunda okkar eg tímana tel; og trúin mín vonandi lítur ,út yfir takmörkin, tíma og hel, þar tilveran betur sín nýtur. Mig sjálfan og ykkur eg alvaldi fel; hans eilífa ráð ekki þrýtur. Vinur. ANDLÁTSFREGN. Þann 22. apríl s.l. andaðist að heimili sínu í Glenboro, sómakon- an Jóhanna Sigurlaug Jónsdóttir, í hárri elli. Hún var fædd á Rúts- stöðum i Eyjafirði 1842, giftist 1867 eftirlifandi manni sínum, Halldóri Árnasyni frá Krossa- stöðum á Þelamörk i Hörgárdal. Þau fluttust vestur um haf 1883, og settust að í Dakotabygð Is- lnedinga, og voru þar í 7 ár, en fluttust þaðan til Argyle 1890. Þar keyptu þau bújörð í miðri bygðinni, og áttu þar myndar- heimili, þar til þau brugðu búi fyrir nokkrum árum og fluttust í bæinn Glenboro, þar sem heimili þeirra hefir verið síðan. — Tvær dætur eignuðust þau hjón, Nönnu er dó fyrir nokkrum árum síðan, og Margrétu ((Mrs. H. H. John- son), sem heima á í Glenboro. Hin framliðna var gáfuð kona og vel ment á alþýðu vísu, hún var þaullesin og víða heima, og var miklum mannkostum gædd og íslenzkri drenglund. — Systkini átti hún allmörg, og var Carolina kona Jóns Þorkelssonar yngra. sem nýlega er dáinn he'ima í Reykjavík, ein af systrum hennar. Jóhanna sál. var um síðastliðin 2 ár blind og rúmföst; bar hún fyrir sumarið er vissara að hafa meðal við sólbruna, pöddu- stungum, þyrnirispum og sár- um. Zam-Buk hefir ávalt reynst besta meðalið. Takið það með 50c askjan, hjá öllum lyfsöl- um og í búðum. AM-B.UK þrautir sínar sem íslenzkri hetju sæmdi. Jarðarförin fór fram frá ís- lenzku kirkjunni þann 25. apríl. Var hin framliðna jarðsett í graf- reit Frels’is-safnaðar. Séra K. K- Olafson g'arðsöng þá látnu. ' E. J. O. Rétt við Zwemkuil námurnar í Suður Afríku, fann kona náma- manns eins, demant mikinn. er seld- ur var fyrir 550 pund sterlings. ^¥i^*^*^**X++X++t*+*+<^*+4Íh*t+i^+K++t++t+K++*++*++X*+t*+****++^H^h*t+4^ ♦♦♦ | Biðjið T f ♦!♦ t t t ♦:♦ um RIEDLE’S BJÓR LAGER og STOUT The Riedle Brewery Stadacona & Talbot, - Winnipeg f T t t t f t t t ♦:♦ Phone 57 241 x t ♦:♦ ’ K+^^k4^++t++t++X+K++t+K++t*+t++l*+t++l++t+<:y+t*+t++t++t+^iHX+^i ♦♦♦ Hin Eina Hydro Steam Heated BIFRBOA HREINSUNARSTÖD í W I N N I P E G , ^>ar sem þér getið fengið bílinn yðar þveginn, það er að segja breir.s: tí r i ogolíubor- inn á örstuttum tíma, meðan þér standið við, ef svo býður við að horfa, eða vér send- um áreiðanlegan bílstjóra eftir bíl yðar og sendum yður hann til baka, á þeim tíma er þér æskið, Alt verk Iejst af herdi af aulvönum sérfraeðingum, Þessi bifreiða þvottastöð vor er á hentugum stað í miðbanvm, á rr.óti Kirg cg Rupeit Strcct. Prairie City Oil Co. Ltd. Laundry Phone N 8666 Head Office Pltone A 6341 J

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.