Lögberg - 08.09.1927, Blaðsíða 4

Lögberg - 08.09.1927, Blaðsíða 4
tíls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. SEPTEMBER 1927. Gefið út hvern Fimtudag af Tle Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Tolalmari N-8327 «4 N-6328 Einar P. Jónsson, Editor Uianáskritt til blaðnna: TtfE ÍOIUMBIR PRESS, Itd., Box 317*. Winnlpag, IRan. Utanáakrift ritatjórana: £D»T0R LOCBERC, Box 317S Wlnnlpag, (Ran. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram Tho "Lðaborc" la prtntod and publtahod by Tho Columbla. Prooa, JLimltod, la tho Coluaobla ■ut’dlnc. C»f Saritont Ato.. Wlnnlpoc, llanitoba. iiiiiiimuiiiininiiimnirmfiMmmDÍ Vísindin nálœgja oss guði, Samtal við vísinda/manninn Dr. Michael Pupin. Eftir Albert Edward Wiggam. II. Á síðastliðnum þrjú hundruð árum, hafa vís- indin leitt í ljós fjórar, efnislegar staðreyndir, í sambandi við bygging og eðlislög jarðarinnar. Sér- hvert þeirra atriða hefir, að því er oss skilst, aukið á vegsemd guðs meðal mannanna , og flutt manns- sálina nær skapara sínum. “Fyrsta efnislega opinberunin, var sú, er Galileo uppgötvaði lögmálið fyrir hreifingu efnisins. Var hann fyrsti maðurinn, er skilgreindi lögmál hraðans í hinum efnislega heimi, og gerðist þar níeð braut- ryðjandi nýrrar stefnu í veröld vísindanna. Hundr- að árum síðar, kemur Isaac Newton til sögunnar, finnur upp þyngdarlögmálið, og kórónar þar ipeð visindastarfsemi Galileg’s. Enginn hugsanlegur hlutur, auglýsir á fegurra hátt þessa dásamlegu vits og visinda opinberun, en hringrás stjarnanna umhverfis sólina. Hver einasti hnöttur, út af fyrir sig,,fylgir ákveðnu hraðalögmáli, með slíkri ná- kvæmni, að eigi getur út af brugðið. Þyngdarlög- málið eitt, stjórnar gangi þeirra hnatta. Alt efni, er á látlausri hreifingu. Þó er lögmál þess svo ein- falt og óbrotið, að undrum sætir. Þá kemur hin önnur efnislega opinberun, eða uppgötvan raforkunnar, til sögunnar. Drýgstan þátt í því afreki áttu þeir Benjamín Franklin og Michael Faraday. Franklín sannaði það, á vísinda- legan hátt, að eldingin væri hreifing. Opnuðust mannheimi með uppgötvan þessari nýjar orkulindir. Nokkru seinna tókst þeim Volta, Faraday og Clerk- Maxwell, að skilgreina lögmál rafhreifingarinnar. Reyndist lögmál það engu flóknara, en þyngdarlög- mál Newtons, er veldur hreifingu jarðbundinna lík- ama, engu siðúr en hringrás stjarnanna. “Næst ber að nefna þriðja undrið, eða uppljóm- un alrýmisins. Á eg <þar við þá staðreynd, að ver- öldin, skauta á milli, er þrungin af ljósi og hita. “Að vísu höfðu menn það fyrir endur og löngu á meðvitundinni, að alstaðar væri Ijós að finna, þótt eigi yrði slíkt skilgreint til hlítar. Fornmenn tilbáðu sólina og voru nefndir sóldýrkendur. Þó var lögmál ljóssins, þeim hulin gáta. Höfðu þeir um það enga minstu hugmynd, að Ijósmagnið næði til yztu endimarka veraldar. En oss, sem nú lifum, er það fylhlega ljóst, að blik einnar stjörnu, líkist bliki annarar, með sama hætti og blað líkist blaði, hvar í heimi sem er. Isú eru liðin sextíu ár, frá því er spekingurinn mikli, Clerk-Maxwell, sló því föstu, að uppljómunin eða ljósið, væri opinberun raforkunnar í hreifingu. Dásamlegasti árangurinn af uppgötvun Maxwell’s, er fólginn í því, að uppsprettu ljóssins sé að finna í hreifingu hinna allra smæstu einda, er electrons nefnast, og teljast mega, að því er vér vitum bezt, óbreytanlegir grunnsteinar, hins efnislega heims. “Svo virðist, sem alt iþað, er hreifist á vorri jöi^i, eigi tilveru sína að sækja til raforku þeirrar, sem falin liggur í frumögnum þeim hinum allra smæstu, er nú hafa nefndar verið. “Þessar ódeilissmæddir, sístarfandi, nótt og dag, eru trúrri sínum eigin eðlislögum, en alt annað, sem vér enn höfum þekt í náttúrunnar ríki. Þær elska og virða lögmál eigin eðlis, og fórna öllu á altari pjónustuseminnar. Allur þessi undursamlegi raf- einda skari, var verkfæri í hendi guðs, til að byggja upp frumagnir, líkami, og þyrpingar hinna blikandi stjarna. Móðir jörð, er eins konar stjörnusteypa. Þé er hun jafnframt, í raun og veru, að eins örsmár mold- ardepill. Samt er hún heimkynni dýrlegasta þáttar skopunarverksins, mannssálarinnar sjálfrar þar sem dýrð drottins speglast fegurst og hæst. Ándar- drattur sálarinnar, er fólginn í unaðslegum, hljóm- mjukum rafbylgjum. Einn liðurinn í tilgangi vís- indanna, en sá, að læra að skilja sveiflur þær út í yztu æsar. i , •* L!f?ðhsfrfðjngar hins nýja tíma, eru nú a< leiða í Ijos fjórðu opinberunina, — fjórða dásemd arverk almattugs guðs, sem nefna mætti vísindi líf efnf^M ÞCSSÍ nýja' lifandi staðreynd, jafn fold og obrotm, sem hinar þrjár fyrgreindu, e þo engu siðri að fegurð og frumleika. ‘Lifeðhsfræðin hefir sýnt oss og sannað, að al er jafnt og iþétt á leið til æðri fullkomnunar. Sí sk.Iur hverg; nærri til hlítar, afstöðu sína til skap arans, er ei£i hefir komið auga á keðju hins eilífi þroska. Segjum, að það hafi tekið mannkynið tí. miljónir ára. að þroskast frá frurristiginu, upp vitsmunaveldi nútíðar kynslóðanna. Slíkt skiftir sjálfu sér minstu máli. Hitt er meira um vert, ai fýrirheitin um framtíðar þroskun mannsandans, er. glæsilegri nú á dögum, en nokkru sinni áður Þroska mannssálarinnar, eru engin takmörk sett Ávinningur hinna siðustu, tiu miljón ára, er meir en tölum tjáir að nefpa. Þó verður hann vafalaus smávægilegur, borið saman /ið alla þá stórsigra sem næstu áramiljónirnar fela í skauti sínu. “Vísindin opinbera oss manninn, sem veru, á ei- lífri för frá einni dýrð til annarar, veru, sem jafnt og þétt er að helga sér andlega líking skapara síns og herra. “Hin efnislegu vísindi, engu síður en þau sál- rænu, vitna um heilaga eilífðarskynjan, eða guð, sem ávalt er óhætt að treysta, hvað sem að höndum ber. Vér getum undir engum kringumstæðum, treyst á tilviljanina, út af fyrir sig. Traustið á guðseðlinu og guði, er það eina, sem aldrei bregst. Vísindin sanna oss, að alt er á leiðinni til frekari þroska, hversu hægfara sem myndbreytingarnar kunna að vera. Þau opinbera oss þá staðreynd, að sál mannsins, er stöðugt að þroskast í áttina til guðs og ódauðleikans.’’ Þegar hér var komið samtalinu, mælti eg á ]æssa leið til Dr. Pupin’s: “Svo þér haldið því afdráttarlaust fram, að alt í tilverunni, fylgi eilífu áframhalds lögmáli, er hvergi geti raskast eða liðast í sundur. Trúið þér því, að dauðinn fái eigi rofið framhaldslíf sálar- innar?” “Til þess að geta svarað þeirri spurningu skil- merkilega,” svaraði Dr. Pupin, verðum við að skygn- ast vitund aftur í tímann, og spyrja annarar spurn- ingar: Hver er megin-Ieyndardómur rafvísindanna nú i dag? Hvar, hvenær og hvernig, varð electron smæddareiningin til? “Gætinn maður svarar spurningunni þannig, að guð hafi skapað þessi electrons, og þess vegna viti hann einn um alla eiginleika þeirra, stund og stað. Þar með er leyndardómurinn ráðinn. Á hinu getum vér sjálfir Iþreifað, ef svo mætti að orði komast. Guð skapaði ómælilegan fjölda af þessum electrons, og gerði þá að þjónum sínum við sköpunarverkið mikla. Og fyrsta endurskinið af starfsaðferð skap- arans var iþað, er vísindin kendu mannkyninu, að taka þessar undur-smáu rafeindir í þjónustu sína. “Þess vegna er það, að þegar vér lýsum upp heimili vor eða sendum símskeyti, þá erum vér að nytfæra oss þessar afarsmáu rafeindir, og tökum þar til fyrirmyndar starfsaðferð almáttugs guðs.” Frh. Landneminn mikli. (Ritað fyrir vestur-íslenzku blöðin og Alþýðublaðið) Með Stephani G. Stephanssyni er í val hniginn einn máttugasti andi þeirra tíma, sem vér lifum á: Hvort útheimurinn muni nokkru sinni fá skygnst inn í þay; veraldir, sem ljóð hans opna hugskots- sjónum íslenzks lesanda, læt eg ósagt, því reynslan hefir þrá-sannað, að hnoss íslenzkrar tungu er lítt miðlanleg erlendum huga? Hvort sem oss tekst nokkru sinni að deila gleði vorri yfir Stephani með öðrum þjóðum, þá hefir hann látið eftir sig eignir, sem nægja mundu til framdráttar miljónuln sálna. Hann hefir arfleitt okkur að stóru ríki, ýmist með hrjóstrugum fjöllum og hrikalegum, eða gróðursælum sléttum og fögrum borgum. Og upp af borgum hans gnæfa 'háir turnar. Yfir þetta mikla land hvelfist. víðúr himinn, fullur af teiknum. Sem sagt, ef ekki tekst erlendum sálum, að nema Iand í þessum víð- áttumikla IjóðheiTni Stephans G. Stephanssonar, þá eigum vér hann, íslendingar. Stephan G. Stephansson er einn þeirra fáu, sem berh gæfu til að vera velgerðamenn heillar þjóðar. Hann er einn þeirra manna, sem hefir gefið þjóð sinni tilveruréttinn, því þrátt fyrir ágæti þau, sem kunna að felast í daungun vélgengisins, þá er þó enn þakkarverðara hitt, sem gert er fyrir mannlegar sálir, enda mat sögunnar menningarlegt á þjóðum, og sú vegin og léttvæg fundin, sem ekki eignaðist snillinga í heimi andans. Það er í mikilúð snillinga sinna, sem þjóðirnar sækja lífskraft og upphefð. Þeir eru hljóðauki fullkomnunarþrárinnar í brjóst- um lýðsins. Þeir bergmála bæn barnsins, heróp æskunnar, stunu hins volaða, og flytja um hæ! auknu hljómmagni, eins og þúsundraddaðan söng, er fyllir loftin, svo að hvert brjóst heyrir þar berg- mál síns eigin andvarps og fagnar því að hafa ekki andvarpað ófyrirsynju, heldur verið heyrt og skilið. Þessir menn lyft úr grasi mensku vorri og smæð. fyrir tilverknað þeirra stækkum vér og máttkumst, því þeir eru fylling á tilveruformi vor sjálfra, það er í þeim, sem raddir vorar krystallast í þfekkum sam- hljómi eða skerandi brothljómum, líf vort vérður fyllra, vitundin dýpri, einstaklingsháttur vor per- sónulegri. Og vér förum að lyfta upp höndunum, sem miklu verðugri verur gagnvart alheiminum. — Það lætur að líkum, að naumast sé frá mér neinn- ar vísindalegrar grannskoðunar að vænta á skáld- skap Stephans, þegar tekið er tillit til þess, að rit- stjórar blaðanna hafa sett mér að eins þrjá daga til stefnu. Það er ekki á mínu valdi í bili, að tala um Stephan nema í nokkrum hástigum lýsingarorða, um leið og eg gef til kynna mín einstaklingsbundu sjón- armið í snöggu yfirliti ritverka hans. Skáldskapur hans er tilvalið rannsóknarefni fyrir fræðimenn og mér er Ijóst, að sú rannsókn hlýtur að heimta ríkan stuðning frá þekkingu á innra og ytra æfiferli skáldsins, senT eg hefi ekki haft tækifæri til að afla mér um heimilda, nema í mjög smáum mæli. Það sem eg á við með hinum innra æfiferli skáldsins, er kynning hans og áhrif frá stefnum og straumum í skáldskap og heimspeki; það sem eg á við með ytra æfiferli hans, er sambúð hans við aðra menn og lífsbarátta hans, en um hana er mér helzt kunnugt, að Stephan G. er uppalinn í íslenzkum afdalakotum norðanlands, sem nú kváð lögst í eyði, og gerist sið- an nýlendumaður í Vesturheimi, brýtur land þrisv- ar sinnum og flytur sig burt úr hverju landnámi í það mund, sem þau fara að gefa uppskeru, flytur í nýjan stað til að höggva skóg og rífa upp grjót. Mynd þessi kynni að vera lítið eitt lituð af ímynd- unarafli mínu, en mér hefir frá bernsku verið tam- ast að líta til Stephans G., sem einhvers furðulegs manntrölls vestur í heimi, sem heggur skóga að deg- inum og rífur upp stórgrýti, en vakir á nóttum, þeg- ar aðrir þreyttir menn sofa, og spilar eins og töfra- maður á öll hljóðfæri veraldarinnar, unz dagur er á lofti. Þá fer hann aftur út á mörkina, heggur upp skóga og rífur upp grjót. Eg hefi ekki gert mér neina skynsamlega hugmynd um, hvernig slíkt megi eiga sér stað og eg býst ekki við að verða svo gam- all og gáfaður, að eg skilji það. Um lesningu Stephans G. eða bókmentalega þekk- ingu veit eg ekkert annað en það, sem fram gengur afljóðum hans. Þrungnin og fyrirferðin í formi hans leiðir hug minn iðulega að ljóðformi brezkra stór- skálda, svo sem Brownings, Tennysons og Shelleys, án þess að eg myndi þó dirfast að halda því fram, að 'hér væri um nokkur bein áhrif að ræða. Eg sé bara, að í ljóðum sínum vitnar hann jöfnum hönd- um í Ritninguna, gríska goðafræði, Rómverjasögu, forngermanskar hetjusagnir, Eddu, íslendingasög- ur, íslenzkar þjóðsögur, Leo Tolstoj, stjórnmála- sögu nútímans, dagblöðin og margt fleira. Víða ’ talar hann af undraverðri, alfræðilegri þekkingu. Heimspekilega virðist hann hafa orðið fyrir sterkri vakningu frá Ingersoll. í stjórnmálum eru skoðan- ir hans, ef ekki runnar undan rifjum Marxismans, þá í fullu samræmi við það hugsjónakerfi. Hann er þannig um hugsjónir svo tímaborinn (up to date) höfundur, sem frekast er unt að hugsa sér. 1 trú- málum er honum sýnilega engin blekking nógu góð. Mitt upp úr hinu ófrjóa kirkjujapli landa sinna hér, gnæfir hann sem skygn og gagnsjáll andi og um- fjallar ýmist í skopi eða skerandi háði öll hin fá- ránlegu trúmálafíflalæti, sem um langt skeið hafa verið annar ljótasti öþrifabletturinn á þessari álfu í augum hins mentaða heims. — Eg þóttist ætla að fara að rekjajsporin þangað, sem Stephani G. kæmu áhrif í Ijóðgerð sinni, en fyr en mig varir er eg kominn að hinu, hvert hann sæki efnin í þau. Líklega er erfitt að komast að vitur- legri niðurstöðu um Stephan G., en þeirri, þótt kát- lega hljómi, að Iþrátt fyrir áhrif þau, sem gæta kunni annars staðar frá, þá hafi hann þó orðið fyrir sterk- ustum áhrifum frá einum, nefnilega Stephani G. Stephanssyni. iHann er fyrst og fremst: hann sjálfur. Ljóðnáttúra hans er svo rík, að það má segja, að hvaða tegund fyrirbrigða hann svo hafi fyrir sér, þá verði honum alt að ljóði. Og ef við viljum virða nánar fyrir okkur hið ljóðbundna lífsviðhorf þessa landnema, þá komumst við ekki hjá því að gera eina alsherjar-athugun, sem gildir um allan ljóðstiga hans: eg á við ábærileik jarðarinnar. Það má svo segja, að jörðin sé baksýn allra sköpunarverka hans, náttúran, sköpunarverk guðs. Á bak við alt, sem hann yrkir, hyllir undir eitthvert landslag, einhvers kon- ar sjóndeildarhring, — fjöll, skóga, eða sléttur; þ?,ð er alt af einhver árstíð, eitthvert veðurlag í ljóðum hans, hann býður okkur sjaldan eða aldrei inn í stof- ur, en hann breiðir undir okkur jörð, sem skelfur af lífi og dauða, og hann breiðir yfir okkur v/íðan him- inn, með mörgum veðrum, fullan af spám og teikn- um. Og hvert sinn sem hann kynnir sig fyrir okkur, þá er það í krafti þe^sarar stoltu eða auðmjúku játningar landnemns: Eg er bóndi, alt mitt á undir sól og regni. Hugur hans er tengdur kjörum náttúrúbarnsins órjúfanlegum böndum og samt er hann himinhátt hafinn yfir hinn jarðbundna, frumræna mann. Öllu heldur má einkenna hann, samkvæmt Ijóðum hans, sem hinn fullkomna son jarðarinnar, löngu vaxinn yfir ótta frummannsins við ókunn öfl, er búi í stokk-' um og steinum og sigra megi með barnalegum töfr- um og trúarlátum. Þvert á móti finnast naumast í Ijóðum hans neinar leifar mannlegs frumstæðis. Reynsla mannsandans cg þekking aldanna er honum í barm lögð, og hann hefir öðlast náð til að afneita dýrð hillinganna, ímyndaðri dýrð hins óverulega, en gleðjast yfir verandi hlutanna, dýrðinni á ásýnd þess, sem er. Svo farast honum orð í lofkvæðinu til Móður jarðar: Því hvað skal mér Eden og englanna hljóð, er óma í laufskógnum vorgolu ljóð? In heilaga hvíld og in himneska ró, / ef hásumarskvöldið í faðm sinn mig dró? Né Síonar fegurð og glæsitorg gylt, er gangbraut um skóginn er haustlaufum fylt? Hann er ekki skáld betra lífs komanda á himn- um, heldur skáld lífs þess, sem vér lifum, með ósk þá æðsta, að létta kjör lifenda þess og fegra sýnir sjáenda þess. Ljóð hans eru öll sálmar til mann- gildisins, lofkvæði til kraftar, vits og þekkingar, níð um lygi, ójöfnuð og harðstjórji. Hatur hans á hin- um þrem síðastgreindu drotnum þessa heims, er án takmarka og kemur bpzt fram í ljóðum hans gegn kirkjunni, er hann virðist skoða sem eitt hið sterk- asta vígi alls óþrifnaðar, sem nöfnum tjáir að nefna. Og sem mótvægi gegn fyrirlitningu hans á misbeit- ingu valdsins, stendur svo hin óþrotlega og alstaðar nálæga samúð hans með og ást hans á mannhrak- . inu. Eins og allur hetjusöngur veraldarinnar, er skáldskapur Stephans í fyrsta lagi ljóðið um upp- reistina gegn okinu. Hann ann mest hinu bundna vaxtarmagni. Hann er bvergi elskari að hinu mannlega, en þegar það birtist fótum troðið og mis- virt. Þar kemur hann enn upp um lhndnemann, landnemann, landnemann, sem fer ástarhöndum, þótt siggnúnar séu, um þær nytjajurtir, sem eiga að gefa manninum arð og auðlegð, en hamförum gegn illgresinu, sem alstaðar vex óboðið, alstaðar iþrífst og alstaðar brýzt til vlda, — landnemann, sem hegg- ur skóga og rífur upp grjót, undirbýr jörðina til vaxtar, sem háður skuli hinni stjórnandi mannönd í ^tað glæfra fámennisvaldsins. Mannfélagið er honum hrjóstrug jörð, sem þarfnist ræktunar og því vill hann hefja rétt hins útskúfaða. Trú hans á manngildi afhraksins er sem sagt alveg bjargföst og óbifanleg sannfæring! (Jón= hrak, Ragnheiður litla, svo eg nefni alkunnustu dæmin). í ljóðum Stephans leitar maður næstum ófyrir- synju að því, sem heimfærst geti undir ástakvæði, en hann er engu síður hið magnaðasta ástríðuskáld. Að eins hafa ástríður hans beinst að.æðri miðum, með þeim hætti, sem sálkðnnunarfræðin (Ipsycho- analysis) nefnir sublimation. Það er eitt til marks um viljalíf mikilmennisins, að honum hefir tekist að gera hvatir sínar hugrænar, beina ástalífi sínu í áttina til mannfélagshugsjónarinnr, víkka sam- vitund sína með öllu lifandi, og eru sálkönnuði Ijóð Stephans talandi vottur ^líkrar ^viljabeitingar. í þessu sambandi er einkar fróðlegt að virða fyrir ser eitt hið kærasta yrkisefni hans, en það er ást hans til vorsins, til umbrota þeirra í náttúrunni, sem eru undanfari byrjandi gróðurs, vorleysinganna. Hann kemst í sjöunda himin þegar hann veit súmarið í vændum, tíma gróðursins, vaxtarins og íturleikans. í hamförum vorsins gefast honum ótal tækifæri til að syngja lofsöngva því lífi, er hann þráir svo heitt að gera sem fylst og auðugast iþeim, sem lifa. — Kannske kemur þó þessi sublimation ástríðna hans hvergi gléggra fram en í hinum jötuneflda kvæða- flokki hans um styrjöldina miklu. — ÞEIR SEM ÞURFA KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Offlce: 6th Floor Bank of Hamílton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK aiimiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiNiiiiiiimiitmiiimiiiimiiniiiiii^ 1 Samlagssölu aðferðin. | Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- = = afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega 5 E laegri verður Btarfrækslukottnaðurinn. En vörugæðin E E Kljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að ? vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem henni = E ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar E E vörusendingar og vörugæði. E Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru E E fyrgreind þrjú meginatriði trygð. - = Manitoba Co-operative Dairies Ltd. = 846 Sherbrooke St. - ; Winnipeg.Manitoba = Fiimmmmimmmmmmmimmmmmmmiimiimmiiiiiiiiiiiiiiiiimmiimmir: Þeir fslendingar, er í hyggju hafa að flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heiman af íslandi eða frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. Enn er þaS, sem einna mest ber j á í öllum ljóðum Stefáns, hinn • rauði þráður þeirra allra, íslend-1 ingurinn. Fortíð skáldsins, baksýn- | in í ljóðum hans, er þúsund ára j löng barátta heillar þjóðar í köldu, | hrjóstrugu landi, undir oki erlendra j eða innlendra kúgara, eða miskunn- i arlausrar náttúru, elds, ísa jarð- | skjálfta og 'annara hallæra,—bar- j y átta hennar fyrir þjóðgildi sinu við grimd og blindni norðurhjarans. Það er þessum böndum sínum við kjör þjóðarinnar í hinu gamla landi, sem hann sýngur svo marga hjart- fólgna söngva, sterka og dapra í senn. Ljóð hans marka feril þjóðar hans í nýju landi, sem hún hefir flutt til i voninni um lángærri sigra og glæsilegri, fjalla um leit hennar eftir handfestu og fótfestu í nýju umhverfi, um endurnýjaða baráttu hennar fyrir endurnýjuðum kröf- um sínum í nýjum héimi. Þannig er Stephan G. imynd hins sterkasta og göfugasta i fari Vestur-fslendings- ins, sem hingað er kominn með þeim ásetningi að sigra erfiðleika og andspyrnu, duga eða drepast. Hann er þúsundær dífsreynsla ís- lensku þjóðarinnar, 'talandi i nýju landi. Hver sem skrælingurinn kann að vera/ þá er hann írnynd kjarnans í vestur-íslenzku hópsál- inni. Og þegar nýrra aldahvarfa getur i sögu framtíðarinnar, þá mun hans minst hvar sem íslenzk tunga er skilin, sem eins þeirra, sem mesta sýndu lífsgnótt og hetju- skap í trú sinni á sigur mannsins, í ást sinni á málstað kotungs, öreiga og úrhraks, hatri sinu á misbeiting valdsins. Manni, sem ekki er þeg- ar brjálaður orðinn af þjóðfélags- lygum er ekki hægt að lesa Stephan G. Stephanson, án þess að verSa uppreistarmaður á öllum sviðum, þar sem andvörp lítilmagnans eru höfð að vettugi. Því er iðulega haldið fram að Stephan G. hafi verið trúlaus maður. í mínum eyrum eru þær fullyrðingar hjal eitt út í bláinn. Hann var nógu mikill maður til þess að trúa á heim þann, sem hann lifði í og helga anda sinn baráttunni fyrir sigri vaxandi vits, mannúðar og fegurðar. Þetta kalla eg mikla trú í ekki betra heimi og vissulega* meiri en margur okkar, sem tíðast sækjum musterin, er fær um að leggja á altari drottins síns. Hann var nógu trúaður til að berjast til hins síðasta gegn mannheimskunni, mannvonskunni og djöfulskap þeim, sem lýsir sér í misþeiting valdsins. Hann gekk ekki af drúnni á hugsjónir sinar með árunum, eins og flesta hendir. Trú hans á mik- inn og máttugan Guð er aldrei ná- lægari en í hinum seinni ljóðum hans,—'Guð uppreistarinnar, sem kallar til endurmats og hafins gildis hið þrælbundna og smáða, hið upp- áviðleitandi og undirbælda i við- leitni mannsins til fyllra lífs.—L Um formseigindi Stephans-ljóða er freisting mikil að rita langt mál og vísindalegt; biður þar stórkost- legt verkefni bæði fagurfræðinga og málfræðinga. En slíkt er ekki áhlaupaverk, sem lokið verði í íhlaupum á tveim—þremur dag- stundum. Myndauðgi hans og skygni á myndræna hluti, hæfileiki hans til að lykja um í senn og sam- skeyta fjarskyldustu hugmyndir ber ótvirætt vitni þess að afburðaheili . sé að verki. Það er stundum gaman að sundurgreina og telja hugmynd- ir ]>ær, sem honum getur tekist að tengja saman í einu visuorði, eg tala nú ekki um einni vísu,—slík er 1 | gnóttin. í einni línu getur hann • opnað manni heima og himna, svo | að maður tapar sjálfum sér í þög- i ulli undrun. Það er eins og ekkert j fyrirbrigði sé svo lítið né stórt að | honum verði ofurefli að lögmáls- I binda það innan takmarka Ijóðsins. | Kraftar hans hafa einatt hlægt mig. j Stundum er eins og kæmi hann með , náttúruna alla í fanginu og legði niöur fyrir fótum manns. Sem dæmi um tröllabraginn á orðbragði hans, þegar sá gállinn er á honum, þessar náttúrulýsingar úr 'Vetrar- morgni í áfangastað (Á ferð og flugi): I bungóttri fjalfellu af bláhvítri mjöll var byrgt niðri völlur og gróf, og hrimþakin trén voru svipleg að sjá sem sálir úr belfrosnum skóg; en módökkur náttkólguhringurinn hár við heiðloftið svellgráa bar, það var eins og himininn héngi við jörð og hefði orðið samfrosta þar. í skýlausa hvelfing var skuggaop blátt svo skímulaust, ginandi hljótt sem loftshliöið opnaðist langt upp í geim að ljósvana gjörauðn og nótt. Norræn tunga á einn sinna sterk- ustu máttviða í Stephani G. Ste- phanssyni. Mun íkjúlaust, að eng- inn einstakur höfundur hafi auðgað tungu vora i svipuðum mæli sem hann. Mentuð- kona, sem skáldinu var gagnkunnug, komst svo að orði um málminni hans, í áheyrn minni fyrir skemestu, að “honum hefði verið ógerningur að gleyma orði, sem hann hefði einu sinni heyrt.” Hefir málminni Stephans ekki að- eins verið með afbrigðum sterkt, heldur ntá svo segja að Islensk tunga hafi lifatS i honum sem einn þáttur pers'ónu hans. Hann er Midas konungur fslenzkra nútiðar- bókmenta. Hvert hugtak verður að gullaldaríslenzku í penna hans. Nánara samlif er ekki hægt að eiga við mál, en ljóð hans bera vott um. Sköpun nýgervinga fellur honum jafn eðlilega og notkun ritaldar- ntálsins eða hins rammþjoðlegasta í ’ tungu vorri. Þekking hans a sma- gervasta ilmgroöri islensks alþyðu- ntáls gegnir stórfurðu, þegar tekið er tillit til þess að skáldið dvelur langvistum í framandi landi. Skemtilegt er og lærdómsríkt að fylgja þroskanum, sem málvitund hans tekur nteð árunum,—íslenska hans verður æ persónulegri, sér- kennilegri, stephanskari', liking hans við samlend stórskáld af íans eigin kynslóð þverrar æ meir, unz sérstaða hans er orðin svo skýrt mörkuð, að hún útilokar að meira eða minna leyti allan samanburð við önnur skáld. Hann hefir umstilt strengi máls- ins, skapað nýjan tónstiga fyrir sig, og í þeim tónstiga er engum öðrum fært að leika. Ýntsir seinni kvæðaflokkarnir, svo sem Björg á Bjargi, Kolbeinslag, Vígslóði og Heimleiðis, hafa fyrir mig alveg sérstakt aðdrattarafl í allri tor- veldni sinni. Margt í þeim flokkum lætur ntér finnast sem þar riti tröll^ í standbjörg. Eormið er viða eins ó- aðgengilegt og á þúsund ára gomlu helgiriti eða skáldsögu eftir Dosto- jevski og lesandanum er eins fyrir brjósti og manni, sem klífur mik- inn bratta. En að lestrinum' lokn- um stendur maður á háum tindi, þaðan sem eygir út yfir öll víðerni heims. Persónuleiki hans hefir sem l

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.