Lögberg - 08.09.1927, Blaðsíða 6

Lögberg - 08.09.1927, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 8. SBPTEMBER 1927. Sil furlax-torfurnar. Eftir REX BEACH. Fraser tálgaði eldspýtu með hníf sínum litla stund, svo hélt hann áfram: “Maður í minni stöðu er ekki fréttafróður, en hann lærir að þekkja kvenfólkið frá öllum hliðum, í öllum þeirra margvíslegu myndum; hugsunarhætti og framkomu. Cherry Ma- lotte er sú ærlegasta stúlka, sem eg hefi nokk- urn tíma þekt, og þó hún fiafi máske hrakist af leið um eitt skeið, þá er eg sannfærður um, að hér eftir verður æfiferil hennar hreinn og heiðarlegur. En slíkt getur enginn, sem ekki á yfir góðum og miklum mannkostum að ráða. Sá maður, sem fær Cherry fyrir konu, stendur ekki einn uppi í baráttunni. En þessi tryppi, þarna fram á skipinu, skeiða máske nógu lag- lega fyrsta sprettinn, en eftir það, er ómögu- legt að segja um, hvert þau kunna að hlaupa.” “Við erum ekki að tala um giftingar,” svar- aði Emerson, stóð upp og fór. Þegar hann var farinn, hélt Fraser áfram eins og að hann hefði ekki veitt burtför hans eftirtekt. “Máske ekki! Fg er ekki sérlega gáfaðúr og við höfum ef til vill verið að tala um veðrið. Samt sem áður, ef að þú vilt ná í stúlkuna með íshjartað, sem eg sá á meðal viltu blómanna, fremur en Cherry Malotte, þá vona eg að þér takist það. Það er aldrei hægt að dæma um smekk manna í þeim efnum. Eg gjörði mitt bezta að koma þér ástað í morgun.” Svo sneri, hann sér að japönskum þjóni, sem þar var, og mælti spekingslega: “Ef þú getur ekki sagt neitt gott um mann, þá varastu að sverta hann,” Wayne Waylands var engan veginn viss um, að Emerson mundi ekki standa við hótun sína um að koma um borð í skipið um kveldið, oe: áleit því betra að vera undir alt búinn. Hann gat ekki hugsað til þess, að í sennu lenti á milli sín og Emersons í viðurvist allra far- þeganna, og ef illa væri með Emerson farið, þá mundi það gera hann að píslarvætti í aúgum þeirra. Hann talaði um þetta við Marsh, sem stakk upp á að farþegarnir skyldu hafa kveld- verð í landi, og að hann skyldi sjá um, að þeim dveldist fram eftir kveldinu. Ef að ekki væru aðrir um borð en Mildred og faðir hennar, fanst Marsh að um hnevksli gæti ekki orðið að ræða, þó að Emeron yrði nógu heimskur til þess að koma til viðtals við þau. “Og til þess að gera þetta alt trvggara, þá skal eg gefa skipun um að sigla með flóði í kveld Emeron er hættulegut, og því fyr sem Mildred kemst í burtu frá honum, því betra- Þú skalt koma með okkur, drehamr minn.” En þegar Wayne Wavalnds sagði dóttur sinni frá ákvörðun sinni, snerist hún illa við þessu. “Hví varstu að opinbera trúlofun mína og Marsh?” spurði hún reið. “Allir á skipinn eru að tala um það. Hvaða rétt hafðir þú til þess að gjöra það?” “Það var þér sjálfri fvrir beztu,” svaraði faðir hennar. “Þessi mann hundur, Emerson, hefir blekt þig og mig nógu lengi. Það verður að binda enda á það.” “En mér þykir ekki minstu vitund vænt nm Marsh!” svaraði Mildred æst. “Þú glevmir, að eg er komin til lögaldurs.” “Heimska ! Marsh er bezti drengur og hann elskar þig og þar að auki er hann sá hag- sýnasti starfsmálamaður, sem eg hefi nokkum tíma þekt. Ef að það væri ekki fyrir þessi heimskulegu barnalæti, þá mundi þér lærast að láta þér þykja vænt um hann. Eg er hæst ánægð- ur með hann, og eg hefi ráðið þetta við mig, svo ekki er neitt meira um það að fást.” “Ætlarðu að neyða mig til að giftast hon- um?” Waylands sá að það var ekki hættulaust að halda lengra áfram, svo hann svaraði: “Langt í frá. Þú skalt taka þér eins lang- an tíma til að hugsa um þetta og þú vilt, og eg efast ekkert um, hver niðurstaðan verður. Þessi uppskafningur, sem þú varst trúlofuð, bauð mér byrginn, og tók málstað þessarar kvensniftar.” Svo sagði hann Mildred frá samtali sínu við Emerson og lauk því á þessa leið: “Eg hefi vakað yfir þér síðab þú fædd- ist og ekki neitað þér um neitt, sem peningar gátu veitt. Eg hefi safnað meiri peningum, en nokkur annar maður í Vesturheimi, handa þér. Eg hefi vemdað þig frá öllum illum og óhrein- um áhrifum — og að hugsa sér að annars eins maður skyldi dirfast—“ Mr. Waylands var orðinn svo reiður, að hann kom ekki orði upp. “Það er eitt, sem eg get ekki liðið í fari konu eða karlmanns — sjálfur hefi eg nákvæmlega gætt siðferðisreglanna í lífi mínu, og eg krefst þess, að sonur minn gjöri hið sama.” “Sagðirðu, að Boyd hefði hótað að koma mn borð í kveld?” spurði Mildred. “ Já. En eg sór og sárt við lagði, að hann skyldi ekki gera það.” “0g samt ítrekaði hann hótun sína?” Ein- kennilegur glampi blikaði í augum Mildred og bros lék um varir hennar. “Hann gerði það, grobbarinn! En það væri betra fyrir hann að reyna það ekki.” “Hann kemur þá,” sagði Mildred. Það var farið að skyggja, þegar Marsh kom um borð um kvöldið. Waylands og Mildred sátu uppi á þilfarinu og nutu kveldkyrðarinn- ar og sólarlagsins dásamlega. Marsh skýrði þeim frá, að hann hefði yfirgefið gestina með þeirra samþykki, til þess að geta verið þar sem 1 hugur sinn ávalt dveldi, og settist á stól við hliðina á Mildred, ánægður yfir því, að enginn var til þess að varna honum þeirrar ánægju. En sannleikurinn var nú samt sá, að hann hafði yfirgefið gesti sína og farið um borð í The Grand Dame, af ótta við Emerson. Hann var enn ekki viss um vald sitt yfir Mildred, og gat ekki orðið það, fýr en The Grand Dame væri komin úr augsýn frá Kjalvík. En þrátt fyrir þann ótta, var hann ánægðari, en hann hafði nokkurn tíma áður verið. Ef að honum hafði ekki tekist að eyðileggja fyrirtæki Emersons, þá var hann nú samt nokkurn veginn ánægður með það, sem orðið var. Hann hafði komife vandanum af höndum sér, á herðar annars sterkari og hann hafði náð í stúlkuna, sem hann vildi fá. Hann hafði enn fremur áunnið sér traust og álit Waylands, sem var áhrifa- mestur allra manna í vesturfylkjunum. Það stóð nú ekkert lengur í vegi fyrir honum að ná takmarki;,því, sem hann hafði sett sér. Það jafnvel jók á ánægju hans, að sjá skipverja glaða og ánægða raða sér við öldustokkinn skamt frá þeim, og hann enda óskaði í huga sér að Emerson vildi nú koma og reyna að komast upp á skipið, svo að hann gæti horft upp á ó- farir hans. Hann var hinn kátasti og ánægð- asti. En hann naut ánægjunnar skamma hríð, því eftir stutta stund kom einn af embættismönn- um skipsins til þeirra og tilkynti Mr. Way- lands, að það væri kominn kvenmaður, sem vildi tala við hann. “Kvenjnaður?” spurði Waylands hissa. “Já, herra minn. Hún kom rétt áðan á litlum báti með nokkra Indíána með sér, og eg hamlaði henni frá að fara upp á skipið. En hún segist verða að sjá þig tafarlaust.” “Ó, þessi kvensnipt aftur,” sagði Mr. Way- lajids og nísti tönnum. “Segðu henni að hafa sig í burtu. Eg vil hvorki heyra hana né sjá.” “Svo skal gert, herra minn,” svaraði þjónn- inn og sneri sér við til að framkvæma skipun húsbónda síns. En Mildred stöðvaði hann og mælti: “Hinkraðu lítið eitt. — Hví viltu ekki tala við konuna, faðir minn?” “Þá skepnu? Eg hefi ekkert við hana a? tala. ” “Það er satt,” mælti Marsh og leit til Way- lands. “Hún ætlar að leggja einhverja snöru fyrir þig.” “Það er máske eitthvað áríðandi, sem hún ætlar að segja við þig,” svaraði Mildred- “Nei.” Mildred beygði sig áfram, kallaði til em- bætismanns skipsins og sagði: “Láttu hana komaj eg skal tala við hana.” “Mildred, þú mátt ekki tala við þennan kvenmann!” hrópaði faðir hennar. “Það er mjög óviðeigandi,” mælti Marsh á- hyggjufullur. “Hún er ekki persóna, sem—” Ungfrú Waylands leit til hans með nístandi augnaráði, benti manninum með hendinni og hallaði sér aftur í stólinn. “Eg hefi talað við hana og get fullvissað ykkur um, að hún er ekkert hættuleg.” “Gerðu það, sem þér sýnist,” svaraði Way- lands þurlega. “En það getur ekki hjá því farið, að það verði til einhverrar óánægju. Hún kemur máske með skilaboð frá þessum manni.” Willis Marsh hreyfði sig órólega í stólnum. Hann horfði á skipverja, sem stóðu saman í hóp á þilfaTÍnu> og það var eins og hann væri allur á nálum. Höndurnar voru kreptar og lágu á stólbríkum, en fætuma hafði hann dreg- ið inn undir stólinn. Alt í einu spratt hann á fætur og stikaði út að öldustokknum. Upp á þilfarið var Cherry Malotte, komin og með henni kynblendingur og Indíána stúlka, sem hafði sveipað sjali um herðar sér. Hún var grönn og feimnisleg og þorði naumast að hreyfa sig, en Indíáninn var beinn, karlmann- legur 'og höfði hærri en allir aðrir, er þar voru, og hélt á barni á handleggnum . Þau Mildred og faðir hennar sáu, að Marsh var að tala við kvenfólkið, en heyrðu ekki hvað hann var að segja. Indíánastúlkan dró sig til baka og sagði eitthvað og benti á Cherry. Marsh var fölur í andliti • og hristi hnefann framan í Cherry, rétt eins og að hann ætlaði að berja hana, en Constantine gekk á milli þeirra og íeit mjög illilega til Marsh. Marsh dró sig nokkur skref til baka og lét dæluna ganga. Svo heyrðu þau að Cherry sagði: “Það er of seint nú, Mr. Marsh, þú mátt eins vel koma fram í dagsljósið.” Cherry gekk þangað, sem þau Mildred og faðir hennar sátu og fylgdi Indíánastúlkan henni fast eftir. Indíáninn og Marsh fylgdu með. Hann reyndi að stöðva kynblendinginn, ogí þögninni, sem alt í einu féll yfir þau, heyrðu þau Marsh hvísla einhverju að þeim. “Hvað á alt þetta að þýða?” spurði Way- lands byrstur. “Eg frétti að þú værir í þann veginn að fara héðan, og kom að sjá þig áður en—” Marsh greip fram í ákafur: “Hún er stór- hættuleg og er kobiin til þess að hræða út pen- inga. ’ ’ “Hræða út peninga,” hrópaði Waylands. “Eg átti von á því.” “Það er hennar aðferð. Hún er eftir pen- ingum,” mælti Marsh. Cherry ypti öxlum og brosti, svo að sá í hvítar tennurnar. “Mr. Marsh er nokkuð bráðlátur- Þið skul- uð fá að dæma um, hvað satt er í því sem hann segir. ” Marsli byrjaði að t&la, en Mildred, sem ekki hafði tekið augun af horium, tók fram í: “Hver sendi þig hingað?” “Enginn. Ef að Mr. Marsh vill þegja of- urlitla stund, þá skal eg gera grein fyrir er- indi mínu. ” “Hlustið þið ekki á hana—” Cherry sneri sér að Marsh og mælti: “Þú verður nú að hlusta á mál mitt, svo þú mátt eins vel þegja.” Marsh þagnaði. “Við fréttum, að Mr. Marsh ætlaði að fara með ykkur, svo eg kom til þess að krefja hann um meðgjöf með barninu hans á meðan hann er í burtu.” “Barninu hans?” Wajme Waylands sneri sér að tilvonandi tengdasyni sínum með undr- unarsvip og mælti: “Wiílis, segðu að þetta sé lýgi.” “Það er helber lýgi,” sagði Marsh, en svar hans var hreimlaust. Cherry sneri sér að Mildred og mælti: “Eg hefi haft ofan af fyrir barninu og móður þess í heiltxár,” og um leið og hún nefndi barnið, benti hún með fingrinum á drenghnokkann, sem Constantine hélt á. “Það er alt, sem eg kæri mig um að gera. Þegar þið komuð, }>á fékk Marsh Chakawana til þess að fara með barnið uup með á og vera þar í fiskibúðunum þangað til að þið væruð farin. En Constantine bróðir hennar frétti, að Marsh ætlaði að giftast þér, og að hann ætlaði að fara í burtu í nótt, fór og sótti systur sína í þeirri von, að Marsh mundi láta sér farast drengilega við hana. Þú skilur, að hann lofaðist til að giftast Chaka\yana, löngu áður en hann kyntist þér-” Reiðin brann í augunum á Mildred, er hún veitti svipnum á andliti Cherry’s eftirtekt, og heiftin blossaði í huga hennar út af því, að vera á þenna hátt auðmýkt af konu, sem hún sjálf hafði fyrirlitið. Með hvössu augnaráði sneri hún sér að föður sínum og mælti: “Þú varst nógu fljótur á þér að tilkynna trúlofun mína. Nú geturðu tðkið }>á tilkynningu til baka jafn- harðan. ” “Guð minn góður! Hvílíkt hneyksli, ef þetta er satt!” sagði Wayne Waylands og þurk- aði með vasaklút sínum svitadropana er stóðu á andlitinu á honum. “Það orAreiðanlega satt,” mælti Cherrv. Það varð stundarþögn og drenghnokkinn reif sig úr fanginu á Constantine og stóð við hliðina á móður sinni til þess að geta betur séð ókunnuga fólkið. Hann var óhreinn í andliti og fötin, sem búin voru til að sið Indíána, voru Snjáð og ekki sem hreinust, en hann sór sig að því er hörundslit snerti, frekar í ætt hvítra manna en Aleuta, og engum, sem sá framan í hann, gat dulist faðernið. Skipverjar höfðu allir safnast saman nálægt aðkomufólkinu og veittu því ei eftirtekt, að maður á bát rendi að skipshliðinni, batt bát sinn og gekk upp stigann upp á þilfarið. 1 fyrsta sinni á æfinni varð Wayne Way- lands orðfall. Willis Marsh stóð vandræðaleg- ur ogsvitinn rann ofan andlitið á honum. Hann áttaði sig ekki enn á því, hversu vonir hans voru gjörsamlega hrundnar til rústa, en beið óþolin- móðlega eftir einhverri bendingu frá Mildred. Bendingin kom að síðustu í tilliti, sem nísti hann og rak hann til að leitast við að hreinsa sig. “Trúið hepni ekki. Hún lýgur til þess að hlífa ástmög sínum.” Hann benti á Chaka- wana. “Þessi stúlka er móðir drengsins, en Boyd Emerson er faðir hans-” “Boyd Emerson kom ekki til Kjalvíkur fyr en í síðastliðnum desembermánuði,” svaraði Cherry. “En barnið er þriggja ára.” “Mér heyrist að verið sé að tala um mig,” var sagt á bak við þau, og Emerson ruddi sér veg í gegnum mannþyrpinguna og staðnæmd- ist við hliðina á Marsh. “Hvað er hér á ferð- inni?” Mildred Waylands bar höndina upp að brjósti sér, stundi við og mælti svo lágt, að varla heyrðist: “Eg vissi að hann mundi koma.” Constantine, sem alt af hafði þagað, tók nú til máls og taalði beint til Mildred: “Marsh á þetta barn. Hann sagðist ætla að giftast Chakawana, en hann lýgur, hann ætlar að gift- ast þér. Þú ert rík.” Hann sneri sér svo að Marsh: “Hví laugstu?” Hann beygði sig á- fram og svipurinn á andliti hans var ægilegur. “Eg sagði þér fyrir löngu, að eg dræpi þig, ef þú ekki giftist systur minni.” “Nú skil eg,” mælti Emerson. “Það varst þú, sem veittir honum áverkann í niðursuðu- verksmiðjunni. ’ ’ “ Já, Chakawana sagði honum hvað prest- urinn segir um stúlkur, sem ekki giftast. — Systir mín segir hún fari til helvítis sjálf, og kæri sig ekki. En það er ekki rétt að litla barn- ið fari líka í helvíti.” “Hvað meinarðu með því?” spurði Mr. Waylands. “Faðir segir, að ef hvítir menn taka Indí- ána stúlku og ekki giftist henni, þá fari hún í helvíti í þúsund ár- . Hún sjái aldrei Jesú hús. Það er slæmt!” Constantine hristi höfuðið al- varlegur. “Chakawana er góð stúlka og fer í kirkju. Eg gef prestinum peninga alt af. En hann segir, að það dugi ekki—hún verði að giftast, eða brenna alt af og barnið. Það ger- ir hana hrædda, því litla barnið hefir ekkert gert til að brenna þannig. , Mr. Marsh segir það alt lygi, og hann kærir sig ekki, þó litla bamið fari í helvíti. Þið heyrið það. Honum er sfima um lítil börn.” Áugu Constantineá flutu í tárum, eftir að hann með erfiðismunum hafði skýrt trúaratriði sín, og hann hélt áfram með meiri ákafa: “Chakawana er ósköp hrædd við vonda staðinn og hún biður Marsh énn að giftast sér, en hann ber hana. Þá reyndi eg að drepa hann. Máske, ef Mr. Emerson hefði ekki komið of fljótt—máske Mr- Marsh hefði farið til lielvítis sjálfur.” Wayne Waylands sneri sér að Marsli og mælti: “Hví segirðu ekki eitthvað?” “Eg sagði ykkur, að eg ætti ekki krakkann”, hreytti Marsh úr sér. “Ef Emerson á hann ekki, þá á Cherry Malotte hann. Þau eru^eftir peningum, en eg læt ekki flá mig.’ “Ætlar þú að giftast systur minni?” spurði Constantine- “Nei!” mælti Marsh. “Þið getið farið til helvítis fyrir mér og tekið barnið með ykkur.” Áður en nokkurn varði sté kynblendingur- inn fram nokkur skref. Þeir sem næstir voru sáu eitthvað blika í hendinni á honum. Emer- son hljóp í veg fyrir hann og þeir duttu þrír á þilfarið og veltust þar um svo stólar og borð hrukku fyrir. Mildred hljóðaði upp yfir sig. Skipverjar brugðu við og stjökuðu henni frá, svo hún sá ekki það sem fram fór. Hin fyrirvaralausa atlaga og heiftin, sem brann í brjósti Constantines, hafði gjört hana hrædda, svo hún flúði til föður síns og reyndi að fela andlit sitt við brjóst hans. En það var eins og hún ga:ti ekki haft augun af viðureigninni. Hún heyrði Boyd Emerson kalla til skipverja: “h''arið þið úr vegi!” Svo sá hún að Indí- áninn hélt lionum í örmum sér. Þeir voru nú * staðnir á fætur og bárust fram og aftur, unz þeir ráku sig á farrýmisglugga, svo að brast í og brakaði. Hnífinn, sem kynblendingurinn hafði í hendinni, srieri Emerson af honum, svo hann hrökk út í sjó. Cherry Malotte liljóp til að tala við kynblendinginn og hætti hann þá öllum umbrotum. Wayne Waylands losaði dóttur sína úr örmum sér og tróð sér fram á milli skipverja og kraup k kné við hliðina á manninum, sem hann hafði valið sér fyrir tengdason. Emer- son gjörði hið sama, svo >stóð liann á fætur og spurði: “Er'læknir hér á meðal ykkar?” “Doktor Berry! Sendið eftir Borrv! Hánn er farinn í land,” svaraði Wayne Waylands. “Farið einhverjir og sækið Dr. Berry strax,” mælti Emerson. Þegar skipverjar viku sér frá, bar sýn fyr- ir augu Mildred, sem kom lienni til þess að lygna augnnum aftur og henni fanst það mundi ætla að vfirbuga sig- Hún flúði því í burtu og inn í farrýmið. Fáum mínútum síðar fann Emerson hana í yfirliði á gólfinu við stigann og franska þjónustustúlku, sem ekkert vissi hvað hún aðhafðist af fátinu, sem á henni var. 27. KAPITULI. Boyd Emerson sat nærri heilan klukkutíma á þilfarinu á The Grand Dame og beið eftir Mildred. Þar var enginn nú, sem amaðist við honurn, því farþegarnir, sem komið höfðu með Dr. Berry um borð, forðuðust hann, og skip- verjar gerðu enga tilraun til að framkvæma skipanir þær, sem þeim voru gefnar fyr um kveldið. Hann gat því jafnað sig í næði eftir breytingarnar óvæntu. Um sálu hans léku and- stæðir straumar. Það fékk ekki eins mikið á hann, þó Marsli hefði hrapað úr tign sinni og veldi og ný útsýn brosti við honum í sambandi við hans eigin fyrirtæki, eins og breytingin, sem liann var að verða var við hjá sjálfum sér. Hann hafði komið um borð í hálfgerðum hefnd- armóði — til þess, að Standa við hótanir sínar og til þoss að fá að vita vissu sína um afstöðu Mildredar til sín, og nú, þegar hann var þarna kominn og öllum torfærum var úr vegi rutt, þá fór hann að athuga sjálfan sig og tilfinningar sínar. Honum fanst, að í staðinn fyrir að bréf Mildredar vekti hjá sér vonbrigði, þá fylti um- liugsunin um það liann einhverri óljósri á- nægju. , Ilonum fanst eins og að einliver höft eða fjötrar liefðu slitnað af sér, og vakti sú tilfinning kvíðakendan óróa í huga hans. Var það af því, að hann væri orðinn þreyttur á öllu stríðinu, sem hann hafði orðið að ganga í gegn um fyrir Mildred? Var það honum hugarfró, að vera nú laus allra mála, eftir þriggja ára uppihaldslaust stríð? Eða var það af því, að hann sá hana og sjálfan sig í nýju ljósi, við bjarta náttúru hinna norðlægu héraða? Hann gat ekki gert sér grein fyrir því. Mð var áliðið kvelds, þegar Mildred kom til hans á þilfarinu þar sem hann var að ganga f.ram og aftur með vindil í munninum. “Hvar er þetta fólk?” spurði hún. “Það fór í land. Marsh kærði sig ekki um að halda neinni kæru fram gegn kynblendingn- um-” “Mér er sagt, að hann sé ekki hættulega særður eftir alt.” “Það er satt, en það skall hurð nærri hæl- um fyrir honum.” Það fór hrollur um Mildred. “Það er hræðilegt!” “Mér kom ekki til hugar, að Clmstantine mundi gjöra þetta, en það ber meira á Rúss- anum í honum heldur en Aleut einkennunum og þau eru bæði algerlega á valdi prestsins. Þau eru bæði mjög trúhneigð og hugmynd þeirra um dóm og dómsdag átakanleg.” “Hefirðu hitt föður minn?” “Við höfurn talast Ýið lítið eitt.” “Esuð þið sáttir?” “Nei. En eg held að hann sé farinn að skilja hlutina betur, að minsta kosti að því er Marsh snertir. Svo lagar tíminn hitt. ” “Þetta er ljóta ástandið! Hví léztu föður minn opinbera triilofun mína, og þessa manns ? ’ Emcrson horfði á hana steinbissa. “Eg? Fyrirgefðu mér, en hvernig gat eg gert að því?” “Þú hefðir getað haldið, þér frá að deila við föður minn. Mér finst þú vera mjög hugs- unarlítill í minn garð.” Boyd horfði á eldinn í vindli sínum og á andliti hans var dálítill kímnisblær. “Þessi kvenmaður áetti sig jafnvel út til að auðmýkja mig á grimmasta þtát,” hélt Mildred áfram. “Mér virðist, að hún hafi gert þér stóran gfeiða. Eg efast ekki um, að hún tók sér það eins'nærri og þú-” i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.