Lögberg - 22.09.1927, Qupperneq 6
Bla. «
LOGTTERG, FIMTUDAGINN
22. SEPTEMBER 1927.
Dóttir sjávarins.
Eftir
JOHANE SCHÖRRING.
Sagan er í þrem þáttum: 1. Filia Maris.
2. Berg læknir. 3. Melania Verent.
1. ÞAT^UR.
Filia Maris.
Gamla klukkan, sem stóð á háu kommóðunni,
sló sjö. Síðustu höggin sló hún seint og þreytu-
lega; svo varð kyrð.
Hið dauðveika hjarta, som slegið hafði í
gamla brjóstinu á rúminu, sló líka þreytuleg*a.
% Þegar hinn síðasti hljómur frá klukkunni
var ekki lengur heyranlegur, hafði hjartað líka
hætt að slá.
Fölvi dauðans breiddist yfir hina gömlu,
göfugu andlitsdrætti, og gerði þá svo harða
með kuldanum, sem breytir lögun og lit lífsins
á þann hátt, að það verður hinum lifandi manni
óskiljanlegt, já, svo vonlaust. — Hverjum
manni er það mögulegt, við þenna síðasta skiln-
að, að þegar lífið þagnar og flýgur á brott, að
tileitfka sér þá huggun, sem talar um endur-
fundi í öðru lífi?
Unga persónan, sem stóð við rúmið og horft
hafði örvilnuð á burtför lífsins, gat það ekki.
Þegar síðasti andardrátturinn hætti, fleygði
unga stúlkan sér ofan á lík gamla föðursins og
kveinaði:
“ó, það er búið! — Hann andar ekki! — Eg
fæ ekki, aldrei oftar að heyra hann tala.”
“Komdu nú, góða barnið mitt, og láttu hann
njóta kyrðarinnar, ” sagði gamlá ráðskonan
grátandi með móðurlegri alúð, og reyndi að fá
ungu stúlkuna til að koma með sér.
Loksins fékk hún hana til að standa upp.
“Svona, svona!” sagði gamla konan hugg-
andi, tók ungu stúlkuna í faðm sinn og þurkaði
tárin af kinnum hennar. “Þakkaðu guði fyrir
að hann er genginn til hvíldar án þess að þjást
meira, og þakteaðu guði fyrir, að hann hefir
verið þér svo góður faðir. Þú færð að sjá
hannn aftur, það veizt þú eflaust. Vertu nú
þolinmóð! Þú truflar svefn hans! Áður en
hann kólnar, er réttast fyrir þig að kveðja
hanní, komdu svo inn og legðu þig út af.”
Unga stúlkan kveinaði örvilnandi:
“Góða barnið mitt, þannig mátt þú ekki
trufla frið hinna dánu,” sagði gamla konan og
leiddi hana út.
Litlu síðar kom gamla konan aftur inn, og
lagði léreftsblæju ofan á líkið og huldi það.
Svo spenti hún greipar og flutti bæn hrygg í
huga.
Nú hafði hann loks fengið hvíld frá amstri
og hávaða þessa lífs, að henni fanst.
Hún leit í kringum sig í stofunni — hendi
hans gat nú aldrei framar snert við neinu hér.
“Hvað er nú annars alt þetta? Ekkert get-
ur hann farið með. Eins og maður kemur, fer
maður burt,” sagði hún grátandi, hún hafði,
verið á heimili hans í þrjátíu og tvö ár. “Nú
þarfnast hann einskis framar, að eins skyrtu
og léreftsblæju, annað getum við ekki gefið
honum. Alla sína æfir hann gefið öðrum svo
margt og mikið.”
Svo þurkaði hún tárin af augunum og lok-
aði dyrunum með varkárni.
Daginn eftir j jarðarförina, var • e'ftirfylgj-
andi erfðaskrá, skrifuð á sama árinu og hinn
framliðni dó, lesin upp í nærveru utfgu stúlk-
unnar og hinna nauðsynlegu vitna, af sýslu-
manninum:
“Það eru nú bráðum liðin átján ár, síðan
eg sat um vetrarnótt við sjúkrabeð hinnar
framliðnu konu minnar hér í Árdals prestssetri,
hinn 21. nóvember 1(853, og hlustaði á brimdrun-
ur ^jávarins á milli stormöskursins. Við og
við heyrði eg bergmálið af neyðarskoti berast
inn til okkar. Öðru hvoru kom einn af kjark-
góðu fiskimönnunum frá nálægu sjávarströnd-
inni að glugganum mínum, til að segj mér hvað
við bar, sækja eitthvað eða hressa sig. Eg var
annars alt af vanur að vera á ferðinni, að minsta
kosti til og frá, þegar einhver var staddur í
sjávarháska, eða við það líða skipbrot; þar var
alt af nóg að gera fyrir prest,' og eg veit, að
sóknarbörnin mín bera mér um það vitní, að eg
var með þeim eins lengi og gerði það gagn, sem
eg gat.
En þessa nótt var brjóstveika konan mín
svo þjáð, og kallaði á mig aðra hvora mínútu
svo kvíðandi og óróleg, að eg áleit mig ekki
mega yfirgefa hana.
“Heyrir þú hvernig þeir kveina í bylgjun-
um? Ó, hvers vegna þurfa þeir að eiga í slíku
dauðastríði í þessu voðaveðri?” kveinaði hún
og nuggaði saman höndunum.
Eg huggaði hana eins vel og eg gat, en vissi
ofurvel, að hin skcrptu skilningarvit hennar
í)f kyrðinni og hitaveikinni, mundu ekki gabba
hana.
Ásigkomulagið var voðalegt úti á sjónum.
Engu mannlegu auga á þessari jörð var
mögulegt að sjá hvað þar fór fram, það var
skrásett annars staðar.
Þegar undir morguninn leið, sofnaði þreytta
konan mín lausum svefni. Eg gekk inn í lestr-
arstofuna mína og ætlaði að halla mér út af á
legubekkinn litla stund.
Eg var naumast búinn að leggja höfuðið á
koddann, þegar eg heyrði fiskimennina klappa
á rúðuna.
Eg þaut á fætur.
Fyrir utan stóðu sex menn, þreytulegir,
þjakaðir, holdvotir fiskimenn, allir úr Ásdals-
bænijm, með kvenmann og nýfætt barn, sem þeir
héldú á, þær einu mannlegu verur, sem þrí-
mastrað skip frá Miðjarðarhafinu hafði skilað
á land, að því er menn héldu.
Oft hefi eg fundið til þess, að starfslaun
þessara djörfu fiskimanna yrðu mikil síðar-
meir, en aldrei þó eins glögt og á þessu augna-
bliki, þegar heilt haf af eldlegum áhuga, þakk-
læti og ást streymdi inn í-huga minn. Maður
verður að hafa séð þá sjálfur, til þess að geta
gert sér grein fyrir, hvað trygð og djörfutfg
geta framkvæmt í þessu lífi, og eg skil þessum
tryggu vinum mínum þann arf eftir, að hinn
gamli prestur þeirra skal bera þeim eins gott
vitni frammi fyrir guði, eins og honum er
mögulegt.
Með hinni innilegustu hluttekningu og
umhyggju var tekið á móti þessum vesalingum
af ráðskonu minni, vinnufólki mínu og mér.
Fyrst voru þær og mennirnir látin ganga til
hvíldar, að því búnu gengum við á milli þeirra,
opnuðum varir þeirra og heltum ofurlitlu af
hressandi víni og hlýjum matartegundum inn
á milli þeirra; þeir voru svo þreyttir og magn-
þrota, að þeir gátu naumast rent niður því, sem
við gáfum þeim.
Konan, sem bjargað var, var mjög fögur og
sjáanlega frá suðurlöndum; hún var látin í mitt
eigið rúm; en engin hjúkrun gat flutt lit lífs-
ins aftur fram í fölu kinnarnar hennar.
Um leið og við lögðum hana á rúmið, opnaði
hún augun að eins einu sinni, en hún gat ekk-
ert séð. Við héldum grátandi b£)rninu, sem
við álitum að hún ætti, fast að henni, og sumum
okkar heyrðist hún hvísla: María. En hvað
þýddi það?
Kallaði hún á jómfrú Maríu, eða hét barnið
María? Það var enginn, sem gat svarað þess-
ari spurningu.
Þegar læknirinn kom loksins, sagði hann,
að barnið mundi geta lifað með góðri hjúkrun;
en maður mætti auðvitað vera við öllu búinn,
þar eð enginn gæti vitað hvað fyrir kynni að
koma, eftir svo voðalegan viðburð.
Þegar fiskimennirnir björguðu ungu kon-
unni, var hún bundin ofan á lítinn fleka, sem
barst af bylgju á bylgju, en baminu hélt hún á
lofti uppi yfir sér, og voru handleggir hennar
stirðnaðir af áreynslunni.
Enginn gat skilið í því, að þamið skyldi
geta lifað.
Fiskimennirnir grétu hátt mörgum árum
seinna, þegar þeir töluðu um þetta skipbrot, og
þeim fanst öllum, að þeir ættu dálítinn hluta í
þeirri litlu.
Eg hafði aldrei átt lítið bam, og að eg vildi
halda þessu sem eign minni, var eg í engum
efa um.
Eg sat og horfði á þetta litla, veikbygða
bam, og kallaði hana í huga mínum: Dóttur
sjávarins.
Löngu fyrjr hádegi sváfu allir fiskimenn-
irnir rólegum og hressandi svefni. Unga kon-
an svaf líka sínum langa, síðasta svefni; en í
hagkvæmlega tilbúnu rúmi á legubekknum, lá
litla stúlkan með opin, stór augu, sjúgandi einn
af fingrum sínum og virtist líða mjög vel.
Eg tók bamið í faðm minn og bar það inn í
rúm konu minnar.
Fyrst varð eg hræddur við að eg hefði
deytt hana, svo bylt varð henni við, þó eg væri
áður búinn að segja henni frá viðburðum næt-
urinnar.
“Ó, eg vildi, að eg fengi nú að lifa, eg vildi
að eg fengi nú að lifa!” sagði hún og þrýsti
litla barninu að brjósti sínu, með innileg á-
næg.jutár, er hrundu ofan eftir kinnum hennar.
Engir foreldrar hafa verið glaðari yfir
,barni sínu, heldur en við tvö vorum yfir þess-
ari litlu persónu, sem bylgjur sjávarins fluttu
inn í heimili okkar.
Þetta sama kvöld skírði eg hana í faðmi
konu minnar. Allir hinir ágætu björgunarmenn
hennar, voru skírnarvottar, og ein af konum
þeirra, sem mist hafði barn sitt, varð einnig
fóstra mennar.
Tár stóðu í augum allra þeirra, þegar eg
skírði hana: “María, Filia Maris, Sidonius.”
Fyrsta nafnið var eins konar hollustueið-
ur til endurminningar um hina framliðnu móð-
ur hennar og hugsanlegu ætt. Hin tvö nöfnin,
Filia Maris, þ. e.: Dóttir sjávarins, var merki
konu minnar og mitt á henni. Hún var alt af
nefnd Filia eða Maris eða hvorttveggja af
okkur. '
Tveim árum síðar dó kona mín. Hin síð-
ustu orð hennar á dauðastundinni voru bæn til
guðs, að hann vildi varðveita hennar litlu, dýr-
mætu dóttur, og von um, að við mundum minn-
ast á hana við barnið, svo að það gleymdi sér
ekki í þessu stutta, jarðneska lífi.
Hún hefir verið sólin á heimili mínu, þessi
ástríka, fjöruga og námfúsa litla stúlka.
Þegar konan mín dó, varð stúlkan ef mögulegt
er, enn þá hugfangnari af mér, og eftir því sem
árin liðu, og allar okkar óteljandi eftirspurnir
um ætt hennar og heimili irrðu árangurslausar,
varð hún mér enn nákomnari.
« Guð hefir ekki viljað ama mér með því, að
taka hana frá mér. Eftir því sem ætla má, eru
foreldrar hennar dánir; en umhyggju og ást
hefir hana ekki skort.
Þegar hún var fimtán ára, fermdi eg hana
í Ásdalskirkju.
Kvenkennarinn hennar fór burt, og þessi
síðustu ár hefi eg kent henni gömul og ný
tungumál.
Hún hefir fylgt mér til heimilis fiskimann-
anna, verið með mér á veiðum eftir sjávarfugl-
um, kapprætt um Horats, flutt tölur um Anak-
reon; já, yfirleitt lifað því lífi, sem sumar ung-
ar tízkumeyjar mundu brosa að,
Samt sem áður hikaði eg ekki við, að kynna
hana hverri stétt mannfélagsins sem vera
skyldi, hve siðprúð sem framkoma hennar
væri, hún getur alt af átt það víst, að vera virt
mikils, ekki eingöngu sökum hennar ytri yfir-
burða, en miklu fremur fyrir sálargöfjp henn-
ar og hæfileika.
Eg hefi varast að hrósa henni með orðum,
þess vegna skil eg henni það eftir sem arf, er
eg veit að hún metur mikils að eiga frá sínum
gamla föður.
Fyrir fáum árum síðan sgði eg henni með
varkárni frá komu hennar til mín. Svar henn-
ar veitti mér þá ánægjulegu sannfæringu, að
hún vildi ekki láta telja sig til annarar ættar
en minnar, né til annars lands en þess, þar sem
hún er uppalin.
Hún hefir heldur ekkert annað til að gera
grein fyrir sér með, en þenna litla fataböggul,
sem móðir hennar og hún voru klæddar í, þeg-
ar þeim var bjargað, og sem tíminn hefir gert
næstum óþekkjanleg, af því litirnir eru fölnað-
ir og lítt aðgreinanlegir. Þó getur skeð, að
fatnaðurinn hjálpi til að dreifa því mvrkri, sem
hvílir yf.ir þessum viðburði. í línfatnað ungu
konunnnar voru saumaðir stafirnir C. V., það
er eina merkið, sem bendir á, hvað hún hafi
verið kölluð í lifanda lífi. Guð stjórnar öllu
eftir sínum vilja.
Eg hugsa hryggur til þeirrar stundar, þeg-
ar hún verður skilin alein eftir; en eg treysti
því, að kristna trúin, sem eg hefi innrætt henni,
láti hana finna að hún, þó hún missi mig, eigi
samt hinn bezta föður til að vernda sig.
Eg lít með hrygð á hverfullyndið fyrir utan
minn litla verkabring; en það munu alt af
verða margir, sem geta staðið fastir við sína
trfiarskoðun, og eg er alls ekki hræddur um
mitt kæra barn. Engin rödd er nógu sterk til
að kalla hana til lengdar frá traustinu á sinn
himneska föður.
Það er el til vill ómögulegt að verjast því,
að ásteyingin komi; en hún mun ávalt snúa aft-
ur á hina réttu leið.
Eg finn það svo vel, að kvöldið er að koma.
Eg var meira en sextíu og sex ára, þegar mér
var gefin þessi dóttir, og eg má þakka guði, að
hann hefir gefið mér meira en hálfan manns-
aldur til að njóta þessara samvista.
Alt sem eg á, að undanskilinni lítilli upp-
hæð, sem eg ánafna gömlu ráðskonunni minni,
meyjunni Olson, skal tilheyra dóttur minni, og
verða selt samkvæmt innlagðri ákvörðun.
Þetta er ekki mikið, en það er nóg til þess,
að hún geti klætt sig viðeigandi, og þarf ekki
að taka hvaða stöðu sem vera skal, til þess að
vinna fyrir sér. Allir náskyldustu ættingjar
mínir eru dánir, og hina yngri þekki eg mjög
lítið; — menn villast ekki á hverjum degi til
gamals frænda við Norðursjóinn.
En hún er nógu vel mentuð til þess/að geta
gert gagn, á hverju mentuðu heimili sem vera
skal. Það er hinn bezti auður, sem menn alt-
af flytja með sér og aldrei fyrirverða sig fyrir.
Og eg veit, að hún muni ávalt kunna að hafa
gagnleg not af honum. Á meðn gamla meyjan
Olson lifir, mun hún aldrei sakna alúðlegrar og
móðurlegrar umhyggju, og allir fiskimennnirn-
ir mínir munu fúsir að ganga í dauðann fyrir
hana, nær sem vera skal. Guð stjómi því þann-
ig, að það verði aldrei nauðsynlegt til verndar
lífs hennar.
Þetta skjal, sem eg hefi sjálfur skrifað, vil
eg að dóttir mín eigi. Hún mun þekkja mig í
hverri línu, og ávalt sjá áreiðanlegt merki
þess, að hugsanir hennar gamla föðurs, snerust
um hana til síðustu stundar. .
Já, sjálfum dauðanum skal ekki verða mögu-
legt ’að kæla hjarta mitt þannig, að eg geti ekki
tekið ást mína með mér, þó að mér verði máske
ekki möguelgt að láta hana í Ijós með orðum
á síðustu stundu.”
Á eftir þessu voru skrifaðar fáeinar per-
sónulegar ákvarðanir, síðasta kveðjan til sókn-
arbarna hans og ýmislegt annað, sem ekki á við
að hér sé talað um.
Hinn nýi, ókunni sýslumaður var mjög hrif-
inn yfir að lesa þetta og yfir öllu ásigkomulag-
irra.
Hinn gamli, framliðni prestur; hafði verið
einkennilegur, mikilsháttar maður, sannheiðar-
legur að öllu leyti, sem um mörg ókomin ár
mun lifa í endurminningu manna á þessu
svæði, þar sem hann hafði lifað næstum hálfan
annan mannsaldur. I
Það eru eftirtektarverð sóknarbörn.
Menn verða að hafa kynst þessum stranda-
búum á vesturströnd Jótlands, til þess að geta
gert sér rétta grein fyrir kjarki þeirra og dugn-
aði, alúð og mannkærleika, til þess að ^kilja hve
mikið manngildi í þeim býr.
Það er fólk, sem sánnur maður mundi segja
um: <rEg tek ofan höfuðfat mitt og hneigi mig
fyrir þeim.” 0g sérhver kvenmaður mundi
festa í minni hina veðurbitnu, alloftast fyrir-
myndar andlitsdrætti þeirra.
Menn hafa að líkindum aldrei eins vel eins
og nú á tímum veitt því eftirtekt, að manneskj-
urnar og náttúran, þar sem þær lifa, hafa margt
ef ekki alt sameiginlegt.
Það ber sérstaklega mikið á því, á slíkum
stað og þessum.
Þetta áhrifamikla haf, hræðilegt og fagurt,
eftir því hvort stormurinn ríkir þar eða logn-
ið. Og alveg eins eru strandabúarnir. .
Þegar maður athugar andlit þessara fiski-
manna, sem hafa varið lífi sínu til að stunda
fiskiveiðar á sjónum, og berjst við hafið, hver
sem hættan fcr, til að taka frá því alt sem þeir
geta af lifandi og dauðum fórnum, sem það
hefir gleypt í sig, þá dettur manni ósjálfrátt í
\ hug, að það sé ekki neinn leikur, að tala við þá,
og margur óreyndur og tilfinninganæmur mað-
ur, mun verða skelkaður að heyra hin að ytra
útliti ruddalegu og ástríðuríku orð þeirra —
það er samlíking stormsins, sem æðir yfir og
lemur sjóinn, svo að á honum rísa turnháar,
freyðandi bylgjur.
En reyni maður að fara til þeirra og tala
við þá, hlýtur rnaður að undrast yfir blíðu
þeirra, — sem þó sjaldan kemur í Ijós nema
sem alvarleg ró—, svör þeirra, sálgöfgi þeirra,
hin óbifanlega trú þeirra á stjóm forsjónar-
inar, og hin skynsamlega skoðun þeirra á stefnu
lífsins, sem er miklar birgðir af góðum verkum
til andlegra tafnota í baráttu lífsins; um trygð
þeirra og þrautseigju í lífshættu, er áður minst
á. Þetta er ímynd sjávariná í sinni brosandi
fegurð og tígulegu ró.
Það er margt að læra af þessum manneskj-
um, sem náttúran, menn geta næstum því sagt,
hafið, hefir alið upp, ef menn að eins kunna að
meta það — sá, sem þekkir perluna, verðmetur
hana — áreiðanlega er það sú staðfastasta, að
sumu leyti fegursta, og efunarlaust sú þreitseig
asta fólkstegund, sem til er í danska ríkinu.
Yið daglega sýn og umgengni þessa fólks
var Filia Maris alin upp.
Enginn þekti sálargöfgi þeirra betur en
hún. Hún hafði gengið á milli þeirra eins og
huldumeyja, töfrandi prinsessa, og allir álitu
þeir sig vera verndara hennar.
Og að hinu leytinu skildi enginn þá eins vel
og hún. Hún talaði við þá og vakti kæti þeirra
með spaugi sínn, og huggaði þá, þegar þeir
voru veikir eða hryggir;
Á hverju ári varð hún á fæðingardegi sín-
um, þ. e. þeim degi, þegar henni var bjargað í
land, að fara með sínum kæra föður til björg-
unarmanna sinna, svo að þeir fengi að sjá
hana. Allir þeirra skrautlegustu rekaldsmun-
ir voru þá skoðaðir, sem þeir geymdu nákvsfth-
lega handa henni. Og þeir veittu vexti hennar
glöggva eftirtekt, og skáru markið í mastrið á
bátum sínum, fyrir hennar ^árlegu vaxandi
hækkun.
“Við verðum að veiða prinz handa henni,”
sagði Lars Krog alt af, sem var hinn helzti
meðal þeirra.
“Já, það er slæmt,” sagði annar, “að prest-
orinn skyldi ekki eiga son, sem gat tekið við
embætti hans og fengið þá litlu, þá hefðum við
fengið að hafa hana hjá okkur til æfiloka.”
Það var eitthvað sjaldgæft og aðlaðandi við
þetta líf og þessar kringumstæður.
Og hún sjálf. Þegar hún varð fullvaxín,
gerði hún sínu mikilfenglega nafni, Dóttir Sjáv-
arins, sannan heiður.
Fegurð höfuðs hennar fólst í ljósrauðu
silkihári og dökkbláum augum, er djúp voru sem
bylgjur sjávarins, hins rétta merkis spanskr-
ar hefðarmeyjar. Og svo, var hún eins blíð og
hlý, sem geislar sólarinnar; en í lundarfari
hennar var blendingur að iðandi ljósi og rökk-
urskugga. Stundum var hún svo fjörug, svo
geislandi, ómótstæðilega aðlaðandi, en stund-
um, svo kyrlát, svo angurvær, að maður mátti
ætla að það stafaði af þjáningum.
Þetta var svo snemma og svo rótgróið eðli
hennar, að ekki var hugsanlegt að uppræta
það sem dutlunga.
Fólk varð yfirleitt að vera varkárt_ gagn-
vart henni, hún var viðkvæm og einkennileg að
eðlisfari.
Nú var hann horfinn, sem hafði skýlt þessu
blómi, og sem alt af gat vakið fjör og gleði hjá
henni og komið henni í jafnvægi.
Hver mundi nú geta bætt upp þessa blíðu
hendi ástarinnar?
Einum mánuði eftir jarðarför prestsins,
hristu fiskimennimir höfuðin, þegar svanur-
inn þeirra, sem þeir alt af kölluðu hana, þaut
fram hjá þeim, með sitt blíða, aðlaðandi bros.
Hún syrgði of mikið, hún skemdi sig. Þetta
mátti ekki eiga sér stað, álitu þeir.
Hið sama áleit líka gamla ráðskonan og all-
ir nágrannaprestarnir. Þeir buðu henni allir
að koma til sín, sóttu hana, komu við og yið að
sjá hana o. s.frv.
En hún gat aldrei unað deginum lengur
annars staðar en heima. Og þegar vagninn
nam staðar fyrir utan dyrnar, þá fór hún að
gráta undir greinum gömlu trjánna, þar eð
hann kom aldrei oftár út og tók hana í faðm
sinn, og af því að þetta var ekki lengur heim-
ili hennar.
Ó, hver er sá, sem ekki þekkir þau vonbrigði,
að verða að yfirgefa fyrsta heímilið, þar sem
vagga hans stóð?
Nokkrum mánuðum síðar kom nýr prest-
ur, séra Krog, og settist að á prestssetrinu.
Það var kyrlátur, alvarlegur maður, sem
leit út fyrir að hafa átt við erfið kjör að búa í
rýru embætti, þar sem hann hafði verið allmörg
ár. Heimilisástæður hans voru heldur ekki
góðar; konan mjög lasin og sömuleiðis bæði
börnin þeirra.
Sjálfur liafði hann mjög góð áhrif á aðra,
hann var vingjarnlegur og velviljaður og náði
með því hylli Filiu, að hann bauð gömlu meynni
Olson að vera þar kyrri, tilboð, sem hún þáði
með ánægju.
Flutningur hans til Ásdals var stórkostleg-
ur gróði fyrir hann, svo hann áleit að það
hefði ekki svo mikla þýðingu, þó gamla ráðs-
konan gæti ekki annast jafn mikil heimilisstörf
nú, eins og á sínum yngri árum. Hún yrði alt
af' áreiðanleg og góð manneskja til að þjálpa
veiku konunni sinni og þömunum.