Lögberg


Lögberg - 29.09.1927, Qupperneq 1

Lögberg - 29.09.1927, Qupperneq 1
Helztu heims-fréttir Canada. Hinn 19. þ.m. brann kaþólsk trúboðsstöð í Lac La Plonge, sem er 125 mílur norðvestur frá Prince Albert, Sask., og brann þar inni ein nunna og 19 Indíánabörn. — Trúboðsstöð þessa, sem jafnframt var skóli fyrir Indíánana, var af- skekt og þar enga hjálp að fá. Kom eldurinn upp seint um kvöld, þegar börnin voru háttuð, og með því að þetta var timburbygging, þá læsti eldurinn sig um hana á- kaflega fljótt. Um 80 börn voru alls í skólanum iog margt annað fólk, og bjargaðist það alt, nema 19 börn og ein nunna, eins og fyr segir. * * * Flokksþing Conservatíva, sem haldið verður í Winnipeg hinn 10. október og næstu daga, er búist við að verði fjölsótt mjög. Er gert ráð fyrir, að þar eigi sæti og atkvæði 1,578 fulltrúar, og skift- ast þeir þannig milli fylkjanna Manitoba 165, Saskatchewan 130, Alberta 98, British Columbia 78, Yukon 6, Prince Edward Island 25, Nova Scotia 89, New Bruns- wick 71, Quebec 401 og Ontario 506. Þing þetta verður haldið í Amphitheatre byggingunni og er nú verið að gera við hana svo hún verði sæmilegur fundarsal- ur. Verður þar sæti fyrir 5,400 manns. * * * Tveir veðurspámenn í Winni- peg hafa nýlega látið til sín heyra, en naumast verður sagt, að þeir spái góðu, en þeim ber furðu vel saman. Annar heitir Barrett Barber. Ræður hann bændum sterklega til að hirða uppskeru sína eins eins fljótt og mögulegt sé, eða þá að stakka korninu að minsta kosti, ef ekki er hægt að þreskja það. því nú verði þess ekki langt að bíða, að veðrið spillist og haustið verði mjög votviðrasamt, og að veturinn verði harður. Maður þessi segist tvisvar áður hafa spáð veðri og hafi í bæði skiftin nákvæmlega gengið eftir. Hinn maðui-inn heitir William C. Prishard og er fæddur og upp- alinn í grend við Winnipeg. Seg- ir hann, að veðrið verði gott þangað til viku af aktóber. Þá komi rigningar og snjór og ekki verði hægt að þreskja feftir það, nema hveiti, sem sé í vel bygðum stökkum, sem geymist óskemt hvernig sem rigpir. Segir hann að haustið verði mjög slæmt og veturinn afar harður, öllum óhag- stæður, nema eldiviðarsölunum. Báðir segjast menn þessir byggja spádóma sina á sinni reynslu. —Fæstir munu reiða sig á spá- dóma af þessu tagi, enda hefir reynsla margsýnt, að það er ekki hyggilegt; en þó má kannske stgja um veðurspámennina, eins og sagt var um gömlu konuna: “hún talaði margt, og gekk sumt eftir.” * * # Þeir, sem kosningarétt hafa við bæjarstjórnarkosningar í Winni- peg, eru nú 95,236, og er það 746 fleiri en í fyrra; þar af eru 52,384 karlar og 43,142 konur. 1 fyrstu kjördeild eru 32,351, í annari kjördeild 34,080, í þriðju kjördeild 29,095. í fyrstu kjördeild eru nokkuð fleiri húsaeigendur held- ur en í fyrra, en leiguliðar dálít- ið fleiri í annari og þriðju kjörd. * * # Þakklætishátíðin verður nú í J haust haldin á mánudaginn 'hinn 7. nóvember. * * * . Þrír ráðherrar frá Ottawa eru j staddir hér vestra nú sem stend- ur. Komu til Winnipeg um helg-j ina sem leið, þá á vesturleið. Það eru þeir Hon. J. A. Robb, fjár-i málaráðherra, Hon. C. A. Dunn-j ing járnbrautaráðherra og Hon. j P. J. Veniot póstmálaráðherra. j Tveir þéir fyrnefndu eru að ferð-l ast hér um Sléttufylkin og halda! þeir ræður að Saskatoon, Edmon-; ton, Calgary, Regina og Weyburn. j Mr. Robb hélt ræðu á mánudaginn f.vrir Kiwanis klúbbnum í Winni-! peg og báðir töluðu þeii: á fundi j kaupmannaráðsins um kveldið ogj fóru svo á stað vestur til Saska-: toon. Mr. Veniot er hér vegna þess, að póstjónarnir í Winnipeg hafa borið fram kærur gegn póst-1 stjórninni hér og óskað þess að konungleg nefnd sé skipuð til að rannsaka það mál. Munu kærur þessar risnar út af verkfallinu 1919. Þykjast sumir póstþjónarn- ir þar enn ekki hafa náð rétti sín- um og á Mr. Veniot það erindi til Winnipeg, að rannsaka það mál. Frá Winnipeg fer hann til Van- couver. * * * Blaðið “Free Press”. sem oft er furðu frótt um fyrirætlanir Bracken - stjórnarinnar, heldur að ekki Verði neitt af því, að auka- þing verði haldið til að sam- þykkja bjórsölulögin væntanlegu. Hitt muni þar á móti vera ætlun stjórnarinnar, að kalla saman þingið seint í nóvember, sem þó geti ekki orðið fyr en í fyrsta lagi 22. nóvember, eða þar um bil. Fyr en það verði stjórnin ekki til- búin með það, sem hún nauðsyn- lega þurfi að gera áður en. þingið mætir. Er þar sértsakelga átt við bjórsölulögin, sem verður sjálf- sagt merkifeg löggjöf, þegar til kemur, eftir allan þann mikla og langa undirbúning. Vanalega er þingið kallað saman seint í janú- ar eða snemma í febrúar, eins og kunnngt er. * * * Canada Hveitisamlagið (iCoarce Grain deildin) er að gera ráð- stafanir til þess, að bændurnir í þeim héruðum, þar sem hafra- uppskeran hefir brugðist, geti fengið þá hafra, sem þeir þurfa frá bændum í öðrum héruðum, þar sem uppskeran er góð, án þess nokkrum einstökum mönnum gef- ist kostur á að græða fé á þeirri verzlun. Á þetta bæði við Mani- toba og iSaskatchewan. The Can- adian Co-operative Wheat Pro- ducers, Limited, í Winnipeg, ann- ast þessi viðskifti fyrir bændur, og geta því allir þe'ir, sem hafra þurfa, snúið sér til þeirra í þessu skyni, eða umboðsmanna þeirra víðsvegar í þessum fylkjum. Bandaríkin. Dr. Charles L. Barber, í Lans- ing, Mich., sagði á læknaþingi í Bandaríkjunum nýlega, að 60 af hundraði þeirra barna, sem ættu mæður, sem reyktu vindl- inga, næðu ekki tveggja ára aidri vegna þess, að þau fæddust með eitrið í líkama sínum, sem fljót- lega yrði þeim ofurefli. Sagði hann, að mörg slíkra barna lifðu ekki einu sinni tvær vikur, því þegar þau fæddust, hefði eitrið náð haldi á lifrinni og hjartanu og öðrum helztu Iíffærum, og þeg- ar þannig væri komið, þá lægi ekkert fyrir þeim nema dauðinn. Þau væru, með stuttum fresti, til dauða dæmd aft frá fæðingu. * * * Bandaríkjamenn tala nú þegar mikið um næstu forsetakosningar, þó enn sé heilt ár, eða meira, þangað til þær eiga fram að fara. Fulltrúar frá sjö ríkjum í vest- urhluta landsins, héldu nokkurs konar kosningaþing í vikuijni sem leið og ákváðu fupdarmenn að styðja að því, að Alfred E. Smith, ríkisstjóri í New York, næði út- nefningu sem forsetaefni, af hálfu Demókrata. Ekki voru þar þó allir á einu máli, því fulltrúíjrnir frá Utah voru Mr. Smith mót- fallnir og einhverjir fleiri, en mikill meiri hluti fundarmanna vildi þó styðja að því, að hann næði útnefningu. * * * Hnefleikamennirn'ir nafnkunnu, Jack Dempsey og Gene Tunney, háðu einvígi mikið í Chicago á fimtudagskveldi'ð í vikunni sem leið. Var fólki svo mikil forvitni á að sjá þessa tvo menn berjast, að þeir sem aðgöngumiða keyptu, voru um 140,000, og borguðu fyrir það yfir $2,600,000. Þessir tröll- auknu menn eru mjög( jafnir að vexti og afli; annar er 192% pund, en hinn 189% pund. Þótti því ærið óvíst, hvernig fara mundi, enda varð leikurinn bæði harður og langur, en svo lauk, að Tunney vann sigur á mótstöðu- manni sínum í tíundu atrennu, og heldur hann því þeirri nafnbót, að vera mestur hnefleikamaður í heimi, eins og hann hefir verið talinn síðan í fyrra, að hann vann sigur í fyrstu viðureign sinni við Dempsey, sem áður var talinn fræknstur maður í þeim leik. * * * Hvaðanœfa. Stjórnin á Frakklandi hefir til- kynt Sovíet-stjórninni á Rúss- landi, að hún geti því að eins haft nokkuð saman við hana að sælda, að hún fyrst og fremst kalli nú- verandi sendiherra sinn í París, Christian Rakovsky, heim, og í annan stað, að hún hætti öllum afskiftum af stjórnmálum 1 franska ríkinu. Þykir Frökkum þessi Rakovsky alt of afskiftasam- ur og segja, að hann geri alt sem hann geti til að æsa verkalýðinn til stjórnarbyltingar. Svarar hann því, að það sem hann hafi gert í þessa átt, eigi ekki frekar við Frakka, heldur en aðrar þjóðir og að það sé vitanlega stefna sinn- ar stjórnar, að ryðja sinni stjórn- arstefnu braut í öllum löndum, að svo miklu leyti sem hún mögu- lega geti. * * * Hin heimsfræga danskona, Isa- dora Duncan, dó af bílsiysi í Nice á Frakklandi hin%,14. þ.m. iSjalið hennar festist í einu hjól- ir.u og dró hana með sér út úr bílnum, og lenti hún undir hon- um. Fyrir fjórtán árum misti kona þessi tvö börn í bílslysi, einnig á Frakklandi. * * * Almennar kosningar eru nýaf- staðnar á írlandi, og fóru þær þannig, að Cosgrave stjórnin hlaut 61 þingsæti, bændur eru 6 og ó- háðir teljast 12. Er búist við, að þeir styðji stjórnina og hefir hún þá alls 79 atkvæði á þingi. En mótstöðumenn hennar eru 73. Þar ar tilheyra 57 Fianna Fail flokkn- um og er De Valera leiðtogi hans. Þeim flokki fylgja og 13 verka- manna þingmenn og 3 aðrir, sem hafa einhverjar sérkreddur í pólitík, og verða þeir þá alls 73, eða að eins sex færri heldur en þeir, sem búist er við að stjórn- ina styðji. Það er heldur engan veginn víst, að hinir óháðu þing- menn styðji stjórnina, þegar til kemur, og getur vel verið, að eitt- hvað af þeim snúist á móti henni, þegar minst varir og felli hana, því hún er ærið völt í sessi, en ír- arnir töluvert gefnir fyrir brejit- ingar, þegar um stjórnitiál er að ræða. Snjallastur allra Is- ] “The ablest of all Icelanders” /Snjallastur allra Islendinga) heitir grein í Lundúnatímaritinu The Ef- ficiency Magazine (júlí-hefti), og er hún um landa/vorn C. H. Thord- arson, í Chicago. Fer hún hér á eft- ir í lauslegri þýðingu. Ef þú kemur inn í tilraunastofu einhvers háskóla, hvar í heimi sem er, og styður hendi á þá rafmagns- vél, sem þér virðist furðulegust, og spyrð: “Hver hefir smíðað þetta?” þá mun prófessorinn svara og segja: “Þórðarson.” Hann mun ekki skýra það nán- ara. Hlann ætlast til að þú vitir deifi á honum. En af því að þú veist að líkind- um ekki, hver hann er, þá ætla eg að segja þér sögu hans, sem er afar merkileg. Þórðarson er, að minni ætlan, gáfaðasti íslendingur, sem uppi hefir verið, og einn liinna snjöllustu manna í heimi. Hann heitir fullu nafni Chester Hjörtur Þórðarson. Fyrsta nafnið er enskt, hvað sem því veldur. Hann fæddist á íslandi fyrir 58 árum. Faðir hans var bóndi og fiskimaður. Faðir hans var fátækur, en bóka- maður, eins og allir íslendingar. Þeir hafa verið kallaðir mestu bóka- menn í heimi. Þegar Hjörtur var lítill drengur, fluttist hann til Vesturheims. Hann naut lítillar skólatilsagnar. Eftir það fór hann að vinna í verkstæði, þar sem gert var við rafmagnstæki, og hafði 16 króna kaup á tfiku. Hann greiddi 12 kr. fyrir fæði og húsnæði, en kevpti bækur fyrir 4 kr. á viku. Það var upphaf vel- gengni hans. Hann varði fjórðungi launa sinna fyrir góðar bækur. Þegar hann var 27 ára gamall, átti hann 300 krónur í peningum. Það var fyrsti höfuöstóll hans. Hann kom sér upp litlu verk- stæði. Hann á nú stórar verksmiðj- ur, en hefir aldrei aflað sér fjár með því að selja hlutabréf i verk- smiðjum sínum. Hann hefir eflt og aukið verksmiðjur sínar af viti sínu og fé því, sem honum græddist. Á þrem árum græddust honum 112 þúsundir króna. Þá tók hann að finna upp ný raf- magnstæki. Hann hefir fengið meira en hundrað einkaleyfi á upp- fundningum sínum. Sumar vélar hans eru nú komnar um allan heim. Árið 1904 bjó hann til miljón- volta spenni (transformer), hinn fyrsta, sem smíðaöur hafði verið. Hann var 28 daga að smíða hann. Hann fékk verðlaunapening úr gulli. Hann er orðinn auðugur maðr ur. Og enn er hann sístarfandi. Nú hefir hann nýtt á prjónunum. Hann hefir fundið ráð til þess að eyða eitruðum gastegundum, og not- ar til þess rafmagnsstra*im. Aðalstarf hans er að búa til verk- færi handa rannsóknarstofum há- skóla, því að hann getur smíðað ná- kvæmari áhöld en aðrir. Blaðamaður frá timariti einu spurði hann nýlega, hver orsök væri til velgengni hans, og þótti svar hans einkennilegt er hann sagði: “Galdurinn er fólginn i góðri framkomu. Það er að segja að sýna skiftavinum sanngirni.” En ekki hefir þetta verið eina or- sökin til velgengni hans, því að mörg félög koma vel fram, en eiga þó örðugt uppdráttar. Hiöfuðorsökin er sú, að Hjörtur hefir jafnan lesið mikið af bókum om visindaleg og hagnýt efni. Hann hefir kunnað að velja sér góða samverkamenn. Hann reyndi ekki að koma upp stóriðju eingöngu af eiginramleik. Hann lærði af öðrum. Hann á eitt mesta safn visindabóka, sem til er i heimi. Hann geymir þetta bókasafn i verksmiðjunni, og er það-eins dæmi. Bókasafnið er ein stoð undir starfi hans. • Hann er grannur maður, þráð- beinn og fjörmikill, hefir bogið nef og blágrá augu. Hann er óbrotinn, alvarlegur, mikilhæfur, viðfeldinn maður. Enginn hefir nokkru sinni hjálp- að 'honum. nema rithöfundar. Eng- inn hefir léð honum fé. Hann hefir sjálfur brotið sér veg og komist í fremstu manna röð. Æfi hans er fagurt dæmi þess, hvernig menn geta hjálpað sér og kent sjálfir. Hver sem getur lært, getur'kom- ist í fremstu manna röð í hvaða starfi eða stöðu, sem vera vill. —Vísir. 0r bœnum. Mrs Elis Thorvaldsón írá Moun- tain, N. Dakota, og Mr. Thorhallur Hjálmarsson frá Californía, tengda- sonur hennar hafa verið stödd í borginni undanfarna daga. Dáin hinn 21. þ. m. Mrs. Eli$a- bet Dalman að Gardar, N. Dak, 83 ára að aldri. Fréttabréf Washington Island, Wis., 20. sept. 1927. Herra ritstjóri Lögbergs. Um leið og eg sendi yður inn- lagða dánarfregn til birtingar í blaði yðar, dettur mér í hug að það væri ekki úr vegi, að láta lesendur Lögbergs sjá, hvernig fólkinu hér í þessari elztu, og um leið minstu íslendingabygð líði, og hvað þeir jafnaðarlega hafast að; en engar merkilegr fréttir hefi eg að tjá. Meginhluti fslendinga hér lifa á því að rækta jörðina, og má segja, að þeim líði vel. Kúabú eru það, sem gera garðinn frægan. Flestir selja mjólkina ostagerðar- húsinu hér, og mun þeim vera borðað $2 fyrir hv,er 100 pund. Nokkrir senda rjómann yfir á meginland, til smjörgerða-húsa, og mun það líklega vera einhver hagur í því, úr því þeir gera svo. Það má segja, að tíðin hafi ver- ið ákjósanleg í sumar fyrir bónd- ann, grasspretta góð, hafrar og bygg sprottið vel; .hveitis munu fáir eða engir afla nú. Maís, sem leit út um tíma, að myndi verða rýr, sökum pokkuð langvarandi þurka, fékk sinnaskifti eftir tvær góðar skúrir, og þar á ofan hinn mikla hita í þessum mánuði, hefir haft þau áhrif, að sjaldan hefir hann litið betur út en nú. — Mais er allur sleginn og súrsaður til fóðurs (siloed). — Má einnig nefna, að nokkrir bændur hafa nú á seinni árum lagt sig eftir að afla einnar tegundar af baunum (ertum) 0g selja þær til “Pea”- verksmiðjanna. Þær hafa gefist vel þetta sumar. Síðan að bændur mynduðu fé- lagsskapinn sín á milli, “The Washington Island Holstein Bree- ders Association”, er nú komið svo, að fólk kemur hingað til eyj- arinnar að kaupa nautgripi, og borgar það sem sett er upp, en áður mun það oft hafa átt sér stað, að kaupandi setti verðið. Engin skepna flutt inn nema þarfa neyti, “pure bred”. Félag^þetta hélt hið árlega gildi sitt, “Pick-nick”, hinn 25. ágúst i skógarrjóðri áfast við íþróttavöll. Var þar alt gott á boðstólum, bæði þurt og vott, nema hið for- boðna. Flestir eyjarbúar taka þátt í samkomu þessari, sem er einn af tyllidögum vorum. Lítill loftbátur var að sveima yfir fólk- inu, og settist endur og sinnum niður á sléttu skamt frá, eins og kría, affermdi einn farþega, og tók annan upp. Átta mínútna flug kostaði fjóra dollara. Fiskiveiðar er önnur aðal at- vinnugreinin hér. Npkkrir Islend- ingar hafa útgerðir og gengur þeim vel; má nefna Hannes John- son and Sons, og svo syni G. Guð- mundssonar, Albert og Þorleif, sem hafa hvor sína útgerð. — Það munu vera yfir tuttugu mót- orbátar af mismunandi stærð, sem fiska héðan, og er það ekki lítill afli, sem hér kemur á land dag- lega; fiskurinn er pakkaður í ís og samdægurs sendur til járn- brautarstöðvanna, á leið til Chi- cago; þangað mun meginhlutinn af fiskinum fara; lengi tekur sjórinn við. Gilbert Johnson, sonur Mr.' og Mrs. Magnúsar Johnson, var í vor sem leið Útskrifaður í lögvísi frá ’The Western Reserve*, Cleveland, Ohio, með góðum vitnisburði; hann er yngri bróðir kafteinanna þriggja, Jóns, Theodórs og Magn- úsar, sem áður hefir verið getið um í Lögbergi. Bræður þessir hafa með dugnaði og ástundun, án hjálpar utan að, komið sér áfram. Foreldrar þeirra komu hingað frá Eyrarbakka fyrir liðugum fjöru- tíu árum siðan. Sumarfólkið er nú flest farið heim til sín. Hve marga bíla að ferjan hefir flutt yfir sumarið í fríinu, er ekki hægt að segja r.ú, en töluvert fleiri en áður. V ð höfum yfir 30 mílur af ágætum vegum, “macadam” og “gravel”, og þykir gestum vorum eitthvað nýstárlegt við það, að koma af meginlandi Norður Ameríku út á eyju, og skemta sér þar á bílum sinum. — Þar á móti fara eyjAi'- búar með bíla sína til megin- lands, þar sem þeir geta farið, if svo ber til, fleiri hundruð mílur i sömu áttina. • Þetta síðasta ár hefir hér verið lúterskur prestur, danska kirkju- félagið sendi hann hingað upp á sinn kostnað; hann heitir John Christiansen, hefir lært til prests í Nebraska. Svo er hér og hefir verið i allmörg ár kona af ensk- um ættum; kom frá Englandi, vígð þar sem Baptisti, þjónar hér í þeirri kirkjudeild. Hún giftist hér Wm. Wichmann, sem er sonur Wm. Wichmann’s heitnins, sem stofnaði þessa fyrstu íslenzku ný- lendu, með því að taka hina fjóra ungu menn hingað. sem árið 1870 fóru frá Eyrarbakka. Tveir þeirra eru enn á lífi, Guðmundur Guð- mundsson og Árni Guðmundsson. Með beztu kveðju. A. Guðmundsen. Stjórnin á íslandi Þess var getið í síðasta blaði, hverjir þeir væru, sem nú hefðu tekið við stjórnartaumunum, og hvernig þeir hefðu skift með sér verkum. Skal hér nú lítið éitt frekar frá þeim sagt, þó flestir af lesendum vbrum kannist vafa- laust við þá, því þeir hafa állir látið til sín taka í stjórnmálum og á öðrum sviðum nú síðari árin. Séra Tryggvi Þórhallsson, for- sætis- og atvinnumála ráðherra, er fæddur 9. febrúar 1888, sonur Þórhallar biskups Bjarnasonar og frú Valgerðar konu hans. Hann varð stúdent 1908 og stundaði síðan guðfræðanám í Kaupmanna- höfn og Reykjavík og lauk prófi 1912, og var það ár vígður að Hesti í Borgarfirði. Árið 1917 hætti hann við prestskap og fluttist til Reykjavíkur og var settur dócent við guðfræðadeild háskólans um tíma, en tók við ritstjórn Tímans þá um haustið. Hefir hann því verið ritstjóri í nálega 10 ár og er haft eftir honum, að hann sakni þess starfs. Þingmaður Stranda- manna hefir hann verið síðan 1923 og gegnt ýmsum öðrum störf- um, sérstaklega í búnaðarfélag- inu. Kona hans er Anna, dóttir Klemensar Jónssonar, fyrverandi ráðherra. Jónas Jónsson er af norðlenzku bændafólki kominn fæddur 1. maí 1885. Hann gekk á Akureyrar- skólann og síðan á Askov lýðhá- skóla og fór svo til Englandn og stundaði þar nám um tíma Við Ruskin College 1 Oxford og síðar í París. Kom aftur til íslands 1909 og hefir síðan verið kenn- ari og skólastjóri síðan 1919 við Samvinnuskólann. Hann hefir samið nokkrar kenslubækur og skrifað mikið í Tímann og fleiri blöð og tímaúit, einkum um upp- eldismál og samvinnumál. Fór snemma að gefa sig við stjórnmál- um og var fyrst kosinn á þing 1922. Hann er nú dóms- og kenslumála ráðherra. Kona hans er Guðrún Stefánsdóttir frá Skuggabjörgum í Fnjóskadal. Magnús Kristjánsson fjármála- ráðherra, er langelztur hinna nýju ráðherra, fæddur 18. apríl 1862. líann var fyrst kosinn þingmaður 1905, þá heimastjórnarmaður. Hann er uppalinn á Akureyri og átti þar jafnan heima þangað til hann varð forstjóri landsverzlun- arinnar. Hann þótti atkvæða- maður í heimabæ sínum, Akur- eyri, og gegndi ýmsum trúnaðar- stöðum. Stundaði hann þar verzl- un og útgerð, en beykisiðn lærði hann þegar hann var ungur og stundaði þá iðn um tíma. Kona hans er Dómhildur Jóhannes- dóttir. • Frá Islandi. Reykjavík, 17. ág. Það er mikið í munnni alt, sem gerast á 1930 eða á að vera lokið fyrir þanu “dómsdag þjóðarinn- ar.” En það virðist vera ölln minna í verkinu, sem afrekað hefir verið enn þá. Á Þingvöllum er þó farið að slétta allstórt svæði og markað hefir verið af hátíða- svæði neðan við eystri vegg Al- mannagjár. Lítið miðar því áfram, að flug- ferðir komist á hér á landi, þótt margir hafi hug á þeim. í höf- uðlöndum flugferðanna fer flug- tækjum og flugferðum þó sífelt fram nú. Lengst hafa menn flog- ið samfleytt í 52 stundir og .23 mín.; gerðu það á dögunum tveir Þjóðverjar, Lohse og Resticzer. Fjórir etúdentar af 12, sem sóttu, hafa fengið ríkisstyrk til háskólanáms erlendis. En það eru þeir Leifur Ásgeirsson, sem ætlar að lesa eðlisfræði og stærð- fræði í Paris; Þórarinn Ásgeirs- son, sem ætlar að lesa frönsku og latínu í París; Trausti Einars- son, sem ætlar að lesa stjörnu- fræði í Hannover, og Björn Levi Björnsson, sem ætlar að lesa harffræði í Kiel. Lögrétta hefir áður sagt frá ráðagerðum íslendinga í Noregi, einkum fyrir forgöngu I. Eyjólfs- sonar ljósmyndara, um að reisa lslandshús í Noregi. Nú hefir ný- lega komið fram tillaga um það í einu Oslóarblaðinu, að Norðmenn gæfu Islendingum slíkt hús 1930. Hafa sumir Norðmenn verið að ráðgera ýmsar slíkar gjafir í minningu um 1930, t. d. Snorra minnismerki eða stafakirkju. — Lögr. Við síðustu fylkiskosningarnar í Manitoba voru kosnir 2 Islend- ingar af átta, sem í kjöri voru, þeir Skúli Sigfússon (frjálslynd- ur) og Ingimar Ingjaldsson (istjórnarflokksmaður). “Vér ósk- um þeim til hamingju. Þeir eru hvor í sínu lagi hinir nýtustu menn”, segir Lögberg, “og þótt vér persónulega lítum öðrum aug- um á stjórnmál fylkisins, en Mr. Ingjaldsson, þá rýrir það að engu leyti álit vort á honum, sem nýtum manni og góðum dreng.” — Þetta var nú þar. Ætli Moígunblaðið sendi Jónasi frá Hriflu svona hamingjuósk, þegar hann er sest- ur í stjórnarráðið, eða Tíminn láti áþekk eftirmæli fylgja Jóni Þor- láksyni, þegar hann fer þaðan?— Lögr. Reykjavík, 24. ág. Frk. Guðný Jóhannesdóttir (dóttir séra Jóh. L. L. Jóhannes- sonar orðabókarhöf.) synti á sunnudaginn úr Engey til lands, sama sundið og ungfr. Ruth Han- son synti í sumar (ca. 2% km.) og var álíka lengi. Hún fékk nokk- urt andstreymi, en blíðviðri var yfir. Hún synti bringusund nær alla leið, 30—33 sundtök á mín- útu. Er þetta lofsverð sundþraut og hreystiverk og hefir frk. Guð- ný stundað sund af miklum áhuga bæði hér og í Noregi um skeið. Standa nú ungar stúlkur í fremstu röð um íþróttaafrek hér, í sundi þær Regína Magnúsdóttir (sem sett hefir ísl. met í 1000 m. sundi, 22 mín. 1.2 sek.), Ruth Hanson og Guðný og í leikfimi kvenflokkur í. R. Nýtt kvæðasafn eftir Jakob Thórarensen kemur út í haust. Prestur í 47 ár Kafði sr. ólafur fríkirkjuprestur verið 22. þ. m., og þjónar enn i Hafnarfirði og gegnir alloft prestsstörfum hér. Á Akureyri er settur prestur sr. Ingólfur Þorvaldsson. Sr. Stefán á Völlum er orðinn pró- fastur í Eyjafirði. Sr. Hálfdán Helgason er kosinn prestur að Mosfelli. Dánskur sendikennari hefir verið hér við háskólann undan- farin ár. Hann kvað ekki koma aftur, en Danir kváðu hafa í hyggju að senda ýmsa fræðimenn hingað tíma og tíma 1 einu. —Lögr. Séra Jón Sveinsson, sem nýlega hefir gefið út nýja Nonnabók, eins og frá var sagt í Lögr. fyrir skömmu, hefir undanfarið verið á íyrirlestraferðalagi um Þýzka- land, en starfar annars aðallega í París, en dvelur þess á milli í höll einni í Normandíi. Hafði hann verið margbeðinn þess að koma til ýmsra þýzkra bæja og segja eitthvað frá íslandi fyrst og fremst, og voru Nonna-bækurnar, sem vakið höfðu forvitni manna. Frá því í maí og til þessa tíma • hefir hann verið á sífeldum fyr- irlsertaferðum og talað á rúml. 60 stöðum, flestum í Þýzkalandi, þ. á m. í Aachen, Köln, stuttgart, Ágsborg og í baðstaðnum Nau- heim. Einnig hefir hann talað á nokkrum stöðum í Hollandi og Belgíu. Lögr. hefir áður sagt frá fyrri fyrirlestraferðum séra J. S. og hefir hann mikið til þess gert að kynna fólki ísland og ísl. efni. En hvenær mupdi að því koma, að hann gæti tekist ferð á hendur heim hingað?. Unglingaskólinn á Núpi í Dýra- firði hefir sent út skýrslu um starf og hag veturinn 1926—27. Skólinn starfaði frá fyrsta vetr- ardegi til 20. marz. Skólastjóri er Sigtryggur Guðlaugsson. Nem- endur voru 16. “Kenslan fór eink- um fram með fyrirlestralegri frá- sögn, viðræðandi útskýringum og verklegum æfingum. Fyrirlestr- ar um sjálfsvalin efni hafðir á laugardagskvöldum. ) Málfundir til æfinga einu sinni í viku. Skrif- að skólablað, lesið upp hálfsmán- aðarlega .” Guðsþjónusta eða hús- lestur á helgum og hugvekjur lesnar á kvöldum. Skólinn er heimavistarskóli með félagsbúi nemenda og kennara (mötuneyti). Fæðiskostnaður allur varð kr. 1.53 á dag fyrir pilta, en fjórðungi minna fyrir stúlkur. Gjöld skól- ans urðu nokkuð á 11. þús., en tekjur hans tækpar 4 þús.; mun- inn er ríkistillagi ætlað að jafna. Sonur Lárusar Fjeldsted hæsta- réttarlögmanns, sem fyrir skot- slysi varð í Ferjukoti nýlega, er nú dáinn af afleiðingum þess. Kvæði eru nú að koma út eftir Pál Þorkelsson, orkt á íslenzku dönsku og fleiri málum. Dáin er nýlega (26. þ.m.) hér í bænum, Flóra Zimsen borgar- stjórafrú, eftir allmikla van- heilsu, fyrirmannleg kona og vin- sæl. Biskupinn, dr. Jón Helgason, er nýfarinn utan til þess að sitja biskupafund Norðurlanda, serrv haldinn er nú um mánaðamótin á norska höfuðbólinu Fritzöehus í Larvik. Fundinn sækja flestir norrænir biskupar, eða um 30. — Það er þriðji biskupafundurinn, sem haldinn er.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.