Lögberg - 29.09.1927, Blaðsíða 2
Bls. 2
LöGutíftG, FIMTUDAGINN 29. SEPTEMBER 1927.
r
í5S52S25HSES2SESaS2?’S25H5HSH5H5aS2SE5SSE5a5H52SBSHS25H5aSHSHSHS2SH!ía5HSH5H52SHSHSHSHSa5a5eSB52Sa5HSB5H5aS2SHSa5HSHSa5HSHSHSHS25H5a5H5a5H55SESaSH525a5HSE5E5,í5Hii?crt
Sérstök deild í blaðinu
SOLSKIN
a
a
SHSHSHSH'i?ci SHiit'iiiSHSH5ESHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSH5E5HSHSH5HSHSHSHSHSHSHSHSHiiHí 5H5HSHSHSHSH5HSHSHSHSH5HSH5HSHSH5H5H5HSHSH5HSHSH5H5H5HSH5H5H5HSH5H5HSH5H5HSHSHSHSHSHSHSHSH5HS.
Fyrir börn og unglinga
MAMMA ÆTLAR AÐ SOFNA.
Seztu hérna hjá mér,
systir mín góð!
1 kveld skulum við vera
kyrlát og hljóð.
1 kveld skulum við vera
kyrlát af því,
að mamma ætlar að reyna að sofna
rökkrinu í.
Mamma ætlar að sofna,
og mamma er svo þreytt
— Og sumir eiga sorgir,
sem svefninn getur eytt.
Sumir eiga sorgir,
og sumir eiga þrá,
sem aðeins í draumheimum
uppfylla má.
í kveld skulum við vera
kyrlát og hljóð.
mamma ætlar að sofna,
systir mín góð!
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
BA UNA KÓNGURINN.
Einu sinni var ungur maður. Aldrei hafði
hann viljað læra neitt, og ekki nent að vir.na.
Hann var því orðinn svo fátækur, að hann átti
ekki einu sinni svo mikið sem munnbita, til að
seðja hungur sitt mgð. Hann var búinn að ferð-
ast um öll heimsins lönd og var orðinn dálítið
hygnari, þegar hann kom heim, heldur en þeg-
ar hann fór, því öllum ókunnugur hafði hann
liðið mikinn skort og var nú búinn að hlaupa
af sér hornin. Nú var hann orðinn svo viti
borinn, að hann var farið að langa til að læra
einhverja handiðn, en það var um seinan, því
nú átti hann ekkert, sem til þess þurfti.
Þá vildi einu einni svo til, að hann fann
þrjár baunir; hann tók þær upp, skoðaði þær í
lófa sínum og sagði hlæjandi:
‘Ef eg tek mig nú til, og sái þessum baun-
um, fæ eg hundráð baunir að ári, annað árið
þúsund og hamingjpn má vita hve margar þær
verða þriðja árið; Með þessu lagði get eg orðið
stórríkur maður, en samt er ekki verra, þó eg
flýti dálítið fyrir því.”
Svo gekk hann á fund keisarans og spurði
hvort hann mætti kaupa tunnur um alt ríkið
undir baunauppskeruna sína.
Þegar keisarinn heyrði, að hann þyrfti þessi
óhemju-ósköp af tunnum, hélt hann að þetta
væri vellauðugur maður, sem ekki vissi aura
sinna tal, og því lengur sem þeir töluðu sam-
an, því vissari varð keisarinn um þessa miklu
auðlegð, því alt af rann raupið og skrumið upp
úr manninum, eins og árstraumur, og hann
• sagði frá öllum þeim löndum, sem hann hefði
verið í, og kvaðst eiga stórar hallir og heilar
hjarðir af búpeningi.
Þessu trúði keisarinn öllu saman.
“Mér lízt vel á þig,” sagði hann, “og úr því
þú ert nú mikill og ríkur maður, og svona gáf-
aður, þá vil eg að þú verðir tengdasonur minn.”
Þetta kom alveg flatt uþp á manngarminn,
og hann hafði ekki hugmynd um, hvernig hann
ætti að fara að komast hjá þessari miklu upp-
hefð og vandræðum, sem mont hans og raus
höfðu komið honum í, og af því að hann svar-
aði engu, hélt keisarinn að hann gæti engu orði
upp komið fyrir fögnuði og fór strax að láta
undirbúa veizluna, og áður en aumingja piltur-
inn gat áttað sig á öllum þessum ósköpum, var
hann stríðgiftur keisaradótturinni og allir köll-
uðu hann nú baunakónginn.
Nú leið og beið, en hvorki kom auðurinn né
baunirnar í ljós, svo keisarinn fór hálfpartinn
að iðrast eftir tiltæki sínu og “ baunakóngur-
inn” sá lít undan sér hirðmennina og konur
þeirra gjöra gis að sér.
Hann skammaðist sín nú ofan fyrir allar
hellur, svo honum kom ekki dúr á auga á nótt
unni og alt af var hann að brjóta heilann um
hvemig hann ætti að afla sér fjár til að sýna,
að hann væri ekki fátækur ræfill.
Einu sinni snemma morguns fór hann á fæt-
ur og gekk út úr höllinni, án þess nokkur vissi.
Stóð þá alt í einu frammi fyrir honum maður
hár vexti og rauður mjög í andliti.
“Hvað amar að þér, ungi maður?” sagði
hann; “þú lítur út alveg eins og þú sért nýbú-
inn að missa aleigu þína!”
Baunakóngurinn sagði honum þá alt um
sína hagi.
Þá hló maðurinn og sagði:
“Hvað viltu gefa mér til að hjálpa þér úr
öllu þessu bgsli?”
“Hvað sem þú vilt,” var svarið.
“Gott og vel, við erum níu bræðurnir,”
sagði rauði maðurinn; “við kunnum sína gát-
una hver og getir þú ráðið þær, átt þú öll auð-
æfi*okkar, en getir þú það ekki, verðurðu að
gefa okkur fyrsta bamið, sem þú eignast.”
Auming’ja pilturinn var orðinn svo bugað-
ur af allri þessari smán, að hann samþykti alt,
sem ókunni maðurinn fór fram á, og vonaði
með sjálfum sér, að eitthvað það mundi koma
fyrir, áður en bamið fæddist, sem gæti leyst
hann af heiti sínu.
Rauði maðurinn sýndi honum nú allar hallir
sínar og hjarðir, sem voru þar í grendinni, og
sagði smölunum hvað þeir ættu að segja, ef ein-
hver spvrði þá, hver ætti allar þessar fjár-
breiður.
Tengdasonur keisarans fór nú heim aftur
til hallarinnar og sagðist mundi fara daginn
eftir með konu sína heim til sín.
A leiðinni mætti hann gömlum, tötralega
búnum og veiklulegum manni, sem hann kendi
í brjósti um og ætlaði að gefa ölmusu.
Karlinn þá ekki ölmusuna, en bauð bauna-
kónginum að ganga í þjónustu hans og mundi
hann aldrei iðrast þess að taka sig.
Því lofaði baunakóngurinn og kvaddi vin-
gjarnlega gamla manninn.
Þegar keisarinn heyrði, að tengdasonur hans
ætlaði að halda af stað til hallar þeirrar, er
hann ætti sjálfur, varð hann glaður við, og
bauð að honum skyldi sýndur allur konungleg-
ur sómi við burtför hans.
Daginn eftir, var hallargarðurinn fullur af
riddurum, sem kváðust þar komnir til að fylgja
herra sínum, baunakónginum, heim til hallar
hans. Þetta hafði karlinn, sem hann daginn áð-
ur hafði tekið í þjónustu sína, séð um. Sagðist
hann vera ráðsmaður baunakonungsins og út-
bjó alt sem skrautlegast, svo keisarinn var nú
ekki lengur í neinum vafa um, að tengdasonur
sinn væri vellríkur maður.
Keisarinn var sjálfur í förinni og var alt
af hinn kátasti; en aumingja ungi konungurinn
sat fölur og hugsandi á hesti sínum, því honum
fóru ekki úr minni orð rauða mannsins um
barnið og gáturnar.
Þegar þeir riðu fram hjá víðlendu, fögru og
grænu engi fullu af sauðfénaði og geitum,
spurði keisarinn hver það ætti.
“Baunakóngurinn,” svöruðu smalarnir.
Keisarinn varð æ kátari og kátari.
Svo komu þeir að öðru engi, miklu stærra en
hinu, og þar voru hestar tjóðraðir í stórum
hópum.
“Hver á alla þessa gull-fallegu hesta?”
spurði keisarinn.
“Baunakóngurinn,” svöruðu hestasvein-
amir.
Þá skein út úr keisaranum ánægjan og hann
tók í hönd tengdasyni sínum til að votta honum
gleði sína.
Því næst komu þeir að engi einu, þar sem
miklar hjarðir nauta, kúa og kálfa stóðu á beit,
og enn sögðu smalarnir, að alt þetta væri eign
baunakonungsins.
Loks komu þeir að höll hinna níu risa, því
hinir níu bræður vom í veranni níu rauðir
risar, sem gjörðu alt það ilt af sér meðal mann-
anna, sem þeir gátu.
Höllin var skrautleg og uppljómuð. Dýrr
indis máltíð stóð tilreidd á borðunum og í stuttu
máli var alt þar svo ríkmannlegt, að við sjálft
lá, að gamli keisarinn öfundaði tengdason sinn
af allri þessari dýrð, þegar hann fór þaðan um
nóttina.
Þegar nótt var komin, sagði gamli þjónninn
við húsbónda sinn:
“Þú ert nú búinn að sjá, herra, að eg þjóna
þér með trúmensku, og viljir þú nú fvlgja mín-
um ráðum, mun eg gjöra þér mikinn og góðan
greiða.”
“Hvað á eg þá gjöra, gamli maður?”
“Lofaðu mér að sofa í herberginu hjá þér
í nótt; svaraðu engu, sem þú verður spurður
að, og bærðu ekki á þér, hvað sem á kann að
ganga.”
“Svo skal vera,” sagði baunakóngurinn.
Þegar þeir voru háttaðir, og búnir að
slökkva ljósið, heyrðu þeir hark mikið og und-
^irgang.
Það var kallað hásri og dimmri röddu:
“Baunakóngur, baunakóngur!”
“Hvað viltu?” sagði karlinn.
“Eg var að kalla á baunakónginn, en ekki
þig,‘ ’ sagði röddin.
, “Það kemur í sama stað niður. Konung-
urinn, herra minn, sefur; hann var svo lúinn.”
Svo hevrðist mikill hávaði og ill læti og
röddinn kallaði aftur:
“Baunakóngur, baunakóngur!”
“Hvað viltu?” svaraði karlinn.
“Hvað er eitt?”
“Tunglið er eitt.”
“Er það þú, herra?”
“Drepstu, þussi!”
Þá heyrðist ýlfur mikið, óhljóð og öskur,
eins og allir árar væru þar saman komnir, og
önnur rödd kallaði:
“Baunakóngur, baunakóngur!”
“Hvað viltu?” sagði karlinn.
“Hvað er tvent?”
“Tvö augu í sama höfði sjá vel.”
Er það þú, herra?”
“Drepstu, þussi!”
Aftur heyrðist öskur og óhljóð. Svo kall-
aði þriðja röddin:
“Baunakóngur! Hvað eru þrír?”
“Þar sem þrjár dætur gjafvaxta efu í sama
húsinu, er vissara að hugsa sig um, áður en
maður fer inn.”
::Er það þú, herra?”
“Drepstu, þussi!”
Enn þá óhljöð, og svo kallaði ein röddin enn:
“Hvað eru fjórir?”
“Vagnar þurfa fjögur hjól.”
“Er það þú, herra?”
“Drepstu, þussi!”
Enn er kallað:
“Hvað eru fimm?”
“Fimm fingur eru á hvorri hendi.”
“Er það þú, herra?”
“Drepstu, þussi!”
Þá heyTÖist eins og þramgnýr og húsið lék
á reiðiskjálfi. Enn þá var kallað á baunakóng-
inn, en hann var svo hræddur, að hann þorði
varla að draga andann, og karlinn svaraði eins
og áður.
Eöddinn spurði:
“Hvað eru sex?”
“Hljóðpípa, með sex götum.”
“Er það þú, herra?”
“Drep6tu, þussi!”
“Hvað era sjö?”
“Hlutast þú aldrei til um sjö bræðra mál-
efni.”
“Er það þú, herra?”
“Drepstu, þussi!”
“Hvað eru átta?”
“Plógur með átta hestum fyrir.”
“Er það þú, herra?”
• “Drepstu, þussi?”
Enn þá var rekið upp afar-hátt öskur, og
rödd ein, titrandi af heift og hræðslu, spurði:
“Hvað eru níu?”
“1 húsi því, sem níu fullorðnar systur eru,
er sjaldan sópað.”
“Er það þú, herra?”
“Drepstu, þussi!”
Þó alt þetta væri um garð gengið og hljótt
orðið í höllinni, gat baunakóngurinn ekki sofn-
að, en beið óþreyjufullur eftir dagsbirtunni,
eins og dauðþyrstur maður eftir svaladrykk.
Um morguninn kallaði hann á gamla mann-
inn, en hann var gjörsamlega horfin; hann fór
þá út úr höllinni til þess að leita hans, og þar
lágu þá risarnir níu, sem allir höfðu sprungið
af reiði, og hrafnar og gammar voru þegar
farnir að jeta hræ þeirra.
Baunakóngurinn kraup á kné og þakkkaði
guði sínum, sem hafði bjargað honum úr háska
og neyð. Þá heyrði hann rödd álengdar, sem
sagði:
“Meðaukmvun sú, er þú sýndir fátækum
aumingja, hefir bjargað þér. Vertu ætíð brjóst-
góður.” — Kveldúlfur.
HEILRÆÐ.I
Viljir þú geðjast Guði vel
og góðum mönnum hér,
hreintrúað' hafðu hjartans þel
og heiðra hans nafn, sem ber.
Orð Drotins lær með allri gát,
iðka mest heita bæn,
þakkargjörð fagra fylgja lát,
fóm sú er einka væn.
Hugsun vondri þér hrittu frá,
henni gef aldrei rúm þér hjá,
illgresis-fræið upp sé rætt,
áður en frjófgun nær,
ske má það sé við háska hætt,
ef hrekkjarótin grær.
ÍÆðri menn þér í heiðri halt
hvern eftir sinni stétt,
ljúflyndi við þinn líka skalt
láta í frammi rétt.
Gleztu aldrei við gamlan mann,
gráhærðum virðing ber,
forsmá ei heldur fátækan,
sem frómur og meinlaus er,
móðga ei þann, sem mæðir stygð,
meðaumkun sýn þeim líður hrygð,
djarflega#ekki öðrum lá
ávirðing hans né brest,
þú veizt ei hvað þig henda má,
haf gát á þér sem bezt.
Forðastu þá, sem fara með smán,
falsyrðin, háð og spé,
lánleysi, slys og lukkurán
laun þeirra’ trúi og sé,
hótfyndnin ill er engum þekk,
athuga jafnan það,
ske má þú hafir ský eða flekk,
ef skyldi þar grenslast að,
hlátur og keskni hæfir sízt,
heimskunnar merki það er víst,
klám, níð og hróp þú hata mest,
hugsa um.málshátt þann:
frómlegum siðum samtal verst
sannlega spilla kann.
Hallgrtmur Pétursson.
Sktddabréfið.
Kristófer Rósinkranz heimtaði fimm þús-
undir dala af ekkju Kristjáns Juls, sem hann
þóttist eiga hjá dánarbúinu. Hún vissi, að bú-
ið skuldaði honum ekkert; en hann lagði fram
skuldabréf með undirskift hennar og manns
hennar sáluga. Hún stóð fast á því, að undir-
skriftin væri fölsuð. Málinu var stefnt í dóm,
en hún féll á því og var dæmd til að borga skuld-
ina. Loksins flýði hún á náðir Kristjáns kon-
ungs fjórða, og fór því enn fram, að hvorki
hefði hún né maður hennar skrifað undir
skuldabréf það, sem mótstöðumaður hennar
hafði í höndum, né heldur hefðu þau sett nöfn
sín undir það. Konungur hét því, að rannsaka
sjálfur þetta mál vandlega; síðan kallaði hann
Rósinkranz fyrir sig, spurði hann á marga vegu
og áminti hann um að segja satt. En það kom
fvrir ekki. Rósinkranz var óskammfeilinn, og
bar skuldabréfið fyrir sig. Konungur heimt-
aði þá að sjá skuldabréfið, s]joðaði það nákvæm-
lega, lét síðan Rósinkranz fara burtu, en hélt
því eftir, og kvaðst mundu skila honum því síð-
ar. Þegar hann var farinn hélt konungur áfram
einn saman að rannsaka skuldabréfið, skoðaði
það í krók og kring, og komst loksins að því af
marki því, sem var á papíraum, að sá; sem hafði
búið til papírinn, hafði reist pappírsmylnu sína
í Friðriksborg löngu síðan en skuldabréfið var
Professional Cards
DR. B. J. BRANDSON
»16-220 Modical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy 8ta.
Phone: 21 834.
Olíice tlmar: 2_l
Heimili: 776 Victor at
Phone: 27 1*2
Winnipeg, Manitoba.
COLCLEUGH & CO.
Vér leggjum sérstaka áherzlu á. atS
eelja meSul eftir forskriftum lækna.
Hln beztu lyf, sem hsegt er a8 fft eru
notuB eingöngu. Pegar þér kómiC
meb forskriftlna til vor, megiS þér
vera viss um, a8 fá rétt þaB sem
læknirinn tekur til.
Nótre Dame and Sherbrooke
Phones: 87 669 — 87 650
Vér seijum Giftingaleyfisbréf
DR O. BJORNSON
216-220 Modical Arts Itklg
Cer. Graham og Kennedy Sts.
Phones: 21 834
Office timar: 2—3.
Heimlli: 764 Victor St.
Phone: 27 584
Wlgnipeg, Manitoba.
DR. B. H. OLSON
218-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Pane: 21 834
Office Hours: 3—5
Heimili: 921 Sherbume St.
Winnipeg, Manitoba.
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medtcal Arts Bldg
Cor. Graham og Kennedy Ste.
Phoie: 21 834
Stundar augna, eyrna nef og
kverka sjúkdðma.—Ey a8 hitta
kl. 10-12 f.h. og 2-6 e. h.
Heimili: 373 River Ave.
Tais. 42 691
DR. A. BLONDAL
Medicai Arta Bldg.
Btundar sérstaklega Kvenna og
Barna sjúkdðma.
Hr a8 _hltta frá kl. 10-12 f. h.
og 3—6 e. h.
Office Phone: 22 208
Heimili: 804 Victor St.
Slmi: 28 180
Dr. Kr. J. Austmann,
Wynyard, Sask.
DR. J. OLSON
Taimlæknlr
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Bta.
Phone: 21 834
Heimilis Tals.: 38 626
DR. G. J. SNÆDAL
Tanniæknlr
614 Somerset Block
Cor. Portage Ave og Donald St.
Talslmí: 28 889
Giftinga- og Jarðarfara-
Blóm
meS iitlum fyrirvara
BIRCH Blómsali
593 Portage Ave. Tals.: 30 720
St. John: 2, Ring 3
A. S. BARDAL
848 Sherbrooke St.
Selur llkklstur og annast um út
farir. Aliur útbúnaBur eá bestj.
Enn fremur seiur hann allskonar
minnlsvar8a og legsteina.
Skrifstofu tals. 86 607
Hciniiiis Tals.: 58 302
Tals. 24 163
NewLycGumPhotoStudio
Kristín Bjarnason eig.
290 Portage Ave, Winnlpeg
Næst við Lyceum leikhúsið.
THOMAS H. JOHNSON
H. A. BERGMAN
ísL lögtrseOtngar.
Skrifstcfa: Room 811 MoArthnr
Bulldlng, Portage Ave.
P. O. Box 1656
Phones: 26 849 og 26 840
JOSEPH T. THORSON
ísl. lögfræðingur
Scarth, Guild & Thorson,
Skrifstofa: 308 Great West
Permanent Building
Main St. south of Portage.
Phone 22 768
LINDAL, BUHR & STEFÁNSON
fsleu/.kir lögfræCingar.
366 Main St. Tals.: 24 962
866 Main St. Tals.: A-4963
þeir hafa elnnig skrlfstefur a8
Eundar, Rlverton, Gimli'og Piney
og eru þar a8 hitta á eftlrfylgj-
and tlmum:
L<undar: annan hvern mlBvikudar
Riverton: Fyrsta fimtudag.
Gimli: Fyrsta miBvlkudag.
piney: PriBJa föstudag
1 hverjum mánuBl.
A. G. EGGERTSSON
tsl. lögfræðlngur
Heflr rétt til a8 flytja mál bæCl
1 Manitoba dg Saskatohewan.
Skrifstofa: Wynyard, Snak.
Athygli!
Komið með næstu lyfjaávísun-
ina yðar til vor. Þaulæfðir sér-
fræðingar annast um alla lyfia-
samsetningu.
INGRAM’S DRUG STORE
249 Notre Dame Ave.
Gagnvart Grace kirkjunni.
A. C. JOHNSON
907 Confederatlon I/Ife Bldg.
WINNIPEG
Annast um fasteignir manna.
Tekur að sér að ávaxta sparifé
fólks. Selur eldsábyrgð og bif-
reiða áibyrgðir. Skriflegum fyr-
irspurnum svarað samstundis.
Skrlfstofusiml: 24 263
Heimaslmi 33 328
J. J. SWANSON & CO.
ijmiti:i)
R e n t a 1 s
Insurance
RealEstate
Mortgages
600 Paris Building, Winnipeg
Pohnes: 26 349—26 240
Emil Johnson
SERVICE B1L.EOTRIO
Rafmagns OontracUng — AB«-
kyns rafmagsnríhöld seld og við
pau gert — Eg sel Moffat og
McClary Eldavélar og hsft P*r
til si/nis d verkstasOi nUnu.
524 SARGENT AVE.
(gamla Johnson’a byggingin y18
Toung Street, Wlnnlpeg)
Verkst.: 81 507 Heima.: 27 288
Verkst. Tals.: Helma Tolo.:
28 383 2* 284
G. L. STEPHENSON
PLUMBEK
Allskonar rafmagnsáhöld, mrv æm
straujám, víra, allar tegundlr af
glösum og aflvaka (batterlee)
VERKSTOFA: 676 HOME 8T.
tslenzka bakaríið
Selur beztu vömr fyrlr lægMa
verð. Pantanlr afgrelddar bæfU
fljótt og vol. Fjölbreytt Arrat.
ILrein og llpnr vlðsklfti.
Bjamason Baking Co.
676 SARGENT Ave. Wlnnlpog.
Phone: 34 298
dagsett; og þegar hann af þessum manni
sjálfum hafði fengið vissu um, að hann ekki
hafði búið til svona papír þar í landi, sá hann
gjörla, að Rósinkranz mundi hafa rangt fyrir
sér. Samt sem áður lét hann á engu bera, held-
ur kallaði á Rósinkranz fyrir sig nokkrum dög-
um síðar, og brýndi fyrir honum að hann ætti
að vera vægðarsamur við veslings-ekkju, og að
drottinn mundi hefna þess á honum, ef hann
gjörði henni svo stórkostlega rangt til. Rósin-
kranz var ósvífinn og hafði hótanir í frammi.
Konungur gaf honum enn nokkurn umhugsun-
artíma; en þegar það einnig var árangurslaust,
var hann tekinn fastur og honum harðlega
refsað.—Smás. P. P.