Lögberg - 29.09.1927, Page 3
LöGBERG, FIMTUDAGINN 29. S'EPTEMBER 1927.
Bla. S.
Þœttir ár sögu hestsim
Eftir Ludvig C. Magnússon.
(Framh.)
Nytsemi hestsins.
Frá fyrsta tíma, er mennirnir
koma fram hér á jörðunni, hafa
þeir stöðugt leifeast við að hag-
nýta sér alt lifandi og dautt. Má
nærri geta, að þeir hafa snemma
litið hestinn áköfu girndarauga.
Þegar þeir höfðu tekið hann í
þjónustu sína, hefir varla liðið
langur tími áður en þeir uppgötv
uðu ýmsa góða og hagkvæma eig-
inleika hjá honum, svo sem vits-
muni, næmi, afl og þolgæði.
Hefir þessi þekking þeirra á hon-
um ráðið þyí til hvers þeir hafa
notað hann.
Hesturinn er fyrsta dýrið, á
eftir hundinum, sem maðurinn
tekur í þjónustu sína. Það er
mjög óvíst, hvenær það hefir ver-
ið, en til eru heimildir fyrir því,
að tamdir hestar fyrirfinnist í
Asíu um 3—4000 árum f. Kr.
Engar heimildir eru til um það,
hvort hesturinn hefir fyrst verið
notaður til dráttar, reiðar eða
fæðu, en undir eins og menn koin-
ust að því, að hann var nothæfur
til að draga byrðar, hafa þeir að
líkindum tekið að nota hann í
hernaði. I
Það er sögulcga sannað, að
hervagnar voru notaðir löngu áð-
ur en riddaralið kom til sögunn-
' ar. Þá er menn sáu, að riddara-
lið var hagkvæmara en vagnar í
orustum, hurfu hervagnar úr sög-
unnni, en dráttarafl hestsins var
notað til annara þarfa. Hefir
þetta að líkindum verið byrjun
þess, að alment va* tekið að nota
hesta til reiðar. Það er í frásðg-
ur fært í fornum ritum erlendum,
að víkingarnir á elztu tímum
börðust fótgangandi, en hins veg-
ar er þá hervagna og vagnboga
víða getið.
í elztu sögum sjáum vér, að
forfeður vorir höfðu miklar mæt-
ur á hestinum sem ágætum og
tryggum vini. Mun hann þó hafa
komist í mest dáiæti, er reiðlistin
var upgötvuð.
Á riddara tímunum var lögð
sérstök áherzla á að ala upp stóra
og sterka hesta, sem gátu borið
hin þungu herklæði. Albrynjað-
ur riddari, reiðtygi og brynja
hestsins vógu samanlagt 150—200
kg. Það kom fljótt í ljós, að slík-
ir hestar höfðu lítinn flýti til að
bera, og gat það oft verið baga-
legt. Menn fóru því að íhuga,
hver ráð mætti finna til þess að
auka flýtinn. Sást brátt, að kyn-
blöndun var fyrsta sporið í átt-
ina. Voru nú ýms hvatleika-af-
brigði fengin til að bæta kynið.
Var arabiski hesturinn á meðal
þeirra, er notaðir voru til kyn-
bóta. Því næst þurfti að skera
úr, hvar væri mestan flýti að fá,
og hvaða hest skyldi helzt nota til
kynbóta. Var það gert með því,
að hleypa saman ákveðna vega-
lengd kynblönduðum hestum sam-
hliða óky.nblönduðum, svo og hin-
um ýmsu kynblönduðu afkvæmum
sérstaklega. Mun þetta vera hið
fyrsta upphaf kappreiða, sem alt
fram á vora daga hafa verið einn
þátturinn í notkuri hestsins, og
mikilli útbreiðslu hafa náð um
allan heim nú á síðustu árum.
1 þessu sambandi er ekki úr
vegi að minnast á skemtun þá,
er hesturinn veitti fornmönnum,
er hestaöt voru háð.
Það er óþarfi að fjölyrða um
gagnsemi þá, sem hesturinn hefir
haft fyrir landbúnaðinn; það at-
riði þekkja allir. Á þessari véla-
menningaröld hafa vélarnar víða
bolað hestinum burtu, og munu
sjálfsagt verða meiri brögð að
því, er tímar líða, en alstaðar þar
sem landbúnaður er rekinn í smá-
um stíl, mun hesturinn verða á-
litinn nauðsynlegur. Það er
kyggja min, að seint muni vélun-
um takast að útrýma hestinum al-
veg, að minsta kosti mun það
dragast mjög lengi, að hætt verði
að nota hann til reiðar, því að um
langan aldur mun mörgum þykja
það líkams og sálar hressing, að
koma á bak góðhesti.
Frá því að sögur hófust, hefir
hesturinn verið notaður til fæðu.
Norðurlandabúar stóðu all-fram-
arlega í hrossakjötsáti lengi fram
eftir öldum. Á öllum stórhátíð-
um var hrossakjöt aðalkjötréttur-
inn. í heiðni höfðu menn mikinn
átrúnað á hestum, og var þeim
fórnað goðunum; síðan var kjöt-
ið borið þeim, er~a5 blótum voru.
Við kristnitökuna var því hrossa-
kjötsát mjög samtvinnað heiðn-
um átrúnaði. Þetta hefir líklega
verið aðalástæðan til þess, að
kaþólska kirkjan bannaði áhang-
endum sínum hrossakjötsát. Gat
það vakið endurminningu hjá
mönnum um heiðnina, en það var
hættulegt fyrir þá, er veikir voru
í trúnni. Verður þetta vísirinn
til þess, að farið er að leggja fæð
á hrossakjöt. Og þessi óbeit
magnast svo mjög, að að síðustu
þykja þau heimili illræmd, er
þrossakjöts neyta. Nú á síðari
árum virðist óbeit á hrossakjöti
vera að hverfa, og er það sannar-
'ega vel farið, því að hún er tal-
andi vottur þröngsýnis og kreddu-
festu, og búin að valda þjóðunum
alt of miklu tjóni, einkum Evrópu-
þjóðunum.
Hinsvegar hefir hrossakjötsát
ekki lagst niður í Asíu, og þykir
þar enn mesta sælgæti og búbót.
Kaplamjólk er sumstaða'r notuð
til ostagerðar.
• T
Um aldaraðir hefir hesturinn
verið samherji vor mannanna í
lífsbaráttunni. Þær byrðir, sem
vér gátum ekki borið sjálfir, lögð-
um vér á bak hestinum, þann flýti,
sem oss vantaði, lánuðum vér hjá
hestinum; það fljót, sem var ó-
brúað, létum vér hestana brúa. Og
mætti svo lengi telja. Ef hestur-
inn hefði ekki gert þetta fyrir
oss, hefðum vér orðið að gefast
upp eða staðið ráðalitlir.
Má nærri geta, að vér höfum
borgað þeim vel, sem gerði þetta
fyrir oss möglunarlaust. Marg-
ur maðurinn hefir orðið matvinn-
ungur fyrir minna, hafi hann lif-
að hjá sæmilegu fólki. En þó
skömm sé frá að segja, höfum vér
ekki alt af metið hestinn sem mat-
vinnung, og myndi mörgum þykja
það ranglæti, ef þeir væru ekki á-
litnir matvinnungar fyrir álíka
vinnu og hesturinn hefir afkast-
að. i— Margir þeir, sem hrópað
hafa um rangsleitni annara við
sig, heimta, að skepna sú, er
aldrei hefir skuldað þeim eyris
virði, þrælki fyrir þá á meðan
hún lifir — endurgjaldslaust.
Hvaða rétt höfum vér til þess
að heimta af hestinum krafta
hans alla æfi fyrir ekki neitt?
Vér höfum engan rétt til þess, en
að eins skyldur til þess að launa
honum það, sem honum ber; að
hann fái lífsnauðsynjar sínar á
meðan hann lifir. Hesturinn er
eins rétthár og maðurinn, séð frá
sjónarmiði náttúrunnar. Það lýs-
ir sér eigi lítil frekja í skilnings-
lesyi á tilverunni hjá þeim, er rek-
ur úttaugaðan hest út á klakann.
Þegar vér metum réttilega vinnu
hestsins og berum saman laun
þau, er vér veitum manninum
fyrir tiltölulega sömu vinnu, mið-
að við krafta mannsins, sjáum
vér, að réttlætið situr ekki alt af
í hásætinu. Hinsvegar eru til
margir hestavinir, sem hegða sér
eins og sæmilega kristnar mann-
eskur.
Sýnum hestinum réttlæti og
heimtum ekki meira af honum en
vér endurgjöldum og munum það,
að þegar hann er þrotinn að kröft-
um, þá skuldum vér honum svo
mikið, að oss ber að sjá fyrir hon-
um. Sannarlega verðskuldar hann
að fá að lifa nokkurn tíma í góðu
yfirlæti áður xen kúlan er látin
gera enda á þrælalífi hans.
hans.
Gamall hestur, sem stendur úti
í helstirðnuðum haganum, í hríð-
arbyl heljarnepju, skerandi hungr-
aður og skjálfandi eins og hrísla,
segir ljótt um eiganda sinn, ljót-
ara en flest annað. — Fákur.
Hestavísur.
Fjöllin öskra, glymja gil,
grundir skjálfa og balinn,
þegar Röskur þrífur til
og þrumar á skeiði’ um dalinn.
Vel hefir sóst á vinamót,
vín er í brjósti inni.
Yfir hrjóstur, hrauna’ og grjót
hleypi eg Gjóstu minni.
—Fákur. Þröstur.
Við Limafjörð.
Sumarið 1925 var eg í Danmörku
um tveggja mánaða skeið og ferð-
aðist um ^ear, til að kynna mér ým-
islegar nýjungar viðvíkjandi garð-
yrkju. Fór eg víða um til þess að
heimsæk j a aðalgarðyrk j utilrauna-
stöðvarnar á Fjóni og Jótlandi.
Hagaði eg ferð minni frá Esberg og
norður eftir þannig að eg dvaldi
eina nótt í Skive—smáborg við
Limafjörð—en ætlaði svo daginn
eftir norður að tilraunastöðinni á
Tylstrup, því þar eru gerðar víð-
tækar tilraunir með fjöTda af kart-
öfluafbrigðum m. a., sem mig fýsti
að kynnast nánara.
Um morguninn í Skive sat eg í
gistihúss-veitingasalnum og snæddi
morgunverð og leit um leið í hin
nýútkomnu dagblöð bæjarins. Varð
mér starsýnt á auglýsingu frá garð-
yrkjumanni einum þar í nágrenn-
inu, er skýrði fr áþví að þá dagana
blómguðust 10,000 rósir af ýmsum
afbrigðum á rósaakrinum og bauð
hann öllum þeim sem vildu, að sjá
dýrðina. Hér var gott tækifæri til
að kynnast ýmsum rósaafbrigðum
af eigin ,sjón og eg ákvað því að
fresta förinni til Tylstrup til næsta
dags og fór í stað þess að skoða
rósirnar. Var það hið mesta yndi
bæði fyrir augu og nef, — og vjrit
eg að mörg íslensk húsmóðir hefði
óskað að fá að dvelja í þeim reit
eg aftur á leið til borgarinnar.
Og það var nú eiginlega það, sem
mig langaði til að segja frá, sem
fyrir mig bar á þeirri leið.
Sólin skein glatt á skóga og engi,
og lyngtoppar sáust hér og þar —
síðustu leifar af jósku heiðunum.
— Blærinn þaut svo að skrjáfaði í
laufinu og hreyfði örlítið yfirborð-
ið á Limafirði. — Eg var óvanur
hitanum og varð fljótt þreyttur á
göngunni og settist um stund við
veginn milli villijurtanna, flækju,
bláklukku og draumsóleyja, sem
vaxa svo víða meðfram dönskum
þjóðvegum og gera skurðina beggja
megin vegarins svo yndisfagra.
Eftir nokkra hvíld hélt eg áfram
og kom eftir stutta stund að hliði
við einn bóndabæinn. Þar var nafn-
spjald á hliðinu og á því stóð ‘Jenle’
með stóru letri.
Oft hafði eg heyrt getið um
‘Jenle’ og bóndann sem þar býr,—
og án þess að hugsa mig nánara um
snaraði eg mér inn fyrir hliðiS,
gekk heim að íbúðarhúsinu og barði
að dyrum. Á steintröppunni við
dyrnar stóðu tréskór æði stórir.
Eftir litla stund kom maður til dyra
og fór í tréskóna, hann var þrek-
vaxinn en ekki hár, ljóshærður og
hvasseygður, höfðinglegur sýnum.
Þetta var 'bóndinn á ‘Jenle’, þjóð-
skáldið og jafnaðarmaðurinn Jæppe
Akjær, sem margir íslendingar
munu kannast við. Eg heilsaði og
sagði hverrar þjóðar eg væri og var
mér strax tekið meÖ tveim höndum
og boðið til stofu. Sat eg þar og þá
góðgerðir, og spuröi Akjær margs
héðan af íslandi. En fljótt fann eg
hvað af því sem Akjær ræddi um
var honum hjartfólgnast. Það var
Jótland og Jótarnir, því Jæppe
Akjær er fyrst og síðast Jóti sjálfur.
Þegar hann hefir ort um Jóta og líf
þeirra hefir hann náð hæstu tindun-
um, og kvæði hans um þau efni
munu seint gleymast á Norður-
löndum, eða þar sem Norðurlanda-
mál eru töluð. Þau kvæði hefir
snillingur ort. Þar eru mannlýsing-
ar sem sýna bæSi yfirborðið cg
djúpið í mannssálinni og vegna
þeirra Verður Akjær settur á bekk
með skáldum sem Burns og Fröd-
ing. Varð Akjær fyrir áhrifum af
þeim á yngri árum, en hefir síð-
an farið sínar eigin götur.
En þessi ferðasaga á ekki að
verða nein “kritik” um skáldskap
Akærs—síður en svo.
Við sátupi alllengi og okkur varð
skrafdrjúgt um ýmsa hluti. Síðan
bjóst eg til brottferSar, en Akjær
fylgdi mér út og sýndi mér búið—
fjós, hesthús, og svínastíu, akra og
aldin- og blómagarða. Var öll um-
gengni hin prýðilegasta og er Akjær
talinn góður bóndi og starfar tals-
vert að búskapnum sjálfur.
Eg þakkaði ágætar viðtökur; en
áður en eg kvaddi, sagði Akjær við
mig: Þér eruð nú kominn hingað
norður á Jótland og þér ættuS ekki
að fara héðan frá Limafirði án þess
að heilsa upp á vin minn Thögar
Larsen í Limvík. Og hann er betur
að sér í norrænum fornbókmentum
en eg,—og berið þér honum kveðju
frá mér.”
Eg lagði síðan á stað inn til borg-
arinnar og þar sem eg timans vegna
gat leyft mér þennan litla útúrdúr
til Limavíkur, þá ákvað eg að gera
þaS. Kom eg þangað seint um kvöld-
ið og var um nóttina á gistihúsi við
j árnbrautarstöðina.
Fyrir hádegið daginn eftir fór eg
að hitta Thöger Larsen. Eg sagði
til nafns míns og þjóðernis og báuð
hann mig þegar velkominn og sá eg
að honum þótti vænt um að hitta
íslending, og hafði hann aðeins hitt
einn áður, Jónas heitinn GuSlaugs-
son. Vel var mér kunnugt um, áður
en eg hitti Thöger Larsen að hann
væri eitt af hinum bestu ljóðskáld-
um sem Danir hafa átt á seinni tim-
um (síðan Drachmann og Thor
Lange féllu í valinnj. En eg var
þá lítt kunnur öðru en hans eigin
kvæðum, og hinni ágætu þýðirtgu
hans á “Rubaiyat.”
Thöger Larsen var þá nýorðinn
fimtugur, er eg kom til hans. Faðir
hans var kotbóndi í þorpi smáu ná-
lægt Limvik og þar ólst hann upp
við fátækt. Faðir hans var löngum
bundinn við vinnu sína úti viS, en
móðirin önnum kafin við heimilið
og var litli Th. L. fyrst lengi að
mestu undir umsjá afa sís, sem þá
var á tíræðjsaldri. Var hann forn í
skapi, kunni sögur margar og las
oft hátt fyrir drenginn upp úr bibl-
íunni og gömlum skræðum, og sagt
er að gamli maðurinn hafi haft
mikil áhrif á drenginn. Þegar hann
hafði aldur til var hann sendur í
skóla og gekk honum svo vel að af
ráðið var aS láta hann njóta hærri
mentunar. Gagnfræðapróf tók hann
1892. Þá dó faðir hans, en efni og
ástæður leyfðu ekki að pilturinn
gæti haldið áfram við námið og
varð hann því að hverfa heim ti
þess að vinna fyrir móður sinni
En seinna varð han aðstoðarmað-
ur hjá búnaðarráðunaut, og þá fór
hann að leggja stund á stærðfræði
og stjörnufræði, bjó til stærÖfræði-
nokkra stund. Eg fékk ágætar leið-
beiningar hjá garðyrkjumanninum, j legar formúlur, mældi hæð mána-
og eftir nokkurra stunda dvöl hélt fjallanna, gang himintunglanna og
teiknaði Stjörnukort. Undruðust
margir hve nákvæmar athuganir
hans voru, þó voru þær gerðar
með mjög einföldum tækjum, því á
öðrum átti hann ekki völ.
Nokkrum árum seinna gerSist
hann ritstjóri við “Dagblað Limvík-
ur” og var það um margra ára
skeið, en hefir nú látið af því starfi.
Síðan hefir hann ávalt iðkað
stjörnufræði og hefir sjálfur smíð-
að sjónauka og með þeim athugar
hann himingeiminn. Ekki segist
Thöger Larsen vera stjörnufræð-
ingur sem vísindamaður, heldur aS-
eins til að fá betur skilið þó ekki
væri nema lítið brot af hinu óend-
anlega djúpi. En í skáldskap hans
gætir þess mjög að sjóndeildar-
hringur hans er óvenjuvíður.
Snemma hafði hann farið að
yrkja, og er haft eftir föður hans,
að á fermingaraldri hafi drengur-
inn “verið búinn að ‘útata’ heilt
vagnhlass að pappír.”
Ekki hafði eg talað lengi við
Thöger Larsen fyr en eg sá að hér
var um óvenju fjölhæfan mann og
fróðan að ræða. Þekking hans er
víðtæk og hann virðist hvergi hafa
stytt sér leið til að afla sér hennar.
Mörg tungumál hefir hann orðið að
læra, m. a. grísku og norrænu
Danskan, sem hann ritar er fögur
og þróttmikil og hann er hvergi
smeykur við að skapa nýyrði af
norrænum stofni, og notar víða
djörf orð úr hinni jósku mállýsku
sem hann ólst upp við. Og svo mikill
snillingur er hann í notkun þeirra
að hvergi finst manni vera seilst
of langt eftir þeim; þau fara vel í
munni hans. Og hann er hugmynda-
. ríkur og líkingar hans geta verið
bæði unaðslegar og stórkostlegar.
Hann kveður ýmist stirt eða létt,
og hérumbil altaf af mikilli list.
Honum er oft mikið niðri fyrir og
hann kann að segja frá því. En
kvæðin hans eru lítt við alþýðu
skap, enda er dönsk alþýða lítt
tneigð fyrir skáldskap.
Thöger Larsen hefir ekki gefið
út mergð af bókum, eins og margir
nútíðarhöfundar ;'en það mun vera
álit margra að kvæði hans séu með
leim bestu og sérkennilegustu, sem
ort hafa verið á Norðurlöndum á
hinum síðustu árum. Hann hefir
ekki einungis auðgað danskar bók-
mentir með sínum eigin kvæðum,
heldur einnig þýtt .nokkur af bestu
cvæðum heimsbókmentanna á
danska tungu. Má þar benda á
kvæði Sapfo er hann hefir þýtt úr
frummálinu, og “Hrafninn” og
Lenor” eftir Poe, og “Rubaiyat”
eftir Omar Khajjam hinn persneska
(i. 1040). Er þú þýðing ger af
rinni mestu snild og hefir Thöger
Larsen tekist einkar vel að halda
hinum yndislega austræna blæ sem
er yfir “Ferhendum tjaldarans” fer
Einar Benediktsson nefnir svo).
Var Omar maður djúpvitur og
dýrkaði fegurðina hvar sem hann
fann hana. Stjörnufræðingur var
hann með afbrigðum. Hneigður var
han fyrlr vín og víf og gladdist yfir
fegurð og angan rósanna. Oft kast-
aði hann fram ferskeytlum (Rubil),
og þar nýtur hann hinnar líðandi ?rein
stundar en hirðir hvorki um “i gær”
eða “á morgun,” en gleðst með dótt-
ur vínviðarins. Eru margar vísur
hans skínandi perlur. Englendingur-
inn Edward Fitzgerald þýddi og
endurkvað allmargar þeirra á ensku
og nefndi “Rubaiyat”. Og í þeirri
þýðingu hefir kvæðið farið sigur-
for um víða veröld.
sBókaverzlun Gyldendals gaf
“Rubaiyat” út og mun það að lík-
indum vera hin skrautlegasta kvæða
bók, sem út hefir verið gefin í
Danmörku. En kvæðið hefir Thöger
Larsen þýtt eftir útgáfu Fitzger
alds.
Þegar eg heimsótti Thöger Lar-
sen hafði hann nýlokið við að þýða
Sæmundareddu. — Til þess þurfti
hann að læra islensku og hana varð
hann að kenna sér Sjálfur. Aldrei
hafði hann heyrt íslensku fram-
borna fyr en eg las fyrir hann kafla
úr Heimskringlu er eg hafði með-
ferðis. Vel var hann kunnugur
verkum Snorra og kvaðst álíta hann
einn hinn mesta snilling er uppi
hafi verið.
Thöger Larsen taldi það mikið
happ fyrir sig að hafa lært islenzku
og sagði m. a.: “Eg hélt áður að eg
kynni dönsku, en eftir að eg fór
að kynnast gamla málinu hefi eg
glögt séð hve mikið þar vantaði á.”
Slíkri hreinskilni haföi eg ekki
kynst áður í Danmörku. Hvað
Edduþýðingunni viðvíkur þá er hún
prýðilega af hendi leyst og hefi eg
þar fyrir mér orð þeirra manna,
sem eru færir í þeim fræðum. Ber
þeim saman um að skáldskapur Sæ-
mundareddu njóti sín vel í þýð
ingu Thöger Larsens. En erfitt mun
að þýða Eddurnar svo að íslending-
um líki, enda er það ekki gert fyrir
okkur, sem höfum greiðan aðgang
að þeim voldugu verkum á sjálfu
frummálinu.
Thöger Larsen hefir einnig gefið
út skýringar á ýmsu viðvíkjandi
Sæmundareddu og gert margvísleg
ar málfræðilegar athugasemdir og
brögðum fornnorrænna manna og
forn-Grikkja. Eru þar margar
skarplegar athuganir, en um þær
greinir fræðimenn á. Fjarri er því
að eg geti lagt nokkurn dóm á þá
hlið málsins.
Nú mun vera í ráði að gefa út
nýja þýðingu af íslendingasögunum
á dönsku, að tilhlutan Gunnars
Gunnarssonar ríthöfundar, og með
aðstoð allmargra danskra rithöf-
unda er eiga að annast þýðingarnar.
Margir íslendingar líta á þetta fyT-
irtæki með nokkurri tortrygni, sem
vonlegt er, því vafasamt er að völ
sé á mönnum er hafi fullan skilning
á hinum ágætu fornu sögum eða
nægilega þekkingu á ísl. máli. En
meðal þessara manna eru þó nokkr-
ir, sem bera má fult traust til eins
og t. d. hinn ágæti rithöfundur Jó-
hannes V. Jensen og Thöger Lar-
sen. Er mér kunnugt um að í ráði
mun vera að hinn síðamefndi eigi
að þýða Laxdælu og Hávarðar sögu
ísfirðings—og að því er mig minnir
Fóstbræðra sögu. Og um þær sög-
ur sem ThÖger Larsen á að þýða
getum við verið óhræddir.—
Thöger Larsen er óvenju list-
hneigður maður, og meðal annars
hefir hann ágætar gáfur sem teikn-
ari og málari en hefir þó ekki lagt
mikla rækt við þann hæfileika. Þó
hefir hann teiknað ýmsar skraut-
myndir í sumar þær bækur sínar er
hann hefir sjálfur gefið út og fara
þær prýðilega.
Hann er maður orðheppinn og
nefnir hlutina með réttum nöfnum,
setningar hans eru stuttar og skýrar
og mér virist hann vera óvenju nor-
rænn í hugsun. Kýminn er hann og
skemtilegur í viðræðum og látlaus
í allri framgöngu. Og hinn jóski
blær yfir máli hans er einkar hress-
andi, enda hefir Jótinn oft verið
talinn kjarni dönsku þjóðarinnar.
Thöger Larsen er sjaldgæfur
maður og að mörgu leyti frábrugð-
inn skáldum þeim, sem nú eru uppi
Danmörku. þjtonum má ekki líkja
við laufblað á grein. Hann er öllu
heldur þróttmikill kvistur, sem vex
beint frá rót.
Við notuðum daginn til að skoða
umhverfi bæjarins og fórum m. a.
út að Jótlandsströnd, út að sand-
hólunum, sem þar eru. Er mér
minnisstætt þaðan flakið af þýska
kafbátnum er strandaði þar eftir að
hafa sökt hinu stærsta eimskipi er
lá var til, “Lusitaniu.” Var mikið
af sprengiefnum í kafbátnum er
tann strandaði og nokkrum dögum
eftir að eg kom þar var hann
sprengdur í loft upp, og er nú þessi
ógeðslegi minnisvarði heimsstyrj-
aldarinnar horfinn af Jótlands-
ströndu.
Við héldum til bæjarins aftur og
iað sem eftir var dagsins dvaldi eg
á hinu ágæta og gestrisna heimili
leirra hjóna og seint held eg að mér
líði sá dagur úr minni.
Var liðið fram yfir miðnætti þeg-
ar eg kvaddi. Snemma næsta morg-
un fór eg frá Limvík, áleiðis til
Tylstrup. Þar skoðaði eg hina miklu
tilraunastöð og kartöfluafbrigðin.
En það á ekki heima í þessari
Ragnar Asgeirsson.
—Tíminn.
landi, og er skinnhandrit það, sem
hana geymir, enn til, geymt í kon-
unglega bókasafninu í Kaupmanna-
höfn. Jón Finnsson er var bóndi í
Flatey um miðja 17. öld, gaf hand-
ritið Brynjólfi biskupi Sveinssyni,
en hann gaf það aftur Friðriki
þriðja Danakonungi, og er af þess-
um sökum handrit þetta nú í vörsl-
um Dana og eign þeirra; en þótt
oss megi sárt þykja að gersemi þessi
er gengin oss úr greipum, má oss
þó huggun vera að hún er óglötuð
og heil.
Svo segir í boðsbréfinu um hand-
rit Flateyjarbókar: “Bókfell það,
sem hún er skráð á, þykir hin mesta
gersemi og kjörgripur meðal bók-
mentanna. Það er allra skinnhand-
rita stærst og listaverk hið mesta að
ytra formi, jafnt sem að frásagnar-
snild.” Mun þetta ekki ofdæmt, en
því naprara er það, að slíkt lista-
verk sem Flateyjarbók er, skuli enn
mega heita lokað nálega öllum Is-
lendingum.—Hún hefir að vísu
verið gefin út einu sinni, fyrir mjög
mörgum árum, 1860—1868. Þessa
útgáfu munu fáir eiga, enda er hún
textaútgáfa, prentuð nákvæmlega
orð- og stafrétt eftir handritinu. En
stafsetning bókarinnar er afar forn
og ófýsileg til skjótlesturs. Verður
því í útgáfu þeirri, sem hér ræðir
um, stafsetning bókarinnar snúið til
nútiðarmáls, $vo sem gert hefir ver-
ið á íslendingasögum og öðrum forn
ritum vorum; en orðaskipun og
setninga verður haldið óþreytt, svo
að hvergi haggist snild né megin
frásagnarinnar.
Það vita allir ,að fornrit vor eru
sú lind, er íslensk tunga verður sí
og æ í að laugast, svo að hún megi
hrein haldast og verjast erlendu
kámi og slettum og tunga vor er sú
skjaldborg um þjóðerni vort og
sjálfstætt þjóðlíf, er aldrei má
rofna. — Þeíta er fullljóst út gáfu-
félagi Flateyjarbókar, og á að vera
ljóst hverjum íslenzkum manni, og
fær enginn betur sýnt réttan skiln-
ing á þessu en með því að eiga og
lesa hin íslenzku fornrit, og kynna
þau börnum sínum og öðrum, er
menn ná til. — Af því, sem hér er
sagt, má sjá að íslenzkri þjóð er
fátt meiri nauðsyn en sú að geta
átt greiðan aðgang að lestri allra is-
lenskra fornrita; er því útgáfa
Flateyjarbókar eitthvert mesta
þjóðræknisverk, er nú verður unnið.
og á hver íslenskur maður, sem
nokkurs má sín að stuðla til þess að
þetta verði unnið, með því að ger-
ast áskrifandi að bókinni.
Til útgáfu bókarinnar verður
vandað svo sem best má verða, ofe
bókin verður afaródýr. Hún kemur
út í þremur stórum bindum, alls
2000 blaðsíður í stóru broti, og
kostar hvert bindi 10 krónur, en í
snotru bandi af lérefti 14 krónur,
og i vönduðu, fögru skinnbandi 17
kr. Kostar öll bókin í skinnbandi
þannig rúmar 50 krónur, og er það
gjafverð, hvort sem borið er saman
við verð annara bóka og rita hér
eða erlendis, og við hvað sem mið-
að er. En i lausri sölu verður bókin
um þriðjungi dýrari.
Það hlýtur að vera metnaðarmál
hverjum islenskum manni að út-
gáfa Flateyjarbókar komist í verk,
og sem fytst. Hún og önnur forn-
rit vor eiga að komast inn á hvert
heimili landsins; og geymast þar
sem ættargripir eða á annan hátt
frá einni kynslóð til annarar, og
hverfa öllum landslýð frá lestri út-
lendra og inlendra reyfara og leir-
burðar í bundnu og óbundnun máli.
Það er tæplega hending ein, að
annar þeirra, er ritað hafa undir
boðsbréfið að Flateyjarbók, einn af
aðalhvatamönnum útgáfunnar, er
gamall Möðruvöllungur og læri-
sveinn Jóns A. Hjaltalíns skóla-
stjóra. Sá maður unni fornritum
vorum yfir alla hluti fram, og lét
ekkert færi ánotað til þess að vekja
áhuga lærisveina sinna á þeim og
gildi þeirra. Myndi nú fátt gleðja
hann fremur, mætti hann hingað
vita, heldur en útgáfa Flateyjarbók-
ar. Er þess fastlega að vænta að all-
ir lærisveinar Hjaltalíns, sem enn
lifa, beiti sér, svo sem mest þeir
mega, fyrir útbreiðslu þessarar bók-
ar.
Styðji nú allir góðir menn fram-
kvæmd þessa máls, með því að ger-
ast áskrifendur að bókinni, og heiti
á rögn og regin forfeðra vorra og
allar hollvættir landsins um að
stuðla til þess að stórvirki þetta
megi sem best takast, svo að útgef-
enndurnir hlióti sæmd og anægju
af, en landslýður allur gagn það og
gleði, er eigi verður til fjár metið
né með orðum lýst.
Ritað 7. ágúst 1927.
Egill.
—Mbl.
Utgáfa Flateyjarbókar.
Það hefir verið rómað, og ekki
um of, hve þarft verk og þýðingar-
mikið Sigurður bóksali Kristjáns-
son hefir unnið með því að gefa
út íslendingasögurnar, Eddumar
og Sturlungu. En ekki er það verk
óþarfara, sem nú hefir ráðið félag
manna á Akureyri: að gefa iit al-
þýðlega útgáfu af Flateyjarbók,
sem er hinn stórfenglegasti gim-
steinn íslenskra bókmenta, og að
snild og fegurð á borð við Heims-
kringlu Snorra Sturlusonar, en
miklu f jölbrevttari að efni; eru í
henni auk ýmissa og margra stærri
sagna, fjölmargar smærri sögur og
þættir, bæði af íslenskum mönnum
og norskum, svo og færeyskum,
sænskum og dönskum, eins er þar
Orkneyasaga, Vinlandssaga, annál-
ar og kvæði; skrár um menn
og staði og ýmislegt fleira.
Flateyjarbók er öll rituð hér á
Það eru
kaupa
2 vegir til að
brúkaðan bíl
Nýir Kraftar og Betri Heilsa
Fyrir Þá, Sem Lasnir Eru.
Þúsundir manna og kvenna
hafa aftur fengið heilsu sína
og krafta með því að nota Nuga-
Tone, þetta ágæta, þjóðlega
heilsulyf. Þetta fyrirtaks með-
al styrkir lifrina og öll melting-
arfærin. Það eykur matarlyst-
ina og styrkir meltinguna, hjálp
ar nýrunum til að vinna sitt
verk; læknar blöðrusjúkdóma og
kemur heilsufarinu í gott lag.
Nuga-Tone læknar höfuðverk
og sjúkdóma, sem koma af melt-
ipgarleysi; það kemur í veg fyr-
ir andremmu, hreinsar tunguna,
veitir endurnærandi svefn og
gerir magurt og veiklað fólk
feitara og sællegra, vegna þess
að það gerir blóðið rautt og
taugarnar ' styrkar. iFáðu þér
flösku hjá lyfsalanum og reyndu
meðalið í 20 daga, og ef þú ert
ekki fyllilega ánægður með verk-
anir þess, þá 'skilaðu afgangin-
um og lyfsalinn fær þér aftur
Forðastu eftirlíking-
penmgana
, ar, vertu viss um að fá hið ekta
samanburo a hinum gömlu truar- Nuga-Tone.
1. —Að fara úr einum stað í annan og
eyða tíma, kaupa svo bíl frá hinum
og þessum ókunnum, sem ef til vill
er ekki hægt að reiða sig á.
eða
2. —Þegar þér eruð í Winnipeg, að fara
þá beint til elzta og bezt þekta bif-
reiðafélagsins í Canada, THE Mc-
LAUGHLIN MOTOR CAR COM-
PANY, LIMITED
Þér keyptuð beztu kerruna hjá okkur, og
nú getið þér fengið hjá oss bezta bílinn.
1925 Star Sedan ...... $695
1924 Maxwell Sedan .... 770
1925 Essex Coach ...... 545
1924 Chevrolet Touring 345
1924 Oakland Touring. .. 595
1924 Oakland Four Pass
Coupe ............... 795
1824 Hudson Coach..... 795
1921 Willis Knight .... 695
1921 Nash Touring ..... 650
1926 Oldsmobile Sedan $995
1925 McLaughlin Master
Six Coach...........1250
1923 Studabaker Light
Six Touring ........ 550
1922 McLaughlin S i x
Touring ............ 450
1925 Dodge Coupe ...... 850
1923 Spec. Six Studabekar
with winter top 650
1923 McLaughlin 7 Pas-
senger Touring ....
800
Ef þér kaupið hjá oss bíl, og framvísiðþess-
ari auglýsingu, þá endurgreiðum vér járn-
brautarfargjald yðar.
Show Room & Used Car Lot llsed Car Show Room
Cor. Maryland and Portage
216 Fort Street.
==&