Lögberg - 29.09.1927, Síða 6
Bls. «
LOGTWRG, FIMTUDAGINN 29. SEPTEMBER 1927.
Dóttir sjávarins.
Eftir
JOIIANE SCHÖRRING.
Sagan er í þrem þáitum: 1. Filia Maris.
2. Berg læknir. 3. Melania Verent.
Hann bauð einnig Filíu, sem hann hafði
mikið álit á, að hann skyldi láta kenslukonuna
fara, ef hún vildi taka að sér það starf. í>ví
neitaði hún ákveðin en vingjarnlega, og sagði
honum, að sér þætti mjög vænt um það, ef hann
gæti útvegað sér viðeigandi aðsetur í ókomna
tímanum, og umfram alt langt í burtu.
Rúmum mánuði síðar kom hann til Filíu,
þar sem hún sat í litla, ónaerkilega garðinum
með opna bók í hendinni — gamalt gullaldar-
rit — og tár í löngu augnahárunum.
“Þér megið nú ekki lengur vera svona ðorg-
bitnar — alt af finnur maður yður, annað hvort
með vot eða grátþrungin augu — eg held eg
hafi fundið gott pláss handa yður, hjá ungri
skógvarðar fjölskyldu á Fjóni. Konan er svst-
urdóttir mín; hún var elskuleg stúlka, þegár
hún var ung, svo eg álít að eðli hennar hafi ekki
breyzt síðan hún giftist. Þér eigið nefnilega
að vera henni til skemtunar og máske til ofur-
lítils gagns á heimilinu. Þau eiga engin börn,
þess vegna álítur maður hennar, að það væri
gott fyrir hana að hafa unga stúlku á heimil-
inu. Hvernig lízt yður á þetta?”
“Vel, nema á það síðasta,” svaraði Filia
vingjarnlega, “mér þykir vænt um kyrlátt líf.”
“Hvers vegna? Eg álft einmitt, að þér gæt-
nð haft gott af að vera samvistum við glaðar
manneskjur, og sérstaklega að fjarlægjast þessa
alvarlegu náttúru hérna — hún er mikilfeng-
leg; en mér finst hún samt vera mjög sorg-
þrungin. Eg yrði glaður yfir því, að hafa skifti
á henni og viðfeldnu, fögru héruðunum á
Fjóni.”
“Hvernig getið þér sagt þetta?” spurði
Filia og stóð upp með sína tígulegu fegurð í
svip og limahreyfingum. “Eg skal fyrirfram
lvsa fyrir yður þessum inndælu matjurtagörð-
um, þessum inngirtu brautum með hinu mollu-
lega lofti, þessum liflu vötnum og sundum, sem
aldrei geta framleitt neina mvndarlega bylgju,
já sjálfur stormurinn fær ekki leyfi til að fara
úm kring og fylla lungu manna, hann hefir ekk-
ert pláss til að hreyfa sig á.”
“Posidons (sjáyarguðsins) 'brúður! Posi-
dons skilgetið barn!” sagði presturinn spaug-
andi. “En farið þér nú samt til þessará indælu
matjurtagarða, og komið svo að heimsækja mig
næsta sumar, og þá skulum við sjá hvort þér
hafið ekki skift um skoðun.”
“Efist um alt, sem þér viljið, að undantek-
inni trygð minni,” svaraði unga stúlkan, “.og
kæra þökk fyrir plássið, sem eg áreiðanlega
verð að þiggja; — en — er það ekki satt, —
þegar eg er að því komin að deyja þar af leið-
indum, þá fæ eg leyfi til að koma hingað aftur,
og anda að mér lofti míns eigin föðurlands?”
“Yðar föðurlands! Það er eflaust í hinu
hlýja suðri,” svaraði presturinn með aðdáun.
“Nei, nei, ekki í suðrinu,” svaraði hún með
ólýsanlegu fjöri, “föðurland míns gamla föð-
urs er líka mitt, eg skeyti ekki um neitt annað
á jörðunni, nema ef það væri þetta afarmikla
haf, sem* veltur áfram þarna úti. Litið þér nú
á það, hvernig það bendir, hvernig það blikar,
og segið mér svo, hvqrt það er nokkur mann-
eskja í heiminum, sem hefir átt jafn stóra og
tígulega vöggu og eg. ” Hún leit hinum dreym-
andi augum sínum á hafið.
“Nei, enginn í heiminum, ekki einu sinni
konungs sonur,” svaraði presturinn, “í þessu
er eg yður samþykkur. Má eg svo skrifa syst-
urdóttur minni, að þér ætlið að koma, og nær?
Hún vill helzt fá yður strax.”
“Jú, þökk fyrir — bíðum við! Ó, eg hefi
engan að ráðgast um þetta við, ” svaraði hún
klökk, “jú, 'þökk fyrir, að fjórtán dögum ljðn-
um get eg farið, er það nógu snemt, eða við-
eigandi?”
“Fregnin um þetta verður þegin með á-
nægju,” svaraði presturinn með föðurlegri
blíðu. “Undranin verður þó fyrst fullkomin,
þegar fjölskyldan fær að sjá yður, ímynda eg
mér, eins og söknuðurinn fyrir okkur verður
þungur að missa yður.”
“En hvað það er skemtilegt að heyra, að
þið munið sakna mín dálítið,” svaraði hún með
sömu hreinskilni og saklaust barn, “eg er yður
þakklát fyrir að segja mér þetta, kæri séra
Krog. Má eg svo skrifa stöku sinnum um löng-
un mína og söknuð eftir bylgjunum mínum,
gröfunum, fiskimönnunum og öðrum vinum?”
“Eins oft og þér viljið, góða barnið mitt;
við erum allir vinir yðar. Teljið mig með; þó
eg sé sá yngsti í þessum hópi, vona eg samt, að
þér munið finna að eg er ekki sá lakasti, þegar
þér þurfið styrktar eða huggunar við. Eg hefi
líka þau skilyrði fram yfir hina, að hafa að
vissu leyti erft yður eftir fyrirrennara minn.
Skoðið mig sem fósturföður yðar.”
Hún þakkaði honum viðkvæm og flýtti sér
inn.
“Þetta er sú elskulegasta persóna, sem mað-
ur getur hugsað sér,” sagði presturinn við
sjálfan sig og horfði á eftir henni. “Guð
blessi þetta góða barn! Hún er næstum því of
yndisleg til að vera send alein út í þenna stóra,
ókunna heim. En eg vona, að hún sé nógu stað-
föst; fvrirrennari minn hefir hlotið að vera á-
gætur maður, eftir því að dæma hvernig hann
hefir alið hana upp. ”
“0g við eigum að skilja núna, góða bless-
aða barnið, sem þeir báru hingað frá hafinu,”
sagða gamla meykerlingin Olson, þegar fjórtán
dögum síðar var skipað að láta hestana fyrir
vagninn.
“Héma er kassi með mold í, frá gröfinni,
sem þú baðst um; rauði steinninn þinn frá
sjónum og grein frá hverju tré í kirkjugarðin-
um. Allar gjafir fiskimannanna eru í brúna
kassanum; hið verðmikla postulín, sem þeir
hafa gefið þér á þessum árum, skal eg geyma
óhult handa þér. Svona, gráttu nú ekki, en
skrifaðu oft. Ef þér líður ekki vel, þá veizt þú
að séra Krog hefir sagt, að á meðan hann lifi,
eigir þú alt af heimili hjá honum.”
“Yertu sæl, góða ungfrú Felia! Guð veri
með þér,” sagði presturinn, “leyfðu mér nú
aftur að minna þig á það, bæði frá konu minni
og sjálfum mér, að okkar heimili er líka þitt
heimili, nær sem þú vilt koma til okkar aftur.”
Hún gat ekki talað.
Hún gekk frá einum faðmi til annars. Þar
voru svo margir vinir, sem allir voru komnir
til að kveðja hana, og á burtfararstundinni veit
maður bezt, hve marga vini maður á. Seinast
kom röðin til björgunarmanna hennar, sem nú
voru að eins fimm eftir. Þeir stóðu allir í kring
um vagninn, næstum því eins og daginn, sem
þeir komu með hana, uppgefiflr og magnþrota.
“Já, við getum máske samt sem áður veitt
prinz,“ sagði Lars Krog, með mishepnaðri til-
raun til að spauga.
“Verið þið sælir, verið þið sælir!” hvíslaði
hún, og vagninn rann á brott.
“Nú, eg verð að segja það,” sagði stúd.
theol. Konrad Herbst við systur sína, konu
Möhls skógvarðar í Egedal, um leið og hann
hætti að lesa bréfið, — “ef að lýsing ungu
stúlkunnar er rétt hjá okkar heiðvirða móður-
bróður, sem annars er ekki vanur að ýkja, þá
er hún sannarlega undursamleg. Það er stór-
kostlegt! Regluleg Mignon (eftirlætisgoð),
lieilt haf af gletni og straumur af angurværð,
mörg pund af þekkingu og hreinskilin og ráð-
vönd eins og bani. 0g svo þessi rómantiska
lýsing á komu hennar frá sjónum — Filia Mar-
is! Já, eg verð að viðurkenna að það bendir á
eitthvað mikilsvert. Annað hvort hlýtur móð-
urbróðir okkar að vera orðinn brjálað-
ur, eða það líður ekki langur tími þangað til
eldsvoðaköll óma um helminginn af Fjóni,
hvað heldur þú, Kamilla?”
“Já, lýsingin er afar mikilfengleg,” svaraði
unga konan brosandi. “Það er naumast rétt
af frænda, að brúka svona mikið hrós, því við
hljótum sannarlega að verða fyrir vonbrigð-
um eftir þessu bréfi, því þó það væri Hepa
(æskugyðjan) sjálf, sem ætti að koma.”
“Já, fyrst um sinn verð eg að taka mínar
varúðarreglur til greina. Hamingjunni sé lof,
að eg er algerlega sokkinn niður í ígrundun
gamla og nýja testamentisins,” svaraði Kon-
rad hlæjandi.
“ígrundun og ást?” spurði Kamilla hlæj-
andi.
“Það dugar ekki, góða systir, nei, það dug-
ar sannarlega ekki, eg loka mig inni í kvisther-
berginu. Verði eg var við hættu, þá geri eg
gat á hurðina og set renniloku fyrir það, réttu
mér svo matinn í gegn um gatið,” sagði hann.
“Mignon, reglulegt Mignon! Mig langar til
að fá að vita, það viðurkenni eg, hvernig reglu-
legt Mignon lítur út.”
“Þekkirðu land, þars gullsítrónan grær?’’
söng Kamilla. “Það er þá í kvöld, sem þessi
sól rennur upp. Þá er Frans eflaust búinn að
sjá hana. Gufuskipið hlýtur að vera komið til
Svendborg. Mér þætti gaman að vita, hvað
greifainnan segir, þegar hún fær að vita, að
sól er runnin upp í nánd hennar, sem er bjart-
ari en hún?”
“ Já, hvað ætli að sólin sjálf segi?” spurði
Konrad “En hún er nú samt, þegar á alt er
litið, ung veslings stúlka, sem stendur alveg
einmana í þessum stóra heimi.”
“Það segir þú satt, góði vinur,” svaraði
Kamilla. “Það er sannarlega ástæða til að vera
henni vingjarnleg, og þar eð hún sjálf veit svo
lítið um fegurð sína, þá getur það verið yndis-
legt að mega horfa á hana á hverjum degi.
Okkur öllum hérna þykir vænt um hina sönnu
fegurð.”
“Já, hverjum getur þótt annað.”
Það var eitthvað elskulegt við þessi syst-
kini og umgengni þeirra, ný mynd af sönnum
systkina samvistum, eins og þær áttu að vera.
Konrad svo blíður af karlmanni að vera;
andlitsdrættir hans og svipur í svo góðu sam-
ræmi og hin tígulega framkoma hans. Hann
var fremur veiklulegur að útliti og hagaði námi
sínu eftir heilbrigði sinni, svo það hélt áfram
hægt og rólega. Hann var næstum því tuttugu
og sex ára, og ætlaði að taka embættispróf sitt
innan sex mánaða. Hann dvaldi ýmist lengi í
Egedal, eða þá heima hjá foreldrum sínum í
BögegaardenJ einnar mílu fjarlægð.
Frú Möhl var mjög lík bróður sínum að út-
liti og framkomu, en var enn þá veiklulegri en
hanp. Sérstaklega var hún mjög viðkvæm.
Hún hafði verið gift hér um bil í tíu ár, en var
að einslítið yfir tuttugu og sjö ára aldur. Hún
hafði eignast og mist tvö börn á þessum árum,
og var þar af leiðandi stundum nokkuð sorg-
bitin, þess vegna vildi maður hennar, að hún
hefði unga stúlku hjá sér. Störf hans neyddu
hann til að vera að heiman hálfa og stundum
heila daga.
Egedal var yndislegt pláss, húsið stóð skamt
frá eikarskógi, sem náði fast að fallega garðin-
um fyrir framan það. 1 skóginum voru tvær
bugðóttar brautir; þegar maður gekk eftir
vinstri brautinni, kom maður að lítilli kringl-
óttri tjörn; í henni uxu sefblóm, hvít og gul, en
færi maður eftir hægri brautinni, lenti maður
inni í skóginum.
Sérstaklega veitti þessi litla, dulda tjörn,
plássinu rómantiskt útlit; menn gátu á fáum
mínútum orðið svo að segja aðskildir frá
heiminum fyrir utan. Það er eitthvað paradís-
arlegt við slíka litla tjörn, sem gljáir eins og
perla í hjarta skógarins.'
Þessi litla tjarna, var kölluð Klukkutjarna,
af því hún var full af bjöllu froskum, og af því
næturgalarnir voru þar á hverju sumri og
sungu sína dillandi söngva.
“ó, hún er inndæl, hún er yndisleg,” sagði
skógarvörðurinn morguninn eftir við teborðið,
við konu sína og tengdabróður.
Þau töluðu auðvitað um Filiu, sem enn þá
var ekki komin ofan.
Kamilla og Konrad höfðu að eins séð hana
í ferðafötum og þreytta. Hún hafði beðið um
leyfi til að mega fara til herbergis síns þegar
hún kom, þar eð hún hefði höfuðverk — þetta
ómetanlega athvarf fyrir kvenfólk.
“Hún leit út fyrir að hafa grátið, ” sagði
Kamilla, “Grét hún á leiðinni, Frans?”
“Það held eg ékki, að minsta kosti ekki svo
eg sæi,” svaraði skógarvörðurinn undrandi.
Hann var lítill vexti, hörundsdökkur, kvíða-
laus og glaður í framkomu.
“Yfir hverju ætti hún að ‘ gráta?” spurði
hann litlu síðar, “við töluðum saman alla leið-
ina, og eg óskaði henni til hamingju að hafa
skift á hinu harða Jótlandi og Norðursjónum
ilskulega, við skógana og fegurðina á Fjóni.”
“Henni þykir máske vænt um Jótland,”
svaraði kona hans.
“Það get eg alls ekki skilið. Það væri lé-
legur fegurðarsmekkur. Eg man raunar, að
hún andmælti mér djarflega; en það hefir hún
eflaust gert til að vera dálítið út af fyrir sig,
og, hamingjan góða, það skal hún sannarlega
hafa leyfi til,” svaraði skógarvörðurinn, “of-
urlítið dekur getur maður að líkindum fyrir-
gefið fallgri heldri meyju.”
“Ja—á, en eg skal segja þér, kæri mágur
minn, að mér er það nokkuð torvelt, það verð
eg að viðurkenna,” sagði Konrad.
“Þey, þar kemur hún,” sagði Kamilla, “eg
heyrði einhvern hlaupa ofan stigann.”
Hún var yndisleg, þegar hún kom inn í ljósa,
skrautlausa morgunkjónum, með blandaða út-
litið, sameining af fjöri og uppurðaleysi, næst-
um því angurværð, sem alt af hvíldi yfir henni
og eins og barðist um völdin í hennar auðuga
og hreyfingargjarna huga.
Þegar heilsanirnar og spurningarnar um
svefninn og líðanina voru afstaðnar, gekk hún
til frúarinnar með sinni ómótstæðilegu vin-
semd og sagði:
“Fyrirgefðu mér, að eg hvarf svo fljótt í
kærkvöldi, eg held það hafi verið óvingjarn-
legt; en eg var í raun réttri svo þreytt og í svo
þungu skapi yfir öllu þessu ókunna.”
Það var ómögulegt að vera kaldur í fram-
komu við hana. Það liðu heldur ekki margir
dagar, þangað til samkomulagið var unaðs-
legt hjá þessum fjórum manneskjum. Það var
engin þeirra, sem hafði annað'markmið, en að
ná hylli hvers annars í fullum mæli.
“En hvað móðurbróðir okkar er góður gam-
all maður,” sagði Konrad nokkrum mánuðum
síðar við systur sína, einn morgun í garðskál-
anum. “Eins vel og honum tókst að lýsa ung-
frú Sidonius. Það er raunar ekki óviðeigandi
þetta Mignon. Er það ekki satt, að hún sé sann-
arlega yndislegt Mignon?”
“Hún er sú yndislegasta, sem eg hefi þekt,”
fullvissaði Kamilla. “Það er að eins eitt, sem
eins og sveimar á milli okkar. Það er hennar
draumavingl eða sorg, eg veit ekki hvort held-
ur; stundum sit eg og horfi á hana með
og hugsa með sjálfri mér: bara að hún fljúgi
nú ekki burt frá okkur alt í einu; það er eins og
maður hafi ekki óhult h^ld á henni, eins og hún
eigi annars staðar heima. Eg held að hún þrái
Jótland, eða það er einhver manneskja þar, sem
hún þráir—”
“Heldur þú, að hún sé hei^bundin?” spurði
hann fljótlega.
“Það held eg ekki; en það lítur sannarlega
út fyrir, að helmingur huga hennar dvelji við
hafið, máske hangir maður sérkennilega við
það, þegar maður eins og hún hefir haft það
fyrir sína fyrstu vöggu og er nefndur eftir því
— það er rómantiskt, því getur maður ekki
neitað,” svaraði systir hans.
“Ef móðurbróðir okkar væri ekkill, þá mundi
hann biðja hennar,” sagði Konrad skyndilega,
“eftir því að dæma, hve mjög hann dáist að
henni, og hann skrifar henni alloft, í dag efir
hún aftur fengið bréf, að svo miklu leyti sem
eg sá í pósttöskunni. ”
“Þú ert býsna útsjónarsamur með framtíð-
ar boðsskrá þína, góði minn. Hún þarf ekki,
eins og við sjáum daglega, að seilast langt aft-
ur í tímann til að finna mann handa sér.”
“Eg álít það heldur ekki, en henni þykir
vænna uip gamalt fólk en ungt, segir hún alt af.
Ef það ætti sér stað, að móðurbróðir væri ekk-
ill, þá væri hann nógu hættulegur, hann er bæði
fallegur og bráðgáfaður, ” sagði Konrad með
ákafa allmiklum.
“Ef að þú hefðir ekki þessi ritningarfræði
alt af í höfðinu — því þar epKún efalaust?” -
sagði Kamilla ofurlítið ertnislega, “þá sæir þú
naumast þessar sérstöku sýnir.”
‘ ‘ Sérstöku! Við hvað áttu með því ? ”
“Eg meina, að þú létir þá að minsta kosti
gamla, og um leið ómögulega frændur í friði,”
svaraði Kamilla.
“Nú, jæja, við vitum ofur vel, að moður-
bróðir ok’kar hefir aldrei verið gæfuríkur, og
að Laura, kona hans, er veikluleg og ósann-
gjörn við hann; en eg skal viðurkenna það, að
eg ann honum ekki ungfrú Sidonius.”
“Hver er sjálfum sér næstur,” sagði Kam-
illa og hló, “gæt þú ritningarfræðinnar vel, hún
verður annars afbrýðissöm; en svo að við snú-
Um okknr að öðru, sást þú ekki Jörgen greifa
dekra við hana á sunnudaginn var, raunar eins
og allir aðrir í höllinni?”
“Jú, en heyrðir þú ekki,” svaraði bróðir-
inn, “þegar greifinn kom með þessa dökkrauðu
rós til hennar, sagði hann: “Hún fölnar við
hliðina á yður!” Þá hneigði hún sig með afar
skemtilegri glettni og sagði: “Þá hlýt eg að
vera sönn bóndarós, það verða næstu skugga-
skiftin fyrir þessa.”
“Nei, en hvað svo?” spurði Kamilla hlæj-
andi.
“Nei! hvað svo? Yið hlógum, hann kom
með nokkur glamuryrði — sannar vifldbólur —
til að bæta úr ósigri sínum.”
“Já, við fáum ekki leyfi til að hafa hana
lengi hjá okkur,” sagði Kamille. “Frans
sagði líka í morgun, að okkar heimili væri í
mestu áliti á Fjóni. Samt sem áður, hið allra
indælasta við hana er þó, að hve glöð sem hún
er, verður hún aldrei upp með sér eða kröfu-
hörð, gleðin hefir sömu áhrif á hana og hagl-
él á regnkápu. Eg skil að eins ekki hvers vegna
augu hennar eru alt af vot, þegar maður kemur
henni á óvart, skal það alt af vera hinn gamli
fóstri hennar, sem hún syrgir?”
“Hvar er hún núna?” spurði Konrad.
“Hún gekk út að tjörninni með bréfin sín,”
svaraði Kamilla.
Á sama augnabliki þaut hann burtu. Kam-
illa stóð í dyrunum og horfði á eftir honum
hugsandi.
Maður hennar kom inn litlu síðar, án þess
hún yrði hans vör, og tók utan um mitti hennar.
“Hvers vegna ert pú alein? vHvar er ung-
frú Sidonius?” spurði hann.
“Eg held hún sé hjá tjöminni,” svaraði hún.
“Og bróðir þinn? Hann er auðvitað á sama
stað,” sagði skógvörðurinn og hló. “Mér væri
sannarlega ánægja að því, ef hann gæti fengið
þessa fallegu stúlku, því hann er fyrir löngu
orðinn eins ástfanginn af henni og vatnakarfi
í perutré. Heldur þú hún vilji hann, Kamilla?
Stúlkur skilja hver aðra, segja menn.”
“Eg veit það elcki,” svaraði Kamilla, “hún
Iiagar sér eins við hann og alla aðra, og það
finst mér ekki benda á neitt gott. Það er slæmt,
ef hún vill hann ekki, því þá verður hún auð-
vitað ekki hér, fyrst um sinn, og að því er hann
snertir, þá verður hann örvilnaður.”
“Það verður leiðinlegt, að missa hana,”
sagði skógarvörðurinn.
Tjörnin var uppáhalds pláss ungu stúlk-
unnar,. Hún sagði sjálfri sér í hvert skifti, sem
hún kom þangað, að ein af bylgjum Norðursjáv-
arins gæti fylt hana; en hún kunni vel við þetta
slétta, gljáandi yfirborð vatnsins, en sérstak-
lega við kyrðina á þessum stað, og hún elskaði
þessi syndandi, yndisfögru blóm, sem vögguðu
sér úti í tjörninni.
Stundum vaknaði hún af draum sínum,
þaut á fætur og sagði:
“Nei, hér kafnar maður! Flytjið ykkur, þið
háu, dökku tré, og látið storminn og blæinn ber-
ast hingað. Veltu þér upp á bakkana, rólega
vatn, og lofaðu mér að sjá, hvorj; þú getur ekki
myndað eina bylgju, sem getur sveiflað kæl-
unni að enni mínu, sem getur glatt huga minn
með þeim lægsta tón, sem bylgjur hafsins fram-
lieða. Þeir tónar eru anér kærari en nokkur
hljóðfærasláttur, þeir hafa komið mér -til að
blunda, þeir hafa vakið mig, þeir hafa fylgt
mér alt af, á meðan eg átti nokkurt heimili.”
Þegar hugur hennar var kominn svona
langt, var hún í miðjum endurminningunum.
Svo sté hinn gamli, kæri fóstri upp úr gröfinni;
hún gekk með honum út á milli klettanna, og
fann að bylgjur hafsins bárust hingað og þang-
að undan vindinum, eins og sölt tár á andliti
hennar; hún gekk inn og út hjá fiskimönnun-
um, var mæld, elskuð og hlynt að henni.
Yar alt þetta umliðið? Var heil deild af líf-
inu enduð?
í dag var hún komin til tjarnarinnar með
bréf í hend sinni, til þess að njóta innihalds
þess með endurvöktum endurminningum.
Hún þurfti að vera alein, Jienni fanst að
hún þekti naumast sjálfa sig í þessu umhverfi
og þessu mannfélagi, þar sem hún nú var.
Henni þótti vænt um þau öll; en alt líf þeirra
benti á tilbreytingarleysi, sem henni geðjaðist
ekki að . Hún var nefnilega vön við meiri and-
lega vinnu, margbreyttari hugsanaleiðir í gegn
um auðugri umræður heldur en þær, sem hún
átti nú við að búa. Það var eðlileg afleiðing
þess, að hún hafði að mestu leyti umgengist
menn, föður sinn og vini hans, sem flestir voru
prestar úr nágrenninu. Það var fátt um unga
fólkið í gömlu bygðinni hennar, og enginn, sem
hún var tengd vináttuböndum við. Henni fanst
að hún væri nú lokuð inni í kví, að hún ætti svo
mikið eftir að læra, hefði svo afar mikið að
spyrja um, en yrði samt að þegja. Annars væri
það sagt, að hún vildi verðá- lærð, að fögur
stúlka mætti ekki vera of klók, að^gamli þorps-
presturinn hefði afvegaleitt hana með öllum
sínum úreltu kenningum, og komið henni til að
líta á lífið frá rangri hlið, eða, það sem henni
geðúaðist langverst að, að hún væri að keppast
eftir að verða regluleg hefðarmey og svo
fremvegis.
Hiin kunni þá list, að þegja — sjaldgæfari
list, en menn alment álíta — list, sem ekki er til
hjá fjörugum manneskjum og mjög sjaldan hjá
ungum. Frá öðru sjónarmiði verður maður að
viðurkenna, að þessi sérkennilegi hæfileiki gef-
ur oft tilefni til, að göfugur karaktér verður
fyrir röngum dómum, af því að “þessi þögn”
gefur persónunni tvö ólík mót, tvö einkenni:
glaðlyndi, sem snýr út, og sorgarblæ, sem snýr
inn. í raun réttri eru mjög fáir, sem kynnast
þessum lundarhæfileikum. En elskar maður
ekki hafið með þess óþekta botni? Sú mynd á
við hana, maður elskar það, maður sér það, og
lætur sér vanalega nægja með það.