Lögberg - 13.10.1927, Blaðsíða 2

Lögberg - 13.10.1927, Blaðsíða 2
, Bls. 2 LöGtíitíflG, FIMTUDAGINN 13. OKTÓBER 1927. ppsa5a!n!SaSHSaSa5a5H5Hr,5H5HSa5HSH5H5HSH5H5H5HSH5HSaSH5a5HSH5HSHSa5H5H5aSHSHSa5H5H5H5HSH5H5H5H5H5a5H5H5H5H5H5H5H5H5H5H5H5a5H5HSH5HSaSHSa5a5H5H5HSH5H5H5H5H5a5HSH5HS?crc5H5H5H. í Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN sasasasasasasasasasasasasasasasasasahaf sasa^ahaha^a^Ta^a^a^^^Ta^sasasasasasasasasasasasasas Fyrir börn og unglinga sas asasaspssi^t^esasasasasHsasasasasasa ísasasasasasasasasasasasasasasasasasasasi SAGAN AF ÞRASTARSKEGGJA KONUNGI. (Stgr. Th. þýddi) Frá því er sagt, að einu sinni var konung- ur, sem átti sér dóttur undurfríða sýnum, en svo drambláta, að henni þótti enginn biSill vera sér samboSinn. Hún hryggbraut hvern eftir annan og gerSi háS aS þeim í tilbót. Einu sinni lét konungur fyrirbúa hina veglegustu veizlu og bauð til öllum, sem á kvonbænir hugðu. Var þeim öllum raðað eftir stétt og virðingu, fyrst- ir og fremstir voru konungar, þar næst hertog- ar, furstar, greifar og barónar, en aðalsmenn síðastir. Var svo kóngsdóttir leidd eftir röð- inni fyrir hvern og einn og hafði hún eitthvað að setja út á þá alla. Einn þótti henni vera of digur, hann kallaði hún ‘ ‘ vínkeraldið ”; annar var of langur, hann kallaði hún slöttólf og slána. Þriðji var of stuttur, hann kallaði hún stúf og stubbaramenni. FjórSi var fölleitur; “bleikur sem dauðinn sjálfur”, sagði hún. Fimti var of rauður; “haninn með rauða kamb- inn,” kallaði hún hann. “Sá sjötti var ekki nógu beinvaxinn og líkti hún honum við birki- kræklu skrælnaða og í eldinn hæfa. Og svona fann hún sitt að hverjum, en einkum dró hún dár að einum góðum konungi, sem stóð ofar- lega í röðinni og hafði nokkuð álkulega höku. “ Já, já,” sagði hún, “sá hefir höku sem þröst- ur hefir nef”, og var hann upp frá því kallaður þras^tarskeggi. En er kóngurinn gamli sá, að dóttir hans gerði ekki nema háð og spott að mönnunum og smáði biðlana alla, sem þar voru saman komnir, þá reiddist hann og sór þess dýr- an eið, að hann skyldi gifta hana þeim fyrsta ölmusumanni, sem kæmi að sínum dyrum. Tveim dögum síðar bar svo til að farand- fiðlari nokkur tók að syngja fyrir neðan hall- argluggana. hann gerði það til þess að fá ölm- usu. Það heyrði konungur og mælti: “LátiS hann koma upp hingað*” Kemur þá fiðlarinn inn í salinn, óhreinn og illa til fara og leikur á fiðluna og syngur fyrir konunginum og dóttur hans og á eftir beiðist hann gjafar nokkurrar. Þá mælti konungur: “ Af svip þínum og ásýnd sé eg það, að þú hefir góðan mann að gejrma og vil eg gifta þér dótt- ur mína.” Konungsdótturinni varð hverft við, en kóngurinn sagði: \ “Eg hefi svarið að gifta þig þeim fyrsta förumanni, sem eg hitti, og þann eið skal eg halda.” Hér stoðaði engin bón, presturinn var s.ótt- ur þegar í stað og kóngsdóttirin varð að sætta sig við að vera gefin saman við fiðlarann. AS því biínu mælti konungur. “Héðan af sæmir ekki, að þú sért lengur í höll minni; þú getur nú farið héðan burt með bónda þínum.” Förumaðurinn fór nú á stað með hana, og komu þau í skóg einn mikinn. Þá mælti hún: “Æ, hver á skóginn þykkva þann!” “Hann þrastarskeggi kóngur á hann,” svar- aði fiðlarinn og bætti við: “Nú ættirðu skóginn, ef sjóla ei hefðir smáðJ’ “1Æ, þess er eg aum, mér þungt böl jók, Að þrastarskeggja eg ekki tók.” Því næst lá leið þeirra yfir flæmisvíðar engjar og spurði hún þá aftur: Æ; hver á engjarnar þessar þá!” “Hann þrastarskeggi kóngur þær á. * Nú ættirðu þær, er sjóla ei hefðir smáð!” “Æ, þess er eg aum, mér þungt böl jók AS þrastarskeggja eg ekki tók..” Síðan fóru þau gegn um stórborg eina og spurði hún þá enn: “Og hvers er stórfagri staðurinn sá!” “Þann staðinn hann þrastarskeggi á, Þú ættir hann nú, ef sjóla ei hefðir smáð!” “Æ, þess er eg aum, mér þungt böl jók AS þrastarskeggja eg ekki tók..” “Mér líkar ekki”, sagði fiðlarinn, “að þú ert alt af að óska eftir öðrum manni; er eg ekki fullgóður handa þér!” Loks komu þau að litlu húsi og varð henni að orði: “Æ, drottinn minn, hvílíkt húsakríli, Hver skyldi eiga það veraldarbýli!” “ÞaS er húsið okkar beggja, þar sem við eigum að hýrast saman,” mælti fiðlarinn. “Hvar eru þjónarnir!” spurði kóngsdóttir. “Þjónarnir, ” svaraði maðurinn, “það sem þú vilt að gert sé, það verður þú sjálf að gera. Kveiktu strax upp og láttu vatn í pottinn og eldaðu handa mér matinn; eg er svo dasaður eftir ferðina.” En konungsdóttir kunni eljkert að eldamensku eða matargerð og varð fiðlar- inn sjálfur að hjálpa til svo eitthvað gengi. Þegar þau höfðu snætt kvöldverð, heldur lítil- fjörlegan, lögðust þau til hvíldar, en morgun- inn eftir rak hann hana snemma á fætur til inn- anhúss starfa. Liðu svo fáeinir dagar, að þau lifðu ofur einfalt og eyddu því, sem þau höfðu til. Þá mælti maðurinn: ‘*Ekki tjáir þetta leng- ur, kona. Við eyðum hér öllu og vinnum okkur ekkert inn; þú verður aS fara að ríða karfir.” Fór hann síðan út, skar pílviSarkvisti og kom heim með þá. “ÞaS sé eg, að ekki læfur þér þetta verk,” mælti hann, “reyndu heldur að spinna, þú kant það líklega .betur.” Settist hún þá við aS spinna, en þráðurinn spanst snarpur og meiddi mjúka fingurna, svo ' að blæddi úr. “Sérðu nú,” mælti maðurinn, “þú ert hand- ónýt til allrar vinnu, illa tókst til, að eg fór að eiga þig. Nú ætla eg að reyna að láta þig verzla með leirker, skaltu setjast á torgiS og hafa þar vaming þinn á boðstólum.” “Æ,” hugsaði hún með sér, “þegar menn úr ríki föður míns koma á torgið og sjá mig sitja þar og selja, þá munu þeir hafa mig að spotti.” En hér var ekkert undanfæri, hún varð að láta undan eða að öðrum kosti að deyja úr hungri. Þetta gekk vel fyrst í stað, því konan var fríð og keyptu menn fúslega af henni og borg- uðu eins og hún setti upp; meira. að segja borg- uðu sumir fult verð og létu hana halda leir- kerunum. Lifðu þau nú í bráð á því, sem henni innhendist við söluna og keypti maðurinn nýj- ar leiiwörubirgðir; settist konan þá á torghorn- ið og raðaði leirkeranum í kring um sig og bauð þau til kaups. Þá kom alt í einu drukk- inn riddari þeysandi yfir leirkerabreiðuna svo aS alt fór í þúsund mola. Fór hún þá að gráta og vissi ekki í angist sinni hvað hún átti til bragðs að taka. “Æ, hveraig á þetta að fara!” kallaði hún upp, “hvað ætli maðurinn minn segi!” Hljóp hún þá óðara heim og sagði honum frá slysi sínu. “En hvað varstu líka að hugsa kona, að setjast á torghornið með leirfkeravarning!” sagði maðurinn, “en hættu að gráta, eg sé að þér verSur ekki trúað fyrir nokkru verki svo gagn sé að, en nú hefi eg leitast eftir í höllinni kóngsins okkar og spurt þá, sem þar eru fyrir, hvort þeir þurfi ekki á eldabusku að halda og hafa þeir lofað mér að taka þig til þess starfa gegn því að þú fáir ókeypis fæði.” Nú gerðist kóngsdöttirin eldabuska og varð aS ganga soðgreifanum til handa og vinna öll erfiðustu verkin. Tróð hún tveimur krukkum niður í tvo vasa innanklæða sinn hvoru megin; lét hún í þær það, sem hún fékk af matarleifum, fór svo heim með það og á því lifðu hjónin. Nú bar svo til-, að vera skyldi brúðkaup elzta kóngssonarins; gekk þá veslings konan \ upp í kóngshöllina, stóð fyrir salsdvrum og horfði á. Nú sem kveikt var á öllum ljósum og menn tóku inn að ganga, og hver þeirra var öðr- um fríðari og glæsilegri og alt ljómaði af skrauti og viðhöfn, þá hugsaði hún með hreldu hjarta um forlög sín, og bölvaði hroka sínum og ofdrambi, sem hafði steypt henni í þessa nið- urlægingu og örbirgð. Af krásum þeim, sem bornar voru inn og út aftur, laumuðu þjónustu- mennirnir ýmsu að henni, sínu sinni hverju, og lét hún það í krukkur sínar og ætlaði að fara heim með það. Þá kemur þar alt í einu kóngs- sonurinn í gullskreyttum klæðum, og er hann sér hina fríðu konu standa þarna við dyraar, þá vill hann dansa við hana og tekur í hönd hennar. En hún vill það ekki og verður hrædd, því hún sér að þetta er enginn annar en þrast- arskeggi konungur, sem hafði beðið hennar, en hún frávísað með háði og spotti. En er hún spertist á móti, þá dró hann hana inn í salinn, en við það raknaði bandið, sem hélt vösunum, svo krukkumar ultu niður, en súpan rann út á gólfið og matarmolamir fóru á víð og dreif. Og er menn sáu þetta, kom upp hlátur mikill og var nú dregið hið mesta dár að henni og svo varð hún sneypt, að heldur mundi hafa kosiS að vera komin langt niður í jörðina, en að verða fyrir annari eins hneisu. Hún hljóp af stað og út um dyrnar og aetl- aði að flýja, en maður einn náði henni á riðinu og kom með hana aftur, og er hún virti hann fyrir sér, þá sá hún, að hann var þrastarskeggi sjálfur. TalaSi hann vingjarnlega til hennar og mælti: “Vertu óhrædd; eg og fiðlarinn, sem bjó með þér í húskofanum, erum einn og sami mað- ur. ÞaS var af ást til þín, sem eg tók mér fiðl- aragerfið og eg var líka riddarinn, sem reið yfir leirkerin þín, svo að þau brotnuðu. En þetta var alt til þess gert að refsa þér fyrir það, að þú sýndir slíkt drembilæti og hæddir mig og spottaðir. En það er búið sem vel er, og skulum við nú halda brullaup okkar..” Komu þá herbergismeyjamar og færðu hana í dýrðlegustu skrautklæði og faðir henn- ar kom með alla sína hersveit og óskuðu allir henni til hamingju, er hún skyldi giftast slík- um höfSingja sem þrastarskeggi konungur var. Tókst nú hinn mesti fagnaður og var ákaflega mikið um dýrðir og vildi eg óska þess, að við hefðum verið þar líka.—Rökkur. PRASKÓVÍA. A Rússlandi var einu sinni göfugur maður, sem hét Lopouloff. Hann gjörði eitthvað á hluta Rússakeisara, en ekki er þess getið, hvað það var, svo að keisarinn rak hann í útlegð til Síberíu, ásamt konu hans og lítilli dóttur. Síbería er kalt eyðiland norðan til í Austur- álfunni, og eru þangað mörg hundruð mílur vegar frá Pétursborg, sem var höfuðstaður Rússlands. Lopouloff og kona hans undu þar mjög illa hag sínum, því að þau höfðu orðiS að yfirgefa alla vini og vandamenn, og lifðu ein- mana og ókunnug í þessu hrjóstuga landi. Dóttir þeirra, sem hét Praskóvía, ólst upp í eyðimörk þessari, þangað til að hún var fimm- tán vetra gömul; hún var foreldrum sínum þekk og hlýðin og unni þeim hugástum; þess vegna var henni mesta raun að því, að sjá þá jafnan óglaða og sorgbitna. Einhvern dag sá hún, að faðir hennar var venju fremur stúrinn og að móðir hennar hafði grátið; þá sagði hún við þau: “Elsku-foreldrar mínir! af hverju j liggur svona illa á ykkur; segið mér, hvað að ykkur gengur; mig langar til að vita, hvort eg get ekki hjálpað til að bæta úr því.” — MóS- irin kysti Praskóvíup og sagði: “Eg skal gjaman segja þér frá, hveraig á ógæfu okkar stendur, bamið mitt gott! þó þú getir ekki bætt úr henni. Aður áttum við ÍTeima í Pétursborg, og þar leið okkur vel, því að við höfðum nóg efni og áttum marga vini og vandamenn; en keisarinn reiddist okkur, og sendi okkur til þessara fjarlægu óbygða. Hér erum við fátæk, aum og einmana, og þess vegna erum við svo sorgbitin.” “MóSir mín góð!” svaraði Praskóvía, “láttu mig fara til keisarans; eg ætla að segja honum, að faðir minn sé saklaus, og að þú eigir svo bágt og sért svo stúrin, og biðja hann að lofa okkur öllum að snúa aftur til Pétursborgar. Þú hefir sagt mér, að keisarinn væri mildur og góður, og því mun hann ekki synja mér um þessa bón, sem er svo sanngjarnleg. ” Foreldrar Praskóvíu aftóku það fyrst með öllu, að hún færi þessa ferð á fund keisarans; en hún bað um það svo oft og innilega, að þau loks gáfu leyfi sitt til þess, en voru þó kvíða- full og angurvær af að hugsa til þess, hvílíkar hættur og þrautir hún yrði að þola. á leiðinni. Hin unga stúlka bjó sig til ferðar; hún átti langa leið fyrir höndum og varð að fara fót- gangandi; engan hafði hún sér til fylgdar, og engan farareyri, og því var það ekki furða, þótt hún færi með þungum hug, þegar hún hugsaði til ferðarinnar; en hún bað GuS inni- lega um vernd og aðstoð, og við bænina varð hún öruggari og hughraustari. SíSan kvaddi hún foreldra sína, og hóf göngu sína til keisar- ans. — ÞaS er ekki hægt að segja frá öllu, sem dreif á daga Praskóvíu á þessari löngu leið; hér skal að eins tilgreina fátt eitt. Einn dag- inn, þegar hún var á ferð í skógi nokkrum, hljóp á ofviðri með stórrigning. Stormurinn fleygði um'koll eik einni, sem stóð rétt hjá veginum ; af því varð Praskóvía svo óttaslegin, að hún hljóp inn í skóginn, þar sem hann var þykkastur. — Nóttin datt á, og hún gat ekki fundið aftur veg- inn; hún ráfaði lengi í myrkrinu, og var bæði þreytt og svöng, gagndrepa og skjálfandi kulda; en þó varS hún að láta fyrirberast í skóginum um nóttina. Morguninn eftir ók mað- ur nokkur lítilli kerru um skóginn, og flutti hann hana til þorps eins, sem þar var í nánd. Þegar hún steig út úr kerrunni, datt hún í bleytu og óhreinkaði sig alla; en þegar hún komst á fætur aftur, gekk hún að húsi einu í bænum, fann þar menn að máli, og sagðist vera svöng og yfirkomin af kulda, og bað að lofa sér aS standa þar við litla stund. En henni var harðlega vísað burt með þeim ummælum, að hún mundi vera komin þangað til að stela. Sorgbitin gekk hún þaðan að kirkjunni, en hún var læst. Hún settist niður á stein fyrir utan kirkjudyrnar, en strákar þustu utan um hana, atyrtu hana og kölluð hana þjóf. Praskóvía fór þá að gráta, og beiddi guð að hjálpa sér. Þeg- ar hún hafði setiS þarna litla stund, kom þang- að kona ein vingjaraleg, sem skaut yfir hana skjólshúsi, og gaf henni föt og fæði. Praskóvía dvaldi hjá henni marga daga; síðan skildi hún við hana með þakklæti, og hélt ferð sinni áfram. — ÖSru sinni, þegar hún gekk gegn um dálítið þorp, réðust á hana grimmir hundar; glepsaði einn þeirra í kjól hennar og reif hann í sund- ur; annar stökk upp, og ætlaði að bíta hana í framan. 1 þessari hættu gjörði hún bæn sína til drottins, sem ætíð heyrir auðmjúkar bænir baraa sinna, og það brá svo við, að þar bar að mann einn sem rak hundana burt og frelsði hana. Hún var skamt komin áleiðis, þegar vetur- inn gekk í garð; en í Rússlandi er vetrarríki mikið; gjörði þá oft kaföld og kuldinn var á- kaflega bitur, svo Praskóvía, sem var fáklædd, skalf af kulda, þegar hún gekk í snjónum. Hún var svo heppin að hitta nokkra menn, sem óku í sleða, og einn þeirra bauS henni að aka með þeim. En hún tók svo mikið út af kulda, að hún mundi naumast hafa haldið lífi, hefði þes'si maður ekki léð henni skinnfeld sinn, sem hún sveipaði sig í, og gat þannig haldið á sér hita. Þó veiktist hún, svo hún gat ekki hald- ið áfram ferðinni, heldur varð að sitja um kyrt og dvaldi hún lengi hjá hjónum nokkrum, sem kendu í brjósti um hana og sýndu henni alla þá aðhlynning er þau gátu. Þegar hún var orðin ferðafær, lagði hún enn á stað. Eftir langa mæðu komst hún 'loksins til Pétursborgar, og var þá búin að vera meir en heilt ár á leiðinni. Hún gekk til hallar keisar- ans, og bað um leyfi til að tala við drotningu hans. Þetta var henni veitt, og tók drotningin vel á móti henni, og leiddi hana sjálf til keisar- ans. Praskóvía sagði honum alt frá fcrðum sínum, og hlýddi hann á sögu hennar með at- hygli og fanst mikið um, og lofaði hann að fað- ir hennar skyldi ná fullu frelsi. SíSan gaf hann henni skotsilfur og gladdist hún mjög af þess- um góSu viStökum., eins og nærri má geta. — Keisarinn sendi sem fljótast mann til Síberíu, og lét segja föður Praskóvíu, að honum væri heimilt að snúa aftur úr útlegðinni. Lopou- loff og kona hans urðu þessum tíðindum fegin, bjuggu sig sem skjótast til burtferðar, og kom- ust heil á hófi til Pétursborgar. Þar fundu þau aftur dóttur sína, og varí það mikill fagnaðar- fundur. — Þessi frásaga sýnir, að “góð börn eru foreldra sinna bezfa eign.”—Smás. P .P. Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 316-220 Medical Arts Itklg. Cor. Qraham og Kennedy Sta. Phono: 21 834. Offlce ttmar: 2 5 HeimUi: 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN iaL lögfræðlngar. Skrifstcfa: Room 811 MoArttour Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 Phones: 26 849 og 26 840 COLCLEUGH & CO. Vér leggjum sérstaka áherzlu «. a6 eelja meBul eftir forskrlftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er a8 fá eru notuS eingöngu. I>egar þér kómiB mefc forskriftina til vor, megiB þér vera viss um, aB fá rétt þaB sem læknirinn tekur tll. \ Notre Dame and Sherbrooke Phones: 87 659 — 87 656 Vér seljum Giftingaleyfisbréf JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. Phone 22 768 DR 0. B.TORNSON 216-220 Medicnl Arts Rldg Cer. Graham og Kennedy Ste. Phones: 21 834 Office timar: 2—3. Heimili: 764 Victor St. Phone: 27 58'4 Wlnnipeg, Manitoba. LINDAL, BUHR & STEFÁNSON lslen/.kir lögfræðingar. 356 Main St. Tals.: 24 »68 856 Main Bt. Tals.: A-4988 þelr hafa einnlg skrifstofur &B Hundar, Riverton, Gimll og Plney og eru þar &6 hitta á eftirfylgj- and limum: Lundar: annan hvern miBvlkudaf Riverton: Pyrsta fimtudag. Glmli: Fyirsta miBvikudag. Piney: PriBJa föstudag 1 hverjum mánuBl. DR. B. H. OLSON 210-220 Medlcal Arts Rldg. Cor. Graham og Kennedy St«. Pane: 21 834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherburne St. Winnipeg, Manitoba. A. G. EGGERTSSON ísl. lögfræðingur Hefir rétt tll aB flytja m«l to«61 1 Manitoba og Saskatohewan. Skrifstofn: Wynyard, Sask. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Rldg Cor. Graham og Kennedy Ste. Plioie: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka .sjúkdóma.—Er aB hitta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals. 42 691 A. C. JOHNSON 907 Confederation IJÍe Rlðg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxt.a sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum lyr- irspurnum svaraC samstundís. Skrifstofusími: 24 263 Heimastmi 33 328 DR. A. BLONDAL Medical Arts Rldg. Btundar sérstakiega Kvenna og Barna sjúkdóma. Er aB hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—6 e. h. Offiee Phone: 22 296 Heimili: 80'6 Victor St. Slmi: 28 180 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. J. J. SWANSON & CO. IJMITHI) Rentali Insurance RealEstate Mortgages 600 Paris Building, Winnipe* Pohnes: 26 349—26 840 DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 Medical Arts Rldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834 Heimllis Tals.: 38 626 Emil Johnson SERVIOE EDEOTRIO Rafmaons OontracUng — AB»- kyns rafmagsndhöld seld og vtd pau gert — Eg nel Moffat oa McCUvrv Eldavélar og hefi Patr til si/nis á verkstæöi minu. 524 SAIIGENT AVK. (gamla Johnson’s bygglngln viC Young Street, Winnlpeg) Verkst.: 31 507 Heima.: 27 286 DR. G. J. SNÆDAL Tannla-knir 614 Sonierset Rloek Cor. Portage Ave og Donald St. Talslmí: 28 889 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur likklstur og annast um út farir. Aílur útbúnaBur sá bertl. Enn fremur seiur hann allskonar minnisvarBa og legsteina. Skrifstofu tale. 86 607 Heimllia Tals.: 58 302 Dr. Sig. Júl. Jóhannesson stundar almennar lœkningar 532 Sherburn St. Tals. 30 877 Tals. 24 153 G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 607 Maryland Street ÖÞriðja hús norðan við Sarg.) Prone: 88 072 Viðtalstími: kl. 3-7 e.h. og á Sunnudögrum frá 11-12 f.h. NewLyceum Photo Studio Kristín Bjarnason eig. 290 Portage Ave, Winnipeg Næst við Lyceum leikhúsið. Islenzka bakaríið Selur beztu vörur fyrir ltegata verð. Pantanhr afgrelddar baeflt fljótt og vel. FJölbreytt drr«l Ilreln og lipur vtðskiftL Bjamason Bakingr Co. 676 SARGENT Ave. Winnipe*. Phone: 34 298 1 Slftinga- og Jarðarfara- Blóm með lltlum fyrirvara BIRCH Blómsali 593 Portage Ave. Tals.: 30 720 St. John: 2, Ring 3 Grætið svo aldrei þá aumustu mús, angrið ei fuglinn, sem hvergi’ á sér hús, ef skepnunum sýnið við vinsemd og vörn, verðið þið lángefin höfSingjabörn. —Matth. Joch. Bera bý bagga skoplítinn hvert að húsi heim; en þaðan koma ljós hin logaskæru á altari hins göfga. Guðs. Jónas Hallgrímsson. i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.