Lögberg - 13.10.1927, Blaðsíða 7

Lögberg - 13.10.1927, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. OKTÓBER 1927. BIs. 7. 11 af hverj um tilfellum reynast banvæn. Þannig hefir það reynst í Canada. Hér er ekki átt við sjúkdóma eins og t.d. tæringu eða taugaveiki, heldur að eins þar sem manneskjan hefir orðið fyrir einhverjum meiðslum, svo sem skorið sig eða brent eða hruflað sig eitthvað og þar sem þessi meiðsli hafa ekki verið álit- in hættuleg og af því vanrækt. Afleiðingarnar eru oft blóðeitrun og dauði. Þegar þú sjálfur eða þínir verða fyrir slíkum meiðslum, þá trygðy þér fljótan bata með því að nota Zam-Buk. Þetta jurtalyf sefar kvalirnar, stöðvar þlóðrásina og með því að eyðileggja alla gerla, kemur í veg fyrir blóðeitrun. Mað- ur losnar þannig við alt vinnutap og öll óþæjnndi, með því að nota Zam-Buk. Alstaðar til sölu. 50c askjan. Framhald af ferða- pistli. Mér láðist aS geta þess í ferða- pistli mínum síðasta, að alófærir vegir með bíl, bægðu okkur alveg frá að geta heimsótt gömlu vinina, Ólaf Guðmundsson og hans góðu konu og Grím Guðmundsson og hans góðu konu, sem búa langt vest- ur af Langruth. Þessu fólki kynt- umst við að öllu góðu í Þingvalla, 0g hefðum heimsótt þau að öllu forfallalausu, ef mögulegt hefði verið, og því frekar þar sem þau Ó. G. og kona hans eru foreldrar tengdasonar míns Guðmundar. Eg talaði við Grím vió kirkju, og Guð- mundur við pabba sinn, og báðir munu líta á það sem óviðráöanleg forföll. Eftir 6 daga góðar guðsþjónustur sem við vorum viðstödd í Langruth og Tanga, var lagt á stað í Drottins nafni á bíl, sem séra Hjörtur J. Leó stýrði, vegur mátti heita ágætur til Portage La Prairie. Þar þurfti séra Hjörtur að stansa eftir beiðni veikr- ar, blessaðrar konu, sem Anna Baker hét og átti gott hús í Lang- ruth, sem séra H. J. Leó var búinn áður að vera í hjá henni í Lang- ruth. Mrs. A. Baker var hjá dóttur sinni, sem átti annara þjflða mann. Mrs. Baker var þungt haldin af kveljandi sjúkdómi, krabba, og beið meö undra þolinmæði eftir lausnar- stundinni sælu. En ekki minnist eg til að hafa séð meiri alúð og fórn- fýsi, en dóttir hennar sýndi henni sjáanlega í öllu, sem hún gat úti látið, og átti hún þó mörg efnileg og falleg börn, sem móðurástin þrýsti henni til að gegna á sama tíma, því börnin voru svo ung. Það er sannur málsháttur, að svo má lengi læra sem maður lifir. Eg man ekki til að hafa fundið meiri sam- hrygðar hreyfingar í hjarta mínu en þarna atti sér stað. Konan var sárveik, eins og allir vita, sem bera þann oviðraðanlega sjukdómskross, að það er kveljandi seigdrepandi’ pína, þar til loks að góðum Guði þóknast að taka krossberann til sín. Eg held helst að enginn sé enn kom- inn, sem skilur þá ráðstöfun Drott- ins, að láta suma einstaka rnenn liða svona án þess að sjáanlegt sé að þeir eða þær eigi þessa hegningu skilið fyrir brot sín og yfirsjónir, sem mannlqg augu ekki sjá, og því síður^ skilið leyndarráð Drottins í þessúm heimi. Eg hefi oft séð menn kveljast í lífinu, en tæplega (eins og áður sagtj eins átakaolega VITA-GLAND TÖFLURNAR. hyggja það að hænurnar verpa mna'n þriggja daga. Hænurnar hafa lífkirtla eins og manneskjan og þurfa haldðjafa- eþnþ Vita-GIand töflur eru slíkt eím og seu þær leystar upp í vatni sem fyrir hæsnin er sett, þá fara Jelegar varphænur strax að verpa. Visindin hafa nú fundið þau efni sem nota má til að ráða því alveg hvernig hænurnar verpa. Til- faunastöð stjórnarinnar vottar, að með því að nota Vita-Gland toflur, getur hæna verpt 300 eggj- um, sem ekki verpti áður nema 60. Takið þetta góða tilboð. Egg, egg og meiri egg, og þrif- leg hænsni án mikillar fyrirhafn- ar eða meðala eða mikils fóðurs. Bara að láta Vit-GInd töflu í drykkjrvatnið. Auðvelt að tvö- falda ágóðann með sumar-fram- leigslu á vetrarverði. Þeir, sem ua til Vita-Gland töfurnar, eru svo vissir um ágæti þeirra, að peir bjooast til að senda yður box fyrir ekkert, þannig: sendið enga peninga, bara nafnið. Yður verða send með pósti tvö stór box, sem hvort kostar $1.25. Þegar þau koma, þá borgið póstinum bara $1.25 og fáein cents í póstgjald. Nábúar yðar sjá svo hvað eggjun- um fjölgar hjá yður kostnaðar- laust. Vér ábyrgjumst að þér verðið ánægður, eða stólum aftur peningunum. Skrifið oss strax í dag og fáið miklu fleiri egg á auð- veldara og ódýrara hátt. VITA-GLAND IWBORATORIES 1009 Bohah Bldg., Toronto, Ont. barnslega fórnfærslu dótturinnar. Séra Hjörtur fór fyrst strax og viÖ komum upp til sjúklingsins, og var þar hjá henni á meSan vi'S hjón og dóttir vorum að neyta alls lags framreiddra góSgerSa, því alt var til, sem manni gat komiö best. AÖ sjá þessa góðu ungu konu vera á þönum um alt húsið að gera okkur alt til geðs, og svo í hendings kasti komin upp á loft að hjálpa sjúkl- ingnum sínum og móður. Svo bað hún okkur að koma upp á loft og heilsa móður sinni og gerðum við það, og dvöldum þar stundarkorn, og komst eg við af að sjá og heyra þá sögu, sem þessum kvölum er samfara, en gladdist að heyra trú- artraustið og vonina, sem hún bar í brjósti um heimvonina sælu. Eg gat ekki tára bundist aÖ sjá þetta alt, ó, hvað það var sárt að getá ekkert hjálpað, og því sárara fann eg til þess, þegar eg kom tárfell- andi ofan stigan og fór að kveðja ungu konuna og þakka fyrir mig, þá leggur hún höndurnar utan um hálsinn á mér og kyssir mig. En kæri lesari, skiljið þið nú orð mín r,étt. Þetta var hvorki af eigingirni né ást, heldur bara af veikri eða ein- lægri von að eg mundi með hjart- ans einlægni og bæn til Guðs eitt- | hvað geta hjálpað. En mér til stór j hrygðar verð eg að játa það, að eg enn ekki er kominn svo langt á veg- inum til mins góða Guðs ('hvort sem það nokkurntíma verður) að bæn mín sé heyrð í hvaða tilfolli sem er. Svo var aftur lagt af stað í h^rrans nafni. Akvegurinrt, sem lá til Winnipeg var góður. En þeg- ar beygt var norður á leiðina til Lundar skifti brátt um, því það voru nýafstaðnar rigningaf og litl- ar vegabætur þar sjáanlegar, heldur ekki nema óvíða farið eftir vega- stæðum, sem þá víða voru van- hirt. Var því alt farið eftir einlæg- um krókum og skornicgum ógeðs- legum tilsýndar. Það hjálpaði svo mikið fyrir okkur gömlu hjónin að séra Hjörtur hafði það alveg eins og einn góður læknir löngu, löngu síðan Liður þeir komu, sem nú eru þar) sagði, sem þá var i Winnipeg, þegar mpnn og konur voru að leita hans: Slæmt er það, þó má lækna það. Þetta var það sem séra Hjört- ur sagði: slæmt er það, þó ma drasla það, og það gaf okkur svo góða von, að kvíðinn hvarf allur, enda tókst það alt vel, við komum með heilu og höldnu heim að Lund- ar kl. 7 um kvöldið og mætti okkur srax við bílinn, velgerðarmaðurinn Guðmundur Breckman og bauð okkur heim til sín að hafa kvöld- mat, eins og líka hann var góður og myndarlega framreiddur af konu hans, eins og eg leit til að mundi koma fram í fleiru hjá þeim hjón- um og kom það sér vel fyrir okkur. þar sem við öll vorum orðin nokk- uð stirð af þessari löngu og vondu ferð. Svo féll alt í blessaða ró, og kyrð, sem haldist hefir svo notaleg síðan. Það er sama sagan hér og frá Langruth, að hvar ^sem maður kemur mætir maður vinarþeli og kærleika hjá hverjum sem er. Við höfum fundið hér þau góðkunnu hjón Vigfús Þorsteinsson, og Guð- ríði Guðmundsdóttur af Akranesi. Hjónin, sem áður er sagt frá og fyrst veittu mér hjálp i Þingvalla, þegar eg var þar frávillingur, konu- laus og hjálparlaus, eins og flestir verða, sem svo er ástatt fyrir. Alls hins sama og áður var, hefi eg not- ið hja þeim, aðeins sá mismunur, að nú er sú hvumleiða elli farin að mótast á þeim, eins 'og öllum þeim, sem eru komin á okkar aldur, og ekki verður við gert. Báða Jóna Hördal hefi eg hitt og oft komið til gamla mannsins og notið góðs. Þeir feðgar voru okkar bestu ná- grannar í 8 ár í Þingvalla. Halldóra sál. kona eldra Jóns en móðir þess yngfra Jóns, var sannarlega góð og guðhrædd kona. Ekkju vinar míns sál. Guðmundar Torfasonar frá Hæli í Flókadal, Guðrúnu Þor- steinsdóttur konu hans, sem er hjá dóttur sinni Ljótunni, sem á fyrir mann Helga Sveinsson. Mér hefir skilist að hann væri vélstjóri á kötl- um og bifreiðum. Þær mæ^gur tóku vel á moti okkur. Eg þekti þetta fólk vel að góðu heima. Tvisvar var komið til Páls Reykdals og not- ið gestrisni. Hann er Reykdæling- ur eins og eg, sem þekti að góðu alt fólkið hans. Svo eru forfeður konu hans Reykdælingar, n.l. móðir hennar af þeirri góðkunnu Deildar- tunguætt, og þau hjón systra börn. Helga og Sigríður Jónsdætur frá Deildartungu að mig minnir alsyst- ur. Hér hefi eg hitt Philip Jónsson og Þórdísi konu hans frá Vatns- enda í Skorradal, þau tóku okkur mjög vel, sem allir, sem við höfum komið til. Þessi bær, eins stór og hann er, sýnist mér vera eitt gamal- mennaheimili, lítur helst út fyrir að þetta fólk hafi flust hingað til að geta notið sælu friðarins þreyða, sem svo margir óska að geta notið eftir langt og vel unnið dagsverk. Yngri bændurnir búa úti á landinu. Þeir sækja kirkju og kaupstað hing- að. Þessi þrjú skifti, sem eg hefi verið hér við kirkju hefi eg frekar fátt séð af ungu fólki viðstöddu við guðsþjónusturnar, sem mér fanst eiga erindi í hvers manns hjarta. Marga hefi eg hitt að máli hér kunnuga og ókunnuga og þar með einn vin minn Sig. Júl. Jóhannesson lækni. Margt bar á góma, og þar meS trúmál. Hann fór að reyna að telja mér trú um að hann væri trú- laus. Eg kem því aldrei í kollinn á mér, þó Sig. Júl. segi það sjálfur, að hann sé trúlaus, því vel veit hann það, að það var Kristur sjálfur, sem gekk í kring og græddi alla, sem til hans komu og alstaðar á veginum. Hver var það sem sagði: Sýn riiér trú þína af verkunum. Hver var sem sagði að trúin væri dauð án verkanna. Ber það ekki vott um kristilegt lundarfar, að ganga i kring, eins og Sig. Júl. gerir með tösku í hendi margar mílur til að græSa aðra fyrir litla og enga borgun, víst oft, því svo margir, sem talað hafa við mig eru honum svo innílega þakklátir fyrir ? Það var einn góðvinur í Vatnabygð- um, sem lá veikur í 2—3 ár og reyndi allmarga lækna og þá góða, þó sagðist hann mest þakka það að hann komst til heilsu aftur, kvæð- um Stephans G. Stephanssonar með ljóðasnildinni og kraftinum og á- nægjunni af lestrinum, og svo með- ulunum frá Sig. Júí., sem með sinni elju og þrautseigju loks gat reist hann viS til þessa lífs. Sömu söguna hafa margir sagt mér hér, og allir voru honum svo þakklátir fyrir. Má eg spyrja, er ekki þetta verk, sem koma af góðri trú, til fá- tæks bróður og systur. Hvað hét sá feg tala um íslend- inga) sem meira lagði í sölurnar en Sig. Júl. til að reyna að hjálpa nauðiíðandi ekkjum og öðrum munaðarleysingjum. Hvernig hugsið þið ykkur að heimur væri, ef allir hefði gjört eins gott og göfugt verk, öðrum til hjálpar, eins og Sig. Júl. Hver var það sem hafði kjark, hreinlyndi og vizku til að svara okkar andstæða stjórnarformanni þessa lands. Alt þetta var Sig. Júl., sem eg skoða há- kristinn eftir öllu að dæma, hvað sem hann sjálfur heldur. Því af starfi hans í gegnum 'lífið, þá fer eg að vantreysfa að við nokkrir, sem höldum okkur kristna yrðum þá fyrir miklum vonbrigðum. Það sem hann færir sér til að hann geti ekki trúað þeim Guði, sem leggi annað eins á þessa vesalings menn. sem hann sé búinn að vera sjónarvottur að við læknisstarfið. Það kemur af brjóstgæðum, en gáir ekki að þvi nógu vel að verðkaupið er þess meira á himnum. Þa byrjar eilífa sælan. Enginn hefir liðið meira en Lasarus, sem var borinn af englum í faðm Abrahams. Hvað fékk svo sá ríki sælkeri, tók alt út hérna meg- in. Þótt eg sé veiktrúaður á þetta kveljandi, steikjandi sjóðandi viti, en trúi að misjafnar Vistarverur séu á himnum, eftir þvi sem hver liefir unnið hér megin hafsins. Einn gamlan kunningja hefi eg hitt hér og þegið góðgerðir hjá, það er Magnús Frímann og hans góða koná. öllum sýnist líða vel og allir ánægðir vel. Blessunaróskir til allra. Björn Jónsson. Siglufjörður. Eftir V. Stef. í Morgbl. Við komum með Gullfossi á Siglufjörð í sólskinsblíðu veðri, beina leið frá ísafirði. En þau viðbrigði. Veðurblíðan var að vísu sú sama, en svipurinn yfir athafna- lífi bæjanna allmjög ólíkur. Drungi hvílir yfir ísafirði sum- arlangan daginn. Þar eru t'ómar bryggjur, auðir fiskireitir, lokað- ar sölubúðir, deyfð, athafnaleysi, menn með hendur í vösum og lítið lífsfjör í augum. Gullfoss lagðist utarlega á Siglufjarðarhöfn. Enginn nenti að kasta tölu á skipasæginn, sem fyrir var á höfn- inni. Þar voru mýmörg veiðiskip, alls konar stærðir, flutningaskip — tunnuskip með tunnuhlaðana upp um mið siglutré. Og utan um allan tangann, sem bærinn stendur á, eru þvinær sam feldir bryggjupallar, en utan um bryggjurnar var samfeld þyrping skipa. Úr reykháfum síldarverk- smiðjanna lagði þykka reykjar- og gufumekkina. Loftið var þrung- ið af feitri fýlunni. Og þegar í land kom, sást fyrst hvernig á öllum bryggjum var ið- andi ösin, saltað, kryddað, tunn- um velt, og þær slegnar, hróp, ys, hávaði — og slor. Við þurftum að krækja frá ein- um palli á annan innan um tunnu raðir, tunnustafla og fram hjá fjölda vinnandi fólks, unz loksins við vorum komin alla leið á land- Innan við skipa-þyrping og tunnuhlaðana á bryggjupöllunum tók “borgin” við okkur — “síldar Klondyke” íslands. En því vil eg engu lofa, hvern- ig mér tekst að gera almenningi grein fyrir því, sem eg heyrði þar cg sá. Því oft var viðkvæði sögu- manna minna þetta: “En í öllum lifandi bænum máttu ekki hafa neitt eftir mér.” Títt er það, er Siglufjörður berst í tal manna á milli, að þeir snúi hálfgert upp á sig og telji hann, og alt sem hans er, vera þjóðinni hálft um hálft óviðkomandi. Siglufjörður! segja menn. Þar er síld og leppmenska og bezt að koma ekki nálægt þvi. Þessi og þvílikur hugsunarhátt- ur er með öllu óviðeigandi. Á Siglufirði fá menn atvinnu um bjargræðistímann svo þúsund- um skiftir. Þaðan er útflutning- ur vitanlega mikill og tekjur al- þjóðar af Siglufirði slíkar, að staðurinn kemur öllum við. En einkum er þess að gæta, að ýmislegt er eftirtektahvert í við- skiftalífi Siglufjarðar, sem hefir alveg sérstaklega mikið erindi fyrir almenningssjónir, og er oss vert, að það sé athugað gaum- gæfilegar, en einn maður gerir á viku. Eg ætla mér ekki þá dul, að eg hafi á örstuttum tíma grafið til botns í viðskiftaflækjum Siglu- fjarðar, og öðru því, er þar skeð- ur, er almenning varðar. Enda tilgangur minn með Siglufjarð- arverunni sá einn, að vekja áhuga meðal almennings á því, að graf- ast betur fyrir það hér á eftir en hingað til, hvernig Siglufjarðar- lífið er í raun og veru. (HXt!IHSHSHXIÍXHSI«EHEHSHSH3l)SHXHZHIH3HZHXH«NmN3HSHEMI H s Rjóznasendendur veitið athygli! H X H X H X Sendið oss næsta rjómadunkinn. Munuð þér verða meira m en ánægðir með árangurinn. Vér höfum aldrei haft óánægð- x an viðskiftavin enn, og munum aldrei hafa. Vér greiðum p hæsta markaðsverð og ábyrgjumst að þér verðið ánægðir með s vor. Skrifið oss og biðjið um merkiseðla. s'viðskifti 1 ■ x 1 X ■ X I X 1 s Þii ^ XHEMSKSKES'iSfi'EMEHSMXMSMSMSKlSMSMXHSKSSXMXMEMEHXMXMXMXDax Modern Dairy Ltd. ST. BONIFACE, MAN. þessu sinni, og loks Fornbréfa-' safnið. — Vér viljum eindregið hvetja alla ísl. bókamenn til þess að gerast áskrifendur Bókmenta- félagsritanna. Skírnir einn er fyllilega árgjaldsins virði og í Annálunum er margvíslegur fróð- leikur um líf og hagi þjóðarinnar á liðnum öldum, sem bæði er skemtilegur og lærdómsríkur. >— í ráði er, að félagið hefji á næstu árum útgáfu nýrra merkisrita, úr því ekki verður gefið út meira af m’iðalda kveðskap að sinni. Er því tilvalið að gerast nú félagi áð- ur en útgáfa nýrra verka hefst. margar ágætar myndir til leið- beiningar. Verður þannig bygt smám saman ofan á undirstöðu- atriðin, svo að nemendur hafa að lokum lært heilt kerfi samræmra æfinga. Getur kensla þessi orð- ið mjög handhæg og óefað afar notadrjúg, bæði sem sjálfstætt liekfimisnám til þroska og vernd- unar almennri heilbrigði, og einn- ig nauðsynleg undirstaða undir frekara iþróttanám.—H. V. í Vörð. KVITTAN TIL SÉRA G. A. frá Jóni Einarssyni. Eg hefi verið svo heppinn að eiga kost á að lesa síðustu grein séra Guðm. Árnasonar í Heimskr mér til 'handa. Eg hafði lofað prestinum því, auðvitað hátíð- lega, að hann skyldi eiga síðasta orðið í Scopesmáls-masinu okkar, og við það situr, auðvitað. Á hinn bóginn verð eg að biðja þá, er lásu grein mína, afsökunar á einni misfellu, sem raun ber vot um að var á framsögn minni þar, en sem séra G. Á. vinsamlega leiddi í ljós eftir djúpa rannsókn þess dulræna máls. Eg hafði n.l. slengt því út úr fáfræði minni að í íslenzku nútíðarmáli væri nafnið “guð” sjáanlega fall'ið úr móði og “Jave” orðmyndin í þess stað tekin upp í fult veldi. Prest- urinn segir, og er það nú stutt og samþykt af mér, að Jave-nafnið |lhafi verið notað af einum höf- undi Móse-bókanna, þegar hann talaði um guð. Skmmi mig ef eg vissi fyr, að þessi eini höfundur nefndra rita t a 1 a ð i “íslenzkt nútíðarmál” né ritaði það heldur. Vildi hinn lærði prestur gera svo vel að lofa mér að vita við tækifæri hvort þessi eini höf. (eða fleiri?), er klór- aði uppkastið að Móse-bókunum, var landi, og ef svo var, væri gaman að vita umf ættliða-röð hans u p p til mín og prestsins. Mun eg lengi gleðjst við þessa upplýsingu og aðrar væntanlegar úr sömu átt — og er það auðvitað ekki þakkandi. Sem kvittun á forimlegan hátt fyrir nefnt svar prestsins, fylgja þessi orð: Fínt var svarið frá honum: Frægð má snarast tjá honum; Snillin hjarir hjá honum— Herði þið bara á honum! Það væri synd að segja, að kaupstaðir okkar bæru þess merki að alúð og rækt hefði verið lögð við að fegra þá og prýða, að ytri ásýndum. Efnaskortur veldur fyrst og fremst, þó ýmislegt ann- að mætti 0g til tína. Og öllu má ofbjóða. Enginn íslenzkra kaupstaða ber þess eins mikil merki eins og Siglufjörður, að hann sé bygður í flaustri/ Húsin flest eru ekki ein- asta ljót, þau eru mörg eins og hrúgald, með allksonar viðauk- um, hálfgerðum og óköruðum 0g einlægum útúrdúrum. Eyrin, sem bærinn stendur á, er svo lág, að framrensli er tregt til sjávar, og forarpollar og tjarn- 'ir eru hingað og þangað, jafnvel í þurkatíð. Gerir þetta bæinn enn þá ömurlegri en ella. Siglfirðingar vinna þessi árin að lokræsagerð. Þörf umbót. En þó grunnar bæjarins yrðu þurkaðir, yrði það ekki nema smá- vægileg framför í ytra útliti bæj- arins, meðan hinar víðáttumiklu skarnbreiður eru óhaggaðar. 1 skarnbreiðunum kennir margr^ grasa. Þar gnæfa gamlir„ hálf- hrundir hlaðar af gömlum hálf- brotnum og fúnum tunnum upp úr járnarusli, bátabraki, brotnum lýsisfötujn og allskonar spýtna- rusli. ( Hvílík hreinsun, ef þessu yrði einn góðan veðurdag sópað burt. Hvílíkt efni í gamlársbrennu. Þegar aðkomumaður lítur yfir Siglufjarðarbæ, sér hann svo ó- víða umhyggju í utanhúss um- gengni, að engu er líkara, en fólk það sem þar er, hugsi á þessa leið: Eg ætla að vera hérna í dag, en eg get búist -við því, að fara héðan á morgun eða hinn dag- inn. Frá ísafirði eru menn að flytja. Gorkúluvöxtur verstöðvanna er og verður mörgum áhyggjuefni. Fólkið, sem á annað borð lifir á sjófangi, verður að elta hinn hvikula sjávarafla. Verður f jármálastjórnin ekki að miðast við það? Hvers virði eru hús og mann- virki, þegar fólkið sér sér ekki lengur hag í því að haldast við á þessum staðnum? Hver veit, nema afkomendur Siglfirðinga reisi nýja verstöð á Langanesi eða Ströndum? Hver veit? Var það framsýni eða hepni, sem réði, er norskir útgerðarmenn völdu sér bækistöð einmitt á Siglufirði fyrir 25—30 árum? Það er ekki ofsögum af þvi sagt, hve landbúnaður og fiski- veiðar eru óskildar atvinnugrein- ar. Maður, sem ræktar jörðina, stað- bindur afkomendur við sömu iðju á sömu jörð. En þeir, sem sjó stunda, flökta milli landshornanna eins og síld- artorfur. Ekki að undra, þó svo miklar andstæður eigi örðugt með að samlagast í þjóðarbýli voru. ÍSLANDSPISTLAR. Bókmentafélagsritin eru núkomin út, 45 arkir að þessu sinni — á 10 kr. ódýrari kaupum á nýjum merkum ísl. bókum mun ekki kostur á. -Skírnir flyfur að vanda margar merkar ritgerðir. Árni Pálsson skrifar um Brandes og um Jón Jacobson, Jón biskup Helgason um Árna stiftprófast Bréflög íþróttakensla Bréfleg kensla (hinir svonefndu ‘bréfskólar’ eða ‘korrespondanse’- skólar) er nú farin að tíðkast víðs vegar um heim, m.a. á öllum Norð- urlöndum nema íslandi. — Ætti sú kensluaðferð óefað betur við hér á landi heldur en víða annars staðar, bæði sökum strjálbygðar og erfiðra staðhátta, og einng sök- um þess, að enn þá er sjálfsment- unin hin raunverulega undirstaða íslenzkrar alþýðumentunar. — Bréfskólar voru fyrst stofnaðir á Helgason, fyrsta forseta Bók-; Englandi um 1890. Hafa þeir náð mentafél. og hinn merkasta ‘ mestri fullkomnun í Ameríku, og mann; Guðm. Finnbogason um | veita þeir nú kenslu í fjölda náms- bölv og ragn, Klemens Jónsson j greina, bæði bóklegra og verk- um bæjarbrag í Rvík kringum. legra. Lúka nemendur þar fulln- 1870, Jón Eyþórsson um veðráttu! aðarprófi í ýmsum fræðigreinum, og veðurspár, Einar Benediktsson; taka próf, hljóta einkunnir o.s.frv. mikill og alstaðar góður. — Síld- birtir kvæði um Ými, Finnur Jóns-j —Fyrsta sporið í þetssa átt hér á veiði á reknetjabáta hér fyrir 8. þ. m. andaðist Sölvi Vigfús- son hreppstjóri á Arnheiðarstöð- um í Fljótsdal, merkur og vel lát- inn bóndi. — Nýlátin er að Nesi í Höfðahverfi Elísabet Sigurðar- dóttiV, ekkja Einars Alþm. Ás- tiV, ías mundssonar, hálfníræð að aldri. Mjólkurbú er í ráði að reisa á Akureyri nú á næstunni. Er það Kaupfélag Eyfirðinga, sem gengst fyrir þeirri stofnun. Er ætlast til þess, að bændur úr nærsveitum Akureyrar sendi mjólk daglega til búsins, og þar verði gert smjör og ostar til útflutnings. Biskupstungumenn hafa lofað að leggja 6,500 kr. til Suðurlands- skólans, ef hann verður reistur að Laugarvatni. Frá ísafirði er símað 10. þ.m: Heyskapur er langt kominn hér vestanlands. Er heyfengur víðast son skrifar um Kjalleklingasögu, Sig. Nordal um Tyfkja-Guddu, E. H. Kvaran um Upton Sinclair og auðvaldið í Bandaríkjunum, ólaf- ur Lárusson um feril Passísálma- handritsins — og loks eru rit- dómar. — Þá kemur á þessu ári Iokahefti 1. bindis Kvæðasafnsins (safn miðaldaljóða) og verður ekki gefið meira út af því í bráð. Tvö hefti af Annálum koma að landi hefir Jón íþróttakennari Þorsteinsson frá Hofsstöðum stig- ið með íþróttakenslu þeirri, er hann auglýsir í blöðunum um þessar mundir. Verður kenslu þessari hagað á þann hátt, að einu sinni í hverjum mánuði verða nemendum send verkefni, en það eru bréf með nákvæmri lýsingu líkamsæfinga þeirra, sem iðka á þann mánuðinn, og fylgja bréfinu nokkru lokið. Varð aflinn með minsta móti. Vélskip héðan, er stunduðu herpinótaveiði við Norð- urland eru flest hætt og komin heim, hafa aflað vel, 6000—7000 tunnur hver bátur. Barðastrandarsíminn verður full- gerður og tekinn til notkunar alla leið til Patreksf jarðar eftir nokkra daga. — Vörður. Frá Tilgátum til Vísindalegrar vissu CODEinsialleo McClary’s eru hinir einu í Canada, sem tilheyra National Warm Air Heating and Venti- lating Association, sem er leiðandi iðnfélag, sem hefir tekið upp þessa vlsindalegu reglur við að setja upp hitun- artæki. Með því að fá Mc- Clary’s "Code Installed” Sun- shine Furnace, fáið þér áreið- anlega þau hitunaráhöld, sem kosta minna I fyrstunni, held- ur en önnur margbrotnari og það kostar minna að hita með þeim, og þau tryggja yður 70 stiga hita í hverju herbergi, hvernig sem veður er. Flestir húseigendur skella skuldinni á furnace-ið; þvi er kent um háan eldiviðarreikning, kvef og hósta og húskulda. Samt er Furnace-inu sjaldnast um að kenna, Sé það rébtupp sett, þá er hita-lofts Furnace besta hitunartækið sem til er. En þrátlt fyrir alla þess kosti, er það ekki fullnægjandi, nema það sé sett inn gamkvæmt vissum reglum. •'Code Instaiied” þýðir aðferð, sem er bygð á visindalegri reynslu, og sem ekki er vikið frá. pessi aðferð er trygging fyrir þvi að þér fáið hinn heilsusamlegasta og besta hita 1 húsum yðar, með minstum kostnaði og gerir hitun með Iheitu Tofti þá ægkileguetu hitunaraðferð, sem nokkursstaðar þekkist i þessu lanch. Eg var T»m kyrt á Siglufirði í nokkra daga í ágúst byrjun. Síld var þar ausið á land nótt og dag. Annríki var þar viðstöðulust, og tækifæri að því leyti got, til að kynnast þar atvinnulífi. Loftleiðslan er aðal atriðið við MlClary’s Sunshine Furnace, sem brenna linkolum jafnt eins og harðkolum, coke eða við. pau breyta gasinu úr linkolunum i loga og varna sóti og ryki og koma I veg fyrir óþarfa eyðslu. Fyllið út og sendið oss meðfylgjahdi miða og vér sendum yður nafn og utanáskrift næsta manns, sem selur McClary’s vörur og sem ábyrgiet yður að hitavélarnar séu svo upp- settar að þér séuð ánægður með þær áila æfi. MAIL THIS COUPON The McClary Mfg. Co.. London, Canada. Please send name of nearest McClary’s dealer who instaJls Sunshine Furnaces according to Standard Code. Name Address MXIarys SUNSHINE FURNACE það má einnig setja Miles Automatic Furnace Fan, eff óskað er.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.