Lögberg


Lögberg - 13.10.1927, Qupperneq 4

Lögberg - 13.10.1927, Qupperneq 4
* Bls. 4 LöGBERG, FIMTUDAGINN 13. OKTÓBER 1927. Jogberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. TalBimart N-8327 N-6328 \ Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift til blaðsins: TtfE 80lUS(8)i\ PRESS, Ltd., Box 3171. Wtnnlpeg. Utanéskrift ritstjórans: EOlfOR LOCBERC, Bo* 3172 Wrnnlpsg, R\pn. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram Tlio ‘'Lögber*’' la prlnted and publlahed by The Columbth. Preas, Limlted, ln the Columbia Bulidln*. £96 Sargent Ave., Wlnnlpe*, Manltoba. Manitoba háskólinn. Þessi hin merka mentastofnun Manitoba- fylkis, átti fimtugs afmæli í vikunni sem leið, og var atburSarins minst, með þriggja daga veglegum hátíSarböldum. Þegar minst skal einstaklingsæfinnar, er jafnan mælt, aS fimtugur maSur sé enn á bezta skeiSi, og hefir þaS aS líkum viS allstyrk rök að styðjast, þótt farið sé þá að vísu að síga á seinni hlutann, hvaS áratölunni viðvíkur. En árin eru reyndar ekki alt, því hitt skiftir að sjálfsögðu mestu máli, hvernig þeim er varið. í lífi þjóða og þjóðstofnana, svo sem háskól- anna, eru fimtíu ár, að eins sem dropi í útsæn- um, óendanle^a þýðingarmikill fyrir þá sök, að hafið má eigi án hans vera. “1 hverri dögg er himingróöur, í hverjum dropa regin-sjór.” Manitobafylki er enn á æskuskeiði, ef svb mætti að orði kveða, og stofnanirnar innan vé- .banda þess, þarafleiðandi, kornungar líka. Þó hefir þroskinn veriS hraSfara, — sennilega fljótari í förum, en á nokkrum- öðrum stað á bygðu bóli. Manitoba háskólinn hóf göngu sína fyrir fimtíu árum, með eitthvað seytján eða átján nemendum. En nú er svo komiÖ, aS hann er orðinn ein allra fjölsóttasta stofnun hinnar æðri mentunar í öllu landinu, og færir mjög nt kvíarnar með hverju líðandi ári. Kennara- fylking hans er skipuð einvalaliði, og nemenda- hópurinn prúður og glæsilegur. Áhrif þessar- arar voldugu mentastofnunar, eru vitanlega orðin næsta víðtæk, þótt gæta muni þeirra drjúgum skýrar, er tímar líða. Berast þaðan árlega út í þjóðlífiS, stefnur og straumar nýrra hugsjóna, nýrra vona og nýrra vísindalegra staðreynda, er stuðla að aukinni andlegri og efnislegri velfarnan þjóðarinnar. Háskóli Manito.ba fylkis, hefir átt við fjár- hagslegan þröngkost að búa, fram á hin síðari ár. Og þess vegna er það, að hann enn, á eigi slík húsakynni, er samboSin sé hinum göfuga tilgangi hans, né heldur fylkinn í heild. VerS- ur þess þó nú sennilega ekki langt að bíða, að stjóm og þing leggist á eitt, með að ráða hót á húsnæðis vandkvæðunum, sem og ýmsu því öðru, er vera kann ábótavant. Vestrænir Islendingar, eiga háskóla Manito- .bafylkis mikið gott upp að unna. Þeir hafa átt þar, og eiga enn, bráðhæfa kennara, er aukið hafa á veg þjóðarinnar út á við, ank fjölda manna í öðrum stéttum, er dreifst hafa þaðan út í þjóðfélagið, og getið sér í livívetna hinn bezta orðstír. Megi stofnun þessari fylgja í framtíS allri, gengi og gifta, Manitobafylki, sem og þjóðinni allri í heild, til ævarandi hlessunar. Þarft fyrirtœki. Á það var stuttlega drepið í síðasta hlaði, að hr. Ólafur S. Thorgeirsson, prentsmiðjueig- andi, hefði nýverið gert samninga við .bóksala- félag Islands, um að taka að sér fyrir þess hönd, sölu íslenzkra .bóka hér í álfu, og sameina þar með í eina heild bóksölu þá, er þeir herrar, Finnur Johnson, Hjálmar Gíslason og Páll S. Pálsson, höfðu um hríð rekið hér í borginni. MarkaSur fyrir íslenzkar bækur vestan hafs, hefir aldrei verið verulega víStækur, en mun þó hafa takmarkast til muna hin síðari ár, eftir því sem heimalningarnir frá Fróni, meir og meir týndu tölunni, því yngri kynslóðin, eins og að líknm lætur, mun hnffigðari miklu að enskri tungu, og lestri enskra bóka. Áf skifting bók- sölunnar milli margra, leiddi þaS, að hagnað- urinn í garS hvers um sig, varð sama sem eng- inn, og dvínaði því áhuginn að sama skapi. Samt er það engum vafa bundið; að selja má hér enn allmikiS ísleíizkra bóka, séu þær á annað borð viS hendina. En slíku hefir ekki á- valt verið að fagna í liÖinni tíð. Hinn nýi umboðsmaður bóksalafélagsins, á yfir að ráða margháttaðri þekkingu á öllu því, er að bóksölu og bókaútgáfu lýtur, og mun gera sér alt far um að greiða fyrir viðskiftunum á einn eður annan hátt, eftir því sem frekast má verða. Lifandi samband við stofnþjóðina heima, má því að eins haldast, að gagnskifti bóka verði gerð sem allra auðveldust, og góðar, íslenzkar bækur, lesnar eins víSa á vestur-íslenzkum heimilum, og hugsanlegt er. Sama ætti að gilda um kaup og lestur vestur-íslenzkra bóka á Fróni. Sérhverjum þeim, er af hjarta og sál, ann íslenzkri bókmenning, hlýtur að vera ljóst, hve afar stórvægilegt tilveruskilyrSi það er, fyr- ir þjóðernisviðhald vort hér í dreifingunni vestra, að íslenzkur bókamarkaður sé í sem allra beztu ásigkomulagi, og aðgangurinn að því, sem hugsað er fegurst og dýpst heima, eins greiður og framast má ákosið verða. ÞaS er því í eðli sínu, ósegjanlega dýrmætt þjóðræknisverk, sem hr. Ólafur S. Thorgeirs- son nú hefir tekið sér fyrir hendur, með því að koma skipulagi á sölu íslenzkra bóka vestan hafs, og greiða þar með bókelskum Yestur- Islendingum, aðgang að nýjustu straumum og stefnum austur-íslenzks menningarlífs. Mun þá enn lengi óhaggaður standa “í starfsemd andans, stofninn einn með greinum tveim. ” Verndun skóga. Seinni ára tilraunir mannaðra þjóða, hafa mjög hneigst í þá átt, að klæða landið, í stað þess að rýja það skógum og trjáskrauti, í grunn- hygni augnablikshagnaðar. Hefir hollskygn- ustu mönnum þjóðanna, skilist það æ .betur og betur með hverju líðandi ári, hver háski sé á ferðum þar sem skógnm er eytt fyrirhyggju- laust, án þess að nokkur minsta rækt sé lögS við endurgræðslu. Hefir slík vakning til þess leitt, að stofnuð hafa verið félög víðsvegar um heim, með það markmið fyrir augum, að vernda skóglendur, hvar helzt sem því yrði við komið. Er eitt slíkt félag starfandi hér .í Canada, “The Canadian í’’orestry Association”, er unnið hefir þegar mikið og þarft verk, bæði hvað viðkemur endurgræðslu skóga, almennri fræðslu um nauð- syn málsins, sem og aðstoð í sambandi við kæí’- ing skógarelda. Auður sá, er falinn liggur f stórskógúm % þessa lands, er meiri en svo, að lýst verði í stuttu máli, og grípur djúpt inn í iðnlíf þjóðar- innar alt. Um þetta eru allir sammála, að minsta kosti á yfirborðinu. En hvað er nm hinn dýpri skilning málsins? 1 lítt seðjanlegri von nm meiri og meiri augnabliks hagnað, gleyma því helzti margir, að það er eins með skóga og önnur náttúruauð- æfi, að þeir eru ekki einnar kynslóðar eign. ófæddu kynslóðirnar þurfa líka að lifa. Og hver vildi hafa það á samvizkunni, að afhenda þeim nakið land? Á ári því, sem nú er að líða, starfa í þjón- ustu skóggæzlunnar í Canada, um sex þúsund manns. Talan kann að sýnast næsta há. Þó mun það sönnu næst, að þegar mikið er nm skógarelda víðsvegar um landið, þá hrökkvi mannaflinn hvergi nándarnærri til. SíðastliSin þrjú ár, hefir verið með minna um skógarelda, en þrátt fyrir það, hafa skóg- gæzlumenn yfirleitt, átt fult í fangi, með að .sinna starfinu sem skyldi. Yfir-eftirlit með verndun skóga hér í Can- ada, hvílir á herðum sambandsstjórnar. En í samráði við hana hefir hið canadiska skóg- ræktarfélag leyst af hendi afar þýðingarmikið starf, sem glegst má af því marka, að nú í ár hefir það sent sérfræðinga út um land, tilþess að fræða almenning nm sérhvað það er að viðhaldi og vernd skóga lýtur. Á það er og vert að benda, að einstakir iðjuhöldar hafa í seinni tíS, látiS allmikið til sín taka, hvað skógverndunarmálið áhrærir. MeSal annars varði ein pappírsgerðarverksmiðjan nú í ár, freklega tvö hundruð þúsund dölum til vernd- ar skógum. • Af éanadiskum hagskýrslum má það sjá, að níutíu af hundraði af tjóni því, er skógareldar valda, hér í Canada, orsakast af skeytingarleysi mannanna, jafnvel hálfbrunnin vindlingsstúf- ur, hefir iðulega valdið tjóni, sem skift hefir hundruðum þúsunda, jafnvel miljónum dala. Þeir einstaklingar, er valdir eru að slíknm stór- slysum, eru óvinir mannkynsins, og verðskulda enga vægð. Það er á þessum sviðum, sem flest- um, ef ekki öllum öðrum, að almenningsálitið verður að grípa í tanmana, láta skríða til skar- ar, og dæma sérhvern þann óalandi, óferjandi og óráðandi öllum hjargráðum, er sekur gerist nm jafn óafsakanlegt skeytingarleysi. Þegar upplýstur almenningur, vaknar til glöggrar meðvitundar nm skyldur sínar ^agn- vart vernd skóga, hverfa skógareldar að miklu leyti úr sögunni. Þá verður hætt aS rýja land- ið, í stað þess að klæða það. Að leikslokum. Eftir söngTconuna heimsfrœgu, Nellie Melbu. Mismunurinn á milli hrygðar og eftirsjár, kemur hvarvetna greinilega í ljós, í lífi allra manna. óþarft er á það að benda, hve sár- hrvgg eg muni hafa verið í huga, er að því kom, að eg yrði að syngja minn síðasta söng, eftir allan þann óumræðilega unaS, er söngurinn hafði veitt mér á langri og litbrigðaríkri æfi. Eftirsjá, eða iðrunarkend, hefir aldrei kom- ist að í huga mínum, jafnvel enn síður nú, en nokkru sinni fyr. Eg hr ekki nógu eigingjörn, eins og ef til vill sumir aðrir, að óska þess að mega endurtaka listaferill minn að nýju. Eg sé eftir engu, og sætti mig við tilhlökkunina um nýjar söngstjömur, er komast muni feti fram- ar en eg. Ef til vill gæti eg líka að einhverju leyti, greitt götu þeirra, með því að skýra fyrir þeim nokkrar megin-ástæðurnar, er stuðluðu að sigurvinningum mínum á hinni erfiðu braut listarinnar. Þá er það og heldnr engan veginn óhugsanli, að læra mætti vitund af árekstrum þeim, er eg sætti, því þeir voru engan veginn óverulegir, snmir hverjir. Og nú, að leikslokum, framkallast í hugan- um, atburðakeðja langrar, litauðgrar æfi, líkt og dýrlegur draumur, frá þeim tíma, er eg sem dálítill telpuhnokki, lék mér blístrandi í blóm- runnunum umhverfis Melbourne í Ástralíu, og þar til eg söng fyrir þúsundunum mörgu í Cov- ent Garden, síðstu kveðju deyjandi Miami. Og þótt eg hefði átt þess kost, að syngja það hlut- verk einu sinni enn, rnyudi eg ekki hafa breytt einni einustu tónsveiflu. “Eg hefi ávalt eitthvað grætt af ósigrum mínum. Eiga þeir ef til vill ekki í því hvað minstan þáttinn, hve mikið mér varð ágengt á braut listarinnar. Mép líður það aldrei úr minni, hve mikið eg lærði af því, að ^yngja hlut- verk Brynhildar, í hinni dásamlegu opern Wagners, “Siegfried”, fyrir meira en þrjátíu árum. HlutverkiS var undursamlega faílegt. En það átti ekki við rödd mína, og var mér ger- samlega^um megn. Hefði eg haldið áfram að syngja á því sviði, myndi rödd mín hafa að engu orðið. “Eg myndi þó enn þá hafa verið að naga mig í handarbökin, ef eg hefði eigi reynt hlutverk Brynhildar, og átt einni ^ósvalaðri þránni fleira. Skildist mér þá fyrst til hlítar, hvernig rödd minni var háttað, og hve óumflýjanlega nauðsynlegt það var, al5 hið hljómræna þenslu- magn hennar, fengi notið sín til fulls. • ‘ ‘Jlg hefi áfalt átt afarörðugt með að sætta mig viS forlagatrúna, — að sérhverri mann- veru væri ætlaður viss reitur til að ferðast eft- ir, öldungis án tillits til persónulegs vilja, eða sjálfsákvörðunar. Eg hallast miklu fremnr að hinu, að hver sé sinnar lukku smiður, — að sér- hver einstaklingur, karl eða kona, verði að heyja látlausa baráttu upp á eigin áhyrgð, með ákveðið markmið fram undan. Eg hefi orðið að neita mér um óendanlega margt, hefi alla jafna verið á ferð og flugi tir einum stað í anm an, nm lejj5 og aðrar konur hafa notið ánægju og dásemda heimilislífsins. Eg hefi sætt of- sóknum og rógi án þess að gefa borið hönd fyr- ir höfuð mér, — hefi verið neydd til að brosa, er forréttindi mín sem konu, í raun og veru kröfðust gráts. Oft og iðuléga hefi eg sættf dómum, sem guð veit að voru bæði óverðskuld- aSir og ósanngjarnir. En þrátt fyrir alt og alt, sé eg ekki eftir neinu, og myndi meira en fús til að lifa æfina upp aftur, þótt eg eigi óski þess, — lifa upp dapurleikann og húmkaflana, engu síður en sólskinið og heiðríkjuna. ‘ ‘ Eg hefi aldrei hallast að þeirri skoðun, að mannsæfin gæti nokkru sinni orðið óslitinn sól- skinskafli. Lífið er margbreytilegra en svo. Mér hefði aldrei skilað það áfram á listabraut- inni, sem raun varð á, ef eigi hefðu skifst á skin og skuggar, sólblik og sorgir. Ög eg held, að það eigi ekkert skylt við sjálfhælni, þótt og segi nú í vertíðarlokin, að túlkan mín á hlutverki Desdemonu í Othello, eftir Verdi, hafi verið eitthvað annað og meira en söngurinn, út af fyrir sig, einhver meðfæddur neisti innblásins ólgandi ásfríðulífs. — Árin líða líkt og draumnr. Einn atburður- inn fylgir öðrum nmsvifalanst. Vér veitnm þeim misjafna athygli. Þó hafa þeir allir, jafn- vel hinir smæstu, víðtæk áhrif á skapgerð vora og tilfinningalíf. Enginn skapaður hlutur, hversu auðvirSilegur sem hann kann að vera í augum vorúm, er þýðingarlaus. SmáatburS- irnir í hinu daglega lífi, geta haft varanleg heildaráhrif, séu þeir nytfærðir rétt. Margt smátt gerir eitt stórt. Sérhver sá, er komast vill áfram og upp á við, verður að vera nýtinn og ræktarsamur við hið smáa, því alt hið stóra og mikla, er uppbygt af óendanlega mörgum smæddareiningum. Ef einhver spyrði mig að megin-ástæðunni fyrir því, hve margt gott listamannsefnið, sigl- ir skipi sínu í strand, þá mundi svarið verSa á þá leið, að vanrækslu við hið einfalda og smáa mætti um kenna, ásamt ótta við hin þyngri og örðugri viðfangsefni. Þegar eg kom á leiksvið í fyrsta sinni, var eg mér þess meðvitandi, að eg kunni ekki að leika. Þó hældu blöðin mér samt sem áður, og töldu mig þegar bráðhæfa leikkonu. Eg gat ekki leikið, sökum þess, að eg hafði í raun og veru ekkert upplifað, er opnað hafði angu mín og aukið lífsgildið. Eg hafði hvorki elskað né syrgt,. Og hvers vegna ætti eg að telja eftir mér þær sorgir, er auðguðu list mína og hófu hana í hærra veldi? “Eg hefi lifað fyrir listina og fórnað öllu á altari hennar, og vildi ekki, hvað sem í boði hefði verið, hafa farið á mis við sársaukann, sem einkendi listarferil minn, ávalt annað veifið. “Á sorgarhafsbotni sannleiksperlan skín, Þann sjóinn máttu kafa, ef hún skal verða þín.” ' i Það er margt, sem af mótbyr má læra, og af krappasiglingunni nam eg mest og hezt. Það er einmitt þá, er holskeflurnar rísa hæst, að mest reynir á manngildiS, og að inniviðir skap- gerðarinnar taka á sig fast form. Ef til þess kæmi, að mynd mín kynni að geymast um hríð í endurminningu kynslóð- anna, þá óska eg einskis fremur, en að það yrði sú myndin af lífi mínu, er harSasta sýndi bar- áttuna, því hún myndi, að loknum leik, sanna alþjóð manna flestu öðru betur, hverrar tegund- ar kona eg var. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limlted Offíce: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii^ | Samlagssölu aðferðin. | = Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- = = afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega = E lægri verður starfrækslukostnaðurinn. En vörugæðin 5 = hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að E = vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem henni = E ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar = = vörusendingar og vörugæði. = Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru = = fyrgreind þrjú meginatriði trygð. = Manitoba Co-operative Dairies Ltd. = 846 Sherbrooke St. - ; Winnipeg,Manitoba E ■riimimiMiiiimiiiimiiiimiiimmiiMimiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiimmiiiiiimiiiiii?: Þeir íslendingar, er í -Wyggju hafa aS flytja búferlum til Canada, hvort heldur er héiman af íslandi eða frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. Meðlimir Grain Exchange, Winnipcg Produce Clearing Associ- ation, Fort William Grain Exchange, Grain Claims Bureau. LICENSED AND BONDED By Board of Grain Commissioners of Canada Columbia Grain Co. Limited Telephone: 87 165 144 Grain Exchange, Winnlpeg ÍSLENZKIR BŒNDUR! Munið eftir íslenzka kornverzlunar-félaginu. það getur meir en borgað sig, að senda oss sem mest af korn- vöru yðar þetta ár.“™Við seljum einnig hreinsað útsæði og kaupum “option” fyrir þá sem óska þess. Skrifið á ensku eða íslenzku eftir upplýsingum. Hannes J. Lindal, Eigandi og framkvæmdarstjóri. Canada framtíðarlandið og Vestur-Islendingar. (Framh.) Áður en eg fer lengra út í land- námið í Argyle eða æfintýri frumbyggjanna þar, vil eg með fáum orðum minnast á fylkið, sem frumbygðirnar íslenzku hér í Canada voru myndaðar í, nefnil. Manitobafylki. Mig langar til að minnast á hina landfræðilegu af- stöðu þess og þess mörgu kosti fyrir alda og óborna. Manitobafylki er hjartapunkt- ufinn í Canada. Þegar Dufferin jarl, landstjóri í Canada, ferðaðist um vesturlandið 1877, sagði hann um Manitoba: “Vegna hinnar landfræðilegu afstöðu sinnar og sérstöku einkenna, má Manitoba skoðast sem topp-steinninn í hin. um mikla boga af syeturfylkjjum, sem liggja þvert yfir meginland Ameríku, frá Atlantshafi til kyrrahafs” (Samb. æfisögu Duf- ferin jarls, eftir Sigtrygg Jónas- son, í Almanaki 0. S. Thorgeirs- sonar 1903). Manitoba eru dyrn- ar að hinu víðáttumikla Vestur- landi, hinum víðáttumiklu slétt- um, sem nú eru að verða eitt hið stærsta kornforðabúr heimsins. Þegar kemur vestur úr skógunum og hinum lítt bygðu hrjóstur- lendum vesturhluta Ontario fylk- is, þá lyftir Manitoba upp tjöld- unum, og nýr heimur opnast, frjálslegur, hreinn og heillandi, þar sem áður, og ekki aíls fyrir löngu var leikvöllur vísunda og annara dýra merkurinnar, þar sem Rauðskinnar á strjálingi dreyfðu sér um slétturnar og skógana, ó- áreittir af allri ásælni hinnar hvítu menningar. Mlanitoba gekk I fylkja sam- bandið canadiska 1870; þá var það að mestu óbygt, og margfalt minna en það er nú. Árið 1912 var aukið við það afarmiklu land- flæm'i, svo nú er stærð fylkisins 251^332 ferh. mílur enskar. Suð- ur-takmörk þess er landamerkja- línan mílli Canada og Bandaríkj- anna, eða 49. gr. norðl. breidd^r; norðurtakmörkin er 60. breiddar- gráða. Nær það því ^ll-Iangt norður fyrir Fort Churchill, höfnina við Hudsons flóann, þar sem nú er fyrirhuguð endastöð Hudsons flóa brautarinnar. Suð- austurhornið á Manitoba er í Skógavatni (Lake of the Woods), og be'ina línu norður er merkja- línan milli Otnario og Manitoba nálægt 95. lengdarstigi, því sem næst norður að 53. gr.; þaðan eru landamerkin til norðausturs, beint strik næstum til Hudsons- flóans, á annað hundrað mílur vegar fyrir austan Port Nelson- höfnina, sem áður var fyrirhug- uð endastöði Hudsonsflóa braut- arinnar. — Vesturtakmörk fylkis- ins er Saskatchewanfylki; er bein línan norður alla leið nálægt 101. lengdarstigi (W. Long.). Manitoba er hið eina af Sléttu- fylkjunum, sem hefir sjávar hafn- arstað; hefir mikið og lengi verið barist fyrir því, að járnbraut yrði bygð til Hudsons flóans, svo hægt verði að senda afurðir Vestur- landsins stystu leið til sjávar og þannig miklu kostnaðarminna með hafsklpalínum á heimsmarkaðinn í Evrópu. Hefir Manitoba og Vesturlandið bygt miklar og háar vonir á þessu fyrirtæki, sem nú sýnist vera að komast í fram- kvæmd. Manitobafylki er auðugt að skógum, námalandi og fiskivötn- um. Skógarnir í Manitoba eru af- ar-mikil jauðsuppspretta fyrir fylkið. Er að eins í barndómi viðleitni sú, að setja upp pappírs- mylnur hér í fylkinu; eru (5brJÓt- andi skógar fyrir þann iðnað í Norðurland'inu, og mun í framtíð- inni gefa fjölda manns atvinnu. Til húsabygginga og eldsneytis verður skógu um langan aldur. Norður-Manitoba er einnig auð- ugt af málmum; er námurekstur að eins í barndómi. Einnig er, eftir öllum líkum að dæma og rannsóknum, sá akur ótakmark- aður. — Piskivötnin eru ein af helztu lífæðum landsins og hafa verið frá byrjun, en eykst með ári hverju, eftir því sem bygðin fær- ist út í norðrínu. Innan vébanda Manitobafylkis eru: Winnipeg- vatn, Manitobavatn, og Winnipeg- osisvatn, auk fjölda smærri vatna sem dreifð eru víða um norður- fylkið; eru þessi vötn full af fiski, og stórar og smáar ár, sem um landið renna, hafa gnægð af fiski. Frá upphafi vega hér hafa ís- lendingar lagt sig mikið eftir þessari atvinnugrein og mörgum græðst fé, enda voru þeir margir æfðir fiskimenn, er þeir komu frá íslandi. — Atvinnuvegur þessi á miklu meiri framtíð fyrir hönd- um og einstaklinga þá, sem gefa

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.