Lögberg - 13.10.1927, Blaðsíða 8

Lögberg - 13.10.1927, Blaðsíða 8
bls. 8 oöGBERG, FIMTUDAGINN 13. OKTÓBER 1927. Lœknir (jölskyldunnar mælir með Robin Hood Flour vegna þess að mjölið er hreint og heil- nœmt. Þér fáið fleiri brauð úr pokanum. RobinHood FJjOUR ABYGGILEG PENINGA TRYGG ING í HVERJUM POKA Mr. Einar Jónsson, frá Lonley Lake, Man., var staddur í borg- inni í vikunni sem leið. Mr. Guðmundur Hjartarson kom til borgarinnar í síðustti viku. Hann á heima í grend við Steep Rock, Man. Dr. og Mrs. B. J. Brandson komu heim á sunnudagsmorguninn. Þau hafa verið á ferðalagi suður í Bandaríkjum síðan um miðjan september. Séra Jónas A. Sigurðsson veiktist hastarlega fyrra sunnudag og hefir legið síðan. all-þungt haldinn. A laugardaginn var hann fluttur á Al- menna spítalann hér i borginni og hefir verið þar síðan. Síðustu frétt- ir frá spitalanum á miðvikudags- morgun, eru þær, að honum líði betur heldur en undanfarna daga. Meðal íslendinga, er setið hafa flokksþing íhaldsmanna, er yfir stendur hér í borginni um þessar mundir, eru þeir Sveinn kaupmað- ur Thorwaldson í Riverton, Col. Hannesson frá Selkirk, Bergthor Thordarson, Gimli, og Bjarni Þórð- arson frá Leslie, Sask. í næsta blaði verður auglýst skemtiskrá fyíir samkomu, þá, er trúboðsféíag kvenna hieldur í kirkju Fyrsta lút. safnaðar mið- vikudagskvöldið þann 26. þ. m., sem áður hefir getið verið hér í blaðinu. Þetta er almenningur beðinn að hafa í huga. Fullyrt er nú, að R. H. Webb, borgarstjóri í Winnipeg, verði ekki í kjöri sem borgarstjóraefni við bæjarstjórnarkosningarnar í næsta mánuði. Það er sagt, að hann sé í þann veginn að gerast nokkurs konar auglýsinga um- boðsmaður fyrir fylkisstjórnina. Þeir bæjarráðsmennirnir Dan. Mc- Lean og A. H. Pulford hafa látið í Ijós, að þeir ætluðu sér að sækja um borgarstjóra embættið. Sjálf- sagt verða fle'iri í vali, þegar til kemur. Messuboð.—Mozart, kl. 11 f.h.; ræðuefni: “Er kristindómurinn nútíðarboðskapur?” — Bræðra- borg, kl. 3 e.h. (Standard Time); ræðuefni: “Endurfæðingin frá sálfræðiiegu sjónarmiði.” — Elf- ros, kl. 7.30; ræðuefni: “Vináttan bezta.” — Allir boðnir og hjart- anlega velkomnir. — Vinsam- legast. Carl J. Olson. Mr. Árni G. Eggertsson lög- maður frá Wynyard, hefir vetið staddur í borginni undanfarna daga. , Jakob Bjarnason látinn. Á föstudaginn í vikunni sem leið, barst séra Jónasi A. Sigurðs- syni símskeyti frá Seattle, þar sem skýrt er frá því, að Jakob Bjarnason lögreglumaður hafi látist þar daginn áður af hjarta- bilun. Enn fremur, hefir oss bor- ist eftirfarandi bréf frá Seattle, sem skýrir nokkuð nánar frá þessu dauðsfalli: “Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu í Seattle, fimtudaginn þ. 6. október. Hjarta- bilun var banamein hans. 5ann hafði verið meðlimur lögregluliðs borgarinnar yfir tuttugu ár. Víð- þektur og vel látinn af öllum. Mik- il eftirsjá er að honum bæði sem vini og félagsmanni. Stórt skarð er höggið í hóp íslendinga við frá- fall hans. Eflaust verður hans nánar minst í Lögbergi síðar,” eftir ástæðum, með sérstöku offri eða á annan hátt. Einnig er vonast eftir að kvenfélög vor, trúboðsfé- lög, og ungmennafélög, ljái málinu öflugt fylgi. Eins margir kristin- dómsvinir á dreifingu víðs vegar. MeS almennri hluttöku er málinu borgið. Eg fulltreysti því að þetta málefni, „sem notið hefir vaxandi vinsælda á síðustu- kirkjuþingum, fái nú í verkinu þann stuðning, sem á þarf að halda. Boðið mikla, “Ger- ð allar þjóðir að lærisveinum,” legg- ur á okkur þá skyldu að gleyma hvorki starfinu heima né útávið. Og þess má geta, að feginsamlega er tekið mjög víða viðleitni vorri að koma til hjálpar í kristilega starfsátt dreifðum hópum fólks vors f jær og nær. Öll tillög ber að senda til féhirðis kirkjufélagsins, hr. Finns Johnson, P.O. Box 3115, Winnipeg, Man. Glenboro, Man. 21. september 1927. K. K. Ólafson, forseti kirkjufélagsins Rose Theatre u Fimtu- föstu- og laugardag pessa viku UnderstandÍDg Hearts’’ Einnig sjötti kapituli af leiknum ON GUARD SÉRSTÖK akemtun laugardags eftirmiðdag. í dánarfregn Ingibjargar sál. frá Tungu við íslendingafljót, er birtist nýlega hér í glaðinu, hefir slæðst inn sú prentvilla á einum stað, að hún er nefnd Margrét, í staðinn fyrir Ingibjörg, hið rétta nafn hennar. Þessi prentvilla er þó auðþekt og má lesa í málið, ef því er veitt eftirtekt, að alstaðar annars staðar í greininni er hún rétt nefnd. — Þetta le'iðréttist þó hér með samkvæmt ósk þess, er fregnina sendi. Gefin voru saman í hjónaband af séra Birni B. Jónssyni, D.D., þann 4- þ. m., Jóhannes Ó. Markússon frá Árnes og Emília I. Albertson frá Geysir. Þann 5. þ. m. gaf séra Björn B. Tónsson saman í hjónaband, að heimili sínu 774 Victor St., John S. Stewart og Iola K. Purse. Hinn 6. þ. m. andaðist að heim- ili sínu. Kenwood Apts.. hér í borg- inni frú Anna Gíslason 77 ára að aldri. Ekkja séra Odds sál. Gísla- sonar. Jarðarförin fór fram á þriðjudaginri í þessari viku frá Fyrstu lútersku KÍrkju. Landnámsdagur. Islendinga í Vestur-Canada Verður haldinn hátíðlegur á Gimli, Man., á föstudagskvöldið síðasta dag sumars í Parish Hall, þann 21. þ.m. kl. 8.30. Minnisvarðanefndin hefir feng- ið Dr. Sig. Júl. Jóhannesson til þess að minnast frumbyggjaanna á þessari samkomu og má fólk eiga víst, að hlusta á bæði fróð- legt og skemtilegt erindi. Enn fremur verða söngvar og (Old Timers) dans, ásamt ágætum veit- ingum. Bygðar- og bæjarfólk er beðið að fjölmenna á samkomuna og þar með sýna hinum fornu landnem- um virðingu og sæmd og enn fremur styrkja minn'isvarðamálið.' Inngangur fyrir fullorðna 50c. Ungmenni innan 12 ára 25c< Gimli, 10. okt. 1927. Minnisvarðanefndin. Heimatrúboð. Síðasta kirkjuþing vort samþykti að safna skyldi að minsta kosti $1,200 til heimatrúboðs á þessu ári. Ýmsir voru því meðmæltir að setja takmarkið hærra, en niður- staðan varð eins og frá er greint. Nú er fyrir höndum sá tími ársins, sem fjársöfnun til þessa málefnis er sérstaklega bundin við. Það er gömul hefð, sem hvílir á kirkju- þingssamþyktum, að sem næst siða- bótarhátíðinni, þann 31. okt., sé tekið offur í söfnuðum kirkjufé- lagsins til þessa velferðarmáls kirkj- unnar. Þessi ráðstöfun var endur- tekin á síðasta kirkjuþingi. Eru það nú vinsamleg tilmæli til allra safnaða og einstaklinga félags vors og annara kristindómsvina, sem starfi þessu unna, að láta ekki hjá Iroa að Ieggja til þess í þetta sinn, eftir því sem ástæður framast leyfa, svo takmarkinu verði náð. Hver söfnuður getur hagað Tjársöfnun Jóla-óska Bréfspj öld Mjög mikið úrval af jóla- kortum, er nú til sýnis á akrifstofu vorri. Það fer að verða tími til að minnast frænda og vina í fjarlægðinni, ef þú hugsar Joér að senda Joeim gleði- óska-skeyti um jólin. Wtie Columhta $ress, Htb. 695 Sargent Ave., Winnipeg HOLLUSTA. Ef sólin væri ekki eins heit og hún er, þá mundi þurfa að benda mörgum nútíðarmanni á hana, til þess að hann sæi hana, vegna þess hve hún hefir lágt. Hraði, hávaði og læti eru dálætisbörn nútímans. Mikið af hljómleikum vorum er meira hávaði en hjartansmál list- arinnar. Ritmál verður helzt að vera þrungið stóryrðum eða flókn- um setningum, oflofi, eða þrum- andi skömmum, guðlasti og ruddaskap, eða fíflslegri kátínu, til þess að bragð þyki að því, .en ræðumenn verða að slá ráðrikum fjöldanum gullhamra, ef þeir eiga að lifa. Hollustuna er minna spurt um þótt það sé hún, sem allir þarfnast mest. / Ritstjórnargrein Lögbergs: “Markmiðið”, er hávaðalaus gréin, en mjög holl. Hún er að mínu áliti alheilbrigð. Höfund- urinn á þökk skilið fyrir. Það er oft fundið að blöðunum, þv'. má þá ekki eins hæla þeim, þegar þau gera vel? Vér, sem blöðin lesum, metum flestir mikils komu þeiria, er þau. 1 færa okkur óblandaða hollustu, þótt hætt sé við að hún kunni að fara fram hjá þeim, sem illa heyra og orðnir eru vani” hávaðanum. Blöðin hafa nú orð- ið sterk áhrif á líf þjóðanna. Vér eigum því að hlúa að þeim heil- brigðu, og uppræta, með ræktun hins holla og góða, illgresið. Athugull lesari Lögbergs. Mánu- þriðju- og miðviudag næstu viku The Gilded High- way Einnig: The Overland Limited Gaman og Nýjungar Mr. Eggert Sigurgeirsson, að Siglunes, Man., var á ferð í borg- inni í síðustu viku. Nýkomnar bækur frá Islandi: Óskastundin, æfintýri í fjór- um sýningum eftir Kristínu iSigfúsdóttur, í skrb.... $2.00 Vilhjálmur Stefánsson, eftir dr. Gm. Finnbogas,....... 1.50 Við yzta háf, ljóð eftir Huldu í skrb..................... 2.00 Gunnhildur drotning og aðrar sögur eftir Brekkan, skrb. 2.50 Sömu bækur í kápu ........ 1.75 Loginn helgi, eftir Selmu Lagerlöf................... 0.60 Ólafur S. Thorgeirsson, 674 Sargent Ave., Winnipeg. Gefið að Betel i Sept. Mrs. E. Gíslason, Gimli....$3.00 S. F. Olafsson, Wpeg ...... 5.00 Fred Bjarnason, Wpg ...... 5.00 Vinkona frá Winnipeg...... 5.00 Miss Thorst. Jackson .... 11.00 Mrs. Sigurbjörg Johnson Selk 1.00 Mrs. J. Stefánsson, Elfros, gaf ull virta á $4.00. ísl. lút. kvenfél. í Selkirk .... 32.00 Mrs. E. Egilson, Gimli, skyT og smjör virt á 2.25. Mrs. A. Hinriksson, 25 sept. 25.00 í minningu um son sinn H. G. Hinriksson. Áheit frá ónefndum vinum í Winnipeg ............... 2.00 Mrs. I. Ásmundson, Brandon 5.00 Innilega þakkað, J. Jóhannesson, féh. 675 McDermot Ave., Wpeg. WALKER. Þeir, sem ánægju hafa af því, að kynnast vetulegum töframanni, ættu ekki að láta hjá líða að koma á Walker léikhúsið, 0g kynnast Ralph Richards, er verður þar í viku, frá mánudagskveldinu 24. þ.m. Hér er um að ræða mesta töframann veraldarinnar. WONDERLAND "The Crimson Flash” heitir kvikmyndin, sem Wbnderland leik- húsið hefir nú til að sýna almenn- ingi. George Gray hefir ritað sög- una, og er hún full af æfintýrum og mjög spennandi. Þar leikur meðal annara J. Barney Sherry, sem er svo örlátur að hann gefur stærri og dýrari gjafir heldur en jafnvel auð- mennirnir geta hælt sér af að geta gert. _________ ... Herra ritstjóri. Að gefnu tilefni skal þess get- ið, að af verzlunarástæðum hefi eg það fyrir sið að áskilja mér höfundarrétt að hverju því, sem eg læt prenta í blöðum erlendis, til þess að koma í veg fyrir' að það verði endurprentað á íslandi án míns leyfis eða þýtt, ef um er að ræða ritgerð á erlendu máli. Með því að eg á ekki í annað hús að venda en lifa af riitstörfum mín- ur, er það mér grundvallarskil- yrði, að vernda rétt minn sem höfundar á fslandi, þar sem mark- aðurinn er fyrir bækur mínar. Þó sé eg ekki ástæðulaust að taka fiam í þessu sambandi, að í hvert skifti, sem vestur-ísl. blöðin hafa beðið mig um ritgerðir, þennan tíma, sem eg hefi dvalið hér í Canada, hefi eg látið þær í té, án þess að gera ráð fyrir öðrum reikningsskilum frá blaðanna hálfu, en almennri kurteisi. Með djúpri virðingu er eg yðar Halldór Kiljan Laxness. ÞAKKARORD. MICHAELSTROGOFF á Wonderland leikhúsinu Mánu- Þriðju- og Miðvikudag Næstu viku Eins og kunnugt er, sýndi fólk hér í Vatnabygðum okkur þann sóma, að bjóða okkur á fjölment 3amkvæmi, í fundarsal Leslie- bæjar, þann 25. þ.m., í tilefni af því, að þá höfðum við verið gift í 30 ár. Þar var okkur líka afhent stór-rausnarleg gjöf, n.l. sérlega vandaður bíll. Okkur er kunnugt um, að all- margir voru þeir, bæði í Wynyard kjördæmi 0g lengra að, sem í þessu tóku þátt, en áttu ekki kost á að vera þarna staddir, og sem við því ekki gátum þakkað þar á staðnum. Þeim sendum við nú hér með, okkar innilegt þakklæti, og um leið .öllum þessum vina- fjölda fyrir gjafirnar og góð- vildina. Þetta alt er okkur langt um meira virði, en við getum með orðum lýst, eða til peninga metið. En sízt af öllu þakkað eins og vert er. Leslie, 30. september, 1927 W. H. og Mrs. Paulson. ÍSLENZKU VIKUBLÖBIN. Oft hugsa eg út í það, hvað erf- ið staða það hlýtur a*ð vera, að gefa út íslenzku Vikublöðin, t. d. hve aðstaða ritstjórans hlýtur að vera vandasöm. Þeir verð að sjá um að blaðið sé lýtalaust, og nái sem bezt tilgangi sínum, og þar af leiðandi hreppi hylli helzt allra lesenda. Svo berst þeim (ritstjór- unum) heilt upplag af aðsendu dóti, sem þeir þá verða að vinsa úr od fá þá máske vanþökk fyrir hjá þeim, sem ekki kom sínu and- lega góðgæti að. — Þó mun hin efnalega hlið blaðanna eiga örð- ugast. Það er kvartað um af kaup- endum að íslenzku blöðin séu dýr. í samanburði við hérlent blaða- rusl, mun það satt vera; en öllum sæmilega sjáandi mönnum ætti að vera Ijóst af hverju það kem- ur. — En að mínum dómi flytja íslenzku blöðin meira af gagnleg- um ritgerðum, en sumt af hér- lendum blöðum. Gera íslenzku blöðin okkar nokkurt gagn? Því hlýt eg að svara óhikað játandi. Hvar t. d. stæði þjóðræknisstarf- ið okkar, ef blöðin væru engin? Og hvernig færi með fréttir að heiman, af okkar kæra, gamla landi, ef íslenzku blöðin væru engin? Og svona mætti telja í það óendanlega. Við þurfum allir og öll að borga blöðin betur en við höfum gert. Það hlýtur að vera seigkveljandi fyrir aðstand- ‘endur blaðanna íslenzku, að eiga í þessari rekistefnu á hverju ein- asta ári með að fá inn centin frá þessum sárfáu kaupendum. ls- lenzku vikublöðin ættu enga inn- heimtumenn að þurfa að hafa út um bygðir; við ættum, kaupend- urnir, að sjá sóma okkar í því að borga þess dali refjalaust. — Nú er að nálgast 1930, árið sem allir sannir íslendingr hugsa og hlakka til. Við skuluny. drengir, allir vera skuldlausir þá, og byrja með því að borga sem mest til blað- anna í haust. Karl í krapinu. THE W0NDERLAND THEATRE Fimtu-Föstu- og Laugardag ÞESSA VIKU OBEY THE LAW BERT LYTELL as the Star. Added attraction 1, Chapter of The Crimson Flaoh 10 Chaptera of Deep See Mystery Extra added an Our Gang Comedy BABY BROTHER SPECIAL Thursday night only Stage PreSentation MayGuthbertsou, Marjory Durkin Grace Cumeri, FlorenceThorburn Aukasýning laugardagseftirmiðdag Juvenile Musicians, Singers and Dancers Mánu-Þriðju- og Miðv.dag MICHAEL STR0G0FF RÓM. Auðnu frá þér ástin togar oft með gyltum klóm— blóðið ólgar, brjóstið logar í björtu, miklu Róm. Þar sýnast ótal svalalindir, er suða Skuldr dóm — þar glepja falskar gyðju myndir —gaktu fram hjá Róm. Þótt hygnir láti hugann doka helzt hjá björtum skóm— láttu’ ei Ást þig inni loka, allra sízt í Róm. R. J. Davíðsson. Holmes Bros. Transfer Co- Baggage artd Furniture Moving Phone 30 449 668 Alverstone St., Winnipeg Viðskifti Islendinga óskað. The Viking Hotel 785 Main Street Cor. Main and Sutherland Herbergi frá 75c. til $1.00 yfir nóttina. Phone J-7685 CHAS. GUSTAFSON, eigandi Ágætur matsölustaður í sam- bandi við hótelið. ^################################# “Það er til ljósmynda smiður í Winnipeg” Phone A7921 Eatons opposite W. W. R0BS0N 317 Portage Ave. KennedyBldg ÞJÓÐLEGASTA Kaffi- og Mat-sölnhúsið sem þsæl borg beflr nokkum tíma haft innan vébnnda slnna. Fyrirtaks máltlSir, skyr,. pönnu- kökut, rullupyflsa og þjóöræknls- kaffL — Utanbæjarmenn fá sé. 6.valt fyrst hressingu 4 WKVEIi CAFlv, 692 Sargent Ave Sfmi: B-3197. Booney Stevens, éigand'*. PORSKALÝSI. J>að borgar sig ekki að kaupa ódýrt þorakalýisl. Mest af þvt er bara hákarlslýsi, sem er ekki neins virði sem meðal. Vér seljum Rarke Ðavls Co., við- urkent, norskt þorskalýsi. Mjerkur flaska $1.00. THB SARCENT PHARMACY, LTD. Sargent & Toronto - Winnipeg Simi 23 455 LINGERIE YERZLUNIN 625 Sargent Ave. Látið ekki hjálíða að líta inn í búð vora, þegar þér þarfnist Lingerie eða þurfið að láta hemiititcha. Hemstitching gerð fljótt og vel. lOc Silki. 8c.Cotton Hár krnllað og sett upp hér. MRS. S. GtJNNUATJGSSON, KlgTuaOI Talsími: 26 126 Winnipeg WW5 O KOL KOL! KOL! ROSEDALE KOPPERS AMERIGAN DRUMHELLER COKE HARD SOURIS LUMP iiiiiiiiiiiiiin Thos. Jackson & Sons COAL—COKE—WOOD 370 Colony Street Eigið Talsímakerfi: 37 021 POCA STEAM SAUNDERS ALLSKONAR LUMP COAL CREEK VIDUR Nú er tími kominn til að kaupa eldivið Nú er orðið svo áliðið, að ekki er hægt að búast við öðru en köldu veðri úr þessu, og það er nauðsynlegt vegna heiilsu fjölskyldunnar, að ihafia eld 1 eldstæðinu. Símið oss og vér sendum yður striax kol eða við. Pér fáið besta eldivið og bestu afgreiðslu fyrir lægsta verð. ARCTIC C. J0HNS0N hefir nýopnað tinsmiðaverkstcfu að 675 Sargent Ave. Hann ann- ast um alt, er að tinsmíði lýtur o£ leggur sérstaka áherzlu á aögerðiv á Furnaœs og setur inn ný. Sann- gjarnt verð, vönduS vinna og lip- ur afgreiðsla. Sími: N-0623. Heimasími — N-8026. Rose Hemstitching & Millinary Gleymið ekki að & 804 Sargent Ave. fást keyptir nýtizku kvenhattar. Hnappar yifriklæddir. Hem . itohing og kvenfataslaumur gerður. Sérstök athygli veitt Mail Orders. H. GOODMAN. V. SIGURDSON. Carl Thorlaksson, Úrsmiður Viðieljum úr, klukkur og ýmsa gull- og silfur-muni, ódýrar en flestir aðrir. Allar vörur vandaðar og ábyrgðar. Allar pant- anir með pósti afgreiddar tafarlaust og ná kvæmlega. Sendið úrin yðar til aðgerða. Thomas Jewelry Co. 666 Sargent Ave. Tals. 34 152 A. SŒDAL PAINTER and DECORATOR Contractor Painting, Paperhanging and Calsomining. 407 Vic^or St. Phone 34 505 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tarmlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone A-6545 Winnipeg ' v^#################### »#########. Blómadeildin Nafnkunna Allar tegundir fegurstu blóma við hvaða tækifæri aem er, Pantanir afgreiddar tafarlaust Islenzka töluð i deildinni. Hringja má upp á sunnudög- um B 6151. Robinson’sDept. Store.Winnipeg A Strong, Reliable Business School MORE THAN 1500 ICELANDIC STUDENTS HAVE ATTENDED THE SUCCESS BUSINESS COLLEGE OF WINNIPEG SINCE 1909. It will pay you again and again to train in Wln- nipeg where employment is at its best and where you can attend the Success Business College whose graduates are given preference by thousands of em- ployers and where you can step right from school into a good position as soon as your course is finished. The Success Business College, Winnipeg, is a strong, reliable school—its superior service has resulted in its annual enrollment greatly exceeding the combined yearly attendance of all other Business Colleges in the whole province of Manitoba. Open all the year. Enroll at any time. Write for free prospectus. a a a a a BUSINESS COLLEGE, Limited 385V2 Portage Ave. — Winnipeg, Man. SH5i SHSHI H^^SHSHSHSHSHSHSHSHSHSHS w •MM’SHS- Meyers Studias 224 Notre Dame Ave? Allar tegundir Ijós- mynda ogFilmsút- fyltar. Stœrsta Ljósmyndastofa í Canada 1 »##### ^###################^/^^### Exchange Taxi Sími 30 500 $1.00 fyrir keyrslu til allra staða innan bæjar. Gert við ,allar tegundir bif- reiða, bilaðar bifreiðar dregnar hvert sem vera vill. Bifreiðar geymdar. Wankling, Millican Motors, Ltd. CANADIAN PACIFIC NOTII> Canadian Pacific'elmskip, þegrar þér ferðist tll gamla landsins. íslanda, eða þegar þér sendið vinum yðar far- gjaid til Canada. Ekki haekt að fá betri aðbúnað. Nýtizku skip, útibúin með öllum þeim þægindum sem skip m& voltz. Oft farið á mllll. Fargjald á þriðja plássi milll Can- ada og Rcykjavíkur, $122.50. Spyrjist fjTlr um 1. og 2. pláss far- gjald. Leitið frekari upplýslnga hjá on- boðsmannl vorum & staðnum e8» skriflð W. C. OASEY, Gonerai Agent, Onnadian Padfo Steamshlps, Oor. Portage & Main, Wlnnipeg, Man. eða H. S Bardal, Sherbrooke St. Winnlpeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.