Lögberg - 27.10.1927, Blaðsíða 6

Lögberg - 27.10.1927, Blaðsíða 6
Bls. € LOGWfRG. FIMTUDAGINN 27. OKTÓRER 1927. Dóttir sjávarins. Eftir JOIIANE SCHÖRRING. Sagan er í þrem þáttum: 1. Filia Maris. 2. Berg læknir. 3. Melania Verent. “Mér er orðin hún svo kær!” Ó, það var ef til vill, þegar alls er gætt, að eins sagt til að hugga hana, af því hann vildi ekki hafa hana á myndinni sinni, huggun; Hún hafði ekki beð- ið hann að lofa sér að vera á myndinni hans, hann skal ekki geta hrósað sér af því, það er þó víst. Svo, ef það var til að hugga hana, svo að henni fyndist hún ekki fyrirlitin, þá var það að eins rugl. En eftir því sem dagamir liðu í prestssetr- inu, gerði draumurinn sjaldnar vart við sig. Var hann geymdur óafvitandi, eða var hann geymdur?” Nti voru að eins fáir dagar eftir af árs- fjórðungnum. Nú þorði Filia ekki að biðja um framlenging; en það var svo erfitt að verða að fara héðan. Síðari hluta eins dagsins, gekk Filia eftir sjávarbakkanum ásamt séra Krog og báðum dætrum hans. Kvenkennarinn og meyjan Olson átttu svo annríkt, að þær gátu ekki fylgst með. Eins og vant var, voru samræðurnar um alt mögulegt, spyrjandi, fræðandi, fjömgar og og skemtandi. Börain hlupu fram og aftur eins og hund- arnir, sem oft líta við til að sjá hvort hús- bóndinn er með. Svo kom sú eldri hlaupandi, rjóð, glöð og heit, og hrópaði: “Nú fór pósturinn heim að prestssetrinu, pabbi, já, en ef Fila væri nú móðir, þá yrði hún hér alt af, er það ekki?” “Þú átt að þegja, María,” svaraði prestur- inn hörkulega og gekk hraðara. Samtalið þagnaði samstundis. Þessi fáu orð höfðu jafn mikil áhrif á huga Filiu. eins og logandi eldspýta mundi hafa í tunnu fullri af púðri. Það sem henni hafði aldrei dottið í hug eina einustu mínútu, varð henni nú ljóst. Hann var eins og hann væri faðir hennar, og kona hans var dáin fyrir að eins ársfjórð- ungi. Hún var í sama skapi og fugl, sem varð að yfirgefa hreiður sitt af hræðslu. Hún skildi nú ekki í þessu augnabliki, öll þau undur af hugsunum, sem á hana réðust. Fyrst óskaði hún sér að vera þúsund mílur niðri í jörðinni; en strax á eftir fann hún til sárra kvala yfir því, að verða að yiirgefa hann, hennar eina og bezta vin í heiminum. Hann, sem hafði sagt henni, þegar illa lá á henni, að hún ætti heimili hjá honum, á meðan hann ætti nokkurt hér á jörðinni. Og hve oft hafði hann ekki sagt, að hann væri hennar föðurlegi vinur, átti hann nú að fá þess konar þakklæti hjá henni, að hún drægí sig í hlé og rændi hann allri þeirri ást og trausti, sem hann hafði svo fyllilega verðskuldað ? ^Gat hún annars mist hann? Með því heppilega afli, sem æskunni er veitt til að yfirbuga vandræði, sem á síðari árum verða næstum ósigrandi, var hún með hröðum skrefum alt í einu komin að hlið hans. Ánægjulegt bros breiddist yfir andlit hans, um leið og hann hugsaði: “Hún er þó gott og óskemt barn!” “'Megum við ganga heim á milli háu klett- anna?” spurði hún ísmeygilega eins og barn, sem hefir óvart gert eitthvað rangt. Hún hafði hugsað svo óvingjamlega, að henni fanst. “Það verður of langt, held eg — að minsta kosti fyrir litlu stúlkurnar,” svaraði hann vin- gjarnlega. “Það er satt,” svaraði hún, “eg hugsaði ekki um það. Nú, við skulum þá fara eftir þjóðbrautinni, er það ekki?” “Jú, við skulum gera það núna.” öll ský voru horfin. Hún hafði aldrei verið jafn viðfeldin. Honum fanst, að hún væri svo undarlega gæfurík — það borgar sig ávalt vel, að yfir- buga eitthvað í huga sínum, sem ekki er gott. Hún dansaði næstum því á milli klettanna. Hún endurtók hálfgleymdar setningar eftir Horace með svo mikilli snilli, að hann varð oft að hlæja; þegar þau komu út á sjávarbakkann, lék hún sér við bömin, talaði við fiskimennina um leið og hún gekk fram hjá, eins og á fyrri dögum. Var þetta ekki alveg eins og hún væn föð- ur sínum samferða? Jú, hvergi var lífið eins unaðslegt og hér. Og þetta haf fjörgaði hana meira, en nokk- uð annað í heiminum. ‘ ‘ Eg vildi að eg væri St. Péturs fugl, og gæti hlaupið eftir þessum hreinu bylgjum,” sagði hún. Presturinn var þögull af undran. Hann hafði aldrei séð hana þannig. Hann kannaðist bezt við hana með tár í löngu augnahárunum. Hún stóð fyrir framan hann eins og indæl sýn, sem gæti hrifið hálfan heiminn. Hann var maður stiltur, en þannig mundi hann máske minnast hennar á meðan hann lifði. Það er fallegt hlutskifti, að vera eitthvað meira en alment er, að hverju leyti sem það er; en það er oft ekki neitt gæfuríkt hlutskifti, sé það of þungt á aðra hliðina, þá þarf eitthvað hins vegar, til að halda jafnvægi. Og sá, sem stigið getur upp á efstu tinda á- nægjunnar og gæfunnar, getur sokkið dýpst niðtir í sorgarinnar og örvæntingarinnar hyl- dýpi; það er oft hættulegt, að álíta sig um of gæfuríkan. Það er rödd frá ókunnri himin- hvelfingu, sem er tælandi, en hættulegt að hlusta á. Einn þjóðflokkur Indíána trúií sögu um kaktus, sem blómgast á hverjum aldamótum milli kl. 11 og 12 að nóttu til, og sendir ilm sinn á margra mílna svæði í allar áttir. 1 nánd við það situr fugl, sem heitir Einverunnar fugl, og syngur sína söngva. Sá útvaldi, sem andar að sér ilmnum af þessu blómi, og sem heyrir hinn undarlega söng, hann er gæfubamið í heimin- um; alt sem hann óskar sér, fær hann, en hon- um finst hann alt af vanta eitthvað, alt-af þráir hann ilm blómsins og söng fuglsins. Er það ekki þannig með gæfuna? Þegar þau komu heim úr ferðinni, var þar bréf frá frú Möhl til móðurbróður hennar. Hún skrifaði, að hún þráði Filiu ósegjan- lega mikið. Ef að hún mætti missast, þá vrði hún endilega að koma. Frú Möhl liði ekki vel, og bróðir hennar væri veikur, eftir að hann hafði hlotið happaríkt próf. Þau væri kvíð- andi um hann, og hann langaði líka til að sjá hana. Síðast stóð í bréfinu: “Læknirinn er héma. Hann biður mig að skrifa þessi orð: “Klukku- tjörnin spyr mig: nær kemur Mignon aftur?” Eg bað hann um skýringu á þessum dular- fullu orðum. En hann svaraði með sinni miskunnarlausu þverúð: “Það er myndagáta til ungfrú Sidonius. ” Hún hlýtur því að skilja hvað hann á við. Séra Krog las þetta hátt. Henni fanst hann verða alvarlegri en hann var vanur að vera, og hún blóðroðnaði. Það leit svo út, að allir væntu skýringar. En engin kom. Litlu síðar gekk hún út. Hún hafði verið í kirkjugarðinum, og var grát])rungin, þeg:ar hún kom aftur. Hún skildi ekki sjálfa sig. Það var einskonar tvöfeldni í buga hennar. Þegar búið var að drekka te, klappaði hún á dyr lestrarherbergisins. Þar var svarað vingjamlega: “Kom inn!’” Hún gekk beina leið til prestsins og sagði, að hún kæmi til þess að segja honum, hvað það væri, sem átt var við í bréfinu hans. Og svo sagði hún í fyrsta skifti, með f jörug- um orðum, frá viðburðinum í tjöminni, og sam- fundum prófessorsins og hennar seinna, alveg eins og hún væri að segja það sínum framliðna föður. Hann greip aldrei fram í^fyrir henni, og hún gat ekki litið á hann nema eitt augnablik í einu, en í hvert skifti sýndist henni hann vera svo alvarlegur, og einu sinni sýndist henni hann vera svo kaldur og eins og hverfa frá henni. Skyldi hann þá ekki, að allir þessir viðburð- ir voru af tilviljun, og að hún átti engair þátt í þeim. Hélt hann, að hún hefði gert þetta, til að öðlast hrðs og aðdáun. Þegar hún var búin, sagði hann að eins: “Nú, eg hefði vel getað skilið, að það mundi ganga þannig, hvert sem þér hefðuð komið.” “Þannig?” Henni lá við að gráta. “Við hvað eigið þér?” Hún þvingaði sig til að brosa. 1 byrjuninni hafði hana langað mest til að biðja hann að hlusta á viðurkenningu sína, og að ráðleggja sér eins og hann væri faðir henn- ar; en nú gat hún það alls ekki. “Eg á við,” svaraði hann, “að þér eruð augnabliksbarn, sem safnið sigurvinningum, það er svo eðlilegt.” “Þetta er eflaust ekki rétt — það held eg,” svaraði hún. Hann fór að tala um annað. Það vom dyr í huga hennar, sem nú skullu aftur og lokuðust . Hún fann, að hann mis- skildi hana. Hún áleit, að hann hugsaði, að lífið í heiminum töfraði hana. Hún hafði ekki hug til að segja honum, hve lítil áhrif það hefði haft á sig. Ef ún gerði það sjálf, þá væri það eins og hún vildi hrósa sér, en það var henni ekki mögulegt, sjálfsvirð- ing hennar bannaði það. Litlu síðar hætti samtal þeirra, og hún sagði með erfiðleikum: “Nú megið þér ekki hugsa neitt ilt um mig.” “Mér getur aldrei dottið í hug að gera það,” svaraði hann með vanalegri alúð, “og það álítið þér heldur ekki, því þér getið ekki á- litið það.” Það var eins og hún hefði verið skilin við sinn bezta vin á þessari jörð. Þann, sem hún alt af hefði getað fengið ráðleggingar og hugg- un hjá. Þann, sem hún treysti betur en nokkr- um öðrum. Hana langaði til að fara til hans og segja honum frá ölluim hugsunum sínum, en hún gat það ekki; hún var nú ekki lengur viss um, að hann skildi hana, og hvernig var þá mögulegt að tala hreinskilnislega við hann? Hvað var það, sem aðskildi þau? Hafði framkoma hans breyzt gagnvart henni? Gat hún krafist þess, að hann svaraÖi henni eins og hún ímyndaði sér að hann myndi gera, og hún máske óskaði sér? Yar hann ekki jafn vingjarnlegur og nærgætinn nú, eins og hann var vanur? “Jú, hún varð að viðurkenna, að hann var það. Var það þá hún, sem var orðin breytt? Hún, sem var ósanngjöra? Var hún máske skemd? Var hún orðin skemd, af allri þessari hylli, sem hún hafði hlotið? Og gat hann lesið betur í huga hennar en hún sjálf, fyrst hann sagði ekki eitt einasta vingjamlegt orð við hana? Það var leiðinlegt, að vera svo lítils virði. Hún sat í litla herberginu sínu, fól andlitið í höndum sínunv ög grét, eftir að hún hafði skilið við hann. Hún hafði aldrei verið jafn einmana. 1 fyrsta skifti datt enni nú í hug, að þessi jörð, sem hún gekk um héma, væri ekki föður- land hennar. En hvað var hún? Hefði að eins hinn gamli faðir hennar lifað. Hann hefði aldrei gleymt að tala alúðlega og huggandi við hana, og jafnvel ekki þá, þegar hann varð að finna að einhverju hjá henni. Hvað er nú? Hún lét alt endurkallast í huga sinn. Það, sem .blíðast var af ölluð var þetta: “Hún er orðin mér svo kær.” Gat það verið, að hann, þessi ókuuni maður, þessi mikli lista- maður, væri sá, sem treysti henni bezt?” “Augnabliks bam, sem safnar sigurvinn- ingum!” Átti það að þýða, að hún væri daður- gjörn og glöð yfir öllu hdlinu? Var það ekki hennar aðal ánægja? “Jú,” sagði hún, þegar hún hafði setið þegjandi um stund, “eg er sannfærð um, að eg vildi helzt vera hér alla æfina, og nú finst mér eg sé sannfærð um, að eg muni aldrei koma hingað aftur. — sannfæring, sem er afar kvelj- andi, sannfæring, sem eg geymi inst í huga mín- um til æfiloka.” Aldrei höfðu þessar ímyndanir af Ijósi og skugga átt harðari bardaga í huga hennar um, að ná þar völdum. Hún gerði alt, til að ná hugarró sinni, þegar hún var hjá öðrum; en blæja þunglyndisins hvíldi alt af yfir henni, og veitti henni þá töfr- andi fegurð, sem kom prestinum til að gefa henniTiið vel viðeigandi nafn: “Mignon,” þeg- ar hann lýsti henni fyrir frændum sínum* Kvöldið áður en hún ætlaði að fara, sat hún í rökkrinu inni hjá séra Krog í lestrarherberg- inu. # Hún sat við opinn gluggann og hlustaði á báruniðinn, þegar samræðurnar þögnuðu. “Eg ætla ekki að láta það vera, kæra Filia, enda þótt eg álíti það þarflaust, að segja yður það aftur og aftur, að nær sem þér þarfnist næðis, þá eigið þér heimili hér, á meðan eg lifi. Þér hafið verið okkur til huggunar og ánægju þessa samvistarstund, yðar verður með inhilegri hreinskilni saknað af okkur öllum, fjær og nær. En það er sannfæring mín að þér, með yðar dimmu og angurvæm lífsskoðunum, hafið gott af því að vera, þó yður falli það ekki vel, að minsta kosti um nokkum tíma, samvistum við jafn fjörugar manneskjur og þær, sem þér eig- ið við að búa á Fjóni.” “Hafi gott af? — hvers vegna hefir maður alt af gott af því, sem ekki á við mann?” spurði Filia. “Af því maður lærir að sigra sjálfan sig, að reyna sig, að stjórna sér, þannig, að manni að síðustu hlotnast sá árangur að geta umgeng- ist margar manneskjur,” svaraði hann að hálfu leyti í spaugi, eins og hann var vanur, þegar hann kom fram sem föðurlegur vinur. “Umgangast margar manneskjur? Mér er ekkert jafn ógeðfelt,” svaraði hún og lagði kinnina á handlegginn í glugganum. “Já, en það er manneskjunum geðfelt, og þér megið trúa mér, að þær munu gera kröfur sínar gildandi til vðar,” sagði hann. “Við hvað eigið þér með þessu?” sagði hún og stóð upp. “Eg á við,” svaraði hann, “það sem eg sagði yður fyrir skömmu síðan, að þér emð barn nútímans, að sumu leyti augnabliksms, svo þér verðið að lifa með honum, og þér hafið svo mörg spil í hendinni, að þér, hvort sem þér viljið eða ekki, verðið að spila líka.” “Ef það væri áform yðar,— sem eg veit að ekki er — að vilja hryggja mig ósegjanlega mik- ið, þá gætuð þér naumast gert það fullkomnara en með þessum orðum, mér geðjast nú afar illa að þeim,” svaraði hún, glöð yfir því, að rökkr- ið huldi geðshræring hennar. “Ef eg væri ekki sannfærður um það, Filia, að í yður búa svo margir sannir og góðir hæfi- leikar fyrir alt, sem er gott, satt og fagurt, þá skyldi eg áreiðanlega ekki tala þannig til yð- ar,” svaraði hann alvarlega, “en eg hefi at- hugað yður svo nákvæmlega, að eg ímynda mér að eg þekki yður til hlítar. Og samkvæmt þess- ari ímyndun endurtek eg það: þér hafið gott af að vera um tíma samvistum við góðar og lífs glaðar manneskjur. Það býr svo margt alyar- legt í huga yðar, sem ekki má útrýma, en sund- urliða, annars þroskast það um of, svo að það gerir yður óskiljanlega öllum öðmm en sjálfri yður, og kemur yður að síðustu til að fá rang- ar skoðanir á lífinu og umheiminum, sem þér ferðist um. Menn hafa yfirleitt svo ósegjan- lega gott af því að laira, að alstaðar er eitthvað gott að finna, og hjá öllum, og geti maður ekki séð það, þá er það af skilningsleysi hjá manni sjálfum. Já, kæra, litla Filia, þetta er máske hálfgerð prédikun; en eg er bæði vinur7yðar og prestur, sem hvorki vil missa sjónar af yður né gleyma yður. Og þér verðið að muna það, að það er vandalaast að elska þann, sem elskar mann og skilur mann; en maður má ekki dvelja við það eingöngu, til þess hefir maður ekkert leyfi, þegar maður eins og þér, hafið góða hæfi- leika, til að gera ávaxtaríka. Sérhver höfuð- stóll verður að gefa af sér vexti.” “Þér heimtið mikið af einni manneskju”, “Þér hafið einmitt hæfileika og fram- kvæmdarafl, ef nokkur hefir þá,” svaraði séra Krog hlýlega, “margir þeirra liggja enn þá að hálfu leyti í reifum en þér getið skilið, að eg, sökum vináttu minnar og áhyggju fyrir yður, þrái að þeir komi f ljós og verði að notum.” “Mér finst þér vera næstum því slæmur við mig,” svaraði hún. “Er það slæmt, að hafa ’ninar æðstu og beztu vonir?” spurði hann. “Það er slæmt, að vera rekinn áfram hrað- ara, en maður er fær um,” svaraði hún, “það eina, sem maður getur þá gert, er — að hníga niður. ’ ’ “Eg vil einmitt ekki, að þér .skulið hníga niður, ’ ’ svaraði hann. ‘ ‘ Lífiðikemur, eins og þér | vitið, að innan, og sá hnígur niður, sem lokar sig inni og felur sig í hinu myrka djúpi sálar- innar, bæði frá andlegu og veraldlegu sjónar- miði. 0g eg segi það enn þá einu sinni, þér hafið hættulega tilhenigingu til þess, tvöfalt hættulegri, af því að það er stór og óvanalegur hæfileiki hjá jafn ungri persónu og þér emð; það þarf mikið afl til þess að sigra hann.” “Hafið þér ekki sjálfur mikið af þessari tilhneigingu, kæri séra Krog? Það virðist mér” mælti Filia, “hvers vegna takið þér svo hart á mér ? ’ ’ “Eg er meira en helmingi eldri en þér,” svaraði hann hryggur, “þess vegna hefi eg lífs- reynslu mína að styðjast við. Viljið þér trúa mér, þegar eg fullv.issa yður um það, að það er nauðsynlegt að yfirbuga ])essa tilhenigingu til dulleika og hrygðar, hvort heldur sem þessi ráðlegging mín er tekin frá persónulegri lífs- reynslu eða almennu sjónarmiði!” “Já,” svaraði Filia grátandi, gekk til hans og tók hendi hans, “eg ætla að reyna að fylgja ráðum yðar, ef þér haldið áfram að hafa áhuga á mér.” “ Já, alt af, kæra barnið mitt,” svaraði hann og þrýsti hendi hennar innilega, “þér megið ó- ultar treysta mér, eg skal reynast yður eins vel og liver annar, sem er, þegar þér þarfnist hugg- unar og aðstoðar.” Hún þakkaði honum ofur lágt og þaut út. Hann stóð kyr í þungum hugsunum. “Jæja,” sagði hann hryggur, “mér finst nú, að eg hafi framkvæmt dálitla skyldu, þó hún væri ekki eins auðveld og hún heldur. Máske hrindir það henni lengra frá mér, máske ekki. En ef hún að fáum árum liðnum hefir ekki val- ið sér neinn mann, þá verður útlitið alt annað, þá hefi eg áreiðanlega nokkuð meira og annað að segja henni, heldur en það, sem eg hefi sagt við hana í dag.” Morguninn eftir, þegar Filia ók burtu frá prestssetrinu og var eini farþeginn í vagnin,- um, sá hún séra Krog standa.í kirkjugarðinum og veifa hendinni í kveðjuskyni, um leið og vagninn fr þar fram hjá. Filia veifaði hendinni á móti honum grát- andi. Hún var ósegjanlega hrygg. Það var lieppilegt, að nóg var að gera á heimili skógvarðarins. Frú Möhl var taugaveikluð og þreytt, og gat engu sint, og ungi kandídatinn var í aftur- bata eftir slæma brjóstveiki. Þetta ásigkomulag átti vel við Filiu, eins og hugarástand hennar var. Hún var á ferðinni seint og snemma, var blíð og hjálpsöm, en sjáanlega miklu kyrlátari en áður, Frú Möhl spurði hvað eftir annað um það, hvað að henni gengi, hvort hún hefði orðið fyrir nokkurri sérstakri sorg á þessu ferðalagi, hvort vera hennar í húsi frænda síns hefði verið öm- urleg, og um óteljandi margt annað. Filia reyndi af öllu megni að vera eins og hún áður var, en það hepnaðist ekki strax. Það var ekki auðvelt að skilja hana. Auk þess, ef hún geymdi eitthvað í huga sínum — og hver er sú ung stúlka, sem ekki gerir það — þá snerti það að eins hana og engan annan, sagði hún við sjálfa sig. Að áliðnum síðari hluta dags, stakk Konrad upp á því, að þau gengi niður að tjöminni, en þar hafði hún ekki komið enn þá. En hana langaði ekki til að verða honum samferða; hún mundi, að þau höfðu ekki komið þangað, síðan hann beiddi hennar og síðan hinn undarlegi samfundur átti sér stað. “Hún er orðirrmér svo kær,” ómaði aftur fyrir eyrum hennar eftir þenna langa tíma. Hún bað afsökunar. En þegar rökkrið kom, þá læddist hún þang- að einsömul. Blöð trjánna voru farin að fölna sumstað- ar. Var það ekki líka þannig með tilf.inningar hennar? hugsaði hún. 'Æskan málar með sterkum litum; það er eins og á vorin, þegar bylgjur sjávarins freyða yfir bakkana og fylla láglendið með vatni, Síð- ar tekst jörðinni að sjúga í sig vökvann, og það sem á vorin myndaði tjarnir, liverfur að sumri til og þroskar grasið. Viku eftir að Filia kom frá Jótlandi, skrif- aði Berg læknir prófessor Storm: “Gerðu mér engar spurningar, eg vil síður þurfa að bera þá ábyrgð, sem þú leggur á mig, að verða að rannsaka hugsanir hennar. Sem læknir get eg ráðlagt þér að fara til Japan eða Mesopotamiu, hún fer til Norður- sjávarins til prestsins. Eg hefi mint þig á þá heimsku. Hvers vegna fórst þú ekki fyrst til Jótlands og mældir þig við meðbiðil þinn, áður en þú fórst í burt, treystandi því, að það, að hún var svo heppin að sjá þig einu sinni, yrði nóg til þess, að hún myndi eftir þér í heilt ár? Þú, sem varst ekki einu sinni viss um sjálfan þig. Veiztu hvað margir dagar eru í einu ári, og hve mörg skapferli em í heila ungrar stúlku? Margfaldaðu það fyrst með því síðara fimtíu sinnum, þá finnur j)ú upphæð, sem bendir á lundarbreytingar í heila ungrar stúlku, og hve margar þær eru. Talað við hana hefir hann ekki — mátti það ekki frá siðferðislegu sjónarmiði — en hún hefði ekki komið jafn hnuggin hingað aftur, ef hún ímyndaði sér ekki að hún elskaði hann. Nú er hann máske, þó undarlegt sé, sá eini maður (að mér undanskildum), sem ekk i ligg- ur fyrir fótum hennar, og þá er hann auðvitað sá eini maður, sem hún vill fá (að mér undan- skildum). Þannig era þær, þessar verur, liáskagripir allar til samans. Eðlileg er hún ekki, í því skjátlar'mér frá- leitt. Og hvaða tilfelli hafa ungar stúlkur á henn- ar aldri, önnur en ástabrall.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.