Lögberg - 03.11.1927, Blaðsíða 1

Lögberg - 03.11.1927, Blaðsíða 1
40 ARGANGUR I! WINNIPEG, MAN.. FIMTUDAGINN 3. NÓVEMBER 1927 NUMER 44 Helztu heims-fréttir Canada. Stjórnin hefir í alt haust haft menn norður við Hudsons flóann, bæði á skipum. og loftförum, til þess sérstaklega að rannsaka ís- rek í flóanum, e'inkum við inn- siglinguna. Hafa þær fréttir nú borist frá þessum mönnum, að þar sé enginn vottur fyrir ís 27. októ- ber og hafi ekki verið til þessa tíma. Hafði vefið búist við, að ísinn yrði kominn um þetta leyti og jafnvel talsvert fyr. Bendir þetta til þess, að flóinn muni ís- laus fram eftir haustinu, kannske téluvert lengur heldur en búist hefir verið við. Þykir nú ekki ó- líklegt, að skip geti farið um Hudsons flóann nálega eins seint á haustin, eins og þau geti farið eftir St. Lawrence fljótinu frá Montreal. * * * All-fjölmennur fundur verður settur í Ottawa ií dag, og búist við að hann muni standa yfir í eina viku eða svo. Fundinn sitja fyrst og fremst ráðherrarnir í Ottawa og svo stjórnarformenn fylkjanna og ýmsir fleíri fulltrúar frá hverju fylki, sem fylkisstjórriirnar velja sjálfar. Þó sendir Quebecfylki engan fulltrúa á þennan fund og tekur ekki beinan þátt í því, sem þar verður gert. Fundurinn ætl- ar að taka til umræðu ýms mál, sem snerta þjóðfélagið í heild sinni, þar á meðal um umbætur á stjórnarskránni og efri mál- stofunni. Því vill Quebec ekki sinna. Fyrir hönd Manitoba mæta á fundinum: John Bracken, R. A. Hoey, W. J. Major, John Allan og R. M. Pearson. Álíka margir full- trúar mæta á fund'inum frá hinum fylkjunum í Vestur-Canada. * * *, Ungur veiðimaður, sem Carl Beyley heitir, fór frá Norway House eftir miðjan september í veiðiför til Red Succer Lake,-og hafði Indíána sér til fylgdar. Þar eru eyjar margar og vissu þeir ekki vel hvar þeir voru staddir, og- Beyley fór að leita að einhverri hæð, þar sem hann gæti séð sem víðast yfir og ef til v'ildi áttað sig á því hvar hann væri stadd- ur. Hann kom ekki aftur, svo Indlánanum leiddist að bíða og fór aftur til Norway House. Var nú skömmu síðar farið að leita að manninum og eftir langa leit fanst hann skamt frá þar sem hann hafði skilið við Indíánann. Hafði hann þá verið matarlaus * 15 daga og var orð,inn mjög mátt- farinn og af sér genginn. Hann var fluttur til Norway House og hjúkrað þar eftir beztu föngum og er búist við að h-ann nái sér aftur • • # Calles forseti í Mexico hefir beðið iSir Henry Thornton, for- seta þjóðeigna járnbrautanna í Canada, að koma til Mexico og kynna sér fjárhagsástand járn- brautanna þar, sem líka eru þjóð- eign, og til þess að leggja stjórn- irni ráð til að koma starfrækslu brautanna í betra horf heldur en þær eru nú í, svo þær geti borgað sig og helzt gefið nokkurn arð. Hvort Sir Henry verður við þessumj tilmælum, hefir ekki heyrst. • « * Earle Nelson, sá er tekinn var fastur í sumar og sakaður um að bafa myrt tvo kvenmenn í Win- nipeg, hefir síðan verið í mjög ströngu fangelsi. Á þriðjudaginn I þessari viku, var hafin rannsókn í máli hans. Dysart dómari stjórnar réttarhaldinu, en lög- mennim'ir, sem sækja málið, eru þeir R. B. Graham K.C. og E. H. Crawford, en til varnar eru James H. Stitt og J. R. Young. Kona vera að einhverju leyti vald'ir að þessu hörmulega slysi sökum van- rækslu. * * * Hinn nýkosni leiðtogi íhalds- manna, Hon. R. B. Bennett, kom heim til Calgary fyrra mánudag; hafði hann ekki komið heim til sín fyr, síðan hann var kosinn flokks- foringi. Kjósendur hans og sam- borgarar í Calgary, fögnuðu hon- um vel, enda er sagt að hann sé vinsæll maður í sínum heimabæ. Mr. Bennett kom til Winnipeg á laugardaginn var, og þegar blaða- mennirnir spuru hann, hvort hann hefði nokkuð að segja lesendum blaðanna, þá neitaði hann því. "Segið þeim bara, að Bennett gamli hafi komið til borgarinnar, og að hann hafi verið á leið heim til sín." Bandaríkin. Arie Mendelson frá Omaha, Nebr., lét brenna lík konu sinnar og koma öskunn'i fyrir í graf- hvelfingu, þar sem hún átti að geymast um aldur og æfi. En þar kom maður að nafni Martin Morse, sem er bróðir Mrs. Mcn- delson, og beiddist að fá öskuna og var hún látin af hendi við hann. tít af þessu hefir Mendel- son höfðað mál gegn eigendum grafreisms og krefst $100,00.» skaðabóta. * * * Á mánud,aginn í vikunni sem leið varð vart við töluverða jarð- skjálfta í Alaska. Ekki olli hann þó nema lítilsháttar eignatjóni og engum mannskaða. Segja þó frétt- irnar aC jarðskjálftinn hafi veriö svo mikill, að líklegt sé að mikið tjón hefði af honum hlotist ef hann hefði komið í stórri og þéttbygðri borg. * * * Stjórn Bandaríkjanna hefir til- kynt Emiliano Chamorro, að verði hann kosinn forseti í Nicagarúa, þá hvorki geti stjórnin né vilji viðtir- kenna hann sem forseta, eða haft nokkuS saman við hann að sælda. AFrs. Frances Grayson hefir gert tvær tilraunir til að fljúga frá OW ( hrchard" Main til Kaupmannahafn- af, en oroio' ao' hætta við í bæði sinnin. Flaug þó 450 mílur í seinna skiftið. I Bretland. fyfir það tiltæki. En dómnum var ekki fullnægt vegna þess, að Cha- vez tókst að sannfæra dómarann um, að hann mætti ekki vera að því að eyða tímanum í tukthúsinu, því hann hefði stóra fjölskyldu fil að vinna fyrir. Kom hann með allan hópinn til dómarans, og töldust þá blessuð börnin að vera fjörutíu og þrjú, og sagðist hann eiga þau 611. Chavez er sextugur að aldri. • » * Á fðstudaginn í vikunni sem leið, Iétu Tyrkir taka manntal í sínu rfki. Föstudagurinn er þeirra hvíldardagur og var Jtess vegna valinn til manntalsins. Þann dag mátti enginn fara að heiman, nema þeir einir, sem manntalið tóku. Allar búðir og skrifstofur og verksmiðjur voru lokaðar í borgunum og umferð engm á götunum og borgirnar því ekki ósvipaðar dauðra manna gröfum. Var öllum stranglega bannað að fara nokkuð að heiman þennan dag. Tyrkir eru þessu ó- vanir og er illa við þetta mann- tal og hafa illan grun á því. Það sem skráð er við-manntal þetta er fyrst og fremst nöfn alls fólks, aldur þess, þjóðerni, atvinna og he'ilsufar. * • • Litli konuugurinn í Rúmeníu varð sex ára hinn 25. október og var afmælisdagur hans haldinn há- tíðlegur um alt ríkið, eins og geng- ur og gerist. En ekki er friðsamlegt þar í landi og framtíð unga kon- ungsins ekki sem tryggust, því EaíJir hans Carol prins- og fyrver- andi ríkiserfingi vill ekki sætta sig við það að vera sviftur ríkiserfð- um og gerir ýmsar tilraunir til að koma sér í mjúkinn hjá mikils ráð- andi mönnum í ríkinu og vissum stjórnmálarflokkum. Hafa margir menn verið teknir fastur út af l'esu og sterkar gætur eru hafðar á bví að Carol prins komist ekki í landið. * * * Mussolmi hefir látið það boC út ganga aíi frá G. nóvember vcrði engir frídagar haklnir á ítalía þar til öðruvísi vefði ákvco'io'. Þetta cr gert til að forðast vinnutapið, sem af frídögum lciðir. Ofsaveður gekk yfir Bretlands- eyjar á laugardaginn, sem varð um sextíu manns að bana, bæði á sjó og land'i, og auk þess meidd- ust margir meira og minna. Er eignatjónið áætlað 20 til 30 milj. dala. Ofviðri þetta er hið. mesta, sem þar hefir komið í langan tíma. * * « Ronald McNeil hefir verið tek- inn í ráðuneytið brezka í staðinn fyrir Lord Cecil, sem sagði af sér vegna ágreinings við stjórnina út tí takmörkun flotans. Hann er gerður að lávarði og verður svara- maður stjórnarinnar í efri mál- stofuh'ni, hvað viðkemur utanrík- ismálum. Ilvaðanœfa. í vikunni sem leið sökk stórt fólksflutningsskip undan strönd- um Braziiíu, og druknuðu þar yfir 300 manns. Skipið hét "Prin- cipessa Mafalda" og kom frá ít- al,u og var þaðan og var á leið til Suður-Ameríku. Innanborðs voru 240 skipsmenn og 998 far- þegar, flest ítalskir innflytjendur. Fréttirnar af þessu slysi eru ó- greinilegar, en það er haldið, að þessa ákærða manns og frænd- j skipið hafi rekist á neðansjávar kona hennar hafa komið til Win- nipeg frá San Francisco til að bera vitni í málinu. Væntanlega stendur þetta lengi yfir. * » • í janúarmán. síðastl. vetur kvikn- aði í leikhúsi einu í Montreal, og fórust þar 78 börn. Var þegar hafin rannsókn í málinu, því grunsamt þótti,að hér væri ein- hverri vanrækslu um að kenna. trt af þessu hefir nú sá, er hafði stjórn leikhússins á hend'i, verið dæmdur í tveggja ára fangelsi og tveir aðrir menn, sem unnu við Ieikhúsið, í eins árs fangelsi. Voru þessir menn fundnir sekir um, að klett og þannig brotið skrúfuna og skipið sjá'lft, og sökk það á skammri stund. Þð var hægt að senda skeyti til annara skipa, og komu nokkur þeirra þar að fljót- lega og björguðu sumu af fólk- inu, en sumt bjargaðist í skips- bátunum, en e'ins og fyr segir er haldið að yfir þrjú hundruð hafi druknað. • * ? Maður nokkur frá Mexico, sem Julion Chavez heitir, varð saup- sáttur við nágranna ^inn og varð það fyrir, meðan skapið var æst, að reka í hann hnífinn og var hann dæmdur til fangelsis-vistar Frá íslandi. Reykjavík, 1. okt. Hinn 23. september andaðist B.iörn Guðmundsson bóndi á Marð- arnúpi í Vatnsdal 93 ára að aldri. Hann var faðir Guðmundar land- læknis. 27. sept. andaðist á Siglufirði Björn Blöndal læknir, 62 ára að áldri. 2. október andaðist að heimili sínu í Reykjavík Magnús Einars- son dýralæknir, 57 ára að aldri, fæddur 16. apríl 1870. Hæstaréttar lögmennírnir, Guð mundur ólafsson og Pétur Magn- ússon, hafa stefnt ritstjóra Alþ.- blaðsins fyrir dylgjur í þeirra gar. Lúta þær að tilboðum, sem blaðið segir að gerðar hafi verið um greiðslu á sjóðþurðarupphæð Brunabótafélags fslands. — Þá hafa alþ.mennirnir Héðinn Valdi- marsson og Jón Baldvinsson stefnt Mbl. fyrir að kalla þá "föður- landssvikara" (vegna danska gullsins). — Dómur mun enn ekki fallinn í máli því, er 61. FrioViks- son höfðaði gegn Héð. Vald. í fyrra fyrir að kalla sig "svikara." Síðasta þing samþykti tillðgu þess efnis að skora á s'tjórnina að láta rannsaka kostnaðinn við byggingu si'ldarverksm. á Norð- urlandi, sem gæti brætt 2 þús. mál á dag. Stjórnin hefir ráðið Jón Þorláksson, fyrver. forsætis- raðherra til þess að framkvæma rannsóknina. Fór hann fyrir skemstu vestur og norður um land, að Sólbakka, til Hesteyrar og á Siglufjörð í þessum erindum — en er nú aftur kominn heim. 13. f. m. voru 25 ár liðin síðan Gísli J. Johnsen konsúll hóf verzl- unarstarfsemi sína í Vestmanna- eyjum. Hefir hann um langt skeið rekið mikla verzlun og útgerð og verið forvígismaður í atvinnulífi 1 Eyjum. starfsfólk verzlunar hans færði honum minningargjöf a 25 ara afmælinu og ^fjölmargir eyjabuar árnuðu honum heilla og þokkuðu mikið starf og heillaríkt. 25. f. m. kom upp eldur í húsinu nr. 53 við Bergstaðastíg. Tókst að slökkva éldinn án þess að hús- ið skemdist að mun. En upptök eldsins voru þau, að verið var að brugga spiritus í kjallara húss- ins; kviknaði út frá suðutækjum. Maðurinn, er verkið hafði unnið, heitir Guðm. Jónsson og átti heima þar i húsinu. En eigandi fyrirtækisins var Guðmundur Þor- kelsson heildsali. Bruggunartæk- in voru innlendur iðnaður, smíð- uð hér og af nýjustu gerð. Brugg- unin hafði tekist ágætlega. For- stjóri fyrirtækisins hefir játað að hafa selt litrann af áfenginu á 14 kr., en í smásolu var hann síð- an seldur á 20 kr. Efnið til á- fengisins var kefpt frá Khöfn, >— sápublöndur allskonar, sykurolí- \x o. s. frv. Aðfaranótt miðvikudags kom upp eldur í hesthúsi ólafs læknis ísleifssonar í Þjórsártúni. Brann hesthúsið, hlaðan og fjósið til kaldra kola og varð engu út bjargað, tvær kýr oð einn kálfur brunnu inni, enn fremur nokkur hænsni, 2—3 hundruð hestar af heyi, reiðtýgi 0. fl. Húsin voru vátrygð, en annað ekki af því sem brann. Hæstiréttur hefir fyrir skemstu svift Isafjarðarlæknana Eirík Kjerúlf og Halldór Stefánsson rétti til þess að gefa út áfengis- seðla og dæmt hvorn þeirra í 10O0 kr. sekt, auk málskostnaðar, fyrir brot á reglugerðinni um sölu á- fengis til Iækninga. — Tildrög málsins eru þessi: Læknarnir höfðu gefið út áfengislyseðla á venjuleg lyfseðlaeyðublöð og kváðust skilja reglugerðina á þá leiðl, að hin sérstöku eyðublöð, er reglugerðin fyrirskipar að nota skuli þegar áfengi er látið af hendi, bæri einungis að nota, þeg- ar um væri að ræða ómengaðan eða vatnsblandaðan suíritus og enn fremur koniak eða vín, og styðst sú skoðun við orðalag reglugerðarinnar. Hins v egar töldu þeir heimilt, að ávísa spír- itus, blönduðum öðrum lyfjum, á venjulegum lyfseðlaeyðubloðum. Hafði' landlæknir verið að spurði- ur af lyfsalanum á-ísafirði, hvort þessi skilningur læknanna væri réttur, og svarað því játandi. — æknarnir voru sýknaðir í undir- rétti —"en hæstiréttur leit öðru- vísí á málið. Gunnar Juul, lyf- sali á ísafirði, vor og dæmdur í 200 kr. sekt, auk málskostnaðar. Eggert Stefánsson hefir und- anfarið ferðast um Norður- og Austurland og haldið söngsken.t- anir í bæjum þar. Hefir hvar- vetna þótt mikið til söngvarans koma og honum verið vel fagnaff. Séra Sigurði Einarssyni hefir verið vðitt Flateyjarprestakall.. —Vörður 8 okt. Otdráttur úr gerðabók 8. ársþings Þjóð- ræknisfélagsins. (Framh.) Sjö tóku þátt í glímunrii að því sinni: Hávarður Elíasson, Wae- ber Jefriss, Sigurður Elíasson, Carl Johnson, Benedikt ólafsson, Björn Skúlason og Sigurður Sig- urðsson. Glímudómarar voru: Guðm. iStefánssn, Pétur Sigurðs- sn, Ágúst Sædal. — Hlaut Björn Skúlason 1. verðlaun, Benedikt Ölafsson 2. og Sig. Sigurðsson 8. verðl. Afhenti forseti, séra Jónas A. Sigurðsson, sigurvegurunum verðlaunin. Annan þingdag, miðvikudaginn 2S. febr. 1927, kl. 10 f. h.— Lesið upp heillaóskaskeyti frá Thorstínu Jackson í New York, til Þjóðræknisfélagsins, er nú sit- ur þing í Winnipeg. Svo samþykt tillaga frá Bjarna Magnússyni, en A. Sædal studdi, að forseta sé fal- ið að svara skeytinu. — Þá las íorseti skýrslu um íslenzkukensla Fróns deildar og Þjóðræknisfé- lagsins í Winnipeg, samda af ís- lenzkukennara félagsins, hr. Ragn- ari A. Stefánssyni. Var samþykt að taka við skýrslunni eins og hún var lesin: "Skýrsla, frá umferðakennara þjóðræknisdeildarinnar Frón, yfir kenslu í íslenzku, yfir tímabilin frá 15. nóv. 1926 til 15. des. 1926, og frá 1. jan. til 15. febr. 1927. Stjórnarnefnd deildarinnar, er falið hafði verið að annast um kensluna, eins og á undanförnum árum, sá sér ekki fært vegna fjár- skorts, að ráðast í að hafa nema einn kennara, til að byrja með. Var því Ragnar Stefánss, að eins ráðinn til að annast kensluna frá 15. nóv. til 15. des., og nutu um 38 börn kenslunnar þann tíma. En þar eð miklu f-leiri vildu verða kensjunnar aðnjótandi, en einn maður komst yfir, afréð nefndin að ráða hr. Thor Johnson, með byrjun janúarmán., og hafa þeir tveir starfað að kenslunni síðan, og verður henni haldið uppi til loka marzmánaðar 1927. — Eftir fylgjandi listi sýnir tölu barn- anna, er notið hafa kenslunnar, nöfn foreldra þeirra og heimilis- fang: J. Kristjánsson, 788 Iigersoll st, 1; J. Gíslason, 715 Ingersoll, 1; O. Björnson, 852 Ingersoll, 1; O. Ei- Eiríksson, 950 Garfield, 2; J. Sig- mundsson, 1009 Sherburn, 2; B. Olson, 921 Sberburn, 1; Th. Ein- arsson, 961 Lipton, 3; G. Bjarna- son, 309 Simcoe, 3; L. Kristjáns- son, 1123 Ingersoll, 4; Mrs. Hjart- arson, 668 Lipton, 3; R. E. Kvar- an, 694 Banning, 2; P. Pálsson, 715 Banning, 1; H. S. Bardal, 894 Sherbrooke, 5; P. Pétursson, 429 Victor, 1; A. Eggertsson, 766 Vic- tor, 1; E. Feldsted, 525 Dominion, 3; H, Ben&on, 581 Alverstone, 2; J. GHHeti, 680 Banning, 3; T. John- ston, 700 gftnning, 3; Mrs. Hin- rikáson, 814 Éanning, i; S. Steph- eson, 603 Lipton, 1; H. Davidson, 864 Sargent, 1; S. Thorsteinsson, 662 Simcoe, 3; S. Björnsosn, 654 Toronto, 2? Dr. A. Blöndal, 804 Victor, 2; J. Ásgeirsson, 960 Ing- ersoll, 4; J. Hafliðason, 790 Dom- iriion, 2; H. Gíslason, McGee, 2; A. S. Bardal, East -Kildonan, 4; C. Olafson, 11 Elain Ct., 1.—Sam- tals nemendur 65. Auk þessa höfum við undirrit- aðir haldið uppi kenslu í Jóns Bjarnasonar skóla, rúma klukku- stund á hverjum laugardegi síð- an á nýári. Hafa sótt þá kenslu um 50 börn, þótt eigi hafi nema rúm 40 sótt reglulega. — Tilfinn- anlegur skortur hefir verið á kennurum við þá kenslu, annars kæmi hún að góðu haldi, svo og umferðarkenslan yfir höfuð. Kensluaðferð, bækur o.s.frv., hef- ir verið með svipuðu fyrirkomu- lagi er áður hefir verið, og má sjá af áður gefnum skýrslum. Winnipeg, 17. febr. 1927. Virðingarfylst, Ragnar Stefánsson, Thor Johnson." Þá las ritari fundargjörð 1. þingdags, og var hún samþykt án breytinga, og í einu hljóði. — Þá lá fyrir Útgáfumál Tímaritsins. Lagði Klemens Jónasson til, en Mrs. B. Byron studdi, að skipa 5 manna nefnd til þess að athpga þetta mál. Gerði B. Magnússon breytingartilögu, er A. B. Olson studdi, að stjórnarnefndin annist þetta alt saman. Var hún borin upp og feld, og tillaga Kl. Jónas- scnar siðan samþ. Ritari gat þess, að sér hefði bor- ist bréf, er ættu erindi við þingið, og bað leyfis að lesa þau. Las hann fyrst bréf frá B. Péturssyni, er hér fylgir, og gat þess að ef til vill mætti vísa því til tímarits- nefndarinnar, og sömuleiðis bréf frá deildinni "Brú" í Selkirk, er hér fylgja, um styrk til íslezku- kenslu. "The City Printing and Publish- ing Co., 853—55 Sargent Ave. Winnipeg, Man. Feb. 22, 1927. Mr. Sigfús Halldórs frá Höfnum, Ritari Þjóðrækisfélagsins. Heiðraði herra:— Sem /meðlimur .1 Þjóðræknisfé- lagsins og velunnar'i þess, vil eg biðja þig svo vel að gjöra, að leggja eftirfarandi málefni, við- víkjndi prentun á ársriti félags- ins, Tímaritinu, fyrir nú yfir- standandi þing, í þeim tilgangi , að þingið sjái sér fært að fyr- irbyggja, að slíkt eigi sér framar stað. — Þar sem að hér í bæ eru að eins tvö prentfélög, sem fær eru um að annast prentun Tima- rits félagsins, og þar sem þau hafa prentað það á víxl nú undanfar- andi ár, og hefir ætíð verið veitt það samkvæmt lægra tilboði, og þar sem eg er eigandi og umsjón- armaður annars þessa félags og hefi gert tilboð í prentun ritsins næstliðin þrjú ár, þá vil eg leyfa mér að leggja það undir úrskurð þessa þings, hvort ekki hafi sýni- leg hlutdrægni átt sér stað, hjá meirihluta nefndarinnar með veit- ingu á prentun Tímaritsins á þessu ári. Samkvæmt beiðni nefndar- innar sendi eg fyrsta desember 1926 tilboð um að prenta Tíma- ritið, sem fylgir: (a) Að prenta það á sama pap- pír og undanfafin ár, n.l. Red Seal Book, fyrir $5.00 bls. að prenja það á No. 1 S S Book 28x42—86V2, á $4.60 bls. og á No. 2 Pacific Book 28x42—74, fyrir $4.40 bls. Eftir að fundum hafði verið frestað viku eftir viku um veit- ing á prentun, er mér tilkynt, að Columbia Press sé veitt verkið fyrir talsvert hærra er en tilboð, mitt var. Þar sem þáverandi umsjónar- maður Columbia Press var" forseti funda þeirra, sem veittu verk þetta, hygg eg að það muni vera á móti viðtekinni reglu, að veita sjálfum sér eða félagi sinu verk, sem útheimtir mikið peninga- gjald, því sízt fyrir hærra ,verð, en mótsækjandi biður um. Virðingarfylst, The City Printing and Publ. Co., per B. Peturson. "W. Selkirk, 15. febr. 1927. Til Þjó^ræknisþings íslendinga, p. t. Winnipeg, Undirskrifuðum hefir verið fal- ið á hendur af þjóðræknisdeildinni "Brú" hér í bænum, að flytja þá beiðni til hins heiðraða þing- heims, að styrkja ofanskráða deild með fjárframlögum, til styrktar íslenzkuskenslu, sem svaraði c, 50 dollars, eða_ pyf fiæsta; gem þingið sæl sér fært að veita. Deildin 'Brú" háfði síðastliðið ár kennara í 5 mánuðí, og tóku þátt í kenslunni c. 30 börn, og sama er þetta ár, en félagslimir eru fáir, sem borga, og því erfitt fyr; ir deildina að standast kostnað- inri við kensluna og fleira. óska þingheimi og yfirleitt öllum ís- lendingum, allrar blessunar. Fyrir hönd deild. "Brú", Guðjón S. Friðriksson." Því næst kom fram tillaga frá A. B. Olson, að vísa bréfunum til hlutaðeigandi nefnda, studd af J. Kristjánssyni, og samþ. Síðan nefndi forseti í Tímaritsnefnd: A. Eggertsson, Björn Pétursson, J. J. Bildfell, Þorstein J. Gíslason og Jakob F. Kristjánsson. — Rit- ari spurði hvort heppilegt mundl að hafa aðila kæruskjalsins í nefndinni. Forseti gaf þá skýr- ingu, að nefnd'in ætti að fjalla um útgáfumál Tímaritsins, og þá kvörtun Mr Péturssonar, sem auka atriði, myndi og bezt, að aðilar fengju þar tækifæri að jafna sín mál. — SpunnuBt um þetta nokkr- &r umræður og voru menn á ýmsu máli. Stakk ritari því að þingi, að skipa mætti sérstaka nefnd í kvörtunina, svo ekki þyrfti að ganga til nefndarkosningar eins og óskir hefðu heyrst um, þyrfti þingið ekkert að hugsa um að miðla málum milli aðila; því kæmi það ekki við, heldur að eins athuga hvort nefndin hefði góðar og gildar ástæður til þess að veita svo prentunina, sem hún gerði. Enduðu umræður með tilögu frá Ágúst Sædal, er A. B. Olson studdi, að skipa sérstaka nefnd til þess að athuga fyrirspurn og um- kvörtun Björn Péturssonar, fyr- ir hönd City Printing anf Publ. Co., og leggja fram álit um hana til þingsályktunar. Var þessi til- laga samþykt í einu hljóði. 1 nefndina voru skipaðir: Ágúst Sædal, Gunnar Jóhannesson, H. S. Bardal, Bjarni Magnússon, G/ Eyford. — Þá tilkynti forseti, að í nefnd til þess að athuga laga- breytingarfrumvarpið, skipi hann séra Ragnar E. Kvaran, í stað Jóns Jónatanssonar, sem ekki gat sint nefndarstörfum. Að því búnu var sam'þ. að fresta fundi til kl. 2 síðdegis. Fundur var settur aftur kl. 2 síðdeg'is miðvikudaginn 23. febr. Var fyrst lðgð fyrir skýsrla ut- breiðslunefndar þingsins. Var samþ. tillaga frá A. Eggertssyni, er Hannes Jónsson studdi, að samþykkja nefndarálitið sem les- ið. Þá var og samþ. tillaga frá A. Eggertssyni, er Klemens Jónas- son studdi, að stjórnarnefndinni skuli falið að ráðstafa, og sjá um uppgjöf á óborguðum félagsgjalda skuldum þeirra félaga, er vilja sitja éfram í félaginu. — Þá las ritari bréf frá ritara þjóðræknis- deildarinnar "Hörpu" í Winnipeg- osis, hr. Finnboga Hjálmarssyni, um söngkensl Br. Þorlákssonar: "Jónas A. Sigrðsson, Kæri herra! Samkvæmt fund- agjörningabók þjóðræknisdeildar- innar "Hörpu" í Winnipegosis, Man., fínn eg að síðastliðið ár, 1920, hafa verið haldnir 7 fund- ir. Aðal ársfundur var haldinn 30. apríl, presturinn Jónas A. Sig- urðsson fundarstjóri. Eftir að hann hafði brýnt fyrir fundinum bróður og systurlega samúð og samvinnu, þjóðræknistilraunum deildarinnar til héilla, fóru fram embættismanna kosningar fyrir árið 1927. Til forseta var kosinn Sigurður Oliver, vara-fors.: Al- exander Þórarinsson, féh.: Ágúst Jónsson, varaféh.: Þorsteinn Oli- ver; bóka og skjalavörður: Mal- vin Einarsson; ritarar: Finnbogi Hjálmarsson og Sigurður Magn- ússon. Á þessu starfsári deildar- inar var öll samvinna þýð og góð. —íslendingadagur var haldinn 17. júní. — Barnakenslu var hagað svo, að þeim voru kend ýms vers og vísur milli f unda, og látin mæla það fram á fundum, sum þau eldri sungu það, sem þau höfðu lært. Börnin voru á aldrinum frá &—12 ára. Fjögur þau elztu lesa ís- lenzku all-vel. Mæður og ömmur barnanna, sem tóku þátt í þessari kenslu, eiga innilega þökk skilið fyrir sitt starf. Á síðasta fundi, sem haldinn var 17. ágnst s. 1. var skift upp til verðlauna handa böfnunum, sem voru 15 alls, tíu dölum úr sjóði deildarinnar. Winnipegosis, Man., 15. febr. '27. Finnbogi Hjálmarsson. Var samþykt að vísa bréfinu til íslenzku og söngkenslu.pefndar bínffsinB. — Enn fremur 1- . ,<ts rit- ari upp skýrslu frá dieldinni "Iðunn" í Leslie, "ísland" í Brown: "Frá þjóðræknisdeildinni Iðunn í Leslie, tíl stjórnarnefndar Þjóð- ræknisfélagsins: Deildin telur 45 góða og gilda meðlimi, sem borgað hafa ársgjöld sín fyrir næstkomandi starfsár; deildin hefir reglulega fundi 1. mánudag hvers mánaðar. Aðal- starf deildarinnar er, að efla sem mest bókasafn, sem hún er að koma sér upp; vísirinn að því fékk hún að erfðum frá gömlu bóka- félagi hér, sem hætt var að starfa. Voru bækurnar í niðurníðslu, og hefir deildin lagt kapp á að lappa upp á þær og kaupa nýjar. Hefir á árinu verið veitt úr deildarsjóði um $80 til bókakaupa og bók- bands, á safnið nú 180 bindi, og í sumum bindunum eru margar smærri bækur bundnar saman; í safninu eru margar góðar bækur, svo sem allar íslendingasögurnar gömlu og sögur eftir íslenzka skáldsagnahöfunda. Þá hefir og deildin gefið í námsstyrktarsjóð Björgv. Guðmundssonar 50 dali. Einnig stóð deildin fyrir samskot- um til bágstaddrar familiu í bygðinni, sem alt sitt misti í elds- voða, safnaði yfir 100 doll. henni til styrktar. Einnig mætti minn- ast á sohgmálið. Deildin gekk í félag við Wynyard deildina með íslendingadagssönginnl í sumar, æfði Mr. Br. Þorláksson um 20 unglinga hér við Leslie, er sungu svo í sameinaða flokknum á fs- lendingadaginn í Wynyard. Tókst sá söngur afbragðs vel, eins og minst var á í íslenzku blöðunum. Þá fékk deildin Mr. Br. Þorláks- son til að hafa söngsamkomu með flokkinn hér; var sú samkoma höfð í Leslie 6. apr. s.l., tókst sam- koman vel og ágóði af henni meiri en nógur til að borga þann kostn- að, sem af söngkenslunni stafaði. Loks stofnaði deildin til þjóðrækn- issamkomu í Leslie, 18. þ.m. Ræðu- menn voru þeir: séra Jónas A. Sigurðsson, séra R. E. Kvaran, og W. H. Paulson. Samkoman var hin ánægjulegasta, en vegna ó- hagstæðs veðurs og vanheilsu, sem gengur um bygðina, var aðsókn minni en skyldi.—Samvinna deild- anna%er yfirleitt góð, en áhuga- leysi í þjóðræknismálum áberandi bæði utan félags og innan, og væri 'vel, ef hið komandi þjóð- ræknisþing bæri gæfu til að auka og efla skilning almennings á þjóðræknismálinu og gagnsemi þess, Leslie, Sask., 19. febr. 1927. Bróðurlegast, Þorsteinn Guðmundson, rit." Brown, Man., 14. febr. 1927. J. A. Sigurðson. Kæri vin: — Að eins fá orð að láta þig vita, að deildin okkar hérna, "ísland", er með góðu lífi. Við höfum ekki haft mjög marga fundi á árinu 1926, e» þeir fund- ir, sem við höfum haft, hafa ver- ið vel sóttir og skemtrlegir. — Meðlimatalan mjög lík og í fyrra, um 60 alls. — Embættismenn fyr- ir árið 1927 eru: Þ. J. Gíslason foreti, J. S. Gillis ritari, Jóh. H. Húnfjörð féh., T. O. Sigurðsson fjármálar. Herbert Johnson. Is- lenzkukenslu hefir deildin enga enn, en flest ungmeni fá tilsðgn í heimahúsum. Virðingarfylst, Þorsteinn J. Gillis. Var samþykt tillaga frá séra Rögnv. Péturssyni, 'er, Sigfús Paulson studdi, að bóka bréfin 1 fundargjörft þingsins. (Framh.)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.