Lögberg - 03.11.1927, Blaðsíða 3

Lögberg - 03.11.1927, Blaðsíða 3
LÍVGBÐRG, FIMTUDAGINN 3. NOVEMBER 1927. Bla. S. Slúður. Eftir Edgar Allan Guest. Eg hefi lagt niður þann vana, að tala að eins til þess að tala. 'Eg verð að viðurkenna, að eg hefi byrjað nokkuð seint á þeim góða ásetningi, að halda tungunni í skefjum. En það er ekki nema tiltölulega stutt síðan eg lærði að skilja, að það er ekki leiðinleg- asti mað*urinn, sem situr þegj- andi, þegar aðrir tala hver í kapp við annan og segja frá öllu, sem þeir þykjast Vita. Hann er þvert á móti, vanalega greindasti mað- urinn og minst leiðinlegur. Þetta, að geta látið sér mörg orð um munn fara, er engin náðargjöf, heldur miklu fremur hefndargjöf. Eg er fyrir löngu orðinh þreytt- ur á því, að fara til fólks og segja því, að eg hafi ekki meint það, sem eg sagði. Eg hefi þegar gert nóg af því, til að endast mér það sem eftir er æfinnar., Eg hefi svo oft orðið að afsaka margt hugsunar- laust, en miður góðgjarnlegt fleipur, sem eg hefi látið út úr raér, að eg vildi helzt ekki þurfa að gera það aftur. Það vona eg, að nú hafi mér hepnast að leggja niðúr alt slúð- ur fyrir fult og alt.. Mér fingt að reynslan hafi kent mér, að mest af því, sem eg heyri fólk segja misjafnt um náungann, er ekki satt. Eg hefi sætt ýmsum óþægind- um í lífinu. Sumt var óviðráð- anlegt, en hjá öðru var vel hægt að komast, ef eg hefði að eins gætt tungu minnar. Nú er ekki svo að skilja, að eg hafi talað svo ósköp mikið. Hitt er heldur, að eg hefi sagt margt án þess eg hugsaði um hvað eg værí að segja, og það hefir valdið mér óþæginda. Eitthvað hefir komið í huga minn, sem mér sjálfum hefir fundist heppilegt, og eg hefi lát- ið það fara, án þess að gæta af- loiðinganna; en oftast hefi eg iðr- ast eftir það, strax þegar það var komið út úr mér. Málið er eitt af því dýrmæt-1 asta, sem guð hefir manninum gefið, en því fylgir líka mikil á- hyrgð. Þegar barnið hefir lært að tala, þá er það fært til að taka sinn þátt í félagslífinu; en það er jafnframt orðið hættulegt, sjálfu sér og öðrum. Barnið hefir þá fengið það vopn, sem getur vald- ið því mikilla óþæginda, orðið því til tjóns, gert áð óvinsælt, valdið því vanvirðu og vinamissi, von- brigðum og hatri annara manna. Leiðir það oft út í deilur og ein- angrar það frá öðrum mönnum. Málið getur orðið' til þess, að afla manninum aðdáunar, eða megn- ustu óvirðingar; það getur bætt hag hans stórkostlega, eða komið honum á vonarvöl; það getur valdið því, að á hann sé litið sem vitran og góðgjarnan mann, eða íllan mann og heimskan. Eg hefi oft haft gaman af að hlusta á tal manna í reykingar- hergjunum í Pullmanvögnunum. Einn er góðlátlegur og vinsam- legur maður, sem eg vildi eiga að vini; sá sem situr næstur honum, er alt of mikill á lofti, til þess að hann geti verið skemtilegur. Sá þriðji er að halda fram einhverj- um viðskiftareglum, sem maður finnur strax að eru ekki ráð- vendninni fyllilega samkvæmar. Eg mundi ekki treysta honum til nókkurs hlutar, ef eg liti af hon- um augunum. Maðurinn, sem talar íhátt og talar mikið, kemur vanalega upp um sjálfan sig, hve fáfróður hann er og hversu margt af því sem hann er að segja, er fjarri réttu lagi. Eg hefi heyrt menn segja frá ýmsu, viðvíkjandi viðbkiftum, sem þó hefði mátt búast við, að þeir sem það gerðu, vissu að þéir ættu að þegja yfir. Eg hefi heyrt mann tala um sakir sinnar eigin fjöl- skyldu og um nágranna sína, eins og það varðaði engu hvert það færi og flygi. Það er eins og maður' gleymi því, að sá sem maður segir alls konar slúður, á oítast nær konu og börn og vini og kunningja og nágranna. Hann hefir' líka viðskifti, og það, sem vér segjum honum um vor eigin viðskifti, getur oft komið honum vel að Vita, en oss illa. Það hef- Nýir Kraftar og Fjör Fyrir Veiklaðan Líkama. Mifjónir manna og kvenna, á öllum aldri, hafa síðustu 35 árin reynt það, að Nuga-Tone er á- gætis meðal, sem hefir bætt heilsu þeirra og aukið þeim orku og dugnað. Ekkert getur jafnast Við það í því að hreinsa blóðið og styrkja vöðvana og taugarnar. Ef þú ert veiklyaður og ert að tapa holdum og dugnaðurinn og áhuginn er að bverfa, eða þú hef- ir höfuðverk eða svima eða nýrna- veiki og blöðrusjúkdóma og getur ekki sofið vel á nóttunni, þá reyndu Nuga-Tone og gefðu því meðali tækifæri til að lækna þig. Það verður að lækna þig og láta þér líða betur að öllu leyti, eða peningunum verður skilað aftur. Vertu viss um að fá Nuga-Tone, því ekkert annað getur jafnast við það. ir kannske einhverja þýðingu fyr- ir þann, sem maður talar við, að vita hvaða álit maður hefir á þessum eða hinum, en kannske ekki. En hvað sem því líður, þá hefir sá, sem segir frá öllu, án þess að vera viss um Við hvern hann á, engum um að kenna nema sjálfum sér, þó hann verði fyrir skakkafalli og tapi af viðskiftum, sem hann hefir kannske eytt mörgum vikum til að ná í. Einn af vinum mínum sagði mér nýlega þessa sögu: Hann hafði verið sendur til iSuðurríkj- anna í erindum félagsins, sem hann vann fyrir. Hann hafði lok- ið erindum sínum klukkan hálf ellefu um morguninn og kom hann þá aftur á gistihúsið, þar sem hann gisti. Það var mikil rigning og hann sat inni og reykti vindil. Skamt frá honum sat ó- ókunnur maður og byrjaði sam- talið. “Þetta er ljóta veðrið,” sagði hann. “Já, það er slæmt,” sagði vin- ur minn. “Gf slæmt fyrir mig til að fara út og verða holdvotur. Sjá- ið þér þessa byggingu þarna nið- ur frá?” Þessi vinur minn sá hana og spurði hvað þar væri um að vera. “Þarna hefi eg tækifæri til að selja fimtán þúsund dala virði af vörum, en það verður að bíða þangað til veðrið batnar, því ekki fer eg út í þetta óveður.” Vinur minn spurði, hvaða teg- und af vörum hann hefði að selja og sagði hann honum það greið- lega. Þessi málagarpur hafST aldrei fyr séð þennan vin minn, en mundi þó vafalaust hafa kann- ast við hann af afspurn, ef hann hefði hirt um að spyrja hann að heiti. “Eg talaði við 'þenna mann dá- litla stund og sagði houum svo, að nú yrði eg að fara. Það var enn hellirigning, þegar eg kom að byggingu þeirri, er þessi ókunni maður hafði vísað' mér á. Ráðs- maður félags þess, sem hér átti hlut að máli, tók mér ágætlega og sagði, að sig hefði oft furðað, að aldrei fyr hefði maður komið að sjá sig, frá mínu félagi. Eg fór með járnbrautarlestinni klukkan tvö þennan sama dag, og hafði þá selt honum fyrir fimtán þúsundir dala, og hafði undirskrifaðan samninginn í vasanum. Það hélt enn áfram að rigna og enn sat hinn maðurinn í sama stað og var að bíða eftitr góðú veðri, og enn hélt hann áfram að skrafa við þá, sem inn komu, býst eg við.” Fyrir nokkrum árum var Henry Ford, Bubby litli sonur minn og eg sjálfur, á ferð í bíl í grend við heimili Mr. Fords að Dearhorn, Michigan. Þetta var á þjóðminn- ingardaginn 4. júlí og það var á- kafleg þröng af bílum á braut- inni. Það var Ford-bíll rétt á undan okkur, sem stöðvaðist alt í einu, svo okkar bíll rakst á hann og skemdi hann ofurlítið. í bílnum var ungur maður og stúlkan hans með honum, en hvor- ugt þeirra þekti Mr. Ford. Þessi ungi maður kom þegar út úr bíln- um og með töluverðum hávaða og frekju -heimtaði hann að við gerð- um grein fyrir því, hvers vegna við hefðum rekist á sig og skemt bílinn. “Þetta er ekki mikið, drengur minn. Eg skal láta gera við bíl- inn,” sagði Mr. Ford. “Eg er nú hræddur ’um’ það, sagði ungi maðurinn. “Og þér verðið meira að segja að borga fyrir þessar skemdir nú strax.” "Ekki núna,” sagði Mr. Ford; “þér takið bílinn yfir á verk- smiðjuna í fyrra málið, og pilt- arnir gera við hann fyrir yður. Eg skemdi bílinn ekki mikið, en það gerir honum gott, að það sé gert dálítið við hann.” “Þetta kemur ekki til mála,” sagði ungi maðurinn. “Þér verð- ið að borga fyrir skemdirnar nú undir eins.” Nú hafði margt fólk safnast þarna að og einhver heilsaði Mr. Ford með nafni. Drengnum fór ekki að lítast á blikuna. “Eruð þér Mr. Ford?” sagði hann. “Mér þykir fyrir því, að eg skyldi tala eins og eg gerði.” “Engar afsakanir,” sagði Mr. Ford, “takið bílinn yfir í verk- smiðjuna í fyrramálið og látið gera við hann.” “Eg vissi ekki,” stamaði ungi maðurinn út úr sér, “að þér vær- uð Mr. Ford.” “Eg þekti yður heldur ekki fyr en þetta, en nú þekki eg yður; þér hafið greinilega sýnt mér, hvers k-onar maður þér eruð. Þér mund- uð hafa verið einstaklega prúður við Henry Ford, en mesti ruddi við hvern annan, sem þér þorðuð til við.” En þetta er.u svo sem engin eins dæmi. Eg þekki fjölda manna, sem haga orðum sínum líkt og þessi maður. Þeir eru mestu prúðmenni, þegar þeir tala við vini sína og jafningja, sem þeir álíta. En það er annað -hljóð í strokknum, þegar þeir tala við vinnufólk sitt, eða einhverja ó- kunnuga, sem þeir halda að ekki eigi mikið undir sér. Þegar eg held tungunni í skefj- um, þá gengur alt vel, en þegar hún fer sinna ferða, þá er öðru máli að gegna. Eg er alt af kurt- eis við menn, sem eg vil reyna að þóknast og eins ef eg á tal við fræga menn eða auðúga eða ein- hverja, sem eg er hræddur við. Mér detta oft í hug ýms bitur- yrði, þegar eg á tal við slíka menn, en eg varast að láta þau út úr mér. Þar sem eg nú get haldið tungunni í skefjum, þegar eg á tal við vissa menn, þá er svo sem auðvitað, að eg gæti það alt af, ef eg reyndi, og nú hefi eg tekið þann fasta ásetning, að gera það æfinlega. Flestum þeim, sem eru mjög orðhvassir, gengur það fremur illa, að afla sér vina og halda vin- áttu við annað fólk. Þeir hafa alt af orð á hraðbergi, sem eru líkleg til að meiða og særa þann, sem talað er við og gera honum gramt í geði. Þetta afsaka menn vana- lega með því, að látast vera hreinskilnir og opinskáir. “Eg hræsna ekki fyrir nokkrum manni, til að þóknast honum,” sagði einn af þessum opinskáu mönnum einu sinni við mig. “Eg segi alveg eins og mér finst vera í hvert skifti, sem eg er spurður um mína skoðun.” Þetta væri nú alls ekki slæmt, ef þessir menn vildu að eins bíða þangað til þeir eru spurðir um sitt álit. En það er oft ekki því að heilsa. Bituryrðunum er oft kastað inn í friðsamar og skemti- legar umræður, án þess að nokkur ástæða sé til þess, rétt eins og sprengikúlum, sem sundrast og oft valda miklu tjóni. Bituryrðin særa og meiða og eru oft með öllu óþörf; þau framleiða tár í stað gleði og sá, sem fyrir þeim verð- ur, bíður þess oft seint bætur. Bituryrðin eru vopn öfundar og illgirni, en sá sem þau notar, hyl- ur oft morðkutann undir skikkju sannleikans. Tungan hefir verið óvinur minn og eg veit, að hún hefir verið ó- vinur margra annara. Konan niín fór einu -sinni inn í búð, skamt frá heimili okkar, sem geðvonzkukarl einn átti, og seldi hann þar ýmiskonar smávarning “Ekki vænti eg að þér hafið gólfdúksnagla?” spurði hún. Búðarmaðurinn reis ekki einu sinni á fætur, en leit á hana og sagði mjög kuldalega: “Finst yður þessi búð þvi lík- ust, að hér sé seld járnvara?” Það var kann-ske vanhugsað af Mrs. Guest, að láta sér detta í hug, að þarna fengjust þessir naglar. En það var ekki nærri því eins heimskulegt, eins og svarið, sem hún fékk hjá gamla manninum, þegar hún spurði um þá. Honum hefir sjálfum sjálf- sagt fundist það vera fyndið og vel viðeigandi, en með því fældi hann frá sér góðan skiftavin, því þangað kom konan aldrei aftur, sem ekki var við að búast. Ef það er rétt, að margir hafi lent í gröfinúi af ofáti, þá er það ekki síður rétt, að margir hafa bókstaflega talað sig út á hús- gang og lent í þeirri gröf, hvað snertir félagslíf og atvinnuvegi, sem þeir komast aldrei upp úr. Ef þú einu sinni færð orð fyrir að vera slúðrari, þá vilja fáir nokkuð við þig eiga eftir það. Segðu frá öllu, sem þú veizt, og þess verður ekki langt að bíða, að þú fáir það álit, að þú vitir ekk- ert. Sumir menn eru svo önnum kafnir við að útbreiða -sögur, að þeir -hafa ekki tíma til að afla sér sannra og áreiðanlegra upplýs- inga. Þeir eru nokkurs konar gasbrunnar slúðursins og upp- sprettulindir hneýkslissagna. ' Framh. Feneyjar. Niðurl, Markúsartorgið er gríðarstórt, aflangt og er alt þakið marmara og öðrum bergtegundum. Alt í kring standa glæstar byggingar hinna miklu meistai-a, hver ann- ari fegurri og merkilegri. Sunn- an, vestan og norðan við torgið eru byggingarnar prýddar með fjölda súlna og bogagöngum og miklu og smekklegu skrauti öðru, en við austurenda torgsins stend- ur hin víðfræga kirkja hins heil- aga Markúsar, sem er verndari Feneyja. Voru bein hans flutt austan frá Alexantiríu og til Fen- eyja árið 829 og árið eftir var byrjað á kirkjubyggingu þeirri, sem átti að veita hinum jarð- nesku leifum postulans húsask/ól. En kirkjunni var síðan breytt á marga vegu og lögðu margar kyn- slóðir þekkingu sína og list til í kirkjubyggingu þessa. Enda er byggingarstíll kirkjunnar mjög margbreyttur og fjölskrúðugur og í honum mætist austræn og Hafið þér húðsjúkdóm? GJALDIÐ varúöar viS fyrstu ein- kennum húðsjúkdóma! Ef þér finn- ið til sárinda etSa kláða, eða hafií sprungur í hörundi, er bezt að nota strax Zam-Buk. Þau græöa fljótt. Sé húðin 'bólgin af kláða, eða sár- um og eitrun, er ekkert meðal, sem tekur jafn-fljótt fyrir ræturnar og Zam-Buk. AburSurinn frægi, Zam- Buk, læknar og græðir nýtt skinn. Zam-Buk bregst aldrei það hlut- verk sitt að græða og mýkja og hef- ir sótthreinsandi áhrif. Eru smyrsl þau nú notuð í miljónum heimila. Fáið öskju af þessum merku jurta- smyrslum, og hafið ávalt við hendina. koma til oddbogaganganna á 1. og 2. hæð. En öll hefir bygging- in yfir sér blæ göfgis og fegurð- ar og er í raun og veru ofurein- föld tilsýndar, þrátt fyrir alt skrautið. Fyrir framan hertoga- höllina standa súlur tvær, háar og tígulegar. Ber önnur þeirra hið vængjaða ljón, sem er tákn Feneyja, en hin líkneski hins heil- aga Theódórs, sem aleinn hélt sinni verndarhendi yfir borginni, áður en hinn heilagi Markús var sóktur austur til Alexandríu. Nú hjálpast þeir báðir að og vaka yfir velferð borgarinnar. Að lýsa hertogahöllinni og því sem í henni er geymt af lista- verkum og öðrum gersemum, væri efni í bók fyrir sig. Þar eru ýms söfn geymd og þar er fjöldi af málverkum eftir merkustu málara heimsins, Tintoretto, Pa- ollo Veronese og Tiziano Vecelli. Hinn siðastnefndi ól að mestu leyti aldur sinn í Feneyjum, og málaði þar fegurstu verk sín. Hann var listamaður af guðs náð, karlmenni að burðum og hrustur1 með afbrigðum. Simálandi var hann, þangað til hann tók hel-1 sóttina. Fæddur var hann 1477,’ en andaðist úr svartadauða árið 1576, 1 Mrs. W. Campbell, að Bonny River Station, N.B., segir: “Sprungur á indliti og handleggjum dóttur minn- tr, urðu að opnum sárum. Við reynd- jm ýms meðul, en ekkert hreif nema índrasmyrslin Zam-Buk. amBuk Fáið öskju af Zatn-Buk i dag! Ein stcerð að eitus, 60c. 3 fyrir $1.25.. Zam-Buk Medicinal Sápa, 25c. st. vestræn list á göfugasta hátt. Er hún ólík flestum öðrum kirkjum á ítalíu. Yfir kiikjuna hvelfast fimm dýrðlegir kúplar, skrýddir að innan dýrðlegum myndum, og ná myndir þessar yfir fjögur þúsund fermetra á kúplum og veggjum kirkjunnar. Að innan er kirkjan meðal ann- ars prýdd 590 austrænum marm- arasúlum, þar sem hvert súluhöf- ur er frábrugðið öðru, svo mikil er tilbreytnin. En úti yfir aðal- dyrum kirkjunnar standa 4 eir- styttur fornar, af hestum fyrir vagni. Sína sögu eiga þeir, eins og raunar flestir hlutir í Fen- eyjum. Upprunalega höfðu þeir prýtt sigurboga Nerós í Róma- borg, en seinna lét Konstantin keisari flytja þá til Miklagarðs. En um 1200 tóku Feneyjamenn herfang mikið þar eystra og með- al annars eykin fjögur og voru þau gefin kirkjunni. Laust fyrir 1800 lét Napóleon mikli flytja hestana til Parísar, en nokkru seinna heimti hinn heilagi Mark- ús þá heim aftur, og eru þeir nú á sínum gamla stað. En hvað lengi? En það væri ógerningur að ætla sér að lýsa kirkju hins heil- aga Markúsar í blaðagrein, hvað þá heldur í fáum línum. Á torginu austanverðu, hægra- megin, stendur klukkuturn hins heilaga Markúsar, — Campanile di San Marko 1— og gnæfir hátt yfir allar byggingar í Feneyjum, enda er hann 100 m. á hæð, en innan við 20 á breidd. Byrjað var að byggja turn þennan árið áður en Egill Skallagrímsson fæddist hér norður á íslandi. Svo kom- inn var hann þá til ára sinna, er hann að lokum hrundi til grunna, tveim árum eftir aldamótin síð- ustu. En klukkuturn má ekki vanta við kaþólska kirkju og Feneyja- búar létu reisa turninn á ný í sinni fornu mynd og nú gnæfir hann aftur hátt við himin. En ekki leynir það sér, að turninn er nýr, en umhverfið gamalt og all- mjög stingur hann í stúf við það. Og umhverfis turinn og torgið flögra dúfur í þúsundatali — augnagleðí og yndi Yyrir Fen- eyjabúa og erlenda ferðalanga er leggja leið sína til Feneyja. Þegar veldi Feneyja stóð með mestum blóma, voru þar 200 kirkjur. Nú eru 100. Eru margar þeirra dásamlegar, t. d. “kúpul” - kirkjan Santa Maria della Salute, sem bygð var til minningar um svarta dauðann. Og ógleymanleg verður mörgum kirkjan á hólminum, “Isola di san Giorgio Maggiore”. Áfast við Markúsartorg, er annað torg minna, “Piazzetta” og nær það út • að Canale di San Marco. Vestan við Piazzettuna er bókhlaðan mikla “Libreria vec- chio”, en að austan stendur “Pal- lazzo Ducale”, ;■— hertogahöllin nafnfræga — sem er talin ein fegursta bygging veraldar. Er hún dásamleg utan og innan, hvaðan sem á er litið. önnur að- alhlið hallarinnar snýr út að sík- inu, en hin að Piazzettunni og báðar eru þær klæddar lituðum marmara. Einkum þykir mikið í stærsta og glæstasta salnum í hertogahöllinni, salnum þar sem æðsta ráð Feneyja hélt fundi sína undir forsæti hertog- ans, málaði Tintretto “Paradís”, stærsta olíumálverk, sem til er I heimi. Salurinn er 54 metra á lengd, breiddin er 25 metrar, en hæðin 16. Hallargarðurinn er dásamlegur, bygður af Feneyja- meisturum fleiri en einum. Varð hann þó aldrei fullgerður. Ó- gleymanlega fögur er trappan upp úr hallargarðinum — Scala dei Giganti — jötnatrappan, sem dregur nafn sitt af tveimur helj- armiklum líkneskjum af Mars og Neptún eftir Sansovino. Á efsta þrepinu voru Feneyjahertogar krýndir og þá var mikið um dýrðir. Nú eru meir en 11 hundruð ár síðan byrjað var á grunni her- togahallarinnar. Ellefu hundruð ár eru hár aldur á húsi. Menn óttast, að ekki hafi verið nógu vel frá grunni hallarinnar gengið og vita, að það liður að þeirri stund að hertogahöllin hrynur að grunni eins og klukkuturn hins heilaga Markúsar. En meistarar vorra tíma geta ekki endurreist her- togahöllina með sama sniði og hún var. Þegar hertogahöllin er ekki lengur til , verða Feneyjar fátæk- ari en áður. Og þá glatast ein hin mesta gersemi Norðurálf- unnar. Það er auðséð á öllu, að lista- menn þeir, sem hafa sett svip sinn á Feneyjar, hafa verið frjálsbornir menn, sem hafa þor- að að hugsa stórt og djarft. Þar var gnægð fjár fyrir hendi og auðkýfingar fúsir til að leggja mikið í sölurnar fyrir hinar fögru listir. Þá var andinn annar held- ur en nú, á þessum úthrópuðu “menningartímum”, sem við lif- um á. Því víða búa miklir lista- menn Við þröngan kost og fá því aldrei notið sín til fulls, enda er skilningur á hinum fögru listum víða af skornum skamti og góðar gáfur hverf víða inn í hringiðu og skarkala véla - “menningar- únnar.” . Austan við hertogahöllina er hið illræmda fangelsi “Prigione criminali”. Mjótt síki skilur milli hennar og hallarinnar. Frá efstu hæð fangelsisins er bygð brú yfir að Hertogahöllinni — brú úr hvítum marmara, brú, sem vegna fegurðar sinnar dregur að sér athygli allra, sem koma til Fen- eyja. — Þetta er “Brú andvarp- anna” — Ponti dei Sospiri — sem svo mörg skáld hafa um kveðið. Því margir, bæði sýknir og sekir, hafa andvarpað þungan á umliðnum öldum, er þeir voru leiddir í hlekkjum frá rannsókn- arréttinum í hertogahöllinni, yfir i fangelsið. Margir áttu ekki afturkvæmt þaðan. Og í sögu Feneyja eru svartir kapitular. Kjallararnir í höllinni og blý- kompurnar uppi undir súðinni geyma hryllilegar sögur um villi- götur hins svonefnda réttlætis. Margskonar söfn og merkileg eru í Feneyjum. Markúsarbóka- safnið, sem stofnað var árið 1468 á yfir 500 þúsund bindi og þar að auki yfir 100 þúsund handrit stór og smá. Og í skjaL^safni Feneyja, sem goymt er í 298 söl- um í gamalli klausturbyggingu við hliðina á Frari-kirkjunni, eru geymdir m. a. 14 miljónir dóma og er sá elzti þeirra frá 833. Feneyjar voru svo voldugar á miðöldunum, að hertoginn leyfði sér jafnvel að bjóða páfavaldinu byrginn. Eitt sinn lét páfinn bannfæra Feneyjar, en það varð árangurslaust. Varð páfinn þá að fara sameiningale'iðina og urðu smningarnir Feneyjum í hag. Þá stóð hagur Feneyja með miklum blóma, enda var borgin þá mið- stöð vestrænnar og austrænnar verzlunar. Kaupmannastéttin var fjölmenn og dugandi og skarp- vitrir og fjölhæfir stjórnmála- menn voru uppi. Árið 1441 áttu Feneyjakaupmenn, samkvæmt gömlum skýrslum 3,345 skip með 36 þúsund mönnum á, en um sama leyti störfuðu 16 þúsund manns að skipasmíði í eyjunum. 1498 fanst siglingaleiðin suður um Afríku til Indíulanda og þá hvarf verzlunin smátt og smátt úr höndum Feneyinga og veldi Feneyja þvarr., Og saga borgar- innar varð um langa tíð rauna- saga; því þegar gullstrumurinn hætti að renna til Feneyja, fór þar mörgu aftur. Hætt var að byggja skrauthýsi og ekki hægt að halda við hinum dýrðlegu byggingum, yfir tvö hundruð hallir voru rifnar niður. Nú sést glögt hve hrörlegt margt er þar og hve tönn tímans hefir unnið á. Þó er skrautið yf- irgnæfandi, svo enn er Feneyja- borg yndisfögur og mun halda hinu séiðandi aðdráttarafli sínu um ókomnar aldir. Og nú eru Feneyjar aftur að blómgast, verzlun að aukast og margskon- ar iðnaður. Einkum hefir Suez- skurðurinn haft mikla þýðingu fyrir Feneyjar. Nú búa þar um 175 þúsund manns. Miklar hörm- ungar gengu yfir Feneyjar í heimsstyrjöldinni síðustu. Á einni nóttu sveimuðu flugvélar Þjóð- verja yfir borginni í átta stundir og var þá nótt kastað 350 sprengi- kúlum yfir hús og hallir, alls 15 þúsund kilogr. af sprengiefnum. Þá áttu marg'ir um sárt að binda; og margar fagrar byggingar eyði- lögðust. Að ófriðnum loknum hófst ferðamannastraumurinn til Fen- eyja á ný og með ferðafólkinu streymir gullið á ný til borgarinn- ar. 'Tugir og hundruð þúsunda ferðast þangað árlega. Og enn slær hjarta Feneyja með fullu fjöri og tign og fegurð skipa þar æðsta sess. Sá sem e'itt sinn hef- ir séð sólskinið gylla hvelfingarn- ar á kirkju hins heilaga Markús- ar, dreymir um að sjá það aftur. En mörgum þeim, sem þangað hafa komið, kemur þó saman um, að í tunglsljósi séu Feneyjar feg- urstar. Þá tekur augað ekki eftir því sem hrörlegt er og úr lagi gengið, en hinar guðdómlegu marmarahallir ljóma í tunglsbirt- unni eins og þá, þegar þær voru nýbygðar og speglast í síkjunum stórum og smáum. Og þá er eins cg maður sé horfinn aftur til þeirra tíma er þeir voru uppi Tizian og Tintoretto — — — — .— — Dagarnir, sem eg dvaldi í Feneyjum, voru fljótlr að líða. En seint líða þeir úr minni. Ragnar Ásgeirsson. —Tíminn. Lithuania hefir kvartað um það við Þjóðbandalagið, að Pólland sé að ganga á rétti sínuir og stefni beint í þá átt, að svifta Lithuaniu sjálfstæði sínu. Hefir Þjóð- bandalagið tekið þetta mál til i- hugunar. | Nýjasta.og bezta BRAUÐTEGUNDIN Búin til með ágœtasta rjómabús smjöri Það er smjörið í Bamby brauði, sem gerir það öllu öðru brauði betra. Hvert einasta brauð í umbúðum. Kaupið þessa brauðtegund strax í dag! Fæst Kjá mat- vörukaupmanninum. Canada Bread umferðasölum eða með því að hringja upp B201 7-2018. Canada Bread Co. Limited A. A. RYLEY, Manager í Winnipeg FYRIR YÐAR VETRAR - HELGIDAGA FERD CANADIAN NATIONAL býður ÁGT FARGJALD Hvenœr, scm þcr viijið, er oss ánœgja. að hjálpa yður að velja um leiðir til. OG VELJA MA UM LEIÐIR Ferðin verður skemtileg, þœgileg og örngg í nýtízku járnbrautarvagni. Austur Canada Vestur að hafi e,na Gamla Landsins Umhoðsmenn vorir munu með ánœgju gefa yöur upplýsingar, —eða skrifið— W. J. QUINLAN, District Paissenger Agent, Winnipeg (jANADIAN TXJATIONAL

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.