Lögberg - 24.11.1927, Blaðsíða 5

Lögberg - 24.11.1927, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. NÓVEMBER 1927. BU. S Dodaa nýrnapillur eru beat* nýrnameðalið. Laekna og gigt *bak- verk, ihjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem atafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða sex öakjur fyrir $2.50, og fást hjá öllu’m lyf- •ölum eða frá The Dodd's Medi- cine Company, Toronto, Canada. þó varð áræði hans í þeirri íþrótt honum að aldurtila. Hinn 26. júní 1827 sleit bát upp í óveðri og rak undan landi. Lagðist séra Gísli út að reyna að ná bátnum, en varð ekki afturkomu auðið — druknaði við þá þrekraun. Flutt- ist ekkja hans þá að Ketilsstöðum til þeirra hjóna, önnu sstur sinn- ar og íPáls Melsted sýslumanns, og ól þar svein um haustið, er lát- inn var taka nafn föður síns ó- breytt. ólst hann upp hjá móður sinni á ýmsum stöðum, unz hann var settur í skóla á Bessastöðum. íltskrifaðist hann þar 1845 og fór síðan í Hafnarháskóla. Byrjaði hann á Iaganámi, en hætti við það og varð aðstoðarmaður við safn Árna Magnússonar 1848 og var það þar til þjóðhátíðarárið 1874, að hann var skipaður kennari við Hafnarháskóla í sögu íslands og bókmentum. Gísli lét íslenzk stjórnmál mik- ið til sín taka, samtímis Jóni Sig- urðssyni og hugsaði mikið um hverjar endurbætur mætti gera á íslenzku stjórnarfari. Ekki voru þeir sammála um leiðirnaf, þótt báðir vildu þjóðinni eitt: hið bezta. En það viðurkendi Jón Sigurðson, að Gísli væri í fremstu röð merkustu íslendinga þeirra tíma um alla andlega atgerfi. Þingmaður ISkagfirðinga var hann árin 1859—1863. Hvílíkur gáfumaður hann var, sýnir bókmentastarfsemi hans bezt alls. Hann reit mikið í blöð og tímarit, bæði um f<ynfræði, stjórnmál og önnur efni, og gaf út “Norðurfara” 1848—49 með Jóni Thoroddsen, og “Svöfu” 1860 með Benedikt Gröndal og Steingr. Thorsteinsson. Enn fremur rit- aði hann í “Andvara”, “Ný fé- lagsrit” (með útgefanda á tíma- bili) og “Skírni” ritaði hann 1951 og gaf út “Almanakið” eftir frá- fall Jóns Sigurðssonar.. Auk þessa orkti Gísli mikið. Lýsa'kvæði hans allvíða skáldleg- um tilþrifum, örum og heitum til- finningum og þjóðlegum hugsun- um. Kvæðabók hans kom út 1891, eftir hans dag, að tilhlutun ólafs Halldórssonar skrifstofustjóra, en undir eftirliti Halldórs Bjarna- scnar og Bjarna frá Vogi. Gísli var mjög vinsæll meðal fslendinga í Höfn og boðinn og búinn þeim til hjálpar. Landi og þjóð unni hann mjög og hinum riiætustu forvígismönnum hennar. Fann hann sárt til um afdrif og fráfall sumra þeirra, svo sejn Jóns Eiríkssonar konferenzráðs. Gísli andaðist 29. maí 1888. Kjarni Grœnlands- málsins. Eftir Jón Dúason. Kjarni Grænlandsmálsins er fyrst og fremst það, að Grænland er að réttum lögum hluti úr ís- lenzka ríkinu, og sem fullvalda ríki getur ísland hvenær senj er gert þennan rétt gildandi og beitt þeim úræðum, sem þjóðarétturinn heimilar, til að koma þessu í gegn. Sannanir fyrir eignarrétti ís- lendinga til Grænlands hafa ekki verið færðar opinberlega. En sannanirnar eru jafn góðar og gildar fyrir því. Þótt Danir ættu Grænland og þótt Danir ráði nú yfir landinu de facta, hafa íslendingar engu að síður samkvæmt sambandslög- unum og hinum almenna hluta þjóðarréttarins, rétt til að fara inn til Grænlands, reka þar verzl- un, landbúnað og fiskiveiðar í landhelgi etc., an þess að ^pyrja Dani um leyfi. Því þetta l’eyfi hafa Danir í eitt skifti fyrir öll gefið upp á æru og samvizku öll- um íslenzkum ríkisborgurum um alt sitt ríki, og Danir hafa þegar tekið á móti endurgjaldi fyrir. Þenna rétt sinn eiga Islending- ar að nota á þann hátt, að ráðast inn í landið til atvinnureksturs fyrirvaralaust. Og ef Danir gera íslenzkum mönnum ónæði á Græn- landi, á íslenzka stjórnin samkv. þjóðarétti, að leggja hald á dansk- ar eignir á íslandi eða við ísland ti). tryggingar því, að skaðabæt- urnar verði að fullu greiddar af Dönum. Grænland stendur fslendingum því að lögum jafnopið og frjálst sem ísland, alveg án tillits til þess, hvort heldur Danir eða ís- lendingar eiga landið . Það, að við íslendingar eigum Grænland, gerir það að hinni helgustu þjóðræknisskyldu vorri, að láta Grænland ekki ganga und- an, heldur helga okkur það með nýju landnámi. Þetta er skylda vor gagnvart sjálfum oss og skylda vor gagnvart hinum liðnu og sérstaklega hinum óbornu kyn- slóðum. Við núlifandi menn höfum held- ur ekki efni á því, að láta auð- legð Grænlands ganga úr greipum okkar. Grænland hefir að bjóða miklar ókeypis jarðir með eins- dæma miklum hlunnindum handa íslenzkum bændasonum. óhemju- mikil æðarvörp geta risið og hljóta ag rísa upp í hinum mikla ara- grúa af eyjum og hólmum við Grænlandsströnd, er æðarfuglinn hefir verið friðaður. óbygðir Grænlands eru beitilönd, sem geta fætt miljónir af hreindýrum og saðnautum, dæmafáum hlunnind- um fyrir grænlenzka bændur. f lygnum þvengmjóum fjörðunum við túngarða feðra vorra, eru því- lík uppgrip af dýrum fiski, að hvergi er annað eins í víðri ver- öld. í bygðum Grænlands gekk túféð sjálfala í fornöld og kýr og kindur ganga þar sjálfala enn í dag. Á grunnunum út af Vestur- strönd Grænlands hrygnir þorsk- urinn að sumrinu. Eftir reynslu síðustu ára, reynslu hvalaveiðara á 17. og 18.. öld og íslendinga í fornöld, eru þessi mið einhver hin auðugustu af fiski í víðri ver- öld. Málmlög og kolalög Græn- lands eru dýrmætasti fjársjóður- inn, sem íslenzka þjóðin á. Þessi kola- og málmlög eru ekki að eins miljarða virði í. sjálfu sér, en það dýrmætasta við þau er þó það, að þau eru verkefni handa ísienzku fossum, er leysa hina bundnu ajjðlegð þessara stóreigna vorra, breyta hinum verðlausa krafti fossa vorra í miljóna auðlegð, skapa fslandi möguleika til að verða stór-iðnaðar- og stórborga- land, er um leið gerir hafnir ís- lands, ræktanlegt land og beiti- lönd íslands að miklu verðmæti. Hinar íslausu hafnir á vestur- strönd Grænlands andspænis Hudsonssundi eru sjálfkjörnar upplagsstöðvar fyrir timbur og kornvörur Hudsolnsflóalandanna, er þessi lönd taka að byggjast. Sjóverzlunarborgir Canada eiga eftir að rísa upp við firði vora á Vesturströnd Grænlands, með öðr- um orðum, mikill hluti af heims- verzlun Ganada og siglingum á fyrir höndum að verða á íslenzk- um höndum. — íslenzka þjóðin verður að vakna til meðvitundar um þessa köllun sína. Allir verða að skilja, að með því að nema Grænland yfirgefum við ekki land vort, heldur byggjum það upp á ný, því Grænland er vor i ættjörð og eigin óðalseign jafnt og ísland. Og með því að nema*1 Grænland veitum við auðmagni þess til íslands og látum það græða sár þess. Auðæfi Græn- lands ein eru til þess megnug. Mörg og órjúfanleg eru þau bönd, sem binda íslendinga við ættjörð sína á Grænlandi. Er fs- lendingar námu Grænland í forn- öld, var það upphafið að fundi Ameríku og landnámum í Vest”r- heimi. öll þessi lönd voru í ríki voru eða lögdæmi. Er íslending- ar taka nú að nema Grænland á ný, er það og verður að eins fyrsta sporið til að rekja vorar fornu landnámsleiðir vestur um heim. Landnám Grænlands er að eins fyrsta spor íslendinga inn á 'stór- veldisbrautina, inn á þá braut, að verða landnemandi heimsþjóð líkt og frændur vorir Englar, þjóð, sem gerir sívaxandi hluta af yfir- borði jarðarinnar að ættjörð sinni með því að reisa þar hamingju- söm heimili, þar sem trygglyndi, drengskapur og atorka býr og eykst og margfaldast með hrað- fara fjölgun landnámsmannanna og urmul af bjartlokkuðum börn- um. íslendingar höfnuðu köllun sinni í fornöld til að vera landnemandi heimsþjóð. Þung refsins hefir lamað þessa þjóð öldum saman fyrir höfuðsynd forfeðra vorra gagnvart óbornum kynslóðum. Kungurdauði og barnamorð og fósturmorð hafa verið ofrás fólksfjölgunarinnar í stað þess að nema ný lönd. Eymd og mrkur algerðs vonleysis, vantrausts á sjálfum sér og getuleysi til at- hafna, hafa lokað öllum sundum fyrir þjóð vorri í andans og efn- isins heimi öldum saman. Von- leysið og afneitun eigin krafa hafa verið svartir fánar hinnar syndugu þjóðar öldum saman. — Tækifærið ber sjaldan tvisvar að dyrum, en nú ber það að dyrum íe.lendinga í annað sinn tækifærið til að nema Grænland og vor gömlu vestrænu lönd að nýju og verða landnemandi heimsþjóð. Réttlátur er fordæmingardómur íslendinga til að verða kotþjóð, sem tilviljunin að lokum afmáir, ef þeir með reynslu og refsingu að baki, hafna nú köllun sinni til að gerast lnadnámsþjóð. Grænlandsmálið eða landnáms- málið er hið mesta stórmál, sem verið hefir á dagskrá Ísíendinga síðan í fornöld. Það yfirgnæfir öll önnur mál. Réttlæti og þjóð- rækni heimta, að allir góðir kraft- ar, alt sem göfugt er og sterkt með vorri þjóð, skipi sér undir fána þess og berjist fyrir rétti íslands í þessu æðsta þjóðmáli, er öll framtíð íslendinga veltur á. — Hænir. Dánarfregnir í íslenzku bygðunum í N. Dak. Það hefir láðst að geta í blöð- unum um dauðsfall Gunnlaugs Johnson, sem andaðist á heimili sínu í grend við Milton, N. Dak., [ 21. sept. Var hann jarðsunginnj af séra H. Sigmar frá kirkju Fjallasafnaðar, 23. sept. og fylgdu margir honum til grafar. Hann var mjög raunamæddur maður, en vel gefinn og vinsæll. Þriðjudaginn 8. nóv.andaðist Friðrik Björn Thorwaldson, 16 ára drengur, á heimili foreldra s'inna, Mr. og Mi*s. B. S. Thorwald- son í Cavalier. Hann dó mjög snögglega, af skæðri lungna- bólgu, eftir að eins eins dags veikindi. Hann var hinn mynd- arlegasti drengur, vel gefinn, vin- sæll, vel látinn og foreldrum sín- um mjög ástkær. Var fráfall hans þungur harmur foreldrum og ætt- ingjum og mörgum vinum. Hann var jarðsunginn frá heimilinu og Presbyterian kirkjunni i Cavalier og kirkju Vídalínssafnaðar laugar- daginn 12. nóv. af Rev. Shellcross, í Cavalier, og séra H. Sigmar. Mr. Paul Bardal frændi Wins látna frá 'Winnipeg var viðstaddur og prýddi útfarar guðsþjónusturiiar með fögrum söng — Var fjöl- menni mikið við útförina. Föstudaginn 11. nóv. lézt mjög snögglega að heimili sínu í Hall- son, af skæðri lungnabólgu, kaup- maðurinn þar, Jóhann Sveinbjörn Bjarnason, Var hann ungur, efn- is- og ágætismaður, vinsæll og virtur. Hafði hann búið í grend við Hallson, en var nú nýbúinn að kaupa verzlunina þar. Hann eft- irlætur unga ekkju, Hólmfríði Tryggvadóttur Paulson, og fjögur ung börn, og að auk aldraða móð- ur og fjórar systur. Er fráfall hans harmsefni mikið og sárt ást- vinum og öðrum, er hann þektu. Finnur fólk sárt til með konunni, börnunum og móðurinni, sem svo þungum harmi hafa verið lostin. Hann var jarðsunginn af séra H. Sigmar frá Hallson kirkju mið- vikudaginn 16. nóv. að viðstöddu fjölmenni. Milðvikudaginn 16. nóv. lézt á heimili sonar síns, John Skjöld, i St. Vincent, Minn., hinn velþekti myndar og ágætis maður Pétur J. Skjöld. Var hann þar í heim- t+K~X+t~X”X~X~X~X~X~X~X“X~X~X~X+^X~X“X”Xi”Z“X~X4H%HlX+ f t f f f f f f ♦!♦ GREIDID ATKVŒDI MED Jacqtteliae Logan lUchartl Arlen WONDERLAND M&nudag, prlðjudag, Miðvikudag. Col. D. Mclean fyrir Borgarstjóra 1 2 ár í opinberri stöðu. Gerið vara-borgarstjóra í þrjú _ ár að borgarstjóra fyrir X 1928 I * ❖ t ♦V f f f f f f f f f ❖ f f I f f f i f f ♦!♦ sókn hjá syni sínum og tengda- dóttur, þó hann að jafnaði ætti heimili hjá dóttur sinni og tengda synl, Mr. og Mrs. S. G. Guðmunds- son að Mountain. Hafði hann undanfama mánuði verið mjög þrotinn að heilsu, þó hann væri rólfær. Var hann ekki með öllu rúmfastur, nema síðasta daginn. Var það hjartasjúkdómur, sem varð honum að bana. Mr. Skjöld var maður ágætlega vel gefinn og vel upplýstur, skyldurækinn og sérlega prúðmannlegur í fram- göngu. Trúmaður var hann einn- ig einlægur og ákveðinn. — Hann var jarðsunginn á Iaugardaginn 19. nóv. af séra H. Sigmar, frá heimili Mr. og Mrs. S. G. Guð- mundson, þar sem hann átti heim- ili sitt, og frá kirkju Víkursafnað- ar, og lagður vfð hlið eiginkonu sinnar i Mountain grafreit; hún andaðist hér fyrir sex árum síðan. Fylgdu honum fjölda margir til Grafar. , H. S. Kveðja. Þegar eg var barn, hlakkaði eg mikið til þess að verða fullorðinn. Eg hugsaði, að þá mundu öll meiðsli, sársauki og sorgir vera á enda, og að tár og viðkvæmni hlyti að tdlheyra börnunum ein- um. Síðan eg varð fullorðinn, hefi eg oft sungið: “Ó, hve feginn vildi eg verða aftur, vorsins barn cg mega leika mér”, því þótt eg geri kröfu til að vera, að vissu leyti, vorsins barn, þá hefi eg þó reynt eitthvað af því, sem Þor- steinn Erlingsson kvað um: “Eg vitja þín, æska, um veglausan mar, eins og vinur af horfinnl strönd.” Það er sagt, að þeir, sem ein- hverjum aldri ná, verði tvisvar börn. Af reynslu minni get eg ekki enn þá dæmt um, hvort þetta er satt, en morguninn, sem eg kvaddi fyrsta staðinn í Manitoba, þar sem heimilið mitt hafði verið síðustu tvö árin, þá spurði eg sjálfan mig: Getur það verið, að eg sé að verða barn aftur, ekki fertugur maðurinn? Eg hafði haldið, að eg gæti kvatt litla þorpið, Árborg í Nýja' íslandi, án þess að finna mikið til, en sá finn- ur bezt, sem mist hefir, hvað hann hefir átt, og svo er jafnan þegar vinirnir eru kvaddir. Mér fanst, sem einhver barnslegur veikleiki gera vart við sig hjá mér, er síð- asti vinurinn í Árborg kvaddi mig og bað mig að minnast sín í bæn- um mínum; og enn þá erfiðari varð vörnin, er litla stúlkan mín' bekk út að glugganum í járnbraut- arvagninum, veifaði hendinni og sagði svo undur barislega: "Good bye, Arborg.” Þá datt mér í hug: “Hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, heilsast og kveðjast, svo er lífsins saga.” En tilfinn- ingar þessar dreifðust brátt, er konungur dagsins reis í allri sinnl dýrð úr djúpi fjarlægðarinnar, og börnin tóku að syngja: “Good morning, merry sunshine.” Þá iblasti við mér enn á ný ham- ingjubraut sú, sem barnslundin opnar einum og sérhverjum af oss. Eg mintist þess þá einnig, að vegurinn til himnaríkis er, að geta snúið huganum burt frá öllu því, er ama veldur, og með lof- gerðarsöng í sálinni, breytt bros- andi faðminn mót vermandi lífs- ins sól, sem trúföst bendir og leiðir til hinnar fullkomnustu sælu. Frá Árborg lá vegurinn til Win- nipeg. Eftir fárra daga dvöl þar, kvöddum við vinina í Selkirk og Winnipeg. Það er engin nýjung, þótt kunnigjar kveðjist, en ávalt er það þó eitthvað skáldlegt og efnisríkt. Eg segi, að við höfum kvatt vinina og kunningjana, en því miðr náðum við ekki nema til fárra þeirra, 0g viljum við þvi biðja Lögberg, að bera þeim, sem við ekki gátum tekið í hendina á, okkar kærustu kveðjur með þakk- læti fyrir alla góða og ánægjulega viðynningu þessi sjö ár, sem við höfum dvalið í Manitoba. En þessi kveðja nær engu síður til þeirra kæru vina, sem við gátum kvatt og fengum að njóta góðs Florence Cameron sem princessan ‘She-Shi” í hinum nýja leik “Aladdin” á Walker leik- húsi næstu viku.—Matinee á mið- vikudag og laugardag. BAKIÐ YÐAR EIGIN BRAUD | með § ROYAL Sem staðist hef- ir reynsluna nú yfir 5o ár E S hjá.. Sumir þeirra fylgdu okkur eins langt og auðið var, og góð- gerðir þeirra eru okkur samferða á veginum. Við minnumst vin- anna allra, með mjög hlýjum huga og munum gera, þótt nokkur ár kunni að skilja oss að, og biðjum drottin allra gæða að strá blessun sinni á brautu þeirra. Enginn kunningi okkar fylgdi okkur þö eins langt á veg og norðanfarinn, Snjó-ólfur gamli. Það var sem væri honum mjög umhugað að sjá okkur borgið alla leið, og hvíta skikkju sína hefir hann breitt á veg okkar eins langt og komið er. Þetta er þó einmitt eini kunning- in, sem eg er að flýja, en þeir leiðu lifa lengst, sem stendur þar. Við erum nú komin að eins nokk- uð á leið til áfangastaðarins. — Meira um hann og ferðalagið serinna. Pétur Sigurðsson. Kelowna, B. C. CANADIAN NATIONAL hefir sérstakar járnbrautarlestir og svefnvagna í nóvember og desember, sem koma tíl hafnarstaðanna á réttum tíma til að ná t skip, sem sigla til liretlands og annara landa í Evrópu. ANNAST VERÐUR UM VEGABRÉP Tryggiðfar nú OG FAIÐ PANNIG BESTA SEM HÆGT ER AÐ HAFA LAGT FAR 1 DESEMBER —Til— ‘ HAFNARBÆJANNA CWiMMS rmiohm The Canadtan Na- tdonal félagið selur farbréf með öllum 8kipalfnum yfir At- lantshafið og ráðstaf- ar öllu viðvlkjandd ferðiimi með skípun- um og jámbrautar- svefnvögnunum. EF ÞER EIGIÐ VINI í GAMLA LANDINU FARBRÉF TIL OG FRA Allra staða 1 HEIMI SEM pÉR VIIJIÐ HJALPA TTL AB KOMAST TIB pESSA LANDS, PA KOMID OG SJAIÐ OSS. VÉR GERUM ALLAR NAUÐSYNLEGAR RADSTAF- ANIR. ALLOWAY & CHAMPION 667 MAIN ST., WINNIPEG. SlMI 26 861 Umboðsmenn fyrir CANAÐIAN NATIONAL RAILWAYS ❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖ Helm tll Gamla Landsins FYRIR JÓLÍN O G NÝÁRIÐ Ferðist með Sérstakar Lestir tu Hafnarstaða Lág Fargjöld Allan DeserabermánuS til Hafnarstaðar FER FRÁ WINNIPEG Klukkan 10.00 f. ra. ,NÁ SAMBANDI VID JOLA-SIGLINGAR Frá Winnipeg— Nov. 23 — S.S. Melita frá Des. 3—S.S. Montclare “ Des. 6 — S.S. Montrose “ Des. 11 — S.S. Montnairn “ Des. 12 — S.á. Montcalm “ Montreal — Nov. 25 til Glasgow, Belfast, Liverpool St. John — Des. 6 “ Belfast, Glasgow, Liverpool “ —Des. 9 “ Belfast, Glasgow, Liverpool — Des. 14 “ Cobh., Cherb. Southampt. “ — Des. 15 “ Belfast, Lriverpool VID LESTIR í WINNIPEG TENGJ AST SVEFNVAGNAR FRA ED- MONTON, CALGARY, SASKATOO N, MOOSE JAW OG REGINA og fara alla leið austur að skipsfjöL Frekari upplýsingar gefa allir umboðsmenn vorir JPP1 City Ticket Office. Ticket Office A. Calder & Co. J. A. Hebert Co. r. Ma Cor. Main and Portage Phone 843211-12-13 C.P.R Station Phone 843216-17 663 Main St. Phone 26 313 Provencer & Tache St. Boniface CANADIAN PACIFIC

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.