Lögberg - 24.11.1927, Blaðsíða 8

Lögberg - 24.11.1927, Blaðsíða 8
bls. 8 oöGEERG. FIMTUDAGINN 24. NÓVEMBER 1927. Flest fyrstu verðlaun í bökunar samkepni í Canada unnin með RobínHood FIjOUR ÁBYGGILEG PENINGA TRYGGING I HVERJUM POKA Séra H. J. Leó kom til borgar- innar á mánudaginn í vikunni sem leið og var hér, og í Selkirk, þang- að til á föstudag, að hann fór heimleiðis. Mr. Grímur Laxdal kom á laug- ardaginn vestan frá Mozart, Sask. og fór á mánudaginn norður til Árborg, Man. t Þeir herra Ðavíð Guðmunds- son og Sigurður Brandsson frá Árborg, komu til borgarinnar í bíl síðastliðinn sunnudag. Mr. Jacob Bjarnason, að 662 Victor Street, hér í bænum, hefir nú keypt flutningstæki þau öll, er Mr. Sigfús Paulson hafði með höndum og stundar framvegis Transfer Business, flytur píanós og hvað annað, er vera skal.< Símanúmer Mr. Bjarnasonar er: 27 292. Æsflrir hann þess, að landar sínir láti sig njóta við- skifta sinna og sýni sér hið sama traust og fyrirrennara sínum, Mr. Paulson. Samkoma sú (Silver Tea), er líknarfélagið Harpa, hafði ráðgert að halda þann 24. þ.m., eins og getið var um í síðasta blaði, verður eigi haldin fyr en hinn 8. desember næstkomandi. Er ís- lenzkur almenningur, vinsamlega beðinn, að festa breytingu þessa 5 minni. Nánar auglýst siðar. Silver Tea verður haldið í Jón3 Bjarnasonar skóla næstkomandi laugardag, þann 26. þ.m. frá klukkan 3 til 6 og eins eftir kl. 8 að kveldinu. Ágóðinn gengur til guðfræðaskólans, Theological Seminary á Rússlandi, er nýtur stuðnings frá National Lutheran Gouncil. — Að kveldinu fer fram skemtiskrá. Allir velkomnir. Mr. Sigfús Paulson, ökumaður, og kona hans lögðu af stað á föstudagskvöldið í vikunni sem Ieið, áleiðis til Los Angeles, þar sem þau búast við að eiga heima framvegis. Þó er það ekki full- ráðið, hvort þau setjast að í Los Angeles, eða einhvers staðar ann- ars staðar þar vestur á strönd- inni. Sigfús Paulson er einn af hinum svo nefndu Winnipeg- íslendingum; kom hér unglingur frá Austfjörðum á íslandi, ein- hvern tima á hinum gömlu og góðu dögum, “þegar allir áttu ekkert, og alt gekk þeim í vil”, og hefir ver- ið hér nálega alt af síðan og á hér marga vini og kunningja, sem nú 'þakka honum góða viðkynn- ingu og óska honum og konu hans alls hins bezta, hvar sem þau erp. i Reykjavíkur blöðin skýra frá því, að Teitur Hannesson, ættaður úr Borgarfirði, dáinn í Blaine, Wash., fyrir skömmu, hafi í erfða- skrá sinni mælt svo fyrir, að allar eigur sínar skyldu renna í sjóð handa ekkjum druknaðra manna á íslandi og til styrktar tæringar- sjúkum börnum og unglingum þar í landi. Segja blöðin, að eigur hans muni vera svo sem 35 þús- und dollara virði. Eins og áður hefir verið getið um hér í blaðinu, heldur Dorkas félag 'Fýrsta ílút. saifnaðar, Bazaar í samkomusalnum föstu- dagskveldið þann 2. desemberi næstkomandi. Verða þar á boð-j stólum margir sérlega eigulegirj munir við afar sanngjörnu verði, ■ einkar hentugir til jólagjafa. j Verður þar og “Novelty Booth” j og skrautklæddar brúður. Hið ný-i stofnaða félag ungu stúlknanna í söfnuðinu, (The Young Girls’ Club) annast um sölu á brjóst- sykri (candy) og ýmsu öðru góð- gæti. Þetta verður ein hin full- komnasta útsala, sem haldin verð- ur um þessar mundir, og þess vegna ætti fólk að fjölmenna þangað. “Luncheon Set” og skrautklædda brúðu, eins og í fyrra. Fimtudagskveldið þann 10. þ.m., safnaðist saman um þrjátiu manns að heimili þeirra Mr. og Mrs. Jak- ob .Kristjánsson, 788 Ingersell St. hér í borginni, í þeim tilgangi að heiðra nýgiftu hjónin, þau Mr. og Mrs. Carl Thorlaksson. Einar P. Jónsson setti samkvæmið með fá- einum orðum og skýrði tilgang þess. Tók Steindór kaupmaður Jakobsson þá við veizlustjórn, og bað hljóðs Mr. Ásmundi P. Jó- hannssyni, er mælti skörulega fyrir minni brúðhjónanna og af- henti þeim að gjöf vandaðan stofulampa til minja, um mót þetta. Voru þar næst sungnir ís- lenzkir söngvar, undir umsjón Jóhanns Beck. Rausnarlegar veit- Ingar voru um hönd hafðar, og skorti yfirleitt hvorki gleði né góðan fagnað. — Heiðursgestur- inn, Mr. Thorlaksson, þakkaði með fáum orðum fyrir hönd þeirt-a hjóna gjöfina, -em og heiður þann, er þeim hefði sýndur verið með samsætinu. — Að aflíðandi miðnætti fóru veizlugestir að tín- ast heim, með Ijúfar end*urminn- ingar um skemtilega kveldstund. Hallgrímskirkjan að Saurbæ. Aður auglýst............... $2.00 Séra J. A. Sigurðsson...... 1.00 Samtals .... $3.00 1 Bjó'rgvinssjóðinn. Áður auglýst.......... $3,463.43 Meðtekið frá Mrs. Rósa John- son, frá kvenfél. Síons safn. Leslie, Sask............... 25.00 $3,483.43 T. E. Thorsteinson, féh. Sunnudaginn 4. des. (Golden Rule Sunday) verða messur sem fylgir í prestakalli séra H. Sig- mar: — í Vídalíns kirkju, kl. 2.30 e.h.; að Mountain kl. 8 e. h. Báð- ar þessar messur fara fram á ensku og við báðar verður offur fyrir ‘Near East Relief”, sjóð þann fyr- ir fátæk og líðandi börn, sem á þeim degi verður lagt í af fjölda mörgum kirkjum víðsvegar um landið. Ekki verður messað á Mountain kveldið 27. nóv., sem áður var auglýst. Miðvikudaginn 30. nóv. að kvöldinu, ætlar Víkur-söfnuður að Mountain, N. Dak., að hafa af- mælissamkomu. Þá er söfnuður- ,inn 47 ára gamall. Verða þar ræður og söngvar á eftir. öllu fólki bygðarinnar er vinsamlega boðið á þessa samkomu. Aðgang- ur ókeypis og sömuleiðis veiting- ar.—Á þessari afmælishátíð safn- Jóla-óska Bréfspjöld --- ============^ ........... ....... = Mjög mikið úrval af jóla- kortum, er nú til sýnis á skrifstofu vorri. Það fer að verða tími til að minnast fraenda og vina í fjarlægðinni, ef þú hugsar Joér að senda þeim gleði- óska-skeyti um jólin. ®f)e Columfjía |Dreöð, i.tb. 695 S&rgent Ave., Winnipeg THE WONDERLAND THEATRE Fimtu-Föstu- og Laugardag ÞESSA VIKU Rm-Tin-Tin THE NIGHT CRY Special Saturday Matinee Singers and Dancers Mánu- þri!5ju- og miðviudag The Blood Ship Rookies er að koma aðarins, verður öllu viðstöddu fólki gefið tækifæri til að leggja einhverja upphæð fram til að mynda nýjan sjóð, sem nota á til viðgjörðar á kirkjunni. Mrs. Th. Thorsteinson frá Les- lie og dóttir hennar, Mrs. M. W. Magnússon frá Leslie, hafa verið í borginni nokkra undanfarna daga. Þær fara aftur heimleiðis í byrjun næstu viku. Eins og gert hefir verið. í all- mörg undanfarin ár, var almælis- dags Dr. Jóns sál. Bjarnasonar, 15. nóvember, minst með samkomu, er haldin var þann dag i Jóns Bjarna- sonar skóla. Samkoman byrjaði með guðsþjónustu, sem séra Björn B. Jónsson, D.D. stýrði. Séra Rún- ólfitr Marteinsson las kafla úr rit- gerð, eftir Dr. Jön Bjarnason, en aðal ræðumaður samkomunnar var séra Jónas A. SigurSsson. Söng- flokkur skólans söng nokkur lög og systurnar ósk og Signý Bardal spiluðu á píanó. Samkoman var bæði uppbyggileg og ánægjuleg og endafii hún með því að allir sungu sálmaversið: “Son guðs ertu með sanni.” WALKER Canada’s Finest Theatre WBD, MAT. NŒSTU VIKU SAT. MAT. A New Edition THE FIRST RETAL 3 OLD COUNTRY PANTOMIME 11 r llf songs-comedy 11 r 111 WEWX SPECIALTIES ncn SŒTA SALA NU Kveldin 50c til $2.00 Laugard. Mait. 25c tU $1.50 Miðv. Mat. 25c til $1-00 10% Tax að auki. GJAFIR til Jóns Bjarnasonar skóla. Mrs. Ásdís Hinriksson, Gimli 5.00 Vinkona skólans, Gímli .... 3-°° Vinur skólans, Gimli ......100.00 Rev. Jóhann Bjarnason, Árborg, ................ 10.00 Elías Elíasson, Árborg .... 5.00 Mrs. R. Eggertsson, Wpeg. 1.00 Mrs. Haf liðason, Árborg .. 1.00 Vinkon skólans, Minneota.. 5.00 Biblíulestrarfélag St. Páls. safnaðar, Minneota, ..,.. 10.00 H. B. Hofteig, Cottonwood, Minn. . .............. 10.00 S. S. Hofteig, Cottonwood, Minn., ................. 5.0° Með beztu þökkum, S. W. Melsted féh. Mr. og Mrs. H. Anderson Mr. og Mrs. T. S. Arason Mrs. Sigríður Helgason.. Mr. og Mrs. G. Ruth .... Mrs. Ingibjörg Sveinson. . Mr. og Mrs. Th. I. Hall- grímsson ............... Mr. og Mrs. Th. Swainson Mr. og Mrs. G. Bjarnason Mr og Mrs. S. Guðbrand son _____.............. Mrs. Thorunn Ólafson . . Mr. og Mrs. Ari Swainson Mr. og Mrs. Páll Friðfinns son ................ Mr. og Mrs. Conrad Nord- man ................. Mr. og Mrs. O. Stefansson Mr. H. Stefansson ...... Mrs. Gudrun Stevenson. Mr. og Mrs. Jónas Ander son .................. Mrs. G. Sigurdson ...... Mr. og Mrs. H. ísfeld . Mr. og Mrs. H. B. Hall grimsson .............. Mr. Andrés Walterson . Mr. Björn Walterson ... Mr. og Mrs. M. Gunnlaug son ............. Mr. og Mrs. Páll Anderson Mr. og Mrs.G. Sveinson. Guðbrandson Bros........ Mr. og Mrs. S- Dunning. Mr. og Mrs. A. Oliver . Mrs. Sigrún Johnson ... Mrs. Arnleif Johnson ... Mr. og Mrs. S. B. Gunn- laugson, ................ 2.00 2.00 1.00 1.00 1.00 1.00 1.00 1.00 1.00 1.00 1.00 1.00 1.00 0.50 0.50 Bazaar verður haldinn að St. Benedikt barnaheimilinu í Árborg, Man. heimilinu til styrktar, hinn 7. til 10 desember, að báðum þeim dögum meðtöldum. Barnastúka Heklu og Skuldar býður öllum börnum, sem tilheyra barnastúkunni, að koma á næsta fund. Hafa börnin nýverið keypt þpjá “games” og á að kenna þeim að leika þá á næsta fundi, föstu- dagskveldið kl. 7. Gleymið ekki tímanum og komið öll. M ál f unda félagiS heldur fund næsta sunnudag á sama stað og tíma um sama efni og sunnudaginn var: “The Social General Strike.’1 Þetta málefni þótti svo þýðing- armikið og nýstárlegt að félags- menn vildu halda því áfram á næsta fundi. Komið og hlustið á stórt málefni og segið álit yðar ef þér viljið. , S. Benediktsson. TIL BETEL Cypress River, Man. 18, nóv. 1927. Safnað af kvenfélagi Frikirkju- safnaðar, Brú, P.O. Úr Blómsveigasjóð kv.fl... $25.00 B. Walterson .............. 25.00 Mr. og Mrs. S. Landy .. 10.00 Mr. og iMrs. J. Walterson 5.00 Mr. og Mrs. M. Nordal.. 5.00 Mr. og Mrs. B. Anderson 5.00 Kjósið til Skólaráðsmanns í 2. kjördeild A, V. ASHLEY Chartered Accountant Hann hefir átt heima í Winnipeg í 25 ár og meir en 20 ár í 2. kjördeild. Hann las lög í æsku, en varm í fjár- máladeild Winnipeg bæjar frá 1903-1 1 að hann sagði af sér stöðu sinni til að gerast yfirskoðunarmaður. Skóla- mál ber hann mjög fyrir brjósti, og leggur sig fram til að gera sem bezt fyrir ína deild, ef hann verður kosinn. Merkið atkvæða seðla yðar þannig: ASHLEY, A. V. 1 SALA Á BÆNDAVÖRUM. Tveir megin drættir og aðvörun. Á “Produce Merchant Act” Saskatchewan fylkis eru tveir megin drættir, sem bændurnir ættu að kynna sér vandlega. Fyrst og fremst verður sá, sem verzlar með búsafurðir, að hafa leyfi frá stjórninni, og í öðru lagi, verður hann að hafa trygg- ingarskjal (Bond), sem búnaðarráðherrann samþykkir. Það, sem lögin eiga við með “Produce”, er: öll bændavara, nema mjólk, rjómi og komtegundir og nautgripir, þegar þeir eru seldir á opinberum stöðum (public stóck yard) í Saskatchewan. Og “Produce Merchant” er: Sérhver sá maður, sem sjálfur gerir það að sínu aðal- starfi eða lætur vinnufólk sitt eða umboðsmenn gera það, að kaupa og selja bændavöru, eða tekur við henni til um- boðsölu, eða í vöruskiftum frá framleiðanda. Á þessum tíma árs, sérstaklega, þegar svo mikiS er selt af alifuglum, bæði lifandi og verkuðum, þá varar stjóraar- deildin alla, sem þetta varðar, við því að eiga kaup við aðra en þá, sem ábyggilegir eru, og gæta sín fyrir umferðar kaupmönn- um, sem bjóðast til að borga að eins nokkra hluti verðsins út í hönd, að þeir borgí fult markaðsverð; og einnig eru menn á- mintir um að lesa vandlega prentaðar leiðbeiningar, hveraig beri að senda vörurnar. “The Produce Merchant Act” er und- ir umsjón Provincial Market Commissioner, Department of Agriculture, Regina, og til hans ber öllum að snúa hér viðvíkj- andi upplýsingum. Department of Agriculture, Regina. W. WALDRON, Co-operation and Markets Com. ... Viljum fá 50 Islendinga—— Kaup $25. til $50. á viku. purfum 100 íslenzka menn, sem læra vilja að gera við bila, dráttar- vélar og aðrar vélar og rafmagnsáhöld. Vér kennum einnig nakaraiðn, og annað, sem þar að lýtur. Einnig að leggja múrstein og plastra. Hátt kaup og stöðug vinna fyrir þá, sem ltera hjá oss. Til þess þarf aðeins fáar vikur. Skrá, sean gefur aJlar upplýsingar faest ékeypis. EJck- ert tekið fyrir að ráða men,n I vlnnu. Skrifið á ensku. HEMPHILLS TRAOE SCHOOL LTD., 580 MAIN STREET, WINNIPEG Útibú—Regina Saskatoon, Edmonton, Calgary, Vancouver, Toronto og Montreal. Einnig í bæjum í Bandaríkjunum. $105.00 Innilega þakkað, /. Jóhannesson, féhirðir. 675 McDermot, Wpg. RO S F TheatreJCf Fimtu- föstu- og laugardiag þessa viku Perch of the Devil Mae Bueh og Piat O’Mallay Einnig Buck Jones I 30 Below Zero Comedy—Fahle Stage Attractions Siaturday. Mánu- þriðju- og Miðvikudag. Jeta Tuoel I in White Cold RISKY BUSINESS Vera Reynolds Comedy—News WONDERLAND. Þeim sem eitthvað þekkja til sjómensku mun þykja mikið til koma að sjá kvikmyndina “The Blood Ship”, sem nú er sýnd á W)onderland leikhúsinu, og þeir sem ekkert þekkja til sjóferða, geta af þessari mynd fengið all-ljósa hugmynd um sjóferðir, og um 9kipstjórana, sem sjálfir halda að þeir séu fullkomlega einvaldsherr- ar í sínu ríki. Nokkrir ágætir leik- arar taka þátt í þessttm leik, svo sem Hobart Bosworth, Jacqueline Logan, Richard Arlen o. fl. WALKER Véf 'iöfum einmitt kolin, sem h«íi,ta yður bezt. Ný kol rétt komin úr námunum. Mikilð Wtamagn. Höndluð með kvtslum avo mylsnan verður eftir. Fullvii-ði pen- inganna. Símið oss hvað þér viljið. • | ARCTIC Aladdin. Aðgöngupmiðar eru nú til sölu fyrir hinn góðkunna leik Aladdin, sem leikinn verður í Walker leik- húsinu á mánudagslkveldið 28. þ. m. og verður þar að eins í viku. Aðal leikendurnir eru þeir sömu eins og leikið hafa hér áður í þessum leik, svo sem Dave Lee, Fred Walgust, Bertha Russell, Molly Malteno,Lillian Barnes og Florence Cameron. Leikurinn er hinn sami og áður, en þó eru ýms- ir nýir söngvar og dansar, sem fólkið í Winnipeg hefir ekki áður heyrt eða séð. Leikurinn verður sýndur síðari hluta dags á mið- vikudag og laugardag og á hverju kveldi alla vikuna. Þrjú önnur ensk leikfélög, leika áður en langt líður í Walker leik- húsinu og verður þeirra síðar get- ið hér í blaðinu. “Það er til ljósmynda smiður í Winnipeg” Phone A7921 Eatons opposite W. W. ROBSON 317 Portage Ave. KennedyBldg ÞJOÐLEGASTA Kaffi- og Mat-sölnhúsið sem þessi borg hefir nokkurn tima haft innan vébanda sinna. Fyrirtaka máltlöir, akyrk pönnu- kökut, rullupyisa og þjóCrieknia- kaffl. — Utanbæjarmenn fá sé. ávalt fyrst hressingu á WEVEIi CAFE, 692 Sargent Ave Sími: B-3197. Rooney Stevens, eigandi. BUCKLET’S HÓ.STAMEÐAE Bezta og sterkiasta mieöahð við hsta, ikvefi, hryglu I lungnapípun- um, klghósta eða LaGrippe.—Uækn- ar strax og vinur á kvefinu eftir fá- einar inntökur. — Flaakan 76c. THE SARGENT PHARMACY, LTD. Sargent & Toronto - Winnipeg Slmi 23 455 Fiskimenn! Umboðssala á þíðum oj? frosnum fiski verður bezt af- greidd af B. METHUSALEMSON, 709Grenl W«il PermanenfBld^. Phones: 24 963 eða 22 959 KOL KOL! KOL! ROSEDALE KOPPERS AMERICAN SOURIS DRUMHELLER COKE HARD LUMP 1111111111111111 Thos. Jackson Si Sons COAL—COKE—WQOD 370 Colony Street Eigið Talsímakerfi: 37 021 POCA STEAM SAUNDERS ALLSKONAR LUMP COAL CREEK VIDUR LINGERIE VERZLUNIN 625 Sargent Ave. Látið ekki hjálíða að líta inn í búð vora, þegar þér þarfnist Lingeri* eða þurfið að láta hemistitcha. Hemstitching gerð fljótt og vel. lOc Silki. 8c.Cbtton Hár krullað og sett upp hér. MRS. S. GUNNIjAUGSSON, Elgaurfl Taltími: 26 126 Winnipeg Garl Thorlaksson, Úrsmiður Við seljum úr, klukkur og ýmsa gull- og ■ilfur-muni, ódýrar en flestir aðrir. Allar vörur vandaðar og ábyrgðar. Allar pant- anir með pósti afgreiddar tafarlau.t og ná kvsmlega. Sendið úrin yðar til aðgerða. Thomas Jewelry Go. 666 Sargent Ave. Tals. 34 152 Á SŒDAL PAINTER and DECORATOR Contractor Painting, Paperhanging and Calsomining. 407 Victor St. Phone 34 505 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone A-6545 Winnipeg 152£2SHSa5a5HSH5H5HSHSHSH5H5HSa5H5H5a5HSasasaSHSH5HSM A Strong, Reliable Business School / * MORE THAN 1500 ICELANDIC STUDENTS HAVE ATTF.NDED THE SUCCESS BUSINESS COLLEGE OF WINNIPEG SINCE 1909. It will pay you again and again to train in Win- nipeg where employment is at its best and where you can attend the Success Business CoIIege whose graduates are given preference by thousands of em- ployers and where you can step right from school into a good position as soon as your course is finished. The Success Business College, Winnípeg, is a strong, reliable school—ita superior service has resulted ln its annual enrollment greatly exceeding the combined yearly attendance of all other Business Colleges in the whole province of Manitoba. Open all the year. Enroll at any time. Write for free prospectus. Meyers Studios 224 Notre Dame Ave. Allar tegundir Ijós- mynda ogFilms út- fyltar. Stœrsta Ljósmyndastofa í Canada Exchange Taxi Sími 30 500 $1.00 fyrir keyrslu til allra staða innan bæjar. Gert við allar tegundir bif- reiða, bilaðar bifreiðar dregnar hvert sem vera vill. Bifreiðar geymdar. Wankling, Millican Motors, Ltd. C. J0HNS0N hefir nýopnað tinsmlðaverkstofu 18 675 Sargent Ave. Hann ann* ast um ait, er að tinsmíði lýtur o§ leggur sérstaka áherzlu á aCgerðn, á Furnaoes og setur inn ný. Sann- gjarnt verð, vönduð vinna og lip- ur afgreiðsla. Sími: N-0623. Heimasími — N-8026. Rose Hemstitching 8 Millinanf Gleymið ekkl að á 804 Sargent Ave. fást keyptir nýtízku kvenhattar. Hnappar yfirklæddir. Hemstltching og kvenfatasaumur gerður. Sérstök athygli veitt Mail Ordera. H. GOODMAN. V. SIGURDSON. BlómadeildÍD Nafnkunna Allar tegundir fegurstu blóma við hvaða tækifæri sem er, Pantanir afgreiddar tafarlaust Islenzka töluð i deildinni. Hringja má upp á sunnudög- um B6151. Robinson's Dept. Store, Winnioeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.