Lögberg - 29.12.1927, Blaðsíða 2

Lögberg - 29.12.1927, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. DESEMBER 1927. BS2SS52SES2S2SH55SHSZ5asa52SHSaS25aS2Sa5HSZ5aSa5HSaSE5asaSHSHS25^SaSBSiaa HSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSHSaSHSHSHSHSHSHSHSHSHSaSHSHSHSaSHSHSaSHSasaSHSHSHSHSHSHSHSHSHSPSi SOLSKIN SHSHSHSHS?6; SHiitSHS2SHSH5H5HSHSHSH5HSHSH5HSH5HSESHSHSH5H5HSH5HSHSHSHSHSHSrlbHhHí 5HSHSHSHSHSHSHSH5H5H5HSH5HSHSH5HSH5HSH5HSH5HSHSHSHSHSHSHSH5HSHSH5HSH5HSHSHSHSHSH SHSHSHSHSHSHSi Ó, FAGURT ER A FRÓNI. Ó, fagurt er á Fróni, um fjöll og dal og sund, er árdagsleiftur loga um ljósan himinboga frá sól og sumarstund., og fuglar frjálsir syngja í frjóum birkilund og faðmast fíflar Ijósir og fagurleitar rósir á grænni blómagrund, og svanir sætan kvaka við sólgylt vötnin blá, og þokuband sig bindur, sem bæri léttur vindur um bjarta jökulbrá. KENNINGIN HANS AFA. Veturinn var byrjaður. Kaldur norðanvindur- inn næddi um bert trjálimið og feykti bleikum lauf- blöðum í hringiðu fram undan sér. Loftið var grátt og þrútið og var að smá hreyta úr sér snjókornun- um, sem féllu hægt og líðandi niður og breiddu sig yfir jörðina. Horfið var sumarið og söngifuglinn og hið ilmandi skraut jarðarinnar. Alt var það horf- ið, og í þess stað var kominn veturinn. Veturinn, með erfiðleikana og alvöruna. Hina bláköldu al- vöru, sem enginn nema einstæðingurinn og fátæk- lingurinn þekkir. Hann Nonni litli var hvorki fátækur né alvöru- gefinn. Hann var nú líka ekki nema átta ára gam- all. Hanni fékk nóg að borða og átti falleg föt að fara í á sunnudögum, og Nonni áleit sig ríkan og sælan dreng. Það var nú öðru máli að gegna með hana Siggu. auminginn hún Sigga! Hún var svo ósköp mögur, af því hún fékk ekki nóg að borða, og svo var kjóll- inn hennar svo afskaplega bættur. Pabbi hennar var dáinn, og mamma hennar hafði ofan af fyrir þeim með saumavinnu. Þær leigðu herbergi í hrör- legu húsi á sama stræti sem Nonni bjó á. Nonnij var guði þakklátur fyrir það, að hann átti bæði föður (og móður, og þar að auki afa og ömmu. Hann átt líka systir, sem hét Dóra, en hún var bæði lítil og rellin, og grét þau óskðp. Nonni reyndi að vera þolinmóður við hana, og þagga niðúr í henni, þegar hún grét sem mest, en þá versnaði það oft um helming. Hann komst því fljótt að þeirri niðurstöðu, að drengir væru betri en stúlkur, því ekki mundi hann eftir að hann hefði nokkurn tíma látið svona. Það var enginn kátari en hann Nonni, þegar að snjórinn kom. Því að, var ekki snjórinn sendiboði jólanna? Fallegur og hvítur var hann. Alveg eins og sykrið á jólakökunum. Á jólunum fór Nonni| litli líka alt af að heim- sækja afa og ömmu. Hún amma hafði líka þann urmul af kökum og jólabrauði, og enginn kunni fleiri sögur að segja, en hann afi. Þær voru þó heldur kynlegar sumar þerra. Til að mynda hafði afi hans sagt honum einn daginn þegar snjóaði mikið, að nú væru þvottakonurnar í skýjunum að þvo, og þetta, sem við köllum snjó, væri bara sápu- froðan, sem rynni niður barmana á þvottakerunum hjá þeim. Nonna fanst líka töluvert sápubragð að snjónum. t Afi átti lítið lestrarherbergi, og sat þar stund- unum saman. Nonna fanst að hann vera kominn inn í kirkju, þegar hann var kominn þangað. Afi hans var þar fremur alvarlegur og alt af með nefið niður í bókum, og sagði honum engar kynjasögur. Inni í herberginu var eitt stórt borð, með mörgum skúffum, stór bókaskápur, sem var smíðaður inn í vegginn, og tveir stólar. Á veggjunum voru tvær myndir, önnur var af Kristi krossfestum, en hin af Jóni Sigurðssyni. Þetta voru mennirnir, sem afi hans hélt mest upp á og þótti öllum öðrum fremri. Hann var vanur að taka í hendina á Nonna og leiða? hann fram fyrir þær og gefa honum heilræði. — “Þessi maður,” sagði afi hans við hann, "er guðs- sonur. Hann elskaði okkur svo mikið, að hann kom niður á jörðina til að hjálpa okkur, og hann lét deyða sig á krossi vor vegna. Hann átt þú að elska og sýna ensku sína í því, að segja ávalt satt og hjálpa þeim, sem bágt eiga, hvort heldur það er maður eða skepna. — Svo sneri hann sér að hinni myndinni og hélt áfram: “Þenna mann átt þú að virða. Hann frelsaði ættjörð sína, land feðra þinna. Hann var maður, sem elskaði sannleikann og þoldi ekki, að sjá þjóð sinni misboðið*. Islendingar minn- ast hans með lotnngu, og mundu eftir því, Nonni minn, að þið eruð nafnar.” Nonni litli vildi. reyndar vera góður og mikill maður og þjóðar sómi, en hann langaði ósköp mikið til að eignast kistilinn, sem að afi hans geymdi und- ir rúminu sínu, sem var fullur af rúsínum og alls- konar sætindum. Það var auðséð, hvað hann var glaður, þegar þeir nálguðust kistilinn. Leyndarmál liggja þungt á sumum, en því var nú ekki þannig varið með hann Nonna og hana Siggu. Þau ætluðu hvorki meira né minna, en að1 verða hjón, þegar þau væru orðin stór. Sigga þekti engan dreng, sem var eins góður og hann Nonni, og Nonni þekti enga stúlku, sem var eins fátæk og hún Sigga, svo það væri bezt fyrir hana að eignast ríkan mann. Það var nú farið að líða til jóla. Það var kom- inn 18. desember. Veður var bjart og frostlítið. Nonni litlil var farinn út með sleðann sinn til að leika sér við hana Siggu. Það var ekki langt þang- að til að hann væri kominn aftur. Hann settist niður þegjandi á stól úti í horni og var heldur niðurlútur. Móðir hans tók eftir því og sá, að hann var að gráta. “Nú, hvað gengur að þér, Nonni minn?” spurði hún. — “Það er hún Sigga,” sagði, hann loksins með grátstaf i kverkunum, hún á víst að fara á barna- heimilið. Mamma hennar hatfði veikst og er nú dáin úr einhverri bólgu. Eg bauð Siggu að eiga sleðann minn, en hún tók ekki minstu vitund eftir því. Hún situr hágrátandi inni hjá henni gömlu Þórunni og kallar á mömmu sína. “Veslings-barnið,” sagði móðir hans. “Komdu nú, Nonni minn, og hættu að gráta. Guð hjálpar henni iSiggu litlu, það máttu vera alveg viss um.” Um kvöldið, þegar allir voru háttaðir, lá Nonni litli vakandi í rúminu sínu og var að hugsa um hvernig hann gæti hjálpað henni Siggu litlu. Hon- um hrylti við barnaheimilinu og það var alveg ó- hugsandi, að Sigga þyrfti að fara þangað. Hann var búinn að biðja Guð að frelsa hana frá þeim ósköp- um. Hann var ekki alveg viss um, hvort að Guð mundi nú verða við þessari bón sinni. Svo fór hann að hugsa um þennan Jón, sem afi hans hafði svo oft sagt honum af. Gaman væri nú að vera mikill mað- ur eins og Jón. Auðvitað var Kristur mikill maður líka, en menn geta líkst Kristi, en ekki gjört alt það sem hann gjörði. Jón var maður eins og aðrir menn, og að hugsa sér það', að hann skyldi heita sama nafni, það var nú ekkert smáræði. Alt í einu leit Nonni hugfanginn upp og sagði í hálfum hljóð- um: “Eg skal reyna það.” Bvo fór hann að sofa< Næsta dag, var amma hans heldur en ekki hissa að sjá hann standa fyrir framan dyrnar hjá sér. — “Já, þú kemur rétt mátulega, Nonni minn,” sagði hún, “eg hefi verið að baka jólabrauðið í dag; en það færð þú ekki að smakka fyr en á jólunum. Eg hefi hér samt fáeinar sykurkökur, sem þú mátt gæða þér á.” “Þakka þér fyrir, amma mín,” sagði Nonni, "en eg verð endilega að tala við afa og þig, áður en eg geta borðað nokkuð.” — Amma hans leit hálf-undr- andi á hann og sagði svo í góðlegum róm: Kallaðu þá á hann afa þinn, og segðu honum að koma inn í eldhúsið.” Nonni var hálf vandræðgalegur, þegar hann ætl- aði að gera grein fyrir erindi sínu. Hann leit á afa og ömmu þar sem þau sátu og biðu róleg eftir að heyra, hvað hann( hefði að 'segja. Loksins stundi hann upp: “Eg vildi tala við ykkur um hana Siggu. Hún á svo óskðp bágt. Mamma hennar er dáin, og eg held það eigi að fara með Siggu á barnaheimilið, og eg veit að enginn verður góður við hana þar, því kjóllinn hennar er svo bættur. Mér dat í hug—” hér hikaði Nonni sér ofurlítið — “að ykkur þætti kannske gaman af að hafa litla stúlku, það er svo gaman að henni Siggu á stundum.” Afi og amma sátu bæði grafkyr, og horfðú hvort á annað undrandi augnaráði. Hefði jörðin opnast, hefðu þau ekki orðið meira hissa en við þessa uppá- stungu hans Nonna. “Eg held við séum of gömul til þess að hugsa um litla stúlku,” sagði afi hans; “svo mundi henni leið- ast hjá okkur.” “Ekki held eg það nú,” sagðí Nonni og var held- ur glaður á svip; “hún sem var alt af alein heima og hafði ekki nema köttinn að leika sér við. Hún getur þá komið með köttinn með sér.” “En, Nonni minn,” sagði afi hans alvarlegur, “hvað kom þér til að biðja okkur um þetta?” Nonni litli varð hálf feimnislegur og horfði niðúr fyrir sig. “Það er af því mig langar til að líkjast mönnunum, sem þér þykir vænt um, afi minn.” L. B. B. RÁÐNING GATUNNAR í SÓLSKINI. Wynyard, Sask.,. 21. nóvember 1927. Litli rauði dvergurinn, er mannstungan, og fílabeinsrimlarnir eru tennurnar. Vængjahurðirn- ar meina varirar. Næsti nágranni, er nefið, sem heyrist aldrei í nema þegar maður sefur og hrýtur. Bræðurnir tveir, lengra uppi í fjallshlíðinni, eru augun; þunnu blæjurnar, sem falla niður fyrir dyrn- ar, eru augnalokin; kristallshurðirnar eru gleraug- un, sem notuð eru þegar augun verða sljó eða veik, Dvergarnir sitt hvoru megin við litla, rauða dverg- nn eru eyrun. Konungurinn lagt inni í landinu þar sem þetta gerist, er mannsheilinn. Virðingarfylst, Edna Bjarnason, 12 ára. Piney, Man., 25. nóvember 1927. Kæra Sólskin:— Litli, rauði dvergurinn, sem getið var um í Sól- skini seinast, er tungan. Tungan getur gert mikið ilt af sér, þegar menn tala illa. Tungan er heimur fullur ranglætis. >— Við sjáum á íslenzku sögunum, og annara landa sögum, að tungan hefir oft verið orsök að ógurlegum stríðum. Tungan getur eyðilagt góð heimili með því að spilla á milli hjóna, foreldra og barna, og systkina og annara vina. Þetta er alt voðalega ljótt. — Konungurinn lætur litla rauða dverginn gera þetta. Konungurinn er hugurinn. — Kristur sagði: Hví hugsið þér svo ilt í yðrum hjört- um. Mikið af slæmu umtali sprettur af öfund. Við eigum öll að temja okkur að hugsa fallega og biðja Guð að hjálpa okkur að breyta við aðra, eins og við viljum að aðrir breyti við okkur. Margrét Freeman, 14 ára. DAUÐASTRÍÐ A MICHIGANVATNI. Blöðin fluttu merkilega hreystisögu árið 1906, af nítján ára gömlum unglingi, sem Edwin A. Crolins hét. Ásamt fjórum öðrum mðnnum var hann í skemti- báti á Michiganvatninu. Þegar komið var undir kvöld og farið að dimma, skall á ofsaveður, og vatn- ið varð úfið eins og reginhaf. Eftir langan hrakn- ing hvolfdi bátnum, en allir mennirnir gátu haldið sér í hann. Klukkutími leið eftir klukkutíma og þeir voru aðfram komnir af kulda og þrejdu. Um miðja nótt sýndist þeim ljósi bregða fyrir í fjarlægð. Þeir kölluðu eins hátt og þeir gátu, en stormurinn kæfðf hljóðin og Ijósið hvarf. Þá hrakti til suðurs og loks sáu þeir eins og daufan glampa; héldu þeir að það væri birtan af ljósunum í Chicago, og mundi vera hér um bil tvær mílur í burtu. En enginn þessara manna var góður sundmað- ur; þeir treystu sér því ekki til að synda í land, sér- staklega vegna þess hvað þeir voru orðnir þrejrttir, kaldir ogj þjakaðir. Loksins bauðst Crolius til þess að reyna að synda í land til þess að fá hjálp. Hinir margbáðu hann að fara ekki, en hann fór samt og sagði, að betra væri að einn fórnaði lífi sínu í tíma, heldur en an þeir færust allir. Svo lagði hann af stað, Eftir hálfa aðra klukkustund komst hann á land í Chicago^ svo þjakaður, að honum var ekki hugað líf. Tafarlaust var farið af stað að bjarga hinum mönnunum, og komust þeir allir af. Eg var í Chicago, þegar þetta skeði, og var mikið rætt i blöðunum um afreksverk og hugrekki Croliusar. Síðan, hefir sagan verið prentuð í Book of Knowledge, og er þar rétt að öðru lejrti en því, að þar er sagt að hann hafi verið eina klukkustund á sundinu, en hann var hálfa aðra. Sig. J. Júl. þýddi. LEIKIR. I— í þessum leik og o. s. frv. En eftir . Eins margir getal tekið þátt vilja. Allir telja 1, 2, 3, 4, 5, 6 6 segja allir “hó!” í staðinn fyrir 7, og þegar kem- ur að 14 og 21 og 28, þá segja allir líka “hó!” í stað- inn fyrir iþá tölu; það er að segja: í staðinn fyrir sjöundu hverja tölu, segja allir: “hó!” Ef einhverjum fipast og hann segir stafinn, sem hann má ekki nefna, í staðinn fyrir “hó!”, þá verður hann fyrir sekt. Þetta getur verið sérlega fjörugur leikur. II— í þessum leik geta eins margir verið og vilja. — Einn af leikendunum velur sér orð í huganum og segist vera að hugsa um orð, sem rími á móti orði, sem| hann tiltekur. Hann segir t. d.: “Eg er að hugsa um orð, sem rímar á móti rót.” Hver leikandinn fyrir sig á að geta til hvert orðið sé. Einn segir t.d. f “Er það orð, sem ljótt er að aegja?” “Nei,” svarar hinn, “það er ekki blót.” “Er það nafn á nokkru, sem við þurfum, þegar gat kemur á buxurnar okkar?” “Nei,” segir hinn, “það er ekki bót.” Þá segir einn enn: “Er það nokkuð, sem renn- ur?” “Nei,” svarar hinn, “það er ekki fljót.” Enn þá segir einn: “Það er ekki grjót?”....... Enn segir einn: “Er það nokkuð, sem er hart?” “Nei,” svarar hinn, “það er ekki grjót.” Þá segir einn: “Er það orð, sem notað er, þegar fólk kemur saman?” “J á” svarar hinn, “það er mót. Með þessu er leikurinn búinn, og svo er byrjað aftur. III— Þessi leikur er kallaður “Þrándur í Götu” og getur verið sérlega skemtilegur. Hann gefur tæki- færi til þess að sýna, hversu dugleg þið eruð til þess að komast jrfir erfiðleika. Þessi leikur er innifalinn í því, að þið hlaupið öll, en einhverjar hindranir eru látnar í veginn fjrrir ykkur hér og þar, og þið eigið að reyna ykkur á því, hvert ykkar er duglegast að komast áfram. Mark er sett, sem þið eigið að reyna að komast að, og sá vinnur leikinn, sem þangað komst fyrst. Margar hindranir mega vera á leiðinni, og við köllum þær “Þránda í Götu.” Ekki má hafa neitt til þess, sem hætt er við að þið getið rneitt ykkur á. Fyrst má hafa botnlausa tunnu á hliðinni, til þess að klifra yfir; svo( má hafa tóma botnlausa poka, þanda út með( gjörðum, sem á að skríða í gegn um, og á þriðja staðnum má reisa upp skrif- 8pjöld á rönd.. Við spjaldið á að vera pundinn griff- ill, og með honum á hver leikendanna að skrifa setn- íngu, sem áður er tiltekin, og númerið sitt í staðinn fyrir nafnið sitt. öllum leikendum er gefið sérstakt númer, áður en leikurinn byrjar. IV— Þessi leikur heitir: “Káti málarinn”. Maðurinn er innan í hring af krökkum, sem raða sér þennig, að þau eru tvö og tvö saman og haldast í hendur; hringurinn verður því tvöfaldur. Þau ganga hratt *— alt af í hring — og syngja hátt þessa vísu: “Hann Magnús gamli málari var mesti heimsins galgopi, með hveiti poka í hendinni og hina uppi á trektinni; og vatnið hvein og hjólið sveif; í hveitipokann Magnús þreif.” Um leið og seinasta orðið er sungið, skifta leik- endurnir um þannig, að þeir, sem voru að utan i hringnum, færa sig áfram hver um sig, þar sem sá næsti var að innanverðu í hringnum, en sá, sem þar var, fer þangað sem hinn var áður. En málarinn, sem er innan í hringnum, reynir að komast þangað, sem einhver hinna var, og ef honum tekst það, þá verður sá, sem staðnum tapaði, að verða málari og fara inn í hringinn. Þar verð- ur hann að vera þangað til hann getur þrifið burt einhvern annan og koimist í hans stað. S. J. J. Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical ArtB Bldg. Oor. Graham og Kenncdy Sta. PHONE: 21 834 Offlce tlmar: 2—3 Phone: 27 122 Wlnnlpe*, Manitoba. COLCLEUGH & CO. Vér leggjum eérataka Ihentlu 4 aC eelja meCul eftlr forskrlftum l«ekna. Hln beztu lyf, sem hægt er aB fá, eru notuti eingOngu. Pegar þér kómiB meB forskriftlna til vor. meglB þér vera yíbs um, aS fi rétt þaB sem Ueknirinn tekur tll. N’otre Dame and Sherbrooka Phones: 87 ISI — 17 Itl Vér seljum Glftingraleyflsbréf DR O. BJORNSON 216-220 Medicai Arts BJdg. Cor. Graham og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Offlce tlmar: 1—3. Heimill: 764 Victor 8t. Phone: 27 686 Wlnnipeg, Manitoba. DR. B. H. OLSON 21 «-220 Medioal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Ste. Pbone: 21 834 Offlce Hours: 8—{ Heimlll: 921 Sherburne 8t. Winnipeg, Manltoba. DR. J. STEFANSSON 210-220 Medical Arts Hldg Cor. Graham og Kennedy 8te. Phoie: 21 834 Stundar augrna, eyrna nef og kverka ejúkdóma.—Er aS hi/t/ta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e.h. Heimili: 873 Róiver Ave. Ttaiia. 42 691 DR. A. BLONDAL Medlcal Art* Bldg. Btundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdúma. ®r aB hitta frl kl. 10-12 t. h. og 3—6 e. h. Otfioe Phone: 22 208 Heimlll: 806 Victor St. Slmi: 28 18» Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. DR. J. OLSON Tannlæknlr 210-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy 8ta. Phone: 21 834 HelmiUs Tals.: 38 126 DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknlr 014 Somerset Block Oor. Portage Ave og Donaid 8t. > Talslmi: 38 889 Dr. Sig. Júl. Jóhannesson stundar almennar Iskningar 532 Sherbnrn St. Tals. 30 877 G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 607 Maryland Street (|Þriðja hús norðan við Sarg.) Prone: 88 072 Viðtalstími: kl. 3-7 e.h. og é Sunnudögum frá 11-12 f.h. Giítinga- og JarBarfara- Blóm meB litlum fyrirvara BIRCH Blómsali 583 Portage Ave. Tals.: 30 710 St. John: t, Rlng I THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN faL lögfrsoBlngmr. Skrifstofa: Room 811 McArthur Buildlng, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones: 26 849 og 26 840 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great Weat Permanent Building Main St. south of Portage. Phone 22 768 LINDAL, BUHR & STEFÁNS0N felenzklr lögfræöingor. 356 Moin St. Tala.: 24 963 peir hafa elnnig skrifabofur aB Lundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar aB hitta á. eítlrfylgj- andl timum: Lundar: annian hvern mlBvikudag Riverton: Fyraba fimtudag, Gimli: Fyrsba mtBvikudag, Piney: priBJa föstudag 1 hverjum m&nuBi J. Ragnar Johnson, b.i.,lib,llm. ísleazkur Iögmaður með McMnrray & McMarray 410 Electric Railway Chamber Winnipeg, Man. Símar: Skrifst. 26 821. Heima 29 014 A. G. EGGERTSSON tsl. lögfræðliigur Hefir rétt til aB flytja má.1 bæBl t Manitotoa og Saekatdhewan Skrifstofa: Wynyard, Saak. A. C. JOHNSON »07 Oonfederation Ufe Bldg. WINNIPKG Annast um íasteignir manna. Tek- ur að kér að ávaxta eparifé fúlks. Selur eldsábyrgð og bifnedBa ábyrgB- ir. Skriflegum fyrirspurnum svarað samstundls. Skrifstofueími: 24 263 Heimastmi: 33 328 J. J. SWANSON & CO. I.IMJTKD Rentili Insurance Real E 8 t at,« Mortgagei 600 PARIS BLiDG., WINNPEG. Phones: 26 349—26 340 Emil Johnson SERVIOE EI,EOTRIO Kafmaons Controctino — Allakvns rafmaonsdhöld seld. oo riO þau oert Eo *el Moffat og CcClary elda- vélor og hefi þvrr til sýnis d verk- stceOi mínu. 524 8ABGENT AVK. (gamla Johnson’s bygglagin viB Young Street, Wlnnipeg) Verkst.: 31 507 Heima:27 286 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur likkistur og annaat um út- farir. Allur útbúnaður sé. beaöL Ennfremur selur hann ollskonar minnisvaröa og legsteina. Skrlfstofu tato. 86 607 Helmllis Tals.: 68 309 Tals. 24 158 NewLyceum FhotoStudio Kristín Bjarnason eig. 290 Portage Ave, Winnipeg Næst við Lyceum leikhúsið. Holmes Bros. Transfer Co. Baggage and Furniture Moving Phone 30 449 668 Alvorstone St., Winnipeg ViÖskiftiUlendinga óakað. ^IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIf | Samlagssölu aðferðin. I Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðnr- = E afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega E E laegri verður «tarfræksluko«tnaðurinn. En vörugæðin = = hljóta að ganga fyrir öllu. Lrjú meginatriði þurfa að 5 E vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sera henni E = ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar E = vörusendingar og vörugæði. Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru S E fyrgreind þrjú meginatriði trygð. E Manitoba Co-operative Dairies Ltd. = 846 Sherbrooke St. - ; Winaipeg,Maaitoba = riillilliiiilllliiiillllllllllllllililililiiiiiiiliiiilliiililiiiiiliililiiiiiiiiiiiiiiiiiiiilllllillliirE

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.