Lögberg - 29.12.1927, Blaðsíða 8
Bls. 8.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. DESEMB<ER 1927.
Gerir bökunina þœgilega
Nú er bökunardagurinn
skemtilegur. Með Robin
Hood mjöli er hægðarleik-
ur að baka brauð, kökur
og pies.
Robin Hood
FIvOUR
ÁBYGGILEG PENINGA TRYGGING 1 HVERJUM POKA
Mr. og Mrs. Carl Frederickson
frá Kandahar, Sask. komu til borg-
arinnar skömmu fyrir jólin og ætla
þau að dvelja hér fyrst um sinn.
Mr. Guðmundur Pálsson frá
Reykjavik, Man var í borginni um
jólin og fór heimleiðis um miðja
vikuna.
Mr. Fritz Erlendsson frá
Reykjavík, Man., hefir verið
staddur í borginni nokkra undan-
fama daga.
The West End Social Club not-
ar báða sali Goodtemplara hússins
fyrir spilasamkomu sína og dans,
sem fram fer á gamlárskvöld.
Verðlaunin verða framúrskarandi
kóð í þetta sinn, fyrir þá, sem bezt
spila,—Tyrki og Gæs. Til þessar-
ar samkomu er alveg sérstaklega
vel vandað, þó inngangseyrir sé
hinn sami og verið hefir, enda býst
klúbburinn við miklu fjölmenni i
þetta sinn.
Séra Carl J. Olson flytur guðs-
þjónustu að Foam Lake i. janúar,
að Wynyard og Mozart 2. janúar
og að Kandahar og Elfros sunnu-
daginn 8. janúar.
Á jóladaginn andaðist á heimili
sínu að Brown, Man., m^rkiskon-
an Mrs. J. S. Gillies, kona J. S.
Gillies bónda að Brown og systir
Dr. Gíslason í Grand Forks og Th.
J. Gíslasonar að Brown. Hún var
56 ára að aldri og mun heilsa henn-
ar ekki hafa verið sterk síðustu ár-
in. Mrs. Giilies sáluga var ágætis-
kona og sérstaklega vinsæl meðal
þeirra er henni kyntust. Þvi mið-
ur er ekki tækifæri til að geta þess-
arar merku 'konu frekar að þessu
sinni.
Mr. og Mrs. Helgi Hornford
frá Elfros, Sask, komu hingað til
borgarinnar fyrir jólin og dvelja
hér fram yfir hátíðarnar hjá for-
eldmm Mrs. Hornford, þeim Mr.
og Mrs. J. Jóhannesson á McDer-
mot Ave.
Stúkan Hekla ætlar að halda há-
tíðlegt 40 ára afmæli sitt á Föstu-
dagskvöldið kemur 29. þ. m. i
Goodtemplarahúsinu á Sargent og
McGee St. Byrjar stundvíslega kl.
8.
Allir íslenskir Goodtemplarar í
borginni eru boðnir og velkomnir.
Einnig býður st. Hekla stúkunni
Einingunni í Selkirk að sitja með
gér þetta samsæti hefði boðið boð-
ið hinum íslenzku stúkunum líka,
ef fjarlægðin hefði verið minni.
Óskar að allir verði komnir í
sæti sin kl. 8.
Deildin Vinland C. O. F. heldur
fund f Goodtemjplarahúsinu á
þriðjudagskvöldið kemur 3. jan-
úar.. Allir meðlimir Vínlands era
beðnir að vera þar og láta það ekki
gleymast.
íslenzki söngflokkurinn, Ice-
landic Choral Society, er hr. H.
Thorolfsson veitir forystu, held-
ur æfingu í samkomusal Fyrstu
lút. kirkju, þriðjudagskveldið
þann 3. janúar næstkomandi.
Áriðandi að meðlimir mæti stund-
víslega.
Nýkomin til mín hin nýja bók
Sr. Jóns Sveinssonar
“Œfintýri á Eyjum”
Sem er áframhald af “Borgin við
sundið” og í sarna formi. Bókin
kostar $3.00 send hvert sem vill.
Pantanir afgreiddar einnig fyrir
öðram bókum sr. J. S.: “Nonni,”
“Borgin við Sundið,” “Sólskins-
dagar,” “Nonni og Manni.”
Fred Swanson.
626 Alverstone St.
Til sölu fást á skrifstofu Lög-
bergs, 2 Scholarships við einn
hinn allra fullkomnasta verzlun-
arskóla borgarinnar. Spyrjist fyr-
ir nú þegar. Það mun borga sig.
öldruð kona, þrifin og reglu-
söm, getur fengið atvinnu við
létt innanhúss störf, á góðu ís-
lenzku sveitaheimili í Manitoba.
Ef um semst, getur atvinnan orð-
ið til langframa. Upplýsingar
fást hjá ritstjóra Lögbergs.
Jóns Sigurðssonar félagið, held-
ur fund þann 4., janúar næstkom-
andi, að heimili Mrs. J. S. Gillies,
kl. 8 að kveldi. Er þess æskt, að
félagskonur láti ekki hjá líða að
sækja fund þenna.
Rétt fyrir jólin fékk eg frá ís-
landi nokkurt upplag af bókinni
“í skóla trúarinnar”, minningarrit
inu um ólafíu Jóhannsdóttur; er
bók þessi nú í snotru bandi og
kostar $1.75. Óbundna bókin er
nú uppgengin hjá mér, eins hefi
eg nú ekkert eftir af bókinni um
Sundar Singh, ea skal panta hana
fyrir þá er þess æskja. — S. Sig-
urjónsson, 724 Beverley St. Wpeg.
Gætið að þessu, börn!
$10 gefnir á sérstakri kvik-
myndasýningu fyrir á laug
ardagsmorguninn í þessari
viku kl. 10.
á
WONDERLAND
Sargent og Sherbrooke
Sýndur fyrsti þáttur af
“MELTING MILLIONS”
framhaldsleik í 10 þáttum,
þar á meðal tveir gaman-
leikir og stór mynd frá Vest-
urlandinu. Fáið coupon í dag
0g geta tvö börn notað einn
miða og borga því bara hálft
verð. Einhver heppinn piltur
eða stúlka fær $10. Það verð-
ur kannske þú. Mundu eftir
laugardeginum kl. 10 f.h.
Mr. Jóhann E. ISigurjónsson,
kennari frá Kenville, Man. kom
tii borgarinnar fyrir hátíðirnar
og dvelur hér hjá foreldrum sín
um fram yfir nýárið.
í vikunni fyrir jólin, fór austur
til Montreal og þaðan til New
York, Miss Anna Stephenson,
dóttir Mr. og Mrs. Fred. Steph-
enson, 694 Victor st„ hér í borg-
inni. Fór Miss Stephenson í
kynnisför til bróður síns, Harald,
sem dvalið hefir að undanförnu
í New York. ' Gerði hún ráð
fyrir að verða að heiman eitthvað
um 'hálfsmánaðar tíma.
Jólin í Fyrstu lót. kirkju
Gleðilegra jóla nutu margir í
Fyrstu lútersku kirkju í Winni-
peg, nú eins og oft áður. Jóla-
tréssamkoma með jólagjöfum var
haldin á aðfangadagskveldið, sem
yngri börnin tóku aðallega þátt í
og var þeim ætluð fyrst og fremst.
Á jóladaginn fór fram hátíðar-
guðsþjónusta safnaðarins, kl. 11.
Söngflokkarnir báðir, sá er syng-
ur við morgunguðsþjónustuna á
ensku og sá sem syngur við Rveld-
guðsþjónusturnar á íslenzku, voru
sameinaðir, 50—60 manns, og var
söngurinn prýðisfallegur og til-
komumikill. Prestur safnaðarins
flutti mjög vandaða og ágæta pré-
dikun út af fagnaðarerindi jól
anna. Kirkjan var ágætlega sótt
og hjálpaðist alt að tif að gera
guðsþjónustu þessa hátíðlega og
ánægjulega. Fór hún fram á ís-
lenzku. f
Á jóladagskveldið var hinn ár-
legi Concert sunnudagsskólans
haldinn. Var fólkið þá svo margt,
að hin föstu sæti í kirkjunni voru
ekki nærri nógu mörg, svo setja
varð lausa stóla, svo að segja
alstaðar, þar sem hægt var að
koma þeim fyrir Fyrst fór fram
stutt, en hátíðleg guðsþjónusta,
Dr. B. J. Brandson flutti þar er-
indi og var svo, af stórum hópi
unglinga, sungin Cantata, sem á-
gætlega var æfð og undirbúin.
Miss Þjóðbjörg Bildfell stjórnaði
söngnum og hljóðfærasveit sunnu-
dagsskólans lék á hljóðfæri sín.
Auk söngsins las Miss Theodora
Brandson; “The Promise of the
King and His coming”; Miss Hen-
rietta Thomson: “The Journey in-
to Egypt” og Norman Bergmann:
“The Story of the Clocksmith”
Fórst þeim ðllum lesturinn þann-
ig, að hann var sjálfum þeim til
sóma og fólkinu til ánægju.
Aldrei hefir það verið ljósara,
en um þessi jól, hve Fyrsti lút.
söfnuður er auðugur að ungum
kröftum. Honum tilheyrir fjöldi
af ungu og efnilegu fólki, sem er
til þess búið, að vinna honum
gagn og sóma, og hann þarf á-
reiðanlega ekki að kvíða fram-
tíðinni, því: “Ef æskan vill rétta
þér örvandi hönd, þá ertu á fram-
tíðar vegi.”
Oss fanst, að hinn mikli mann-
fjöldi, sem á jólunum sótti Fyrstu
lút. kirkju, nyti þar ómetanlegs
fagnaðar, og oss skildist, að aðal-
efni alls, sem þar fór fram, væri
hinn mikli og dýrmæti boðskap-
ur: “í dag er yður frelsari
fæddur.”
Til borgarinnar komu fyrir há-
tíðirnar, í kynnisför til foreldra'
s:nna, Mr. og Mrs. Gísli Johnson,
906 Banning Street, þau systkin-
in, Helgi og Bergþóra, og dvelja
hjá þeim fram yfir nýárið. Er
Helgi aðstoðar prófessor við há-
skólann í Toronto, en Bergþóra
skólakennari að Reston, Man.
Nýárs-kvcðja. '
Um IeiS og þetta ár er að enda
finn eg mig knúðan til að senda
hinum mörgu kunningjum mínum
fáeinar línur. Eg veit að sumir
þeirra Hggja veikir og þrá að fá
heilsuna aftur, aðrir, sem sitja
heilbrigðir og ánægðir á sínum
góðu og hlýju heimilum. Hefi eg
þetta ár ferðast um nolckrar bygðir
i Saskatchewan, Manitoba, On-
tario, og Norður Dakota og all-
staðar hefir mér verið vel tekið.
Sendi eg öllum á þessum stöðum
alúðarþakkir fyrir velvild, greið-
vikni og gestrisni, sem mér hefir
verið sýnd. Óska eg öllum far-
sældar, friðar, heilsu,' ánægju og
blessunar á komandi árinu.
Virðingarfylst,
Davíð Guðbrandsson,
737 Alverstone St.
Winnipeg. Man.
WONDERLAND.
Um leið og byrjað er áð sýna
hinn undraverða framhaldsleik
“Melting Millions,” ætlar Wonder-
land leikhúsið að hafa sérstaka
sýningu fyrir börn á laugardags-
morguninn kl. 10. Sérstakir að-
göngumiðar hafa verið prentaðir
og era þeir þannig að tvö böm
geta komist inn á einum aðgöngu-
miða og borga þau því aðeins
helming verðs. Hafa börnin tæki-
færi til að fá $10 fyrir ekki neitt.
Eitthvert þeirra fær það, en enginn
veit hver það verður.
“Melting Millions” er skemtileg
kvikmynd með afbrigðum og börn-
unum,sem koma á laugardags-
morguninn verður áreiðanlega vel
skemt.
Söngkenslustarf hr. Brynjólfs
Þorlákssonar.
Síðasta þing Þjóðræknisfélags-
ins valdi nefnd manna og kvenna
til þess að vinna að því að fá hr.
Brynjólf Þorláksson til þess að
dvelja nokkurn tíma i Winnipeg
og halda hér uppi söngkenslu fyrir
íslenzk börn og ungmenni. Er það
alkunnugt með hve miklum árangri
hann hefir stundað þetta starf
víðsvegar í bygðum íslendinga hér
vestra.
Nefndinni hefir tekist að fá hann
til þriggja mánaða starfs hér í vet-
ur. Verður byrjað á kenslunni
með byrjun næsta mánaðar. Hún
verður að öllu leyti gefin þéim, sem
hennar vilja njóta, enda verða þeir
vafalaust margir. Safnaðárnefnd-
ir beggja safnaðanna, Sambands-
safnaðar og I. lút. safnaðar, hafa
góðfúslega orðið við þeim titmæl-
um að lána sunnudagaskóla sali
sína til æfinganna. Verður fyrsta
æfingin í sal. lút. kirkjunnar á
Victor St. laugardaginn 7. janúar
og byrjar klukkan hálf fimm.
öllum íslenzkum börnum innan
þeirra aldurstakmarka. er getið er
um hér á eftir, er boðið að notfæra
sér þessa kenslu, en þess er vænst,
að þau komi .þegar í byrjun kenslu-
tímans, því að það veldur 'kennar-
anum miklum örðugleikum, ef all-
ir stunda ekki sönginn Jfcgar frá
upphafi.
Kenslan fer fram fyrir stúlkur
á aldrinum 8 til 20 ára, en fyrir
drengi á aldrinum 9 til 14 ára.
Ragnar E. Kvaran.
f. h. nefndarinnar.
WALKER.
Eftir níu ára reynslu er capt.
Plunkett áreiðanlega vel um það
fær að dæma hvað fólkinu hentar
bezt, og hvað það hefir mesta
skemtun af. Fólkið hefir jafnan
haft mikla ánægju af “The Dum-
bells” og ekki mun það hvað sízt
skemta sér við “Oo, La, La!” sem
fram fer á Walker Ieikhúsinu alla
vikuna, sem byrjar hinn 9. janúar.
Þessi leikur hefir þótt ágætur og
verið sérlega vel tekið bæði í
Bandaríkjunum og í Canada, þar
sem hann hefir verið sýndur og
pg það er engin hætta á öðru en
að honum verði líka vel tekið i
Wjnnipeg. Efni leiksins verður
ökki sagt hér, en fólkið ætti að
koma og sjá og heyra það sem
fram fer.
Jólagjafir til Betel. Mr. og Mrs. J. K. Einarson, Hallson, N. D $10.00
St. Paul’s Ladies Aid, Minneota, Minn 25.00
Frá kvenfél. ísafold, Minneota, Minn 25.00
Kvenfél. Melankton safn., Upham 15.00
Áheit frá ónefndum, Everson, Wash 5.00.
Concordía Luther League,
Bredenbury, 10.00
Jón J. Hornfjörd, Leslie, Sask 10.00
Kvenfél. Síons safn, Leslie, 10.00
Safnað af íslenzka kvenfélaginu
í Glenboro, eftirfylgjandi:
Mr. og Mrs. F. S. Frede-
rickson, .............. $ 5.00
Mr. og Mrs. A. S. Arason, 5.00
Mr. og Mrs. F. Frede-
rickson, .................. 2.00
Mrs. S. E. Johnson, ......... 1.00
Mrs. J. Baldwin, ........ 0.50
Ónefndur, ................... 0.50
Mr. H. J. Helgason, Sex-
smith, Alta. fstaddur í
GlenboroJ, ............... 10.00
Mr. C. J. Helgason, Sex-
smith, Alta. (staddur í
GlenboroJ, ............... 10.00
Mr. og Mrs. S. A. Anderson 5.oo
Mr. og Mrs. Theo. Jóhanns-
son, .................... 5.00
Mrs. S. Christie, ........ 5.00
Mr. og Mrs. J. S. Frede-
rickson, .................. 5.00
Mr. og Mrs. John Sigvald-
son, .................... 5.00
Mr. og Mrs. G. J. Oleson, 5.00
Mrs. H. H'. Johnson og fjöl-
skyldan, .................. 4.00
Mr. og Mrs. H. A. Thor-
steinsson, ‘.............. 2.00
Mr. A. S. Johnson, .......... 2.00
Mr. A. E. Johnson,......... 2.00
Rev. og Mrs. K. K. Ólafs-
son....................... 2.00
Mr. og Mrs. P. A. Ander-
son, ...................... 2.00
Mrs. C. A. Oleson, ........ 1.00
Mrs. Gaible................ 1.00
Mr. og Mrs. C. B. Jónsson, 1.00
Mr. og iMrs. Sigmar Frið-
bjarnarson................ 1.00
Mr. B. G. Mýrdal,............ 1.00
Önefndur, ................... 1.00
Mr. Otto Sigurdson........... 1.00
Mr. og Mrs. K. Friðbjarn-
arson, .................... i.oo
Mrs. K. ísfeld............. 1.00
Mrs. Th. Johnson, ......... O.50
Dr. M. Hjaltason,............ 1.00
Mr. og Mrs. J. Gillies, .... 1.00
Mrs. Th. B. Mýrdal......... 1.00
Mrs. J. M. Sordal ......... 0.50^
Mrs. G. Swanson,........... 0.50
S. S. Johnson................ 0.50
íslenzka kvenfél. í Glenboro,
Man., .................... 25.00
THE
WONDERLAND
THEATRE
Sargent and Sherbrooke
Gleðilegt nýtt ár til allra
vorra viðskiftavina.
Fimtud. Föstud. Laugard.
29., 30., 31. des.
Jack Mulhall og Dorothy
Mackaill, í
‘SMILE, BROTHER, SMILE’
einnig fyrsta partinn af
“MELTING MILLIONS”
The Wonder Serial
Immanuels Missionary Society
Wynyard, Sask........... 25.oo
Mrs. G. Anderson, Pikes
Peak, Sask., ........... 5.00
Dorkas fél. að Brú, Man. 10.00
Safnað af kvenfélaginu Baldurs-
brá, Baldur, man., sent af Mrs.
Arnbjörgu Johnson, með jbe^tu
jóla og nýársóskum.
Kvenfél Baldursbrá,.......$10.00
C. Benedictson.............. 10.00
Mrs. Arnbjörg Johnson, .. 10.00
Mr. og Mrs. Sigurður Slkar-
da!...................... J.ölo
Mr. og Mrs. Markús John-
son, ..................... 5.00
Mr. og Mrs. G. Davidson, 5.00
Árni Jónsson, ............... 5.00
Mr. og Mrs. John S. Björn-
son, ...................
Mr. og Mrs. Jóhann John-
son.....................
Mr. og Mrs. Tryggvi John-
son, ...................
Mr. og Mrs. Vilhjálmur
Peterson, ............. 1.00
Mr. og Mrs. Bergur John-
son, ...................... 100
Mr. og Mrs. B. T. fsberg, 1.00
Mr. og Mrs. Th. Ólafsson, 1.00
Mrs. Steinunn Berg,. .... 1.00
Mr. og Mrs. K. S. Johnson 1.00
Mrs. Veiga Jonasson, .... 1.00
Mrs. Paul Frederickson .. 1.00
Andrea Anderson, ......... 1 °o
Hoseas Josephson............. i.oo
Mrs. Walter Frederickson 0.50
Geiri ísfeld, ............ 0.50
AUs, .............. $67 00
2.00
2.00
2.00
Spil og Dans
TYRKIR og GŒSIR gefin í verðlaun. Góð skemtun
fyrir yngri og eldri í
Good Templars Hall
Laugardaginn 3 1. Des.kl.8.1 5
Byrjað að spila kl. 8.15: Byrjað að dansa kl. 8.30.
West End Social Club.
<H>00000000000000000000000000000000000000000000000000*
------------Viljum fá 50 Islendinga——
Kaup J25. til $50. á viku.
purfum 100 Islenzka nienn, sem læra vilja að gera við blla, dráttar-
vélar og aðrar vélar og rafmagnsáhöld. Vér kennum einnig rakaraiðn,
og annað, sem par að lýtur. Einnig að leggja múrstein og plastra.
Hátt kaup og stöðug vinna fyrir þá, sem læra hjá oss. Til þese þarf
aðeins fáar vikur. Skrá, sem gefur allar upplýsingar fæst ökeypis. Ekk-
ert tekið fyrir að ráða men,n I vinnu. Skrlfið á enaku.
HEMPHILLS TRADE SCHOOL LTD., 580 MAIN STREET, WINNIPEG
CJtibú—Regina Saskatoon, Edmonton, Calgary, Vancouver, Toronto
og Montreal. Einnig í bæjum í Bandaríkjunum.
Ávísun frá Mrs. G. J.
Oleson, Glenboro, Man. $117.00
Með beztu jóla óskum til gamal-
mennahælisins frá íkvenfélaginu í
Glenboro og einnig frá öllum þeim
fslendingum, sem hafa gefið í
þessi samskot. Með vinsemd og
virðingu, þín einlæg,
Mrs G. I. Oleson.
Fyrir alt þetta er mjög innilega
þakkað.
/. Jóhannesson, féhirðir,
675 McDermot, WJpeg.
Mánud., Þriðjud. Miðvikud.
2., 3. og 4. janúar
—Sérstakt Nýárs Program
LON CHANEYí
“MOCKBRY”
auk annara skemtana.
Tímarit Þjóðrœknisfélagsins.
Eg vildi vinsamlegast mælast til
að allir útsölumenn og deildir geri
fulla skilagrein og endursendi öll
óseld rit, fyrir 10. janúar næstkom-
andi, því þá fer fram yfirskoðun
bóka skjalavarðar.
P. S. Pálsson,
715 Banning St., Wpg.
/’/íí^r kaupa
Arctic kol?
No. 4.
Vegna þess að vér höf-
um vora eigin ökumenn.
Þeir era ábyggilegir,
menn, vanir sínu starfi og
skuldbundnir til að leysa
það vel af hendi. Það er
engin hætta að kaupa kol
hjá !
ADCTie
Miss Thorbj Bjarnason, L.A.B.
er dvalið hefir all-lengi að Wyn-
yard, Sask., er nu flutt til borg-
arinnar og tekur á móti nem-
endum í pianospili og hljóm-
fræði (theory), að 872 Sher-
burn St. Phone 33 453.
KOL KOL! KOL!
ROSEDALE KOPPERS AMERICAN SOURIS
DRUMHELLER COKE HARD LUMP
llllllllllllllll
Thos. Jackson St Sons
COAL—COKE—WOOD
370 Golony Street
Eigið Talsímakerfi: 37 021
POCA STEAM SAUNDERS ALLSKONAR
LUMP COAL CREEK VIDUR
SESESESESESESESESESESESESESESESESESESESHSESESESESiEJESESESESESESE,^
A Strong, Reliable
Business School
MORE THAN 1500 ICELANDIC STUDENTS HAYE
ATTENDED THE SUCCESS BUSINESS
COLLEGE OF WINNIPEG SINCE 1909.
It will pay you again and again to train in Win-
nipeg where employment ls at its best and where you
can attend the Success Business College whose
graduates are given preference by thousands of em-
ployers and where you can step right from school
into a good position as soon as your courae is finished.
The Success Business CojUege, Winnípeg, is a strong,
reliable school—its superlor service has resulted in
its annual enrollment greatly exceeding the combined
yearly attendance of all other Business Colleges in
the whole provinee of Manitoba. Open all the year.
Enroll at any time. Write for free prospectus.
BUSINESS COLLEGE, Limited
385VÍ Portage Ave. — Winnipeg, Man.
a
a
a
a
a
a
a
a
a
a
a
a
a
I
a
K
a
S5H5H5HSH5H5H5H5H5E5HSE5H5HSESE5H5E5H5H5H5H5H5H5E5H5H5H5H5H5H5H5H ^
aÞað er til ljósmynda
smiður í Winnipeg”
Phone A7921 Eatons opposite
W. W. R0BS0N
317 Portage Ave. Kennedíy Bldg
ÞJOÐLEGASTA
Kaífi- og Mat-söluhúsið
sem þossi borg heflr nokkurn tima
haft <nn.ii vébanda slnna.
Fyrirtaks máltiðlr, skyrw pönnu-
kökur, rullupýlaa og þJóðriOknUi-
kaffi. — Utanbæjarmenn fá eé.
ávalt fyrst hresslngu á
WEVEL CAFE, «92 Sargent Ave
3imi: B-3197.
Rooney Stevens, eiganði.
BUCKLEY'S HÓSTAMEÐAL
Bezta ogr sterkaata mieðaHð við
hsta, kvefi, hryglu I lungnapipun-
um, kighösta eða LaGrippe.—Lækn-
ar strax og vtaur á kvefinu eftlr fá-
einar inntökur. — Flaakan 75c.
THE SARGENT PHARMACY, LTD.
Sargent & Toronto - Wlnnipeg
Simi 23 455
LINGERIE VERZLUNIN
625 Sargent Ave.
Látið ekki hjálíða að líta inn í bú^
vora, þegar þér þarfnist Lingerie
eða þurftð að láta hemistitcha.
Hemstitching gerð fljótt og vel.
lOc Silki. 8c.Cotton
Hár krullað og sott upp hér.
HRS. 8. GUNNLACGBSON,
Talsími: 26 126 Winnipeg
Garl Thorlaksson,
Orsmiður
Við eeljum úr, klukkur og ýmsa gull- og
siliur-muni, ódýrar en fleatir aðrir. Allar
vörur vandaðar og ábyrgðar. Allar pant-
anir með pósti afgreiddar tafarlaust og ná
kvæmlega. Sendið úrin yðar til aðgerða.
Thomas Jewelry Go
666 Sargent Ave. Tals. 34 152
A. SŒDAL
PAINTER and DECORATOR
Contractor
Painting, Paperhanging and
Calsomining.
407 Victor St. Phone 34 505
DRS. H. R. & H. W. TWEED
Taimlæknar.
406 Standard Bank Bldg.
Cor. Portage Ave. og Smith St.
Phone A-6545 Winnipeg
Fiskimenn!
Umboðssala á þíðum og
frosnum fiski verður bezt af-
greidd af
B. METHUSALEMSON,
709 Greai Weat Psrnanenl Bldg.
Phones: 24 963 eða 22 959
Exchange Taxi
Sími 30 500 $1.00 fyrir keyrslu
til allra staða innan bsjar.
Gert við allar tegundir bif-
reiða, bilaðar bifreiðar dregnar
hvert sem vera vill. Bifreiðar
geymdar.
Wankling, Millican Motors, Ltd.
C. J0HNS0N
hcfir nýopnað tinsmiðaverkstafu
að 675 Sargent Ave. Hann ara>
ast um alt, er að tinsmíði lýtur o|
leggur sérstaka áherzlu á aögerðiy
á Furnaœs og setur inn ný. Sann-
gjarnt verð, vönduð vinna og lip-
ur afgreiðsla. Sími: N-0623.
Heimasími — N-8026.
Rose Hemstitching 8 Millinary
Gleymið ekki að á 804 Sargent Ave.
fást keyptir nýtizku kvenhattar.
Hnappar yfirklæddir.
Hematltching og kvenfatasaumur
gerður.
Sératlök athygli veltt Mail Orders.
H. GOODMAN. V. SIGURDSON.
Blómadeildin
Nafnkunna
Allar tegundir fegurstu blóma
við hvaða taekifæri sem cr,
Pantanir afgreiddar tafarlaust
Islcnzka töluð í deildinni.
Hriagja má upp á sunnudög-
um B 6151.
Robinson’s Dept. Store.Winnineg