Lögberg - 29.12.1927, Blaðsíða 4
Bls. 4
LÖGBE-RG, FIMTUDAGINN 29. DESEMBER 1927.
gflogbecg
Gefið út hvern Fimtudag af Tke Col-
umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
TsJ.Un.n N-0S27 og N-8328
Einar P. Jónsson, Editor
Ulanájkrih tii biaSnns:
THE (OIUIHBIH PRE8S, Ltd., Bo* 317*, Wlnnlpog. M*a-
Utanáakrift ritatjórana:
£MT0R LOCBERC, B«x 3171 Wlnnipag, M«n-
Verð $3.00 um árið.
Borgist fyrirfram
Tha "Lögharg" 1* prlntad and publlshad by
Tha Columblk Praaa, Ldmltad, in tha Colunabla
•uildlnc, ftt Sarpant Ara., Winnlpag, Manitoba.
Islenzkur stórhöfðingi.
Á það var lítillega drepið í síðasta blaði, að
komið hefði hingað til borgarinnar í jólavik-
unni, herra Hjörtur C. Thordarson, hugvits-
maðurinn og verksmiðjueigandinn víðkunni frá
Chicago, — vafalaust einn sá allra nafnkunnasti
sonur íslenzks þjóðernis, sem nú er uppi.
Hjörtur C. Thordarson er stórauðugur mað-
ur, að sögn þeirra, er bezt þekkja til, og af-
dráttarlaust lang-mestur íslenzkur atvinnu-
veitandi í heimi. Hann er djúpmentur lær-
dómsmaður, þótt lítillar hafi skólagöngu notið,
— hefir numið margt það áf lífinu og sjálfum
sér, er engin skólaganga gat veitt. Hann er,
og hefir ávalt verið, sannur fslendirugur, trúr
við uppruna og ætt. Þótt hann hafi dvalið fjar-
vistum við föðurland sitt frá harnæsku, þá mæl-
ir hann á svo hreina íslenzku, sem þá er bezt
gert á Fróni. Bókasafn á hann svo fullkomið,
ba>ði íslenzkt og enskt, að ekkert annað einstak-
lings safn í eigu íslendinga, mun komast í hálf-
kvisti við það. „
Herra Hjörtur C. Thordarson, er eigi að
eins skarpur hugvitsmaður og fésvslu frömuð-
ur. Hann er jafnframt því mannúðarmaður,
er í hrjósti her viðkvæmt kærleikshjarta. Það
hafa afskifti hans af hinum ýmsu mannúðar-
málum, fyrir lömgu leitt í ljós.
Fyrir þremur árum kom herra Thordarson
hingað til borgarínnar um jólaleytið, og gaf þá
til gamalmenna heimilisins Betel, $5,000 í jóla-
gjöf. Svndi hann eigi að eins með því rausn
mikla, heldur og jafnframt því næman skiluinig
á tilgangi og nauðsyn þeirrar ástsælu stofnun-
ar, þar semí margur farlama og ellihrumur fs-
lendingur, að löknu landnámsstriti, bíður lend-
ingtar. Thordarson er vinur gamla fólksins á
Betel. f þessari sinnu síðustu för hingað, er
nú hefir getið verið, var það hans fvrsta verk,
að minnast “gömlu harnanna“ á Betel nm jól-
in. Var hann nú enn stórtækari, en í hið fyrra
skiftið, því að þessu sinni varð jólagjöfin til
þessarar ágætu stofnunar, $10,000.
Herra Hjörtur C. Thordarson er maður,
sem íslenzka þjóðin öll, getur verið upp með sér
af að eiga að syni. Hann er djúphvggjumaður
mikill, sem jafnframt' því leggur innilega alúð
vjð mannúðarmálin, eins og höfðingsgjafir hans
tiil Betel, þær er nú hafa nefndar verið. bera
svo Ótvírætt vitni um.
Traustið lífsskilyrði.
Eftirfarandi greinarkorn rákumst vér ný-
lega á í blaði einu, og virtist oss efni þess slíkt,
að fult erindi ætti til allra manna:
ókvíðnir horfst í augu við hvað, sem að hönd-
um ber.
Alt of mörgum hættir til þess nú á dögum,
að telja sér trú um hitt og þetta, sem hvorki er
raunverulegt, né heldur getur orðið óaðskilj-
anlegur hluti af lífi þeirra. Slíkar hillingar
eru bæði skaðlegar og villandi. Hjartað er hið
eina og sanna heimkynni varanlegs trausts, —
hvergi nema þar, er hið sanna lífstré að finna.
Við einlægt trúnaðartraust, vex hverjum
manni ásmegin, persónuleikinn glöggvast, skap-
gerðin uær sínu tilætlaða fegurðarformi, um
leið og örðugleikarnir verða knýjandi hvöt til
framtaks og manndáða.”
Tíu ára ríki.
Þann sjötta þessa mánaðar, voru liðiii tíu
ár, frá því að finska ríkið hlaut fullveldisvið-
urkenningu, og var þess merka atburðar minst
með veglegum hátíðarhöldum um þvert og
endilangt landið. Bárust afmælisbarninu, “Þús-
und-vatna-landinu ’ ’, við þ(að tækifæri heilla-
óskir víðsvegar að.
Hagur hinnar endurbornu, finksu þjóðar,
var alt annað en glæslegur til að byrja með, —
fólkið fátækt og þjakað af langvarandi kúgun.
En sama reglan virðist hafa gilt um Finna, sem
hinar Skandinavisku þjóðirnar, að eldraun kúg-
unarinnar hafi stælt þá svo mjög, að ódrepandi
væru. Hið nýja þing þjóðarinnar, tók þegar
til óspiltra málanna, og kom landinu á ör-
skömmum tíma í það gott horf, að þvínær ein-
stætt mun vera í sögu mannkynsins.
Eitt meðal hinna mörgu, erfiðu viðfangs-
efna, er hin fyrsta stjórn fullvalda Finnlands,
átti við að stríða, var útrýming Bolsheviki-
stefnunnar, er Rússar höfðu reynt að rótfesta
þar af kappi miklu. Var þar við ærið raman
reip að draga, sem húast mátti við. En svo
fóru leikar, að innan tæpra tveggja ára, var
þjóðin að heita mátti órðin sameinuð á grund-
velli hins nýja lýðveldis, staðráðin í því, að
búa í friði að sínu.
Eins og) almenningi er kunnugt, fékk Finn-
land að nafninu til heimastjórn, árið 1906. Var
þjóðinni að nokkru veitt löggjafarvald, sem og
f jármálaleg ábyrgð. En þrátt fyrir það, gægð-
ist þó rússneska loppan all-víða fram, og reyndi
beinlínis eða óbeinlínis, að hlutast til um hin
og þessi löggjafarnýmæli, eða jafnvel stemma
stigu fyrir framgangi þeirra. Hið æÖsta um-
boðsvald var rússneskt, og því urðu allir að
lúta, hvað svo sem þjóðræknistilfinning lands-
manna leið. Þó voru að vísu margar háar og
þýðingarmiklar stöður, skipaðar finskum em-
bættismönnum, er kunnu glögg skil á meðferð
opinberra mála yfirleitt. Margir þessara
manna héldu áfram að þjóna emhættum, eftir
að þjóðin fékk fullveldi sitt, og hefir það vafa-
laust átt í því góðan þátt, hve stjórnarstarf-
rækslan þegar í upphafi, gekk undursamlega
vel. Fram að árinu 1917, höfðu hervarnarmál
Finnlands öll verið í höndum Rússa, sem og
utanríkismálin. Meðferð þessara heggja þýð-
ingarmiklu mála varð finska þjóðin að læra, og
má óhætt fullyrða, að henni hafi sózt námið
næstai greiðlega.
Hin margvíslegu löggjafaruýmæli Finna,
frá því að þjóðin öðlaðist fullveldi sitt, skulu
eigi hér talin. Þó má á það benda, að þegar á
hinu fyrsta lýðveldisþingi, voru afgreidd ný-
býlalög, er orðið hafa finskum almenningi til
hinnar /mestu hlessunar. Víðáttumikil land-
flæmi, er stjórnin átti, voru mæld út í smábýli,
eða heimilsréttarlönd, og seld nýbyggjum við
afarlágu verði. Myndaðist þar með á skömm-
um tíma, frjálsborin óðalshænda stétt, er að
því vann sýknt og heilagt, að rækta og byggja
upp landið.
“Það var heimspekingurinn og skáldið Leo
Tolstoy, er hélt því fram æfinlega, bæði leynt
og ljóst, að traustið1 væri óaðskiljanlegur hluti
einstakþngseðlisins, og að án þess gæti enginn
maður, ,það sem kallað, er, orðið að manni.
Enginn sá, er vantreystir öllum og öllu, get
ur nokkru sinni komist áfram í lífinu, því
traustið er undirstaða allrar velferðar.
Það er öllnm í brjóst lagið, að elska. En
varanleg ást, hlýtur á öllum tímum, að grund-
vallast á gagnkvæmu trausti. Sælukendin, er
því fylgir, að treysta einhverjum, hvað sem á
gengur og hvernig sem ástatt er, verður ávalt
og æfinlega hnossið mesta, sem unt er að öðlast
í voru jarðneska lífi.
Sérhver sá, er í hjarta sínu ber einlægt traust
til guðs og lífsins, siglir aldrei skipi sínu í
strand, hvað sem á bjátar. Jafnvel und-
ir “Svörtu loftum”, fyllir sigurfögnuður hjarta
sérhvers þess manns, er treystir á sigur rétt-
vísinnar og mannkærleikans.
Trúlaus eða traustlaus maður, er eins og
rekald í reginsjó.
Traustið er andlegs eðlis, grundvallað á
helgidómum tilfinningalífsins. Píslarvott-
arnir fomu, vom aldrei að brjóta um það heil-
ann, hverjn fórna skvldi, heldur horfðust sig-
urglaðir í augu við eld og dauða. Það era slík-
ar hetjur, sem kollvarpað hafa keisaradæmum,
og gmndvallað1 nýjar þjóðir..
Sá, sem treystir á sigur málefnis þess, er
hann hefir með höndum, getur aldrei beðið ó-
sigur. Það er traustið, einlægt og óskift, er
lyftir honum upp á örðugasta hjallann.
Lífsins stærstu sigrar, em sjaldan unnir í
einu áhlaupi, — þolinmæðin og þroskatraustið
ráða mestu um úrslitin.
Trevstið guði, treystið sjálfum yður, treyst-
ið framtíðinni. Glæðið traust yðar á trúnni,
einlægninni og réttvísinni. Munuð þér þá geta
Fjárhagur hinnar finsku þjóðar, var, eins
og getið hefir verið um, ærið þröngur til að
bvrja með. Var þó svo komið, árið 1919, eða
tveim árum eftir fullveldisviðurkenninguna,
að tekjur þjóðarinnar og útgjöld stóðust fylli-
lega á.
. Tveimur síðar, eða árið 1921, hafði stjómin
drjúgan tekjua'fgang á fjárlögum sínum. Stór-
miklu fé hefir árlega verið varið til bættra
samgöngutækja, og um þessar mundir stendur
yfir rafvirkjun Tmatra fossanna, sem búist er
við að lokið verði á öndverðu næsta ári. Unnið
hefir einnig verið næsta mikið að framræslu,
áveitum og ýmsu því öðru, er landbúnaðurinn
brýnast þarfnaðist. Til fyrirtækjá þeirra, sem
nú hafa nefnd verið, varð stjórnin að leita fyr-
ir sér um lán erlendis, og fékk fyrstu upphæð-
irnar í New York, árið 1823. Peningagengi
finsku þjóðarinnar var um þær mundir næsta
óstöðugt. En þremur árum seinna, eða 1926,
var hver einasti bankaseðll trygður að fullu í
gull.
Titnbur framleiðsla Finna, hefir farið mjög
í vöxt hin síðari ár, ag verið ein megin vöruteg-
und þjóðarinnar, til útflutnings. Þá hefir fram-
leiðsla mjólkurafurða, aukist um meira en níu-
tíu og fimm af hundraði, síðan 1913.
Frá þeim tíma, er hin finska þjóð öðlað-
ist fullveldi sitt, hafa viðskifti hennar við Rússa
farið minkandi jafnt og þétt. Flvtur þjóðin nú
út árlega, allmikið af vörum til hinna vestlæg-
ari Norðurálfuríkja, som og til Bandaríkjanua.
Freklega fimtíu af hundraði innfluttra vöm-
tegunda, kemuri frá Bandaríkjunum.
Ekki hafa þau öll elllidauð orðið, ráðuneyt-
in á Finnandi, frá því er þjóðin öðlaðist full-
fullveldis viðurkenning^ina,. Hafa alls átján
stjórnir setið að völdum þar í landi, það tíu ára
tímabil, er þjóðin hefir notið fullrar sjálf-
stjórnar. Stjómarskiftin yfirleitt, hafa ekki
haft neinar stórkostlegar hrevtingar í för með
sér, enda alla jafna orsakast af smávægilegum
formsatriðum. Hafa sömu mennirnir, sumir
hverjir, átt sæti í mörgum ráðuneytum og
stjómarstarfrækslan því í flestum tilfellum,
orðið ein og hin sama.
Flokkaskifting er að sjálfsögðu nokkur í
hinu finska þjóðþingi, en þó hvergi nærri jafn
beiskjublandin, sem víða annars staðar. Þjóð-
in ber djúp virðingu fyrir þingi sínu og þing-
ræði, þessu undursmlega fjöreggi stjómfrjálsra
þjóða.
Gróðahlutdeild.
Kornhlö&u Samlagsins í Ma/nitoba.
Hið stórfróðlega mánaðarrit hveitisam-
lagsins í Mamtoba, flutti fyrir skemstu grein
þá, er hér birtíst í íslenzkri þýðingu. Er efni
hennar slíkt, að miklu varðar bændur og búa-
iýð;
“Fyrir lok yfirstandandi mánaðar, útbýtir
framkvæmdarstjórn komhlöðusamlaigsins í
Manitoha, gróðahlutdeild til meðlima sinna,
er til samans nemur hundrað f jörutíu og átta
þúsundum dala. Fær sérhver meðlimur sam-
lagsins ákveðna upphæð, í hlutfalli við hveiti-
magn það,.er hann sendi til meðferðar hinum
sameinuðu kornhlöðum. Um leið og gróðahlut-
deildin, frá fjárhagslegu sjónarmiði, að sjálf-
sögðu kemur sér vel, þá felur hún í sér jafn-
framt þakklætisviðurkenningu til hinna ýmsu
meðlima, er samlagið hafa stutt, með því að
senda því vöm sína. Gróðahlutdeildin er hreinn
ágóði af rekstri kornhlöðu samlagsins, eftir að
aílur starfrækslukostnaður hefir verið dreginn
frá. Hefir kornhlöðusamlagið lækkað kostn-
aðinn við meðferð hveitis, til stórra muna.
Milliliðunum hefir fíékkað, °g það reið bagga-
muninn. Að öðru leyti er starfrækslan, að
heita má hin sama og gildir um önnur kom-
hlöðufélög, þau sem eru einstakra manna eign,
reglurnar, er fara verður eftir, hinar sömu,
settar af framkvæmdarstjórn komframleiðsl-
unnar, Board of Grain Commissioners. Gróða-
hlutdeildin, sem vit verður horguð að .þessu
sinni, er hreint ekkert smáræðis atriði, eins og
þegar hefir drepið verið á.
Hvað varð um tilsvarandi ágóða, áður en
kornhlöðusamlagið var stofnað? Að sjálfsögðu
rann hann allur í vasa farra einstaklinga. Um
annan stað var vitanlega ekki að ræða. Vera
má, að málsvarar einkafélaganna reyni að rétt-
læta sig með því, að umsetning þeirra hafi
verið minni, ag þöss vegna geti ekki hafa ver-
ið um jafn mikiun ágóða að ræða. Þeir um
það. Hafi starfræksla slíkra félaga af ein-
hverjum ástæðum orðið dýrari en þörf var á,
þá hefir slíkt, undantekningarlaust, , orðið á
kostnað bændanna.
Eins og þegar hefir verið tekið fram, þa eru
samlags kornhlöðufélögin og einkafélögin na-
kvæmlega háð sömu skilvrðum af stjórnarvald-
anna hálfu. Samt sem áður geta hin fvrnefndu,
eigi að eins greitt afborganir af höfuðstól, á-
samt starfrækslukostnaði öllum, heldur hafa
þau jafnframt drjúgan afgang, til þess að út-
hvtai meðal meðlima sinna. Einhvers staðar er
vel á haldið, einhversstaðar sparað! Sam-
lags kornhlöðufélögin, hafa þegar á skömmnm
tíma, revnst hændum giftudrjúg, og munu þo V
framtíðinni verða enn áhrifameiri, eftir þvi
sem þau færa hetur ut kviaraar.
Það ætti að vera kjörorð sérhvers hónda,
afi búa a/1 sínu. Það er peningavirði, að húa
að sínu. Bóndinn þarfnast allra þeirra pen-
inga, er hann með nokkril móti getur komist
yfir.’ Hann á að vera í komhlöðusamlaginu.
sökum þess að honum er í því drjúgur hagur.
Því hetri, sem efnahagur hóndans er, þess fall-
egra heimili getur hann átt, þess fegurra verð-
ur sveitarfélag það, er hann telst til, og þess
ámegjulegri verður æfin og umhverfið.
Canada framtíðarlandið og Vestur-
Islendingar.
(tFramh.)
lEg hygg það hafi verið veturínn 1893-4, að tið-
indum þótti sæta, er hafður var sjónleikur í Vestur-
bygðinni. Var það Sigríður Eyjafjarðarsól. Þótti
mörgum mikils um vert, því slíkt var nýnæmi, þar
eð samkomuhús voru engin, bygðin strjál, en kraft-
ar voru nægir, og fólk var viljugt að leggja sig
fram til að efla og glæða samvinnulífið og' félags-
andann. — Leikurinn var sýndur í húsi Josephs
Davíðssonar, sem þá var eitt með beztu húsunum, og
þangað stefndi fólk úr öllum áttum. ^ Var leikið
mörg kvöld samfleytt, og altaf var húsfyllir. Inn-
gangurinn var seldur á 10 c. Húsplássið var frem-
ur lítið, en allir nutu hinnar beztu skemtunar; út-
búnaður var smekklegur og hinn bezti eftir föngum
og ástæðum, og man eg eftir, hvað mér þótti mál-
verkið fagurt og hvað eg, var hrifinn af leiknum.
Vorum við systkinin heima, það sem eftir var vetr-
arins, að leika kafla og kafla úr leiknum að gamni
okkar, og lærðum við leikritið nærri því frá upphafi
til enda. Búinn er eg að gleyma mörgum, sem
tóku þátt í leiknum, en eg hygg að það hafi verið
Kristján Anderson, sonur Kristjáns Árnasonar frá
Hólsgerði í Köldukinn, sem lék Hallgrím, en kona
hans lék Sigríði; Hjörtur Davíðsson gullsmiður, sem
nú er í Carberry, lék Harald, en Magnús Tait hafði
hlutverk Bjama gamla. Hafði svona leikur í þá
daga eins mikil áhrif og hreyfingu fyrir bygðarlíf-
ið, eins og Dempsey eða einhver annar hnefleika-
kappi hefir á Ghicago eða einhverja stórhorgina, ef
hann ætlar að sýna list sína, nema hvað áhrifin voru
hollari. — Á þessum tíma voru margir nýtir drengir
í Vesturbygðinni, auk Þorsteins Antóníussonar, sem
áður er getið, voru þar: Halldór Magnússon, Jón
Sveinbjörnsson, Hernit Ohristopherson, Stefán
Kristjánsson og Magnús Tait o. f 1., allir vel gefnir
menn, áhugasamir og bjartsýnir, sem ekki einungis
lögðu áherzlu á efnalegar ástæður) eða hina hvers-
dagslegu hlið, heldur líka á þá hlið lífsins, sem
krefst mikils, féiagsmálin, sameiginlegu málin, and-
lega og mentalega uppbyggingu.
ÞEIR SEM ÞURFA
LUMBER
KAUPl HANN AF
The Empire Sash& Door Co.
Limited
Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chamben
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK
Þeir Islendingar, er í hyggju hafa að flytja búferlum til
Canada, hvort heldur er heiman af Islandi eða frá Bandaríkjun-
um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs.
LJÓÐ EINARS P. JÓNSSONAR.
Þinn andi í Ijóðunum líður
á ljósvakans brautum,
sem leiftur frá sálu til sálar
um sólroðans leiðir.
Þú finnur hvert blóm, sem að bliknar
og biður því vægðar
og sendir því kærustu kveðju
um köldustú nætur.
A. E. tsfeld.
llllflllllVlllllllllVlllll
Annar austfirzkur maður, Frið-
finnur Jónsson frá Þorvaldsstöð-
um í Breiðdal, festi hér land í
Austurbygðinni ásamt sonum sín-
um tveimur, Páli og Jóni. Frið-
finnur var farinn að eldast, er
hann kom hér, en, eins og margir
Austfirðingar, var mesti sóma-
maður og dugnaðarmaður. Faðir
minn var honum kunnugur frá
ættjörðinni, því þeir voru úr sama
landshluta, og man eg eftir því,
að eg sá hann oftar en einu sinni;
hann dó af slysi skömmu fyrir
aldamótin, fældust með hann hest-
ar að haustlagi og hann beið bana
af. Sonur hans Páll, er eg mint-
ist áður, giftist Guðnýju Jóns-
dóttur Ólafssonar frá Brú; hefir
búið allan sinn aldur hér í Argyle
bygðinni og býr þar enn. Páll er
stiltur og gætinn maður og góðum
gáfum gæddur, en heldur sér lítt
fram; 'hann hefði getað verið góð-
ur ræðumaður, hefði hann æft þá
list; eg minnist einu sinni að
hafa heyrt hann flytja góða ræðu.
—Jón Friðfinnsson var hinn mesti
dugnaðarmaður og hæileikamað-
ur, sérstaklega frá sjónarmiði
hljómlistarinnar, hefir hann unn-
ið sér allmikið orð hjá þjóð sinni
fyrir tónlagasmíðar sínar; hefir
hann gefið út mikið af lögum eft-
ír sig, sem hafa náð almennings-
hylli. Jón var umbrotamaður á
fyrri árum, var einn sá fyrsti í
Argyle-bygðinni, sem keypti og
starfrækti þreskivél á frumbýl-
ingsárunum. Mun hann samt
ekki hafa verið sá fyrsti, þeir
Guðmundur Símonarson frá Göngu
skörðum í Skagafirði og Halldór
Árnason frá Sigurðarstððum á
Sléttu, voru fyrstu þreskivélaeig-
endur í bygðinni, og Guðmundur
Símonarson varð síðar þreski-
kongur bygðarinnar, hafði undir
hendi og starfrækti þrjár afar-
stórar þreskivélar árum saman,
græddi hann stórfé á því, er vel
lét í ári, en tapaði aftur í stórum
stíl þegar á móti blés.
Jón Friðfinnsson Iagði strax á
unga aldri mikla rækt við «nglist-
ina, og nam af sjálfum sér alt, sem
ikostur var á, en litla sikólamentun
hvgg eg hann hafi getað aflað sér.
1 þá daga voru örðugleikar miklir
fyrir fátæka frumbyggja, sem öll-
um stundum þurftu að verja til
þess að vinna fyrir sínu daglega
brauði, að afla sér mentunar, þó
hæfileikar væru nógir, nema þar
sem nógu mikið var í manninn
spunnið til þess að lesa og athuga
og að læra af hókum í heimahúsum.
Jón Friðfinnsson var um langt
skeið organisti i kirkjunni og Hfið
og sálin í sönglífi bygðarinnar lengi
fram eftir árum, og hafði það
mfkla þýðingu fyrir hina lístrænu
hlið félagsmálanna, að hafa slík-
an mann i broddi fylkingar. Jón
flutti burt úr bvgðinni ekki all-
löngu eftir aldamótin og býr nú í
Winnipeg og hefir mesta rækt 1agt
við list þá er honum var svo með-
sköpuð og hugðnæmust, og hefir
honum farnast vel. Fr hann einn
af óskadrengjum Argyle-bygðar-
innar.
Ef eg hefði haft þess kost bæði
tima vegna og annars, þá hefði eg
viljað minnast margra fleiri af
frumherjum í Argyle bygðinni, til
dæmis hins mikla hónda. Björns
Sigvaldasonar frá Evstralandi í
Axarfirði, sem var einn af land-
nemunum í Nýja Skotlandi (Nhva
Scotia) og sem var um langt skeið
einn af merkustu bændum i hygð-
inni og stóð framarlega í menning-
arbaráttu bvgðarinnar þar til hann
brá búi og flutti alfarinn að mestu
leyti til Winnipeg. Hann var hinn
mesti atorku og fvrirhyggju mað-
ur. Þá hefÖi mátt minnast Brvn-
jólfs Gunnlaugssonar og konu hans
Halldóru systur Björns Sigvalda-
sonar, hinnar mestu myndarkonu.
Voru þau ein af þeim, sem fóru til
Nýja Skotalands og áttu þar við
miklar hörmungar að stríða, eins
og inargir fleiri liÖu þau nauS þar
framan af, því vegir voru fáir til
bjargráða. Er allar ibjargir voru
aS þrotum komnar lagSi Halldóra
á staS að leita sér atvinnu og
komst í þjónustu enskra eða hér-
lendra hjóna fyrir $5-00 um mán-
uSinn, en maður hennar gat enga
vinnu fengið fyrst í stað; seinna
fékk hann vinnu hjá þessum sömu
hjónum fyrir $10.00 um mánuðinn
yfir nokkra sumarmánuÖina, og
varð þetta þeim til hjálpar þó laun-
in væru smá, en þeim fór með tím-
anum eins og flestum íslendingum
þar í bygSinni, þau sáu ekki fram
á neina framtíð þar, svo þau drifu
sig vestur til Manitoba, þar sem ís-
lendingar voru nú sem óSast að
stofna nýlendur. StaÖnæmdust
þau í Winnipeg, og unnu eins og
víkingar og ikomust yfir ofurlítinn
fjárstofn til þess aS byrja búskap
og farnaSist vel eins og flestum.
sem fyrirhyggju höfðu og vildu
vinna. Einnig hefði mátt minnast
hinna merku Landy bræðra Jóns
og SigurSar og þeirrar fjölskyldu.
Þeir bræSur eru báðir merkir '
sögu austur bygÖarinnar og hinir
mætustu drengir. Jón er nú löngu
dáinn, en SigurSur býr enn á hinm
fornu landareign og er hinn at-
kvæða mesti hóndi. Margra flein
mætti minnast og mörg merk æfin-
týri eru til úr einstaklings lífinu fra
frumherja timabilinu, sem vel ættu
það skilið aS varðveitast, en heim-
ildir eru ekki fyrir hendi og tími
af skornum skamti, hefi eg veriö
aS masa til og frá alllengi og er eg
ekki í neinum vafa aS mörgum er
farið að leiSast, og vil eg því slá
botninn í þetta.
ÞaS vil eg aS lókum taka fmm
að aS minni hyggju var þaS mikið
gæfuspor fyrir íslendinga þegar
þeir völdu Vestur-Canada fyrir sitt
framtíSarheimili, þeir hafa löngu
sannað það að þeir eru góðir borg-
arar, og þeim hefir farnast vel,
þeir eru líka búnir að fá fullar
sannanir fyrir því að þetta er
kostaland, og þeir hafa ekki farið
villur vegar þegar þeir byggðu sér
háar vonir um farsæld hér í landi:
Minningu frumherjanna þarf aS
halda á lofti, þeir eru nú margir
fallnir frá og hinir óðum að hverfa
Ný kynslóS er komin til sögunnar,
þriðja kynslóSin kemur fljótt til
sögunnar og tekur til starfa, en nu
á þessutn merkilegu timum, þegar
alt er á ferð og flugi, ríSur mikið
á þvi fyrir hina yngri kynslóð að
gæta vel arfsins, sem hún fær fra
þeim eldri. Frumherjarnir voru
hugsjónamenn, og hugsjónirnar
mega ekki glatast í öldurótinu fyr-
ir tilveru lífsins: “maðurinn lifir
ekki á einu saman brauði.” auður
og verald'leg velsæld er ekki fyrir
öllu, hin andlega menning má ekki
HÖa fyrir efnishyggjuna, og þess
verður hin yngri kynslóö að gæta
umfram alt af jafnvægiö haldist,
sagan sýnir okkur og sannar, að
frumherjarnir, margir þverjir,
voru andleg og veraldleg stórmenni
sem vildu ekíd vamm sitt vita og
hraus ekki hugur viS því aS berj-
ast fyrir þeim hugsjónum, sem þeir
mátu mikils, og vildu heldur líða
og striSa heldur en gefast upp.
Vildu heldur leggja sér á herðar
þungar byrðar ef hægt væri að
vinna eitthvert Grettistak, heldur
en aS eiga góða daga og lifa í hálf-
gerðri ómensku.
Hver bygS, hvert héraS, sem
ætlar eSa vill þroskast, þarf aS eiga
sín stórmenni, stórmenni eru nauð-
é