Lögberg - 05.01.1928, Blaðsíða 2

Lögberg - 05.01.1928, Blaðsíða 2
*/ /" Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. JANÚAR 1928. ^BSÍ5BSES2SH525HSES2SH?,Sa5a5ÍSHS2SasasaSH5E52SÍSa5H52SHSaSHSESHSasaS2SHS2SBS25Z5252S2SHSZStLSaSHSH5H5ESa5asasaSHS2SH5HSHSE5HS2SSSÍSHSESaSESa5HSH5HSa5H5HSHSESHSa5HS?‘rt Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir böm og unglinga SHSHSHSH'í?c'. SHSt'iíSHSH5HSH5H5H5H5H5HSHSHSHSHSHSHSH5H5H5a5HSHSH5HSH5HSH5HSHsaiiH55HSa5a5H5H5H5HSaSHSHSH5HSH5H5H5HSHSHSH5H5H5HSa5H5H5HSHSH5HSaSH5HSHSESH5H5HSHSHSH SH5HSHSHSHSHS. Vœngbrotna lóan. Viðhötfninni var ekki fyrir að fara. Enginn yfirsöngur, engin líkræða og enginn prestur. Og líkfylgdina skipuðu einir tveir menn. Annar þeirra var Andrés, “fóstri Skjónu”. Hann var grafarmaður, og í rauninni inti hann einnig það starf af höndum, er helzt mætti líkja við prests- verk — kastaði moldunum. Hinn í líkfylgdinni var eg, og er satt bezt að segja, að eg var varla annað en dratthali við athöfn- ina. Eg hafðist það eitt að, að horfa á Andrés. Líkfylgd! Hvern var verið að grafa? Trauðla mun öllum þykja það frásagnarvert. En samt ætla eg að skýra frá því. Illireitur verður vestast í Kambstúni, neðan götu. Nafni hans hefir sjaldnast þótt vera logið. Hann er allur kargaþýfður, og á einu svæði er í honum eigi litill bálkur af holþýfi. í einni stærstu þúfunni, austarlega í m’iðjum reitnum, var Andrés að jarðsetja vængbrotna heið- lóu. Síðan 'þetta var, eru þrjátíu og þrír vetur Sumri var komið svo, að heiðlóan var orðin hvít á bringunni. Og hún var farin að fljúga í flokkum og skipa sér í fylkingar á túnum. Var auðsætt. að hún var að búast til heimfarar — heim í vetrar- löndin. Fylkingarnar á sléttunum í Kambstúninu voru furðulega stórar og margar. Fundarhöld eða ráðstefnur hjá heiðlóunum stóðu þar langan tíma, dag eftir dag. Og svo mátti virð- ast, sem reifað væri þar hvert stórmáiið af öðru og að annirnar væru þrotlitlar. Þó var það eftirtektar- verðast, að cfag frá degi fjölgaði láum í túninu. Mátti jafnvel ætl aað þar hafi stundum verið saman komnar tvær eða þrjár þúsundir, þegar flest var. Tíminn leið, og var þegar að því marki komið, að lóan ætti vera alfarin brott. En svo hvarf þó hver dagurinn af öðrum, að flokkarnir þyntust ekki, og alt af stóð þinghaldið. Dírrindi, sumarkvak lóunnar, var löngu hætt að heyrast. Lóurnar brugðu aldrei út af hauströddinni, u- fý, du-u, nema í kritinum sín á milli. Þar beittu þær löngum þeim raddbrigðum, er talfæri manns- ins eiga bágt með að enduróma. Loks kom þó þar, að flokkarnir smækkuðu og fylkingarnar grisjuðust. Og eftir nokkra daga voru allar lóurnar horfnar. <• Þrem eða f jórum dögum síðar vorum við Andrés að starfi á flötinni austan Ulareits. Þess varð eg áskynja, að líkast var því stund- um, sem hann legði eyra við einhverju — væri að hlusta öðru hvoru. Eg inti hann eftir því, hvort nokkuð óvænt bærist honum að eyrum. 1 fyrstu lét hann lítið yfir því. En eftir nokkura umhugsun mælti hann: — Mér virtist í gær, sem eg heyra lóu hérna í reitnum. Og mér finst enn, sem eg heyri öðruhvoru svipað hljóð þaðan. Mér þótti þetta ótrúlegt. En sú var ekki venja mín í sambúð okkar Andrésar, að mæla berum orð- um móti því, sem hann hélt fram og hugði satt vera. Mér hafði lærzt það af því, að hann var mér eldri, gætnari og hyggnari um flest. Og svo átti hann sízt skilið af mér, eð eg stæði uppi í hári hans. Eg vissi heldur engan nýtan dreng, þann, er honum kyntist, láta sér það verða, fyrr eða síðar. En víst var hitt, að eg lét í Ijós, að eg gæti búist við, að honum hefði misheyrzt, og að svo væri enn. Við hjöluðum um þétta nokkura stund. — Mér kæmi ekki á óvart, þótt svo væri, sem mér hefir heyrst, mælti Andrés. Þú manst, hve ein- kennilega fjölsótt þingið var hjá lóunum hér á tún- inu, hve lengi það stóð og hve seint þær réðust til heimferðar. ótrúlegt þætti mér ekki, þó að það hefði dvalið för þeirra, að þær yrðu að ráða fram úr einhverju vandamáli, áður en þær legðu af stað. Er ekki gott að vita, nema einhver lóan hafi verið svo haldin, að hún væri ekki ferðafær. Um þetta hafi þær svo þingað og þrefað dögum saman. Loks hafi niðurstaðan orðið sú, að skilja við vanfæru ló- una og láta fara svo um hana, sem verða vildi. Alls kostar óhugsandi fanst mér þetta að vísu ekki, en bágt átti eg þó með að trúa því. Og eg var að malda í móinn með hægð. En þá bar að það atvik, er svo deildi málum, að ekki mátti um villast. “U-fý, du-u, du-u”, heyrðum við í nokkurra faðma fjarlægð í reitnum, og var ekki ólíkt því, sem röddin væri klökk og nokkuð sorgbitin. Lóa var þarna í reitnum, eins og haUn ætlaði. Okkur kom saman um að ganga um reitinn og vita hvers við yrðum vísari. Svo fóru við víða um hann, en urðum engu nær. Andrés lagði þá til, að við færum þangað, sem holþýfið væri mest, og að því ráði hurfum við. Þegar þangað kom, heyrðum við örskamt frá okkur: “U-fý, du-u.” Röddin var nokkru skærari en í fyrra sinnið, en þó jafnframt ofurlítið titrandi. Andrés gat þess, að lóan hefði orðið okkar vör. Við það hefði hún orð'ið hrædd, og það mætti heyra á mæli hennar. Hann lagði til, að við héldum kyrru fyrir og létum ekki á okkur kræla. Svo leið ofurlítil stund. Þá sáum við, að hún hoppaði upp á þúfu, spöl- korn frá okkur. Trúlegt er, að hún hafi komið auga á okkur. Hún ætlaði að hefja sig til flugs. En þess var henni varnað. Hún baðaði hægri vængnum, þöndum til að fljúga. En — vinstri vængurinn lafði máttlaus. Hún gat með engu móti lyft sér. Átakanlegt fanst okkur, hve aumkunarlega hún barðist við að losa sig frá jörðu. Og þá skifti um rödd hjá henni. Okkur virtist sem hún veinaði og æjaði. Svo skreið hún undir þúfuskúta. Og okkur duldist ekki, að hún væri vængbrotin. Nokkura stund varð okkur orðfall. Svo fór eg að brjóta upp á ýmsum tillögum um að bjarga ló- unni, ná henni, reyna að græða beinbrotið, taka hana heim og ala hana þar, og anað því um líkt. Andrés tók lítið í þessar tillögur mínar. En hann reis frá þúfunni, sem hann siat á, sneri að starfi sínu og mælti: — Eg held, að allar slíkar tilraunir verði einsk- os nýtar. Bezt mundi henta, að biðja einhverja handhepna skyttu að skjóta hana. Annars kvelst úr henni lífið af harmi eða kulda eða hungri. Um það bil þriggja vikna tíma dróst að Iáta skjóta lóuna. Eg held, að mest hafi valdið um dráttinn, að veðráttan var mjúk og mild. Svo var þar og um að kenna tómlæti mínu. Þenna tíma strjálaðist alt af, að til hennar heyrði. En það bar þó nokkrum sinnum við, að við sáum hana sitja stundarkorn á einhverri þúfunni. Eg býst ekki við að ilt hafi verið til fanga hjá henni þenna tíma, og réð tíðiarfarið þar mestu um. En engu að síður var þó ömurlegt að sjá hana; Hún virtist ofur döpur og hrygg. Aldrei hélt hún uppréttu höfði, heldur lét það jafnan drúpa og sat í hnipri. ólíklega mundi ekki til getið, að kvíðinn og á- hyggjurnar hafi svo drepið hana í dróma. Svo kom fyrsti haustsnjórinn, ekki býsna mikill, en vonum fyrr, eftir útliti að dæma. Snjóinn tók upp dægri síðar, og jörð varð jafn- auð, sem áður. Andrés fór um Illareit að leita lóunnar. Hann fann hana undir þúfubarði — dauða. Þar tók hann henni gröf og götvaði hana síðan. Það var bert, að lóuna hafði ekki skort fæði, og að ekki hefði verið verk í það leggjandi, að græða beinbrotið. Vængurinn var molbrotinn eftir hagl- skot.------ Þegar við Andrés vorum að ganga heim túnið frá jarðarfðrinni, varpaði eg þessu fram við hann: — Heldurðu að vængbrotið hafi orðið lóunni að bana? — Ekki er það ætlun mín, mælti hann. Og eg býst ekki heldur við, að kuldi hafi orðið henni að fjörlesti. Svo var hún sælleg á hold og feit. En eg hugsa, að vængbrotið hafi valdið banameini hennar. — Hvert hyggurðu þá, að banamein hennar hafi verið? spurði eg. •— Mér finst sem eg megi vera þar í litlum vafa., Eg ætti að geta skilið, hvílík heimþrá hennar hafi verið, eigi síður en hinna fuglanna. Og við ættum að geta rent grun í, hvílík sorg hennar og vonbrigði muni þá hafa verið, er hún fékk hvergi farið, en saf eftir úrræðalaus og vissi þó, að hún yrði, ein og yf- irgefin að bíða dauða síns. Og það vefst lítið fyrir mér, að heimþráin muni það hafa verið, er reið henni að fullu. Andrés varð nokkuru nefmæltari á síðustu orð- unum og sá niður um fætur sér. Eg mátti vel greina, hversu honum var farið. Ókjörið mundi honum að mæla fleira að sinni. En djarft tók hann til starfs og fast. — ■Orð hans, þessa trygga og gerhyggna vinar míns, um þetta, hafa eigi sjaldan orðið mér ofarlega í huga, þegar Ihljótt hefir um mig verið á síðari árunum. Og því oftar, sem eg hefi minst þeirra og at- burðanna, er á undan voru farnir, því auðveldara hefir mér orðið, að fallast á þá skoðun hans, að heimþrá vængbrotnu lóunnar hafi getað orðið ærin til að skapa henni aldurtila. Eg hefi reynt það misserum saman, að mega mín ekki, ala þrá til æskustöðvanna og komast hvergi, — nema í huganum. Þó hefi eg alt af verið h e i m a á fósturfoldu minni. En um það mun varla þurfa orðum að fara, hversu heimþráin fái sorfið að þeim, sem dveljast í fjarska við ættjörð sína, eru feldir af fótum og bíða þar, jafnvel ungir að árum, úrræðalausir, einir og yfirgefnir, torræðra örlaga eða dauða. Einar Þorkelsson. — Iðunn. ARABISK FRASAGA UM VÍNIÐ. Þegar vínvtiðurinn var gróðursettur, varð djöf- ullinn þess áskynja, kom og vökvaði hann með pá- fuglsblóði og fór síðan burt. Blöðin uxu skjótt. Kom þá djöfullinn aftur, og vökvaði þau með apablóði. Skömmu síðar tóku vínberin að vaxa. ' Kom þá djöfullinn enn einu sinnii og helti yfir þau ljóns- blóði. Og þegar vínberin voru orðin fullþroskuð, kom djöfullinn í síðasta skiftið og vökvaði þau með svínsblóði. Þannig er vínviðurinn frjófgaður með blóði fjögurra dýra, og hefir fengið einkenni þeirra allra. Við fyrsta staupið roðnar drykkjumaðurinn, verður fjörugur og líkur páfugli. En þegar vín- andinn tekur að stíga honum til höfuðs, þá hoppar hann og stekkur eóns og api. Þegar ofdrykkjan hefir því næst yfirbugað hann, verður hann grimmur eins og ljón, þangað til að lokum hann dettur og veltur um eins og svín. ÞAÐ ER HEIMSKULEGT. Það er heimskulegt að reiðast, þó maður tapi í spilum eða leik. Það er he'imskulegt, að spyrja vínsalann, hvort áfengið hans sé gott. Það eh heimskulegt, að drekka sig fullan að kveldi, og kvarta um höfuðverk að morgni. Það er heimskulegt, að segja öðrum leyndarmál sín, og ætlast ti’l þess, að þeir þegi yfir þeim. Það er heimskulegt, að gera einhverjum greiða, og ætlast til launa fyrir. Það er heimskulegt, að biðja drykkjumann að geyma fulla brennivínsflösku. Það er heimskulegt, að trúa öllu því, sem stend- ur í blöðunum. Það er heimskuegt, að álíta alla menn frjáls- lynda, sem prédika frelsi. Það er heimskulegt, að greiða atkvæði með vín- sölu og kvarta svo um, að menn drekki frá sér vitið. JÓLASÖNGUR fyrir lítil börn. Lag: “Gef oss, drottinn, góðan dag” Enn, þá brosa blessuð jól, búin hvítum vetrar kjól, flytja sátt og frið í heim, fagnar alt og heilsar þeim. Enn þá logar Ijósaröð, litlu börnin syngja glöð, hafa yndi öll af því — alt af verða jólin ný. Verum alt af glöð og góð, gagn o gsómi okkar þjóð, vinir allra alstaðar, eins og jólabarnið var. Sig. Júl. Jóhannesson. LITLA STÚLKAN OG FUGLARNIR. Heyrði’ eg að hrópaði: “Mamma!” hýrlega stúlkan mín smá, hljóp til mín hoppandi’ af gleði hugfangin sagði hún þá: “Fuglarnir, eins og í fyrra, flýja nú dauðsvangir heim; manstu’ ekki’ að molum af brauði margoft ég laumaði’ að þeim? Fljótt! svo þeir fari’ ekki, mamma, frá okkur svangir í burt; Mylsnu! — Eg vona þeir verði í vetur hjá okkur um kjurt. Þegar að vorar, þá veit eg þeir verpa — já, nú man eg það hreiður mörg fann eg 1 fyrra og færði þau aldrei úr stað. Oft sá eg ungana litlu, iðandi lyftu þeir sér, biðjand'i mömmu um mola, máske af brauðsneið frá þér.” Lófana litlu hún fylti, létt voru spor, er hún, hljóp glöð út í goluna’ og frostið, gleðjandi smávina hóp. Hrifandi hjarta mitt vermdi heiðfagurt gleðinnar ljós, bað eg að alstaðar yxi æskunni kærleikans rós. S. E. RÖKKURSÖNGUR MÓÐURINNAR. í æskunnar inndælum reiti eg á svo mörg blómin smá, sem vögguljóð vonirnar kveða, en vorsólin ljómar á brá. Og líf þeirra’ er sæluríkt sumar, en saklaus til lífsins er þrá, og iðandi’ af fögnuði’ og fjöri, ei fegurra tilveran á. En ósjálfrátt harmþrungin hugsun í huga minn læðist inn, ó, veikt er það vígi er hlóð eg um vermireitinn minn. Það bezta, er lífið mér léði, eg lagði í vörðinn þann, en veit þó, er vordagar líða, oft veikur hann reynast kann. þá sumarsins hásólin hnígur, og haustkveldin gerast löng, þá mannlífsins næðingar nísta og nema burt gleðinnar föng. En þú, sem að lífið gafst lýðum, og leiddir fram æskunnar skraut, ó, ljós veittu ljúflingum mínum og leið þá, ef dimm gjörist braut. S. E. FJAÐRALAUSAR GÆSIR. Þegar gæs sér aðra gæs drekka, þá drekkur hún líka, þó hún sé ekki þyrst. Þetta hefir mér oft dottið í hug, þegar eg hefi verið í samkvæmum og séð hvernig allir drekka þar bara til þess að vera með, bara til þess að vera mannblendnir og félagslyndir, án þess að hafa hina allra minstu löngun til að drekka og án þess að hafa nokkurt gagn af því sem þeir drekka. Mér hefir fundist, sem eg sæi gæsahópinn — það hefir ekkert vantað nema fjaðrirnar. ProfessioB tal Cards DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arta Bldg. Oor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—3 Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN !aL lögfræSLngnr. Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones: 26 849 og 26 840 COLCLEUGH & CO. Vér leggjum sérstaka éherzlu á aC eelja meBul eftir forskrlftum lœkna. Hin beztu lyf, sem hægt er aB fá, eru notuB eingöngu. l>egar þér kómlC me6 forskriftina til vor, megiC þér vera viss um, aC fá rétt ÞaB sem læknirinn tekur tll. Notre Dame and Sherbrooke Phones: 87 669 — 87 656 Vér seljum Giftingaleyfisbréf JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. Phone 22 768 DR 0. B.TORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Ofíice timar: 2—3. Helmlli: 764 Vlctor St. Phone: 27 686 Winnipeg, Manitoba. LINDAL, BUHR & STEFÁNSON tslenzklr lögfræfiingar. 356 Main St. Tala.: 24 963 peir hafa einnig skrlfstoofur aC Lundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar aC hitta á. eftirfylgj- andl timum: Lundar: anruan hvern miOvikudag Riverton: Pyrsta fimtudag, Gimli: Fyrsta mifivikudag, Piney: priCja föstudag 1 hverj.um m&nufii DR. B. H. OLSON 216-230 Medleal Arts Bld*. Cor. Graham og Kennedy Sts. Pbone: 21 834 Office Hours: 3—6 Heimili: 921 Sherburne St. Winnipeg, Manitoba. J. Ragnar Johnson, b.a.,ub,llm. íslerzkur lögmaður meÖ McMnrray & McMurray 410 Electric Railway Chamber Winnipeg, Man. Símar: Skrifst. 26 ©21. Heima 29 014 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medlcal Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Ste. Phoie: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdöma.—Er aC hitta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e.h. Heimili: 373 Rirver Ave. TlaLs. 42 691 A. G. EGGERTSSON ísl. lögfræfiingur Hefir rétt til aö flytja mál bæCl i Manitoba og Saskatchewan Skrifstofa: Wynyard, Sask. DR. A. BLONDAL Medicai Arts Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdöma. Eh- aC hltta frá kl. 10-12 f. h. og 3—6 e. h. , Offioe Phone: 22 298 Heimili: 80'6 Vlctor St. Slmi: 28 180 A. C. JOHNSON 907 Confederation I,lfe Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tek- ur afi sér aö ávaxta sparifé fölks. Selur eldsábyrgð og bifreifia ábyrgfi- ir. Skriflegum fyrirspurnum svarafi samstundis. Skrifstofusími: 24 263 Heiinasírnl: 33 328 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. J. J. SWANSON & CO. DIMITFTD R e n t a 1 s Insurance RealEstate Mortgages 600 PARIS BLDG., WINNPEG. Pbones: 26 349—26 340 DR. J. OLSON Tannlæknlr 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Heimilis Tais.: 38 62« Emil Jolinson SERVIOE ELEC7TRIO Rafmapns Gontractino — Allskyna rafrrvagtisáhöld seld og við pau gert Eg sel Moffat og CcClary elda- vélar og hefi þwr til sýnis á verk- stœOl minu. 524 SARGENT AVEL (gamla Johnson’s byggiugin viB Young Street, Winnipeg) Verkst.: 31 507 Heima:27 286 DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknlr 814 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald 8t. Talsími: 28 889 Dr. Sig. Júl. Jóhannesson stundar almennar lœkningar 532 Sherburu St. Tals. 30 877 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur likklstur og annast um út- farlr. Allur útbúnaður sá beaOL Ennfreimur selur hann allskonar minnlsvarOa og legsteina. Skriflstofu tato. 86 607 Hclmllia Tals.: 58 302 G. IW. MAGNUSSON Nuddlæknir. 607 Maryland Street OÞriðja hús norðan við Sarg.) Prone: 88 072 Viðtalstími: kl. 3-7 e.h. og á Sunnudögum frá 11-12 f.h. Tals. 24 163 NewLyceum Photo Studio Kristín Bjarnason eig. 290 Portage Ave, Winmpeg Næst við Lyceum leikhúsið. Glftinga- og JarOarfara- Blóm mefi litium fyrlrvara BIRCH. Blómsali 593 Portage Ave. TaLs.: 30 720 St. John: 2, Ring 2 Holmes Bros. Transter Co. Baggage and Furniture Moving Phone 30 449 668 Alverstone St., Winnipeg Viðskiftilslendinga óskað. t.MIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIMI!IIIIIIIIIMIIIIIIIIIU 1 Samlagssölu aöferðin. 1 = Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- = 5 afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega “ = laegri verður atarfrækslukottnaðurinn. En vörugæðin = hljóta að ganga fyrir öllu. t’rjú meginatriði þurfa að E vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem henni = ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar = vörusendingar og vörugæði. Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru E fyrgreind þrjú meginatriði trygð. Manitoba Co-operative Dairies Ltd. = 846 Sherbrooke St. - ; WinBÍpeg,Manitoba =7lMIIIIIMMIMMIMIIIIMMIMMIMMIIMMIIMMMmiMMMMMMIMIMIMMMMMMMIMMMMMII nMMIMIMMIMIMMMMMMIIMIMMMMIMMMM

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.