Lögberg - 05.01.1928, Blaðsíða 7

Lögberg - 05.01.1928, Blaðsíða 7
LöGBEŒtG, FIMTUD AGINN 5. JANÚAR 1928, Bl*. 7. UNDRAVERT SMYRSL Líkt og hin drmætu smyrsl Róm- verja fornu, sem nú eru töputS, er Zam-Buk búið til úr jurtum. Það hefir undraverð áhrif á hörund mannlegs líkama. Zam-Buk er hvorttveggja í senn, græðslumeðal og vörn gegn eitur- gerlum. Zam-Buk hefir þann mikla kost, aö það kemst gegnum; ytri húðina og dregur óholl efni úr innri húð inni. Það er ágætt við exzema, salt- rheum, hringormum, leg ulces, bólgu, eitruðum sárum og gylHniæð. Styrkleiki Zam-Buk meðalsins liggur aðallega í því, hve gott það er til þess að eyða allskonar eitur- efnum og þar með að láta heilbrigt og sterkt skinn gróa þar sem það var áður veikt og sært. Tll að fA snlshom ókeypls: Sendið lc frímorki (nieð næsta pósti) tU Zam-Buk Co. Toronto, og getið um þetta talað TH£ WOaLO’S REATEST HEALER 50c nskjan 3 fyrir $1.25. Draugahúsið. Þegar maður kemur til New Orleans að austan, þá verður fyrir manni stórt spjald, sem á er letrað: “Merkilegasta borgin í Bandaríkj- unum.” Smábæklingar, sem maður fær á gistihúsunum og á járnbraut- arstöðvunum endurtaka sömu setn- inguna. Og þó manni hætti nú við að taka ekki alt sem góða og gilda vöru, sem maður sér í auglýsingum hér og þar, þá ber þó ekki að neita því, að það er töluvert mikið hæft í þessu. Þegar eg var þar í fyrra vetur, kom mér til hugar að grenslast eft- ir því hver væri merkilegasti mað- urinn í þessum merkilegasta bæ. Sá maður sem eg heyrði oftast nefndan var William Jennings Warrington. Hvar á Warrington heima? spurði eg lögregluþjón nokkurn. “Mr. Warrington—viljið þér finna Mr. Warrington?” sagði lögreglu- þjónninn og horfði á mig rann- sóknar augum. “Jæja,” sagði hann loksins, “farið þér á Royal Stræti og spyrjið þar einhvern, sem þér hittið um hann. Þar þekkja allir Mr. Warrington. Spyrjið þér um draugahúsið.” Draugahúsið! Hér var áreiðanlega nokkuð, sem var frábrugðið þessu hversdagslega. Eitthvað, sem vakti eftirtekt manns. Sá, sem þar átti heima, hlaut að vera eitthvað frábrugðinn öðru fólki. Eg fann draugahúsið greiðlega. Næsti maður sem eg spurði sagði mér viðstöðulaust að það væri 1140 Rue Royal— “sjötta stræti héðan,” bætti hann við. Eg hélt áfram en stansaði við og við til að skoða gömul, en mjög falleg og reisuleg hús, sem þarna höfðu staðið síðan New Orleans fyrst bygðist og allir íbúarnir voru annaðhvort franskir eða spánskir. Eg var kominn nærri að húsinu og var að skoða spjald, sem hékk þar úti, þegar roskin kona gekk þar hjá, en stansaði þegar hún sá mig og fór þegar í óspurðum fréttum að segja mér alt sem hún vissi um húsin þar i kring. Hún benti á hvert húsið af öðru og þuldi sögu þeirra og henni var vel liðugt um málbeinið. Adeline Patti hafði búið í einu húsinu, Jenny Lind í öðru, Beauregard í því þriðja og Paul Morphy, taflkappinn hafði Hka búið þarna ekki all-langt frá, og svo var þetta merkilega hús, þaðan sem einhver óþjóðalýður hafði rænt drengnum. Húsið, sem bygt hafði verið handa Napóleon var á næsta stræti. Loksins kom að því að hennar djúpi fróðleiks- brunnur virtist upp ausinn, en samt bætti hún við: “Og svo er nú draugahúsið.” “Þér eigið við hús- ið þar sem Mr. Warrington á heima?” “Já, Mr. Warrington— Guð blessi hann—hann býr þar með sínum mönnum, en þeir segja að þar sé draugagangur á nóttunni. Eólk hefir bæði heyrt og séð ýmis-' legt þar. Eg legg nú ekki mikinn trúnað á þetta, en það er til saga um þetta gamla hús og eins fína frú, sem þar kvað hafa búið fvrir striðið. Sagan segir að hún hafi kvalið lífÍð úr þrælum sínum og að einhver þeirra sé þar á sveimi á hverri nóttu. Einu sinni sá systir mín einn þeirra.” Eg hélt áfram til 1140. Útihurð- in, sem var bæði stór og þung og úr dýrum við, stóð opin og gekk eg því inn. Kom þá maður niður stig- ann og sagði hann mér að eg mundi finna Mr. Warrington í herberginu til vinstri handar. Eg fór þangað inn og þar sá eg gráhærðan rosk- inn mann, sem horfði beint á mig og í augum hans þóttist eg sjá meira af góðvild, pruðmensku^ og gleði heldur en eg hafði áður séð i augum nokkurs manns. Eg var í engum efa um að þarna hefði eg fundið Mr. Warrington. Það gat enginn annar verið. Eg sagði honum, að eg hefði komið vegna þess að mig langaði til að tala við hann, margir hefðu sagt mér að hann væri mefkilegasti maðurinni í þessum bæ. “Það er skrítin saga,” sagði hann og hló við. Röddin var svip- uð eins og útlitið, ljúf og vinsam- leg, svipuð rödd margra Suður- rikjamanp, en skýrari en hjá flest- Um þeirra. Hann bauð mér að koma upp á loft, þar sem hann sjálfur hafðist aðallega við. Við fórum upp tvo stiga og komum inn í mörg snotur og viðfeldin her- bergi, þar sem eldur logaði á arni. Þar áttum við tal saman í eina þrjá klukkutíma. , , Samtalið var þó ekki óslitið, þvi við og við voru að koma inn menn og spyrja “gamla manninn” um hitt og þetta og var eftirtektavert hve mikla virðingu þeir sýndu hon- um allir. Maður varð þess var eitthvað af aðkomnu fólki úti í göngunum, sem sjálfsagt hafði for- vitni á að sjá þetta nafnkunna hús. Loksins kom John, prúður og glað- legur náungi, með heitt kaffi og kökur til að gæða okkur á, hús- 'bóndanum og mér. E kom oft í þetta herbergi og eyddi þar mörgum stundum, áður en eg fékk að heyra söguna af Mr. Warrington og húsinu hans. “Húsið var bygt af langa-langa- afa mínum, Jean Remairie,” sagði Mr. Warrington, “og stendur á landi, sem hann átti og bróðir hans Henri. Þeir ætluðu að byggja iþarna tvö stór og vönduð íbúðar- hús og búa þar hver hjá öðrum og fjölskyldur þeirra. En Henri varð fljótt leiður á nýlendulífinu og hvarf aftur til Frakklands, svo það var aldrei bygt nema eitt húsið. I þrjú ár var verið að byggja þetta mikla hús og mest af efninu var flutt frá Frakklandi og Spáni, jafnvel steinninn. Þegar það var fullgert árið 1780, þótti það bera langt af öllum öðrum húsum í þessu nágrenni að stærð og fegurð. í því voru 40 herbergi og það varð strax nokkurskonar miðstöð sam- kvæmislifsins og kynni vafalaust frá mörgum skemtilegum sam- kvæmum að segja. Eftir nokkur ár fór þessi forfað- ir minn aftur til Frakklands og annað fólk eignaðist húsið. Hér komu margir heldri menn, eins og t. d. Nay og Lafayette, einnig Louis Philippe, Henry Clay og margir fleiri alþektir menn. Um þetta leyti átti húsið og bjó hér Madame Delphine Lalourie, tilhalds kona mikil, dóttir hinnar auðugu Lady MacCarthy, sem bjó á bóm- ullarbúgarði, ekki langt frá borg- inni. , Lady . MacCarthy var mikil mannúðar kona og framkvæmdar- söm. Hún stofnaði skóla á heimili sinu fyrir svertingjana, sem mað- urinn hennar hafði keypt og flutt heim til sín frá íian Domingo. Hún fékk kennara frá Connecticut og er sagt að þetta hafi verið fyrsti svertingjaskólinn í SuSurríkjunum. Snemma á árinu 1840 og 1850 var uppreisn í San Domingo, og þeir, sem þaðan höfðu flust til Louisiana gerðu líka uppreisn. f þessari uppreisn mistu lifið þrettán hvítar manneskjur og ein af þeim var hin ágæta kona, Lady Mac Carthy. Madame Lalaurie varð yfirkom- in af harmi út af þessu. Hún vissi ekki hver hafði myrt móðtir sína. Hún hafði grun á manni.'konu og ungri stúlku og lét hún flytja þau til New Orleans. Hún lét pynta þessa þræla í þeirri von að þeir myndu meðganga, eða segja það. sem þeir kynnu að vita um þessi morð. Um þessar mundir hafði Madame Lalaurie mikið samkvæmi. Gest- irnir höfðu ibörn sín með sér, eins og siður var í þá daga og ýar þeim leyft að fara um húsið hvar sem þau vildu og vildi þá svo til að þau sáu þessa þræla og hvernig með þá var farið og sögðu svo frá því heima hjá sér. Nokkrum dögum seinna kom nokkurs konar sjálf- kjörin nefnd manna heim til frú- arinnar. Hvað nefnd þessari og Madame Lalaurie fór á milli hefir aldrei verið látið uppi, en hér urðu skjót umskifti. Madame Lalaurie sendi þrælana burtu og sjálf fór hún að undirbúa sig að fara burt úr land- inu . Hún fór úr þessu húsi og lokaði þvi og sá það aldrei aftur, en dvaldi um tíma hjá vinum sín- um, þangað til hún fór til Frakk- lands. Það leið ekki á löngu þangað til ýmsar sögur fóru að myndast út af þessum atburðum og ]xer voru, eins og gengur, ekki með öllu sannleik- anum samkvæmar. Það var sagt að þrælarnir hefðu verið píndir til dauða, nema stúlkan, sem hafði sloppið út og komist upp á hús- þakið og dottið þaðan pfan í vatnsþró og druknað. Allar þessar sögur hefðu orðið til í ímyndun nágrannanna. Eng- inn hafði verið drepinn, en einfalt folk trúði þessum sögum og í- mvndaöi sér að þrælarnir, sem þarna áttu að hafa verið kvaldir til dauðs, hefðu gengið aftur og gengju ljósum logum uni húsið. Það sáust ljós í húsinu, þó enginn væri þar, umgangur heyrðist og stundum sá fólk þessar vofur á sveimi í húsinu eða í grend við það. Fljótlega var farið að kalla þetta fallega hús “draugahús” og hefir það nafn haldist við það altaf síðan. Það var ekki hægt að selja það eða leigja, þvi fólkið vildi ekki vera í sambýli við draugana og bráðum varð húsið aðseturstaður þjófa og annars illþýðis. Þessi ó- þjóðalýður færði sér i nyt hjátrú fólksins og gerði það sem hann gat til að auka hana og magna, með því móti gat hann sjálfur haft not af húsinu.“ Framh. Kafli úr bréfi til ritstjóra Lögbergs. Mýrum í Dýraf., 27. nóv. ’27. Góði, gamli vinur: Það er nú orðið svo langt síð- an að við vorum kunnugir, að ó- víst er að þú munir eftir mér, en þó geri eg samt ráð fyrir því. Eg vann lengi í Nýhöfn og við Thom- sens verzlun, þegar þú varst i Reykjavík. Eg hefi nú að undan- förnu lesið mér til ánægju blað það, er þú ert ritstjóri að, því það hefir verið sent tengdaföður mín- um, Friðriki Bjarnasyni, óðals- bónda á Mýrum. Það liggur við, að kominn sé i mig vesturfararhugur, og vildi eg gjarna fá hjá þér upplýsingar um ástandið vestra og framtíðarhorf- ur yfirleitt.. Af mínum persónulega hag hefi eg fremur fátt að segja. stríðsárunum veitti eg verzlun forstöðu, er hafði á hendi skipa- miðlarastörf. En árið 1919, byrj- aði eg tóbaks- og sælgætisverzlun í Reykjavík, en hætti henni þegar ríkið tók tóbakssöluna í sínar hendur. Réðist eg þá hingað vestur til Dýrafjarðar til bræðr- anna Proppé, og hefi verið hjá þeim deildarstjóri þessi ár (frá 1922) þar til í fyrra, að nefnt fé- lag varð gjaldþrota vegna fiski- kaupa. Siðan hefi eg eiginlega verið í nokkurs konar millibils- ástandi. ekki haft neitt fast starf á hendi, og finst mér, satt að segja, alt heldur óglæsilegt hér um þessar mundir. Verður ekki Vestur-íslending- um gert á einhvern hátt hægra fyrir með að komast hingað til íslands 1930? Um fréttir er víst óþarfi að vera margorður, því eg veit að þú fær þær allar héðan, ef nokkrar eru, í íslenzku blöðunum að heim- an. Enskur togari kom hingað þann 25. þ.m., er sætt hafði árekstri af völdum þýzks togara, og var gert við hann hér til bráðabirgða . Enskir togarar eru margir að fiska á þessum tíma hér norður af, djúpt úti á hinu velþekta miði “Hali Bank.” Við hjónin eigum jörðina, sem við búum á, 0g einn þann bezta stað vestanlands fyrir útgerð. Hefir staður þessi verzlunarrétt- indi 0g góða höfn. Væru nú vafa- laust komin hér upp mannvirki mikil, ef Englendingar fengju leyfi til að reka hér útgerð. Leik- ur þeim hugur á þessu, en geta ekki fengið útgerðarleyfi. Slæ eg svo botninn í línur þess- ar, með innilegustu hamingju- óskum. Þinn einl. Carl Ryder. ÍSLAND. Magnús Blöndal andaðist að heimili sinu í Reykjavík 29. nóv. 6^ ára að aldri. Hann var bróðir Hannesar Blöndals skálds. Kristján Gíslason, bóndi að Prestsbakka í Hrútafirði, andaðist I. desember 65 ára. Sigutður Ólafsson, sýslumaður í Kaldaðarnesi í Árnessýslu lést hinn II. desember, 72 ára. BOLSEVIKAR. “Upp er skorið, engu sáð, alt er í vargaginum.. Þeir, sem aldrei þektu ráð, þeir eiga að bjarga hinum.” —Lsb. Mbl. Ut af þessu geturðu lagt eins og þér sýnist. Eftir Mcrle Crozvcll. Eg átti tal við Arthur Jeremiah Roiberts skömmu fyrir dauða hans, sem manni fanst að bæri alt of fljótt að höndum. Hann var for- seti Colby skólans, sem er heldur lítill mentaskóli á bakka Kennebec árinnar í Main ríkinu. Því em- bætti gegndi hann í nítján ár og með sínum miklu gáfum og lær- dómi hafði hann mikil áhrif á þenn- an sérstaka skóla og á mentamálin í Nýja Englands ríkjunum yfir- leitt. “Hvernig hefir íþróttalífið geng- ið í skólanum nú upp á síðkastið?” spurði eg hann. “Vel! Ágætlega!” “Hefir skólinn unnið mörg verö- laun nýlega?” “Við höfum fengiS okkar skerf af þeim, en við höfum gert nokk- uð, sem er meira virði en verð- laun,” sagði hann og eg sá glampa í augum hans undir gleraugunum. “Hvað er það?” “Við höfum lært að skilja tvent, sem hvortveggja er mjög mikils vert. Fyrst og fremst höfum við lært að skilja aS okkur ber ekki nauðsyn til að vinna; og annað, að þegar við töpum, þá töpum við bara leik. Við töpum t. d. ekki virÖing- unni fyrir okkar eigin skóla, eða traustinu á okkar eigin mönnum. “Þetta gildir í öðrum efnum: bætti hann við. Tökum kappræð- urnar til dæmis. Þessi skóli hefir unnið töluvert mörg verSlaun b kappræðmn við aðra skóla, en þau hefðu getað verið fleiri. Eftir því sem mér skilst, þá eru kappræður háðar til þess að gefa fólki kost á að koma opinberlega fram og flytja tölur, en ekki aðeins, eða fyrst og frernst, skólanum til heiðurs. Árið sem leiS höfðum við tvo eða þrjá ágæta tölumenn. Þeir tóku aldrei allir þátt í sömu kapræðunni. Ein- hver þeirra sat æfinlega hjá, af því við vildum gefa sem flestum tæki- færi til að æfa sina ræðumanns hæfileika, þar sem mikið reyndi á þá og mótstaðan var hörð. Ef við töpuðum, þá töpuðum við þó engu nema kappræðunni.” Maður kom til mín nýlegat sem var að leita sér að atvinnu. Fyrir tveimur árum hafSi hann haft stöðu við myndarlegt blað í Miðríkjum og það var mikið álit á honum sem sérlega efnilegum blaðamanni, en hánn langaði til að komast þangað sem meira var um að vera, stærra verksvið. Því kom hann til New York. Stórborgin hafði honum, úr fjarlægðinni, virst glæsileg og girnileg. Hún var það líka, en þar voru lí'ka margir örðugleikar. Hon- um gekk illa að fá atvinnu, sem með nokkru móti var lífvænleg. Loksins fékk hann þó stöðu sem aðstoðar-ritstjóri við verzlunar- blað. En áður en langt leið hætti blaðið að koma út-og þá fékk hann ekkert að gera. “Því farið þér ekki heim og fáið aftur atvinnu viS blaðjð, sem þér unnuð hjá, áður en þér 'komuð til New York?” spurði eg hann. “Og láta fólkið heima vita að eg tapaði þeirri einu stöðu, sem eg gat nokkurn tíma fengið í New York,” sagði liann gremjulega, “eg gæti ekki litið upp á nokkurn mann.” Eg minti hann á að það væri ekki hans skuld, þó blaðið hefSi hætt að koma út. “Nei, en fólkið sæi það ekki, né vissi, það mundi líta á mig eins og eitthvert þrotaflak.” Gremjusvipurinn var auðsær á andjiti hans þegar hann fór út úr skrifstofu minni. Eg fann sárlega til með honum, en eg gerði mér litla von um framtíð hans, meðan hann ekki öðlaðist annan skilning á gildi lífsstarfs síns, en hann þá hafði. “H|ver er lífsins mesta ánægja?” spurði eg einu sinni verkfræSing, sem komist hafði vel áfram og unn- ið sér gott álit. hafa gert eins vel og maður bezt gat,” svaraði hann hiklaust. “Stund- um hefi eg unnið, stundum tapað, en það getur enginn með sanni sagt að eg hafi ekki verið altaf eitthvað að reyna aS halda í áttina, og eg má segja yður það, ungi maður, að það er langt um meiri ánægja í því fólgin að reyna eitthvað gott af öllum kröftum þó maður nái aldrei takmarkinu, heldur en í því að upp- skera þar, sem maður hefir ekki sáð, eða njóta einhverra gæða, sem maSur hefir ekki unnið til.” Þú getur, lesari góður, tekið það sem hér hefir sagt verið, og lagt út af því sjálfur, eins og þér sýn- ist. Eg er fréttaritari, en ekki pré- dikari. ÞAKKARAVARP til kvenfélagsins í Eyford-bygð í North Dakota. fyrir hönd barna minna, þakka af hjarta og næmum tilfinningum öllum þeim félagskonum, sem voru svo hugulsamar að gleðja litlu börnin mín á sjálfum jólun- um með vel vðldum gjöfum, og þar sem þau eru næst því að vera móðurlaus, og hafa verið nú nærri því í tvð ár, á aldninum frá 3 til 8 ára, þrjú að tölu. Guð blessi þær Eyford konur, fyrir þeirra næmu móðurtilfinningu, sem oft- ast kemur fram í þeim og hjá þeim þegar að þær sjá sorg og kvíða hjá börnum og gamalmennum og fólki yfi r höfuð. Þær hafa oft sýnt það jj sinni bygð. Guð gefi þeim og þeirra mörgu börnum og heimilum gleðilegrt og farsælt nýtt árið 1928. — Af hreinum hug og velvild þakka þau, börnin, og þeirra faðir fyrir alt. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man............................... B. G. Kjartanson. Akra, N. Dakota...........................B. S. Thorvardson. Árborg, Man..............................Tryggvi Ingjaldson- Árnes, Man..................................F. Finnbogason. Baldur, Man..................................... O. Anderson. Bantry, N.Dakota...........................Sigurður Jónssem. Beckville, Mán.............................B. G. Kjartanson. Bellingham, Wash.........................Thorgeir Símonarson. Belmont, Man...................................O. Anderson. Bifröst, Man.............................Tryggvi Ingjaldson. Blaine, Wash.............................Thorgelr Símonarson. Bredenbury, Sask..................................S. Loptson Brown, Man....................................T. J. Gíslason. Cavalier, N. Dakota.......................B. S. Thorvardson. Churchbridge, Sask...............................S. Loptson. Cypress River, Man.....................................Olgeir Frederickson. Dolly Bay, Man............................Ólafur Thorlacius. Edinburg, N. Dakota........................Jónas S. Bergmann. Elfros, Sask.......................Goodmundson, Mrs. J. H. Foam Lake, Sask........................Guðmundur Johnson. Framnes, Man.............................Tryggvi Ingjaldson. Garðar, N. Dakota.........................Jónas S. Bergmann. Gardena, N. Dakota..........................Sigurður Jónsson. Gerald, Sask. .. '................................C. Paulson. Geysir, Man...........................................Tryggvi Ingjaldsson. Gimli, Man....................................F. O. Lyngdal Glenboro, Man..............................Olgeir Fredrickson. Glenora, Man...................................O. Anderson, Hallson, N. Dakota.......................Col. Paul Johnson. Hayland, Man..................................Kr. Pjetursson. Hecla, Man................................Gunnar Tómasson. Hensel, N. Dakota...........................Joseph Einarson. Hnausa, Man.................................F- Finnbogason. Hove, Man.....................................A. J. Skagfeld. Howardville, Man............................Th. Thorarinsson. Húsavík, Man.....................................G. Sölvason. Ivanhoe, Minn..........................................Jones- Kristnes, Sask.................................Gunnar Laxdal. Langruth, Man...............................John Valdimarson. I.eslie, Sask.....................................Jón Ólafson. Lundar, Man......................................S. Einarson. Lögberg, Sask...............................................S. Loptson. Marshall, Minn.....................................B. Jones. Markerville, Alta.............................O. Sigurdson. Maryhill, Man..................................... Einarson. Milton, N. Dakota........................................O.O. Einarsson. Minneota, Minn.............................'. .. .. B. Jones. Mountain, N. Dakota........................Col. Paul Johnson. Mozart, Sask..................................H. B. Grímson. Narrows, Man...................................Kr Pjetursson. Nes. Man...................................................E. Finnbogason. Oak Point, Man................................ A. J. Skagfeld. Oakview, Man................................Ólafur Thorlacius. Otto, Man.......................................S. Einarson. Pembina, N. Dakota..............................G. V. Leifur. Point Roberts, Wash...............................S. J. Mýrdal. Red Deer, Alta.................................O. Sigurdson. Reykjavik, Man.................................Árni Pauíson. Riverton, Man.............................. Th. Thorarinsson. Seattle, Wash.............................Hoseas Thorlaksson. Selkirk, Man....................................G. Sölvason. Siglunes, Man................................Kr. Pjetursson. Silver Bay, Man..............................Ólafur Thorlacius. Svold, N. Dakota...........................B. S. Thorvardson. Swan River, Man.................................J. A. Vopni. Tantallon, Sask....................................C. Paulson. Upham, N. Dakota.............................Sigurður Jónsson Vancouver, B. C.............................................A. Frederickson. Víðir, Man...............................Tryggvi Ingjaldsson. Vogar, Man......................................Guðm. Jónsson. Westbourne, Man...........................................jón Valdimarsson Winnipeg, Man.............................Olgeir Fredericlcson. Winnipeg Beach, Man................................ Sölvason. Winnipegosis, Man......................Finnbogi Hjálmarsson. AVynyard, Sask...............................G. Christianson. “Það að vita sjálfan sig æfinlega Með þessum fáu línum vil eg Tryggvi G. Johnson. BEZTU TEGUNDIR SENT TIL ÞÍN t DAG KOLA AF ÖLLUM SORTUM Ef þér þarfnist, getum vér sent pöntun yðar sama klukkutím- ann og vér fáum hana. DRUMHELLER — SAUNDERS CREEK — SOURIS — FOOTHILIjS — McLEOD RIVER — KOPPERS COKE — POCAHONTAS Kaupið Kolin Ykkar frá Gömlum, Areiðanlegum Viðskifta- mönnum. — Tuttugu og Fimm Ára Þekking Um Það, Hvernig Eigi að Senda Ykkur Hina Réttu Sort af Kolum D.D.WOOD & SONS Tals.: 87 308 ROSS and ARLINGTON STREETS Hin Eina Hydro St eam H eated BIFREIDA HREINSUNARSTÚD i WINNIPEG Þar sem þér getið fengið bílinn yðar þveginn, það er að segja hreinsaðannogolíubor- inn á örstuttum tíma, meðan þér standið við, ef svo býður við að horfa, eða vér send- um áreiðanlegan bílstjóra eftir bíl yðar og sendum yður hann til baka, á þeim tíma er þér æskið, Alt verk leyst af hendi af aulvönum sérfræðingum, Þessi bifreiða þvottastöð vor er á hentugum stað í miðbænum, á móti King og Rupert Street. Ppairie City Oil Co. Ltd. Laundry Plione N 8666 Head Office Phone A 6341 á[

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.