Lögberg - 05.01.1928, Blaðsíða 3

Lögberg - 05.01.1928, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. JANÚAR 1928. . Bls. 3. Hjálpaði mér ávalt að halda við góðri heilsu. Kona í British Columbia Brúkar alt af Dodd’s Kidney Pills. Mrs. S. Margang Þjáðist af Bólgu í öklanum, Vancouver, B. C. 3. Janúar — (einkaskeyti). 'Stutt, en skýrt og ákveðið er bréf til vor frá Mrs. Nargang, 536 Drake St., Vancouver. Hún segir: “Eg hefi notað Dodd’s Kid- ney Pills árum saman og þær hafa alt af reynst mér vel. öklarnir á mér voru bólgnir. Það getur hafa verið vatnssýki, en Dodd’s Kidney Pills hjálpuðu mér strax og við- halda heilsu minni.” Það eru vottorð þessu lík, sem því valda, að Dodd’s Kidney Pills eru nú orðnar húsmeðal urp alla Canada. í meir en þriðjung ald- ar hefir fólkið sagt hvað öðru hversu vel Dodd’s Kidney Pills hafi reynst sér. Þær eru 'blátt á- fram nýrnameðal. Ef eitthvað er að nýrunum, þá reyndu Dodd’s Kidney Pills. Þær eru meðalið, sem við á. i Dodd’s Kidney Pills hafa komið búsundum manna ogl kvenna til heilsu. Reyn’ið þær sem fyrst. Sjálfstæðismál Færey- inga. Þann 30. sept. síðastl. birtist neðanmáls í “Politiken” grein eítir færeyska rithöfundinn, Jör- gen Frantz Jacobsen. Grein þessi gefur gott yfirlit yfir afstöðu Færeyinga til Dana, sjcýrir hverj- ar grundvallarstefnur skifta þar flokkum. Mörgum íslendingum er ósýnt um að gefa málefnum Færeyjum gaum. Er það sinnu- leysi m. a. til af því, að við kunn- um lítt af óvana, að setja okkur í spor þeirrar þjóðar, sem minni er en við sjálfir. En slíkur stirð- busaháttur er til engrar sæmdar. —Þannig farast Lesb. Morguunbl. orð um grein þá eftir Jacobsen, sem hér fer á eftir, og sem vér hyggjum að Margir Vestur-íslend- ingar hafi löngun til að lesa. — Er hún prentuð eftir Lesb. Mbl. Margir Danir eru svo kátlegir, að þeir skoða alla sjálfstæðisvið- leitni innan danska ríkisins vera barnaskap einan, ekki annað en heimskulegan stórbokkaskap. Fyr- ir hugskotssjónum slíkra manna standa íslendingar og Færeyingar eins og sérvitringar, hérvilling- ar, sem vilja ekki vera þátttakend- ur í hinu danska samlagsbúi. Sum- ir gera sér gaman úr þessu, tala um ‘keisaradæmið Færeyjar’; aðr- ir spyrja hvort sundrung Norð- urlanda sé nú eigi komin að há- marki, og hvort eigi sé nú tími til kominn að hugsa um samein- ingu. Knútur Berlín prófessor skrif- aði nýlega gamansama grein um “lýðveldisörverpið” San Marino. Grein þessi var sem vænta mátti með nokkrum olnbogaskotum til íslendnnga og Færeyinga, en þar sem hún getur máske ýtt undir þá skoðun, að Færeyingar geri það af tómri sérvizku að vilja heldur vera “lýðveldisörverpi” heldur en hluti af Danmörku, þá er rétt að benda á, að líta má á málið frá annari hlið en prófe-,s- orinn gerir., San Marino varð af tliviljun sérstakt ríki í hinu sameinaða ít- alska ríki, en hefir ekki nein sér- einkenni. Það er hérað, sem orð- ið hefir að ríki vegna dutlunga forsjónarinnar. En forsjónin hef- ir skapað Færeyjar sem sérstakt land, rækilega aðskilið frá öðrum lóndum. Og afleiðingin er sú — þvert á móti því sem er í San Marino — að ibúarnir eru sérstök þjóð, sem greinist glögglega frá hinum norrænu þjóðunum. Vegna þessa hafa sjálfstæðiskröfur Fær- eyinga við meira að styðjast, heldur en sjálfstæðiskröfur San Marnio. ' Færeyingar eru sérstæð þjóð. Enginn maður með viti mun lengur nenta því, að Færeyingar sé sérstök þjóð. Að minsta kosti eru allir Færeyingar sammála um það. Og þótt meiri hluti þeirra vilji, að Færeyingar verði áfram amt í Danmörku, þá er það ekki af þjóðernisástæðum eða því, að þeir þykist svo skyldir Dönum. Það hefir verið útbásúnað, að sambandsflokkurinn sé danskur flokkur. En þetta er ekki rét^.— Flestum Færeyingum er vel við Dani, ekki fremur sambandsmönn- um en sjálfstæðismönnum, en all- ir eru þeir sammála um að þeir sé Færeyingar en ekki Danir. Á Færeyjum er enginn danskur flokkur. Aftur á móti er þar flokkur (sabandsmenn), sem byggir stefnuskrá sína á því, að missa ekki ríkisstyrkinn frá Dan- mörk. Það kom ljóst fram í blaða- deilum í sumar, að sambandsmenn líta svo á, að Færeyingar hafi ekki efni á því að vera sjálfstæðir, og megi ekki án vera þess fjárstyrks, sem þeir fá frá Dönum. Þegar hér er komið, verður málið einfaldara. Færeyjar eru ekki danskar. Sambandið við Danmörk byggist ekki á þjóðern- islegum grundvelli. Þegar talað er um sjálfstæðismál Færeyinga- eða heimastjórn, sem flestir sjálf- stæðismenn óska eftir — verður því að líta á þau frá fjárhagslegu sjónarmiði. Fjárframlög Dana til Færeyja. Lítum þá fyrst á afstöðu Fær- eyja, sem amts í Danmörku. Þeim er stjórnað frá Kaupannahöfn. Ráðherrarnir hafa hönd í bagga með öllu, stjórna eyjunum með reglugerðum, en ríkisþingið setur þeim lög. Að vísu eiga Færeyingar sína þjóðarsamkundu, lögþingið, en það hefir ekkert vald. Það hefir ekki löggjafarvald — er að eins ráðgef- andi. Ráðherrarnir þurfa ekki að skeyta neitt um vilja þess — og hafa heldur ekki gert það, þeg- ar mest á reið. Það, sem mest háir lögþinginu, er þó fjárskortur. Mestur hluti fjárins kemur úr ríkissjóði og rík- ið ræður hvað við það er gert. Fjárframlög ríkissjóðs til Fær- eyja eru nú rúmlega miljón krón- ur á ári. Þar af gengur nokkuð til embættismanna, nokkuð til al- menra þarfa — sérstaklega skóla .— 0g nokkuð til vega og hafna- gerðar. En það sem ríkið fær í staðinn frá Færeyingum er sára- lítið. Færeyingar greiða ekki tekjuskatt í ríkissjóð og tollgjöld- in, sem enn eru lítil, renna aðal- lega til lögþingsins. Frumreglunni, að Færeyjar skuli vera amt í Danmörku, hefir því ekki verið fylgt í þýðingarmiklu atriði og engum dettur heldur í hug að framfylgja henni. Hér er hin mikla veila og sam- ræmisskortur. Tekjur ríkisins af Færeyjum eru nú árlega tæpar 100 þús. kr., útgjöldin 10—12 sinnum meiri. Ríkisfjárframlög koma ekki að tilætluðum notum. Ef nú er spurt um, hvernig á því standi, að færeyska amtið njóti slíkra vildarkjara, mun svarið verða, að það sé vegna þcss, að Færeyjar eru lítið og fá- tækt land. Aðalástæða sambandsmanna er því sú, að Færeyjar verði, vegna fátæktar, að vera í sambandi við Danmörku. Þetta eru rök, sem menn skilja. Og það er ekki und- arlegt, að sá flokkur, sem hefir afstýrt því að Færeyingar væri gerðir skattskyldir og hefir stjórn- að eyjunum fyrir annara fé, hafi fengið meiri hluta skattgreiðenda í lið með sér, því að Færeyjar eru fátækt land., Spurningin er þá sú, hvort Fær- eyingar komist nokkuru sinni úr kútnum og hvort það sé holt fyr- ir þá, er til lengdar lætur að lifa á annara fé. Það þarf sterkt bak til að þola góða daga. Það er ekki að vænta neins dugnaðar af þeim manni, sem séð er fyrir, og þá ekki heldur af þjóð. Og þegar litið er á það gagn, sem féð úr ríkis- sjóði gerir, þá er ekki sýnilegt, að það hafi orðið til þess að auka framtakssemi Færeyinga að neinu ráði. Við skulum taka nokkur dæmi. Til'raunirnar um að rétta við útgerðina með ríkisstyrk hafa ekki borið fullnaðarárangur. Fiski ílotinn er nú í hörmulegra á- standi en nokkuru sinni áður, og það þarf að yngja hann upp. Veiðiaðferðin er orðin svo úrelt, að dugnaður fiskimannanna megn ar ekki að bæta þar úr. Fátækt- in magnast og um leið þörf fyrir hærri ríkisstyrk. Maður ýar líka vantrúaður á hinar miklu vega- og hafnarbæt- ur. Það er stór gjöf og gefin af góðum hug, sem Færeyingar hafa þar þegið. Það er ekki að eins lofsvert, heldur nauðsynlegt, að fá hafnarbætur. En þó er það efamál, hvort ekki hefir verið ráðist í alt of stóra, og hvart það borgar sig, að hafa lagt annað eins stórfé í kostnað. í Þórshöfn hefir verið lagður liafnargarður, sem kostar nokkuð á aðra miljón. Það er alkunnugt, að hann kem- ur að sáralitlum iotum, nema þvi að eins að hann sé lengdur. Það er óhætt að fullyrða, að aldrei ihefði verið ráðist í þetta mann- virki, ef ríkið hefði ekki átt að greiða fjóra fimtu hluta kostn- aðai*. Um aðrar hafnarbætur er og sama að segja, að gagnið af þeim er hverfandi lítið í saman- burði við kostnaðinn. Manni verður á að spyrja, hvort ekki hefði verið heilbrigðara að vegir og hafnir hefði komið smám saman, eftir því sem framfarir urðu hjá þjóðinni, í stað þess, að nú er þetta fengið sem alt of dýr gjöf, og helzta gagnið ag henni hefir verið há verkalaun meðan á því stóð. Það hlýtur að verða til niðurdreps, að menn venji sig á að byggja tilveru sína meira á annara hjálp heldur en eigin hvöt og' dugnaði. En það er örðugt að berja slíkt inn í menn, sérstak- lega á þessum tímum, vegna þess að atvinnuvegirnir eru í kalda- koli svo að segja., Flestir munu líta svo á, að úr því að svona illa gengur með ríkisstyrk, mundi fara enn ver án hans, og fólkið sökkva dýpra og dýpra í fenið. Eftir því sem ver blæs, því ákveðnari eru sambandsmenn og þess vegna rcega Danir vera róiegir út af því, að fyrst um sinn halda þeir Fær- eyjum. En því miður er það ekki vegna þess, að ástandið í "amt- inu” sé gott, heldur vegna hins, að það er slæmt. Sjálfsforræði lyftistöng f ramkvæmdanna. Merkur fslendingur sagði við mig fyrir skemstu: “Á Færeyjum eru 25 þús. íbúar, sem búa ein- angraðir, umkringdir úthafi. — Mundi það ekki auka stórum á- byrgðartilfinning þeirra og verða þeim hvöt til dáða, ef þeir vissu, að þeir yrðu að sjá um sig sjálf- ir ?” Þarna er skoðun sjálfstæðis- manna rétt lýst. Gallinn er sá, að hið núverandi fyrirkomulag veldur kæruleysi og spillir hugs- unarhætti manna. íslendingurinn talaði af reynslu. Þjóðin hans er fagurt, já hrífandi dæmi um það, hvað lítil þjóð getur, þegar hún v i 1 1 bjarga sér sjálf. Ef við snúum okkur nú að hinni hlið málsins, þá sjáum við fljótt, að það er stórt stökk fyrir “amt” að gerast sjálfstætt ríki, enda munu fáir Færeyingar hugsa sér það. Þeir munu ekki horfa svo hátt. Flestir sjálfstæðismenn æskja ekki eftir fullveldi, heldur home rule”, heimastjórn, eða sjálfstjórn, eins og það er kallað. Færeyska lögþingið á að ráða yfir öllum innanlandsmálum Fær- eyinga. Ef dæmt er eftir fjárlögum seinustu ára, mundi sjálfstjórnin kosta Færeyinga rúma miljón á ári. Nú eru þar 25 þúsund íbú- ar, og mundi það því verða 40— 50 kr. nefskattur á ári. Fyrir fá- tækt land, sem h ingað til hefir verið skattfrjálst, er þetta ákaf- lega mikið, ef til vill meira en í- búarnir geta risið undir nú sem stendur. En miðað við nefskatt í öðrum löndum, þá er þetta ekki mikið. í Danmörku eru beinir og óbeinir skattar langt fram yfir 100 krónur á nef hvert, eða meira en helmingi hærri. Enginn mun vilja skella slíkri hrossalækningu á Færeyinga í einu. Sjálfstjórnin verður að koma smám saman með gætni og eins skattaukningin. En þá leið verð- ur að fara. Lögþingið hefir þeg- ar — eftir tillögum sjálfstæðis- manna — byrjað gætilega á því að koma á tollum, og tollana má auka talsvert án þess að menn finni verulega til þeirra. Sein- asta fjárhagsár nam lágur tollur á víni og tóbaki 110 þús. kr., og komist atvinnuvegir Færeyinga í sæmilegan blóma, þá er það ekki þung byrði fyrir 25 þús. manna að bera eina til eina og hálfa milj. kr. beina og óbeina skatta. Með þessu móti næði maður því eðlilega og sjálfsagða takmarki, að Færeyingar fáist sjálfir á eig- in ábyrgð við þau málefni, sem þeir hafa h’ingað til orðið að eiga undir forsjón ríkisins og velvilja dönsku þjóðarinnar, til stórtjóns fyrir framþróun þeirra. — '1-- Þótt sjálfstjórnarhugmyndin eigi ekki mikið fylgi, þá er langt frá því, að hægt sé að kalla hana sérvizku eða einþykni. — Það er langt frá því, að vera sannað að litil þjóð hafi gott af því að sam- einast algerlega stærri þjóð. Eins og hægt er að tala um dugnað einstaklinga, svo má og tala um dugnað þjóða. Afstaða Færeyja til Danmerkur hefir nú á sér ein- kenni uppgjafar, og það getur aldrei orðið til framfara. Færey- ingar verða fyr eða síðar að fá álit og traust á sjálfum sér. Það er hvorki Færeyjum né Danmörk, eða Norðurlöndum yf- irleitt, til neins tjóns, þótt Fær- eyingum verði hjálpað til að hjálpa sér sjálfir, í stað þess að láta Dani borga tekjuhallann og setja sjálfstæði sitt að veði fyrir vikið. Jón Sveinsson sjötugur. Einhvern tíma dvaldi Jón Sveins- e°n suður á Italíu og hélt til í klaustri nokkru. Það barst út um nágrennið, að hann væri þar. Einn dag kemur þar drengur og spyr eftir Nonna; boð er gert eftir séra Jóni og hann fer út að finna drenginn. Drengurinn sinnir því ekki, þó að þessi gamli maður komi þarna, gefur sig ekkert að honum og bíður áfram. Séra Jón spyr hann þá, hvort hann vilji nokkuð tala við sig, hann hafi gert boð eftir sér. “Nei, mig langar til að hitta hann Nonna, eg hefi heyrt, að hann væri hérna”, segir dreng- urinn. Það er hætt við, að okkur mundi fleirum fara eins og ítalska drengnum. Við getum vart hugs- að okkur Nonna litla sem grá- hærðan öldung. Það má eins vel snúa þessu við: Við getum vart hugsað okkur, að það sé gráhærð- ur öldungur á sjötugasta árinu, sem skrifar bók eins og “Æfin- týri úr eyjum”, um drengi, sprikl- andi af f jöri og þrótti æskunnar, með sín barnabrek, barnaraunir og barnakæti. Hann getur verið gamall að áratali, en æsku sinni hefir hann ekki glatað; fyrir okk- ur verður hann hinn sí-ungi Nonni. Við hér heima þekkjum lítið til séra Jóns Sveinssonar, nema frá því skeiði æfi hans, er hann lýsir í bókum sínum. Einstaka sinnum hefir smávegis verið get- ið um hann í blöðum hér nú á seinni árum, og áður nokkrum sinnum í “Hringsjá” Eimreiðar- innar 1 tíð dr. Valtýs Guðmunds- sonar, þegar eitthvað hafði birzt eftir hann. Þann, er þetta ritar, fýsti að vita eitthvað frá æsku hans frá öðruín en honum sjálfum, og fór því á fund námsfélaga hans, Gunnars Einarssonar. “Eg get eiginlega ekkert sagt yður um Jón Sveinsson,” segir Gunnar. “Við vorum að vísu sam- an einn vetur í Kaupmannahöfn, eins og hann getur um í bókum sium, en eg var kominn þangað á undan honum og hvarf heim strax um vorið, svo að við vorum til- tölulega lítið saman.” Eg læt mér þá ókurteisi um munn fára, að hann muni líklega hafa orðið undir í viðskiftunum við Nonna og vilji þess vegna ekki minnast þess. En unglingurinn kemur þá upp á Gunnari og virð- ist mér svo sem eg fái þar stað- festu á því, sem maddama Valen- tína segir á blaðsiðu 15, í nýju bókinni, um ærslin á herbergi þeirra. “Eg var nokkru eldri,” segir Gunnar, eins og til þess að afsaka Nonna, “Og eg man það. að mér fanst hann svo veiklulegur fyrst þegar hann kom, að eg var hrædd- ur um að hann væri heilsutæpur. En Nonni litli náði sér fljótt og var fljótur að átta sig á hlutun- um. Og eg man líka að hann hafði mikið að segja frá sjóferðinni að heiman- Hann var víst viljugri en eg að sendast fyrir ráðskon- nua, t. d. eftir brauði, hafði það til að vera óþarflega fljótur. — Lögreglunni þótti grunsamlegt að sjá dreng þjóta eins og örskot um götuna með eitthvað undir hend- inni og tók á rás eftir honum til að rannsaka það. Þetta var þá bara Nonni, með brauð handa ráðskonunni 1’^. “Þektust þið ekkert áður en þið fóruð að heiman?” “Nei. Við vorum að vísu báðir úr Eyjafirði, en áttum heima sinn hvoru megin fjarðarins og hafði eg aldrei séð hann áður. Þegar tilboðið kom frá franska greifan- um de Foresta, var í ráði að eg og Þórhallur sonur séra Björns í Laufási (síðar biskup, faðir Tryggva forsætisráðherra) yrðum sendir. Þetta breyttist með Þór- hall, og því var það að Nonni fór seinna en eg.” “Hafið þér ekkil haft nein kynni af séra Jóni síðan þið skild- u ð 1871?” “Það get eg ekki sagt. Þó hef- ir vinátta okkar haldist alla tíð og hefir hann iðulega sýnt mér vott hennar. Seinast nú í sum- ar,” segir Gunnar og tekur fram franskt blað með all-langri grein um Gunnar í tilefni af heiðurs- merki því, er hann hlaut af páfa í fýrra. Það er, sem sagt, lítið sem mað- ur getur fræðst um séra Jón Sveinsson hér. Við vitum, hann er fæddur 16. nóv. 1857 að Möðru- völlum í Hörgárdal, sem þá var amtmannssetur, og var faðir hans skrifari hjá amtmanninum. Tólf ara gamall siglir hann til Kaupm.- hafnar. Þá vitum við aftur lít- ið um hann, alt til þess er hann, í nýju bókinni, “Æfintýri úr eyj- um”, er lagður af stað til Fraýí- lands. Alla æfina síðan hefir hann starfað fjarlægur ættjörð- inni. Það hefi eg fyrir satt, — eftir einum nemanda hans frá þeim tíma, er hann kendi við skóla einn í Danmörku — að hann hafi not- ið óvenju mikillar ástsældar af nemendum sínum. Hann hafði það til, að segja drengjunum sög- ur — “og þó það væri hin trölls- legasta lygasaga, datt hvorki at þeim né draup; allir hlustuðu hugfangnir og fanst að þetta hlyti að vera satt.” Það hefi eg einnig úr öðrum stað, að hann hafi al- veg sérstakt lag á að heilla á- heyrendur sína, hvort sem það er prédikun eða fyrirlestur sem hann flytur. Fyrir það er hann svo eftirsóttur fyrirlesari. f bréfi til prefektsins í Landakoti, hr. Meul- enbergs, sem eg hefi átt kost á að sjá, frá síðastl. vetri, segist hann vera að leggja af stað í fyrirlestra leiðangur, um hin þýzkumælandi lond álfunnar, Suður- og Norður- Þýzkaland, Austurríki, Pólland, Tjekkóslóvakíu, Sviss, Holland, Belgíu, Norður-ítalíu. “Þetta er er nærri þvi broslegt, en eg get ekki komist undan því. Meðan á því stendur, má heita, að eg sé lokaður úti frá umheiminum.,Bréf komast miklu seinna til mín en ella og eg mun varla hafa tíma til að svara nokkru þeirra. Og þessi “gauragangur” (hann notar j?etta íslenzka orð, þó bréfið sé annars á þýzku) stendur yfir nokkra mánuði.” Jón Sveinsson hefir alla jafna haft annríki mikið. Þeir sem til þekkja undrast það mjög, að hann skuli hafa getað afkastað slíkum ritstörfum, sem hann hefir gert, þrátt fyrir allar annirnar. Og sjötugur varð hann á mið- vikudaginn 16. nóv. 1927. Þann dag kom hér út einhver hin skemti- legasta bók hans, “Æfintýri úr eyjum”. Hann færði okkur gjöf á afmælisdegi sínum, við ekki hon- um. En bækur hans kunnum við að meta, ekki síðuft en aðrir. Það er mikið, þegar þær seljast-í tug- um þúsunda eintaka með erlend- um þjóðum, hitt er þó meira, að af fyrstu bók hans, “Nonna”, hafa þegar selst um tvö þúsund eintök hér. Það er fyrir okkur e’ins og ít- alska drengnum: Við þekkjum ekki Jón Sveinsson, en Nonna þekkjum við, elskum hann og dá- um. Vegna fjarlægðarinnar höf- um við ekki getað sýnt honum neinn vott þeirrar ástar. En ótal hugir ungra og gamalla landa hans be'ina innilegum árnaðarósk- um til hins síunga Nonna, inni- legri en aðrir geta gert, vegna þess, að hann er af þeirra eigin noldi og blóði. L. —Lsb. Mbl. Gengið á Herðubreið. [Höfundur greinar þessarar fór í sumar ásamt þýzkum vísinda- manni upp á Herðubreið. Hefir hún jafnan verið talin ógeng, en fyrir nokkrum árum komst þó Þjóðverji upp á hátind hennar. Honum var ekki trúað, en för þe'irra félaga í sumar sannar það fyllilega, að hægt er að ganga á Herðubreið og að Þjóðverjinn hafði komist upp á fjallið.] Við félagar lögðum upp frá Öskju klukkan tíu árdegis 21. júlí. Héldum við út öskjuop, sunnanvert, en ferðin sóttist seint því að vegir voru vondir. Þurft- um við oftsinnis að krækja hátt upp í brekkur fram hjá ófærum hrauntöngum. Var þetta ferða- lag næsta þreytandi, því að lengst um urðum við að ganga og teyma hestana. Er út úr opinu kemur hallar undan fæti. Hefir vikurinn frá gosinu 1875 sléttað svo yfir hraunið, að fært má kallast fyrir hesta, enda þótt hvergi yrði far- ið liðugt og alstaðar þurfi að við- hafa hina mestu gætni, því að víða geta hestar sloppið í þar. Sennilega hefir illfært verið þarna með hesta fyrir 1875. Landið til Herðubreiðar er öld- ótt og leiðin því lengri miklu en við hugðum í fyrstu. Hver hraun- aldan tekur við af annari og leggja þær þrjúgum undir sig. Við lögðum leið okkar sunnan við Herðubreiðaitögl og alla leið austur að Jökulsá, sem fellur þar um víðlendar eyrar, gráar og gróðurlausar. Er austur að ánni kom, beygðum við meira til norð- urs og stefndum á Herðubreiðar- lindir. Náðum við í Lindarbotna klukkan að ganga átta að kvöldi eft’ir nær tíu tíma ferð frá öskju. Þar í Lindarbotnum bjuggumst við um, því að þar skyldi nátt- staður vera. Er þar fagurt um að litast og hestahagi góður, voru það viðbrigði mikil eftir gróður- leysi öræfanna. \ ið tjölduðum í snatri og bjugg- um til kvöldverðar okkar. Átu Þjóðverjarnir makkarónukjötsúpu er þeim þótti hnossgæti hið mesta, en eg kaus mér harðfisk að ís- lenzkum sið, en hafði te og súkku- laði til smekkbætis. Að loknum kvöldverði, athugaði dr. Sorge hverja leið við skyldum fara til Herðubreiðar að morgni. Er þar yfir hraun að halda og hefir eng- inn vikur fallið þar 1875. Hlóð Sorge vörður nokkrar þar í hrauninu okkur til hægðarauka næsta morgun. Að því búnu var gengið til náða. Við dr. Sorge vöknuðum kl. 2 aðfaranótt hins 22. júlí, en þánn dag höfðum við ákveðið að ganga upp á Herðubreið, ef þess væri nokkur kostur, eða a. m. k. að ganga úr skugga um hvort það væri yfirleitt fært. Eins og kunnugt er, hefir Herðubreið lengstum verið talin ógeng. Að vísu gekk dr. Reck upp á hana sumarið 1908. en nágrannar Herðubreiðar, Mývetningar, drógu orð hans mjog í efa, mest vegna þess þeim þótti hann vera furðu fljótur í ferðum. Síðan hefir engin tilraun verið gerð til að gaga á fjallið fyr en okkar, en áður en för okkar verður lýst, vil eg geta þeirra skoðana, er ríkt hafa um myndun Herðubreiðar. Herðubreið rís einstök upp af öræfunum, sem í kring eru næsta flatlend. Allar hlíðar hennnar eru snarbrattar og líkist hún þvi í fjarlægð séð þeim myndunum er á dönsku kallast “Horst”, en Pálmi Hannesson hefir nefnt bergstál á íslenzku. öllu betra virðist mér að kalla það berg- stabba, eins og G. G. Bárðarson hefir stungið upp á. Þar sem Herðubreið er svo örðug upp- göngu, hefir reynst örðugt að ákveða um myndun hennar. — Eokkrir hafa með tilliti til útlits hennar í fjarlægð, álitið hana bergstabba, sem staðið hafi eftir, er landið á milli Bárðardals og Jökulsár seig. Aðrir hugðu Herðubreið vera eldfjall, sem hlaðist hefði upp af gosum. 1 gömlum annálum finnast nka sagnir um Herðubreiðargos. En vart mun.vera að henda reiður þar á, því að nokkurn veginn mun vera víst, að Herðubreið hefir aldrei gosið síðan á landnámsold. Það var fyrst dr. Reck, sem tók af öll tvímæli í þessu efni, er hann gekk upp á Herðubreið 1908, sem fyr er sagt. Hann fann eldgíg uppi á fjallinu og öll ein- kenni eldfjalla. Skal nú snuið að ferð okkar dr. Sorges. Eins og fyr er getið, lögðum við af stað frá Lindunum kl. 2 árd. Lindirnar liggja spölkorn fra sjálfu fjallinu og vorum við við rætur þess eftir nál. 40 mínútna ferð, og lögðum þvínæst á bratt- ann. . . í fyrstu er brekkan ekki ykja- fcrött, er það laus móhelluurð með blágrýtisbjörgum á víð og dreif. Hafa björg þau hrunið úr efri- hluta hins fasta bergs. Við geng- um upp djúpa kleif er skorist hafði í móhelluna og vorum komn- ir upp að sjálfu berginu eftir nál. 50 mínútur, Bergið er mjög núið af vindi og vatni og sundur- sprungið á ýmsa vegu, eins og mó- helluberg vanalega er. Þessi veg- ur var ekki ýkja langur, né sér- lega brattur, en þreytandí. Alt lausgrýtisurð, sem hrundi undan fótunum í hvert sinn, sem þeim var stigið niður. Varð því að hafa hina mestu aðgæzlu, svo að eigi yrði slys að; fylgdumst við fast að, svo að e'igi hryndi frá þeim efri á hinn neðri. Næsti áfanginn var öllu óárenni- legri, enda hið torsóttasta af allri leiðinni. Voru það móbergs- hamrar þverhnýptir og sundur- sprungnir; svo voru þeir lausir í sér, að hvergi var örugga fót- eður handfestu að fá. Sóttist okk- ur ferðin seint, því að ýmist urð- um yið að víkja til hægri eða vinstri, og klifra yfir berghryggi eggmjóa, eða ofan í djúpar skorir og kleifar. Eftir nálægt klukku- tíma náðum við loks upp fyrir móhelluna og að takmörkum bas- altsins. Þar á mótum berglag- anna var móhellan rauðleit og öll brend af glóandi bastalhrauninu, sem yfir hana hefir ollið. Basaltlögin byrja í 600 m. hæð fiá fjallsrótunum, eru þau lárétt og einkar regluleg. Mjög eru þau misþykk. Leikur þykt þeirra á 2- 3. til 2 metra, eða rúmlega það. Hvergi gat eg séð ísrákir, þar sem við fórum, og gætti eg þó sérstak- staklega að þeim, en þess ber að gæta, að þar sem fjallið er snar- bratt og við urðum stöðugt að hafa vakandi auga á að hvorki fóta- né handfesta sviki, var ekki unt að skoða bergið nákvæmlega, og því ekki óhugsandi að okkur hafi sézt yfir ísrákir. Þó má geta þess, að dr. Reck, sem gekk á fjallið frá hinni hlið þess, eða frá norðvestri, — við gengum suðaustan á fjallið, — fann held- ur ekki ísrákir eða nokkrar jök-' ulminjar. í efstu brúninni hékk hjarn- fönn, að því er eg komst næst alt í kringum fjallið. Sporuðum við okkur upp hana með ísbrjót, er við höfðum tekið með okkur. Var hjarnveggurinn næstum lóðréttur og nál. 10—15 metra hár. Er við höfðum komist upp fönn- ina, vorum við komnir á brún fjallsins og var klukkan þá fimm að morgni, eða nál. 3 klt. frá því er við lögðum frá tjaldstað. — Hófum við nú að litast um þar uppi. Varð mér fyrst fyrir að líta eftir jökli þeim, er eg ætíð hafði heyrt að þar væri, en hann sást enginn, nema hjarnfönn sú, er áður er getið. Hið fyrsta, er fyrir augun bar, er gígur mikill. Fann dr. Reck hann 1908. Er fjallið slétt í kring um gíginn og hallar jafnt niður frá honum á alla vegu. Hæð gígbarmanna að ut- an, þ. e. frá fjallsbrún, er hér úm bil 25 m. Gígur þessi er spor- öskjulagaður. — Er lengri ás sporöskjunnar á að gizka 250— 300 m., en hinn styttri 150—200 Stöðvið þetta KVEF Stöðvið það áður en það kemst fyrir brjóstið. Peps, meðalið sem þú andar að þér, og er í hand- hægum töflum, ver þig fyrir flú og bronchitis og læknar fljótlega kvef og hósta. Peps eyðir illum gerlum. Nyst&rlegt imeSal 1 .tötlum vöföum 1 sUfurpapplr. örug'garii og betri en imeöalablanida. Nú 25C öskjur með 35 töflum. metrar. Dýpt gígsins álitum við 70—100 metra miðað við meðal- hæð barsins, en hæstur var gíg- barmurinn aðs norðan og vestan. Á gígbarminum fundum við bas- altsúlur, iall-einkennilegar útlits. Voru þær allar holar að endi- löngu. Hin stærsta þeirra var nál. 2-3. m. löng, og göngin i gegn, sem ætíð voru eins og bor- uð og ofurlítið víðari í annan endann en hinn, voru 10—15 cm. í víðari edann, en 6—10 cm. 1 hinn mjórri. Sumar súlurnar höfðu sprung- ið af áhrifum vatns og frosts. Allar lágu þær óreglulega í börm- um gígsins, en engar gat eg fund- ið í föstu bergi. Sennilega hafa súlur þessar myndast á þann hátt, að vatnsgufa hefir þrýstst upp 1 gegn um hálfstorkið basalt og eru súlurnar myndaðar af guf- unni. — Er við höfðum athugað þetta um hríð, héldum við niður aftur sömu leið og við komum, og gekk allvel. Þótti okkur betur farið en heima setið. Og lýkur þar að segja frá Herðubreiðarför . Jóhannes Ásláksson. —Lsb. Mbl. VITA-GLAND TÖFLURNAR tryggja það að hænurnar verpa innan þriggja daga Hænurnar hafa lífkirtla eins og manneskjan og þurfa holdgjafar- efni. Vita-Gland töflur eru slíkt efni og séu þær leystar upp í vatni sem fyrir hænsnin er sett, þá fara lélegar varphænur strax að verpa. Vísindin hafa nú fundið þau efni sem nota má til að ráða því alveg hvernig að hænurnar verpa. — Skýfslur sýna, að með því að nota hæfilega mikið af Vita Gland töflum handa hænunum, getur hæna verpt 300 eggjum, þar sem meðai hæna verpir að eins 60 eggjum. Egg, egg og meiri egg, og þrif- leg hænsni án mikillar fyrirhafn- ar eða meðala eða mikils fóðurs. Bara að láta V’ita^Gland töflu í drykkjarvatnið. Auðvelt að tvö- falda ágóðann með sumar-fram- leiðslu á vetrarverði. Þeir, sem búa til Vita-Gland töflurnar, eru svo vissir um ágæti þeirra, að þeir bjóðast til að senda yður box fyrir ekkert, þannig: sendið enga peninga, bara nafnið. Yður verða send með pósti tvö «tór box, sem hvort kostar $1.25. Þegar þau koma, þá borgið póstinum bara $1.25 og fáein cents í póstgjald. Nábúar yðar sjá svo hvað eggjun- um fjölgar hjá yður, kostnaðar- laust. Vér ábyrgjumst, að þér verðið ánægður, eða skilum aftur peningunum. Skrifið oss strax í dag og fáið mikið fleirl egg á auð- veldara og ódýrara hátt. VITA-GLAND LABORATORIES 1009 Bohah Bldg., Toronto, Ont- Ertu að léttast? Mr. Gottfried Schilling, Pres- cott, 111., segir “Eg vigtaði 130 pund; nú vigta eg 155 pund, og er nú eins og eg átti að mér. Eg var að verða að engu og maginn var í mesta ólagi og mér fanst eg vera þreyttari á morgnana en á kveld- in. Eg er mjög þakklátur fyrir gagn, sem eg höfi haft af Nuga- Tone.” Nuga-Tone hefir unnið afskap- lega mikið gagn í 35 ár. Meir en miljón manna og kvenna hafa orðið heilsubetri, sterkari og á- nægðari fyrir að hafa notað það. Ekkert getur jafnast við Nuga- Tone í því að auka matarlystina og bæta meltinguna. Það kemur í veg fyrir svima og annan slíkan lasleika, styrkir nýrun og varnar blöðrusjúkdómum. Nuga-Tone er ágætt fyrir þá, sem taugaveiklað- ir eru og eru að tapa kröftum. Það fæst hjá lyfsölum og það verður að reynast vel, eða pen- ingunum er skilað aftur. Lesið ábyrgðarskjalið, sem er á hverjum 1 paKka.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.