Lögberg - 05.01.1928, Blaðsíða 8

Lögberg - 05.01.1928, Blaðsíða 8
/ Bls. 8. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. JANÚAR 1928. WALKER WBD. MAT. Canada’s Flnest Theatre NŒSTU VIKU SAT. MAT. Gerir stórt brauð eins ogþetta úr RobinHood FIvOUR }-AA ABYGGILEG l'ENINGA TRYGGING I HVERJUM POKA Unglingafélög fyrstu lútersku kirkju, bjóða öllu íslenzku lút- ersku fólki, yfir fermingaraldur, í samsæti i samkomusal kirkjunnar fimtudagskvöldið 12. janúar, kl. 8 stundvíslega. Undirbúningur er þegar byrjað- ur fyrir hina aðra árlegu leiksýn- inga samkepni hinna Sameinuðu íslenzku leikfélaga. Þeir leik- flokkar, sem í hyggju hafa að keppa um sigurmerkið þetta ár, eða sem kynnu að æskja upplýs- inga um reglugerðir, ættu að snúa sér til Aðalbjargar Johnson, rit- ara, Ste. 15, Nova Villa Apts., Winnipeg. — í þessa árs nefnd eru: Dr. Ág. Blöndal, forseti; Miss A. Johnson, ritari og féhirðfr; séra Ragnar E. Kvaran, Fred Swanson, Winnipeg; Mrs. H. Dan- íelsson og I. Ingjaldssou frá Ár- borg; Mrs. Garet og Mr. G. J. Oleson, frá Glenboro. “Vitranir úr æðra heimi”, hina margumræddu bók Sundar Singhs, hefi eg nýlega fengið frá íslandi, örfá eintök þó. Verðið er $1.00. Þá hefi eg nýfengið söguna “Brúð- argjöfin”, eftir Guðrúnu Lárus- dóttur, sérprentun úr Bjarma frá 1922; verðið er $1.00. — Báðar eru bækur (þessar í bandi. Einnig hefi eg nokkuð af Minningarrit- inu um Ólafíu Jóhannsdóttur, “í skóla trúaPinnar”, í bandi á $1.75. Kanamori kostar 50. — S. Sigur- jónsson, 724 Beverley St., Wpeg. Mr. Árna fasteignakaupmanni Eggertssyni, barst nýlega bréf frá Þorgeiri Jónassyni í Reykjavík, þar sem hann var beðinn að koma til skila bréfi með utanáskrift, sem hér segir: Mr. John C. A. John- sen, America. — Sendandi þessa bréfs, er Guðrún S. Jónsdóttir, Ingólfsstræti 18, Reykjavík, Ice- land. Bréf þetta er geymt á skrif- stofu Lögbergs, eg eru þeir, sem eitthvað kynnu að vita um eiganda þess, vinsamlegast beðnir að til- kynna það Mr. Árna Eggertssyni, eða ritstjóra þessa blaðs. Til sölu fást á skrifstofu Lög- bergs, 2 Scholarships við einn hinn allra fullkomnasta verzlun- arskóla borgarinnar. Spyrjist fyr- ir nú þegar. Það mun borga sig. Öldruð kona, þrifin og reglu- söm, getur fengið atvinnu við létt innanhúss störf, á góðu ís- lenzku sveitaheimili í Manitoba. Ef um semst, getur atvinnan orð- ið til langframa. Upplýsingar fást hjá ritstjóra Lögberg3. Bók séra Jóns Sveinssonar, “Nonni og Manni”, hefir verið þýdd á ensku, (fyrri hlutinn) og gefin út í Dublin, undir nafninu “Lost in the Arctic”, í góðu bandi, prýdd myndum. Þessa bók hefi eg nú til sölu fyrir $1.00, send hvert sem er. Fred Swanson, 626 Alverstone St.. Bæjarstjórnin í Winnipeg hefir haldið sinn fyrsta fund á árinu. ITinn nýkosni borgarstjóri, Dan. MLean, talaði fallega um gott samkomulag og varaði við flokka- drætti. Mr. Pulford var kosinn vara-borgarstjóri og Mr. Leach kosinn í lögreglunefndina í hans stað. Formenn nefnda eru þeir sömu eins og árið sem leið, nema hvað Davidson var kosinn formað- ur nefndar þeirrar, sem sér um verklegar framkvæmdir, í staðinn fyrir Blumberg, sem var það áður. Bæjarráðsmennirnir, sem verka- mannaflokknum tilheyra, létu þeg- ar í ljós mikla óánægju út af því, að enginn þeirra var kosinn nefnd- arformaður og þótti þeim það bera þess ljósan vott, að meiri hluti bæjarráðsins vildi ekki sann- gjarnt tillit til sín taka. Það lít- ur því ekki út fyrir annað, en sama stríðið haldi áfram í bæjarráðinu, e?ns og átt heíir sér stað þar und- anfarin ár. Útgefendur Heimskringlu biðja lesendur blaðsins að virða á hægra veg, þótt blaðið komist ekki í hendur þeirra í tæka tíð yfirstand- andi viku. Veldur því bilun vélar í prentsmiðjunni. Veitið athygli. Tvö Scholarships fást nú þegar, við einn bezta og fullkomnasta verzlunarskóla landsins. Upplýs- ingar á skrifstofu Lögbergs. Hér er um hlunnindi að ræða, sem fólk ætti ekki að láta ganga úr greipum sér. Hon. John Bracken, stjórnarfor- maður í Manitoba, hefir verið veikur undanfarna daga, þó ekki hættulega að sagt er. Hann hefir háft snert af botnlangabólgu, og er þó búist við, að hann þurfi ekki að ganga undir uppskurð. Haft cr eftir lækni hans, að honum ríði á að halda kyrru fyrir og hvílast sem bezt um tíma. Þann 3. desember s.l. andaðist að heimili dóttur sinnar, Guðleif- ar Johnson, að Otto, Man., ekkjan Guðrún Sveinungadóttir, 95 ára að aldri. Var hún jarðsuungin 10. des. af séra H. Leo. Athygli almennings skal hér rneðj að því leidd, að frá 1. janúar 1928, kosta auglýsingar í Lög- bcrgi, 70 cents þumlungurinn. íslenzki söngflokkurinn, Ice- li.ndic Choral Society, undir stjórn hr. H. Thorolfssonar, hefir æf- ingar á hverju þriðjudagskveldi kl. 8, í samkomusal Fyrstu lútersku kirkju. Áríðandi, að meðlimir mæti stundvíslega. Rétt áður en blaðið fór í pressuna, barst oss hefti af Eimreiðinni, með hinu dásamlega kvæði Ein- ars Benediktssonar, “Hvammar". Heftis þessa verður nánar minst í næsta blaði. Hr. Arnljótur 01- son hefir á hendi útsölu þess. R. H. fWebb borgarstjóra var haldin veizla mikil á Fort Garry gistihúsinu í Winnipeg, á mið- vikudagskvöldið 28. des. Voru þar saman komnir um fjögur lundruð Winnipegbúar til að votta Mr. Webb virðingu sína og þakka honum vel unnið starf í þarfir borgarinnar, þau síðastlið- in þrjú ár, sem hann hefir verið borgarstjóri. Tveir ræningjar, ungir menn, réðust á ráðsmann Lyceum leik- hússins í Winnipeg, og aðstoðar- mann hans, á mánudagskveldið kl. 10 og rændu af þeim $1,000, sem inn hafði komið fyrir að- göngumiða þá um kveldið. Ein- hverju rændu þeir enn fremur af ráðsmanninum. Mrs. E. J. Steph- enson, íslenzk kona, sem selur að- göngumiða í leikhúsinu, sá menn- iria, þegar þeir fóru út og fór þeg- ar á eftir þeim og kallaði upp að hér væru þjófar á ferðinni. Söfn- uðust þegar saman nokkrir menn og eltu annan manninn, því þeir skildu, þegar þeir komu út, en hann skaut nokkrum skotum úr skambyssu sinni, án þess þó að særa nokkurn, og hvarf svo inn á milli bygginganna, og hefir hvor- ugur þeirra náðst enn. TheDUMBELLS 9thAnnualRevue m OoltALA.1 a CAPT. PtUWKETT Production EVENÍNGS ........... 50c to $2.00 WED. MAT............ 25c to $1.00 SAT. MAT........... 25c to $1.50 Aögöngumiöar fdst nú fvrir allar sýningarnar. erindi. Skýrði frá starfsemi nefnd- arinnar, og hvernig hún hugsaði sér fyrirkomulag ferðalagsins. Var gerður góður rómur að máli hans. Fundurinn ályktaði að kjósa 5 rnanna nefnd, til að annast undir- búning málsins í bygðinni. Þessir hlutu kosningu í nefnd- ina: Magnús Hinrksson, Church- bridge, form.; ,Einar Sigurðsson Churchbr., ritari; Jón Árnason, Churchbr.; Jón Gíslason, Breden- bury; Hannes Egilsson, Calder. Síðan var fundi slitið. E. Sigdrðsson, rit. Wash. Island, 26. des. 1927. Herra ritstjóri! Viljið þér svo vel gjöra, að ljá eftirfylgjandi línum rúm í blaði yðaJ^? — Eg les með athygli alt hvað ritað er um Strandakirkju, og nú síðast ritgjörð séra Ólafs ólafssonar í Lögbergi; er hann einn þeirra manna, er trúir því að eitthvað dularfult sé við þá kirkju og “skyldi mig ekki undra, segir hann, þótt hún væri til orðin fyr- ir áheit manna í lífsháska. — Hvernig stendur á því, að enginn, er um téða kirkju ritar, tekur neina hliðsjón til orða séra Jóns sál. Vestlnanns? Er bragur sá er hann orti 1814, með öllu liðinn undir lok, þar hann segir frá upp- runa hennar? Hann má þó hafa þekt alveg sögu henar, þar hann telur upp eftir röð alla presta, er þar höfðu þjónað frá byggingu hennar og til þess dags, að hann var þar prestur. En um uppruna bennar farast honum þau orð, er sér skulu hermd: í brag sínum lætur hann kirkj- una sjálfa segja æfisögu sína, og byrjar þannig: Það hefi eg fyrst til frétta, að frægur höfðinge, íslandsför ásetta efndi úr Norege, að Hólum biskup vígður var, stofu flutti valinn við og vildi byggja þar. Hríð svo hrepti stranga og hörkuvinda los, útivist átti langa, erviði og vos; heit vann Guði í þrautum þá, kirkju byggja af knörs farviÖ hvar kynni landi að ná. —lAlt svo, maðurlnn var staddur í lífsháska ‘og gjörði þá það heit, að ef guð gæfi sér líf og land, skyldi hann láta reisa honum til lofs og dýrðar kirkju úr við þeim, er ætlaður var til stofunnar á Hólum. Lendingu fékk hann í Selvogi og kirkjan var bygð. — Kallist ekki þeta áheit, má taka orðið áheit úr málinu. Séra ólafur segir Sigfús yfir- smið Strandarkirkju svo vín- hneigðan, að hann ónýtti efni hennar, er hún var umbætt áriS 1848; hafði hann þar kútinn hjá sér og brúkaði óspart úr honum; hefi eg þá verið 8 ára; má hann þá hafa sopið úr honum nægju sína, því að eg þekti manninn vel frá því að eg var tíu ára og þar til eg fór 30 ára af landi burt, og vissi eg ekki til, að hann bragð- aði vín. Sigfús Guðmundsson snikkari var Eyfirðingur að upp- runa og átti þar bróður, er ólafur hét. Sigfúá var sá hagorðasti maður, sem eg hefi þekt. Féll honum jafn-létt að yrkja og tala og sparaði hvorugt. Væru allar þær stökur, er eg eftir hann kann, komnar i eitt, væri það nóg í lítið kver; en ekki voru þær all- ar sem fínast heflaðar, því mað- urinn var nokkuð stórgjörður, bæði að þreki og þanka. Þetta fær að vera nóg. — Með vinsemd. Gamli Gvendur. WONDERLAND. “The Tender Hour” heitir kvik- myndin, sem sýnd verður á Won- derland á fimtudag, föstudag og laugardag í þessari viku- Fundargjörð. Þann 19. ágúst 1927, var fund- ur haldinn í “Concordia Hall” við Churhbridge, Sask., til að ræða um hina fyrirhuguðu “íslandsför” árið 1930. Fundarstjóri var kosinn Magn- ús Hinriksson. Skrifari: Einar Sigurðsson. Fundarstjóri gat þess, að fund- ur þessi væri haldinn samkvæmt csk nefndar þeirrar, er hefði heimferðarmálið með höndum fyr- ir Þjóðræknisfélagið, og hefðu þeir séra R. Pétursson og Árni Eggertsson búist jyð að geta ver- ið viðstaddlr þann dag auk séra J. A. Sigurðssonar, en fyrir ófyr- irsjáanleg atvik, væri að eins hinn síðastnefndi viðstaddur. Bað hann síðan séra Jónas að gefa frekari skýringar í málinu. Þá flutti séra Jónas alllangt Gjafir til Jóns Bjarnasonar skóla. Ladies Aid, First Lnth. Church, Winnipeg.............. $100.00 Egilson Bros., Calder, Sask 25.00 O. Anderson, Baldur, Man. 5.00 Með þakklæti fyrir þessar gjaf- ir, og beztu nýársóskum, S. W. Melsted, gjaldk. sk. Glataði sonurinn. Seinni hluti þessarar skáldsögu eftir Hall Cáine, er nú kominn út í íslenzkri þýðin^u eftir Guðna Jónsson stud. mag. Er hér lýst æfiferli Óskar Stefánssonar, — '“hins glataða sonar” erlendis, hvernig hann berst á bárum, fjötr- aður enn af ást sinni á Helgu, og hvernig hún bregst honum er mest á reynir, og hann verður að fara huldu höfði og taka sér nýtt nafn, “vegna þess að hann er dauður”— hefir framiö sjálfsmorð í spilavít- inu í Monte Carlo. Eða svo er það látið heita, vegna þess að hann lét fleka sig að hafa rangt við í spil- um, en alt komst upp. — Þá snýr hann sér aftur að sönglistinni, verð- ur fræður og ríkur á nokkrum ár- um fyrir lög þau, er hann hefir samið, og kemur þá til íslands til að bæta fyrir brot sín og taka að sér dóttur sína. Hann kemur til Þingvalla þegar á að taka jörð og bú af Magnúsi bróður hans. Dvel- ur hann þar aSeins stutta stund og lætur ekki uppi hver hann er.. En hann sannfærist um, að dóttur sína geti hann aldrei heimt aftur, og að hann verði að vera áfram “hinn glataði sonur.” Magnúsi fæv hann þó bjargað úr fjárkröggunum, en sjálfur ætlar hann að fara niður á Eyrarbakka, en á leiðinni ferst hann ísnjóflóði. Það eru sögulok. Þýðingin á þessum kafla er betri en á hinum fyrri. —Vörður. FRETTIR. Mr. Walter Pratt, sá sem aðal umsjá hefir með gistihúsum Cana- dian National járnbrautarkerfisins, var staddur í Winnipeg i vikunni sem leið. Sagði hann að gistihús félagsins í Manitoba, Fort Garry í Winnipeg og Prince Edward í Brandon, mundu alls ekki sinna því að setja upp bjórstofur hjá sér þó hin væntanlegu áfengislög Mani- toba fylkis heimili það. Segir hann að sín gistihús leggi alla áherzlu á bað, að láta fara sem bezt um gest- ina og gera þeim alt sem þægileg- ast, en til þess geti bjórsalan ekki talist, eins og áfengislaga frum- varpið geri ráð fyrir henni. ÞaS væri öðru máli að gegna, sagði Mr. Pratt, ef leyfilegt væri að veita bjór og vin með maltíðum, þa mundi það verða gert til að þóknast gestun- um. Þar að auki sagði hann að hað væri sín og annara reynsla, að ’ög, sem heimiluðu aðeins bjorsölu væru aldrei svo traust, að ekki dæddist fleira með. Til Hallgrímsklrkju. Jón halti................... $ Áður auglýst............... 62.20 $67.20 E. P. J. RO S 17 Theatre-H* Fimtud., Föstud. Laugard. LOIS MORAN í “The Whirlwind of Youth’: gamanleikur og “Bill Gums Progress” sem, er æfintýri Mánud. Þriðjud. Miðvd. W. C. FIELOS í “RUNNING WILD” Mynd sem þú munt undrast. Gaman Fréttir. THE WONDERLAND THEATRE Sargent and Sherbrooke Westbourne............... 5.00 J. Jónasson, Osborne St., Wpg 5.00 Innilega þakkað J. Jóhannesson, féh. 675 McDermot Ave. Fpeg. Gefið að Betel í Desember: Sent frá Sanfr. Cal.: Sig. J. Olafsson......>— $5.00 Ónefndur ................ 5.00 Onefdur á Gimli........... 15.00 Mrs. Valg. J. O. H. Erlendss. Reykjavík P.O., jólagj.. 5.00 Mrs. Guðrún Skúlason, Geysir P. O. , 10 pund af ull. J. T. Goodman, Winnipeg, 20 pd. hangið kjöt. Mrs. Skafti Arason, Husavick P. O., 18 pund af hunangi. Frá kvenfél. í Oak View, Man., 'i kassi af oranges. Jóhann Abrahamsson, Sinclair Man., 100 pd. af sauðakjöti. Frá Jóns Sigurðssonar félaginu í Wpeg, góðgætisböglar. Mrs. E. J. Suðfjörð, Lögberg P. O., Sask............. $5.00 Mrs. Margrét Eliasson, Arnes P. O. , 45 pund af kæfu. Jólagjöf frá Miss Soffíu Thor- steinsson, Blaine, Wash., í minn- ingu um vinkonu sína, Sigur- laugu Hjálmsson ........ 10.00- Mr. og Mrs. H. Hjálmarsson, Betel, jólagjöf.......... 5.00 P. Magnusson, Gimli ....... 5.00 Kvenfél. Framsókn, Gimli.... 25.00 Miss Jakobína Gíslas., Wpg 10.00 Mrs. D. S. Curry, San Diego 20.00 Ónefnd kona á Betel ....... 3.00 Mr. og Mrs. Vígl. Johnson, Gimli ................... 2.00 Dr. B.‘ J. Brandson, 72 pund af tyrkjum. Fyrsta lút. kvenfél. 1 Winnipeg, $47 til heimilismanna. Rentur af Maxons sjóði, til heimilism. á Betel ...... $50.00 Ónefndur, 120 pund af fiski, $6.00 virði. Th. Thordarson, Gimli, beina- kvörn, $21.00 virði. Fimtud. Föstud. Laugard. 5., 6. og 7. janúar BILLIE DOVE og BEN LYON í leiknum “THE TENDER HOUR” einnig “MELTING MlLLIONS” hin undrunralega flokka- , mynd. Aukaatriði eftir hádegið BABE RUTH í “BABE CÓMES HOME” Nafn þess er vinnur í sam- kepninni um “Melting Mil-, liions”, verður auglýst eftir- miðdag á laugard, og verð- launin afhent. Mánud. Þriðjud. Miðv.d. 9., 10. og llí jan. LAURA LA PLANTE í “The Cat and the Canary” í Björgvinssjóðinn. Áður auglýst ........ $3,702.18 Mr. og Mrs. J. K. Einarson, Hallson, N. D. ......... 10.00 M. J. Borgford, lElfros, Sask. 2.00 Frá Ónefndum, Leslie ...... 10.00 Kvenfél. Samb.safn. Wpg.... 25.00 $3,749.18 T. E. Thorsteinson, féh. Vegna þess, að ef vér eig- um að halda trausti yðar, og hafa tækifæri til að selja yður ís, þá verðum vér að láta yður hafa góð kol með sanngjörnu verði og afgreiða pantanir yðar greiSlega. Reynið oss. ARCTÍC Aliss Thorbj Bjarnason, L.A.B. er dvalið hefir all-lengi að Wyn- yard, Sask., er nú flutt til borg- arinnar og tekur á móti nem- endum í pianospili og hljóm- fræði (theory), að 872 Sher- burn St. Phone 33 453. Jóla og nýársgjafir til Betel. Mr. og Mrs. Paul B. Björnson, Chicago ................ $10.00 Kvenfél. að Hallson........ 10.00 Egilson Bros., Calder, Sask 10.00 M. J. Borgford, Elfros..... 5.00 Mr. og Mrs. Sig. Sölvason, KOL KOLI KOL! ROSEDALE KOPPERS AMERICAN SOURIS DRUMHELLER COKE HARD LUMP llllllllllllllll Thos. Jackson & Sons COAL—COKE—WOOD 370 Colony Street Eigið Talsímakerfi: 37 021 POCA STEAM SAUNDERS ALLSKONAR LUMP COAL CREEK VIDUR THE FESTIVE TEA & COFFEE SH0P 485 PORTAGE AVENUE, WINNIPEG. COFFEES Freshly Roasted Daily. Cholce Santos ..............43c Sheik .....................52c Festlve ....................60c Pasha ......................65c Bedouin ....................75c TEAS Blended 6y Experts. Gateway....................68c Gateway Special ...........70c Festivý .................. 75c Caravan ...................80c Rajah .....................85c Póstgjald greitt af öllum pöntunum af Te og Kaffi, sem er yfir 5 pd. Skrifið eftir sýnishornum. ■ Viljum fá 50 Islendinga—— Kaup $25. tii $50. á viku. purfum 100 Islenzka menn, serm læra vilja að gera við bíla, dráttar- vélar og aðrar vélar og rafmagnsáhöld. Vér kennum einnig rakaraiðn, og annað, sem þar að lýtur. Einnig að ieggja múrstein og plastra. Hátt kaup og stöðug vinna fyrír þá, sem læra hjá oss. Til þess þarf aðeins fáar vikur, Skrá, sem gefur allar upplýsingar fæst ókeypis. Ekk- ert tekið fyrir að ráða menn I vinnu. Skrifið á ensku. HEMPHILLS TRADE SCHOOL LTO., 580 MAIN STREET, WINNIPEG Útibú—Regina Saskatoon, Edmonton, Calgary, Vancouver, Toronto og Montreal. Einnig í bæjum í Bandaríkjunum. A Strong, Reliable Business School MORE THAN 1500 ICELANDIC STUDENTS HAVE ATTENDEI) THE SUCCESS BUSINESS COLLEGE OF WINNIPEG SINCE 1909. It will pay you again and again to train in Win- nipeg where employment is at its best and where you can attend the Success Business College whose graduates are given preference by thousands of em- ployers and where you can step right from school into a good position as soon as your course is finished. The Success Business College, Winnipeg, is a strong, reliable school—its superior service has resulted in its annual enrollment greatly exceeding the combined yearly attendance of all other Business Colleges in the whole province of Manitoba. Open all the year. Enroll at any time. Write for free prospectus. Th, BUSINESS COLLEGE, Limited 385'/2 Portage Ave. — Winnipeg, Man. “Það er til Ijósmynda smiður í Winnipeg” Phone A7921 Eatons opposite W. W. R0BS0N 317 Portage Ave. Kennedy Bldg ÞJOÐLEGASTA Kaffi- og Mat-söluhúsið aem þossi borg heflr nokkurn tlma haft lnnan vélmnda slnna. Fj-rirtaks máltlöir, skyT|, pönnu- kökur, rullupyilsa og þjððrteknis- kaffi. — Utanbæjarmenn fá sé. ávalt fyrst hressingu á WEVEL CAFE, 692 Sargent Ave Simi: B-3197. Rooney Stevens, elgandi. BUCKLEY’S HÓSTAMEÐAL Bezta og sterkasta meðalið við hsta, kvefi, hryglu 1 lungnapipun- um, kighósta eða LaGrippe.—Lækn- ar strax og vtnur á kvefinu eftir fá- einar inntökur. — Flaskan 75c. THE SARGENT PHARMACY, LTD. Sargerit & Torontio - Winnipeg Simi 23 455 LINGERIE YERZLUNIN 625 Sargent Ave. Látið ekki hjálíða að líta inn í bú& vora, þegar þér þarfnist Lingerie eða þurfið að láta hemistitcha. Hemstitching gerð fljótt og vel. lOc Silki. 8c.Cotton Hár krullað og sett upp hér. MIUS. S. GUNNLAUGSSON, ElgaaAt Talsími: 26 126 Winnipeg Garl Thorlaksson, Úrsmiður Viðieljum úr, klukkur og ýmsa gull- og silfur-muni, ódýrar en flestir aðrir. Allar vörur vandaðar og ábyrgðar. Allar pant- anir með pósti afgreiddar tafarlaust og ná kvaemlega. Sendið úrin yðar til aðgerða. Thomas Jewelry Co 666 Sargent Ave. Tals. 34 152 A. SŒDAL PAINTER and DECORATOR Contractor *< Painting, Paperhanging and Calsomining. 407 Victor St. Phone 34 505 DRS. H. R. & H. W. TWEED Taimlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone A-6545 Winnipeg Fiskiitienn! UmboÖssala á þíðum og frosnum fiski verður bezt af- greidd af B. METHUSALEMSON, 709Great Weat PermaneniBld^. Phones: 24 963 eða 22 959 Exchange Taxi Sími 30 500 $1.00 fyrir keyrslu til allra staða innan bæjar. Gert við allar tegundir bif- reiða, bilaðar bifreiðar dregnar hvert sem vera vill. Bifreiðar geymdar. Wankling, Millican Motors, Ltd. C. J0HNS0N hefir nýopnað tinsmiðaverkstofu '18 675 Sargent Ave. Hann am> ast um alt, er að tinsmíði lýtur oj leggur sérstaka áherzlu á aðgerðþ á Furnaoes og setur inn ný. Sann- gjarnt verð, vönduð vinna og lip- ur afgreiðsla. Sími: N-062S. Heimasími — N-8026. Rose Hemstitching & Millinary GleymiC ekki aö á 804 Sargent Ave. fást keyptir nýtlzku kvenhattar. Hnappar yfirklæddir. Hemstitching og kvenfatasaumur gerður. Sérstök athygli veitt Mall Ordems. H. GOODMAN. V. SIGURDSON. Blómadeildin Nafnkunna Allar tegundir fegurstu blóma við hvaða tækifæri »em er, Pantanir afgreiddar tafarlaust Islenzka töluð í deildinni. Hringja má upp á sunnudög- um B 6X51. Robinson’sDept. Store.Winnineg Z'

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.