Lögberg - 05.01.1928, Blaðsíða 4
Bls. 4
LöGiBERG, FIMTUDAGINN 5. JANÚAR 1928.
Gefið út hvern Fimtudag af Tbe Col-
umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
TsUiman N-6327 ofi N-6328
Einar P. Jónsson, Editor
Gtanáakrift til blaðains:
THE SOLUMBIA PRE3S, Ltd., Box 3171, Winnlpog,
Utanáakrift ritatjórana:
EDÍTOR LOCBERC, Box 3171 Wlnnipog, M&n.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram
Th« “LCgbarc" la prlntad and publlshad by
Tha Columblfa. Prwa, Lómltad, in tha Columbla
Bulldlng, SRt Sarirent Ara., Wlnnipeg, Mfcnitob*.
*
Aramót.
Einu sinni enn, hafa vitar hverfanda árs
sloknað út, en nýtt ár verið hringt inn í staðinn.
Minningar, ýmist svipljúfar eða saknaðarkend-
ar, fylgja gamla árinu úr hlaði. Hið nýja ár,
er enn að mestu leyti fram undan, og flest það,
er í skauti þess er falið, því að sjálfsögðu einn-
ig á huldu líka. Þó mæna þangað miljónir
manna og kvennu, björtum vonaraugum, því
öllum er ljóst,'að hvernig sem lukkuhjólið
snýst, þá er reifabarnið, árið 1928, óendanlega
þýðingarmikill dropi í framtíðarfnnar mikla.
megin sæ, dropi, sem framtíðar hafið má með
engu móti án vera.
Sérhvert nýtt ár, hlýtur ógrynnin öll af ó-
ráðnum draumum í vöggugjöf. Hvernig fram
úr þeim ræðst, er að miklu leyti undir oss sjálf-
um komið, — hvernig, og með hvaða hjartalagi,
að vér gefum oss við þeim liinum mikilvægu
málefnum, er úrlauisnar bíða. Hví ekki að setja
markið hátt, því ávalt er nógur tími til að
hrapa!
Við þessi áramót, sem og reyndar öll önnur,
hlasa liinar ýmsu liliðar lífsins, vafalaust næsta
misjafnt við auga einstaklingsins, —
‘ Einum lífið arma breiðir,
öðrum dauðinn réttir hönd.
Veikt og sterkt í streng er undið,
istórt og smátt er saman bundið.”
Ganga má út frá því sem igefnu, að ýmsir
felli sölt saknaðartár nú um áramótin, um leið
og náttvængjuð sorgin flögrar vfir heimilum
þeirra, sökum ástvina missis, örbirgðar eða
vanheilsu. Slíkt skal verða hlutskifti hins nýja
árs, að veita öllum þeim, er svo er ástatt fyrir,
fulltingi sitt og hvetja þá endurvngda og hug-
hreysta, til fylgdar á ný við lífið og Mfstilgang-
inn mikla.
* # #
Stofn-þjóð vorri hinni ástkæru, íslenzku
þjóðinni heima á Fróni, mun hið nýMðna ár
reynst hafa happasælt í góðu meðallagi, eða vel
það. Veðráttufar kvað vfirleitt verið hafa,
sem þá er bezt lætur, að því einu undanteknu,
að vetur gek’k: með fyrra móti í garð, austan-
lands og norðan. Afurðir þjóðarinnar voru
yfirleitt rniklar og góðar, bæði til lands og
sjávar, og mvndu veitt hafa allmikið fé í aðra
hönd, ef eigi hefði verið fyrir þá sök, hve er-
lend markaðsskilyrði voru lengi vel óhagstæð,
einkum og sérílagi hvað sjávarafurðunum við-
kom.
Á sviði stjórnmálanna, gerðust þau tíðindi
markverðust, að stjórnarskifti urðu í landinu.
íhaldsflokkurinn, undir forystu Jóns Þorláks-
sonar, beið ósigur við almennar kosningar til
Alþingis, en bræðingsstjórn var mynduð af svo-
nefndum framsóknarmönnum, jafnaðarmönn-
um og verkamönnum. Við stjórnarforvstunni
tók Tryggvi Þórhallsson, leiðtogi framsóknar-
flokksins. Svo skamt er um liðið, frá því er
hin nýja stjórn settist að völdum, að eigi er unt
í það að ráða, hver áhrif hennar kunni að verða.
En óskancli er, að þau verði þjóðarheildinni til
blessunar.
# # #
Hagur kjörþjóðar vorrar, hinnar ungu,
glæsilegu canadisku þjóðar, hefir brevzt mjög
til batnaðar á ári því, sem nú er svo að segja
ný-horfið í aldanna skaut. Þjóðin hefir búið í
friði að sínu. Uppskeran varð fevki-mikil,
þótt nokkuð kæmi að vísu misjafnt niður, ein3
og oftast nær á sér stað. Aftur á móti var
verðlag korntegunda gott, og er hið sama að
segja um verð búpenings, sem og fiskiafurða.
Með stórtíðindum má það teljast, að sam-
bandsstjórnin ákvað að flytja endastöð, eða
hafnarstað Hudsonsflóa brautarinnar, frá Port
Nelson til Fort Churchill. Þótti mörgum í
fvrstu, sem slíkt væri helzti djarft í ráðist, án
þess að leggja máMð fyrir þing. En að fengn-
um frekari upplýsingum, bæði frá ráðgjafa
járnhrautarmálanna, Hon. Charles A. Dunn-
ing, sem og hafnarverkfræðingnum, Mr. Palm-
er, er rannsakaði nákvæmle.ga háða hafnarstað-
ina í sumar er leið, munu flestir orðnir nokk-
urn veginn sammála um, að brevting hafn.stað-
arins hafi ráðin verið af góðri forsjá. Verð-
ur kos-tnaðurinn við hafnargerðina að Fort
Churchill, samkvæmt upplýsingum Mr. Duuu-
ings, nálega helmingi minni, en ef verkinu hefði
haldið verið áfram við Port Nelson, auk þess
sem fullgeming hnfnarinnar við hinn nýja
stað, tekur helmingi styttri tíma, að því er
járnbrautarmálaráðgja.famim segist frá.
Sem eina. ómótmælanlega sönnnn þess, hve
mjög er nú farið að birta vfir viðskiftaMfinu,
og traustið á framtíðarmöguleikum landsins að
aukast, má telja stórvúrki þau, sem nvleiga eru
hafin í Flin Flon námiahéruðunum í Manitoba,
ásasmtt járnbrautarálmu ‘þoirri, tjl þessara
málmauðgu héraða, sem nú er þegar tekið að
leggja þangað út frá Hudsonsflóa brautinni,
skamt fyrir norðan bæinn Pas. Er það nú full-
sannað, að í þessum norðlægu héruðum, sé að
finna afar auðugar koparnámur, ef til vill þær
auðugustu í heimi. Er þess fyllilega að vænta,
að fyrirtæki þessi hin risavöxnu, þarna nyrðra,
sem og þau önnur, er að sjálfsögðu hljóta að
fylgja á eftir, muni reynast Manitobafylki og
þjóðinni allri í heild, sönn lvftistöng til auk-
innar farsældar.
Þann 1. júlí síðastliðinn, voru liðin sextíu
ár frá þeiin tíma, er stofnað var hið canadiska
fylkjasamband (Confederation of Provinces).
Var þess merka atburðar, minst með almennum
hátíðahöldum um land alt, er í heild sinni urðu
þjóðinni til stór sóma. Mun óhætt mega full-
yrða, að hátíðahöldin liafi mjög stuðlað að auk-
inni þjóðareining og glætt til muna canadiska
þjóðemismeðvitund.
Síðast, en ekki sízt, skal þess getið, að á
hinu umliðna ári afgreiddi samhandsþingið
ýmsar mikilsverðar þingsálýktunartillögur,
með hliðsjón af gerðum samveldisstefnunnar
i Lundúnum. Glöggvaj þær í ýmsum megin at-
riðnm, stjórnarfarslega afstöðu eanadisku þjóð-
arinnar til ve'ldisins brezka, og tryggja þjóð-
réttindi hennar betur en áður var . Ber nú-
verandi samhandsstjórn verðugt lof, fvrir af-
skifti hennar af þessn mikilvæga máli.
# # *
A síðastliðnu sumri, var haldin i! Geneva,
hin svokallaða þríveldastéfna, þar sem mættir
vora fulltrúar trá Bretlandi, Bandaríkjunum
og Japan, í þeim tilgangi að reyna að fá hrund-
ið í framkvæmd, takmörkun hervarna á sjó.
Var það Bandaríkjaforsetinn, Calvin Coolidge,
er átti að því frumkvæði, að kvatt var til móts
þessa. Gerði hann sér þegar í öndverðu, góðar
ar vonir um heillavænlegan árangur. En nið-
urstaðan varð nokkuð á annan veg. Eitt megin
málið, sem til umræðu kom, laut að takmörkun
beitiskipa, bæði hvað viðkom fjölda og stærð.
Varð málið að lökum svo flækt, að því er sagt
er, af háilfu hinna svonefndu “sérfræðinga”, er
mótið sóttu, að sjálfir þrívelda fulltrúarnir sáu
þann kost vænstan, að hverfa heim við svo
húið. — Einn af fulltrúum Breta á þrívelda-
mótinu, Robert Cecil, lávarður og ráðherra.
kvað Baldwinstjóraina að nokkru leyti. bera á-
byrgð á því, hvernig til tókst, og sagði þegar
af sér embætti, er heim kom. Þó gera menn
sér enn vonir um, að tilraunum til sjóvarna-
takmörkunar sé enn eigi lokið, heldur verði þær
hafnar á ný með vorinu.
# # #
Atvinnu- og iðnaðarlíf þjóðarinnar hrezku,
hefir verið alt annað en ákjósanlegt á ári því,
sem nú er rétt um garð gengið. Tala atvinnu-
lausra manna, er eitthvað um miljón enn, og
daufar horfur á, að hún fari til muna lækkandi
á næstunni. Hefir þjóðin, enn sem komið er,
hvergi nærri beðið bætur kolaverkfallsins mikla,
er svo svarf að henni um hríð, að heita mátti
að viðskiftahjarta hennar hætti að slá. En
þrátt fyrir það, og sitthvað annað, sem amað
hefir að, eru Bretar þó ein af þeim fáu þjóðum,
er jafnt og þétt halda uppi afborgunum á lán-
um sínum erlendis, þeim er frá stríðinu stöf-
uðu. Andspyrnan gegn Baldwinstjórninni
kvað svo vera að færast í vöxt, að vafasamt
þykir, hvort stjórninni muni kleift revnast, að
sitja við völd, kjörtímabil sitt á enda. —
Með það fyrir augum, að revna að nálægja
hugi verkveitenda og vinnuþiggjenda, og
tryggja þar með iðnfrið í landinu, kvaddi Mr.
Baldwin til fundar við sig þann 17! oktúber síð-
astliðinn, ýmsa helztu iðnfrömuði þjóðarinnar,
ásamt forvígismönnum verkamanna samtak-
anna. Virtust allir aðiljar á eitt sáttir um það,
að svo fremi að þjóðin ætti að geta haldið ó-
trufluðum erlendum markaðssamhöndum, þá
yrðu framleiðslumálin heima fyrir, að komast í
nokkurn veginn sæmilegt ásigkomulag.
Maðtir sá, er á áminstum samkomulagsfundi
hélt uppi svörum fyrir verkamenn, var Frank
Hodges, fyrrum flotamálaráðgjafi í stjóraar-
tíð Ramsav MacDonalds. Má afstöðu hans til
iðnfriðarmálanna, Ijóslega marka af eftir-
greindum orðum: “Verkföll, verkhönn og ó-
friður, skapa hvergi hrauð handa vinnulýðn-
um. Þess vegna er nú friðarviljinn sterkasta
aflið í stefnu verkalýðsfélaganna á Bretlandi.”
# # #
Hið nýliðna ár, hefir revnst frændþjóðum
vorum á Norðúrlöndum. friðsamt og affara-
sælt. Hagur Dana og Svía, stendur í óvenju-
miklum hlóma, eftir því sem ráðið verður#af
hagskýrslum þeirra þjóða. Lítil sem engin
stórtíðindi, munu þar hafa gerst á sviði stjóra-
málanna, en útfhitningur fólks þaðan verið
með minna móti. Hagur Norðmanna mun tæp-
ast eins góður og svsturþjóðanna tveggja.
Veldur það mestu um, hve fiskiveiðarnar hrugð-
ust á öndverðu árinu, sem og þröngur og óhag-
stæðnr markaður fyrir afurðir sjávarins. fTt-
flutningur fólks frá Noregi, aðallega til Canada
og Bandaríkjanna, varð miklu meiri í ár, en á
árinu þar á undan. — Almennar kosningar til
ríkisþingsins norska. fóru fram í haust. er le:ð.
og lauk þeim með ákveðnum sigri fyrir bænd-
ur, verkamenn og jafnaðarmenn, er f samein-
ingu skipa núverandi hræðingsstjórn í land-
inu.
# # #
Eftir að þýzka þióðin geþk inn í þjóðbanda-
lagið — League of Nations —, er eins og moiri
festa hafi komist í hjóðlífið vfirleitt. Hefir
þjóðin mætt stundví.slega sérhverri afhorgnn,
er henni har að greiða af stríðsskaðabótunum,
og hefir unnið ser á ný traust þeirra ýmsu
þjóða, er móti hennil stóðu í styrjöldinni miklu.
Tvö alvarleg verkföll áttu sér stað á Þýzka-
landi síðastliðið ár. Hó*fst hið fyrra þann 16.
október síðastliðiim, er áttatíu þúsundir kola-
námumanna, lögðu niður vinnu. Námamenn
höfðu farið fram á kauphækkun, er nema skyldi
fimtán af hundraði. Kröfu þesisari synjuðu
eigendur námanna. Eftir að verkfallið hafði
staðið yfir í viku, tókst Brauns, verkamálaráð-
gjafa, að koma á sáttum. Varð niðurstaðan sú,
að verkfallsmenn fengu tólf af hundraði launa-
hækkun, og tóku samstundis til vinnu. — Hið
síðara verkfallið átti sér stað, um mánaðamót-
in október og nóvomber. Voru það um fjörutíu
þúsundir tóbaksiðnaðarmanna í Hamborg,
Bremen, Westphalíu og Mannheim, er þá lögðu
niður vinnu. Orsakaðist verkfall það af því,
að eigendur tóbaksverksmiðjanna, kváðu
hafa hótað að loka verksmiðjunum, ef verka-
menn vildu ekki sætta sig við kauplækkun.
Lauk verkfalli þessu, eins og hinu, með tölu-
verðri ívilnan verkfallsmönnum til lianda.
# # #
Ástandið á Italíu og Frakklandi, virðist
næsta svipað því, er átti sér stað árið 1926.
Fjárhagur beggja þjóðanna er þröngur, og hef-
ir hvorug þeirra greitt nokkuð af stríðsskuld-
um, svo teljandi sé. — Mussolini alræðismað-
ur, heldur enn hátt á lofti steyttum stálhne'fan-
um vfir höfði liinnar ítölsku þjóðar, svo að allir
veroa að lúta hans boði og banni. Ritfrelsi og
málfrelsi hafa nú yerið settar svo strang-
ar skorður, að engum líðst að mæla eða rita
nema á einn veg, — Mussolini veginn! —
Kommúnistaflokkurinn rússneski, stofnaði
nýlega til almennra hátíðarhalda um land alt,
til minningar um það, að liðin vorn tíu ár, frá
því er Iflokkur sá, undir leiðsögn þeirra Lenin og
Trotzkv, brauzt til valda. Mun flokkurinn tæp-
legast eins samstæður um þessar mundir og
hann eitt sinn var. Hefir Trotzky nú verið
gersamlega sviftur völdum, en hann var um
langt skeið, einn áf allra mestu áhrifamönnum
flokks síns. — Fjárhagisástand þjóðarinnar,
mun þó nokkuð hafa breyzt til hatnaðar í seinni
tíð, þótt enn virðist hún eiga nokknð langt í
land með að komast á tryggan fjárhagsgrund-
völl. Hefir leynibrugg sovíetstjórnarinnar, í
sambandi við fylgisöflun meðal erlendra þjóða,
staðið þjóðiimi fyrir þrifum og veikt traust
hennar út á við.
# # #
Hagur nágrannaþjóðar vorrar sunnan
landamæranna, hinnar voldugu Bandaríkja-
þjóðar, mun reynlst hafa í góðn meðallagi á
hinu nýliðna ári. Töluverð óánægja virðist þó
ríkja meðal hænda, einkum í Mið-Yesturríkjun-
um, út af afstöðu stjórnar og þings til landbún-
aðarmálanna. Telja þeir stjórn ríkjasambands-
ins augsýnilega drjúgum hlyntari fésýslumönn-
um og stóriðjuhöldum, en bændum og búalýð.
Þykir engan veginn ótrúlegt, að þeir'muni, við
forsetakosningar þær, er í hönd fara, skipa sér
í sérstaka fylking, með Senator Norris frá Neb-
raúka, s«m forsetaefni.
Verkfall hefir staðið yfir lengi, og stendur
enn, í kolanámum í Coloradorikinu. Hefir það
haft í för með sér, stórkostlegt tap, bæði fvrir
námaeigendur og verkamenn þeirra. Mun það
nokkurn veginn alment álit, að námaeigendur
hafi sýnt allmikla ósanngirni í afskiftum sínum
af málinu, og mun samúð þjóðarinnar því yfir-
leitt, hallast að málstað verkfallsmanna.
Með stórtíðindum mun það mega tejast, að
Coolidge forseti hefir nú lýst vfir því á ný, að
ekki komi til nokkurra mála, að hann gefi kost
á sér við næstu forsetakosningar. Sem líkleg
forsetaefni úr Republioanaflokknum, er nú
mest talað um Herbert Hoover, verzlunarmála-
ráðgjalfa; Dawes, varaforseta, og Lowden,
fvrrum ríkisstjóra í Ulinois. En af hálfu Dem-
ókrata, þvkir Alfred Smith, ríkisstjóri í New
Yor'k, Mklegastur til útnefningar.
# # #
Skuggahliðar liins liðna árs, hafa lík-
legast hvergi gert átakanlegar vart við sig;. en
í Mexico og.Kína. Má svo að orði kveða, að
þar hafi staðið yfir látlausar styrjaldir. Upp-
reisn gegn Callesstjóminni í Mexico, hefir nú
verið bæld niður, að minsta kosti til bráða-
brigða, og hafa uppreisnarforingjarair, allir
undantekningarlaust, verið teknir aif Mfi.
1 Kína er hvergi nærri séð enn fyrir endann
á blóðsúthellingunum. 1 vopnaviðskiftunum
yfirleitt, mun Cantonstjóminni, eða hinum
svokölluðu Nationalistum, hafa veitt drjúgum
betur. Enda hefir sá flokkur þá megin stefnu-
skrá, að endurreisa sameinað Kínaveldi á
grundvelli fornrar frægðar.
# # #
Við byrjun síðastliðins desembermánaðar,
var helzt ©kki annað fyrirsjáanlegt, en að til
öfriðar mundi draga með Lithuaniumönnum og
Pólverjum. Skarst framkvæmdarstjórn Þjóð-
bandalagsins, að loknm í leikinn, og tókst henni
til allrar hamingju, að koma á sáttum. Er þýð-
ingi þeirrar dásamlegu stofnunar fyrir varan-
legan frið á jörðu, ávalt að verða skýrari og
skýrari, með hverju Mðanda ári.
# # #
Gleðilegt ár! Megi hið nýfædda ár verða
vakandi vitni að hálför úlfúðar, tortrygni og
hefndarhugs, en greiða íþess stað veg, sólskini
og sættarhug, inn að sérhverju mannlegu
hjarta!
ÞEIR SEM ÞURFA
LUMBER
KAUPI HANN AF
The Empire Sash& Door Co.
Limited
Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WiNNIPEG, MAN.
VERÐ Og GŒDI ALVEG FYRIRTAK
Þeir Islendingar, er í hyggju hafa aS flytja búferlum til
Canada, hvort heldur er heiman af íslandi eða frá Bandaríkjun-
um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs.
The Royal Bank of Canada.
Aðal Reikningsski
30. Nóvember 1927
SKULDIR.
Capital Stock Pald up .............................................. $ 30,000,000.00
Reserve Fund ..............................^........................$ 30,000,000.00
Balance of Profits carried forward ................................. 1,809,831.87
$ 31,809,831.87
Dividends Unclaimed ............................................. 17,626.79
Dividend No. 161 (at 12% per annum), payable lst Decem-
ber), 1927 ................................................. 897,748.00
Bonus of 2%, payable lst December, 1927 ........................ 598,828.00
------------- 33,324,034.66
$63,324,034.66
Deposits not bearing interest ......................................$208,073,871.65
Deposits bearing interest, including interest accrued to
date of Statement ............................................. 514,562,219.15
Total Deposits ..........................................$722,636,090.80
Notes of the Bank in circulation ................................. 42,556,200.94
Balances due to other Banks in Canada ............................ 868,199.55
Balances due to Banks and Banking Correspondents else-
where than in Canada .......................................... 23,003,141.20
Bills Payable ....................................................... 5,028,058.15
Liabilities not incliided in the foregoing ....................... 250,596.82
---------------- 794,342,287.46
Letters of Credit Outstanding .................................... 36,997,581.33
894,663,903.45
EIGNIR.
Gold and Subsidiary Coin on hand ..................$26,730,568.45
Gold deposited in Central Gold Reserves ........... 8,400,000.00
-------------$ 35,180,568.45
Dominion Notes on hand ............................$41,187,574.00
Dominion Notes deposited in G^entral Gold
Reserves ..................................... 7,600,000.00
------------- 48,787,574.00
United States and other Foreign Currencies 26,238,115.01
$110,156,257.46
Notes of other Canadian Banks .................................. 3,237,424.66
Cheques on other Banks ......................................... 38,350,978.06
Balances due by other Banks in Canada .......................... 2,489.90
Balances due by Banks and Banking Correspondents else-
where than in Canada ...................................... 31,904,401.11
Dominion and Provincial ttovernment Securities, (not
exceeding market value) (.......................... 73,307,380.36
Canadian Municipal Securities and British. Foreign and
Coioniai Public Securities other than Canadian, (not
exceeding market value; .......................... 31,296,226.90
Railway and other Bonds, Debentures and Stocks, (not
exceeding markct value) ............................... 15,890,650.17
Oall and Short (not exceedlng thirty days) Loans in Canada
on Bonds, Debentures and Stocks and other Securlties
of a sufficient marketable value to cover .................. 53,338,787.44
Call and Shört (not exceeding thirty days) Loans elsewhere
than in Canada on Bonds, Debentures and Stocks and
other Securities of a sufflcient markotable value to
cover 97,949,246.74
---------------$455,433,842.80
Curreht Loans and Discpunts in Canada (less rebate of
interest) after making full provision for ail bad and
doubtful debts .............................................$225,536,860.84
Current Loans and Discounts elsewhere than in Canada
Uess rebate of interest) after making full provision for
all bad and doubtful debts ................................. 153,411,835.01
Non-Current Loans, estimated loss proyided for .................. 2,241,802.58
Bank Premises at not more than cost, less amounts written off .........
Real Estate other than Bank Premises .................................
'Mortgages on Real Estate sold by the Bank .............................
Liabilities of Customers under Letters of Credit as per contra ........
Shares of and Loans to GVintrolled Companies ...........................
Deposit with the Minister for the purposes of the Circulation Fund
Other Assets not included in the foregoing .............................
381.190,498.43
13,670,^15.46
1,917,113.95
1,462,119.72
36,997,581.33
2,171,636.59
1,300,000.00
520,795.17
$894,663,903.45
H. S. HOLT, C. E. NEIHi ,
President General Manager.
Skýrsla Yfirskoðunarmanna
Till hluthafa The Royall B»nk of CanaJda:
ViS höfum yfirsko?5a?5 frajmanskrá?5a fjánhiagisökýxslu hinm 30. nóvem-
ber 1927 og bori?5 hana saman við bækur Royal bankans á aðalskrifstofu
ha.ns og einndg vottfestar skýrslun frá úbibúun.um. VÍS höfum taiið pen-
inga og yfirfarið tryggingiarskjöl 911 á aðallskrifstofunmi i enida fjárhags-
ársins og á áninu höfum við gert hiB sama á ýmsum af ihinium heistu
útibúum bankans.
ViiB höfum fengiB a/Mar þær upplýsingar og skýrtngar, sem viB höfum
ðskaB og er Þ»8 skoBun vor, aB öll viBskifti ibankans, þau or viB höfum
yfirfartB séu fiyfflilega samkvæm bamkailögun u m. I>aB er skoBun vor aB
framanprentuB ekýrsla sé rétit ge.rB, og sýni hag bankans, ein® og hann
I raun og veru er 30. nóvember 1927, samkvæmt bðkuni bankans.
Montreal, Canada, 27. dresember 1927.
JiAiS. G. ROSS, C.A., 'Of P. S. Ross & So'n's.
A. B. BRODTE, C.A., of Prioe, Watorhouse & Co.
Auditors
REIKNINGUR UM AVINNING OG TAP
Balance of Profit and Loss Account, 30th November, 1926..$
Profits for the year, after deducting charges of man&gement,
accrued interest on deposits, full provision for all bad
and doubtful debts and rebate of interest on un-
matured biils .......................................
APPROPRIATED AS FOLLOWS:
Dividends Nos. 15S, 159, 160 and 101 at 12% per, annum
Bonus of 2% to Shareholders ...........................
Transferred to Officers’ Pension Fund .................
Appropriation for Bank Premises .......................
Reserve for Dominion Government Taxes, including Tax on
Bank Note Circulation ..............................
Balance of Profit and Loss carried forward ............
Montreal, 27th December, 1927.
1,409.674.58
5,370,145.69
-------------$
3,386,010.40
698,978.00
100,000.00
400,000.00
485,000.00
1,809,831.87
6,779,820.27
6,779,820.27
Canada framtíðarlandið.
Fyrir nokkrum árum komu all-
margir bankamenn til Canada, frá
New York og Ohio ríkjunum, á
leið til hins árlega bankastjóraþings
í Los Angeles, Cal. Fulltrúar sam-
bandsstjórnarinnar, mættu ferða-
mannahóp þessnrn við landamærin,
ásamt umboðsmanni The Bank of
Montreal. Alls voru í gestahópn-
um 450 menn. Veður var hið feg-
ursta, er inn til Canada kom; skein
sól í heiði á hina gróðurþrungnu
akra Vesturlandsins.
Bankastjórunum voru veittar
upplýsingar um það, að vestur-
fylkin framleiddu árlega þetta frá
$250 til $350 miljóna virði af hveiti,
og þótti þeirn slíkt furðu sæta. Við
gullgröft, verður eins og leiðir af
sjálfu sér, tonni færra eftir í nám-
unni við hvert tonn, sem unnið er
úr henni og sama gildir um kol.
En mismunurinn á hveitifram-
leiðslunni er sá, að ár eftir ár, fæst
oft af sama blettinum, eigi aðeins
jafnmikið af hveiti, heldur stund-
um margfalt meira.
Bandastjórunum var og leitt það
fyrir sjónir, með órækum sönnun-
um, að Canada framleiddi meira af
hveiti á mannsbarn hvert, en nokk-
/
uð annað land í heimi. Gestunum
fanst sem hveitiflæmi þessi tækju
engan enda. Urðu þeir heldur en
ekki undrandi er þeir fengu vitn-
eskju um, að hveitibeltið væri 800
mílur á Iengd og 500 á breidd frá
norðri til suðurs. Aðeins 10 af
hundraði þeirra miklu landfláka,
sem hæf þykja til hveitiframleiðslu,
eru enn undir rækt. Einn banka-
stjórinn komst þannig að orði:
“Land með jafn óþrotleg skilyrði
til akuryrkju og Canada, þarf
sannarlega ekki að kvíða framtíð-
inni. Það er stórveldi innan vé-
banda stórveldis. Um þær mundir
er 50 af hundraði af hinum cana-
disku sléttum verða komnar undir
rækt, framleiðir landið meira hveiti
en öll Bandaríkin til samans.”
Yfirleitt leizt ferðamönnum
þessum einkar vel á ástandið, jafnt
til sveita, sem bæja.
Árangurinn af svona lagaðri
heimsókn, hlýtur að verða til stór-
hagnaðar fyrir hina canadisku þjóð.
Menn þessir eiga yfir $200,000,000
virði í ýmsum fyrirtækjum þessar-
ar þjóðar og þegar þeir koma heim,
auglýsa þeir veg hennar og gengi,
hvar sem leiðir þeirra liggja.
Hér fara á eftir ummæli fárra
manna af þeim mörgu, er fagna