Lögberg - 09.02.1928, Síða 1
41. ARGANGUR |
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 9. FEBRÚAR 1928
NÚMER 6
Helztu heims-fréttir
Canada.
Yiðskifti milli, Canada og Bret-
lands voru töluvert minni árið
sem leið, heldur en árið næsta á
undan. Áríð 1926 námu viðskift-
in alls $625,163,789, en árið 1927
ekki nema $593,566,381. Þær vör-
ur, sem Canada selur Bretlandi,
eru meir en helmingi meira virði,
heldur en þær vörur, sem Bret-
land selur Canada. Er það aðal-
lega hveitið, sem þar yeldur mestu
um.
* * *
Þeir eru, eins og kunnugt er,
töluvert i-osknir menn, margir af
senatorunum í Ottawa, en Senator
Dessaulles mun þó vera þéirra
elztur. Hann varð hundrað ára
hinn 1. þessa mánaðar.
* * *
iEnn hefir eitrað áfengi orðið
manni að bana í Winnipeg, Pat-
rick Murphy að nafni. Er hann
sá þrettándi, sem mist hefir lífið
í Winnipegborg af þessum orsök-
um, nú á fáum vikum.
* * *
Langa lengi hafa Vesturfylkin í
Canada krafist þess, að fá sjálf
full yfirráð yfir náttúruauðajfum
sínum. Aldrei hefir þetta getað
haft framgang, hvaða stjórn sem
setið hefir að völdum í Ottawa,
þangað til nú, að út lítur fyrir, að
þess verði ekki langt að bíða, að
fylkin fái full yfirráð yfir sínum
náttúruauðæfum. Hinn nýi leið-
togi íhaldsglokksins, Hon. R. B.
Bennett, hefir það eitt með öðrum
aðfinningum sínum við gerðir
stjórnarinnar, að þetta skuli ekki
Þegar hafa verið gert, og má af
því marka, að hann sé þessu máli
hlyntur. Forsætisráðherrann hef-
ir svarað á þá leið, að nú sé verið
að semja við fylkin um afhending
þessara náttúruauðæfa og líti út
fyrir, að það muni geta farið
fram, áður en langt líði, með góðu
samkomulagi allra hlutaðeigenda.
* * *
Rev. W. Leslie Clay, D.D., prest-
Ur við St. Andrew’s kirkjuna í
Victöria, \B. C., og yfirmaður
Presbytera kirkjunnar í Canada,
andaðist á Almenna spítalanum í
Winnipeg, hinn 2. þ.m. Hann var
á leið til Ottawa, þegar hann kom
til Winhipeg fyrir nokkrum dög-
um, og var þá svo veikur, að hann
var þegar fluttur á spítalann, og
hefir hann legið þar síðan. Varð
hjartabilun dauðamein hans. Hann
ar 64 ára að aldri. Rev. Clay var
kirkjuhöfðingi mikill og var í hví-
vetna hjnn mætasti maður.
* * *
í Owen íSound, Ont., hefir það
uýskeð komið fyrir, að yfirkenn-
uri við Strathconaskólann, Henry
Wilson, hefir bannað að nota í
skólanum söngkenslubók, sem þar
hefir að undanförnu verið notuð,
að því er virðist, og er það sem
hann hefir á móti bókinni, að í
kenni séu Bandaríkja ættjarðar-
söngvar og að bókin sé prentuð í
Bandaríkjunum. Þegar þetta kom
fyrir skólaráðið, sýndist þar sitt
hverjum, en niðurstaðan varð sú,
a<5 eiga ekkert við málið að svo
stóddu og verður bókin ekki not-
hð í skólanum á meðan.
Hefir borið allmikið á þessu að
undanförnu og heldur lögreglan,
að hún hafi nú náð þeim , sem að
þessu eru valdir.
* * *
Það er gert ráð fyrir, að elli-
styrkslögin væntanlegu í Manito-
ba, gangi í gildi með byrjun næpta
fjárhagsárs, eða 1. maí 1928.
* * *
30. janúar brann Metropolitan
United Church í Toronto, ein af
veglegustu kirkjum Mótmælenda í
Canada. Áætlað er, að það kosti
hálfa miljón dala að minsta kosti,
að byggja hana upp aftur eins og
hún var.,
* * *
Harvey C. Simpson, sem um
eitt skeið var þingmaður fyrir Vir-
den kjördæmið, á Manitoba þing-
inh, lézt í Vancouver, B. C. hinn
29. f. m.
* * *
1 Quebecfylki dóu árið sem leið
fimm karlmenn og ellefu konur,
sem öll voru hundrað ára að aldri
og þar yfir. Af þessum sextán
gömlu manneskjum voru átta 100
ára, tvær 101, þrjár 102, ein 103,
in 104, og elzti karlinn varð 109
ára gamall.
* * #
Frank B. Kellogg, utanríkis ráð-
herra Bandaríkjanna, hefir verið
í Ottawa undanfarna þrjá daga.
Þar hefir honum verið afar vel
tekið af landstjóra, forsætisráð-
herra og öðrum stjórnmálamönn-
um. í
Bandaríkin.
George W. Goethals, sá er bygði
Panama skurðinn, dó að heimili
sínu í New York hinn 21. fyrri
mánaðar, sjötugur að aldri.
* * *
Á Pan-American þinginu, sem
haldið hefir verið í Havana, Cuba,
lýsti Charles E. Hughes yfir því,
að Bandaríkjamenn hefðu engan
ásetning til að komast yfir meiri
landeign, heldur en þeir nú hefðu.
Það sem þeir hefðu skift sér af
málum ríkja í Mið-Ameríku, væri
ðð eins til þess gert að koma þar
á friði og fastri stjórnarskipun.
*« * *
Það er sagt, að Herbert Hoov-
er taki nú miklu innilegar í hend-
ina á þeim, sem hann kemst í
kynni við, heldur en siður hans
hafi verið alt til þessa. Þykir það,
meðal annars benda í þá átt, að
hann hafi góðan hug á að verða
útnefndur sem forsetaefni.
*• * *
Nokkur hluti democrata flokks-
jns hefir nú hafist handa, og læt-
ur mikið til sín taka, að afla fylg-
is Senator James A. Reed við
næstu forsetakosningar, eða öllu
heldur við útnefningu forsetaefn-
is. Hvað þann flokkinn snertir,
þá sýnist nú helzt um tvo menn
að gera, sem forseta efni, Senator
Reed og A. Smith ríkisstjóra í
New York, en margir hafa það á
móti Smith, að hann er kaþólskur
og halda, að hann verði kannske
fyrir of miklum áhrifum frá páfa-
garði.
* * *
Winnipeg Trades and Labor
Council og fleiri verkamanna sam-
bönd, hafa farlð fram á það við
stjórnina í Manitoba, að hún
®t°fni nýtt ráðherra embætti, með
því, sem þar til heyrir, til
^ess fyrst og fremst að líta eftir
agsmunum verkamanna, eða hins
a ækara fólks í fylkinu. Verka-
ann-afélögin ætlast til, að öll
a,’ aem verkamenn snerta sér-
- a lega, heyri undir þessa nýju
8 Jornardeild 0g reyndar fleiri
mal, sem almenning varða. Hvort
nokkuð verður frekar af þessu, er
ekki enn hægt að segja. Stjórnin
ætlar að athuga málið.
* * *
f vikunni sem leið, voru fimm
ungir pijtar í Winnipeg teknir
fastir fyrir að brjótast inn í búð-
ir og stela þaðan ýmsum vörum.
Þeir eru á aldrinum 16 til 19 ára.
Bretland.
'Stórblöðin tvö, London Daily
News og Westminster Gazette,
hafa verjð gerð að einu blaði, sem
heitir Daily News and Westmin-
ster Gazette. Þetta hefir þær af-
leiðingar, að um 500 menn, sem
unnið hafa við þessi blöð, hafa
við það mist atvinnu sína. Þar á
meðal eru ritstjórar, fréttaritar-
ar, prentarar og aðrir, sem við
blöðin hafa unnið, því svona mik-
ið ^ærri menn þaff til að gefa út
eitt stórblað heldur en tvö.
* * *
Jarlinn af Warwick er nýlátinn,
45 ára að aldri. Hann var hers-
höfðingi á stríðsárunum og stjórn-
aði meðal annars fjórðu og tólftu
herdeildum frá Canada. Hann var
þá Lord Brooke.
\
Anna Mjlls og Frank Jesson, að
Leicester á Englandi, hafa verið
trúlofuð í 30 ár, eða síðan 1898.
Nú er önnu farið að lítast alvar-
lega illa á þetta, og heldur að
ekkert ætli að verða úr hjóna-
bandinu, svo hún hefir höfðað
mál á móti Frank og krefur hann
um $5,000 skaðabætur. Það var
alt af eitthvað í veginum fyrir
því, að þau gætu gift sig. Faðir
hans setti sig á móti þessu hjóna-
bandi, systir hans var tæringar-
veik og það sem verst var af öllu,
var það, að hann hafði aldrei nóga
peninga til að gifta sig.
* * *
iBrezki hershöfðinginn alkunni,
Haig jarl, varð bráðkvaddur að
heimili sínu í London á sunnu-
dagskveldið 9. janúar. Haig jarl
var yfirhershöfðingi brezka hers-
ins á Frakklandi síðari stríðsár-
in, og var nafn hans svo að segja
á hvers manns vörum út um allan
heim á þeim árum. Hann var
vafalaust mikill hershöfðingi og
gaf sig að hermálum alla æfi,
ekki að e:ns meðan á stríðinu
stóð, heldur líka löngu áður og
jafngn síðan. Haig jarl var vin-
sæll hjá mönnum sínum og er sagt
að hann hafi látið sér mjög ant
umj hag þeirra, ekki sízt síðan
stríðinu lauk. Hann varð 66 ára
gamall.
* * *
Brezki hershöfðinginn nafn-
kunni, Haig jarl, sem nú er ný-
látinn, hefir að sögn eftirskilið
dagbók sína frá stríðsárunum, sem
samkvæmt hans fyrirsðgn verður
vandlega geymd og lokuð, þangað
til árið 1940, en þá á að gefa bók-
ina, út. Það er haldið, að þessi
bÖk hafi mikinn fróðleik að geyma
og að hún muni segja hispurslapst
frá mörgu, sem gerðist á þeim
árum, og frá gerðum margra
stjórnmálamanna og herforingja
og annara, sem völd höfðu, og það
.vægðarlaust, og að dagbók þessL
muni leiða í ljós margan sann-
leika, stríðinu viðvíkjandi, sem
enn sé öllum almenningi hulinn.
Hvaðanœfa.
Fréttir hafa borist um, að upp-
reisn hafi verið hafin seint í mán-
uðinum> sem leið, á sunnanverðu
Rússlandi, gegn Soviet stjórninni.
Fylgir það fréttinni, að stjórnin
hafi viðbúnað mikinn til að bæla
niður þessa uppreisn, sem helzt
lítur út fyrir að hafin sé af með-
haldsmönnum Leon Trotzky og fé-
laga hans, sem eru fallnir í mikla
ónáð hjá þeim, sem nú hafa völd-
jn. Þessar fréttir eru óljósar og
er ekki af þeim hægt að gera sér
grein fyrir hve alvarleg þessi upp-
reisn kann að vera. Hafa stund-
um áður borist uppreisnar fréttir
frá Rússlandi, er svo hafa hjaðn-
að niður og orðið að engu.
* * *
iSkip kom til London um síð-
ustu mánaðamót frá Ástralíu, sem
hafði verið níu mánuði á leiðinni,
sem er alveg óvanalegt nú á dðg-
um, síðan alt fór að verða svo
hraðfara, eins og nú er- orðið, og
minnir þessi frétt því á sögur af
sjóferðum, eins og þær gerðust i
gamla daga. Skipið hafði lent í
miklum hrakningum, og skipstjór-
inn hafði dáið af slysi, sem fyrir
hann kom á leiðinni. Skipið heit-
ir Stirling og er frá Seattle, Wash.,
stórt seglskip, og hefir víða farið
og er vel þekt á öllum höfnum við
Kyrrahafsströndina.
* * *
Fimm ár eru liðin síðan Musso-
lini brauzt til valda á ítalíu, þar
sem hann hefir stjórnað eins og
hver annar einvaldur síðan. Var
þessá fimta afmælis hans í
stjórnarsessinum minst með ein-
hvers konar hátíðahöldum í Róma-
borg og hélt Mussolini þar ræðu.
Lagði hann mesta áhrezlú á her-
búnað og virðist hann helzt vilja
hafa allan sinn flokk járnvarðan
og hvern mann æfðan á ungum
aldri við vopnaburð. Segir hann,
að þess þurfi með, því hann og
flokkur sinn eigi nóga óvini og
ítalía eigi nóg af óvinum líka, en
þeir félagar þurfi alt af að standa
á verði, að vernda heiður og gagn
föðurlandsins.
Frá Islandi.
Dr. Alexander Jóhannesson hef-
jr sent frá sér nýtt málfræðirit
um viðskeytj í íslenzku, ritað á
þýzku og er fylgirit með Árbók
Háskólans. Er það einnig gefið
út sérstakt hjá Niemeyer í Halle.
Þýikur togari, “Kroman” frá
Cuxhaven, strandaði á Garðskaga,
skamt frá títskálum á gamlárs-
kvöld. Mannbjörg varð.
Vélbáturinn “Höskuldur” úr
Vestmannaeyjum fór 22. f.m. úr
Reykjavík áleiðis til Eyja, undir
stjórn Gísla Magnússonar útgerð-
armanns þar. Þegar komið var
fyrir Reykjanes, bilaði vél báts-
ins, síðan rifnuðu segl hans og
hrakKi hann fyrir sjó og vindi
langt af siglingaleið. Bæjarfógeti
Vestmannaeyja sneri sér til stjórn
arráðsins, sem brá þegar við og
sendi Óðinn til hjálpar. Fann
Óðinn bátinn 15 mílur utan yið
venjulega siglingaleið og dró hann
til Vestmannaeyja. Hafði bátur-
inn þá yerið 72 klst. á ferðinni.
Hafði hann meðferðis 15 farþega,
og má telja slíkt vítaverða óvar-
kárni af bátstjóranum. Hefði
meira borið út af með veður og
skygni, myndi báturinn hafa far-
ist með allri áhöfn. samkv. frá-
sögn Mbl. eru Vestmannaeyingar
mjög þakklátir bæjarfógeta sín-
um, skipherranum á Óðni og skrif-
stofustjóra í dómsmáladeild, fyr-
ir skjótar björgunarráðstafanir.
Þingmálafundir hafa nýlega
verið haldnir á Akureyri og fsa-
firði. Samkvæmt símskeytum,
sem borist hafa fréttastofunni,
hafa verkamenn verið -öllu ráð-
andi á fundum, enda samþykt til-
lögur í anda jafnaðarmanna. Á
ísafirði tóku fhaldsmenn ekki þátt
í atkvæðagreiðslu.—Tíminn.
Borgc,,nesi, 1. jan.
Tíðin hefir verið nokkuð um-
hleypingasöm undanfarið. Við
bráðapest hefir lítið eða ekki
orðið vart. — Heilsufar er gott.—
Allflestir munu hafa tekið skepn-
ur á gjöf í desember, en sumir
nokkru fyr.
\
Vestm.eyjum, 31. des.
f gær fór fram afhending á hin-
um nýja spítala, sem Gísli John-
sen konsúll hefir rist. Húsið er
fyrir 30 sjúkinga, 19.5x10.5 m. að
stærð, mjög vandað og veglegt.
Kvenfélagið Líkn gaf 20 þús. kr. í
innanstokksmunum, bæjarsjóður
lagði til lóð, 30 þús. kr., aðrar
stofnanir og einstakir menn sam-
tals 30—40 þús. kr., sem konsúll-
inn hefir safnað, en afganginn
gefur hann og frú hans. Húsið
með innanstokksmunum öllum
kostar hátt á þriðja hundrað þús-
und. Spítalinn hafði áður en af-
hending fór fram, verið tekinn út
af landlækni, húsameistara ríkis-
ins, bæjarfógeta og héraðslækni
og Johnsen konsúll lofað að bæta
því við, sem að dómi úttektar-
nefndaynnar á vantaði fyrir 1.
marz næstk., því þá á spítalinn að
taka til starfa. — í tilefni af þess-
ari höfðinglegu gjöf hélt bæjar-
stjórnin konsúlnum, landlækni og
húsameistara ríkisins, sem hefir
gert uppdráttinn að húsinu, stjórn
kvenfélagsins og öðrum, sem við
spítalamálið hafa verið riðnir,
veizlu, og fór hún fram í gær-
kveldi. Spítalanefndin og 40—50
manns voru þar. Afhenti þar kon-
súllinn spítalann í hendur bæjar-
stjórnarinnar til fullrar eignar og
umráða. Auk hans tóku til máls:
landlæknir, húsameistari, bæjar-
stjóri, bæjarfógeti, héraðslæknir,
séra Jes Gíslason, séra Sigurjón
Árnason, Páll Bjarnason skóla-
stjóri og Kolka læknir. 1 dag er
húsið opið fyrir almeniíing og
sýna læknarnir það þeim, er
vilja. Spítalinn verður síðar vígð-
ur af landlækni, áður en hann tek-
ur til starfa.
Leiðrétting—í skeyti frá Vestm.
eyjum 31. des. kennir nokkurs mis-
skilnings um eitt atriði, nfl. þar
sem segir: “spítalinn verður síð-
ar vígður af landlækni”, þar eð
bæði afhending og vígsla fór fram
þ. 30. des s.l., en hins vegar er ekki
ætlast til að spítalinn taki til
starfa fyr en 1. n.k. — Þá hefir
landlæknir og upplýst um það, að
það sé rétt hermt í skeytinu frá
31. des., að húsið muni kosta hátt.
á annað hundrað þúsund fullgert.
—Vísir 2. jan.
Vegna fyrirspurna um Flateyj-
arbók, sem félag manna á Akur-
eyri hefir tekið' sér fyrir hendur
að gefa út á næstu árum í alþýð-
legri útgáfu, skal þetta upplýst um
útgáfuna: Bókin er 124 arkir að
stærð, eða nálega 2000 blaðsíður í
stóru 8 blaða broti. í henni eru
þessar meginsögur: ólafs saga
Tryggvasonar, ólafs saga helga,
Sverris saga og Hákonar konungs
gamla. Inn í þessar meginsögur
eru feldar 80 minni sögur og
flokkar af Noregskonungum, öðr-
um frægum mönnum í Noregi og
á íslandi og margvíslegur fróð-
leikur annar. — Flateyjarbók hef-
ir verið gefin út eitt skifti aðeins,
á árunum 1860—68. Var það
textaútgáfa, þ. e. handritið pren-
að orðrétt og stafrétt. Er staf-
setningin mjög óaðgengileg al-
þýðu, enda er útgáfan nú 1 sár-
fárra manna höndum. Nú verður
stafsetningu breytt til þess horfs,
sem gept hefir verið um íslendinga
sögur, og eru horfur á að þaulvan-
asti íslendingur í þeirri grein, búi
handritið undir prentun. Bókin á
að koma út í þremur bindum, hvert
þeirra um 6—700 bls. á vönduðum
pappír og eitt bindi á ári. Á-
skriftarverð hvers bindis verður,
í góðri kápuhefting 10 kr., í snotru
léreftsbandi 14 kr. í vönduðu
skinnbandi 17 kr. En tilsvarandi
bókhlöðuverð verður 15, 20 og 25
kr. Á móti áskriftum taka meðal
annara Jónas Sveinsson bóksali
Akureyri, Oddur Æjörnsson prent-
meistari Akureyri, og ritstjóri
Tímans.
Nýlega var efnt til sýningar á
íslenzkum málverkum í Kaup-
I mannahöfn. Vóru þar málverk
eftir ýmsa heistu málara lands-
ins. Var sýningunni yfirleitt vel
tekið f dönskum blöðum og nokk-
ur málverk seldust.
Bjarni Ásgeirsson alþm., sem
fór utan til þess að rannsaka og
undirbúa löggjöf um innflutning
tilbúins áburðar á svipuðum
grundvelli, og núverandi atvinnu
málaráðherra hefir haft á prjon-
um á undanförnum þingum, er ný-
Iega kominn heim úr þeirri för.
Eru góðar vonir um árangur af
ferð hans, og að takast muni bráð-
lega að lækka þessa nauðsynja-
vöru landbúnaðarins til verulegra
muna.
Skömmu fyrir jólin vildi til það
slys í verksmiðjunni Gefjun á Ak-
ureyri, að verkamaður einn, Frið-
geir Jónsson að nafni, mejddist
stórkostlega í véHunum; og andað-
ist hann á Þorláksmessu af af-
lieðingum slyssins. — Á Þorláks-
messu varð og úti 11 ára gamall
drengur frá Knararnesi á Vatns-
leysuströnd í Gullbringusýslu,
sonur bóndans þar. Hafði hann
gengið ásamt fleiri mönnum til
kinda, verið sendur hejm með fjár-
hóp, en snúið af réttri leið er
dimmviðri gerði. Fanst hann ör-
endur daginn eftir.
Bjórsölumálið.
Á miðvikudaginn í vikunni sem
leið, samþykti Manitobaþíngið við
þriðju umræðu, áfengislaga frum-
varpið, sem það hefir varið mest-
um tímanum til að fást við, síð-
an það var kallað saman í vetur,
og nú á þriðjudaginn voru lögin
staðfest af fylkisstjóra. Mun þá
ekkert að vanbúnaði, að bjórinn
verði seldur í glasatali út um alt
Manitobafylki, annað en það, að
gistihúsin fái sitt bjórsöluleyfi,
en á því mun ekki lengi standa,
svo gera má ráð fyrir að bjórinn
verði til sölu í glasatali í Winni-
peg og í flestum öðrum bæjum í
fylkinu, um miðjan þennan mán-
uð, því gistihúsin munu flest, eða
öll, hafa bjórstofurnar tilbúnar
og lögunum samkvæmar. Hafa
þau kostað til þess miklu fé, en
eigendurnir gera sér vafalaust
beztu vonir um, að það fé gefi
þeim góðan arð.
Islenzk glíma.
Þjóðræknisþingið stendur nú
fyrir dyrum. Fyrsta kvöld þess
verður helgað íslenzkri kapp-
glímu, eins og undanfarin tvö ár,
um $100 verðlaun Jóhannesar Jós-
efssonar glímumeistara.
Glímunefndin, sem Þjóðræknis-
félagið skipaði í fyrra, til þess að
starfa milli þinga, hefir vonir um
það, að þetta verði fjölmennasta
glímumótið, er Þjóðræknisfélagið
hefir enn staðið að. Fari svo, hef-
ir glímunefndin ákvðið, að glímu-
mönnum skuli skift í flokka, eft-
ir þyngd. Verður úrslitaglíman þá
miklu sanngjarnari, og vonar
.nefndin að þessi vitneskja verði
til þess að fleiri ræki glímuna en
ella mundu.
Glíman fer fram þriðjudags-
kvöldið 21. febrúar, og hefst kl.
8.30. — Þeir sem ætla sér að taka
þátt í henni, eru beðnir að gera
aðvart ritstjóra Heimskringlu fyr-
ir kl. 6 síðdegis, daginn sem kapp-
glíman verður haldin.
Ur bœnum.
íslenzki söngflokkurinn, Ice-
landic Choral Society, hélt sam-
söng, undir stjórn Mr. H. Thor-
ölfssonar, í Fyrstu lút. kirkju,
síðastliðið þriðjudagskvöld, til
arðs fyrir Björgvinssjóðinn. Sam-
söngurinn var afar fjölsóttur, lík-
lega nálægt. átta hundruðum
manns, og skemti fólk sér yfir-!
leitt hið bezta. Nánar í næsta
blaði.
Skemtisamkoman í Goodtempl-
ai^ahúsinu á föstudaginn 10. þ.m.,
verður öðruvísi, en allar aðrar
samkomur í Winnipeg í þessum
mánuði að því leyti, að til hennar
hefir verið vandað óvenjulega vel,
en samt er aðgangur ókeypis og
engin samskot tekin. — Auk þess,
sem talíð er upp á skemtiskránni,
fer þar fram atriði, sem ekki er
nefnt og mörgum mun þykja gam-
an að. — Þið sjáið og heyrið hvað
það er, þegar þangað kemur.
Að eins ein vika til mótsins
mikla á Marlborough Hotel. A'lt
er undirbúið.— Ágætis ræðumenn,
sem halda stuttar en veigamiklar
ræður, sóló-söngur, og allir
syngja, hljóðfærasláttur mikill og
góður (básúnur og bumbur barð-
ar). Nógur matur og góður. —
Fólk er beðið að koma í tíma, því
sezt verður að borðum klukkan 8
stundvíslega. — Sex ágætir spilar-.
ar spila fyrir dansinum, sem verð-
ur í stórum og skrautlegum sal. —
Pantið aðgöngumiða í tíma, því
þeir fækka óðum., því að eins viss
tala er seld. Þeir fást hjá O. S.
Thorgeirssyni bóksala, Steind.
Jakobssyni matvörusala og J. G.
Thorgeirssyni matvörusala á Sar-
gent Ave. — Mætist á Þorrab^ót-
inu þ. 15. þ.m.
Laugardaginn 4. febr. voru gef-
in saman í hjónaband, af séra B.
B. Jónssyni, Rosinant Thorsteins-
son frá Selkirk og Sigfríður Paul-
son frá Hecla, Man. Hjónavígsl-
an fór fram að heimili Mr. og
Mrs. John Magnusson, 9 Wi'llow-
banlc St., Brooklands, Man.
Kvenfélagið á Mountain hefir
Þorramót í A.O.U.W. Hall, Moun-
tain, laugardagskvöldið 18. febrú-
ar kl. 7.30. Verður þar íslenzk
máltíð á borðum, hangikjöt, rúllu-
þylsa, harðfiskur, flatbrauð,
pönnukökur og margt fleira. Einn-
ig verða stuttar ræður, mikill
söngur, kvæði kveðin og fleira.
Æskilegt að allir fslendingar
mæti það kveld. Aðgöngumiðar
kosha $1.00, og eru til sölu víðs-
vegar í bygðinni á hinum ýmsu
póstafgreiðs'lustöðum.
Silfurbrúðkaup.
Á laugardaginn i vikunni sem
leið, var silfurbrúðkaupsdagur
þeirra hr. Bjarna Magnússonar og
frú Guðrúnar konu hans, að 683
Beverley St. hér í borginni. ÖIl
þau 25 ár, sem þau hafa verið gift,
hafa þau átt heima í Winnipeg, og
reyndar miklu lengur, eða frúin
að minsta kosti, og eiga hér marga
vini. Héldu vinir þeirra þeim
mjög myndarlegt og ánægjuelgt
samsæti á laugardagskveldið í
samkomusal Fyrstu lút. kirkju. —
Þegar gestirnir voru allir komnir,
sem var skömmu fyrir kl. 9, sett-
ust allir til borðs, en áður e»
veitingamar voru framreiddar, lét
Dr. Björn B. Jónsson, sem stjórn-
aði samsætinu, syngja sálm og las
biblíukafla. En eftir að gestirnir
höfðu notið ágætra veitinga, sem
fram voru bornar, voru ræður
fluttar og margir söngvar sungn-
ir af öllum, sem við voru og sung-
ið gátu. Auk veizlustjóra tóku til
máls þeir Sigfús Anderson, séra
R. Marteinsson, Bergsveinn Long
og A. S. Bardal. Höfðu ræðumenn-
irnir margt gott að segja um silf-
urbrúðhjónin, sem von var að,
því þau hafa látið margt gott af
sér leiða og mjög sómasamlega
staðið í sinni stöðu. í safnaðar-
málum hafa þau hjón jafnan tek-
ið góðan þátt og í bindindismálum
er Bjarni alþektur fyrir dugnað
sinn og einlægni. ■— Auk þeirra
skemtana, sem þegar eru taldar,
spilaði ungur maður, Pálmi Pálma-
son, tvisvar sinnum á fiðlu, og
fórst það mjög vel.
Að endingu talaði silfurbrúð-
guiminn og þakkaði fyrir þá vin-
áttu og heiður, sem sér og konu
sinni væri sýnd með þessu fjöl-
menna og prýðilega samsæti, og
sagði hann, að þau mundu lengi
minnast þessa kvelds og ekki
gleyma þeim mörgu vinum, sem
hér væru saman komnir.
Litlu fyrir klukkan 11 var stað-
ið upp frá borðum og allir óskuðu
silfurbrúðhjónunum til hamingju.
Kenslustarfsemi
Brynjólfs Þorlákssonar.
Að því hefir verið vikið hvað
ofan í annað, hér í blaðinu, hve
afar þýðingarmikið þjóðræknis-
starf það sé, sem Brynjólfur Þor-
láksson nú er að leysa af hendi
meðal íslendinga í Winnipeg, með
því að halda uppi söngkenslu
þeirri meðal barna og unglinga,
er nokkrir framtakssamir þjóð-
ræknismenn börðust fyrir á síð-
asta þjóðræknisþingi, að hrundið
skyldi í framkvæmd.
Starfsemi Brynjólfs í hinum
ýmsu nýbygðum vorum, hefir þeg-
ar borið hinn glæsilegasta árang-
ur, og má því vafalaust vænta
sama árangurs hér, svo framar-
lega að fólk vort sýni málinu
verðskuldaða alúð.,
Æfingar fara fram í Fyfstu lút-
kirkju klukkan sjö, á hverju mánu-
dags og fimtudagskveldi, en á
laugardögum klukkan 3.30 eftir
hádegi.
Það má nú þegar fullyrða, að
kenslan sé komin í æskilegt horf.
Lætur Brynjólfur þess getið, að
hann sé hæzt ánægður með árang-
urinn fram að þessu, og að góðs
eins megi vænt af flokknum. —
Aðsókn að æfingum fer vaxandi
jafnt og þétt, þótt enn sé nægilegt
rúm fyrir* fleiri. Kenslan er ó-
keypis, og ætti það sannarlega
ekki að draga úr áhuga almenn-
ings, með að færa sér hana í nyt.
Söngkennarinn, Brynjólfur Þor-
lákssön, biður þess getið, að æski-
legt væri að fá enn í flokkinn
nokkrar stúlkur frá fimtán til
tuttugu ára, flokknum til frekari
styrktar.
Flogið hefir það fyrir, að ýms
börn kynoki sér við að ganga í
flokkinn sökum ótta við skort á
þekkingu í íslenzku máli. Slíkan
ótta telur söngkennarinn ástæðu-
lausan með öllu, með því að hann
sé sannfærður um, af reynslu
þeirri, er hann þegar hefir feng-
ið, að íslenzk börn hér í borg,
standi íslenzkum börnum í öðrum
vestrænum nýlendum, fyllilega á
sporði.
Nú er það alvarleg áskorun frá
söngkennaranum og nefnd þeirri,
er um framkvæmdir söngkensl-
unnar annast, til íslenzkra for-
eldra* að þau láti eigi undir höf-
uð leggjast, að senda börn sfn á
æfingar á tilteknum stað og tíma.
Er hér um þjóðrækislega skyldu
að ræða, er öllum ber jafnt að
inna af hendi.