Lögberg - 09.02.1928, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. FEBRÚAR 1928.
Bls. 3.
Hafði bakverk bæði
nótt og dag.
Dodd’s Kidney Pills Læknuðu
Hann.
Þessi Saskatchewanmaður hefir
ekki kent sér meins síðan.
Muenster, Sask., 6. febrúar —
(einkaskeyti).
þjáðist mikið af bakverk,
bæði nótt og dag,” skrifar Mr.
John Steil, sem er vel þektur og
mikils metinn í Muenster. “Eg
hafði líka mikil óþægindi við
þvagið og þurfti að fara oft upp
úr rúminu á hverri nóttu. Fyrir
tveimur árum brúkaði eg Dodd’s
Kidney Pills, úr fimm öskjum, og
við það hatnaði mér, þangað til
fyrir ári síðan, að eg fann til
æssarar veiki aftur. Eftir að hafa
>á brúkað úr tveimur öskjum,
óatnaði mér alveg, og hefi ekkf
fundið til þessa sjúkleika síðan.”
Ef þú hefir snert af bakverk,
þá máttu búast við að hann stafi
frá nýrunum. Veik nýru eru or-
sök meira en helmingsins af öll-
um sjúkdómum.
Dodd’s Kidney Pills eru reglu-
legt nýrnamðal, sem gerir þau
hraust og sterk. Seu nýrun
hraust, þá er 'blóðið heilbrigt, og
sé blóðið heilbrigt, þá r heilsan
góð.
Kraftaverk í Konners-
reuth.
1 litlum bæ, sem Konnersreuth
heitir og er í Oberpfals, rétt hjá
landamærum Bæheims og Bayern,
á heima 29 ára gömul stúlka, sem
Therese Neumann heitir. — Um
þessa stúlku og þau kraftaverk,
sem gerst hafa í sambijndi við
hana, er nú meira rætt í erlendum
blöðum, heldur en um frægustu
miðla og þau dularfull fyrirbrigði
sem gerast í sambandi við þá. '—
Skal nú skýrt frá því helzta, sem
um þessa stúlku hefir verið sagt,
og er rétt að taka það fram í upp-
hafi, að það eru engar kviksögur
né ýkjur, heldur bláber sannleik-
ur, vottaður af fjðlda manns, eigi
að eins auðtrúa almennings, held-
ur einnig af frægum vísindamönn-
um og læknum.
Theresa Neumann er af fátæku
foreldri komin og hafa þau orðið
að vinna baki brotnu til þess að
geta séð fyrir barnahóp sínum.
Og engin ráð hafa þau haft til
Þess að setja börn sín til menta.
Theresa mun þó vera læs og skrif-
andi, en aðra mentun hefir hún
ekki fengið. Á uppvaxtarárum sín-
um var hún smali og sat hjá.
Árið 1918 <varð Theresa fyrir
slysi og laskaðist í henni hrygg-
urinn svo að hún varð máttlaus
og jafnframt misti hún sjón á
báðum augum. Varð hún því að
liggja í rúminu og gat enga björg
sér veitt. Þannig lá hún í fimm
ár samfleytt og voru það sólarlitl-
ir dagar. Hún þjáðist ekki líkam-
iega, en henni leið illa á sálinni.
Hún fann það, að hún var for-
eldrum sínum og systkinum til
mikillar byrði og að fátæktin í
kotinu varð enn tilfinnanlegri en
áður vegna þessa. Og einna sár-
grætilegast þótti henni það, að
Þurfa að valda móður sinni mikill-
ar arm®ðu og aukinnar fyrirhafn-
&r« Því að Theresa var svo ó-
sjálfbjarga sem hvítvoðungur og
þurfti móðir hennar jafnan að
snúa henni í rúminu. Ekki gat
Theresa heldur skemt sér við það
lesa, því að sjónin var farin
og má geta nærri hvernig henni
hefir liðið i öll þessi ár. Einu sól-
skinsstundirnar voru þær, er
presturinn kom að heimsækja
hana. Það er góður og guðhrædd-
Ur maður. Kom hann jafnaðar-
lega til þess að lesa fyrir hana
guðs orð oð hugga hana með því
og krafti bænarlnnar. Kendi hann
henni að beygja sig i auðmýkt
undir guðs vilja og bera kross sinn
*Ueð þolinmæði.
Margra lækna var leitað handa
Theresu, en kunnátta þeirra
megnaði ekki að veita henni neina
meinabót og var hún talin ólækn-
andi.
En svo var það 29. a
a» nafna hennar, hii
Theresa, var tekin í dj
Rómaborg. — Og á þei
8keðl fy^sta kraftaverk
esa Neun>ann opnaði ac
lar als^andi. Þá lofaj
g sama dag i924 gat
fætur i rúmi sínu oj
dogum síðar gat hún fj
ur og gengið.
Sumir vísindamenn halda því
ram, að hér hafi ekki skeð neitt
kraftaverk; það hafi oft komið
ynr áður, þegar taugakerfi
manna hefir bilað, þeir hafa orð-
15 08íálfbjarga eins og Theresa
Neumann og læknisvísindin megn-
uðu alls ekki að bjarga, þá hafi
tíminn smám saman læknað og
fært taugakerfið í samt lag aftur.
En hin kaþólska alþýða í Konners-
reuth taldi þetta kraftaverk og sú
trú hefir styrkst, við þau undur,
sem síðan hafa gerst í sambandi
við Theresu, og nú skal frekar
lýst.
Á föstudaginn langa, árið 1926,
komst Theresa í undarlegt ástand.
Fanst henni að hún vera Jesús
Kristur og tók hún út allar þær
kvalir, sem frelsarinn varð að líða
þann dag, sem hann var kross-
festur. Hún talaði þá tungumál,
sem enginn skildi af þeim, sem
viðstaddir voru og alt í einu opn-
uðust undir á höndum hennar og
fótum, alveg eins og naglar hefðu
verið reknir í gegnum lófana og
ristarnar. Og litlu síðar opnaðist
und á síðu hennar og fossaði blóð-
ið úr öllum þes^um undum. En á
enni hennar vætlaði blóð úr smá-
stungum og voru þær eins og eft-
ir þyrna.
ISíðan hefir þetta undarlega fyr-
irbrigði gerst á hverjum einasta
föstudegi. — Þetta kallar alþýða
furðuverk, en vísindamenn hafa
reynt að finna eðlilega skýringu
á þessu. Segja þeir, að þótt þetta
sé undarlegt, þá geti það átt rót
sína að rekja til þess, að Theresa
sé afskaplega trúhneigð og ímynd-
unarveik. Hún muni hafa talið
sjálfri sér trú um það, að hún
ætti að líða allar þjáningar Krists
og að þessi trú sé svo sterk, að
hún knýi fram sár á þesum vissu
stöðum. iSegja vísindamenn, að
þetta sé ekki eins dæmi, svipað
hafi oft komið fyrir áður. Fram
að þessu þykjast þeir því geta
fundið eðlilega skýringu á þessu
fyrirbrigði. En svo kemur ann-
að, sem rekur þá sjálfa og okkar
ástkæru og þaulprófuðu vísindi í
rogastans, því að Theresa hefir
ekki bragðað matarbita síðan á
nýári í vetur, og samt sem áður
hefir hún ekki létzt neitt. Hún
hefir enn sama líkamsþunga eins
og áður en hún hóf föstuna, eða
55 kilo. “Jesús hefir ,sagt mér,”
segir 'hún, “að líkami minn skuli
vera yðar brauð og blóð mitt
drykkur yðar.” í rúmlega átta
mánuði hefir hún ekki nærst á
öðru en einni oblátu á dag og einni
teskeið af vatni. — Hvorki lækn-
ar né vísindamenn geta skýrt það
hvehnig á þessu stendur. Það er
að vísu sannað, að menn geta lif-
að í tvo mánuði án þess að nærast
á öðru en vatni. En þá lifa þeir
— eins og híðbjörn — á þeirri
fitu, sem þeir hafa safnað áður
en þeir byrjuðu að fasta, og létt-
ast mjög mikið. Theresa hefir
ekki létzt um eitt pund, og þó hef-
ir hún “lifað á loftinu” í rúmlega
átta mánuði samfleytt. — Sumir
hafa haldið því fram, að hún
muni neyta matar í laumi, en það
er ekki satt. Mánuð eftir mánuð
hefir verið vakað irfir henni til
þess að fá vissu fyrir því, hvort
brögð eru í tafli. Um suma varð-
mennina,— og það hafa verið vís-
indamenn, prestar og nunnur —
hefir hún vitað, en aðrir hafa haft
augu með henni án þess að hún
vissi af. Og öllum ber saman um
það, að hún hafi einskis neytt,
nema einnar oblátu og einnar
skeiðar af vatni á dag. Þó sér
ekki á henni að sultur bagi hana.
Alla aðra daga en föstudaga, kl.
12—12%, þegar hún líður þján-
ingar frelsarans, er hún frísk og
kát og mundi geta hlaupið og
stokkið eins og hind, ef eigi bðg-
uðu hana iljasárin. Vegna þeirra
verður hún að ganga annað hvort
á tám eða hælum.
Skömmu eftir að Theresa leið
fyrst þjáningar Krists á krossin-
um — á föstudaginn langa 1926,
gerðu þýskir prófessorar f lækn-
isfræði sér erindi á fund hennar
til þess að athuga fyrirbrigðin og
hana sjálfa. Enginn þeirra hefir
getað gefið neina sennilega skýr-
ingu á því, hvernig á fyrirbrigð-
unum standi. Vísindin eru ekki
komin lengra en svo, að hér
standa þau ráðþrota, Þau vilja
ekki viðurkenna, að til sé neitt
yfirnáttúrlegt og eina skýringin,
sem þau hafa a takteinum er sú,
eins og áður er sagt, að Theresa
hafi svo sterkt ímyndunarafl, að
það komi öllum fyrirbrigðunum á
stað. En er það nokkur skýring?
Nei, það er hæpið og það sjá þess-
ir vísindamenn líka, því að þeir
hafa viðurkent það, að til þess að
geta opnað sér benjar verkfæra-
laust, þurfi meiri andlegan kraft,
ðflugri “sjálfsleiðslu”, heldur en
Theresa hefir jrfir að ráða. Hún
hljóti því að drekka í sig aðkom-
andi kraft, hvaðan sem hún fái
hann.
Einhver frægasti sálfræðingur
Norðuralfunnar, dr. Riessl von
Mayendorff, prófessor við háskól-
ann í Leipzig, hefir athugað Ther-
eru og fyrirbrigðin mjög nákvæm-
lega og segir hann svo um rann-
sóknir sínar:
— Menn, sem hafa viðkvæmt
taugakerfi, geta orðið þjáninga-
bræður annara, sem þeir horfa á
að kveljast, eða heyra sagt um, að
kvaldir hafi verið, þannig að þeir
líða sömu líkamlegar kvalir og
hinir. Theresa Neumann “lifir
sig inn í” þjáningarsögu frelsar-
ans svo algerlega, að hún tekur
út þjáningar hans, sennilega
vegna þess, að húu á sér ekki aðra
ósk heitari en að fá það.
Þó trúir dr. Riessl von Mayen-
dorff því ekki, að þessi fyrirbrigði
gerist eingöngu vegna “sjálfs-
leiðslu’ hennar. Um það segir
hann:
— Það er kunnugt, að menn
geta opnað sér undir með nægi-
lega sterkri trú. Eg vil ekki segja
að hér sé um svik að ræða, því að
það er áreiðanlegt, að stúlkan er
sjálfri sér þess ómeðvitandi. Hún
heldur, að það sé æðri völd, sem
hafi sig fyrir verkfæri, enda þótt
hún sjálf hjálpi til þess, vegna
þess að þetta er hennar heitasta
ósk.
Rannsóknir vísindamannanna
hafa ekki getað leitt neitt ákveð-
ið í ljós um það, hvernig á fyrir-
brigðunum stendur. Eftir margra
vikna athugun eru vísindin enn
ráðþrota með það að koma með
sennilega skýringu á fyrirbrigð-
unum. En þeir, sem eru vantrú-
aðir á kraftaverk og fyrirbrigði,
hugga sig við það, að úr því að
miðlar geti haft ýms brögð í
frammi til þess að gera undra-
verk, þá sé Theresu eins til þess
trúandi. Þó nægir þetta ekki al-
menningsálitinu í nágrenninu þar,
sem veit vel, að andasýningar og
andafyrirbrigði ske vanalega í
hálfrökkri eða daufri lampabirtu,
en fyrirbrigðin í Konnersreuth ske
um hábjartan dag og án nokkurs
undrbúnings. Fyrirbrigðin gerast
kl. . 12—12%, einmitt í sama
mund og frelsarinn var krossfest-
ur. Sólin skín inn í herbergið,
gluggar og hurðar eru opnar. í
rúmi liggur Theresa. Hún veit
ekkert um það, sem gerist um-
hverfis hana; hún lifir þá á löngu
liðnum tímum og talar orð, sem
enginn skilur, nema frægustu
málfræðingar. Hún talar þá ara-
mæisku, eða hið sama mál og Jesús
talaði. Er þetta þeim mun und-
arlegra, sem There«a er alveg ó-
mentuð og hefir sjálfsagt ekki
haft hugmynd um það áður, að
til væri tungumál, sem lærðir
menn kalla aramæisku, hvað þá,
að hún kynni neitt orð í því. •—
tungumál þetta er nú orðið svo
fágætt að kaþólskir prestar þekkja
ekki neitt til þess. En tungu-
mála grúskarar hafa verið fengn-
ir til þess að hlusta á Theresu,
þegar hún fær þessar vitranir, ef
viðburðina má kalla því nafni, —
menn, sem hafa numið hið ara-
mæiska tungumál. Og þeir hafa
lagt fyrir hana ýmsar spurningar
á því máli og hefir hún svarað
þeim á sama máli._ — Meðal ann-
ars' spurðu þeir hana hvað Jesús
hefði sagt á krossinum rétt áður
en hann dó. Theresa sagði að
hann hefði sagt: “Eloi.” Þetta
orð þektist um hinn kristna heim
og er þangað komið úr hebresku,
en er þar “Eli.” Málfræðingarn-
ir margspurðu Theresu hvort
Kristur hefði ekki sagt Eli, en hún
neitaði því harðlega, og sagði að
hann hefði sagt Eloi, en þannig
var nafnið borið fram á aramæ-
isku á dögum Krists.
Theresa hefir einnig farið með
ýmsar setningar á latínu, eins og
þún var í munni Rómverja á Krists
dögum, og enn fremur hefir hún
farið með ýmsar setningar á heb-
resku. Þetta, að fátæk og ómertt-
uð stúlka talar þessi þrjú fágætu
tungumál, meðan á fyrirburðun-
um stendur, hefir valdið miklum
heilabrotum meðal vísindamanna
og fá þeir enga sennilega skýr-
ingu á því hvernig á því getur
staðið. Aramæiska er nú dautt
mál, alveg eins og latínan, en
miklu færri kunna hana þó en lat-
ínu. Það eru ekki nema fáeinir
menn í Evrópu, sem þekkja það
mál og það getur ekki átt sér
stað, að There -a hafi lært neina
setningu í því. Hún vissi ekki
einu sinni að til hefði verið það
tungumál, og hún vissi ekki held-
ur, hvaða tungumál Kristur tal-
aði. Henni hefir víst farið eins
og flestum ófróðum, en sanntrú-
uðum mönnum, að halda að Jesús
hafi talað sitt móðurmál.
Þrátt fyrir framfarir vísind-
anna á íeinni árum og aukna al-
þýðumentun, trúir kaþólsk alþýða
enn á kraftaverk. Það er því eldq,
að undra, að undir eins og fregn-
ir fóru að berast út um krafta-
verkin í Konnersreuth, tóku píla-
grímar að streyma þangað til þess
að sjá Theresu. Hefir að undan-
förnu verið svo mikill fólksstraum-
ur þangað, að bæjarstjórnin hefir
orðið að senda marga lögreglu-
þjóna til þess að halda vörð hjá
húsi Neumanns klæðskera og halda
þar uppi reglu meðal þess aragrúa
af fólki, sem bíður þar úti fyrir
tímunum saman, til þess að fá að
sjá Theresu og beygja kné sín Á,
lotningu fyrir kraftaverkum þeim,
er gerast 1 sambandi við hana. Sér-
staklega er aðstreymi fólks mikið
á föstudögum, þegar Theresa lifir
lífi Jesú á Glgata. Hún situr þá í
rúmi sínu og talar annarlegum
tungum, aramæisku, latínu og he-
bresku, eftir því, sem hún heyrir
þessi tungumál töluð á Golgata.
Hún sér aftökustað frelsarans og
ræningjanna , og fyrir innri sjón
hennar er sá staður alt öðru vísi
heldur en hann er sýndur á biblíu-
myndum. Að því leyti er það ó-
hugsandi, að hún geti beitt nein-
um brellum eða leikaraskap, því
að hafi hún nokkur kynni af því
hvernig umhorfs er á Golgata, þá
ættu þau kynni að stafa frá biblíu
sögum og myndum af staðnum, en
þær myndir eru teknár svo löngu
eftir aftöku Krists, að staðurinn
er alt öðru vísi en hann var þá.
Meðan á þessu stendur, og hún
lýsir staðnum nákvæmlega, fossar
blóð úr undum á höndum hennar
og fótum og úr síðunni, en höfgir
blóðdropar falla úr smástungum á
enni hennar og blandast tárum
hennar, því að hún þjáist sv#
mjög líkamlega, að hún getur ekki
tára bundist. Kvalirnar verða æ
sárari og að lokum finst henni, sem
hún deyi dauðdaga Krists. Ligg-
ur hún svo í dái dálitla stund, en
þegar hún rankar við sér, er hún
eins og hún á að sér að vera, stilt
og róleg. Daginn eftir fer hún á
fætur, og er þá ekki í umgengni
öðru vísi en fólk er flest, nema
hvað öll sárin eru opin og úr þeim
blæðir- Þrátt fyrir það að hún
neytir einskis matar, er hún frísk
og fjörug, en kunnugir aegja, að
hún sé nokkuð ellilegri en fólk á
hennar aldri er vant að vera.
reuth, í hjarta Þýzkalands. Á
morgun og hinn daginn verð eg
neyddur til að finna einhverja
eðlilega skýringu á fyrirbrigðun-
um. En í dag vil eg skýra frá
fyrirbrigðunum gagnrýnilaust.”
Mörgum læknum hefir farið sem
þessum lækni, að þegar þeir hafa
fyrst kynst fyrirbrigðunum og
kraftaverkunum í Konnersreuth,
geta þeir ekki varist því, að kalla
þau yfirnáttúrleg. En seinna, er
þeir vilja kryfja þau til mergjar,
þá reyna þeir að finna upp ein-
hverjar eðlilegar skýringar. —
—Lesb. MorgbL
í æsku var Theresa fjörug og
kát, eins og börhum er títt, en nú
er hún orðin stiltari og segir hún
að það stafi af “sjálfstjórn” sinni,
eq svo nefnir hún hin undarlegu
fyrirbrigði. En hér með lýkur
ekki sögunni um kraftaverkin, því
að síðan Theresa reis á fætur
aftur, virðist svo sem hún hafi
fengið kraft til yfirnáttúrlegra
lækninga. — Lækningar hennar
hrífa þó ekki á aðra en sanntrú-
aða kaþólska menn, sem eru viss-
ir um það með sjálfum sér, að alt
sem gerist í sambandi við hana sé
af guðdómlegum toga spunnið, og
að hún sé verkfæri í drottins
hendi til þess að sanna mannkyni
öllu að alt sé satt, sem sagt er
um guðssoninn. — Læknirinn í
Konnersreuth hefir vottað það, að
maður nokkur, sem árum saman
hafði verið máttvana í báðum fót-
um og staulast áfram á tveimur
hækjum, hefði dreyist af veikum
mætti heim til Theresu. Hún hefði
að eins lagt hendur á höfuð hans
og þá hefði brugðið svo við, að
hann kastaði hækjunum og gekk
alheill í burtu. Sami læknir vott-
ar líka, að gömul kona, sem um
mörg ár hafði þjáðst af vatnssótt
og var komin að dauða, hafi feng-
ið fullan bata og heilsu bara fyr-
ir það, að Theresa fór höndum um
hana. Þessi tvö dæmi eru vísinda-
lega vottfest, en mðrg fleiri dæmi
um yfirnáttúrlegar lækningar
Theresu, eða kraftaverk, eru sögð
þar suður frá og dirfist enginn að
mótmæla þeim. Það er sagt, að
mörg hundruð manna eigi nú
Theresu að þakka lækning meina
sinna, og að hin kaþólska alþýða
trúi því, statt og stöðugt, að hún
geti gert kraftaverk í umboði guð-
dómsins, því að henni sé gefið
sama vald eins og postulunum.
Það er eftirtektavert að Riessl
von Mayendorff prófessor lýkur
skýrslu sinni með því að segja,
að hann vilji ekki svifta guð-
hrædda menn trúnni á það, að enn
gerist kraftaverk á jðrðu hér. —
Annar nafnfrægur þýzkur læknir,
sem hefir skoðað Theresu, byrjar
skýrslu sína til læknafélagsins
þýzka á þessa leið:
“Eg veit ekki betur, en að eg
sé með öllum mjalla. Og þess
vegna ætla eg nú að reyna að
skýra frá því, semi gerist um sól-
bjartan sumardag hér í Konners-
Norðmenn og Siglfirð-
ingar.
Svo bar til eitt sinn á Siglufirði
í suma^ sem oftar, að norskt skip
kom þar að landi. Hafði það ekki
haft samband við íslenzka höfn,
og var skipstjóra sagt, að hann
mætti ekki leggjast að bryggju,
fyr en skoðun hefði farið fram.
Skipstjóri varð önugur við, sagð-
ist hafa nýja síld um borð og
mætti ekki bíða, hann hefði samn-
ing við “Brödrene Tvedt.”
“Brödrena Tvedt” mun vera út-
gerðarfélag í Noregi. Er mér
ekki kunnugt um hvar það er bú-
sett. En svo mikið er víst, að á
Siglufirði á það ekkert heimilis-
fang.
Skipstjóri kunni eigi frekari
deili á því, hver ætti að taka við
því sem hann kom með — honum
hafði sem sé láðst að fá vitneskju
um hver væri “leppur” fyrir
“'Brödrene Tvedt” þar á staðnum.
Þessi lítilfjörlegi atburður tal-
ar sínu máli um'það, að Norð-
menn hafi enn í dag leppa á Siglu-
firði.
Hún ber og vott um, að eitthvað
sé bogið við álit Siglfirðinga á
fiskiveiðalðggjöfinni og fram-
kvæmd hennar.
Siglfirðingar, er eg átti tal við
í sumar, sögðu sumir sem svo:
Löggjöfin hefir að því miðað,
að flæma Norðmenn héðan. Fiski-
veiðalögin urðu til þess, að Norð-
menn tóku að leggja kapp á það
að verka síldina fyrir utan land-
helgi.
Þeir geta alveg eins veitt og
verkað fyrir utan, eins og að
leggja síldina á land. Þeir veiða
eins mikið eftir sem áður. Þeir
keppa eins við okkur og fyrri dag-
inn á síldarmarkaðinum.
Við Siglfirðingar sitjum eftir
með sárt ennið, og höfum eigi
þann hag af viðskiftunum við
norska síldveiðamenn, eins og við
gætum haft, eins og við höfðum
áður.
iNorðmenn halda síldveiðaflota
sínum hér upp við land. Veiða
jafn mikið og áður. Munurinn að-
eins sá, að við höfum alls ekkert
gagn af því, sem þeir veiða hérna
rétt við nefið á okkur. — Þannig
er þeirra röksemdafærsla.
Þess er enn fremur að gæta,
segja Siglfirðingar:
' Norðmenn geta gert sig ánægða
með minni hagnað en íslendingar
af síldveiðunum. Sá tími, sem fer
í síldveiðarnar hér er “dauður
tími” fyrir þá heima fyrir. Þeir
geta gert sig ánægða með það, ef
útgerðin að eins ber sig, því ef
þeir sætu heima, hefðu þeir lítið
sem ekkert við skipin að gera.
Svo er annað:
Með því að salta síldina í hafi
verður framleiðsla þeirra ódýrari
en okkar. — Hér biður fólk til
að verka sildina er hún kemur í
land. Síld sú sem á land er flutt,
þarf að bera kostnað af kaupi
skipshafna og verkunarfólks. En
þegar síldin er söltuð utan við
landhelgi, vinna skipshafnir ein-
ar að öllu saman.
i—Þá koma íslenzkir aðkomu
menn á Siglufirði og segja:
—Þetta getur alt verið gott og
blessað. En sú síld, sem veidd er
fyrir utan, er aldrei eins góð og
síldin, sem verkuð er í landi, þvi
það er t. a. m. ekki hægt að “pækla
á” tunnurnar úti í skipunum.
—Þessu mótmæla aðrir og segja
að Norðmenn séu komnir upp á
það, að halda tunnunum þannig
til í lestunum, að þeir komist að
því að verka síldina eins og síld
þá, sem flutt er til lands. Þar við
bætist, segja þeir, að Norðmenn,
sem verka “fyrir utan”, eru jafn
aðarlegast fljótari til en íslenzk
ir framleiðendur að koma vöru
sinni á markað. —
Norðmenn geti stundað hér síld- j
veiðar eftir sem áður, þrátt fyrir i
fiskiveiðalögin, þá sýnir reynslan j
í raun og veru alt annað.
Hvers vegna seilast norskir út-
gerðarmenn eftir því að hafa
leppa á Siglufirði? Því verður
eigi svarað á annan hátt en þann,
að hinir norsku útgerðarmenn sjái
sér hag í því að grípa til þessara
ráða.
Hvers vegna er síld flutt milli
norskra skipa inn í landhelgi, inn
á fjörðum?
Vegna þess, að það er hentugra
að athafna sig þar en úti á hafi.
Og hvers vegna, hvers vegna, —
lengi mætti spyrja — en mér dett-
ur í hug síldarsendingin með
Gullfossi, þegar eg var þar far-
þegi.
Gullfoss er á förum frá Siglu-
firði til Akureyrar. Skip kemur
úr hafi, norskt skip, með 290 tunn-
ur síldar, sem eiga að fara með
Gullfossi. Síldin kemur vitan-
lega aldrei í land. Síldin verður
flutt út sem íslenzk síld. Mats-
menn eru sendir um borð. Þeir
meta síldina.
Hver á hana?
Það fréttist, að maður einn á
Siglufirði muni telja sér hana.
Hann á hana, á að eiga hana,
þó aldrei hafi hann sennilega séð
hana.
Þannig mætti lengi telja upp
allskonar útúrsnúninga utan um
lög og reglur — undanbrögð, sem
eru gerð vegna þess, að Norðmenn
sjá sér hag í því.
En leppmenskan fyrir Norð-
menn, er nú með öðru sniði en áð-
ur var. Meginhlutann af síldinni
verka Norðmenn nú fyrir utan.
Hið almenna álit Siglfirðinga
er, að starfsaðferðin sé á þessa
leið:
Norðmenn sigla skipum sínum
til Siglufjarðar í byrjun vertíð-
ar. Eru þau þá svo hlaðin tunn-
um, að ógerningur er að athafna
sig með söltun og þvílíkt í skip-
unum.
Þegar Norðmenn koma með
hlaðin skipin setja þeir þar tals-
vert af tunnum og salti í land, og
fá einhvern kaupanda að því í f
orði kveðnu. Losa þeir svo mik-í
ið úr skipunum, að þeir geti at-
hafnað sig við verkun með það
sem eftir er.
Þangað til að áliðinni vertíð,
þegar búið er að veiða og salta í
tunnur þær, sem eftir voru í skip-
inu, þá koma skipin inn aftur til
þess að taka tunnur þær, sem sett-
ar voru á land. “Kaupa” Norð-
mennirnir þá tunnur þær og salt
er þeir “seldu” í land fyrir nokkr-
um vikum, og “selja” nokkuð af
síld þeirri, er þeir hafa veitt. í
vertíðarloícin! koma þeir enn og
‘kaupa” þá oft aftur síld þá, er
jeir “seldu” í land, svo skipin fara
fullfermd heimleiðis.
Með þessu móti má svo að orði
komast, að Norðmenn hafi ítök á
Siglufirði, nákvæmlega
Hafið þér húðsjúkdóm?
GJALDIÐ varúðar við fyrstu ein-
kennum húðsjúkdóma! Ef þér finn-
i« til sárinda eða kláða, eða hafið
sprungur í hörundi, er bezt að nota
strax Zam-Buk. Þau græða fljótt.
Sé húðin bólgin af kláða, eða sár-
um- og eitrun, er ekkert meðal, sem
tekur jafn-fljótt fyrir ræturnar og
Zam-Buk. Áburðurinn frægi, Zam-
Buk, læknar og græðir nýtt skinn.
Zam-Buk bregst aldrei það hlut-
verk sitt að græða og mýkja og hef-
ir sótthreinsandi áhrif. Eru smyrsl
þau nú notuð í miljónum heimila.
Fáið öskju af þessum merku jurta-
smyrslum, og hafið ávalt við hendina.
Mrs. W. Campbell, að Bonny River
Station, N.B., segir: “Sprungur á
andliti og handleggjum dóttur minn-
ar, urðu að opnum sárum. Við reynd-
um ýms meðul, en ekkert hreif nema
undrasmyrslin Zam-Buk.
amfiuk
Fáið öskju af Zam-Buk i dag! Ein
slœrð að eins, 60c. 3 fyrir $1.25..
Zam-Buk Mediciual Sápa, 26c. sf.
nokkru leyti frá Siglufirði, þeir
hafa þar ekki þau yfirtök, sem
þeir höfðu um skeið.
Nú eru völdin komin í hendur
Svía. V. St.
—Lesb. Mbl.
mikil til þess, að þeir geti haldið
síldarútgerð sinni áfram hér við
Iand, ítök, sem landsmðnnum yf-
irleitt og Siglfirðingum sérstak-
lega koma að engu gagni. Norð-
menn hafa á síðari árum lagst að
\
— Það er með öllu ómögulegt
í skjótri svipan, að grafa til botns
I þessu, máli. Hver staðhæfingin
er upp á móti annari.
Þó Siglfirðingar líti svo á, að
Frá Islandi.
Reykjavík, 21. des. 1926.
Dr. Reinsch, sá er hér var um
skeið við rannsókn veiðivatna og
nú er látinn, hefir arfleitt ísland
að ýmsum dýrmætum rannsóknar-
áhöldum. Hefir stjórnarráðið gert
ráðstafanir til þss að láta flytja
áhöldin heim.
tJtvarpsnefndin, sem í eru Gísli
Ólafson, Páll Eggert Ólason og
Jón Eyþórsson, hefir nú skilað á-
liti sínu. Leggur hún til, að
stjórninni verði veitt heimild til
að stofnsetja og reka framvegis
útvarp hér á landi. Mun frum-
varp þar að lútandi, verða lagt
fyrir næsta þing.
öndvegistíð hefir verið um
land alt það sem af er vetrar. —
Norðanlands kom allmikill snjór
nægilega í vetrarbyrjun, en hvarf bráð-
en
lega. Hefir síðan verið auð jörð
um land alt og fénaður gengið
sjálfala. Sunnanlands yarð nokk-
uð úrfellasamt um skeið. Síðustu
daga hafa verið hreinviðri og
væg frost.—Tíminn.
Eg þarf þetta |
mamma. g
"Fry'a Cocoa er hinn
bezti holdgjafi og
eykur manni mest
þrek," aegir Dr. An-
drew Wilaon F.R. S.
E.. J>að er óviðjafn-
anlegt hvað hrein-
ielka og annað ágæti
snertir. Mér skilst að
það sé alveg fullkom-
lð. J>að er engin
betri fseða.
1728
200 ára Fulllcomnun.
Á árinu 1928 eru liðin 200 ár síðan
TheHouse of Fry var stofnað.
1928
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin