Lögberg - 01.03.1928, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.03.1928, Blaðsíða 1
Helztu heims-íréttir 41. ARGANGUR | Canada. Ale^xander Dawson, fyrrum dómari í Manitoba, andaðist á laugardaginn var, 25. febrúar, sjötíu og níu ára að aldri. •» * * Á sunnudagskveldið, 26. febr., andaðist að heimili sínu í Winni- peg, Dr. James William Arm- strong. Fæddur í Nova Scotia 1860. Hafði verið um 40 ár í Manitoba. Var lengi fylkis þing- maður og ráðherra þegar Norris var stjórnarformaður. * * * Fylkisstjórnin í Manitoba hef- ir nú lagt fyrir þingið frumvarp til ellistyrkslaga í samræmi við ellistyrkslög sambandsstjórnar- innar. Samkvæmt þeim lögum, geta þeir notið þess ellistyrks, sem (a) eru brezkir þegnar og _konur, sem verið hafá brezkir þegnar áður en þær giftust, en tapað þegnréttinudum sínum við giftinguna; (b) eru fullra 70 ára að aldri; (c) hafa verið 20 ár í Canada; (d) hafa átt heima síð- astliðin fimm ár í því fylki, þar sem sótt er um styrkinn; (e) eru ekki Indíánar, samkvæmt Indíána- lögunum; (f) hafa ekki tekjur, sem svara $365 á ári, og (<g) hafa ekki afsalað sér eignum eða tekj- um til þess að geta notið eili- styrksins. Um styrkinn má sækja nær sem er, eftir að umsækjandi er orðinn 69 ára og 9 mánaða. Auðvitað verður hver umsækj- andi að vera við því búinn, að geta sannað, að hann haiji rétt til styrksins og þurfi hans við, t. d. sé nógu gamall o. s. frv. Styrkurinn er $20 á mánuði fyr- ir þá, sem ekki hafa meira en $125 árstekjur, en minkar að því skapi, sem tekjurnar eru þar yf- ir alt upp í $365 á ári, en þeir sem hafa svo miklar árstekjur eða meiri, fá engan ellistyrk. Leiðtogar allra flokka á Mani- •tobaþinginu tóku frumvarpinu mjög vel, þegar þ^ð var lagt fyr- ir þingið. Það er að segja, að allir tóku vel hugmyndinni um ellistyrk, en um frumvarpið, eins og það er lagt fram, eru tðluvert deildar meiningar. Um upphæð- ina, sem gamla fólkið á að fá, er ekki að deila, ef þessi fylkislög ei?a að vera í samræmi við sam- bandslögin, og þau verða að vera tað, því sambandsstjórnin borgar kelminginn af kostnaðinum. En ekki eru allir ánægðir með þetta °* vilja hafa aldurstakmarkið i®gra og styrkinn hærri. En hitt, kvernig Manitobafylki á að fá það fé, sem það þarf til að borga sinn hluta af þessum útgjðldum, um það eru deildar skoðanir. Frum- varpið gerir ráð fyrir, að lagður sé aukaskattur á fasteignir allar 1 fylkinu, er nemi samtals $500,000 á þessu ári. Ekki er samt búist vi6, að útgjöldin verði svo mikil, en stjórninni þykir vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig, og Mr. Bracken segir, að þessi útgjöld rouni fljótt hækka.— Bæjarráðs- mennirnir í Winnipeg hafa mót- mælt því, að ná inn peningunum oieð hærra skatti á fasteignum, Því það sé ósanngjarnt gagnvart Winnipegborg, og segja að með Því móti verði Winnipegbúar að borga miklu meira af þessum út- ^jöldum, heldur en þeim í raun °g veru beri. Stjórnin segist vera v^jug til að taka til greina allar &oðar og hollar bendingar, sem fram kynnu að koma í þessu máli °g má vera, að einhver hentugri ráð finnist til að afla þessara pen- ^oga, heldur en stjórninni hafa d°ttið í hug, en þau ráð eru enn ófundin. * * * Manitoba stjórnin hefir sett t>rjú hundruð þúsund dala út- gjaldalið í fjárlögin, sem til þess er ætlaður, að byrja á því mikla þarfaverki, að byggja nýtt fanga- hús, einhvers staðar utan við borgina, Winnipeg, og á þá jafn- framt að leggja niður gamla fangahúsið, sem er rétt hjá há- skóla-byggingunni og þykir þar meir en lítið hvimleitt nágrenni, sem von er til. Sjálfsagt dregst það þó nokkuð lengi enn, að þes«i nýja bygging komist upp. Stjórn- in segist enn ekki hafa fengið stað fyrir þetta nýja fangelsi, en hún hefir tekið málið að sér, svö vænta má, að af framkvæmd- um verði áður en mjðg langt líður. * » * Á síðastliðnum þremur mánuð- um hafa verið drepnir 3,310 úlf- ar í Ontario fylki og hefir fylk- isstjórnin varið hér um bil $50,000 fyrir verðlaun fyrir þetta úlfa- dráp, virðist svo, sem þeim fari alt af fjölgandi 1 norðanverðu Ontario fylki, og það er mikið talað um að verja enn meiru fé til að eyðileggja þá, en stjórnin er samt ekki á því sem stendur. * * * iSíðan 1921 hefir sambands- stjórnin varið sem næst sjö milj- ónum dala til innflutningamál- anna. Fólkið, sem fluzt hefir inn í landið, er 787,408. Þar^f komu 361,834 frá Bretlandi, 249,521 frá öðrum löndum í Evrópu og 176,053 frá Bandaríkjunum. Til þess að flytja þessi þrjú hundruð og sex- tíu þúsund Breta til þessa lands, hafa gengið $3,750,000, en til að flytja inn 250,000 innflytjendur frá öðrum löndum ílEvrópu, hefir verið varið að eins $352,368, eða með öðrum orðum: Hver Breti, sem kemur til þessa lands sem innflytjandi, kostar Canada nærri $10.00, en hver annar innflytjandi frá Evrópu lítið meira en $1.00. Þrátt fyrir þetta, hafa margir orðið til þess, að áfellast stjórn- ina harðlega fyrir það, hve lítið hún gerði að því að fá brezka inn- flytjendur, en láti sér ant um að fá fólk úr öðrum löndum. * * * Hinn 16. febrúar hvarf kona nokkur, Mrs. Lottie Adams að nafni, frá heimili sínu, 40 Cunn- ingham Ave., St. Vital, Man., og var hennar víða og vandlega leit- að, og fanst hún loks hinn 27. s.m. grafin í fönn, í skurði meðfram akbrautinni sem nefnd er North Drive í St. Vital, ekki all-langt austan við Rauðána. Konan var dáin og bar Hkið þess Ijós merki, að hún hafði verið myrt. Kona þessi og maður hennar bjuggu tvö ein í litlu húsi, og þegar maður- inn kom heim frá vinnu sinni hinn 16. febr. var konan ekki heima, en hann undraðist ekki um hana fyr en næsta dag og hélt að hún væri hjá föður sínum, sem hún heim- sótti oft. Var því ekki leitin haf- in, fyr en eftir tvo daga„ Maður hefir nú verið tekinn fastur og grunaður um að vera valdur að þessu voðaverki. Hann heitir Albert Victor Westgate, og hefir átt heima í allmörg ár í Winnipeg, en er Englendingur, og kom frá London. Hann hefir þá atvinnu að keyra bíla og þykjast menn vita til, að hann hafi mælt sér mót við Mrs. Adams, daginn sem hún hvarf. Bandaríkin. Col. Lindberg kom aftur til St. Louis 15. febrúar, eftir að hafa heimsótt fimtán þjóðir í Ame- ríku, sunnan Bandaríkjanna, og flogið meira en níu þúsund mílur. * * * Fjárhagsáætlun stjórnarinn- ar, sem lögð hefir verið fyrir þingið, gerir ráð fyrir $28,581,570 til að mæta kostnaðinum við eft- irlit vínbannslaganna. * * * Frank L. Smith, sem neitað var um að taka sæti sitt í öldunga- deildinni vegna ólögmætrar kosn- ingu, hefir sagt af sér, en var strax skipaður af ríkisstjóranum í Illinois til að gegna embættinu það sem eftir er af kjörtímabil- inu. * * * Senator James E. Watson, frá Indiana ríkinu, hefir lýst yfir því, að hann verði í kjöri sem forseta- WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 1. MAR Z 1928 NÚMER 9 Fiskiskipið uJón Forseti,, ferst Þrettán manns af 25 drukna Frétt frá London, dagsett 27. febr., segir, að botnvörpuskipið “Jón forseti” hafi farist, svo sem eina mílu frá landi, skamt frá Reykjavík, og að þrettán, af tutt- ugu og fimm mönnum, sem á skipinu voru, hafi druknað — Fréttin segir einnig, að fjögur botnvörpuskip hafi komið að, þar sem skipið var að farast og varð- skip þar að auki, og hafi menn- irnir þá allir verið 1 reiðanum, en efni republicana, þegar útnefn- ingar fara fram í sumar. * * * Árið sem leið gáfu Bandaríkja- menn meira fé til líknarstarfsemi, mentamála og annars, sem al- mennings heill varðar, heldur en nokkurn tíma áður. Skýrslur eru enn ekki fyrir hendi, sem sýna, hve gjafirnar hafi verið miklar alt árið, en 1. nóvember námu þær $150,000,000, og er gert ráð fyrir, að i árslokin hafi þær komist upp í $200,000,000, að minsta kosti. Hér eru vafalaust að eins taldar hinar stærri gjafir, sem menn og konur hafa gefið í lif- anda lífi, eða látið eftir sig dá- in. Þó hefir sjálfsagt eitthvað af þeim $10,000,000, sem Rauðakross félagið tók á móti til að hjálpa fólkinu, sem fyrir flóðinu varð í Mississippi dalnum, komið frá fá- tæku fólki. En aðallega eru það auðmennirnir, sem gefið hafa þetta mikla fé, sem eðlilegt er En sumir þeirra hafa líka gefið afar fé, sumir margar miljónir. Bretland. Capt. Malcolm Campbell hefir farið hraðari ferð í bíl sínum, heldur en nokkur annar maður hefir gert alt til þessa. Bíl sinn kallar hann “Bráfugl” og reyndi Campbell þolrifin í honum fyrir skömmu að Dayton Beach, Fla/j Hraðast fór hann 226 mílur á klukkustund, en meðal-hraðinn á all-langri leið var 206 mílur á klukkustund. Þessi bíll er búinn | til á Englandi og Capt. Campbell er brezkur maður. * * * í síðustu viku fór loftfar frá London til iParísar á áttatíu mín- útum. Það er fljótasta ferð, sem enn hefir farin verið milli þess- ara tveggja borga. Vegalengdin en 230 mílur. Árið 1921 flaug maður þessa sömu leið á 84 mín- útum. * * * Miljóna eigendunum í Bretlandi er heldur að fækka, en samt eru þeir 562. Tekjuskatturinn, sem þessir auðmenn verða að borga í ríkissjóð, er afar hár. ' Sá sem hefir sjö hundruð og fimtiu þús- und pund í árstekjur, verður að borga nærri helminginn af tekj- um sínum í skatta og af dánarbú- um, sem nema tíu miljónum, verð- ur að borga um fjörutíu af hund- raði til ríkissjóðs. Hvaðanœfa. Fátækur maður í Warsaw á Pól- landi, Stanislaw Abaciak að nafni, sem ekkert hafði fengið að gera vikum saman, fékk þær fréttir hér um daginn, frá Denver, Colo., áð hann hefði erft þar tólf milj- ónir dala. Honum varð svo mik- ið um þetta, að það steinleið yf- ir hann . En það . leið ekki á löngu, þangað til hann rankaði við sér og eru víst fullar líkur til að hann geti notið skildinganna. ÞORRABLÓT klúbbsins “Helga magra” fór fram 15. febrúar 1928 á The Marl- borough Hotel. Prentuð dagskrá samsætisins hljóðar svo: 1. Ávarp forseta: A. C. Johnson. Sungið: “O Canada” og “Ó, Guð vors lands.” skolast í sjóinn. Fréttin segir enn fremur, að 9 af hinum 12 hafi ver- ið bjargað, en 3 séu enn í reiðan- um þegar fréttin er send frá Reykjavík til London, og verður ekki séð af fréttinni hvort þeir hafa komist lífs af eða ekki. Jón forseti var eitt af allra fyrstu botnvörpuskipum, sem ís- lendingar eignuðust. Hann var eign Halldórs skipstjóra Þor- steinssonar og hans félaga. Fregn þessi er tekin eftir blað- 2. Minni íslands: Á. P. Jó- hannsson. 2.' Sólósöngur: Mrs. B. H. Olson. 4. Minni íslenzkrar æsku: J. J. Bildfell. Þá flutti M. Markússon kvæði: “Minni æskunnar”, sem hér fylg- ir: Æska, þú ert ei’íf sól allra vorra hæstu drauma, blóm, sem vorið bjarta ól, blika skær við dagsins hjól. Alt er gleði, ást og skjól, unaðskliður tærra strauma. Æska, þú ert eilíf sól allra vorra hæstu drauma. Þegar ellin lýir lund, lyftir minning bernsku daga, lýsir oss á ljúfan fund liðin vonar morgun stund. Kynda fjör í mál og mund mildir tónar vorsins laga. Þegar ellin lýir lund, lyftir minning bernsu daga. Látum æsku ljósið blítt lifa hjá oss allar stundir; traust er vakti vorið hlýtt verði jafnan ungt og nýtt, vermi alt með þt-.iió þitt þar til sólin gengur undir. Látum æsku ljósið blítt lifa hjá oss allar stundir. “Eldgamla ísafold”. 0r bœnum. Þjóðræknisdeildih “Frón” held- ur fund í neðri sal Goodtemplara- hússins þriðjudagskveldið 6. marz 19128, kl. 8 e.h. Skemtiskrá fer fram að fundarstörfum loknum. Fjölmennið. Rit. Ungu piltarnir í Fyrstu lút. kirkju (The Lutheran Brother- hood) halda samkomu, “At home” í samkomusal kirkjunnar á fimtu- dagskvöldið í næstu viku, 8. marz, kl. 8.15. Þar verður góð skemtun og góðar veitingar, og þeir verða vafalaust margir, sem þangað koma, ekki bara unga fólkið, held- ur líka það eldra. Með því get- ur það notið góðrar skemtunar og sýnt piltunum vinsemd. Fimtudaginn þ. 26. janúar lézt að heimili Guðmundar Kjartans- sonar, við Reykjavík, Man., Jón Jónsson Randi, varð bráðkvaddur. Hann var jarðsunginn í grafreit Hóla safnaðar, þ. 5. febrúar, af séra Sigurði S. Christouphersyni. Jón sál. átti heimilisfang í bygð- inni um nokkurn tíma. Hann var að góðu kunnur meðal bygðar- manna. Jóns Sigurðssonar félagið held- ur fund að heimili Mr. og Mrs. H. J. Pálmason, 942 Sherburn St., mánudagskveldið ,hinn 5. iþ.m., klukkan 8. Nýkominn er á markaðinn 9. ár- gangur Tímarits Þjóðræknisfé- lagsins, meira en tveim örkum stærri, en venja hefir verið til.— Ritsins verður nánar getið í næstu blöðum. Fæst hjá skjalaverði fé- lagsins, hr. O. S. Thorgeirssyni, 674 Sargent Ave. í vikunni sem leið urðum vér varir við þessa gesti í borginni: Gest Oddleifsson í Haga, Gunnar Pálsson og Chris. Einarson, frá Árnesi, St. Olson, Riverton, Odd Olafsson, Ri'verton, John Eiríks- son og Pétur Magnússon frá Gimli. íslendingar vilja afnema konungs- samband við Dani. Associated Press fréttaskeyti frá Kaupmannahöfn, dagsett 26. febrúar, segir að allir stjórnmála- flokkar á Alþingi hafi komið sér saman um, að æskilegt sé að af- nema þá samninga við Danmörku, sem nú eru í gildi um konungs- samband milli ríkjanna, og að ísland verði algerlega sjálfstætt lýðveldi. Segir fréttin, að ástæð- an fyrir þessu sé sú aðallega, að íslendingar vilji hafa sína eigin fulltrúa í. öðrum löndum og ráða sjálfir algerlega yfir þeim. Ann- ars eru samningarnir gerðir til Ársins 1940. Aðrar fréttir af þessu hafa enn ekki borist, svo kunnugt sé. Þjóðræknisþingið. Eins og getið var um í siðasta blaði, var það sett í Good Templ- ara húsinu í Winnipeg að morgni dags 21. iebrúar, og stóð það yfir í þrjá daga, og var lokið um mið- nætti hinn 23., Fundargerðir þjóðræknisþinganna hafa á und- anförnum árum verið birtar í Lög- I bergi og má gera ráð fyrir, að svo verði enn gert, og er þvi ástæðu- laust að skýra hér "frá þeim mál- um, sem fyrir þingið komu eða hvernig þau voru afgreidd. Frá öllu slíku verður sjálfsagt á sín- um tíma nákvæmlega skýrt. Þingið var vel sótt, sérstaklega af Winnipegbúum, og voru starfs- fundirnir all-fjölmennir og komu þangað jafnan margir fleiri en þeir, sem tóku þátt í þingstörfum. Voru starfsfundir haldnir tveir á hverjum degi, bæði fyrir og eftir hádegi, en á kveldin voru almenn- ar samkomur haldnar til “skemt- unar og fróðleiks” og voru allar vel sóttar. Fyrsta kveldið fóru fram glím- ur og þótti það gáð skemtun. Þeir sem unnu í glímunum og vérðlaun hlutu voru þeir óskar Thorgeirsson og Björn Skúlason báðir frá Oak Point, og Benedikt Ólafsson og Vilhjálmur Jónsson frá Wmnipeg. Annað kveldið hélt Þjóðræknis- deildin Frón sitt árlega miðsvetr- armót. Það var afar fjölsótt, svo ekki komust fleiri fyrir í húsinu, og þótti samkoman skemtileg og maturinn góður, hangikjöt, og rúllupylsa og pönnukökur og margt fleira, og maður gat vel í- myndað sér, svona í bráðina, að þetta væri íslenzkur matur. Séra Rúnólfur Marteinsson stjórnaði samkomunni vel og skörulega. Séra Ragnar E. Kvaran og Dr. Sig. Júl. Jóhannesson fluttu ræð- ur. Miss Jónína Johnson spilaði á píanó; J. P. Sólmundsson og Lúðvík Kristjánsson lásu frum- ort kvæði og einnig var kvæði lesið eftir Guttorm J. Guttorms- son. Árni Stefánsson og Sigfús Halldórs frá Höfnum sungu ein- söngva og karlakór Brynjólfs Þor- lákssonar söng nokkur lög. Var að öllu þessu gerður góður rómur. Það er mjög algengt hér á sam- komum, að þeir sem þar syngja og spila á hljóðfæri eru “kallaðir upp aftur”, en það er sjaldgæft með þá, sem flytja ræður eða lesa ljóð. Þó kom það fyrir í þetta sinn, því samkomugestum nægði ekki eitt af gamankvæðum Lúð- víks Kristjánssonar, svo hann varð að lesa tvö. Er það hvort- tveggja, að gamanljóð hans eru fyndin og hnyttin, enda fer hann mjög vel með þau, en þó naumast nógu hátt í stóru húsi. Síðasta kveldið söng Sigfús Hall- dórs frá Höfnum nokkrar þjóð- vísur, sem þótti góð skemtun og séra Jónas A. Sigurðsson flutti langt og snjalt og skemtilegt er- indi um íslenzka þjóðrækni. Að því búnu var þingstörfum haldið áfram og þinginu slitið um mið- nætti. Síðasta þingdaginn fóru fram kosningar embættismanna, og hlutu þessir kosningu: Séra Ragn- ar E. Kvaran, forseti; Jón J. Bild- fell, varaforseti; séra Rögnvaldur Pétursson, skrifari; séra Rúnólf- ur Marteinsson, vara-skrifari; Árni Eggertsson, féhirðir; Jakob Kristjánsson, varaféhirðir; H. S. vegna ofveðurs hafi þeir ekki getað haldið sér þar, en 13 þeirra inu Man.Free Press. —Bardal, fármálaritari; J. G. Jó- hansson, vara fjármálaritari; O. S. Thorgeirsson, skjalavörður, og B. B. Olson og W. J. Johannsson yfirskoðunarmenn. Skýrsla forseta við setningu níunda ársþings Þjóðræknisfélagsins. eftir Ragnar E. Kvaran. Niðurl. Geta vil eg þess með þakklæti, að Aðalsteinn Kristjánsson hefir einnig gefið félaginu $100 til verðlauna fyrir ritgerð í Tímarit- ið, samkvæmt reglugerð, er gef- andinn hefir samið í samráði við stjórnina. Mun nefndin, sem veitir verðlaunin, gera grein fyr- ir þeim á þinginu. Stjórnarnefndin hefir fundið til þess, að ekki *má lengur drag- ast, að félagið leiti löggildingar, samkvæmt þeim lögum, er í land- inu gilda. Félagið er nú sem stendur með öllu réttlaust gagn- vart þeim mönnum, er t.d. skulda því andvirði auglýsinga í Tíma- ritinu. Auglýsingarnar nema nú orðið aHmikilli upphæð — þær eru aðaltekjur félagsins — og ber mikil nauðsyn til þess, að þessi ágalli sé bættur hið bráðasta. Og nú hefir gjaldkeri félagsins aflað sér þeirrar vitneskju, er að þessu efni lýtur, og leggur fyrir þingið ákveðnar tillögur um málið. Eing og þingheimi er kunnugt, á félagið dálítinn vísir að bóka- safni. Safn þetta er að vísu tæp- lega svo stórt enn þá, að það taki því að leggja í nokkurn kostnað til þess að maður fáist til þess að annast útlán og umhirðu þess. En hins vegar ber mikil nauðsyn til þess, að gerðar verði rálstaf- anir til þess að íslenzkur almenn- ingur geti átt aðgang að sæmi- legu safni íslenzkra gullaldar- og nútímarita. Þetta safn ætti að sjálfsögðu að vera í Winnipeg, og engum er skyldara að annast um það en ' Þjóðrækni-félaginu. Þá er það og kunnugt, að ein- stakir menn, bæði hér í borginni og víða út um bygðir, eiga mikið af bókum, sem þeir láta sér ekki mjög ant um að varðveita. Er lítill vafi á því, að margir þeirra mundu verða f úsir til þess að gefa þær bækur í safn, sem vel væri hirt og almenningi kæmi að notum. Sökum þess, sem hér hefir ver- ið skýrt frá, þykir stjórninni sjálfsagt að gengið verði frá reglugerð þessa efnis. Télur hún sjálfsagt, að þingið geti breytt henni nokkuð til bóta, enda er þetta frumvarp fremur samið til hægðarauka fyrir væntanlega þingnefnd, en að stjórnin telji frá því gengið til hlítar. En í sambandi við bókasafnið þykir mér rétt að geta enn eins atriðis. Eins og fjármálaskýrsl- ur bera með sér, á félagið nú nokkurt fé í vörzlum umboðs- mánns Tímaritsins á íslandi. Stjórninni hefir komið til hugar, að því fé yrði ekki á annan hátt betur varið, en til þess að kaupa þær bækur, sem á markaði eru heima og sjálfsagðastar þykja í bókasafn vort. Yrði það vafalaust greiðasti vegurinn til þess að inn- heimta féð bráðlega, og hins veg- ar má telja líklegt, að félagið gæti komist að óvenjulega góðum bókakaupum, er keypt væri fyrir allstóra upphæð í einu. Hefir gjaldkeri félagsins farið þess á leit við ágætan mann í Reykjavík, að eiga um þetta tal við umboðs- mann og komast eftir væntanleg- um kjörum. En það kemur til þingsins kasta að skera úr, hvert þetta skuli teljast heppileg leið, og vil eg leyfa mér að benda þeim mönnum, sem kosnir verða í vænt- anlegar nefndir, sem fjalla eiga um útgáfu Tímaritsins, skýrslu skjalavarðar og bókasafnið, að taka þetta atriði til yfirvegunar. Þær fréttir get eg fært þinginu, að fjárljpgur félagsins er nú með meiri blóma, en verið hefir áður, frá því það var stofnað. Stafar það af hvorutveggju ástæðunum, að stjórnarnefndin hefir gert sér far um að halda gætilega á sjóðn- um, en þó einkum hinu, að gjald- keri félagsins hefir sýnt frábæra atorku við auglýsingasöfnun. Og get vil eg þess, að þó mun upp- hæðin fyrir auglýsingar næsta ár nema álitlega miklu meira en rejndist síðast. Fjárhagsskýrslur verða lagðar fram sérstaklega, og þess vegna er ástæðulaust fyrir mig að rekja þau mál nú, en eins atriðis vil eg þó geta. Fjármálaritari hefir komið fullkomnu skipulagi á verk sitt og bækur, sem stundum hefir verið kvartað um á þinginu að ekki væru nógu greinilega færð- ar. Skilst mér svo, að nú megi með miklu minni fyrirhöfn átta sig á öllum viðskiftum aðalfélags- ins við deildir og einstak'Iinga. En mikinn tíma og mikla fyrirhöfn hefir þetta að sjálfsögðu kostað fjármálaritara. Þetta þing er að þvi leyti frá- brugðið undanförnum þingum, að nú verður að miða þingsköp við hina róttæku breytingu á stjórn- arskránni, sem gerð var síðastlið- ið ár. Samkvæmt henni er þing- ið nú að miklu leyti fulltrúaþing. Eins og mönnum er kunnugt, eru ekki fullkomin fyrirmæli um það í stjórnarskránni, hvernig henni skuli beita í einstaka atriði. Er þetta all-bagalegt. um 21. grein- ina, þar sem ræðir um rétt deildá og einstaklinga. Þótti stjórninni auðsætt, að hún yrði að koma sér saman um reglur til þess að fara eftir, til þess að alt færi ekki í handaskolum á þinginu. Er gert ráð fyrir, að deildir geti sent fulltrú^i á þing, er fari með at- kvæði allra deildarmanna, þeirra, er eigi fara með atkvæði sitt sjálfir. En frá því er ekki skýrt í greininni, né annars staðar í stjórnarskránni, hvort einstakir félagsmenn geti notað rétt sinn til þess að fara með atkvæði sitt, ef deild þeirra er áður búin að veita einhverjum umboð til þess að fara með atkvæði þeirra. Virtist nefnd- inni bersýnilegt, að einstaklingar yrðu að ti'lkynna stjórn deildar sinnar áður, ef þeir ætluðu deild- inni ekki að fara með það, eða fulltrúum hennar. Fyrir þá sök hefi eg, í samráði við meðstjórn- endur mína, auglýst, að þeir ein- staklingar einir geti notið at- kvæðisréttar síns á þingi, sem hafi tilkynt stjórn deildar sinnar að þeir hafi það í hyggju, tveim dögum fyrir þing. En bæta skal eg því við, að eg lít svo á, að þetta þurfi ekki að gilda um einstak- linga úr deildum, sem alls ekki senda neina fulltrúav. Þar sem svo stendur á, þarf enginn árekst- ur að verða, þótt engin tilkynning komi fyrir fram. Eg vona, að þingheimur líti svo • á, sem þessi ráðstöfun sé í anda stjórnarskrárinnar. En með því að þetta er fyrsta þingið, sem tyýða á hinni breyttu stjórnar- skrá, þá er áríðandi, að menn komi sér þegar saman um þingsköp í þessu efni, þar sem stjórnarskrá- in ekki nær fyllilega til. Eg vil því fara þess á leit við þingmenn, að þeir láti það verða sitt fyrsta verk, að kjósa tvær nefndir — kjörbréfanefnd og dagskrárnefnd. Og eg vænti þess, að kjörbréfanefnd rannsaki ekki einungis hverjir séu réttir þing- menn, heldur geri jafnframt til- lögur um, hvernig atkvæða- greiðslu skuli háttað á þinginu. Það er ógerningur — eða þarf- laust— að viðhafa við hvern smá- úrskurð talningu á atkvæðum í umboði. En fái forseti ekki skýr- ar reglur til þess að fara eftir, verður fundastjórn ekki einungis erfið, heldur og óhugsandi. Verði þingmenn við þeim tilmælum, að kjósa kjörbréfanefnd, vildi eg mælast til að hún yrði föst nefnd yfir alt þingið og annaðist alla talningu á atkvæðum, Deildir félagsins hafa ekki gef- ið mér skýrslu um, hve margir félagsmenn hafa látist á árinu, að undantekinni deildinni “Frón” hér í Winnipeg. Hún hefir mist fjóra ágætismenn: Guðvalda Egg- ertsson, Sigurgrím Gíslason, Arn- grím Johnson og Thorlák Jónas- son. Voru sumir þessara manna óvenjulega starfandi að félags- málum, enda drengskaparmenn í hvívetna.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.