Lögberg - 01.03.1928, Blaðsíða 3

Lögberg - 01.03.1928, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. MARZ 1928. Bls. 3. Ekkert er verra en bakverkur. Maður í B. C. Segir Álit Sitt Á Dodd’s Kidney Pills. Mr. Herman Wewers Tekur Mikið Út af Bakverk. Lumby, B.C., 27. febr. (einka- skeyti— “Fyrir hér um bil 25 árum, þeg- ar eg var við uppskeruvinnu _ í Bandaríkjunum, varð mér svo ilt í bakinu, að eg varð að hætta við vinnuna”, segir Mr. Wewers, sem er maður að góðu kunnur í Lum- by. “iBóndinn, sem eg var að vinna hjá, réði mér til að reyna Dodd’s Kidney Pills. Eg gerðl það, og gat fljótlega farið að vinna aftur. Eg hefi ávalt Dodd’s Kidney Pills í húsinu og ef mér verður ilt í bakinu, þá nota eg þær alt af og batnar ávalt fljótt.” iDodd’s Kidnev TPills hreinsa blóðið og hreint blóð flytur öllum líkamanum heilbrigði og orku. Dodd’s Kidney Pills er ágætis heilsulyf og nú er tíminn til að nota það. Á hinum löngu og erf- iðu vetrarmánuðum verður líkam- inn veikari og óstyrkari. Dodd’s Kidney Pills vinna í samræmi við náttúruna og gera nýrun hraust og fær um að hreinsa öll óholl efni úr blóðinu. v Island nútímans. Fyrirlestur fluttur í íslenzka Stú- dentafél. í Winnipeg, 11. febr. ’28. Eftir Dr. Ólaf Helgason. Háttvirti forseti! Kæru landar! Það er mér mikil ánægja, að fá að ávarpa ykkur með nokkrum orðum, og eg vildi svo gjarna verða við tilmælum forseta ykk- ar, að segja nokkur orð og þá að sjálfsögðu um eitthvert íslenzkt efni, því að gera má ráð fyrir, að því sé eg kunnugastur. En sá er gallinn á gjöf Njarðar, að eg er ákaflega illa máli farinn og hefi « ekki iðkað ræðulist í mörg; en þið verðið að taka viljann fyrir verk- ið. Það er líka vandi að tala í félagi eins og þessu, þar sem áðr- ir eins ræðugarpar eru og hér, og nægir að eins að benda á hið fróð- lega, merkilega og fram úr skar- andi vel flutta erindi Mr. Jó- hannssons, kunningja mins, á síð- asta fundi, sem eg hefi ekki haft tækifæri til að þakka honum fyr- ir fyr en nú. Þó er sú ein bót í máli, að maður þarf ekki að vera hræddur við að tala íslenzku hér í þessu þjóðlega félagi, þar sem mér er sagt það heyri til undan- tekningum, ef enska er töluð, að því er snertir, að þið munið ekkj eiga erfitt með að fylgjast með því, sem eg segi. En eg skal trúa ykkur fyrir því, að hér er töluð langb um betri íslenzka, en eg bjóst við, áður en eg kom hingað. Eg hefi oft furðað mig á því, hvað fólk, sem fætt er hérna og jafn- vel uppalið í Winnipeg, getur talað góða íslenzku, að eg tali nú ekki um fólkið utan úr sveitunum, sem stendur þó feti framar. IJið heima höldum, að þið blandið töluvert ^ikið saman íslenzku og ensku, en það er ekki tilfellið, þið talið tá heldur hreina ensku. Maður býst við, að það sé ekki óalgengt að talað sé um að “krossa strít- una” til að finna manninn, sem “lifir í næstu dyrum”, og þegar eg kom, var eg þess albúinn, að verða spurður um hvernig eg “fíl- aði eftir trippið". Við höfum líka heyrt talað um að fara “brók á gemlingshús”, sem hljómar dá- lítið hlægilega í okkar eyrum. Eins og eg sagði áðan, ætla eg að sjálfsögðu að tala um íslenzkt efni. Eg veit að þig vitið öll sam- an marga hluti um ísland, þó að þið séuð sjálfsagt ílest fædd hér eða hafði komið hingað ung, svo að þið vitið ekki mikið um það af eigin reynd, þá þekkið þið það mætavel af frásögn foreldra ykk- ar og annara vandamanna. En það er við það að athuga, að býsna langt er nú orðið síðan að mest var um útflutninga hingað vest- Ur; það má held eg segja, að þeir hafi verið farnir mjög að minka um síðustu aldamót, en einmitt ®íðan hafa framfarirnar orðið mestar heima, útflutningarnir stöðvuðust við það, að menn fóru að koma auga á fleiri leiðir til að jarga sér og nýjr atvinnuvegir risu upp, sem ekki voru áður þekt- lr- Af því leiðir svo, að ísland nú a tímum er töíuvert annað, en það Var, þegar foreldrar ykkar og ætt- fólk fór þaðan, og þess vegna langar mig nú til að segja ykkur dálítið frá “Islandi nútímans”, kelztu atvinnuvegum og vinnu að- ferðum, daglegu lífi, vísindum og listum, helztu stefnum sem uppi eru með þjóðinni og helztu breyt- ingum, sem hafa orðið á seinni árum. — Eg hefi orðið var við nokkurn ókunnugleika um ísland og íslendinga, bæði meðal landa hér og innlendra manna, og vildi eg að þetta mætti verða til þess að þið gætuð leiðrétt að nokkru þann ókunnugleik, en eg skal hins vegar segja það, sem eg veit rétt- ast og sannast. Mér finst eg ekki komast hjá því, að lýsa fyrir ykkur að nokkru veðráttunni á ísalndi, því bæði eru atvinnuvegirnir mjög undir henni komnir og skapgerð og lynd- i einkunnir manna mjög komnar undir þeirri veðráttu, sem þeir eiga við að búa, jafnvel meira en menn gera sér grein fyrir. Menn eiga erfitt með að trúa því, að veðurlag á íslandi sé eins milt og það er. Er það sumpart vegna þess, að það er harla norðarlega á hnettinum, og þó held eg eink- um, frá sjónarmiði útlendinga, vegna hins kuldalega nafns, sem landið hefir hlotið. Þið vitið, að það er þannig til komið, að HrafnakFlóki, hinn fyrsti land- námsmaður, hafði komið þangað um vor og hugsaði ekki neitt um að heyja handa skepnum sínum til vetrarins. Þær féllu svo hjá honum um veturinn. Þegar vor- aði, gekk hann upp á hátt fjall til að litast um og “sá fjörð fullan af ís” og kallaði landið ísland. Það var mjög illw heilli, að Flóki skyldi vera í svo illu skapi, þegar hann valdi landinu nafn, því þess hefir það mátt gjalda síðan, og mikið af þeim misskilningi að landið sé mestmegnis ein ísi klædd eyðimörk, býst eg við að eigf rót sína að rekja til þess. Það, sem veldur því, að ekki er eins kalt á landinu og maður skyldi búast við eftir hnattstöðu þess, er golf- straumurinn, sem kemur hlýr og jupphitaður sunnan úr Mexjico- flóa og streymir norður með Ame- ríku og sendir eina grein sína upp til íslands. Það er þessi grein, sem temprar loftslagið svo að sjaldan verður frábærlega kalt á vetrum, en hins vegar veldur hin norðlæga lega landsins því, að sjaldan er óþægilega heitt á sumr- um. Eg held að mér sé óhætt að fullyrða, að það verði aldrei eins kalt þar, eins og hérna, og líklega heldur aldrei eins heitt á sumr- um, og það getur orðið hér. Það vill svo vel til, að eg hefi hérna hjá mér töflu yfir meðalhitann á fslandi á árunum 1874—1924, og er skýrt frá hitanum í Farenheit- gráðum. Eg ætla að taka hæsta meðalhitinn (Rvík, 'Suðurl.) og þann lægsta (AkurejTi, norðanl.) —Reykjavík, meðalárshiti 39,38, í febr. 29,84, í júlí 52,16. — Akur- eyri, meðalárshiti, 36,32, í febr. 25,88, í júlí 50,72. Það getur verið erfitt að átta sig á þessum tölum, en eg skal segja ykkur nokkur dæmi, sem mörgum útlendingum, er eg hefi hitt, hafa þótt harla ótrúleg. Ein- faldasta ráðið ér að gæta að, hvernig fólkið býr sig. Eg er hræddur um, að okkur þætti hlægi- legt að sjá menn ganga daglega í þessum þykku loðskinnskápum, sem menn nota hér. Að vísu þekkja loðkápur; sumt vel efnað kvenfólk notar þær, en' hins veg- ar nota sumir efnamenn skinn til að fóðra með kápur sínar, en það er mjög dýrt, svo að varla hafa nema ríkir menn efni á því, og svo er þess ekki venjulega þörf. Eins og eg mun geta um síðar, eru bifreiðar (sem þið kall- ið “kör”) tðluvert mikið notuð á fslandi nú orðið, en lítt mun það þekt, að nota “hoodcovers” yfir vélarnar í þeim, og vínanda hefi eg ekki séð notaðan til að verjast frostinu fyr en eg kom hingað — þeir gera annað við alkaholið á íslandi, en að hella því í “körin” sín. — Það er eitt dæmi enn, sem eg skal segja ykkur. Nú er verið að reisa í Reykjavík gríðarlega stórt íshús, sem kostar mörg hundruð þúsundir króna, ef ekki miljónir. Þetta íshús á að vera útbúiðjf með nýtízku tækjum, til að framleiða ís með rafmagni, vegna þess að það borgar sig bet- ur, en að afla sér íss á annan hátt, og heldur ekki nóg hægt að fá af honum þar í nágrenni til að fullnægja þörfum hússins.. — Þetta er reyndar ekkert nýtt, það hefir verið gert þar í mörg ár í smærri stíl, en það hljómar hálf ótrúlega, að það skuli vera fram- leiddur ís með vélum á sjálfu fs- landi; — Eg er nú frá hlýrri hluta landsins, Reykjavík, svo eg þekki náttúrlega ekki hvað það getur verið verst, en mesti kuldi, sem eg man eftir hjá okkur, var vet- urinn 1918, frostaveturinn mikla, sem kallaður er. Þá man eg eftir 26 gr. á Cels. einn daginn, það eru um 11 gr. fyrir neðan 0 á Farinh. Þá komst írostið lægst á Gríms- stöðum í Þingeyjarsýslu, sem er nú kaldasti blettur landsins, nið- ur í 36 gr. C. eða 20 fyrir neðan 0 á Farinh. En sá munur er á veðr- inu hérna og heima, að þar er veðrið langt um óstöðugra, það er vindasamara og snjóar meira, og maður finnur langt um meira til kuldans, en maður gæti búist við, þegar rok er og kannske hríð. Og það er það, sem gerir veðráttuna heima óblíða og erfiða, miklu fremur en kuldinn og frostið, þó það geri sitt til, þegar það fer saman. Annars ber öllum saman um það, að vetrarnir séu að verða langt um mildari nú, en þeir voru áður, einkum síðasta áratuginn. Eg hefi líka veitt því eftirtekt sjálfur, þó eg sé ekki gamall mað- ur, að það koma aldrei eins hörð veður núna, eins og eg man eftir, þegar eg var barn. Eg sá í blöð- um, sem eg fékk að heiman um daginn, að þeir hafa sumstaðar á Suðurlandi ekki kent 'lömbum átið fyr en um jól, og veturinn í hitteðfyrra var svo mildur, að tjörnin, sem við höfum í Reykja- vík til að renna okkur á skautum á, fraus ekki nema 1 eða 2 daga, svo að við gátum alls ekkert farið á skautum,; þann vetur. Sumarið hjá okkur, er ekki eins heitt og það er hér; það er sjald- an óþægilega heitt, en þó voru nokkrir dagar í fyrra sumar um 70 gr. á Farinh. — Það sem er versti gallinn á veðurlaginu hjá okkur, eru vorin. Vorið kemur seint oft á tíðum, og þó að búið sé að vera gott veður nokkurn tíma, þá kannske versnar það alt í einu og byrjar aftur að snjóa og frjósa. Það tefur fyrir öllum gróðri og bakar bændum margs- konar örðugleika. Einkum er þetta, þegar hafísinn legst upp að landinu; hann kemur frá Grænlandi, og er að reka suður í höfin og legst stundum svo upp að landinu, að hann fyllir alla firði og flóa. Það er einkum á Norðurlandi. Til Suðurlandsins kemur hann ekki, eg hafði ekki séð hann fyr en eg kom til Labra- dor á leiðinni hingað. Það er von að mönnum sé illa við hann, enda hefir hann verið nefndur “lands- ins forni fjandi”, en sem betur fer sýnir hann sig ekki mjög oft uppi við strendur., Eins og eg tók fram áður, eru atvinnuvegirnir mjög háðir veðr- áttunni, og eins og þið vitið öll, eru aðal atvinnuvegir íslendinga fiskiveiðar. Eg þarf ekki að segja ykkur mikið af landbúnaðinum á íslandi; þið þekkið hann sum ykkar sem hér eruð, af eigin reynd, og önnur af afspurn. Hann hefir heldur ekki tekið eins hröð- um framförum, eins og hinn at- vinnuvegurinn — fiskiveiðarnar. Landbúnaðurinn á Islandi er líka erfiður, jörðin er ekki eins frjó- söm og í ýmsum öðrum löndum, og eins og eg tók fram áðan, geta sumurin brugðist mjbg illa, og eru heldur ekki nógu heit til þess að hægt sé að rækta hveiti og aðr- ar korntegundir, eins og er gert t. d. hérna. Hann hefir þó tekið nokkrum framförum, þannig, að þó enn sé mikið unnið með orfum og ljám og hrífum, þá eru þó mjög víða komnar rakstrar- og sláttu- vélar auk ýmsra annara landbún- aðartækja, sem eg kann ekki að nefna. Þúfurnar hafa menn lengi barist við á túnum sínum, en nú er 'ósleiti'lega unnið Jað því, að útrýma þeim með því að rista of- an af og slétta og plægja, og eru gefin verðlaun fyrir mikla slétt- un. Einkum hefir þó þúfnaslétt- un farið mikið fram nú síðari ár- in, síðan farið var að nota áhöld, sem þúfnabanar eru nefndir. Þeir minna mjög á “tankana” sem not- aðir voru í ófriðnum mikla, þeir fara yfir alt, sem fyrir er og tæta jörðina sundur og skilja eftir slétt flag, sem svo er sáð grasi í. Þeir eru mjög mikilvirkir. Nýlega hefir maður nokkur tekið upp bú- skap í stórum stil og er hann stærsti bóndi á íslandi. En það merkilega er, að hann er ekki bóndi upprunalega, heldur er hann útgerðarmaður sem við köll- um; hann er líka stærsti fisk- framleiðandinn á landinu. Hann á margar jarðir og hefir komið upp nýtízku kúabúum á jörðum sínum og vinnur ^að jarðabótum og byggingum í mjög stórum stíl. — Félag eitt er nefnt Búnaðarfé- lag Islands, fær það mest af fé sínu úr ríkissjóði og hefir það marga menn í þjónustu sinni til að leiðbeina mönnum um búskap (og veitir verðlaun fyrir hvers- kyns framfarir í búnaði, og hefir það unnnið mjög þarft verk. Eins og eg tók fram áðan, er ekki mikið hægt að rækta af korni , en aðallega er framleitt hey handa kvikfénaðinum, kúm, kindum og hestum. Það eru því afurðir þessara dýra, sem mest eru fluttar út. Fyrir stríðið höfðu margir bændur álitlegar tekjur af því, að flytja út hesta, sem einkum voru fluttir til Eng- lands; en síðan hefir markaður versnað mjög mikið og bændur hafa átt erfitt með að losna við hross sín. Aðal útflutnings vara landbúnaðarins er og hefir verið kindaketið, en markaðurinn hefir verið mjög stopull fyrir það vegna þess, að alt ket, sem út hefir ver- ið flutt, hefir verið saltað, en það er orðin úrelt verkunaraðferð og hefir hvergi verið markaður fyr- ir þetta saltaða ket, nema í Nor- egi og Svíþjóð, og hefir sá mark- aður brugðist mjög tilfinnanlega oft á tíðum. En nú hefir Eim- skipafélag íslands, með styrk rík- issjóðs, látið smiða nýtt og vand- að skip, með nýtízkuútbúnaði til að halda keti kældu, og voru fyrstu tilraunirnar gerðar í haust er leið, til að senda kælt kjöt til Englands, og að því er mér skilst á blöðunum, þá hafa þær tekist mæta vel, svo að vona má, að nú batni fyrir landbúnaðinum, þeg- ar hægt er að koma kjötinu á markaðinn alveg nýju. — Þá er ull önnur aðal útflutningsvara land- búnaðarins, og hefir markaður sjaldan brugðist á henni eins og ketinu, en nú er töluvert farið að vinna úr ullinni heima, eins- og eg skal síðar víkja að. — Þá er töluvert flutt út af gærum, og hefir verið góður markaður fyrir þær. i— Rjómabú eru víða í sveit- um og er nokkuð flutt út af smjöri sem er ágæt og vönduð vara. — Nú síðan að kæliskipið kom, hafa verið gerðar tilraunir með að flytja út kældan lax, og hafa þær tekist mæta vel, svo þar er risinn upp einn möguleiki enn fyrir land- búnaðinn. — Núna nýlega hefir verið stofnaður sjóður, sem nefn- ist Jarðræktarsjóður fslands, og fá bændur úr honum lán til jarða- bóta, girðinga o. s. frv, svo og til að byggja sér betri hús á jörðum sínum. En það, sem einkum háir land- búnaðinum, er fólksleysið. Unga fólkið fæst ekki til að vera í sveit- unum, það vill alt fara að sjón- um, í bæina, í glauminn og gleð- ina, svo að bændur eru í mestu vandræðum að fá vinnufólk. Þeir eru ákaflega margir bara ein- yrkjar, hafa ekkert nema konu sína og börn, og þegar þau vaxa upp, vill reyndin verða sú, að þau haldast ekki í sveitunum og hlaupa í kaupstaðina líka. Bændur verða svo að taka kaupafólk til að heyja handa skepnum sínum yfir sum- arið, og er það svo flýrt, að mest- ur ágóðinn, sem verður af búinu, fer til þess. — Mikið af þessu á líka rót sína að rekja til þess, eins og eg mun skýra fyrir ykkur bráð- um, að landbúnaðurinn hefir, ef svo mætti segja, orðið undir í viðskiftunum við sjávarútveginn. Fiskiframleiðendurnir geta borg- að hærra kaup, þegar vel gengur, og það er fljótteknari gróði, en fólkið er líka ver sett, ef illa fer, þ.e.a.s. ef illa aflast. (Meira.) Sœluvikuhugleiðingar. Herra ritstjóri Lögbergs! Kæri vinur! Mig minnir að eg hafi eitt sinn verið, ritstjóri góður, búinn að lofa þér að senda Lögbergi nokkr- ar Iínur. En það loforð hefir ver- ið lofað upp í ermina sína, og er efndanna vant þó heitin séu góð, segir forn málsháttur. Bréfsefn- ið verður ekki annað en sundur- lausir molar, sinn úr hverri átt- inni. En alt er betra en ekki neitt, segja menn. Það hafa ýmsir verið að kvarta um, hvað blöðin séu fátæk og efnislítil; of lítið af fréttum úr bygðunum, og er það sannarlega satt. f fyrri daga þótti okkur eldra fólkinu mest varið í frétt- irnar úr sveitunum, og eins frá fs- landi, ættlandinu kæra, sem allar æskuminningarnar eru bundnar við, bæði í vöku og svefni. Rifj- ast þær endurminningar upp hjá flestum þeim, sem þar eyddu bernskudöguhum. Fréttabréfunum fækkar óðum. Er því öldin önnur, en áður var. Allir eru hættir að skrifa. E. H. sofnaður, einnig Thorwaldson; í California liggur liggur Good- mundson í dvala og sett árar í kjöl; til Húnfjörðs heyrist hvorki stunur né hósti. Það er helzt gamla frúin á Ströndinni, sem mest og bezt skemtir þjóðinni, og á hún mikla þökk skilið fyrir sín löngu og fróðlegu bréf, sem ár- lega birtist frá henni. Nú, ef að blöðin okkar flyttu oft aðrar eins snildargreinar og Löglberg hefir birt eftir hann Oleson í Argyle nú undanfarið, væri ekki ástæða til að vera óánægður. En því er ekki að heilsa. En þá fyrst þykir okkur hér syðra skörin vera komin upp í bekkinn, er ísl. viku- blððin eru farin að birta fundar- gjörninga úr bygðunum í Canada. Slíkt sálarfóður er létt á met- unum, að minsta kosti hér sunn- an línunnar; væri þá betra að taka dálítið meira upp úr blöð- um Bandaríkjanna, og um fram alt frá íslandi. Margt er enn af eldra fólkinu, sem les að eins íslenzku blöðin, en les ekki ensku blöðin, sem alt af eru full af fréttum. Eg kann gamla prestinum miklar þakkir fyrir að segja okkur af stóra loft- skipinu, í Heimskringlu, þessu mikla furðuverki heimsins. Þess konar fréttir hafa þeir gömlu gaman af að heyra í ellinni, því fyrir 50 árum hefði enginn trú- að slíku. Þessi inngangur er nú orðinn býsna langur, og eins og eg gat um í fyrstu, fyrir litlu efni. — Fréttir eru engar, ósjúkt og mann- heilt, sögðu farandkonur á Fróni, er þær voru spurðar frétta. — Sumarið var hér gott og farsælt, uppskera með betra móti, eftir því sem menn eiga að venjast hér, og nýting góð. Grasspretta góð og heyafli mikill. Veturinn gekk í garð snemma, snjóaði dálítið þ. 6. nóv.; hefir mátt heita snjólaust. í allan vetur, að eins sleðafæri og ágætt bílafæri fram á þenna dag; frostin voru óvenjulega hörð í nóvember og desember og vinda- samt mjög; siðan á nýári oftast blíðviðri, svo mikil að þiðnaði í janúar mestur snjórinn, sem þá lá á jörðinni; lítið sleðafæri nú. Félagslífið hefir sinn vana- lega gang, og gengur að venju allvel. En frekar hefir verið lít- ið um hið andlega fóðrið þenna vetur, prestur safnaðarins hefir verið að ganga á skóla, eins og hinir unglingarnir, svo fólkið verður að búa að þeirri fræðslu, sem hver og einn getur sjálfur látið sér í té. Enginn þarf að líða andlega, nóg er til innan bygðar- innar til að auðga andann með, ef lystin væri að sama skapi fyrir fróðleikinn. — Islenzka þjóðin hefir um langan aldur haft orð á sér fyrir að vera bókhneigð þjóð, og í gegn um allar aldir átt mesta fjöulda af fræðimönnum, og um alllangan tíma, sem íslendingar voru nálega einir um bókmentirn- ar á Norðurlöndum. Og“ enn eig- um við fjölda ritsnillinga og fræðimanna á Fróni, sem flestum af yngri kynslóðinni eru lítt kunnir. Það er ekki sjáanlegt að við, þetta þjóðarbrot, sem vestur hefir flutt, höfum erft þessa góðu eiginleika frumþjóðarinnar. Og kennir hér allmikillar afturfarar í íslenzku þjóðlífi; nú eru orðnir tiltölulega fáir, sem lesa íslenzk- ar bækur og fáir sem hafa löng- un til að fræðast. Annað er kom ið í staðinn, sem meira heillar hugann: kvikmyndasýningar og hin svokallaða fótamentun, er nú skipar öndvegí með alþýðunni. — Það er sárt til þess að vita, að þetta litla þjóðarbrot skuli þann- ig úrkynjast á sama tíma sem mentamenn annara þjóða eru að vakna til meðvitundar um og veita athygli íslenzku bókmentunum Það ætti að vera köllun Þjóð- ræknisfélagsins að glæða áhuga yngri kynslóðarinnar fyrir forn- sögunum okkar merkilegu, sem fáar eða engar þjóðir eru eins auðugar af og við íslendingar. Því ekki hamlar það fólkinu, að það geti ekki ilesið íslenzkuna,/því enn er það lofsvert hvað yngri kynslóðin verndar vel móðurmál sitt og talar íslenzkuna vel og skipulega, að minsta kosti útum landsbygðina, og margir sem skrifa hana lýtalítið. Þetta er nú orðinn nokkuð lang- ur útúrdúr frá fréttunum, en þá afsökun verður þú að taka gilda, að engum fréttum var lofað frek- ar en verkast vildi. En meðal frétta mætti það teljast, að leik- inn var hér í ‘vetur leikurinn “Tengdamamma” eftir skáldkon- una góðu, Kristínu Sigfúsdóttur Ekki var eg þar viðstaddur og get þess vegna ekki borið um, hvernig leikendurnir leystu af JamesRichar dson & Sons INVESTMENT BANKERS 367 Main Street - WINNIPEG STOCKS AND BONPS B Members jj Stock B Exchange 'm Montreal The extensive facilities at our disposal enable us to furnish the latest information as to active securities on any market. We invite enquiry as to your pres- ent holdings or intended pur- chases. High grade securities can be purehased; bn monthly payments by our Deferred Pay- ment Purchase Plan. Telephone 24 831. (Private Branch Exchange) hendi hlutverk sín. En flestir, sem við voru staddir, létu vel af leiklist sumra þeirra að minsta kosti. Þá er eftir að minnast þeirra, sem á árinu hafa verið burtkall- aðir til annars lífsi Þann 5. apríl andaðist^ Anna Hannesson, kona Jóhannesar Hannessonar bónda hér í sveit, af afleiðingum barnsburðar. Var Anna fædd í Dakotabygðinni árið 1891; var hún dugnaðar kona mesta og vel að sér gjör um alt, góð kona og vinsæl. Þ. 7. maí lézt elzta kona bygðar- innar, Sigríður Sveinsdóttir, ekkja eftir Sveinbjðrn Sigurðs- son, sem andaðist hér í bygð 1910. Sigríður var fædd á Hofi í Svarf- aðardal 1839, var hún því 88 ára gömul, er hún lézt. Sveinbirni giftist hún 1859, bjuggu þau hjón við rausn mikla á ósi í Eyjafirði, ^ar til þau fluttu til Ameríku árið 1883; bjuggu þau fyrst við Gard- ar, fluttu til Mouse River 1898. Sigríður sál. var ein af þeim allra beztu konum, sem þjóð vor hefir átt; það sem einkendi hana mest, var óvanalegur mannkærleiki og’ hjartagæzka, svo fullyrða má, aðj enginn maður hefir orðið á vegi: hennar alla hennar löngu æfi, | hvorki ungur nú gamall, svo að! hún legði ekki gott til hans eftirj beztu getu, með sannri göfug-j mensku og kristilegum kærleika, | sem einkendi alt hennar líf. Sig-j ríður sál. var í orðsins fylsta I ^kilningi sannkristin kona, og sannnefnd prýði stéttar sinnar. Æfiminning ætlaði eg nú ekki að skrifa við þetta tækifæri, en eg komst ekki hjá því að geta um jessa góðu og merkilegu konu, er ekki hafði verið áður minst. En búist get eg við því, að verða sett- ur á bekk..með prestunum, sem á- mælið hlutu í Kringlu fyrir æfi- minningarnar nú fyrir stuttu. En ekki verður við öllu séð. Margar eigum við konurnar góðar og ætti það sízt að lasta, að sjá hið betra í fari þeirra, er þeirra er minst að loknu dagsverki. Þetta er nú farið að verða nokk- uð langt bréf og mun betra að slá í það botninn og þreyta ekki les- andann meira með þessu ósam- stæða rugli. Þinn einl. Sig. Jónsson. Bantry, N. Dak. hafa síðan verið sterkviðri og rigningar. Bændur í nærsveitum eru nú allir farnir að gefa og hýsa, en fé gekk úti á sumum jörðum alt fram að jólum. Á sumum jörðum var ekki hýst fyr en nokkru fyrir jól. Ekki hefir borið mikið á bráða- pest í sauðfé. Hún stakk sér niður á nokkrum stöðum í haust, en ekki hefir borið á henni upp á síðkastið. Afli hefir verið allgóður, enda gæftir í allra bezta lagi. Óðinn kom hér á Þorláksmessu með póst. — Heilusfar er gott. Það þykir í frásögur færandi, að frá nýári 1926 og fram á þenna dag hafa að eins dáið tvær mann- enskjur í Helgafells prestakalli, fullorðinn karlmaður og öldruð kona, og eitt barn fæðst andvana. Muna menn ekki jafnfá dauðs- föll í þessu prestakalli á jafn- löngum tíma.—Mbl. Hinn 15. þ.m. andaðist Hans Hannesson póstur. Hann var kom- inn yfir sjötugt, hafði verið póst- ur um 40 ára skeið, alt þangað til að póstflutningur austur yfir fjall tókst með bifreiðum fyrir skömmum tima. Hans póstur hafði verið samvizkusamur mað- ur og vel látinn. FRÁ ÍSLANDI. Reykjavík, 12. jan. Ólafur ól^fsson trúboði frá Kína kom hingað með Lyru. Ráð- gerir hann að dvelja hér í bænum nokkra daga; fer síðan upp í Borgarfjörð að heimsækja frænd- ur og vini. Býst hann við að dvelja þar um tíma, en þegar hann kemur aftur, ætlar hann að flytja hér fyrirlestra. — Eins og áður hefir verið getið, ætlar ól- afur að dvelja hér árlangt. Kona hans varð eftir í Noregi, en kem- ur hingað með vorinu. — Þau komu frá Kína til Evrópu með Síberíubrautinni, yfir Rússland, og hafa eflaust frá mörgu að segja, bæði frá dvðl sinni í Kína og eins frá ferðalaginu.—Mbl. Stykkishólmi, 28. des. Tíð mjög hagstæð fyrir jólin, en á annan brá til sunnanáttar og “JÓLANÓTT Á DRANGEY” heitir íslenzkt æfintýri, ritað á dönsku af frú Margrethe Löbner Jörgsensen, er birtist í Dansk Börneblads Julenummer 1927. — Gerist það einhvern tíma fyrir löngu og segir frá fóstursyni biskupsins á Hólum og undrum þeim, sem hann varð fyrir, er hann var skilinn eftir viljandi úti í Drangey á Þorláksmessu eitt sinn af vinnumönnum Hólastað- ar, þegar þeir voru sendir út í eyna til þess að sækja þangað sláturfé fyrir jólin. Koma þá sæ- búar og slá upp veizlu í kletta- borg þar í eynni, en drengnum varð það á, að hann hnerrar, og tekur þá öll hersingin ^á rás og hverfur, en allskonar gersimar liggja eftir. Svik vinnumannanna komast upp og drengnum er bjarg- að. Eignast hann alla þá fágætu muni, sem sæbúarnir hafa skilið þegar hann er orðinn fulltíða maður, gerist hann tengdasonur biskups og prestur og prófastur og hinn mesti merkismaður. — EnJjiskup tekur hart á atferli vinnumanna^ sinna og lætur gera þá útlæga.—Vísir. EyBa allri lús og óþrifum & alifug-1- um &n þess a8 snert sé á fuglunum, e5a þeir þvegnlr. Ekkert eitur og engin hætta aS höndla þetta meöal. Ein tafla af Rid-O-Lice í hvert gal- lon vatns lætur fuglunum yCar lföa vel, gerir þá hrausta og heldur þeim frium við lýs, án þess að skemma holdin eða eggin. Arsforði fyrir vanalegan alifuglaflokk, kostar einn dollar, Vér borgum péstgjald. Eða gefið oss nafn yðar og borgið pést- inum einn dollar þegar hann kem- ur með meðalið. Nákvæm fyrirsögn með meðalið skal fara. A- byrgst að meðalið reynist vel, eða peAingunum skilað áftur. Umboðs- menn éskast. Skrifið. ALEXANDER LABORATORIES 9 Bohan Bldg. Toronto, Ont. Sendið korn yðar tu UNITED grain GROWERS í? Bank of Hamilton Chambers WINNIPEG Lougheed Buílding CALGARY Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er. iiKHKHKHKHKHKHKHKHKHÍlKHKKHÍÍHKKHJíKHKHSFO-CHKHKHCKHKHCKHÍKHStO''

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.